Heimskringla - 23.04.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.04.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 23. APRÍL 1896. *X*Z*X*X*X*X*2*X*X*X*X*3*g M # M # M # M # M # M # M # Fluttur til 598 Main Str. 598 Það er einatt ómissandi að hafa úr í vasanum og klukku á heim- ilinu og enda gullstáss til skrauts. Nú er tækifærið. Komið í nýju húðina með nýju og gömlu vör- unum og veljið úr því sem til er. TU dæmis sel ég : Waltham úr í Silveroid kassa fyrir $8.00. Vekjaraklukkur í Nickle kassa, bezta sort á $1.25. Og Atta daga slagklukkur fyrir $4.50. M # M # N # M # M # M # <S. THOMAS.íi Winnipeg. Athugasemd við smjörgerðarmál G. M. Thompsons, eftir sveitarráðsmann Pétur Bjarnason, kemur í næsta blaði. Hendersons-nafnaskráin fyrir Wpg. og Vesturlandið alt, er nú útkomin og telur nú 40,000 íbúa í Winnipeg—1,500 fleiri en í fyyrra. Hra. Jón Gíslason jámsmiður, hefir selt hús sitt á McDonald stræti og flutti á mánudaginn var alfluttur vestur til Glenboro. Hefir keypt þar járnsmiðju og sezt þar að. í dag er sumardagurinn fyrsti eftir íslenzku tímatali og er nú nokkurt út- lit fyrir að hér sé sumar að ganga í garð. Hlýasti dagurinn hér í bænum síðan í Febrúar var á þriðjudaginn var. Hra. Árni Friðriksson ætlaði í gær (miðvikudag) að leggja af stað vestur til Banff, í þeirri von að fá þar bætta heilsu sína í laugunum. Hann hefir sem sé verið heilsulaus maður altaf siðan á nýári. Það er lítið um vor-veðráttu hór vestra enn. Önnur eins tíð og nú hefir verið meir en mánuð er rétt ómunaleg. Á mánudagsmorgunin ’var jörð alhvít af snjó og þó frostlaust væri um daginn var langt frá því að veðrið væri hlýtt. Enskir auðmenn voru hér í bænum í vikunni sem leið og voru á leiðinni til British Columbia. Hafa þeir ráð á $21 milj. er þeir ætla að verja til gull og sifur tekju í British Columbia, er þeir segja að hafi eins mikið gull að geyma og Afrika eða Ástralía. Verkfræðingur frá Toronto, T. H, White, er komin hingað í því skyni að ákveða brautar stæði fyrir Dauphin- brautina. Ef til vill verður hún lögð fyrir austan stóra flóann vestur af Manitoba-vatni og vegna íslendinga- byggðarinnar sem er á því svæði, er óskandi að sú verði raunin. Ráðgert er að prýða William Ave. í sumar, brúleggja hana með Macadam og leggja gangstéttir úr sandi og sement- steypu til hliða. Umbæturnar kosta rúm $34,000. Ákveðið er og að brú- leggja 6 eða 7 önnur stræti, eða nokk- urn hluta þeirra, með sama efni— sandi og grjóti. Hra. Sveinn Thomson, aktýgja- smiður, brá sér heim til sín, til Árnes í Nýja-íslandi á mánudaginn var. En kemur bráðlega aftur, því aldrei fyrri hefir Hutchings, sem hann vinnur hjá, haft eins mikið að gera og nú. Hafa menn hans mátt vinna framundir mið- nætti á hverjum degi um undanfar- inn tíma. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smjrrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Greftrun Sir John C. Schultz fór fram á mánudaginn var, á kostnað hins opinbera. Líkið kom til bæjarins á laugardag og stóð uppi í þinghúsinu til þess á mánudag. Líkfylgdin var með þeim stærri sem hér hefir sézt í seinni tíð, Gangan var hafin frá þinghúsinu kl. 2,30 e. h., um Kennedy St., Portage Ave. ogMainStreet, norður til St Johns grafreitsins. Leikhús allmikið, 5 tasíur á hæð, er byrjað að byggja á Princess Str. rétt fyrir sunnan William Ave. Á það að heita ‘Pantheon Theatre’. Það á að kosta nálægt $100,000. í dag (fimtudag) fer fram atkv. greiðsla um $30.000 lánið til Iðnaðar- sýningarfélagsins. Atkv. greiðslunni verður haldið áfram tilkl. 8 í kvöld. ís er enn á Rauðá, þó mjög sé hann orðinn hrotinn og líklegur til að fara nú á hverri stundu. Þangað til uú, að því er elztu menn muna, hefir isinn legið lengst til 19. Apríl. Næsta miðvikudagksvöld hefir kapp- ræðufélagið opin fund í “Unity Hall” og verður þá kappræða um eitt af þeim málum sem Mest er hugsað um og talað um á þessum tímum: “Kvennfrelsis- málið”. Inngangseyrir 10 cents. Á sunnudaginn var (19 Apríl) lézt hér í bænum úr tæringu, Sveinn Guð- mundsson, 28 ára gamall, efnilegur maður. skagfirskur að ætt. Hafði þjáðst af þessari banvænu veiki í 4 ár. Útför hans fór fram frá heimili foreldra hans á Point Douglass á þriðjudaginn, undir umsjón hra. S. J, Jóhannessonar. Stúlkur vantar í vist. Ég hefi nú nógar og góðar vistir fyrir stúlkur og gott kaup. Notið tækifærið sem fyrst. Guðbjörg Þorbbrgsdóttir. Á horninu á Nellie Ave. og Ness Str., Winnipeg. Nokkuð nýtt. FLEISCHMANN OERKÖKUR. Spyrjið þá sem þér verzlið við um prís- ana sem við bjóðum. FRÁBÆRAR AFLEIÐINGAR. Vér leyfum oss að taka eftirfylgjandi útdrátt úr bréfi frá séra J. Gunderman frá Dramondale, Mich. : 'Eg hika ekki við að mæla með Dr. Kings New Dis- covery. þar eð meðal það hefir dugað mjög vel við sjúkdómi konu minnar. Þegar ég þjónaði baþtistasöfnuðinum í River Junction fékk hún lungnabólgu upp úr influenza. Hóstaköstin sem hún f&k stóðu stundum yfir klukkutímum saman og það var ekkert útlit fyrir að hún kæmi til aftur. Kunningi okkar ráðlagði Dr. KingsNew Discovery, það hafði fljót og góð áhrif. Glas til reynslu frítt í öllum lyfjabúðum. — Vanalegl verð 50 cts. og $1. Electric Bitters. Electric Bitter er brúkanlegur á hvaða tíma ársins sem vill, en þó ef til vill nauðsynlegastur þegar maður er þreyttur og þjakaður af hita, og þegar lifrin er úr lagi og þörf er á fljótri breyt ingu. Þegar þetta meðal hefir verið brúkað í tima hefir það stundum komið í veg fyrir hættulega hitasótt. Ekkert meðal er betra til að hreinsa úr líkam- anum sjúkdómsefnin fljótt ogvel heldur en þetta, Höfuðverkur, meltingarleysi óhægðir og svimi láta undan Electric Bitter, 50 cts. og $1 flaskan. Fæst í öll- um lyfjabúðum. Fyrsta og tielzta Spumingin! Hreint blóð og sterk- ar taugar. Paines > Celery Compound gefur þetta öllum sem hann brúka. Hið eina meðal sem fyrir falt og alt útrýmir sjúk- dómunum. SAGAKONU FRÁ ONTARIO. Hið fyrsta sem nauðsynlegt er fyr- ir heilsu hvers manns, konu eða barns um þetta leyti ársins er hreint blóð og sterkar taugar. Þetta gefur okkur heil- brigði styrk og fjör, sem okkur er svo ant um að hafa, svo við getum þolað þreytuna og hitann að sumrinu til. Mikill hluti fólks byrjar sumarið með líkamann fullan af óheilnæmum efnum. Blóðið er óhreint og rennur hægt í æð- unum. Lifrin og nýrun vinna lélega og eru oft úr lagi, og margir þjást af gigt, meltingarleysi og ýmsum öðrum kvillum, óhægð, höfuðverk, svima og deyfð ásamt svefnleysi og ýmsri ann ari óreglu eru almenn. Lífið er i veði, ef þesskyns veikind- indum er lofað að halda áfram óhindr- uðum. Ef einhver af þeim semlesþetta, á vanda fyrir að hafa einhvern af ofan- greindum kvillum, ættihann tafarlaust að reyna Paines Celery Compound. Það er hið eina hjálpræðið—hið eina sem þú getur reitt þig á að bjargi þér frá þján- ingum og dauða. Paines Celery Compound er óyggj- andiviðþeim kvillum, sem þú þjáist af; það hefir læknað óteljandi marga og mun einnig lækna þig. Ein flaska af því kostar þig minna en að fara einu sinni til læknis. Mrs. C. Ferguson frá Redickville, Ont., segir : “í átta ár þjáðist ég ákaflegaaf taugagigt. taugaveiklun og meltingar- leysi og reyndi ég við því ýmis meðöl og ráðleggingar frá læknum. Mér batn- aði samt ekkert fyr en ég fór að brúka Paines Celery Compound. Áður en ég var búin með eina flösku af því var mér mikið farið að batna. Þegfir ég var bú- in með fjórar flöskur var ég orðin eins hress og ég átti að mér. Ég sef vel, matarlystin er góð og ég er sterk og hraust. “ Smut.” Eðli þess. Vörn við því og ráð til að útrýma því. Eftir Stephan Eyjólfsson. Smut er rotnunarkend sugplanta, (Parasitic fungus). Það vex að eins á öðrum plöntum, af hverjum það nærist. Það orsakast af ögnsmáu fræi eða frum- efni, “spores.” Mörg þúsund þessara frækorna eru í hverju smutkorni, sem dreifist á hveitikorniðþegar smutkornið springur. Þegar hveitikornið spírar, gerir smutögnin hið sama, og sendir smáþræði gegnum stofn hinnar ungu hveitiplöntu, og með vexti hennar riður smutplantan sér veg upp innan hinnar og í hin ungu hveitikorn, uppétur kjarna þeirra og framleiðir þar í marg- fjölda “spores,” sem er fræ smutsins, fyrir næsta ár. Þessi smutagnafjöldi líkistkerlingareldi. Það eru aðallega tvær tegundir af smut, nfl. þefvont smut og lausasmut. Þefvont smuteyðileggur kjarnann i korn inu, en höfuð stangarinnar heldur sér ; það hefir vonda lykt. Lausasmut eyði- leggur stangarhöfuðið að meira eður minna leyti, og eru losalegir, dökkir rykkendir smákögglar á höfði stangar- innar um það leyti sem hveitikornin fara að myndast, en fýkur síðan af og skilur stöngina vanalega eftir bera og höfuðlausa um uppskerutímann ; það hefir ekki vonda lykt. Lausasmut er bæði á hveiti, höfrum og byggi og þó það vanalega geri minni skaða en þefvont smut, þá ættu menn ekki siður að vera varkárir með að láta það ekki aukast, því það er mjög ervitt að eyðileggja það, og ef það einu sinni verður mikið í einum akri, er hætt við að það loði við hann svo árum skiftir. Þefvont smut er einungis á hveiti, og eru tvær sortir af því, en mjög líkar, og má brúka sömu aðferð við að eyði- leggja báðar. Hafra- og bygg-smut er tvenns konar, nfl. annað opið eða bert á höfði stangarinnar, en hitt hulið hismi; hvort- tveggja er lausasmut og má fyrirbyggja með sömu aðferð. Varnarráð : Það er mikið áríðandi að hafa gott og bráðþroska hveiti til út- sæðis. Bæði gefur gott útsæði eðlilega betri uppskeru en ef sáð væri lakara hveiti, og svo er það sannað, að smut getur ekki fest sig á hveitiplöntunni eft- ir að hún hefir myndað sitt fyrsta lauf- blað, svo að þvi bráðþroskaðra sem hveit- ið er, því betra tækifæri hefir það að yf- irstíga smutið, og hvað sem hindrar hinn fyrsta vöxt hveitisins af korninu, gefur smutplöntunni betra tækifæri að ná festu. Þar af kemur að smut er verra á sumum árum en öðrum. Til þess að hafa sem best og lífsterk- ast hveiti til útsæðis, þarf maður að vera viðbúinn, jafnvel árið fyrir, og velja sinn hreinasta og hesta blett fyrir útsæðishveiti til næsta árs, og siðan að veita því hveiti sérstaka umhyggju alla tíð til sáningar á næsta ári, setja það vel upp á akrinum og láta ekki neitt bindi liggja flatt, láta það ekki drepa i stakk eða fá sagga í hlöðunni. í einu orði að halda því sem best þurru allan tímann. Það er skoðun mín, að alls- konar saggi auki smut jafnframt og hann lika veikir hveitið. Fúa saggi er því á tvöfaldan hátt skaðlegur fyrir hveiti. Ég hef vitað mann sem þakti hveiti sitt i hlöðunni yfir veturinn með hálffúnu og votu heyi, hafa akurinn fullan með smut næsta sumar, og hafði þó sama hveiti og tveir af nábúum hans er höfðu ekkert smut. Það er líka aó varast að smut berist ekki i hveitið með þreskimaskínum eða á annan hátt, né sé í hlöðunni sem geymt er útsæðis- hveitið i. Ef hveitið er þvegið til að hreinsa úr því smut, þarf að varast að það ekki smittist aftur úr hlöðunni, pokum eða öðru sem það snertir. Því þar sem smut-agnirnar eru fínar og léttar. loðir það eins og ryk alstaðar í hlöðunni og i pokum, fötum og öðru er það fellur á og er ekki síður skaðlegt, ef það fellur á hveitikornið eftir að það er þvegið. Poka og dúka má hæglega hreinsa með því að dýfa þeim í sjóðandi vatn, en hlöður má hreinsa með þvotti úr blá- steinsvatni. Til þess þarf 1 pund af blásteini og 10 gallon af vatni. Útsæðishveiti skyldi ætíð hreinsað í “Fanning”-millu áður því er sáð, eða áður enþað er þvegið, bæðitil að takaúr því illgresisfræ og svo kastast líka úr því smut korn af því þau eru léttari en hveitikornið. Hvort sem hveiti er hreinsað af smut með heitu vatni eða blásteins- þvotti, þarf að ná úr því öllum smá- kornum með því að hræra því í vatn- inu eða blöndunni og veiða þau ofanaf, annars kunna þau að standa þvottinn óskerad og síðan springa og smitta hveitið á ný. Hveiti með smut skyldi þreskja vel og molþurt.þá molast smut- kornin best. og rykið fýkur úr hveitinu. Það er talið sannreynt að hægt sé að eyðileggja smut með þrennu móti, 1. heitu vatni, 2. blásteinsblöndu, 3. Pottösku-blöndu. Sá sem skrifar þetta hefir enga reynslu við neina af þessum aðferðum, en þetta sem eftir- fylgir er að mestu leyti eftir Prof. H. L. Balley viðakuryrkjusk. N. D,, og W.T. Swingle, við akuryrkujskóla U. S. Allar þessar aðferðir auka uþþskeruna að því hlutfalli sem smittað korn læknast, en Pottösku-blandan og einkum heita vatnið gera betur, og er talið að í sum- um tilfellum hafi heita vatnið aukið uppskeruna tvöfalt við það sem smut mundi hafa minkað hana. Það álitur Swingle að komi til af því að heita vatnið auki frjóvafl kornsins. Heita vatns aðferðin er uppfundin af Jensen. í Danmörk, og er innifalin í því að láta hveitið vera 10 minútur í vatni með 132 gr til 133 gr. F. hita, eða 5 til 8 mínútur í vatni með 135 gr. hita, hella korninu svo úr ilátinu og moka því til um lítinn tima og láta þ&ð ekki liggja þykkra en 3 þuml.; svo má sá því strax. Vatnið má aldrei falla niður úr 132 gr. hita né upp úr 135 gr. eða 140 gr eftir því hvað hveitið er haft lengi niðrí. Til þess að halda vatninu á þessu stigi þarf að hafa góðan mælir, og kalt og sjóðandi vatn við hendina, einnig er betra að dýfa hveitinu fyrst í volgt vatn, til þess að dýfa því í vatnið þarf að hafa það í gisnum pokum eða öðru íláti sem vatnið hæglega gengur gegnum, líka þarf að hafa bæði kornið og vatnið á hreyfingu til þess að fá sem jafnastan hita á alt kornið, taka það af og til uppúr og dýfa því jafnótt niður aftur, einnig hafa ílátið aðeins hálffult syo betri hreyfíng sé á korninu. Til þess að verka hveiti með heitu vatni í stórum stíl ráðleggur Balley að hafa stóran vatnskassa og hita vatnið í honum með gufu, leidda með pipum úr þreskimaskínu eða öðru verkfæri sem framleiðir gufu. Heitavatns aðferðin dugar einnig fyrir hafra smut, og Balley segir hún sé sú eina alveg áreiðanlega enn þekt fyrir hafra smut, þó að Pottösku- blanda dugi allvel, en blásteinsblanda sé ekki góð fyrir hafra því hvorki sé hún áreiðanleg, af því smut só stundum innan í hisminu, og að blásteinsblanda sé of eitruð fyrir hafra, þar sem heita vatnið auki að mun uppskeru þeirra, Lausasmut í hveiti, byggi og rúg smutt, má eyða með heitu vatni þannig, að láta kornið liggja í köldu vatni 4 kl.- tíma síðan láta það vera í blautum sekkjum aðra 3 til 4 tíma dýfa svo hveiti 5 mínútur í 132 gr. F. byggi 5 mínútur í 130 gr. og rúgi 5 mínútur í 127 gr. F. En þar sem þessi aðferð drepur sumt kornið, þarf að sá meira af því en annars í akrana. í smáum stíl er hægt að brúka aðeins matreiðslustó til að hita vatnið. En til að hreinsa mikið hveiti þarf hægri og fljótari aðferð. Swingle ráðleggur að hafa tvö stór vatnsílát sem haldi hvort ekki minna en 20 gallonum og hafa 110 til 120 stiga heitt vatn í öðru en 182 til 133 í hinu, taka síðan ás og festa lauslega annan enda hans á uppstandara, láta svo ílátið með hveitinu sem þvo á á miðjan ásinn og haga uppstandaranum, vatnsílátun- unum og hveitibingnum þannig, að með því að bera lausa enda ássins í hálf- hring komi miðja hans yfir alt þrent, hveitibinginn og bæði vatnsílátin, fylla svo ílátið úr bingnum, færa svo ásinn svo hveitiílátið komi yfir volga vatnið dýfa því í það og færa svo til heita vatnsins, og eftir að búið er að heita hveitið i því sem þarf, færa ásinn áfram og láta lausa enda hans hvíla á einhverju hæfilega háu meðan hveitið er tekið úr ílátinu og dreift úr þvi, byrja siðan aftur á sama hátt. Það er áríðandi að dreifa strax úr hveitinu svo það kólni og þorni, hafa það ekki þykkra en 3 þuml., einnig eins og áður er skýrt frá er áríðandi að dreifa því á hreinu golfi eða dúk og hafa alt er við það kemur hreinsað af smut. Til þessarar aðferðar þarf mann stöðugt við að halda vatninu með mátulegum hita og hafa við hend- ina kalt og sjóðandi vatn. Prof. Balley tekur heitu vatnsað- ferðina fram yfir allar aðrar. Að þvo hveitið úr blásteinsblöndu telur Balley einnig áreiðanlegt meðal við Smut, mjög einfalt, ódýrt og sem stendur máske hið heppilegasta fyrir hina yfirgripsmiklu hveitirækt í norð- vesturl. Hann segir: Tak 5 pund af blásteini á móti 20 gallonum af vatni, en varar við að vera viss um að maður hafi blástein (Copper Sulphate)(Cu. S04) en ekki (Copperas) grænstein, Copper Sulphate er Sulphate af kopar en Cop- peras er Sulphate af járni; einnig skuli hafa kalkvatn, 1 pund af óslöktu kalki móti 10 gallonum af vatni eða þá loft slökt kalk, hvaða aðferð sem höfð er við að þvo úr blásteinsblöndu. Þá er aðal- atriðið að albleita hvert korn en láta kornið ekki drekka í sig nema sem allra minst, og er kalkið ætlað til að koma í veg fyrir hina eitrandi verkun blásteins- ins. En ef hægt er að sá hveitinu undir- eins þarf ekki kalkið. Hveitið ætti aldrei að vera meira en hálfan kl.tíma með blásteininum án þess annaðhvort að sá því eöa kalkbera það. Ef þvegið er liveiti í stórum stíl skal moka því á gólf og sprauta á það lögnum með góðri spraut-pumþu og moka þvf altaf til með hraða, stöðug hreyfing á hveitinu og vandvirk fín sprautun er mjög áríðandi. Eftir hálf- an kl.tíma sprauta á kalkvatninu, eða dreifa á hveitið kalkduftinu jafnframt og Þvi er mokað til sem fyr; skvetta má blöndunni á hveitið,en þar hún kem- ur ekki nærri eins jafnt yfir það er sú aðferð miklu verri. Áð þvo í smáum stíl má hafa hveitið í vírilátum og dýfa því ofan í blönduna, veiða af smut kornin og breiða það síðan á hreint gólf eða dúk og dreifa á það kalkdufti um leið og því er mokað til. Öllu hveiti ætti að sá sem allra fyrst eftir að það er þvegið, ef sprautunin og moksturinn hefir verið gerður haganlega og vel; þá sést ekki vatn á hveitinu en flestar sáðmaskínur vinna eins vel á ný- bleytt hveiti eins og á illa þurt hveiti, Best er að sá öllu liveiti sama daginn og þaðerþvegið. Ein aðferðin er að hafa víðan kassa með vírsigti yfir þvera miðju, láta hann uppá eitthvað sem getur hreyft hann upp 0g niður með báða enda yfir, láta þar í blásteins- blönduna og hveitið í annan endan, halda honum svo, að lögurinn renni í þann endan sem hveitið er í, hræra í því vel og veiða af smut kornin, halla svo á hinn endan svo lögurinn renni af hveitinu aftur, taka það svo og láta í það kalkið. Blásteinsblöndu ætti aldrei að brúka við hafra og er eiginlega ekki góð nema fyrir þefvont smut og hulið bygg smut. Hún eykur ekki gróðrarafl kornsins eins og heitt vatn og pottösku- blandan. Pottassium Sulphate-blandan er brúkuð aðeins við hafra, þó talið sé að megi brúka hana við aðrar smut-teg- unðir líka; hún er þannig tilbúin: Tak 14 pund af Pottassium Sulphate (Liver of Sulphur) mót 25 gallonum af vatni; blandan þarf að vera í tréiláti og ekki má neinn málmur koma við blönduna. Áður en efnið er brúkað skyldi það geymt í loftheldu gleríláti. Eftir að blandan er vel uppleyst skal hræra vel í henni og láta svo hafrana ofan í, og láta fljóta vel yfir þá, því Þeir drekkaísig hlönduna, láta þá liggja í blöndunni 24 kl.tíma og hræra af og til í þeim svo þeir jafnblotni, taka síðan hafrana upp úr og dreifa úr þeim svo þeir þorni; sama blandan ætti ekki að brúkast meir en þrisvarsinnum • . Hvaða aðferð sem hrúkuð er til að þvo korn þá blotnar þaðog verður erfið- ara að sá því; Þess vegna er betra ef hægt er að þurka það vel Til þess að þurka það þarf að breiða það þunt, 2—3 þuml. og róta því til nokkrum sinnum á dag. Þannig má rurka þaö á hreinu gclfi en betra er þó að þurka það á dúk og hafa hann á gólfi. Til þess má brúka “Ducking” og búa sór til hæfilega stóran dúk, þá get- ur maður breitt kornið út á dagin og tekið það inn á nóttunni. Þannig mætti þvo hveitið löngu áður en því er sáð og geyma það í hreinu plássi þar til sáð er, en eins og áður er sagt þarf alla varúð að það ekki smittist á ný. Að eyðileggja smut í korni, er í því innifalið að drepa smut-agnirnar eða fræið (Spores) sem eru í korninu, því að smut spores sem eru lifandi á korninu þegar því er sáð framleiða smut, hvort sem kornið hefir áður verið þvegið eða ekki. Hvaða aðferð sem brúkuð er til að drepa smut- fræ getur líka drepið eða veikt kornið ef ekki er rétt aðfarið. Það er um að gera að hafa hitann í vatninu, kraftinn í blöndunni, og tím- ann sem kornið er haft í hverju fyrit sig, svo nákvæmlega temprað að það aðeins drepi smut, en skemmi ekki frjófafl kornsins. Garðar í Apríl ’96. Vjer faum - - - i dag - - - 60 pör af kvenskóm með ristarböndum Sem verða seldir fyrir 85 c. 60 pör af kven-Oxfordskóm 1,00 Há stígvél fyrir karlmenn 1,50 Seljast vel Góð björ .....- - Góð stígvél H. KNIGHT&CO. 431 MAIN STREET. ANDSPÆNIS PORTAGE AVE. P, S. Ljós í gluggunum alt kvöldið. Buxui! Buxur! Buxur! handa öllum. Bezta búðin í Winnipeg er m 111 Merki: Bla Stjarna 434 Main St. ALT ÓDYRT! Hað gleður oss að geta tilkyut almenn- ingi og þó serstaklega viðskiftavinum vorum, að Mr. N. Chevrier er nýkom- inn austan úr fylkjum og hefir þar tek- ist að kaupa afarmikið af tilbúnum föt- um fyrir svo lítið dollars virðið, að The Blue Store getur nú selt með lægra verði en nokk- ur önnur verzlun hér. Drengjabuxur vorar eru frá 25c. upp í 40c., 50c., 75c. og $1.00. Karlmanna- buxurfrá $1.00 uppi $1.25, $1.50. $1.75 og $2.00. Þú hefir enga hugmynd um þessi kostaboð nema þú komir og kaupir af oss. Meðan erindsreki vor stóð við í Ottawa, lukkaðist honum að ná í 200 alfatnaði úr skosku vaðmáli hjá hinum nafnkunna skraddara Chabot & Co., Nr 124 Rideau St., Ottawa. Þessi föt hafa öll verið gerð með mestu nærgætni af P. C. Chabot, sem gerir langmest af fötum þeim, sem stjórnin lætur búa til Munið eftir því að öll þessi föt eru búin til eftir máli. Þau eru $26.00 til $28.00 virði, en vér seljum þau nú á $15.50, Þú verður að koma og skoða þessi föt til þess að sannfærast. Alt annað í búðinni selt á sama verði að tiltölu. 500 drengja alfatnaðir á 75c. og yfir. Hattar ! Hattar! fyrir hálfvirði. Gleymið ekki The BLUE STORE. MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. MORTHBRN liPACIFIC R. R. Farseðlar til sölu fyrir Járnbrautir? stöðu- vatna og hafskipalínur til Austur-Canada, British Columbia, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, pýzkalands. Ítalíu, Indlandi, Kína, Japan, Afríku, Australíu. Farþegjalestir daglega. Góður útbúnað- ur. Margar leiðir að velja um. Fáið ferseðla og upplýsingar á farseðla- atofunni, 486 Main St., Winnipeg, eða á vagnstöðvunum, eða skrifið til H. SWINFORD, General Agent. Winnipeg. POPULAR MáGAZINES FOR THE HOME. FRAWK LESLIE’S OPULAR MÖNTHLY ilns each Month : Orlginnl Water Color tlspiece; 128 Quarto Pages of Reading: er; 100 New and high-class lllustra- ; More Llterary Matter and lllustra- than any other Magazlne In America. 23 cts.; $3 a Year. P Frank Leslie’s Pleasant Kours FOR BOYS AND CIRLS. K Brieht, Wholesome. Jnvenlle Monthly. lly illuatrated. The hest wrltera for young oplo oontribute to lt. 10 cts.; $1 u year. SEBD ALL SUBSCRIPTIOHS TO The Heimskringla I'rlg. & Publ. Co. íou want to get Frank Leslie’s Popular Monthly and the Heims- iringla one year for $4.25 t Undoubtedly the Best Club Otlers Smd to Frnnk LeslU’a PubtUMna ffOMM, N.T., for Neto ÍUustrated Pretnium Liat, Free.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.