Heimskringla - 23.04.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 23. APRÍL 1896.
Heimskringla!
PUBLISHED BY •
The IleiinskrÍDgla Prtg. & Publ. Co. •
•• •• •
Verð blaðsins í Canda og Bandar.: 9
$2 um árið [fyrirfram borgað] ®
Sent til íslands [fyrirfram borgað •
af kaupendum bl. hér] $1. •
• ••• *
Uppsögn ógild að lögum nema •
kaupandi sé skuldlaus við blaðið. g
• ■•• *
Peningar sendist í P. O. Money #
Order, Registered Letter eða Ex- •
press Money Order. Bankaávis- c
anir á aðra banka en í Winnipeg e
að eins teknar með aSöllum. ■’
• • •• •
EGGERT JOHANNSSON •
EDITOR. •
EINAR OLAFSSON %
BUSI.N’ESS MAHAGER. •
• • ••
Office : g
Corner Ross Ave & Nena Str. ||
P O. Box 305. 5
Fylkisþingið.
Eins og ákveðið hafði verið kom
það saman á fimtudaginn var. Nokkr-
ar fáorðar spurningar voru lagðar fram
ogþeimsrarað í sem fæstum orðum.
Að því búnu gekk fylkisstjóri í þmgsal-
inn, flutti þingloka-ræðu sína og—þar
með var þingi slitið, í þetta sinn. J’að
kom enginsj upp með að fullkomnað
væri svo velbyrjað verk, sem hafið var
með boðistjórnarinnar áhrærandi breyt-
intruna á skólalögunum. Þaðkomsemsó
engin uppástunga fram um að lögleiða
þær breytingar sem boðnar voru, en
sem þó varþað eina rétta til að sýná að
hngur fylgdi máli. Það má vitaskuld
segja að það sé þýðingarlaust, þar sem
sambandsstjórn hafi ekki tekið boðinu.
En það var þá nauðsynlegt samt til
þess að útrýma því augsæja kvörtunar-
efni, sem altaf verður til á meðan lögin
eru eins og þau eru nú. Með því að
“þoka”—þrátt fyrir ummælin í gagn-
stroða átt, með því að bjóða breytingu,
viðuvkendi stjórnin að til væri það
kvörtunarefni, það ranglæti, er kaþól-
íkar ogandvígismenn stjórnarínnar hafa
haldið fram að væri til, Og úr því hún
þá viðurkendi þetta og bauð breytingu,
því þá ekki að grípa fyrsta tækifœri og
lögleiða þær breytingar. Með því virt-
ist að öll vopn hefðu verið dregirí úr
höndum andvígismannanna og sam-
bandsstjórnar. Kaþólíkar einir hefðu
kvartað, ef tilvill, en kvörtun þeirra
hefði þá ekki verið á neinum góðum
grundvelli byggð. Manitobastj. hefði
þá getað bent á lög sín og sýnt að þar
er öllum veitt jafnrétti og svo mikill
timi veittur ti) guðfræðisiðkana, sem
framast verður krafist. En nú getur
hún það ekki. Hún getur bent á að
þetta og hitt hafi hún boðið, en að boðið
hafi ekki verið þegið. Það er gott, en
það er ekki nóg, þegar kringumstæð-
urnar ei u eins og þær eru. Það er þess
vegna skaði að f amboðnar breytingar
voru ekki lögleiddar tafarlaust. Af því
reynslan hefir kent mönnum að loforð
Greenwaystjórnarinnar eru stundum
æði lítils virði, var þörfin hka þeim mun
meiri til að búa svo um að hægt væri að
segja: Hór eru lögin.
Sir John C. Schultz.
Eins og stuttlega var skýrt frá í
síðasta blaði andaðist fyrrverandi fylk-
isstjóri, Sir John Schultz, i Monterey í
Mexico hinn 13. þ. m. Hann hafði
lengi verið heilsulaus maður, það svo,
að þrekminni menn en liann liefðu fyrir
löngu gefizt upp og liætt við öll störf,
hvort heldur opinber störf eða önnur.
En hanri starfaði látlaust alla þá daga,
setri hann gat verið á fótum, og enginn
var tilþrifameiri en hann, ef eitthvað
var að gera, sem vesturlandinu gat ver-
ið til hagnaðar. Það sem einkum
þjáði hann um síðastl. nokkra mánuði
var blóðspitingur og mun það hafa orð-
ið banamein hana, þó ekki þyki það
vist þegar þetta er ritað. Hann fór
suður til Mexico fyrir rúmum tveimur
mánuðum síðan, í þeirri von að bæta
þar heilsu sína. Og eftir bréfum hans
að dæma til kunningja sinna hór í bæn-
um var hann á batavegi og hinn von-
bezti. í seinasta bréfinu, er hann reit,
kveðst hann ekki lengur þola hinn sí-
vaxandi hitaí Mexico, og væri haun
þess vegna á förum norður. Fáum
dögum síðar kom skeyti frá konu hans,
Lady Schultz, er tilkynti lát hans og
að hún væri að fara af stað heimleiðis
með líkið.
Sir John var á 55. aldursári fædd-
ur í Amherstburg í Ontario 1841, og þar
ólst hann upp. Á fyrstu árum æfinnar
fókk hanji ekki nema ófullkomna ment-
un, en hálf-stálpaður setti hann sér fyr-
ir að nema læknisfræði. Foreldrar
hans voru fátækir og átti hann enga að
sem gætu rétt honum hjálparhönd eða
greitt götu hans í því efni. Hélt liann
því áfram námi sínu á þann hátt, að
þegar skólafrí var vann hannsem háseti á
gufubát, sem gekk milli Kingston, Buf-
falo og Chicago. Árið 1862, jiegar hann
var 21 árs gamall útskrifaðist hann sem
læknir af Queens College í Kingston, og
svo að segja tafarlaust lagði hann af
stað vestur í hið ókunna landið, sem
nefnt var Rauðárbygðin (síðan orðið
Manitobafylki). Það var ekki fyrir
neina vesalinga að setjast að her vestra
á þeim árum. Það var þá ekki nema
um einn atvinnuveg að gera í Rauðár-
bygðinni, — að verzla við Indíána og
kynblendinga, og var þar við ramman
reip að draga, er Hudsons Bay-félagið
var. Þá verzlun byrjað Sir John líka
undir eins, jafnframt því er hann stund
aði lækningar og græddist honum fljótt
fé. Það fara fáar sögur af því hvað
hann varð að stríða og líða á þeim ár-
um. Óbeinlínis má ráða það af fyrir-
lostrum hans um þessa ‘fornöld’ Mani-
toba fyrir sögufélaginu hér í Winnipeg,
að menn áttu illa æfi hér vestra um
þetta leyti. Nokkru síðar keypti hann
litla blaðið ‘Nor’-Wester’, er þá var gef-
ið út f Fort Garry (nú Winnipeg) og
bætti hann þá ritstjórn þess við önnur
st.örf sín.
Eins og kunnugt er var Hudsons
Bay-félagið þá einvalt hér vestra,
Taldi það landið alt eign sína og gat
með nokkruin rétti, samkvæmt samn-
ingunum við konung Breta, er félagið í
fyrstu var myndað. Félaginuvar lítið
um inuflytjendur. en Schultz vildi fá
landið bygt og hagnýtt til annars en
verzlunar við Indíána. Hafði fyrir
löngu séð hve frjósamt það var og hafði
heldur ekki sparað að auglýsa það á
ferðum sínum til Montreal. Hann sló
því á alt aðra strengi í blaði sínu en fé-
laginu var þóknanlegt og var svo harð-
orður, að einu sinni (árið 1868) lét fé-
lagið binda hann á höndum og fótum
og kasta í fangelsi sem ‘skaðræðis-
manni’. En þar var hann ekki lengi.
Nýbyggjarnir, þó fáir væru, tóku hönd
um saman, gerðu áhlaup á fangelsið,
brutu það upp og leystu vin sinn.
Þetta tiltæki fálagsins varð orsök-
in til fyrstu tilraunanna til að útvega
hóraðinu sjálfstjórn. í héraðinu voru
þá alls 6—8000 manns, alt talið, og
beiddu þeir nú stjórn Breta um leyfi til
að koma á fót bráðabyrgðarstjórn, eða
ef það fengist ekki, þá að þeir fengju
að eiga fulltrúa í héraðsstjórninni sem
til var að nafninu—The Assiniboia
Council. Hvorugt fékkst, og var þá
leitað til Canadastjórnar—fylkja sam-
bandið eystra var þá rétt komið á—, er
að lykturn keypti rétt Hudsons Bay fé-
lagsins fyrir lj milj. dollars. Árið eftir
(1869) sendi Canadastjórnin Hon. Wm.
McDougall vestur sem héraðsstjóra, en
þá var LouisRiel á þroskaskeiði og ætl-
aði sér þetta land alt sem sérstakt ríki.
Varð hann þess vegna fyrri til að safna
hermönnum, taka Fort Garrymeð öll-
um vopnum og vistum sem í því voru
og setja af stokkunum sína sérstöku
alræðisstjórn. Þá var Dr. Walter Bo-
wen orðinn eigandi og ritstjóri blaðsins
‘Nor’-Wester’ og vildi Riel gera það að
stjórnarblaði og birta í því sínar ‘Pro-
klamationer’, og er það fékst ekki, var
Bowen kastað í fangelsi. Þá vildi og
Riel ná í vörubirgðir Dr. Schultz og
hótaði að brjóta upp vöruhúsið, er eig-
andinn neitaði að láta lyklana af hendi.
Þó Riel hefði nú stjórnartaumana að
nafninu vildi hann ekki eiga mikið und-
ir suinum ‘þegnum’ sinum, enda höfðu
þeir ekki unnið honum hollustueið. Til
liess að tryggja sór stjórnartaumana lét
hann um veturinn (6. Desember) gera
Dr. Schultz og 46 öðrum Canadamönnm
árás þegai þeir áttu ómögulegt að verj-
ast, og taka þá fasta og kasta í fang-
el-ji í Fort Garry. Dr. Schultz var hafð-
ur einn sér í hólfi og fékk hvorki eld til
að hita það upp, nó annan aðbúnað til
að verjast vetrargrimdinni en einn vís-
undarfeld. Ofan á þessar líkamlegu
þjáningar bættist það, að kona hans
var veik og var honum varnað að ann-
ast um hana. Þó fékk hann fyrir náð
að senda forskríftir til liennar úr fanga-
klefa sínum. Þarna sat hann svo mörg-
um vikum skifti. Loks tókzt honum
þó fáklæddum að smjúga útum glugga.
Hann hafði rist vísundarfeldinn í lengj-
ur og bundið saman og ætlaði þannig
að handlanga sig niður. En reipið slitn-
aði, liann féll niður 20 fet og meiddi sig
mikiðí öðrum fætinum. Þó komst liann
upp á virkisvegginn og steypti sér út af
honum í snjóskafi úti fyrir. Haltur og
klæðfár tók hann á rás í náttmyrkrinu
þangað til hann bar að húsi nýbyggja
eins, er hann treysti, og sem faldi han'n
þar nokkra daga. Þetta var í Eebrú-
ar 1870. Þcgar honum hafði batnað
svo í fætinum, að hann var ferðafær,
fékk hann sér kynblending, Joseph
Monkman að nafni, sér fyrir fylgdar-
mann og lagði af stað austur um óbygð
irnar og klettana til Superiorvatns og
suðvestur með því til Duluth, sem var
næsta járnbrautarstöðin, önnur en St.
Paul. Þaðan hélt hann svo áfram ferð
inni til Montreal og Toronto, og kveikti
þann áhuga fyrir inálum vesturlands-
sem siðan hefir haldizt við. I millitíð-
inni hafði Riel gert upptækar allar eign
ir Dr. Schultz og dæmt hann róttlaus-
«n hvar sem hann sæist í Rauðúrbygð.
Afleiðingin af ferð Scliultzog fregn-
um að vestan varð sú, ’að Canadastjórn
sendi herflokk vestur um sumarið til að
yfirbuga Riel. Eins og kunnugt er
varð þá ekki meira úr Riel en það, að
liann flúði úr Fort Garry með öllu sínu
liði að hálfnaðri máltíð, er hann heyröi
að austanmenn væru komnir að landi.
En hermennirnir gengu í salinn og
gerðu sér gott af því sem á borðum
var.
Árið 1871 v’ar Dr. Schultz kjöriim
sambandsþingmaður fyrír Lisgar-kjör-
dæmi í hinu nýja Manitobafylki. Síðan
hefir hann alt af verið við opinber störf
riðinn. Árið 1883 var hann kjörinn efri
deildar þingmaður og 1. Júli 1888 var
hann skipaður fylkisstjóri i Manitoba
og hélt því embætti þangað til sumarið
1895. Hinn 24, Maí 1894 var hann
sæmdur heiðurseinkunninni K.C.M. G.
og bar honum upp frá því titillinn:
Sir.
Fangelsisvistin hjá Riel og flóttinn
til Duluth um öræfi og óbygðir um há-
vetur eyðilagði heilsu hans gersamlega.
Hann varð aldrei síðin heill maður.
Nafnið Schultz bendir á þýzkan ætt
stofn, en sjálfur kvaðst hann vera
danskur að ætt, og taldi sig þannig í
frændsemi við íslondinga á fyrsta Is-
lendingadeginum hór í Winnipeg—1890.
Carlisle.
Það bendir alt til að annarhvor þess-
ara manna, fjármálastjóri Clevelands
John G. Carlisle, eða Cleveland forseti
sjálfur, verði umsækjendur um forseta-
stöðuna undir merkjum demókrata, í
sumar komandi. Hvað Cleveland sjálf-
an snertir, þá eru litlar likur til að hann
gefi kost á sér oftar. Það eru ekki all-
fáir sem vilja fá hann út enn. öllum öðr-
um fremur, en bæði er það uð hann vill
gjarnan vera laus við stjó: i aálaþref, að
minsta kosti um tíma. og h tt, og það er
nú ef til vill aðalástæðaj.. að það eru
ekki allfáir menn sem ó'mst að hafa
sama marin fyrir forseta u ’ Viörtíma-
bil. Þeim finst að með því sóu þeim
manni gefin alræðisvöld, ekki beinh'nis
vitanlega, en óbeinlinis þannig, að hann
fái þá hugmynd að þjóðin geti ekki ver-
ið án sín og sér só þess vegna óhætt að
spila fríhendis. Vegna þessa ótta mun
Cleveland undir engum kringumstæðum
gefa kost á sér, að minst kosti þá ekki
fyrri en hægt yrði að sýna, að hann gæti
unnið, en heldur enginn annar demó-
krati. Það er enguin efa undirorpið, að
eftir áliti fjöldans að dæma, gengur
Carlisle næst Cleveland, ef h'inn stend-
ur honum ekki algerlega jafnfætis sem
stjórnmálamaður. Að öllu sjálfráðu
má þess vegna gera ráð fyrir að John
G. Carlisle verði forsetaefni demókrata í
Bandaríkjunum í sumar komandi.
Eins og við hefir verið búizt um
langan tíma bendir alt til, að sóknin
verði aðallega um gull og silfurmálið.
Báðir flokkar eru tvískiftir í þessu máli
og er það þess vegna ekki neitt smáræð-
is vandræðamál. Sem stendur er eng-
inn efi á því að Wm. McKinley virðist
standa næst ú*meíningu til forseta
undir merkjum repúblíka, og er það
að nokkru leyti því að þakka, að fjár-
glæframennirnir Orville H. Platt og
og Mathew S. Quay, vinna af al-
eíli á móti honum. Hann hefir neitað
að ganga undir Quay-Platt-okið, en á
siðastliðnu ári sýndust öll vopn snúast í
þeirra eigin höndutn. Þess vegna er
það, að þess meira sem McKinley hefir
andæft þeim herrum, þess betur hefir |
honum gengið í atkv.Ieit sinni. Það er
þess vegna eins vist að Wm. McKinley
verði forsetaefni repúblíka. Setji mað-
ur svo að forsetaefnin verði þeir Carlisle
og McKinley, þá er stefna þeirra í guil-
og silfurmálinu ekki fjarskildari en er
stefna þein<a í stjórnmálum yfir höfuð.
McKinley hefir helzt enga stefnu í því
máli, að minsta kosti lætur hann hana
ekki uppi. Hann fer svo í kringum
það mál, að það er ómögulegt að segja
hverjum málminum hann er hlyntur.
Stefnuskrá repúblíka í Ohio urn það
efni, sem viðtekin var í hans eigiu ríki,
Ohio, er Ijósasti votturinn um stefnu-
leysið í þeirri grein. Þar eru ákvæðin
ekki greinilegri en það, að sagt er að
fiokkurinn só hlyntur öllum góðum og
gjaldgengum peningum, hvert heldur sé
gnll, silfur eða brófpeningar. Undir
þetta geta auðvilað allir skrifað, en þau
ákvæði eru eigi að síður æði óákveðin
þegar á að ræða ura það sérstaklega,
hvort heppilegra sé að viðtaka frísláttu-
si'.furs eða ekki.
I því efni er Carlisle ákveðnari.
Hvort sem það A’erður honum til falls
eða ekki, þá dregur hann engar dulur á
að hann er andvígur frísláttu silfurs.
Fyrst og íremst sannar íjármálaráðs-
mennska bansöll að svo er, og svo
heflr hann látið þá stefnu sína í Ijósi af-
di’áttáriaust í opnu bréfi í síðastl. Marz
mánuði, og að síðustu á fundi fyrir
verkamönnutn í Chicago 15. þ. m.
Stefna hans í gull og silfur málinu er
svo ákveðin, að það getur engin vilzt á
því hvorumegin hann er. Er hann að
því leyt efnilegri maður en McKiuley,
að hanu þorir að koma til dyranna eins
og hann er klæddur.
Sem sagt flutti Carlisle ræðu í Chi-
cago á miðvikudaginn 15. þ. m. fyrir
verkalýðnum, samkvæmt tilmælum fyr
irliða ýmsra verkmannafélaga. Þeir
vildu fá að heyra hann tala um þetta
brennandi spursmál í Bandaríkjunum
og hann veitti þa bæn og dróg engar
dulur á skoðanir sínar. Það er ekki
rúm til að taka hór nemalitla kafla úr
ræðu lians. En þeir eru í lauslegri
þýðingu á þessa leið :
Það eru spurningar sem snerta
hag, hægindi og ánægju allra, hvert
þjoðin í viðskifium sínum á að hafa
góðaoggilda peniuga eða ekki, hvert
vinnulaun skuli greidd í góðum og
gjaldgengum peningum eða ekki. Þó
þetla só áhugamál þeirra allra, hefir
þaðsamtekki sömu þýðingu fyrir alla.
Þ.tð er fátæki maðurinn sem vcrður að
treysía á liandafla sinn sér on sínum lil
í ramfærslu, sem fyrstur allra og átak-
anlegast verður var við afleiðingarnar
af deyfðog peuingaþröng, af hverju sem
hún stafar.
Hvert ekki leiðir verzlanahrun
og barðæri um lengri eða skemri tíma,
oz hvei t verkalýðurinn ekki verður
sv.'ftur atvinnu að fiálfu eða öllu leyti,
eru spurningar sem leida af þeirri kröfu
sem nú er gerð, að Bandarikin fyrir-
skipi ótakmárkaða fr/sláitu silfurs og
ákveði verðgildi ailfursins 16.1, þráit
f.vrir að markaðsverði'ðer 31,1. Krafan
með öðrum orðumer sú, að Bandaríkja-
stjorn ákveði með lögum að 16 únzur af
silf'i skull/gildi 1 únzu af gulli, þrátt
fyrir að markaðsve, ðið hvar sem er í
b :ii er að 16 únzuraf sii'ri eru ígildi lít-
iö eir en hálfrar únzu af gulli. Krafan
er þn'u.eð btj’ura gi ðum sú, að Eanda-
rlkjastjórn láti móta silfur dollara (á
kostuað almennings, en til arðs ein-
stöku félögum og mönnum sem óslegið
silfur eiga) sem í rann róttri eru 51—52
centa virði, en neyði almenning til að
taka þá sem dollars ígildi upp í skuldir,
vinnulaun, eða vörurogeignirsem seld-
areru. Sleppi maður ratigindunum sem
í þessu eru fólgin, yrði fyrsta afleiðing-
in su, að þessir peningar útboluðu úr
landinu $620 milj. í gulli. Af þeirri út-
bolun leiddi svo mikla peningaþröng,
verzlanahrun og deyfð 1 iðnaði öllum,
að dæmi yrðu ekki til annars eins, í
þessu landi eða annarstaðar. Auk þessa
fengju mennekki nema rúmlega 50 cts.
virði af’vörum fyrir hvern þann dollar
sem eftir yrði í landinu....Að baltla
jafnvægi beggja tegundanna, en ákveða
verð silfursins með lögum, hefir verið
reynt aftur og aftur í öllum löndum og
það hefir aldrei tekizt.—Tíl að samia að
°0 cents í silfri með dollars nafnverði
mundi fíjótt utbola gullinu, rakti hann
ífáumorðum gjaldeyris-lagasöguBanda
ríkja, alt frá 1792. En sú saga sýnir
aðaf því silfrinu var gefið 1% meira
nafnverð, en markaðsverð þess var,
með lögum frá 1792, útbolaði það gull-
inu, og aftur þegar gullinu (1834 og
1837) var gefið nafnverð sem var minna
en 1% fram yfir markaðsverð þess, út-
bolaði það silfrinu.—Gull og silfur-pen-
ingar í veltu í Bandaríkjunum sagði
hann að væri nú sem stæði: gull 620
milj., silfurdollarar 418 milj., smærri
silfurpeningar (lögeyrir í hvaða skuld
sem er alt að $10,00) $78,216,677. Þegar
$620 mílj. væri sópað burt, þyrfti silfur
að koma í staðin tafarlaust, en nú gætu
allar peningamótunarstofnanir í Banda-
ríkjum ekki mótað $60 milj. á ári, þó
kappsamlega væri unnið og öll fram-
leiðsla silfurs í heimínum á ári hverju
sagði hann ekki svaraði nema 216 milj.
dollars.—Væri þessi lög viðtekin, hefði
þau meðal annars það í för með sér. að
verkamenn og aðrir sem nú eiga í sjóði
á bönkum yfir 5 þús. milj. dollars,
fengju útborgaða aftur í virkileikanum
ekki nema rúmlega 2.500 milj.. þ. e.,
þeir gætu ekki fengið meir en því svarar
af eignum eða vörum fyrir slnar 5 þús.
milj, eftir að þeim væri umhverftíverð-
litla silturpeninga. — Ræðuna endaði
hann a þessa leið: “Stærsti glæpurinn
að undantekinni algerðri pólitiskri
þrælkun alþýðu, væri það, að gera laun
verkalýðsins upptæk fyrir vinnuveit-
endurna. En það er svo gott sem gert
ef feldir eru i verði um helming þeir
peningar, sem honum eru goldnir fyrir
vinnuna. Sem betur fer, uDdir voru
stjórnarfyl-irkomulagi, er ómögulegtað
framkvæma svo hróplegan glæp nema
vinnumaðuvinn sjálfurhjálpi tilað sjóða
saman hlekkina á sjálfan sig.”
Alaska-landamærin.
Það hefir eflaust mörgum virzt að
búið væri að ákveða með mælingunni
Iivar landamerkin milli British Colum-
bia og Alaska eru, og að hlutaðeigandi
stjórnir ættu ekki annað eftir enað við-
urkenna þá mælingu rétta og undireins
að fastákveða landamærin samkvæmt
henni. En það er ekki líkt því að mæl-
ingunni sélokið. Mælingamenn beggja
stjorna eru komnir á ferðina norður
þangað fyrir nokkru síðan og líklega
ný teknir til aftur þar sem fyrr var frá
horfið—að mæla. Þó mörg ár séu lið-
in siðan verk þetta var hafið, var það
fyrst í fyrra að mælingunni var svo
langt komið að tiltækilegt væri að á-
kveða skiftilínuna, sem í samningunum
frá 1825 var ákveðin. þ. o., 141. hádegis-
línan. Og þegar búið var, munaði 20
fetum og nokkrum þumlnngum, þ. e.,
Bandaríkjamenn sögðu hana þeim mun
austar en Canadamenn sögðu hana. 20
fet er ekki mikill mismunur, og þegar
um hérað er að gera, sem aðallega er
ónytt til allra hluta, virðist að ;hann sé
minni en svo, að tilvinnandi sé að byrja
á nýjum leik. En fyrst er það að mis-
munurinn, þó lítill sé, sýnir að mæling-
in er ekki rétt, og í öðru lagi er það, !að
á litlum hluta af þessu svæði, á suður-
endanum, næst Kyrrahafinu, er sagt að
ógrynni af gulli og ef til vill fleiri málm-
um sé í jörðu og einmitt hvað mest í
grend við og á þessu þrætusviði. Sé
svo í raun og veru. geta svo miljónum
dollars nemur af gulli verið í jörðu á
spildu þessari, sem erbara 20 feta breið,
ef hún er nógu löng! Undir þeim
kringumstæðum er tilvinnandi að eyða
nokkrum þúsundum dollars til í mæl-
inguna.
I millitíðinni streyma málmleitar-
menn norður á þessi öræfi og aldrei í
eins stórum stil eins og einmitt ”nú i
vor. Þeir voru að vísu komnir þangað
svo margir í fyrra, að Canadastjórn
var beðin umlagavernd og póstgöngur.
Hún veitti það og af því reis uppþot í
Bandaríkjunum og öflug tilraun gerð
til að hleypa af stað smá æsingum úQaf
Jiessari 20 feta þrætusneið, eins og landa
merkjaþrætunni í Venezuela. í sam-
bandi við þetta er athugandi, að það
eru einhverjir nú að beita öllu sínu bol-
magni til að koma á fót gull-æði vestra,
bæði ^British Columbia suðaustarlega
og norður í þessum Alaska-óbygðum.
Tilgangurinn er auðsælega sá, að jafn-
ast á við Afríku-gullæðið, sem nú er að
réna. En hvort sem það tekst eða ekki
þá vinst það þó, að fyrir þennan hóf-
lausa straum til Alaska keppa báðar
hlutaðeigandi stjórnir við að lúka sem
fyrst fyrirsettu verki, svo lagavernd
verði möguleg, en sem nú er ómöguleg
á þessú þrætulandi.
Færðu það sem þú biður
um?
Margir éru sviknir sem kaupa
Diamond Dyes.
Merkar konur eru sviknar þegar þær
fara að kaupa Diamend Dye. Þær biðja
um ‘Diamond’ enmargir kaupmennsem
leggja alla stund á að græða fá þeim í
hendur ónýta liti sem eyðileggja efnið
sein litast á, vér vörum kvennfólk al-
varlega á þeim sem erunógu smámuna-
legir til að selja þeim annað en þær
biðja um. Ef sá sem þú verzlrr við sel-
ur aðeins óvandaða og ódýra liti, þá
skaltu senda beina leið til okkar, og við
skulurn senda Diamond Dyes með pósti
til þín. Diamond Dyes kostar aðeins
10 cents pakkinn (sama eins og ónýtir
litir) og eru æfinlega göðir. Wells &
Richardson Co., Montreal.
Læknunum missýndist.
ÞEIR SÖGÐU AÐ MR. REUBEN
PETCH VÆRI ÓLÆKNANDI.
Þeir liöfðu auðsjáanlega mikið til síns
máls, og fyrir það var manninum
borgað $1500 frá skaðaábyrgðar-
félaginu. Dr. Williams Pink
Pillsreyndust enn að lækna, þar
sem engin önnur meðöl dugðu.
Tekið eftir Meaford Monitor.
Mr. Reuben Petch á heima í Griers
ville og hefir í mörg ár verið kunnugur
ritstjóra blaðsins Monitor. í nokkur
ár hefir Mr. Petch haft slæma heilsu
og liðlð mikið og loks sagði læknirinh
hann ólæknandi. Honum var þessyegna
borgað frá skaðabótafélaginu $1500,sem
hann var f. Þeim til hinnar mestu
mestu furðu, sem vissu hvað hann hafði
verið veikur, hefir Mr. Petch nú náð
sérsvoí seinni tiðað hann má heita
jafngóður aftur. Þessi bati segir hann
að sé kominn af Dr. Williams Pink
Pills, sem hann hefir verið að brúke í
seinni tíð, og af því saga hans hlaut að
vera eftirtektaverð fyrir ’lesendur ‘Mo-
nitors’. þá var fregnriti frá blaðinu
sendur til Mr. Petch í þeim tilgangi að
fá frekari fréttir um bata hans. Saga
hans er þannig: “Ég liafði verið veik-
ur yfir fimm ár og fékk ég á þeim tíma
ráðleggingar frá ekki færri en sex af
liinum beztu læknum, sem ég náði til,
en engin þeirra gat hjálpað mér neitt
meö . meðulum. Allur líkaminn var
bólginn eða þrútin svo éggat ekki kom-
ið að mér fötunum.
Ég var alveg máttlaus í útlimunum
Þegár ég fór að brúka Dr. Williams
Pink Pills var ég svo slæmur að ég gat
ekki klætt mig í fötin og gat ekki einu
sinni opnað munninn til að láta upp í
mig nokkuð sem tyggja þurfti, og það
varð aðmata mig með skeið. Það var
eins og ég hefði ginklofa. Ég gat ekki
gengið upp né ofan tröppurnar fram
undan húsinu, og ef mér varð á að
detta gat ég ekki reist mig á fætur hjálp
arlaust, og þegar ég færði mig úr stað,
varð ég að hafa staf og hækju. Ég var
tilfinningarlaus í líkamanum. Þó það
hefði verið stungið í mig ótal títuprjón-
um, þá hefði ég ekkert fundið til þess.
Læknarnir sögðu að mór mundi aldrei
batna og að ég hefði máttleysi í annari
hliðinni. sem væri afleiðing af mænu-
sjúkdómi og influenza. Eg var með-
limur félagsins Mutual Aid Association
of Toronto, og þar eð ég samkvæmt
reglum fólagsins átti heimting á hjálp,
sókti ég um styrk, og var mér þá borg-
að út $1500. Þetta var hór um bil
tveimnr árum eftir að ég veiktist. Það
hélzt nú alt í sama horfinu um tíma og
mér versnaði heldur en batnanði. Ég
var alt af annað slagið að lesa um að
ýmsir læknuðu sig með Pink Pills, og
loksins réðist ég í að fara að brúka þær
einnig. Þegar ég var búinn að brúka
úr 5 eða 6 öskjum fann ég til bata,
Fyrsta bataeinkunn sem ég fann til var
það, að ég fór að svitna mikið á nótt-
unni. Ég ásetti mér að reyna þær til
þrauta, og mér til hinnar mestu furðu
hefir mér farið fram að kröftum og
heilsu alt af síðan. Ég brúka engin
meðöl önnur en Pink Pills, Ég fór að
brúka þær þegar öll önnur meðöl og
læknar reyndust ónýtt. Éghafði sann-
ast að segja enca von um að mér batn-
aði, en Pink Pills hafa frelsað mig frá
lifandi dauða, og nú get ég með gleði
sagt að ég get gengið og unnið og gert
nærri hvað sem er. Ég ót með góðrí
lyst, sef vel og er alveg eins og nýr
maður, og ég þakka það eingöngu Dr.
Williams Pink Pills. Ég ’get ekki lofað
þær of mikið og ég ráðlegg þeim sem
þjást af líkum sjúkdómum og ég að
brúka þær’. Hið ofanritaða er óbreytt
saga Mr. Petch, og getum við bætt því
við, að vér þekkjum hann að því að
vera mjög áreiðanlegan og virðingar-
verðan mann, sem ekki getur gengið
neitt annað til að segja svona sögur en
að láta hina líðandi vita hvað hafi kom-
ið sér að haldi i veikindum sínum.
Þetta sannar það sem Dr. Williams
Pink Pills hafa gort kröfu til, að lækna
þegar önnur ineðöl bregðast. og að þær
eru með réttu ein liin merkasta upp-
finding þessára tíma. Almenningur ætti
ætíðað vara sig á eftirstælingum, er
ýnisir ósvífnir kaupmeun reyna að
kama út til þess að hafa hag af því.Það
er ckkert annað meðal ‘alveg liið sama’
oða ‘alveg eins góð’. eins og Dr. Willi-
ams Pink Pills, og hinar ekta eru ætíð
merktar: Dr. Williams Pink Pills for
Pale People.