Heimskringla


Heimskringla - 09.07.1896, Qupperneq 4

Heimskringla - 09.07.1896, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 9. JÚLÍ 1896. Winnipeg. Harry Johnson frá Glasston, N. Dak., hefir dvalið hér í bænum um hálfs mánaðartíma. Hra J. W. Finney hrá sér til Da- kota á föstudaginn var, til að taka þátt í þjóðhátíðar skemtuninni að Gardar. Hra S. S. Hofteig, frá Minnesota, heilsaði upp á oss á fimtudaginn var. Var þá á suðurleið til Dakota og þaðan heim. Herra Hoseas Þorláksson, kyrkju- þingsfulltrúi úr Minnesota, hefir dvalið hér í bænum síðan hann kom af kyrkju- þinginu. Fór heimleiðis á þriðjudag- inn. Hra. Sigurður Erlendsson, bóndi í Mikley, faðir þeirra kaupmannanna Stepháns og Jóhannesar Sigurðssona að Hnausnm, kom til bæjarins snögga ferð á fimtudaginn var. Ung kona, ný komin til bæjarins, rej-ndi að drekkja sér í Rauðá á fimtu- dagskvöldið. Ætlaði að stökkva af Broadwaybrúnni, en • brúarvörðurinn náði henni. Nafn hennar er ekki birt. Stovels Pocket Directory fyrir Júlí er útkomið og hefir að venju sinn fulia skerf af öllum mögulegum fróðleik á- hrærandi ferðaáætlanir gufuskipa vagn- lesta, póstvagna, skemtistaði í bænum og umhverfis hann, leynifélög i bænum og hvenar þau hafa fundi sína og hvar m, m. o. fl. Kostar bara 5 cent ein- takið. Fæst hjá öllum bóksölum og á öllum vagnlestum í Manitoba. Á mánudaginn 29. f. m. hvarf lög- maður J. A. Ross, bróðir A. W. Ross fyrv. þingm., hér úr bænum og datt mönnum í hug að hann hefði fyrirfarið sér. Hafði um kvöldið sézt á Broad- way-brúnni yfir Rauðá. Tilgátan reyndist og rétt, því á miðvikudaginn 1. Júli fannst lík hans fljótandi í ánni skamt fyrir neðan Louise-brúna. Mað- urinn var ákaflega drykkfeldur og hefir að líkindum í brennivínsæði steypt sér í ána. Minnesota-menn á síðasta (12) kyrkjuþingi voru, auk séra B. B. Jóns- sonar: S. S. Hofteig, S. Th. Westdal, P. V. Pétursson, Hósías Thorlacksson. Að undanteknum séra B. B. Jónsson og Hós. Thorlacksson, sem dvöldu hér í bænum fram yfir helgina, fóru þeir allir af stað heimleiðis á miðvikudag og fimtudag (1. og 2. Júlí), en ætluðu víst flestir að koma við í Dakota-bygð ís- lendinga. — Næsta kirkjuþing verður haldið i Minnesota-nýlendunni. Skóla-fríið alþýðusólanemendanna byrjaði að venju 1. þ. m. og varir til 1. Sept. næstk. Það er ekki auðgert að þekkja íslendinga af nöfnunum í blöð- unum, en eftir því er vér komumst næst hafa 101 islenzkir nemendur þok- ast “skör hærra”, við prófið dagana næstu á undan skólalokum. Af þeim voru að eins 2 í Collegiate-skólanum. Hinir 99 voru í “common”-skólunum og færðust þannig: Úrl.í2. bekk 21; úr 2. í 3. bekk 18; úr 3. í 4. bekk 10; úr 4. í 5. bekk 14; úr 5. í 6. bekk 19; úr 6. í 7. bekk 8; úr 7. í 8. bekk 9. Sem sagt, má vera að hér séu taldir miklu fleiri eða færri islenzkir nemendur, en rétt er, bæði í commonskólunum og i “Colle- giate Institute”, en nær en þetta verð- ur ekki komist nema maður þekki nem- endurna persónulega. HJARTVEIKI LÆKNUÐ Á 30 minútum. — Dr. Agnews hjartveikis lyf lækna í öllum tilfellum hjartyeiki á 30 minútum svo að sjúklingurinn fær al- gjörðan bata. Það er óviðjafnanlegt meðal við hjartslætti, andarteþpu og andarteppuflogum, við sting í vinstri siðunni og öllum einkennum að hjartað sé sjúkt. Ein inntaka mun sannfæra yður. Hra. J. :P. Sólmundsson á Gimli kom til bæjarins á laugarda ginn og dvaldi til þriðjudags. Safnaðarfundur í Tjaldbúðinni á miðvikudagskvöldið kemur (15. Júli). Safnaðarlimir eru beðnir að mæta á fundinum. Á laugardaginn 4. Júlí voru Mr. John Stevens og Mrs. Josie Anderson gefin saman i hjónaband af séra Haf- steini Péturssyni i Tjaldbúðinni. Sveitarráðsmennirnir í Gimlisveit : Jóhann Straumfjörð í Engey og Pétur Bjarnason, póstmeistari að Isafold P.O. komu til bæjarins á þriðjudagskvöldið. Herra S. B. Benediktsson kom til bæjarins vestan úr Melíta-nýlendu á sunnudaginn var og dvelur hér fyrst um sinn. Kona haus er væntanleg þessa dagana að vestan. Það hefir heyrst að þeir Dr. Valtýr Guðmundsson og Þorst. skáld Erlings- son sóu væntanlegir til bæjarins núna um miðjan þennan mánuð, á ferð vest- ur til Argyle-bygðar á fund móður og systkina Dr. Valtýrs. Skemtanir eru nægar í bænum um þessar mundir. Söngleikaflokkur í Fort Garry Park, skrípaleikaflokkur í RirerPark, dýiasýning og íþróttaleik- ír (Circus) i dag, á horninu á Main Str. og Broadway, og önnur samskonar sýning á fimtudag og föstudag í næstu viku. Hr. St. J. Scheving hefir opnað rakarastofu hér í bænum, — á sínum gamla stað, rétt fyrir norðan Pacific Ave., við Main Str. austanvert. Hann býst við að geta veitt gestum móttöku á morgun (föstudag), sjálfsagt á laugar- dag. Númerið yfir dyrunum er 581, Main St., rétt fyrir norðan Pacific Ave. íslendingadagsnefnd. Almennur fundur var hafður í North West Hall á laugardagskvöldið var. Af því dynj- andi rigning skall á stuttu áður en fundur skyldi byrja var hann ekki eins fjölmennur og ella hefði orðið. Raddir komu í fram gegn því að hátiðin yrði haldin 2. Ágúst, en af því óhugsandi var að taka nokkurn annan dag núna í augnabliki, er allir gætu sætt sig við, var afráðið aðhalda við 2. Ágúst í þetta skifti, eða öllu heldur 3. Ágúst i ár, af því 2. Ágúst ber upp á sunnudag. í forstöðunefnd vo’ru kosnir: Eirikur Gíslason, B. L. Baldvinson, Kr. Stef- ánsson, E. Ólafsson, Mrs. Benson, Sig- fús Anderson, Bjarni Johnson, Kr, Ól- afsson, Magnús Pétursson. Hra Sigurbjörn Guðmundsson, bóndi í Garðar-bygðinni í Dakota, heils- aði upp á oss áfimtud. Kom þá vest- an úr Argyle-bygð, af kirkjuþinginu; var þar einn af kyrkjuþingsmönnum að sunnan. Þinginu var slitið á mánu- dagskvöld og fóru þá sumir Dakota- mennimir beinaleið suður þaðan, á hestavögnum, meðal þeirra séra Jónas A. Sigurðson og hra P. S. Bardal. — Það nýmæli kom fyrir á kirkjuþinginu, að þangað var sendur maður frá Crystal í North Dak., sem í umboði bæjar- manna bauð að gefa hinum íslenzka æðriskóla 6 ekrur af landi og $2,000 í peningum, ef hann yrði stofnsettur í Crystal. — Skólamálið var ekki leitt til lykta á kyrkjuþinginu og ekki heldur málið um inngöngu kirkjufélagsins í General ConcU, lútersku kirkjunnar í Norður-Ameríku. Til þess að fá því framkomið þurfti að breyta grundvall- arlögum kyrkjufélagsins, en það getur ekki orðið fyrr en á næsta kirkjuþingi. Allir kaupendur Þjóðólfs sem ekki hafa þegar borgað þennan yfir- standandi árgang, eru beðnir að borga hann til undirskrifaðs fyrir lok þessa mánaðar. Winnipeg, 2. Júli, 1896. JÓNAS J. DANIELSSON, 120 Lydia Str. Pen inga=sparnad ur. Fyrir kvenfolk Fallegir Tan Juliet skór, búnir til af J. D. King, Toronto. Þessir skór eru mjög fallegir, með stórum hnöppum ; hafa verið seldir $3.50 ; fást nú fyrir $2.95. Handsaumaðir Ox- ford skór $1.00. Góðir reimaðir ylskór á 75 cents. Fyrir karlmenn. Góðir, sterkir verkaskór á 90c. “Black Butcher”-skór á $1.00 og fínir skór með lágu verði. Skoðið hjá oss Kin svokölluðu Chicago-stígvól á $2.50. Fyrir Drengi. Hér gefur á að lita : Drengjastígvél, stærðin 1—5, $1.00, og 11—13, fyrir 90 cents. Bamaskór, stærðin 2—7, 25 cts. og 8—10, 40 cents. E.Knight & Co. 351 flain Str. Andspænis Portage Ave. 0LD G0LD Yirgina Flake Cnt Reyktobak W. S. KIMBALL & CO. Rochester, N.Y., U.S.A. 17 Hæstu verðlaun. Morð og siálfsmorð. Jafn hrikalegt morðæði hefir ekki oft.—líklega aldrei fyrri—sézt í Manitoba, eins og það sem átti sér stað hér í bænum aðfaranótt hins 2. þ. m. Maður að nafni William Warren bjó með konu sinni og yngsta syni þeirra hjóna, að 284 Gunnel Str. Kom þeim illa saman hjónunum, en sem eingöngu var manninum að kenna, og hafði hann oftar en einusinni hótað að drepa konu sína. Þjóðhátíðardag- inn hafði Warren farið í skemtiferð til Rat Portage, ásamt svo mörgum öðr- um og kom heim kl. 1 um nóttina, og þá nokkuð ölvaður. Lét hann þá ófrið- lega er heim kom, en stilti eig þó eftir litla stund og lofaði að vera rólegur. í húsinu hjá þeim hjónunum bjuggu 2 menn, er sváfu í herbergi út frá borð- stofunni. Um morguninn milli 5 og 6 vöknuðu þeir við vein og ryskingar. Stukku þeir þá á fætur og litu út i borðstofuna og sáu þá hvar Mrs. Wa- renláá gólfinu meðhöfuðið nærri hrein- skorið frá bolnum og með marga stóra skurði á andlitinu og höfðinu. Jafn- framt sáu þeir þá hvar Warren sjálfur lá í framstofunni einnig skorinn á háls, og braust þar um í blóði sinu. Blóð- slóðin sýndi að eftir að hafa drepið kon- una hefði hann gengið inn í svefnher- bergi þeirra hjóna, því þaðan flúði kon- an, og skorið sig á háls frammi fyrir kommóðuspeglinum, lagt þar frá sér skegghnífinn, gengið inn i borðstofuna og þaðan aftur fram i stofuna og hnig- ið þar niður. Læknir var fenginn og kom hann innan hálfrar Jdukkustundar og var Warren þá ekki dauður, en dó rétt eftir að hann hafði skorað á lækn- irinn að dýpka skurðinn á hálsi sinum. Það voru hans síðustu orð. Hyggindi! Styrkur! Fegurð! Hin aðgætna og sparsama húsmóð- ir sýnir hyggni sína í því að velja sér Diamond Dye til að lita með. Reynslan kemur henni til að brúka Diamond Dye. af því þeir eru sterkir litír, sem ekki láta sig. Með einum pakka af þeim má lita eins mikið eins og tveim- ur pökkum af lakari litartegundum. Eitt aðal einkenni Diamond-litanna er fegurðþeirra. Litblærinn er hreinnxig endingargóður. Varist vandlega eftir- stælingar. og ónýtar litartegundir. HAY FEVER OG KVEF LÆKN- ast á 10—60 mínútum. — Menn þurfa að eins einu sinni að draga að sér and- ann um blásturspíþuna úr flösku með Dr- Agnews Catarrhal Powder, þá dreif ist duft þetta um slímhúðina í öllum nasaholunum. Þáð veldur engum sárs- auka, en er mjög þægilegt. Það linar veikina undir eins, og læknar að fullu og öllu kvef, Hay Fever, köldu, höfuð- veiki, sárindi í hálsinum, sárindi í tung- urótunum og heyrnarleysi. Mikilsverð forskrift. Morrison ritstjóri “Sun” Worthing- ton Ind. skrifar : “Electric Bitters er gott meðal. og ég get með ánægju mælt með því. Það læknar óhægðir og höf- uðverk, og kemur líffærunum i rétt lag.” Mrs. Annie Stehle 2625 Cottage Grove Ave. Chicago var orðin mjög af sér gengin, gat ekki borðað eða meít nokk- urn mat og hafði slæman höfuðverk, sem aldrei linaðist, en sex flöskur af El- ectric Bitters læknuðu hana algerlega. Verð 50c. og $1.00. Fæst í öllum lyfja- búðum. | BRISTOI.'S 1 | BRISTOL’S ! [ BRISTOL’S SarsaparíHa ond cSou»°AHd PILI.S The Greatest of all Liver, Stomach and Biood Medicines. A SPBCIFIC FOn Rheur.iatism, Oout and Chronic Compíaints. They Cleanse nnd Pcrify the Biood. All Druggl'sts iirtil Ccncral Dealers. Alt-læknandi meðal. James L. Francis, bæjarráðsmaður í Chicago, segir: “Eg álit Dr. Kings New Discovery óbrigðult meðal við hósta, kvefi, og lungnaveiki þar eð ég hefi brúkað það á heimili mínu í næst- liðin fimm ár, og aldrei þurft á lækni að halda.” Séra John Burgus, Keokuk, Iowa skrifar : “Eg hefi verið prestur í bysk- upakyrkjunni í 50 ár eða meira, og hefi ég aldrei haft neitt meðal sem hefir haft jafngóð áhrif á mig og bætt mér eins fljótt eins og Dr. Kings New Discovery.’ Reynið þetta frábæra hóstameðalþegar Flaska til reynslu ókeypis í öllum lyfja- búðum. Veikur af gigt. ARANGURSLAUSAR LÆKNINGA- TILRAUNIR. Það er til eitt meðal, sem hefir læknað þúsundir manns eftir að önnur meðöl hafa brugðizt. Einn af hinum læknuðu gefur vitnisburð. Tekið eftir Trenton Courier. Það er furða hve litla eftirtekt nafnið gigt vekur hjá fjölda manns, og þó er hún ein hin versta sýki fyrir þá sem hafa liana. Læknum ber saman um, að gigt komi af vonzku, sem safnast i blóðinu, en um það hvernig þessu ó- heilnæmi verður náð oglosað úr líkam- anum ber þeim ekki saman. Hin vana- lega aðferð er langvarandi meðalabrúk- un. sem linar þrautirnar á meðan þeim er beitt, en svo sækir vanalega í sama horfið aftur, og á endanum rekur að því að sjúklingurinn fær þá skoðun, að hann sé ólæknandi, og leggur svo árar íbát. Þelta er röng skoðun. Gigt er ekki að sjálfsögðu samfara ellinni, og engum ætti að detta í hug að hann ætti endilega að bera sína gigtarbyrði eins og hverja aðra óhjákvæmilega afleið- ingu elliáranna. Það er til meðal sem læknar gigt þrátt fyrir þá trú að hún verði ekki læknuð, Ein af hinum sterkustu sönn- unum fyrir þessu, er saga Roberts Francis frá Trenton, sem nýlega hefir komizt i hendur ritstjóra blaðsins Cou- rier, Mr. Robert Francis hefir fyrir skömmu haft verzlun í Rat Portage, Ont., en býr þar þó enn þá. Hann þjáðist i gigt yfir þrjú ár. Síðastl. ár fór hann í kynnisför til Trenton og var þá að hugsa um að ferðast suður um ríki til að reyna breytilegt loftslag. Hánn gekk við staf og átti mjög bágt með að hreyfa sig. Um siðastliðin jól kom hann hingað aftur, uppréttur og alhress. Allir kunningjar hans fögnuðu honum sem nýjum manni, og glöddust yfir hans afturfengnu heilsu og fjöri, sem fyrir ári siðan virtist alveg að þrot um komið. Hann hefir með mestu á- nægju gefið eftirfylgjandi frásögn um lækningatilraunir sínar : “Heimili mitt er í Rat Portage, Ont., og hefi ég verið þar við verzlun í mörg ár. í þrjú ár hefi ég þjáðst af gigt. Eg reyndi ýms meðöl sem mikið var látið af, en það kom að engu haldi, því mér versnaði alt af og að lokum gat ég með naumindum gengið. Ég lá í þrettán vikur írúminu í sjúkrahúsinuí Winnipeg. Loksins var mér ráðlagt að reyna böðin við Mpunt Clemsuce. Ég gerði sex atrennur og fékk mér tuttugu og eitt bað í hvert skifti, án þess það virtist bata mig hið minsta. Ég las í blaðinu Courier ýmsar sögur um Dr. Williams Pink Pills for Pale People, og ýmsir vinir minir, sem sjálfir höfðu brúkað þær sér til mikilla bóta, ráð- lögðu mér að brúka þær. Ég gerði það, og skömmueftir fór mér að batna. Ég hefi brúkað úr tólf öskjum og hefir mér farið fram með degi hverjum. Ég hefi þyngzt úr 140 pd. í 175 pund, með því að brúka pillurnar. Ég er ekki alveg frí við gigtina enn, en ég er samt nýr maður í samanburði við það sem ég var áður, og ég þakka það algerlega Dr. Williams Pink Pills. Dr. Williams Pink Pills upprætir sjúkdómana, og gera sjúklingana hrausta og útlits fallega, við kauna- veiki, limafallssýki, riðu, gigt og mjaðmagigt, heimakomu, kirtlaveiki etc., eru þessar pillur óyggjandi. Þær eru einnig mjög góðar við sjúkdómum, sem eru einkennilegar fyrir kvennfólk og gera útlitið fallegt og hraustlegt á stuttum tíma. Karlmenn sem liasa of þreytt sig við andlega eða líkamlega vinnu ættu einnig að brúka þær. Þær eru seldar hjá öllum lyfsölum og sendar með pósti fyrir 50 cents askjan eða sex öskjur fyrir $2,50 frá Dr. Williams Medicine Compeny, Brockville, Ont., eða Schenectady, N. Y. Gáið aðeftir- stælingum, sem sagðar eru ‘alveg eins góðar’. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist sorgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. MICA ROOFING Hr. W. G. Fonseca. í haust er leið var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln- una mína með Mica-þófa, sem þér hafið til sölu, og tjarga.ði ég það ekki fyr en nærri sex mánuðum eftir að það var lagt, en þrátt fyrir þaðþó rigningasamt væri bar ekkert á leka og ekkert hafði þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta þak þoh'r bæði hita og kulda. R. D. Paterson. Þetta Mica á ekkert skylt við hið svokallaða Metal Brand Ready Roofing. W. G. Fonseca. Viltudrekka? Allar tegundir af óáfengum svala- drykkjum eru ætið á reiðum höndum hjá Mr. Hall, 405 Ross Ave. Auk svaladrykkjanna hefir hann og birgðir miklar af allskonar aldinum og ávöxtum, hnetum, brjóstsykri af ótal tegundum, sætabrauði af ýmsum teg- undum; allskonar vindlum, reyktóbaki og reykpípum; barnaglingri allskonar o. fl., o. fl. Og verðið er hvergi lægra i allri borginni. ICE CREAM er til á hverjum degi, ágætt og hvergi ódýrara en hjá John Hcill. 405 Ross Ave. S. Anderson, 651 Bannatyne Ave. (Corner of Nena Str.) hefir fengið inn miklar byrgðir af Yeggja-pappír sem hann selur með langtum lægra verð en nokkur annar pappírssali í þessum bæ. Hann hefar 125 mismunandi teg- undir, sem hann selur frá 5c. upp í 80c. rúlluna. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE &■ OO. 500 llain Str. horninu á Pacific Ave. Fötin sniðin, saumuð, 0g útbúin eins og þér segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. Buxur! Buxur! Buxur! handa öllum. Bezta búðin í Winnipeg er Tlfi Bllfi Slfitfi Merki: Bla Stjarna 434 Main St. ALT ÓDYRT! Það gleður oss að geta tilkynt almenn- ingi og þó sérstaklega viðskiftavinum vorum, að Mr. N. Chevrier er nýkom- inn austan úr fylkjum og hefir þar tek- ist að kaupa afarmikið af tilbúnum föt- um fyrir svo lítið dollars virðið, að The Blue Store getur nú selt með lægra verði en nokk- ur önnur verzlun hér. Drengjabuxur vorar eru frá 25c. upp í 40c., 50c., 75c. og $1.00. Karlmanna- buxur frá $1.00 upp í $1.25, $1.50. $1.75 og $2.00. Þú hefir enga hugmynd um þessi kostaböð nema þú komir og kaupir af oss. Meðan erindsreki vor stóð við í Ottawa, lukkaðist honum að ná i 200 alfatnaði úr skosku vaðmáli hjá hinum nafnkunna skraddara Cfaabot & Co., Nr 124 Rideau St., Ottawa. Þessi föt hafa öll verið gerð með mestu nærgætni af P. C. Chabot, sem gerir langmest af fötum þeim, sem stjórnin lætur búa til Munið eftir því að öll þessi föt eru búin til eftir máli. Þau eru $26.00 til $28.00 virði, en vér seljum þau nú á $15.50, Þú verður að koma og skoða þessi föt til þess að sannfærast. Alt annað í búðinni selt á sama verði að tiltölu. 500 drengja alfatnaðir á 75c. og yfir. Hattar ! Hattar! fyrir hálfvirði. Gleymið ekki The BLUE STORE, MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STR. A. Chevrier. Hugsið um ykkur sjálfa. Og skoðið varninginn sem vér höfum nú á boðstólum. Hér gefst tækifæri sem menn ættu ekki að láta ónotað. Búð vor er vel full af vel völdum, nýjum og vönduðum varningi.sem fullnægir kröf- um tizkunnar og kröfum tímanna. Hjá oss er staðurinn til að fá hina beztu og ódýrustu fatnaði, skyrtur, skó, mat- vöru o. s. frv. Allir eru ánægðir með varning vorn, enda fæst enginn honum betri. Verðið er ekki til fyrirstöðu, — það er hvergi lægra. Verið vissir um að þið fáið fullgildi þeninga ykkar. Vér verðskuldum að þér verzlið við oss, þvi vér gefum ykkur hina beztu kosti. Vér borgum hæsta verð fyrir ull. Munið eftir staðnum. The Cavalier, N. Dak. Blair’s Fountain Pen Eitt af því nauðsynlegasta sem þú getur haft í fórum þínum er BLAIR’S SECURITY FOUNTAIN PEN. Þú hefir þá penna ætíð við hendina. Og þú sparar þér margt ómak með því að þú skrifar jafnara og betur, og þeir kosta þig minna með tímanum holdur en vanalegir stálpennar og ritblý. Pennion geymir sjálfur blekið í sér. Þessir ]>ennar eru úr 14 karat gulli og endast mannsaldur. Þið getið fengið að reyna þá í 30 daga án þess það kosti nokkuð. Ef þeir reynast ekki góðir, þá sendið þá til baka og vér sendum yður peningana aftur. Verðlisti : N°. 1 gullpenni með fínum snáp.......$1.75 No. 2 gullpenni með fínum eða stýfðum snáp $2,00 No- 3 gullpenni með fínum eða stífðum snáp $2.50 No. 4 gullpenni með fínum eða stýfðum snáp $3.00 Mbð sérlega vönduðu skafti 75 cts. auk áðurgreinds verðs, . — Blair’s Foitain Pen Company, 141 Brodway-----------New York. Þið fáið 5% afslátt á pennum Jæssum, ef þið minnist þess í pöntuninni, að þið hafið séð þessa auglýsing í Heimskringlu. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum litum. . Þú gerir málið þitc hreint, end- ingar^ott og fallegt með því að hræra sainan við það nýja Linseed olíu. Engiri önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) máli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 pocta af hezta máli, sem kostar að eins fl.lO fyrir hverja 4 potta. O.. DALBY selur alLs konar liúsgögn, veggjapappír, málolín og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.