Heimskringla - 21.05.1896, Page 4

Heimskringla - 21.05.1896, Page 4
HEIMSKRINGLA 21 MAÍ 1896. Winnipeg.' Á mánudaginn kemur verður lög- heigidagur hér í bænum, af því afmæl- isdag Victoriu drottningar (2d.) ber upp á sunnudag. “Lake of the Woods” mylnufélagið hefir ákveðið að byggja stóra komhlöðu hér í bænum í sumar, — við C. P. R. sporið milli King- og Princess-stræta. Á hvitasunnudag (sunnudaginn kemur) verða 14 ungmenni fermd við morgun-guðsþjónustuna í Tjaldbúðinni. Víð kvöld-guðsþjónustuna fer fram alt- arisganga. Hinn 25. þ. m. verður byrjað að taka manntal í Manitoba. á kostnað sambandsstjórnarinnar. í þetta skifti verða engar hagskýrslur teknar—fólkið að eins talið. Mr. Whitehead er tekinn til við skurðgcrðina um St. Andrews-flóann. Ef votviðrin hefðu ekki verið svo til- finnanleg hefði hann byrjað miklu fyrri en hann gerðí. Land með byggingum, 3 mílur frá West Selkirk, til sölu, eða verður látið i skiftum fyrir bæjareignir í Selkirk eða Winnipeg. Frekari upplýsingar gefur Páll Magnússon, West Selkirk. Hinn 13. þ. m. gaf Rev. Mr. Ste- venson saman í hjónaliand hra. Samúel Nordal (íslenzkan mann) og Miss Eliza- beth Fielding (hérlenda stúlku), bæði til heimilis á Point Douglas hér í bænum. Unglingafél. Tjaldbúðarinnar heldur skemtisamkomu í kvold (Fimtudag), mikil og ágæt skemtun. Þar á meðal kappræða milli tveggja pilta og tveggja stúlkna. Veitingar ókeypis. Lesið auglýsinguna í þessu blaði. $12—15 um mánuðinn getur dugleg og lipur vinnukona fengið hjá íslenzk- um húsbændum vestur í landi. Frítt far með járnbraut. Stúlkur sem vilja sinna þessu geta fengið frekari upplýs- ingar hjá ritstj. Hkr. Herra Benidikt Pétursson, frá Hensel, N. Dak., kom til bæjarins á mánudaginn og dvelur hér um stund. Á sandhæðunum hefir sáning gengið til- tölulega vel þrátt fyrir votviðrin, en ó- álitlegt er ástandið þar sem annarstaðar á lág-sléttunni. Mrs. Gíslason, kona Jóns Gíslason- ar járnsmiðs í Glenboro, kom til bæjar- ins fyrir viku siðan með dóttur sína, er hún korn til lækninga á bæjar-spítal- all. Barnið (6 ára) hefir verið veikt síð- an um nýár. Þjáist að sögn af krabba- meini. Hinn 15. þ. m. var Svanborgu Breiðfjörð veittur lögskilnaður frá manni sínum Jóni Breiðfjörð, íGrafton, N. Dak. Konan bað um skilnað af þvi maðurinn hefði yfirgefið sig. Herra Magnús Brynjólfsson flutti mál kær- andans. — Eftir ‘Free Press’. Fundarsalir fyrir þá sem vinna að kosningu Hon. Hugh J. Macdonalds í norðvesturhluta bæjarins hefir verið opnaður í gamla íslendingafélagshúsinu á Elgin Ave., rétt fyrir vestan Isabel Street. Þar geturhver sem æskir feng- ið að sjá kjörskrá yfir bæinn, Úr Argylebygð er oss ritað 14. þ. m.: “Sáning gengur ákaflega seint. Fyrst var nú mjög lítið og hjá sumum alls ekkert plægt síðastl. haust og svo voraði fádæma seint. Og síðan hefir ringt svo gróflega að það er illvinnandi vætunnar vegna. Ég er hræddur um að þar sent lágt er landið geti menn helzt ekki sáð, — Það slys vildi til fyrir fá- um dögum að kona Kristjáns Sigurð- sonar (Þingeyings) datt og handleggs- brotnaði. — Rétt í þessu íréttist að hra Jón Ólafsson að Brú hafi veikzt hættu- lega núna í vikunni. Haft eftir lækni, að æð eða taug hafi bilað í höfðinu og talin helzt engin von um bata. VEITT HÆSTU VBRÐLAUN A HBSIMSSÝNINGUJNN 'DH’ BAKING POMDIB IÐ BEZT TILBUNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar jowder. Ekkert álún, ammonia eða Bunur óholl efni. 40 ára jeyaslu, Pólitískur fundur verður haldinn að 507 Elgin Ave. (sem er aðal fundarsalur Hon. H. J. Mac- donalds fyrir undir kjördeild 15 16 og 17) kl. 8 í kvöld, fimtudag 21. Mai. Hon. H. J. Macdonald og fleiri tala. Fyrverandi borgarstjóri Taylor verður forseti. (Concert anð Social) heldur “Hið fyrsta íslenzka unglinga félag” í TJALDBÚÐINNI (Cor. Sargent & Ferby) i 'Jcvöld 21. Mai 1896. Programm: 1. Söngflokkur: We love to sing to- gether. 2. Recftation : E. Itunólfsson. 3. Solo : Miss Þ. Kristjárnsdóttir. 4. Upplestur: A. Andersrn. 5. Duet: Miss A. Pálsðóttir, Miss M. Anderson. 6—9. Kappræða : Miss B. Anderson, Miss J. Jósafatsdóttir, A. Anderson, Ó. Ólafsson. 10. Orchestra. 11. Solo: H. J. Halldórsson. 12. Veitingar (Social). 13. Quartet: Mifses B. ogM. Anderson, P. Pétursson, J. Hallson. 14. Upplestur : P. Pétursson. 15. Söngflokkur: List ’tis Mucic Steal- ing. Samkoman byrjar kl. 7J e. h. Inngangseyrir 25 cts. fyrir full- orðna og 15 cts. fyrir börn. Vegna sórstakra orsakaverður eng- inn fundur í Forrestersfélaginu þennan mánuð. En meðlimi þess bið ég að fiinna mig á North West Hall laugar- dagskvöldið 23. þ. m. Jóh. Pálsson. Eftir fregnum að dæma úr ýmsum áttum í fylkinu var um miðjan mánuð- inn búið að sá hveiti í frá helming til þrjá fjórðu hluta þeirra akra, sem til- búnir voru. í austurhlutanum í Rauð- árdalnum sjálfum var sáning þá skamt á veg kominn, af því land(ð alt er svo hallalítið, en rigningarnar svo fádæma rniklar. Nokkuð nýtt. FLEISCIIMANN QERKÖKUR. Spyrjið þá sem þér verzlið við um prís- ana sem við bjóðum. Tveimur bjargað. Mrs. Phoebe Thomas, íJunction City, 111., var sagt af lækninum, sem stundaði hana, að hún hefði tæringu, og að það væri engin lífsvon fyrir hana, en tvö glös af Dr. Kings New Discovery læknaöi hana, og bjargaði lifi hennar. Mr. Thomas Eggers, 139 Florida Str. San Francisco, leið af vondu kvefi, sem leit út fyrir að mundi verða að tæringu, hann reyndi ýms meðul. en ekkert dugði fyr en hann fékk Dr. Kings New Dis- covery, sem læknaði hann á tveimur vikum. Svona löguð sjúkdómstilfelli eru það sem sanna hversu óyggjandi þetta meðal er viðkvefi og hósta. Ein flaska til reynslu ókeypis. Vana stærð 50c. og $1.00. Hra. Albert Kristjánsson, sem hef- ir verið kennari á Isafoldar- og Grund- arskólum í Nýja Islandi í vetur er leið, kom til bæjarins á mánudaginn. Kom með Jóni verzlunarmanni Jónssyni á Gimli til Selkirk. ís leysti af vatninu seinni part síðastl. viku, en íshroði sást þó, er þeir sigldu suður vatnið á laugar- daginn. Gufubátur þeirra Hannessona á Gimli er fullgerður og var verið að hleypa honum af stokkunum, er þeir fóru frá Gimli. Aldrað fólk. Aldrað fólk sem þarf medöl til að halda ínnýflunum í reglu fær ekki betra méðal en Eleetrie Bitter. Þetta meðal er ekki æsandi og inniheldur ekki Wis. key eða áfengi. en er að eins örfandi og styrkjandi. Það hefir áhrif á magann og þarmana og hjálpar líffærunum til að vinna verkið. Electric, Bieters eykur matarlyetina og bætir meltinguna. Það er einmitt meðalið, sem gamalt fólk þurf. Verð: 50cts. óg $1 flaskan, í öllum lyfjabúðum. Eftú' “Stefnir”. “Stefnir” barst oss i vikunni sem leið, síðasta bl. dags. 10. Apríi. Tíðar- far segir blaðið gott en áfreða nokkra. Einmuna tíð á þorranum. Vatns- föll ultu þá fram kolmórauð af ofsa vexti.—Hafís mikill sást úti fyrir Eyjafifði 10. Apríl og skömmu áður hafði hafíshellu svo mikla að ekki sást út yfir rekið austur til Grímseyjar, en hvarf þó skömmu síðar fyxir austan- veðri. Búistvarvið að “Vesta” legði út þaðan 12.—13. April. Var búið að gera við stýrið svo, að hættulítið þótti að leggja til Skotlands.—Blaðið segir í ráði að brú Hörgá undan Skipalóni. í Skagafirði á að brúa vesturkvísl Hér- aðsvatna, Jökulsá hina vestri undan Goðdölum, Gönguskarðsá, Valagilsá, Fljótaá og Sauðá.—Samkomuhús og leikhús (sameinað) á að byggja á Akur- eyri og annað á Sauðárkrók. —Á sýslu- fuadi Eyfii-ðicga (í lok Freb.) var á- kveðið að flytja kvennaskólann frá Laugalandi til Akureyrar og byggja þar sem næst mitt á milli Akureyiar og Oddeyrar sameiginlegt barnaskóla og kvennaskóla hús. Þar var ákveðið að sýslunefndin og bæjarstjórnin á Akur- eyri tækju til láns úr viðlagasjóði 12000 krónur, til að koma upp tóvinnuverk- stæði á Akureyri. Samþykt var og að biðja um þrjá lækna fyrir Eyjafjarðar- sýslu. Gufubátamálið. Eins og getið er um í 2. bl, Stefnis, skrifaði gufubáts- nefndin í Eyjafirði farstjóra D. Thom- sen í vetur um að gangast fyrir að reyna til að 'koma á samtökum milli landsfjórðunganna um að koma á smá- gufuskipaferðum umhverfis landið. Austfirðingar höfðu og skrifað stór- kaupmanni Thor Tulinius í Kaupmanna höfn um að koma á gufuskipaferðum um Austfirði. Núhefir herra Tuliníus boðizt til fyrir eigin reikning að halda uppi gufuskipaferðum fyrir norður- og austurlandi í 5 mánuðí í sumar frá 1. Maí á skipi sem sé að minnsta kosti 130 tons að stærð, með því skilyrði að hann fái 8—10 þús. kr. styrk af landsfé og frá þessum tveimur fjórðungum, bíðst hann til að láta skipið fara 6 ferðir fram og aftur, þó ekki nema 3 ferðir vestur á Húnaflóa og til Borðeyrar, en allar til Sauðárkróks. Hafa þeir Thom sen sent nefndinni hér frumvarp til ferðaáætlunar fyrir skip þetta og eftir henni á það að koma við á 28 stöðum frá Hornafirði og norður fyrir vestur á Reykjafjörð, eru ákveðnir þrír komu- staðir á Eyjafirði (en þyrftu að minsta kosti að vera 7. Akureyri, Svalbarðeyri, Hjalteyri, Grenivík, Hrísey, Dalvík og Olafsfjörður). Úrbréfi af Fljótsdalshéraði, dags. 4. Marz. — Helztu fréttir eru : Heil- brigði manna á meðal, og fjárhöld frem ur góð. Hey manna hafa reynzt létt og beit sömuleiðis, sem mun vera afleið- ing af þvi, að jörö hefir staðið venju fremur auð og snjólaus..... Úr öðru bréfi. Eitt helzta mál sem nú er á dagskrá Austlirðinga er kvenna skólamálið, og kvað vera nálægt 1,100 kr. saman kamnar af samskotafé til skólans, sem lagt hefir verið í sparisjóð- inn á Seyðisfirði. Væri nú ekki æski- legt að Eyfirðingar og Austfirðingar tækju höndum saman og hefðu einn sameiginlegan kvennaskóla? Þetta sýnist mér því hægra, þar sem Eyfirð- ingar ætla að flytja kvennaskóla sinn frá Laugalandi á Akureyri, og ef þeir vildu haga skólanum eftir hugsjón margra hinna merkustu manna hér fyr ir austan, nefnilega að skólinn væri nokkurskonar búnaðarskóli fyrir kvonn fólk,—Og nóg jarðar afnot mundi skól- inn geta fengið rétt við Akureyri. Ég sé engan ókost við það, þótt við Aust- firðingar ættum kvennaskóla í samein- ingu við Eyfirðinga, heldur einmitt fremur marga kosti. Samgöngur fara nú að verða svo hægar, að tiltölulega lítill kostnaður legst í það fyrir náms- meyjarnar að sækja skólann norður á Akureyri. Búkolla. Eftir Guðm. Friojónsson. [Eftir "Fjallkonunni.”] (Níðurlag.). Sr. Jón er þó ekki hræddur um, að Pálspostilla prédiki kristindóminn út úr hjörtum lesendanna, — til þess sé hún alt of kostasnauð! Það sé líka reynsla fyrir því, að þær posillur séu fljótt lagðar upp á hilluna, sem hvergi komi nærri ’hjarta lesandans’. Látum nú dæmið standa þannig. Enn hvað er meint með orðinu : hjarla lesandans? Og hvenær verður það sagt með rökum, að einhver kenning snerti hjartað ? I óeiginlegum orðatiltækjum þýðir hjarta instu rætur hugsunarinnar, eða tilfínningu hugrenningarinnar. Þ8gar því oinhver rödd eða kenning liertekur hugann, þá er hjarlað snortið. Það er sama að því lej’ti, hvort áhrifin birtast í búningi sorgar eða gleði, hræðslu eða hugarrósemi, eða auknu andlegu víð- sýni o. s. frv. — Þegar Stefán pislar- vottur prédikaði fyrir Gyðingum, ‘skár- ust þeir í hjörtun’. Snarl hann þá eig1 hjartað?. Snart eigi Buddha hjörtu lærisveina sinna með krafti kærleika síns og sjieki? — Þrumugnrýrinn kemur við hjarta þess, sem heyrir hann og skelfist. Þegar mynd af gapanda villi- dýri ber fyrir augað, verður hjarta þess manns snortið, erlilut á að máli, Tónn, sem einhver tilfinning kný>'fram, kemur við hjartað, og öil bljóö, allar myndir- sem hafa áhrif á skilníngarvitin, koma nærri hjartanu. Sr. Jón —og Friðrik — virðast hafa þá skoðun, að einungia sú kenning hafi áhrif á þetta líffæri, sem kemur grátstaf upp í kverkarnar og tár- um fram i augun. — En það er vitUyta. Það rær og slær hver með sinu lagi, og með sinni aðferð hrífur hver postillu- höf. — Þeir sem annars hrífa nokkurs inanns hugsun. Þess vegna erekki unt, að staðhæfa fyrirfram, að einhver bók geti eigi komið við ‘hjartað’. Enginn maður þekkir út í yztu atsar innviði ná- unga síns. Auk þess er sinn meðhverju marki brendur. Einn gengst helzt fyrir þrumandi rödd, handagangi í stólnum og ávísunurn þeim, er lögmálshótanir þröngsýnnar mannvonzku gefa úr upp á eilífan eld fyrir norðan og neðan hel- grindur, A__ar ve.Jur gagnt.ki..a af innilegum líkingum og dæmisögum og hinn þriðji af viturlegum fortölum spekinnar o. s. frv. Hverjar liugsjónir lifaannars lengst í heimi bókmentanna ? Það eru hug- sjónir spekinnar, kærleikans og skáld- listarinnar. — Rödd þessarar þrenning- ar andar hlýjum blæ gegnum alla Páls- postillu; þess vegna hlýtur hún að eiga sér einhvern aldur hjá nokkrum hluta manna, að minsta kosti. — Spekin og kærleikurinn eru eldri hjón enn Adam og Eva, og enginn vafi getur leikið á því, að þau sjái gras spretta á leiði ‘Aldamóta’ og annara slíkra rita, sem lifa á flokkadrætti og sundurlyndi. Sr. Jón segir, að trúaðir menn muni fljótt sjá, að Páls-postilla ‘bjóði steina fyrir brauð’. — Trúaðir menn — hvað er trú ? í barnalærdóminum okkar stendur, að 'trú eða trúarbrögð sé þekking á hinum eina sanna guði’.— Aftur segir önnur ritning, að hann búi ‘í því Ijósi, sem enginn fær komizt til, sem enginn heHr seð ne getað seð'. Samkvæmt þessu getur ekki verið um neina eiginlega þckkingu á höfundi tilverunnar að ræða — ekki nema um hugmyndir og getgát- ur. Sé ég því langsýnni hugsjónamað- ur enn páfinn og biskupinn get ég þekt höfund tilverúnnar— betur enn þeir. Séum vér jafnir hugsjónamenn verður þekkingin viðlíka. Leo Tolstoj skil- greinir oröið þannig í ritlingi sínum um riki og kyrkju, að trúin sé skoðun ein- staklingsins á tilgangi og ákvörðun lífsins, eða þeirri hlið tilverunnar, sem liggur dulin undir yfirborðinu. Samkvæmt þessu er hver sá maður trúaður, sem hefireinhverjaynmtfsaMaöa skoðun á tilgangi og ákvörðun lífsins, hvort sem hann heyrir til nokkru trúar- bragðafélagi eða ekki. Það væri fróð- lekt að vita, hvort sr. Friðrikog sr. Jóni tekst að sýna fram á það með rökum. að þá sé einhver grein í stjórnarskrá til- verunnar brotin, er einhver verður snortinn af kenningu séra Páls ? — ein- hver maður, sem annaðhvorter honum tengdur í skoðunum eða óráðinn í því, í hverri Keflavíkinni vænlegast myndi að róa. Heiibrígð skynsemi hlýtur að viður- kenna, að fleiri geti verið trúaðir enn þeir, sem smogið hafa og liggja kyrrir undir jarðmeni einhverrar trúarjátning- ar, sem einhyerntíma hefir verið lögleidd af einhverjum börnum einhvers löngu liðins tíma, undir gagnólíkum kringum- stæðum þeim, er nú ríkja. Um sjúka ímyndun er ekki að ræða ; það eru engin tök á henni fremur enn á Gunnólfsvik- ur-skottu, sem Hallgrímur gamli Víg- lundarson ætlaði að reka með eldibrand- inum; en þá hljóp hún í loft upp og smaug útum nafarauf, sem á var bæjar- dyraþilinu. Sr. Jón segir, að slík húslestrabók sem Pálspostilla hafi eigi komið út á norðurlöndum síðastl. 30—40 ár. Er þetta gild sönnun fyrir því, að bókin svari eigi tilganginum, þótt hún einstök í sinni röð?—Varpar það t. d. nokkrum skugga á Krist eða Lao-Tse, að þeir voru öðrum mönnum ólikir? F.g er sr. Jóni samdóma í því, að séra Friðrik hafi litla ástæðu til þess, að fagna yfir ,symbólistastefnunni’ svo" kölluðu, sem nú er efst á bugi hinna ýngri skálda erlindis. — Vilhelm Krag mun vera hið besta Ijóðskáld symbólista á norðurlöndum og hefir jafnvel verið jafnað við Holger Drachmann að andleg- um iþróttum, og er liann þó ungur maður að aldri. Nýlega sá ég kvæði nokkur eftir þennan höfund og var þetta þar í: Gud er död—og alle hans Engle; alle hellige—ogalle Jomfruer. Kun Satan—sidder der borte með spidse Öre. Mikið Ijómandi trúarljóð er þetta, séra Friðrik! og fleira er þessu líkt. Ég er á þeirri skoðun, að sr. Friðrik sé ennþá ekki komin nema í aðra hosuna þá, sem gerir mönnum mögulegt að komast í dýrlingatöluna. • ,Ekki veit jég hvaðan úr fjandanum Erlendur hefir alt þettað smjör’, sagði Guðjón gainli á Ljótsstöðum. Erlendur var—góður— smábóndi og létfullan 100 punda dunk af srajöri í kaupfélagið. Nágrannar hans sögðu að kona hans væri þrifin, og væri ekki altaf að sulla í trogunum. Hann hafði líka kúalán og og sauðalandið var afbragö. En ekki á þetta alstaðar heima.-Búkolla þeirra fyrir vestan hafið er ákaflega hánytja og svo dropasæl, að hún leggur saman nytjar.—Ensmjörið?—Hvar er smjörið úr allri Jiessari miklu mjólk.-' BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, hólgu- sárum, frosthólgu, likþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar f öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. Fékk aðlifa lengur. MAÐUR EINN FRÁ CUMBER- LAND CO. Þjáðist af afar-vondu meltingarleysi, og ýmsum kvillum sem þar af leiddu. Hann varð að hætta við alla vinnu og var alveg kominn í dauðann þegar hann fékk meðal sem dugði. Tekið eftir Amherst, N. S. Sentinel. Mr. Chas. Tucker, sem á heima tvær mílur frá Lockport, er einn af þe im alþektustu mönnum þar í grendinni. Hann er niðursuðumaður og verzlar með mjöl og salt, og hefir þar að auki fallegan búgarð. f síðastliðin þrjú ár hefir Mr. Tucker verið heilsulitill og átti það uppruna sinn í slæmri influenza Fyrir skemstu hefir hefir hann komizt til heilsu, og þar eð það fréttist að hann þakkaði það algerlega hinum alkunnu Williams Pink Pills, sem svo mikið hefir verið rætt og ritað um í opinber- um blöðum. Þá var fregnriti sendur til að fá frekari fréttir hjá honum, og voru þær fúslega í té látnar. Mr. Tuck- er sagði: Fyrir hér um bil fjórum árum fékk eg ákaflega vonda influenzu, sem gerði mig alveg yfirkominn. Ég hafði þjáðst í mörg undanfarin ár af megnu melt- ingarleysi, en eftir að ég fékk þetta in- fluezu aðkast versnaði það margfalt, og þar að auki virtist eitthvað ganga að lifrinni í mér oghjartanu; aukþess fann ég til ýmsra kvilla, sem enginn af hin- um fjórum læknum, sem ég hafði hvern á eftir öðrum, gat gert sér grein f.yrir. Fyrir neðan kné voru fæturnir á mér ískaldir, innýflin voru stýfluð og ég hafði óbærilegar kvalir. Mér versnaði alt af þrátt fyrir meðulin og læknana, sem ég hafði, og að síðustu varð ég svo slæmur, að ég varð að hætta við yerzl- un mína. Ég gat varla etið nokkuð, svaf ekkiA næturnar, og eins og skilj- anlegt er var ástand mitt hið versta er hugsast mátti. Faðir minn lagði að mér nokkrum sinnum að reyna Dr. Williams Pink Pills, en ég var orðinn svo vonlaus að ég hafði enga trú á með- ölum, Meira til að þóknast honum heldur en af batavon fór ég samt að brúka pillurnar. Hin fyrsta breyting, sem ég fann til, var það, að likamshit- inn fór að aukast og innýflin færðust í lag, og við það batnaði matarlystin. Eg svaf vel á næturnar og hjartveikin fór að gera minna vart við sig. Ég hélt á- fram að brúka pillurnar þangað til ég var búinn úr 15 öskjum, og ég hefi ekki verið heilsubetri í mörg ár heldur en ég er nú. Ég vann ýmsa þunga vinnu síð astl. haust og þoldi liana mjög vel. Eg álít Dr. Williams Pink Pills ekki að eins mjög áreiðanlegt og merkilegt. með al,heldur einnig í samanburði við annan meðalakostnað mjög ódýrt meðal, og gef þeim yfir höfuð liinn bezta vitnis- burð. Dr. Williams P*nk Pills verka á blóðið og taugarnar og byggja þæ” upp, og útrýma þannig veikindunum. Öll veikindi sem eiga rót sína að rekja lil þessara tveggja ofangreindu orsaka, láta undan Pink Pills, og í ótal mörgum tilfellum hafa þær læknað, þar sem önn ur meðöl hafa brugðist. Biðjið um Dr. Williams Pink Pills og takið ckki við neinu öðru. Hinar ekta eru ætíð í öskj- um og á þær letrað merki félagsins full- umstöfum. Dr. Williams Pink Pills for Pale People. Þær fást hjá öllum lyfsölum, og með pósti frá Dr. AViilmms Medicine Company, Brockville, Ont., fj-rir i’0 cents askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru.sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir rnálið þitt hreint, end- ingargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed oliu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins íil. i O fyrir liverja 4 potta. O.. DADBY selur alls konar húsgögn, veggjapappir, málolin og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við- skiftavinuin mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak. Buxut! Buxur! Buxur! handa öllum. Bezta bfíðin í Winnipeg' er Tls Bl»s Störe Mcrki: Bla Stjarna 434 Main St. ALT ÓDYRT! Það gleður oss að geta tilkynt almenn- ingi og þó sérstaklega viðskiftavinum vorum, að Mu. N. Chevrier er nýkom- inn austan úr fylkjum og hefir þar tek- ist að kaupa afarmikið af tilbúnum föt- um fyrir svo lítið dollars virðið, að The Blue Store getur nú selt með lægra verði en nokk- ur önnur verzlun hér. Drengjabuxur vorar eru frá 25c. upp í 40c., 50c., 75c. og $1.00. Karlmanna- buxur frá $1.00 upp í $1.25, $1.50. $1.75 og $2.00. Þú hefir enga hugmynd um þessi kostaboð nema þú komir og kaupir af oss. Meðan erindsreki vor stóð við í Ottawa, lukkaðist, honum að ná í 200 alfatnaði úr skosku vaðmáli hjá hinum nafnkunna skraddara Chabot & Co., Nr 124 Rideau St., Ottawa. Þessi föt hafa öll verið gerð með mestu nærgætni af P. C. Chabot, sem gerir langmest af fötum þeim, sem stjórnin lætur búa til Munið eftir því að öll þessi föt eru búin til eftir máli. Þau eru $26.00 til $28.00 virði, en vér seljum þau nú á $15.50, Þú verður að koma og skoða þessi föt til þess að sannfærast. Alt annað í búðinni selt á sama verði að tiltölu. 500 drengja alfatnaðir á 75c. og yfir. Hattar ! Hattar! fyrir hálfvirði. Gleymið ekki The BLUE STORE, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. Allii' á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE CO. 566 Hair. Str. horninu á Paciíic Ave. * Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 5C0 IVlain Str. S. Anderson, Ó51 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Veggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð 0n nokknr annar pappírssali í þessum bæ- Hann hetar 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp i 30c. rúlluna. 2 POPULAR MAGAZINES FOB THE HOHE. > Pr mm JFRANÍC LESLIE’S POPULAR MONTHLY Contalns each Month : Orlginol Water Color Frontlspieco ; f 28 Quorto Pages of Readlng Matter; 100 New and High-class lllustra- tlois; Atore Llterory Matter and lllustra- tlonfi than ony othi r Magrazlne In An**r,ca- 25 cts. f » Year. Frank Lesiia’s Pleasant Bours FOR BOYS AND ClRLS. A TSrlirht, Wholcso:ne. Juventle Monthly. Fullv Ulustrated. Tho best writera for young people contrlbuto to it. 10 cts.: $1 a year. . SSiro ÁSX SUBSCMPTI0HS T0 Thc HeimslrÍDgla 1 rlg. L Publ. Ci. You want to get Frank Leslie’s Popular Monthly and the Bei.ns- kringla one year íor $4.25 ! Unduubíe*jly ths Best Club Ollers tTJ- SenA to Frnnk Lealie’s Publtíhing N.Y., for New Jlluatrated Premium Liat, Fre*.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.