Heimskringla


Heimskringla - 05.03.1896, Qupperneq 4

Heimskringla - 05.03.1896, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 5. MARZ 189G. Winnipeg. Fjármálastjóri fylkisins flatti fjár- málarœðu sína á fyikisþyngi á þriðju- daginn var. Hinn 15. f. m. andaðist Jóhannes Jónsson að Castle Gate, Carbon Co., Utah, eftir langa legu. Hra. Sigurður Nordal, póstmeistari að Geysir, Man., kom til bæjarins á mánudaginn var. Fimtudaginn 27. f. m. voru Mr. Hjálmur Þorsteinsson og Miss Sigríður Hjálmsdóttir gefin saman í hjónaband af séra Hafsteini Péturssyni. Á bæjarráðsfundiá mánudagskvöld ið var samþykkt að brúleggja með grjóti og sandi parta af 5—6 strætum á komandi ári. Mr. E. W. Day, formaður Globe- lánfélagsins hér í bænum, hefir verið kjörinn formaður aðalfélagsins í Toron- to og flytur bann þangað innan mán. í Alaska-för með 2 hérlendum mönn- um lagði herra trésmiður Þorkell Jóns- son í Victoria, British Columbia um miðjan Febr. síðastl. Bjóst við að verða að heiman um 6 mánaða tíma. Kippir í bakvöðvunum, sárindi und- ir herðablöðunum, gallbeiskja og ó- hægðir eru vottur um að maginn og meltingarfærin eru úr lagi. Við öllum þesskonar sjúkdómum skyldu menn brúka Ayers Pills. Louis Bridge P. O. heitir pósthúsið nýja í útjaðri bæjarins á austurbakka Rauðár, sem opnað var almenningi til nota á mánudaginn var. Póstur geng- ur þangað einu sinni á dag frá aðal- pósthúsinu. Þrestirnir eru sagðir að boða vorið. Þeir minna einnig á þaðað nauðsynlegt sé að fara að brúka blóðhreinsandi með- öl, til þess áð búa h'kamann undir hita- tímann. Hiustaðu á hvað fuglarnir segja: “Brúkaðu Ayers Sarsaparilla í Marz, Apríl og Maí”. Bræðurnir Þorsteinn og Runólfur Isleifssynir, bændur í Alftavatnsnýlendu hafa keypt búgarð (140 ekrur) 12 mílur suðvestur frá Winnipeg og flytja þang- að í vor. Á landinu eru 40 ekrur plægð- er og sá þeir hveiti og öðru korni í þær. Lestagangur á aukabrautum C. P. R.félagsins hér i fylkinu var rýrður 1. þ. m. Verða nú tvær fólkslestir í viku í stað þriggja áður. Til Glenboro fer lest- in nú á þriðjudögum og föstudögum kl. 10,50 f. h., til West Selkirk á mánudög- um og fimtudögum kl. 7J f. h. Mr. A. R. McNichol, formaður Mutual Reserve lífsábyrgðarfélagsins, hefir verið kjörinn formaður stórdeildar þeirrar í stjórn félagsins, sem innibind- ur Minnesota og Lakota ríkin bæði og Vestur-Canada frá stórvötuunum til Kyrrahafs. Verður aðsetursstaður bans framvegis í St. Paul. Mrs. Walters hefir þjáðst af inn- vortissjúkdómum um undanfarinn tíma ogekki fengið meinabót fyrr en núna í vikunni sem leið að hún var flutt á sjúkrahús bæjarins og “opereruð.” Stóð Dr, Chown fyrir því og hefir tekist það einkavel að sögn. Skurðurinn er með þeim stærri sem hann hefir gert, en álit- ið er að Mrs. Walters sé nú úr allri hættu. Mikilsverð forskrift. Morrison ritstjóri “Sun” Worthing- ton Ind. skrifar : “Electric Bitters er gott meðal. og ég get með ánægju mælt með því. Það læknar óhægðír og höf- uðverk, og kemur líffærunum i rétt lag.” Mrs. Annie Stehle 2025 Cottage Grove Ave. Chicago var orðin mjög af sér gengin, gat ekki borðað eða melt nokk- urn mat og hafði slæman höfuðverk, sem aldrei linaðist, en sex flöskur af El- ectric Bitters læknuðu hana algerlega. Verð 50c. og $1.00. Fæst i öllum lyfja- búðum. Húslóð á McWilliam Str. og 20 ekrur af landi fyrir utan hæinn, er til sölu með ákjósanlegustu kjörum við lit- ið meira en hálfvirðí hjá Páli Jónssyni, 605 Ross Ave. Varist háska og fyrirhöfn. GaIÐ AB EFTIRSTÆI.INC)UM I'EOAR þér KAUPIB DULDA LITI. Þegar hætt er við að farið sé með svik og pretti, þá er ekki nema rétt að menn séu aðvaraðir. Illar og óvandað- ar eftirstælingar af Diamond Dyes eru búnar til af ýmsum einungis til þess að græða á þeim. Þeir hirða ekkert um það, þótt kvenfólkið eyðileggi efnið sem það er að lita, eins lengi og þeir geta selt þessa liti með góðum ágóða. Til litunar á heimilum eru Diamond Dye viðurkendir um allan heim að vera hinir beítu. Vertu því viss um að þú fáir Diamond Dye þegar þú biður um hann. Þeir revnast ætíð vel. Allar vitrar konur halda mest upp á þá. Skemtisamkoma, ágætis prógramm, í Tjaldbúðinni í kvöld, fimtudag. Eggert kaupmaður Oliver á Gimli ásamt Mrs. Oliver, kom til bæiarins á þriðjudaginn. Framvegis kemur Heimskringla út á fimmtudögum. Þeir sem vilja koma auglýsingu í blaðið verða þess vegna að koma með liana í seinastalagi á miðviku- dag kl. 9 f. h. Sagan “ Michael Strogoff” verður tilbúin til útbýtingar seinni hluta þ. m. Hver sem borgar 10. árgaug Hkr. fyrir lok mánaðarins fær söguna ókeypis. Þeir sem vilja ná í hana mega ekki draga mikið lengur að horga. Það er hver seinastur. í þessu blaði byrjar saga eftir Alex- ander Dumas (hinn eldri), sem vér von- um að lesendunum falli vel þegar fram í sækir. Hún ferfram aðal-legadagana næstu á undan og eftir 14. Júlí 1789, þegar múgurinn gerði áhlaup á f angelsis- kastalann mikla, “The Bastile,“ og tók hann þrátt fyrir öfluga tilraun að verja hann. Er það svo þýðingarmikið atriði í sögu Frakka, að 14, Júlí ár hvert er helgidagur í minningu um hrikaleikinn, sem sagt er frá í þessari sögu. Innflutningamáls fundinum stóra var lokið á laugardaginn. Á föstudags- kveldið hélt hæjarstjórnin fundarmönn- um veizlu á Hotel Leland. Á föstudag- inn var mynduð aðal-framkvæmdar- stjórn í innfiutningsmálum, er heitir: “Western Canada Immigration Asso- ciation.” í framkvæmdarstjórninni eru 18 menn, 8 frá hverri pessari deild land- sins : Norðvestur Ontario : G. T. Marks, G. A. Graham og Geo. Drewry; Manitoba: A. J. Andrews, Thos. Gilroy og James Elder ; Assiniboia : J. Ross, J. Neff og S. E. Elkington; Saskatchewan: Thos. McKay, J.R. McPhail og J. E. Young; Alberta: C. A. McGrath, Thos. Stone og Isaac Cowie; British Columbia; A. C. Flummerfelt, Prof. E. Odlum, C. H. Semlin.—Er ætlast til að allsherjar fundur sé haldinn á hverju ári og á þessi 18 manna nefnd að ráða hverjir eigi sæti á ársfundi og hvað margir. For- seti var kjörinn Thos. Gilroy, varafor- seti A. J. Andrews, ritari F. W. Huebach. LAUNA-BÆSTUIi maður í þjónustu Bretastjórnar er jarl- inn, sem settur er til stjórna á írlandi. Árslaun hans eru 100,000 dollars. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka.—Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Nýjar tdrnbrautir. Járnbraut frá Portage La Prairie norðvestur í Daup- hin hórað kemst að vændum á komandi sumar, og bætast þar 125 mílur í járn- brautasafn fylkisins. Að minsta kosti verður það ekki skuld fylkisstjórnarinn- ar, ef sú braut vei'ður ekki bygð nú bráðlega. Það er svo gottsem samþykt á fylkisbingi að ábyigjast 4% vöxtu af $8000 á hverja mílu af ofangreindri braut um 30 ár og ábyrgjast einnig e.nd- urgjald höfuðstólsins ($8000 á míluna, eða $1 milj. alls) að 30 árum liðnum.— Jafnframt kemur sú fregn frá Duluth, að þar sé félag, sem vilji og hafi þegar ákvarðað að byggja járnbraut til Win- nipeg, er verði réttar 330 mílur á lengd milli bæjanna, og að fyrirætlunin sé einnig að hyggja 125 mílur vestur Jfyrir Winnipeg. Fylgir það sögunni að fé- lagið eigi víst að Manitoba-stjórnin á- byrgist vöxtu af $5 milj. Stjórnarsinn- arhér segjast ckkert vita um þetta mál. D, W. Bole segir eflaust að þetta félag vilji ná hingað og að sú braut mundi þýðarmikil; hún mundi ieggjast fram með Skógavatr.i að sunnan og í staðinn fyrir styrk Manitobastjórnar mundi það leyfa Greenway að ákveða flutnings gjald á hveiti til Duluth. — f þessu sam bandi má og geta þess að Rockwood- sveitarmenn vilja fá C. P. R. brautina frá Stonewall lengda norður um héraðið til Foxton, eða brautina frá Selkirk lengda vestur þangað. Hefir nefnd manna með S. J. Jackson í broddi fylk- ingar flutt þetta mál við fylkisstjórn- ina. — Foxton er rúmar 20 mílur suð- vestur frá Gimli. Alt-læknandi meðal. James L. Francis, bæjarráðsmaður í Chicago, segir: “Eg álit Dr. Kings New Discovery óbrigðult meðal við hósta, kvefi, og lungnaveiki þar eð ég hefi brúkað það á heimili mínu í næst- liðin fimm ár, og aldrei þurft á lækni að halda.” Séra John Burgus, Keokuk, Iowa skrifar : "Eg hefi verið prestur f bysk- upakyrkjunnt í 50 ár eða meira, og hefi ég aldrei haft neitt meðal sem hefir h#ft jafngóð áhrif á mig og bætt mér eins fljótfc eins og Dr. Kings New Diseovery.’ Reynið þetta frábæra hóstaineðalþegar, Flaska til reynslu ókeypis í öllum lyfja- búðum. Tíðin hefir verið köld síðan á fimtu- daginn var, þó enginn grimdarfrost. Nú þegar blaðið fer tilprentunar er veð- ur stillilegt, frosthægt og vindblær á suðaustan. “ Andbýlingarnir,” hið ágætaleikrit eftir Hostrup, sem leikfélagið íslenzka hefir verið að æfa um undanfarinn tíma, verður leikið í fyrsta skifti fyrir Winni- peg-fslendingum á fimmtudagskvöldið kemur (12. Marz). Vér höfum séð part af einni æfingu og höfum í hasti hlaupið yfir ritið. Eftir því að dæma má það mikið vera, ef “Andbýlingarnir” náekki sömu alþýðuhyllinni og " æfintýrið ” hefir. Efnið í þessum leik er miklu meira og enda fjölbreyttara. Án þess að vilja draga upp tjaldið fyrri en tími er til kominn, leyfum vér oss að geta þess, að í leiknum er t. d. ósýnilegur maður—ekki ósýnilegur áhorfendunum, heldur leikendunum. Hvað sá piltur með hulinhjálmssteininn, eða öllu held- ur skóna, að hefst, það sjámenn á fimtu- dágskvöldið kemur, í Unity Hall. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. eftir C. H05TRUP verða leiknir í UNITY HALL (Cor. Pacific Ave. & Nena Str.) Fimtudaginn 12. Marz Langardaginn 14. Marz Þriðjudaginn 17. Marz næstkomandi. Inngöngumiðar verða til sölu frá því á mánudaginn þann 9. Marz hjá Mr. G. P. Thordarson á 5candinavian Bakery (587 Ross Ave.) og kosta 35c. fyrir fullorðna og 20c. fyrir börn innan 12 ára. Leikurinn þyrjar hvert kveldið kl. 8 og sökum þess að hann er töluvert langur er mjög áríðandi að allir verði komnir fyrir þann tlma. Iiæða (Niðurlag frá 1. bls.) að setja til siðu hérlenda menntun, nei, enganveginn, þar eru þeir meðal þeirra fremstu. Þeir hafa getað sameinað hvorttveggja og [sýnast þó líklegir til að verða þjóð sinni til gagns og sóma, ef þeim endist aldur tfl. Vér getum nefnt nokkra, ef vér kærðum oss um það. Líklega kemur þó engum til hug- ar, að andm. því, að sá maður eigi meiri andiega auðlegð, sé stórum mentaðri maður, sem kann tvö eða fleiri tungu- mál og þekkir bókmenntir fleiri þjóa. heldur en sá, sem að eins kann máské laklega eitt tungumál, og það er torvelt fyrir heilbrigða skynsemi, að hugsa sér að fjölhæf mctun hefti viðgang og fram- för nokkurs manns. Eða hvernig í herrans ósköpunum skyldi nokkur maö- ur geta misunt sjálfuin sér eða þjóð sinni þeirrar menningar, sem fjölhæf menntun framleiðir. Hvernig skyldi nokkur maður geta lítilsvirt jillan þann andlega unað, allan þann styrkleik og starfsemi, er þroski sannrar og fjöl- breyttrar menntunar hefir í för með sér. Nei, kæru landar! Það er ekki þjóðerni vort, inóðurmál né bókmenntir sem hefta framfarir vorar, það er eitt af því, sem seint verður rökstutt. Þótt fjöldi Vestur-íslendinga hafi því miðnr farið varhluta af hérlendri menntun, þótt of margir af oss hinum eldri hafi farið á mis við náifl enskrar tungu, þá sannar það ekki hið allra minsta í þá Kartöflur til sölu. F.g hcfi á boðstólum 1600 bushel af á- gætum kartöflum, sem ég sel við mjög vægu verði fyrir peninga út í hönd. — Komið og kaupið af mér áður en verðið hækkar, þess verður ekki langt að bíða. Th. Goodman, Cor. Nellie Ave. & Simcoe St. ISnfL'Arhf* F;ice*Acbc« Bdatic \ PttlnK* \'cu;-al.':íc i'aliii, ú l'iiin in (hc Kific, etc. 4) Proaoptly Rellcvcd an«l Curod by ^ ; The fií Ð. & L” $ lenthoi Piaster | —/— ÉllzoIiðlÍlWwll. ölit. V il'rlfe 2.%c. r Á DAVIS i; I.AWRENCE CO., Ltd. <?' Á Proprietors, Momtkeal. 0 >nd átt, að íslenzkan hafi staðið eða standi oss í vegi fyrir þeim lærdómi. Að voru áliti liggja til þess alt aðrar orsakir, sem hver heilvita maður getur séð. Fátækt og örðugar kringumstæður eru það, sem sérstaklega hafa sett stólinn fyrir dyrnar. Félausir fjölskyldumenn hafa sannarlega haft annað að hugsa um, en ganga á menntaskóla þegar hingað var komið. Þeir hafa orðið að vinna baki brotnu til að bjarga fjölskyldum sínum frá volæði og vergangi; svo hefir fjöld- inn verið orðinn illa meðtækilegur fyrir hóknámsæfingar, sökum aldurs og hnignunar. En svo er og vert að geta þess, að helzt til margir hafa verið um of skeytingarlausir að afla sér nauðsyn- legrar þekkingar. Væri það svo í raun og veru, að þjóðerni og bókmentir ís- lenzkrar tungu stæðu Vestur-íslending- um fyrir þrifum á veginum til vegs og hamingju, ef þetta hægði þeim'frá að nema enskar bókmentir og rýrði þýð- ing þeirra í mannfélaginu, þá væri alt öðru máli að gegna, þá væri ekki um um annað að gera, en setja það sem fljót ast til síðu. Það dettur að sjálfsögðu engum skynsömum Vestur-íslending í liug, að íslenzkan og bókmentir hennar skuli sitja í fyrirrúmi innlendri mennt- un. Enskan er og hlýtur að verða landsinálið, og öll hin uppvaxandi kyn. slóð, hverrar þjóðar sem er, hlytur skil- yrðislaust að nema hana og bókmentir hennar, þann lærdóm má ekki undir höfuð leggja, án hans getur hin yngri kynslóð aldrei þrifist, aldrei orðið að nýtri þjóð í þessu landi. Hvernig Vestur-íslendingar geti lagt svo trausta undirstöðu fyrir við- hald móðurmálsins, að þeir með rök- studdri vissu geti vænzt þess, að það verði ivaranleg eign afkomenda sinna um ókominn árhundruð, er ekki auð- velt að segja, en víst er um það, að því seinna sem farið verður að stíga sporið í þá áttina, því torveldara verður það. Til þess sýnist íslenzkur skóli stærsta skilyrðið, þar sem kent væri málið og ágrip af bókmentasögu íslands með fleiru. Svo ættu foreldrar og aðstand- ur hinnar yngri kynslóðar að láta sér ant um að kenna henni á heimilunum daglegt íslenzkt mál, svo hreint og ó* blandað sem kostur væri á, kenna henni að lesa bóhmálið og stafsetja, eftir því sem hver einn væri fær um. Þettí* sýn- ast að vera helztu hjálparmeðulin, ef mögulegt væri að hafa þau. Hvað um íslenzkuna verður í fram- tíðinni hér í Ameríku er á einskis færi að segja; það er að eins ókomna tímans að leysa þá ráðgátu. En eitt er víst, að langt verður þess að bíða, að andmæl- endur hennar fái meðöllu útrýmt henni Þaðer vonandi, eins og það er líka ósk vor, að vort ústkæra fagra móðurmál eigi meðal Vestur-íslendinga marga sanna vini, er séu þess um komnir, að bjarga því frá eyðileggingu. Vér treyst- um því, að ætíð finnist þeir meðal vor, sem hlúi að því, vinni að því seint og sneminameð dúð og drengskap, að það lifi í bókmentum vorum þjóð vorri til vegs og heiðurs, og oss Vestur-íslend- ingum til ævarandi endurminningar um vora ástkæru fósturjörðu—ísland. JÓN'AS J. Hnxi ORD. Paines Celery Compound er bjargvættur kvenfólksins á vorin. Hefir mörg medmæli. LÆKNAR ÞEGAR ALT ANNAÐ ANNAÐ BREGST. I\Icira en hálf miljón manna í Canada brúka það. Aldrei hefir nokkurt mcðal í heimi komistí jafn mikið álit og Paines Celery Compound. Það or viðurkent alstaðar af því það læknar fólk. Paines Celery Compound er þekt sem bjargvættur kvenfólksins. Þegar veðráttan með vorinu fer að verða marg- breytileg, sannast þnð, að Paines Celery Compound er meðalið, sem kvenfólkið ætti að brúka til þess að halda lieilsunni { góðu lagi. Það heldur líffærunum i reglu, svo að veðráttubreytingin hefir engin skeminandi áhtif. Það styrkir taugarnar og heldur blóðinu hreinu. Við máttleysi. taugaveiklan, gigt, melting- arleysi, höfuðverk og taugagigt á þetta makalausa meðal, sem Dr. Plielps fann upp, engan jafningja. Það læknar ætíð þótt önnur meðöl reynist gagnslaus, og nú er Paines Ceiery Compound einmitt meðalið, sem hálf miljón manna í Can- ada hefir valið sér sem iiúslyf. Miss Bridge frá Montreal segir : ‘Eg álít það bæði ánægjulegt og gagnlegt, að skýra frá því hvernig Paities Celery Compound hefir reynst, mér. fCg þjáð- ist í inörg Ar af meltingarleysi, höfuð- york, þrautum í bakinu og taugaóstyrk. Fg brúkaði mörg patent meðul án þess mór batnaði þó nokkvð. Einnig var ég st.unduð af mjög góðum lækni, en það dugði ekkert. Fg sá auglýsingu" um Paines Celery Compound og korn þegar í hug að reyna það. Eftir að fyrsta flaskan var buin, fann ég svo inikinn mun A mér. að ég hélt Afram að brúka alls flösknr. og var ég þá albata orðin. Fg hefl brúkað það utn títna og get með sanui sagt að veikindi mín eru nú alveg horfin. Fg mæli því með. að allir, sein ern veikir á samu hátt og ég var, brúki Paines Celery Compound. Tapaði heimili sínu. LÍFSREYNSLA Mr. ELWOOD FRÁ SIMCOE. Fékk taugagigt í útlimina svo hann gat enga björg sér veitt. Eyddi al- eigu sinni í meðul og lækna, án þess honumbatnaði. Dr.Williams Pink Pills læknuðu hann eftir að önnur meðöl höfðu reynzt, ónýt. Tekið eftir Simcoe Reformer. Það er svo oft búið að geta um hina miklu blessun, sem hlotizt hefir af því að brúka Dr. Williams Pink Pills for Pale People, að nytsemi þeirra er flest- um kunnug i Norfollt County og grend- inni, og flestir viðurkenna nú að þær hafl gefið mörgum vondaufum von og veikum mátt, enda lofa flestir þær. Hér birtist saga eins af íbúum Simce, og segir liún frá hvernig hanu náði heilsu fyrir verkanir þessara pilla. Mr. Wm. Elwood trésmiður, sem í tvö ár hefir búið í Simcoe og átti lengi [heima í Fort Erie, lofar mjög Pink Pills fyrir hvað þær hafi reynzt sér vel. Mr. Elwood skýrði blaðinu Reformer frá þvi, að fyrir' átta árum hefði hann fengið mjög ákaft kvef í höfuðið. Afleiðingin varð sú að hann varð að hætta vinnu og hef- ir síðan ekki getað snert á verki. Nokkru eftir að hann fékk þessa veiki fór hann að finna til taugagigtar f út- limunum, sem alt af fór í vöxt. Meðan á sjúkdóminum stóð var hann stundað- ur af hinum heztu læknum, sem völ var á bæði frá Toronto og Buffalo, en það dugði ekki. Oat ekki fœrt mig úr stað. Stundum varð hann svo slæmur að hann lág við að missa og varð stundum að halda honum í rúminu. Meltingar- færin voru í mjög vondu lagi og yfir höfuð var allur líkaminn úr lagi geng- inn. Fyrir hér um bil ári síðan varð hann svo veikur í vinstra fætinum, að hann gat ekki gengið um húsið. Einu sinni átti Mr. Elwood fallegt og hent- ugtheimili. En veikindi hans voru svo langvarandí og svo mikill kostnaður leiddi af þeim, að .hann var húinn að eyða öllum ieigum sínum föstuin og lausum áður en honum batnaði. Síðast liðið haust fór Mr. Elwood að brúka pillurnar og fann að litlum tíma liðnum hata. Hann hélt áfram með pillurnar þangað til hann var búinn með þrettán öskjur. Var hann þá orðinn góður i fótunum og hélt að sér væri albatnað. svo hann hætti að brúka þær. Það reyndist samt svo lað veikindin voru búin að draga svo úr honum að hann hafði ekki getað náð sér alveg á svona svona stuttúin tíma. og litlu eftir að hann hætti við pillurnar fókk hann aft- ur sömu veikina, þó hún væri ekki eins vond eins og áður. Mr. Elwood fór þegar að brúLa pillurnar aftur og er nú á góðum batavegi, og hefir góða von um að sór takizt alveg að uppræta gigtina moð þeim. Hann er svo glaður yfir því hve vel honum hefir batnað af pill- unum, að hanri gaf blaðinu Reformer þetta vottorð sitt með mestu ánægju, í því trausti að það kynni að koma ein- hverjum að haldi, sem líkt stæði á fyrir. Dr. Williams Pink Pills upprreta sjúkdómana og gera sjúklingana firausta oj; heilbrigða. Vfð limafalls- sýki, mænuveiki, riðu, mjaðmagigt, gigt, heimakomu, kirtlaveíki, eru þær öllum öðrum meðölum betri. Þær eru einnig óyggjandi við sjúkdómum sem eru einkennilegir fyrir kverinfólk, og gera útlitið hraustlegt og líkarnann lieil brigðann. Þeir sem hafa þrej'tt sig um of á andlegri eða likamlegri vinnu ættu einnig að brúka Pink Pills. Þær eru seldar í öllum lyfjabúðum og sendar með pósti fyrir 50 cents askjan, eða 6 öskjur fyrir $2,50 frá Dr. Williams Me- dicine Company, Brockville, Ont., eða Schenectady, N. Y. Varið yður á eftir- stælingum, sem sagðar eru “alvreg eins góðar”. Pocitively Cures COUGHS and COLDS i-i rv surprisinnly sliort lime. It’s a sci- eatiíio ccrtair.ty, tried and true, soothing Liid healing in its effects. W. C. McComber & Son, Bouchette, Que., t in a Mfpr that Pyny-Poctoral cmed IMrs. ici '.iii < f < hronicoold in chest nnd hronchial . i! .i«l h",..o cuícJ \t". G. AicComber of a § L.; y M::. J. II. IIutty, Chenist, 52.'i Yonge St., Torontc, v?rites: | " A* a gvj.fiial ctui"ii anó. lun>r íyrup Pyny- rectoMl íb :v m<'3t invuliiHiiIo pn-parallon. lt ).:is {.'iven tho utmost íuthn'actlon to all v.'ho ):.'Vo 11 i• *< it, nianr liaving sj.ok'n to me of tlio , L iK-ku d'ú ived frora its nso in thoir ÍHinilies. Jr i:: Ko'.tAble for oid or younvr, b< irur plfisnanh to tlio : líto. ]fn nnle with me hiu bern wondorful, ini-I t . ,m p.)••• avi rrcoir.mead it sa a sufo aa<l j clLibio congU medicine. ‘‘ Liil'tTC Eeítlc, 25 Cts. DAVIC & T.AWREKCE CO., Ltd. SoL: Proprietors Montkeal ÍSLF.NZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park liiver — N. Dak. Stórbreyting á munntóbaki. TUCKETT'S T & B Mahog*any. er hið nýjasta og bezta. Gáið að því að T. A B. tinmerk sé á plötunni. Tilbúið af Thb Geo. E. Tuckbtt & Son Co., Ltd. HAMILTON, ONT. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & CO. 5<»6 JUain Str. horninu á Paciflc Ave. eins og þcr segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. and Shorthand Institute Ef þú þarft tilsögn í: LESTRI, SKRIFT, STÖFUN, REIKNINGI, BÓKHALDI. VER^LUNAR-LÖGUM BREFA SKRIFTUM, HRAÐRITUN, TYPEWRITING, þá farðu á dag eða kvöldskólann að 482 Main Street. C. A. Fleming G. W. Donalb President. Secretary. Fer frá greiðasöluhúsinu að 605 Ross Ave., Winnipeg á hádegi á mánu- dögum og frá Selkirk á þriðjudags- morgna kl. 7. Fargjaldið : Selkirk til Gimli 50 cts. Selkirk til Icel. River $1.50 Luktur sleði með ofni í fyrir far- þegjana. Bezti sleðinn á brautinni ! Hra. Helgi Sturlögsson er ökumað- rinn. Always on time ! S. Mi Contractor. POPULAR MA6AZINES FOH THE N0IE. FRAWK LESLÍE’S p OPULAR MONTHLY Contalns each Month : Original Water Color 1 Frontlspiece ; 128 Quarto Pages of Reading S Matter; 100 New and High-class Bllustru- ) tions; Moro Literary Matter and llliistru- ) tlons than any other Magazine in America. 25 cts.; $3 a Ycar. Frank Leslie’s Pleasant Hcurs FOR BOYS AND CGRLS. A Bright, Wholesome, Juvenile Monthly. Fully illustrated. Tho best writers for young people contributo to it. 10 cts.; $1 a year. SEHD ALL SUBSCRIPTIOIÍS T0 'he Hcimfkringla Prlg. & Publ. Co. ’ou want to get Fr.ank Leslie’s ’opular Monthly and the Heims- ringla ono year for $4.25 Undoubtcdiy the Bsst G!ub Oífers œr Send to Frank Lrtslie's P'ubttn 11in't TTonse, W.Y., ) for New ÍUust rated Prem i um Liat, Free. } i

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.