Heimskringla - 23.07.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.07.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGIíA 23 JÚLÍ 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pobl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSöllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Yandræði demókrata. “Já, eigum við að setja(?)” lét Gest- ur heitinn Pálsson íslendingaí grend við Rvík stagast á langan tíma og úrrteða- lausa. Það er ekki fjarri því að ástand- ið sé eins hjá demókrötum, í nýhafinni kosningasókn. Þegar þetta er ritað, vita þeir ekki enn hvað gera skal, hvert heldur að fylgja silfur-ítum demókrota, efna til annars þjóðfundar og ganga svo til víga með þeim, sem þar kunna að verða tilnefndir, eða hverfa frá því og í þetta skifti hefna sín á demókrötum með því að kjósa þá McKinley og Hobart, forseta og varaforsetaefni re- públíkana. Þetta er ástandið hjá flokks- mönnum £ heild sinni og það lætur nærri að þannigeinnig sé ástand margra blaðanna. Hvað snertir stórblöðin og annars blöðin i heild sinni, þá eru þau ekki í neinum efa um það, hvert þau ^igi að fylgja silfur-íta-demókrötum eða ekki. Þau tóku af skarið í því efni furðu fljótt, — með því að neita að við- urkenna þá demókrata, sem öllu réðu á Chicago-fundinum. En þau hafa til þessa verið óviss í, hvort gerlegt sé að senda út 3. flokkinn af umsækjendum um forseta stöðuna, o. s. frv, Þau ótt- ast að af því kunni að leiða það, sem þau umfram alt vilja forðast, að silfur- ítar yrðu ytirsterkari, ef ekki í sjálfri forseta-sókninni, þá samt í þjóðþings- sókninni. Það blaðið sem skorinorðast hefir verið á móti öðrum þjóðfundi de- mókrata. er blaðið “Sun” í New York. Það blað segir áríðandi fyrir Banda- ríkja þjóðina, eins og sakir nú standa, að aliir sannir demókratar leggist á eitt með repúblíkum að útvega þeim Mc- Kinley og Hobert sem allra mestan at- kvæðamun. Það sé hvert sem er víst að þessir menn nái kjöri, en geri þeir það með að eins örfáum atkvæðum umfram silfur ítana, muni þeim sem ekki eru kunnugir ástandínu þykja það sönnun fyrir, að allur helmingur Bandaríkja- manna vilji fá leyfi laganna til að borga lögmætar skuldir sínar með 50 —60 cent- um dollarinn. Það álit virðist blaðinu þörf á að fyrirbyggja, hvað sem það kosti, en þaðverði ekki mögulegt ef de- mókratar efla til annars þjóðfundar og tilnefna hinn þriðja flokk umsækjenda en sem vonlaust sé með öllu að beri sig- ur úr býtum. — geti að eins dreift at- kvæðunum, sem annars ættu að fara saman í eina heild. Önnur stórblöð demókrata aftur á móti halda fram hinu gagnstæða, því að það sé lífsspursmál fyrir demókrata, að efna til annars þjóðfundar og etja fram þriðja umsækjenda flokknum. Er það einkum ástæða þeirra, að gjaldeyris- málið sé undir engum kringumstæðum aðal-málið í þessari sókn, þó nokkrir ofsafullir menn telji sér og öðrum trú um að svo sé. Aðal-málið á dagskrá nú, sem fyrri, sé toll- og viðskifta-málið og að demókratar reyni það, að láti þeir það afskifalaust, en geri annað tveggja: fylgja silfur-íta demókrötum.eða snúist í lið með þeim McKinly og Hobart, þá verði það það rothögg, sém flokkurinn nái sér ekki eftir, um mörg komandiár. Þeir séu þess vegna neyddir til að hafa annan þjóðfund, þjóðfund sannra de- mókrata, tilnefna sina merkisbera, fylkja liði utan um þá og á þann hátt reyna til að eyða áhrifum silfur-ítanna að svo miklu leyti sem mögulegt er. Þannig stendur málið þegar þetta er ritað, — alt í óvissu um hvað gera skuli. Þó er það sannast, að sem stend- urbendiralt á aðDana gamli.eða “Sun” í New York, og þau önnur blöðin sem þann veg líta á málið, verði í minni- hluta. Það eru allar horfur á að annar þjóðfundur komi saman og að kjörnir verði merkisberar, enda þótt vonlítið sé að nokkrir þeir menn nái kosningu, — meðfram þá af því, að hin sömu demó- kratablöð eru ekki á eitt sátt með livað bezt er. En þar með er þá lokið allri óvissu að því er snertir stefnu blaðanna. Silf- ur-ítar réðu fullum § atkv. á Chicago- fundinum urn daginn og mætti þar af ætla, að þar hafi komlð fram rétt álit tveggja af hvorum þremur demókröt- um í Bandaríkjum. En sé dæmt af um- tali demókrata-blaðanna siðan, þá er það enganveginn rétt tilgáta. Innan 2 sólarhringa frá því þeim fundi var slitið, höfðu um 60 blöð demókrata af- neitað þeim foringjum, sem öllu réðu á fundinum, og kveðið upp þann dóm yf- ir meirihluta fundarmanna, að þeir væru engir demókratar og hefðu engan rétt til að taka sér það nafn. Þeir væru liðhlaupar og ekkert annað m. m. o. fl. Síðan hafa blöð demókrata, sem þannig horfa á málið, fjölgað svo, að nú er tal- ið að fullir hlutar allra demókrata blaða sé andvíg orðin öllu sem gert var á fundinum. Til dæmis um fráhvarf blaðanna er þess getið, að á einum ein- asta degi í vikunni sem leið yfirgáfu 26 blöð þessa flokksforingja og þau 26 blöð höfðu að sögn um 1 milj. kaupenda til samans. Meðal stórblaðanna, sem þannig hafa snúizt gegn silfur-demó- krötum má nefna: New York blöðin 4, ‘Times’, ‘Herald’, ‘Sun’, ‘World’, Boston-blöðin: ‘Herald’, ‘Globe’, ‘Post’, Brooklyn ‘Eagle’; Buffalo ‘Courier’; Philadelphia ‘Record’; Baltimore ‘Sun’, Richmond ‘Times’; Louisville (Ken- tucky) ‘Courier-Journal’; Detroit ‘Free Press’, St. Paul ‘Globe’. Að lesa ummæli eins þessa blaðs er að lesa ummæli þeirra allra um þessa nýju stefnu. Orðamunur er þar að vísu, en meiningamunur enginn. Sem sýnishorn setjum vér hér lítilfjör- legan útdrátt úr ritstjórnargrein í St. Paul. ‘Globe’ um þessa nýju stefnu : “Fríslátta silfurs í Bandaríkjunum út af fyrir sig, með nafnverðinu 16 móti 1, er ekki demókrata kenning. eins_og hún var viðtekin af feðrum demókrata- flokksins í þessu lýðveldi. Þessi nýja kenning þýðir ekki annað en hagfræð- islega meinloku og stjórnfræðislegan glæp. Yér metum oss ekki æðri en flokkinn og vér álítum heldur ekki að vér eigum ráð fyrir honum. Vér viður kennum úrskurðarvald meirihlutans, en það úrskurðarvald nær til stefnu að eins, en ekki grundvallaðra sanninda. Ef flokkur manna saman kominn á fundi samþykkir, þó í einu hljóði væri, að hvítt sé svart, eða ef hann neitar að til sé þyngdarlögmál, þágetur sá flokk- ur manna ekki krafizt þess, að menn trúi því bara flokksins vegna.....Það er ekki satt, að stjórnarskráin nefndi gull og [silfur sameiginlega sem pen- ingamálm Bandaríkja. Hún nefnir ekki silfur nema að því leyti sem hinam ýmsu ríkjum er bannað að gefa út ann- að en gull og silfur peninga sem lögeyrir til skuldalúkninga. Það er ekki satt, að lögin frá 1873 væru ' samþykkt án vitundar og vilja þjóðarinnar. Vérvit- um ekkert um ein verðmiðil gulls (gold monometallism) og hvert það er stjórnarstefna Breta eða ekki, höfum ekkert af því að segja, af því ekk- ert slíkt á sér stað í Bandaríkjunum, né hefir nokkur maður sem málið skilur látið sér um munn fara, að einræði gulls sé mögulegt. Það er allsendis ó- mögulegt að halda því fram að einræði gulls sé í því landi sem hefir í veltu miklu meira af silfri og seðilpeningum innleysanlegum með silfri, en gulli, og þegar alt það silfur er lögeyrir, og þeg- ar enn fremur að áformið er að halda þeirri stefnu. Að biðja um ótakmark- aða frísláttu silfurs með nafnverðinu 16 móti 1 er ígildi þess, að gera tilraun til að neita að borga skuldir sínar. Að viðtaka þaðer að stofna þjóðinni í stór- kostlega ógæfu, að efna til verzlunar- hruns og eignatjóns, er lyktaði með því að setja Bandaríkin á sama stig hvað verzlun og viðskifti snertir eins og Mexico og Kínaveldi og önnur ríki, þar sem silfrið hefir einræði, þar sem ment- un er á lágu stigi og þar sem vinnu- laun eru lítil sem engin....... Hvað oss sjálfa snertir og þann flokk allan, er æskir eftir jafnræði gulls og silfurs, getum vér sagt að það þurfi meira en ákvæði eins fundar, sem til er orðinn og sem stýrt hefir verið eins og þessum var, til að gera þessa kenningu að grundvallar-atriði í stefnu demókrata. Demókrata-flokkurinn er meiri en nokk ur einn maður innan vebanda hans, og hann hefir lifaðaf fleirien eina villikenn- ingu. Hann mun einnig lifa þessa af og þrátt fyrir hana bera sigur úr být- um”. Blöðin flest, sem neita að viðtaka þetta nýja boðorð, halda því fram að ófarir flokksins séu að kenna ofsatrú flokksins á mátt sinn og megin. Flokks- foringjarnir hafi séð og vitað hvað silf- ur-ítar hvervetna voru að gera, en hafi af stærilæti sínu hugsað og sagt sem svo, að það gerði ekkert til, þessir menn gætu ekki unnið neinn svig á demó- krötum, Afleiðingin hafi verið sú, að sannir demókratar hafi verið aðgerðar- lausir á meðan silfur-ítar fóru liamför- um um landið og sneru hinum ósjálf- stæðu kjósendum í hundraða tali. Sem sönnun fyrir því að þetta sé rétt, — að ófarirnar séu aðgerðaleysi að kenna, er bent á það, að hvar sem sannir demó- kratar tóku í strenginn,— mættu silfur- itunum í héraði, þar báru demókratar sigur úr býtum. Florida var til dæmis hjá báðum gömlu flokkunum talinn vermireitur fyrir þessa nýju kenningu. Þar tóku demókratar til máls og afleið- ingin varð sú, að þeir náðu 5 mönnum af 8, sem þaðan voru sendir á fundinn. Áþekt var ástandið i Michigan og þar náðu þeir einnig meirihlutanum, þó silf- ur-ítar á þjóðfundi bönnuðu þeim mönn- um sæti, en veittu þeim sínum mönn- um. Þessarar ofsatrúar og þar af leið- andi aðgerðaleysis vegna segja nú blöð- in líka að þessar ófarir séu heppilegar og réttlátar. Þær kenni forvígismönn- unum máske að meta áhrif andstæðinga sinna meira framvegis. ‘Hinn sofandi jötunn.’ Svo hefir Kínaveldi alment verið nefnt og margt auknefni hefir líka ver- ið ver gefið. Að því er fólksfjölda snert ir er keisaradæmið rétt nefndur jötunn í flokki þjóðanna. Og sofandi er jöt- unn þessi enn og sefur vært, þrátt fyrir háreystina alla sem fylgir fram- sókninni hvervetna kringum hann. Á yfirstandandi tíma væri máské réttara að segja, að þessi jötunn hejði sofið svo vært, að hann vissi ekkert af því sem gerist í umheiminum. Það er máské ekki nákvæmlega rétt að segja hann svo algerlega meðvitundarlausan nú, Að vísu sefur hann enn. en svo laust, að ómurinn frá starfssviði heimsins berst að eyrum hans og blandast draum um hans um fortíðarfrægð sína og mik- illeik. Sofandi jötunn er Kínaveldi þess vegna enn, þó margt bendi á að hann sé í þann veginn að rumskast og opna augun. Geri hann það verður um- heimurinn þess var, að minsta kosti er það ætlun manna, efdæmtoraf beig manna af honum sofandi. Ófarirnar í striðinu v • Japaníta hafði óefað stórmikil áhrí' iÁínverja. Alt til þess tíma töldu ])■ r t) ú um, að ekkert heimsins vald g 'gaðsig. Og sízt af öllu óttuðust þc, ■■ m ’ða'énd- ur sína, Japaníta, — skrælingja dverg- þjóðiua, sem þeir álitu. En svo varð reyndin þessi, að “dvergþjóðin” fyrir- litna varð yfirsterkari miklu og það á stuttri stund. Og eins og kunnugt er var það eingöngu því að þakka, að Jap- anitar voru fyrir nokkru vaknaðir af fornaldarsvefni sínum og búnir að taka sér snið af nútíðarháttum mentaðra þjóða. í öllu Kínaveldi var ekki nema einn maður sem þessi úrslit sá fyrir og sem þess vegna þegar í byrjun ófriðar- ins skor^ði á keisara Kínverja að út- vega sér nútíðar vopn og nútíðar her- stjóra frá Norðurálfu eða Evrópu. En ofstækistrúin á óskeikula yfirburði Kín verja i einu og öllu kom því til leiðar, að þessi spámaður var dæmdur óalandi þjóðfjandi Kínverja. Var liaun þess vegna flettur öllum sínum heiðursmerkj úm, nafnbótum, o. s, frv., í hefndar- skyni fyrir hrakspárnar og lá nærri um tima að hann jafnvel mætti láta höfuð- ið, til að fullnægja hefnigirni samþegna sinna. Er enginn efi á að þá voru hans gráu hærur og ekki ástæðulaus ótti um innanríkisstríð, sem verndaði líf hans. Þessi eini Kínverji, er svona var fram- sýnn, er svona kunni að meta framsókn nútíðarinnar, er Li Hung Chang, — Bismark Kínverja. En svo kom að því, að karl seyndist sannspár, og þá er það sar.nast að keisarinn og hans voldugu aðalsmenn sáu og viðurkendu glöp sín og brot gegn garala þjóðskör- ungnum og hafa síðan bætt það að fullu. Á yfirstandi tíma er líklega eng- inn maður í öllu Kínaveldi jafn voldug- ur og Li Hung Chang. Sem. stendur eru orð hans lagaboð fyrir allan þorra Kínverja. Þessi snöggu umskifti og það að karl er nú að ferðast um Evr- ópu og siðar um Ameríku, til að sjá hvernig stórþjóðirnar vinna, — þetta hvortveggja bendir á, að Kínverjar ætla sér að læra eitthvað af ósigrinum í fyrra—ætla sér að fara að vakna. Annað er það, og sem ekki síður bendir á að svefninum verði létt, er um- talið í Kína um járnbrautalagning. Til þessa hafa Kinverjar viljað þola ný- breytni fremur í öllu öðru en járn- brautagerð. Og þeim er sjálfsagt enn við engann hlut eins illa eins og járn- brautir. Ber tvennt til þess: Fyrst það, að trú fræði þeirra varar þá dyggi- lega við að styggja jarðarandann (anda þann sem í jörðu býr, — “Feng-Shni’” að nafni) og sem þeir óttast allra guða mest. Þeir búazt við illu einu af hans hálfu, ef þeir leyfa forynjum úr járni að æða öskrandi um land alt með sin- um herfilegu dunum og dynkjum. Alt slíkt óttast þeir að muni æra og trylla guðinn, sem þá muni tafarlaust hefna sín með drepsótt og dauða. Hver hann er þessi jarðar andi er náttúrlega óvíst, en af því drepsótt og dauði er æfinlega vottur um návist hans, er ástæða til að ætla að hann sé í raun réttri ekLi ann- að en eiturgufan úr flóum og fenum og sem enda gerlr vart við sig á sumrum í heitum löndum hvar sem gerðar eru grafir eða skurðir í jörðu niður, og sem hér í landi er almennt nefnd ‘Malaria’. Önnur ástæðan er sú, að járnbrautir svifti tugi þúsunda, endamiljóir manna atvinnu sinni, — atvinnunni að rogast með burðarstóla og önnur slík reiðfæri fyrir ferðamenn o. s. frv. Af þeirri á- stæðu, ekkert síður en af ótta við jarð- guðinn, spornar alþýðan í Kína af al- efli á móti járnbrautunum og vill þær hvorki heyra eða sjá. Og það er sizt að undra þó Kínverjar kunni Slla við að meta þá miklu atvinnu og þann ómet- anlega hag, sem járnbrautirnar hafa í för með sér. Það gera þeim miklu mentaðri menn og skilningsmeiri og það mitt í járnbrautalandinu—Ameríku þó þeir auðvitað flestir, ef ekki undan- tekningarlaust allir, skifti um skoðun á þ ví máli áður en járnbrautin um hér- uð þeirra er orðin mánaðargömul, hvað þá meira. Þrátt fyrir þessa tvöföldu mót- mótspyrnu er nú samt alvarlega talað um járnbrautalagning í Kínlandi og það í tiltölulega stórum stíl. Að það er gett er óneitanlega vottur þess, að stjórnendur veldisins eru farnir að vakna og viðurkenna þörf á breytingu, þó þjóðin i heildsinni sé sofandi enn og ófús til að vakna. Þess hefir verið get- ið í hérlendum blöðum oftar en einu sinni á síðastl. nokkrum mánuðum að Kinastjórn sé að ráðast i stórkostlega járnbrautargerð. Það hefir enda verið sagt, að nú þegar sé búið að selja verk- ið í hendur erlendu félagi. Svo langt er nú samt ekki komið, en líkindi til að einhverju verði hrundið af stað undir- eins og Li Hung Chang er heim kominn úr Evrópuferð sinni. í Kínaveldi eru nú eiginlega 2 menn, sf" • inna að því að fáist járnbrautir uiu i-i'idið og hefir annar þeirra þegar venö nefiidnr, en himi er stjórnmála- maður mikill og keppiuautur Changs. Heitir hann Chan Chih Tung. Báðir vilja byggja byggja braut suður um land austanvert frá Tien-Tsin, hafn- stað höfuðborgarinnar Peking og sem þegar er tengdur aðal-borginni með 70 milna langri járnbraut, sem stjórnin á. Það sem þessum 2 keppinautum ber á milli er það, hvar brautin skuli liggja og hvar byrja skuli. Li Hung Chang vill byrja í Tien-Tsin og byggja þaðan suðvesturum miðbik ríkisins til Hang- Kow, einnar stærstu borgarinnar svo langt frá sjó í Kína. Þaðan vill hann svo sveigja brautina í suðaustur og byggja hana til sjóstaðarins nafnkunna Canton, — örfáar mílur frá HongKong. Þessa braut vill Li Hung Chang að Kinverjar einir eigi, að ekki einn eyrir af fénu só fenginn úr útlöndum, en samt vill hann að hún só eign prívat raanna. Keppinautar hans aftur á móti vill byrja á brautarbyggingunni suður með landi í Foo-Chow og þaðan með strönd- um fram norðvestur um Shanghai og Nankin til Tien-Tsin. Þannig má segja að báðir flokkar í Kína, eða aðal leið- togar þeirra, hafi þegar sett járnbrauta mál á dagskrá sína. Má af því ráða, aðhver þeirra sem fyrr nýtur hylli keis arans og ráðaneytisins, fái járnbraut og það í tiltölulega stórum stíl í Kín- landi. Það er enda óhætt að segja, að innan skamms verði báðar þessar stór- brautir bygðar, og úr því viðstöðulanst ein af annari, til þess er jafnvel Kina- veldi verður margvafið i járnbrauta- teinum og telegraf-þráðum. Þetta óneitanlega bendir á að hínn svefngjarni jötunn austurlanda sé far- inn að hugsa um að hrista af sér svefn- mókið, núa stýrurnar úr augunum og líta kring am sig. Hvernig fer þegar Sóti sá er alvaknaður—og tekinn til starfa ? Fáein orð til Einars Hjörleifssonar. Eftir S. B. Jónsson. Eg sé í Isafold 8. April síðast., að hra Einar Hjörleifsson hefir stokkið upp á nef sér, út af athugasemdum roínum í Þjóðólfi um fyrirlestur hans: “Vestur- Islendingar”. Hinn heiðraði höf. fyrirl. (E. H.) heldur því þar fram, að áminnstar at- hugasemdir minar um fyrirl. hans, séu “bull”, bygt á skilningsskorti á lífi Isl. hér og “öllu þjóðstjórnarlífinu íheimin- um” m. m. En sá góði herra finnur þó ekki ástæðu til, að leggja svo mikla rækt við eigið velsæmisálit né skilning fólks- ins, að hann reyni hið allra minnsta til að færa nokkur rök gegn einu einast at- riði í grein minni, sem honum þó bar að gera, sem heiðvirðum manni, úr því að hann fór á annað borð að mótmæla henni að nokkru leyti. I þess stað slær hann því bara föstu, röklaust, — eins og óvandaður strákur — að hún sé “bull” bygð á skilningsskorti á öllu málinu viðkomandi. Það liggur því í augum uppi að slíkt er í raun og veru alls ekki svara- vert; eins og reyndar margt það, sem nefndur herra (E. H.) hefir fyrr og sið- ar framborið gegn mótstöðumönnum sínum og “Lögbergs-klikunnar” hér vestra; það er flest eins: svo hrokafullt, og illkvitnislegt, að menn getur hrylt við, hve óvirðulega að maðurinn getur beitt sínum góðu hæfileikum, svo vel gefinn maður eins og hann er að mörgu leyti, og ffentlemaður þegar hann gætir hófs og velsæmis. (Ég vísa til Lög- bergs þessu til sönnunar). Allir geta séð, að ekki þarf til þess mikinn mann eða merkann, að segja að þetta eða hitt sé bull; en sá sem slíkt segir ætti þá líka að leitast við að sýna fram á með rökum að svo sé. Ef heim- ildin fyrir því að kalla áminnstar at- hugasemdir mínar “bull”, er sú, að þar sé eitthvað ranghermt, t. a. m. af mis- skilningi eða öðru, þá hef ég óneitanlega samskonar heimild til að kalla fyrirl. E. H. “bull”, þangað til hann hefir hrakið með gildum rökum, allar athuga- semdir mínar um hann. En það er enn ógert, og meira að segja þá hefir hra E. H. óbeinlínis samþykt athugas. mínar sem gildar og góðar, og sannleikanum samkvæmar, að undanteknu einu ein- asta atriði, sjálfsagt af því að annað var ómögulegt; og svoí ráðaleysinu tek- ið það til bragðs, að hrópa mig niður, sem bullara er ekki vissi hvað ég væri að segja, í von um að fólkið kynni að trúa að svo væri. Þetta eina atriði í grein minni »em herra E. H. mótmælir sem ósönnu (en röklaust þó), er það, er ég sagði að allur þorri fólks hér skoðaði skólamál kyrkju- félagsins sem prestaskóla-stofnunar tilraun. Höf. segir nefnil. meðal annars, að “slík stofnun” eem prestaskóli komi kyrkjufélaginu ekki til hugar, og að hún hafi “ekki komið til orða síðan fyr- ir 1890, nema þá meðal manna sem ekki botna lifandi vitund í málinu, eins og t, d. hra. S. B. Jónsson“, o. s. frv.. ogsvo vitnar hann um það til allra Vestur-ís- lenzku blaðanna. Ég skal að vísu játa að hin fyrir- irhugaða menntastofnan kyrkjufél. hefir ekki gengið undir nafninu prestaskóli, hvorki fyrir 1890, að því er ég til veit, né heldur síðan, því hefi ég og heldur aldrei haldið fram. Þar á móti held ég því fram að eins, að fólkið hér skoði hana almennt sem prestaskólastofnun; þ. e. a.s. kyrkjulega mentastofnun, lút-. erska mentastofnun; stofnaða í þeim til- gangi aðallega að tryggja kyrkjufélag- inu svo takmarkalaust vald að mögu- legt er, yfir þjóðflokki vorum hérí landi um ókomnar aldir, honum til sáluhjálp- ar, á líkan hátt og á sór stað með þess- kyns stofnanir annara kyrkjufélaga. Um leið og slíkar stofnanir veita al- menua uppfræðslu hverjum sem er, inn- annan vissra kyrkjulegra takmarka, og undir handleiðslu hinna æðstu valds- manna kyrkjufélaganna, í áður sögðum tilgangi, þá eru þær þó óneitanlega jafn framt, ef ekki reglulegir prestaskólar, þá samt guðrækilegir undirbúnings- skólar til prestaskapar. — En aðalatrið- ið er það, að þær stofnanir sem hér er um að ræða, eru kyrkjulegar menta- stofnanir sérstakra trúarbragðafélaga: “guðrækilegar ‘business’-stofnanir“ hlutaðeigandi kyrkjufélaga. Það vill nú svo vel til að ég hefi hér við hendina “Öldina” írá 1891. Þar stendur meðal annars í ritgerð um hina fyrirhuguðu mentastofnun Isl. í Vest- urheimi, eftir ritstjóra þess blaðs, hra Jón Ólafsson, sem fylgir: “Hví eru kyrkjufélög að streitast við að koma á fót æðri skólúm? Auð- vitað til þess að geta lagað mentun unglinganna í hendi sér í ákveðnum til- gangi, dulið þá þess sem þeim er álitið óholt að vita, og kent þeim hálfsannindi og ósannindi sem þeim eru álitin hbll'. Ef ekki væri þessi tilgangurinn, þá mundu menn ekki kasta peningum út fyrir kyrkjuskóla,þar sem aðrir og betri skólar væru nægir til“. Norski sýnódu-skólinn í Decorahi var gott sýnishorn af kyrkjulegum “lærða”-skóla. Stjörnufræði mátti ekki kenna þar; það var “djöfulsins vísdóms- grein” sem leiddi menn af sannri biblíu- trú. Nemendurnir máttu ekki lesa al- menn vikublöð önnur en þau sem kyrkj unni voru þóknanleg”. Og ennfremur: Oss virðist hún (skólastofiiunin n.l.)i eigi að eins óþörf, heldur og, ef1 nokkur veruleg framkvæmd ætti úr henni að verðainnan fyrirsjáanlegs tíma,þá hljóti hún að baka vorum prestriðna þjóð- flokki hér, alveg óbærilegan kostnað;: og að síðustðu teljum vér líklegt, að skólastofnun, sú sem nú er fýrirhug- uð af lúterska kyrkjufélaginu mundi verða hið skaðvænlegasta fyrirtæki”. Þessi ummæli Jóns Ólafssonar um ev. lút. skólamálið, standa, aðþví er ég frekast veit, ekki einasta óhrakin held- ur og alveg ómótmælt þann dag í dag. Og að þau séu samkvæm áliti almenn- ings á þeirri stofnunartilraun kfl., mun óhætt að álykta, af þeim undirtektum sem máliðhefir fengið meðal "alls þorra fólks” hér vestra síðan það var hafið, að þvi er fjárframlögin snertir- Hér eru þá rök að því, að fólk alment hér skoði skólamál kfl. sér óviðkomandi; af því að’ það er kyrkjufélagsins fyrirtæki, en ekki þjóðflokksins í höild sinni, — snið- ið eftir þess báttar stofnunum annara kyrkjufélaga hér í landi:,sem tilþess eru ætlaðar sérstaklega að framleiða kyrkj- ulega mentaða safnaðarlimi og presta, fyrinhag þess félags er hlutá að máli. Afstaða almennings gagnvart þe3SUi máli, skírist ennfremur nokkuð þannig. Eftir 9 ára harða baráttu er skóla- sjóður kyrkjufélagsins- loksins kominn upp í $3,162,91, og er það óneitanlega álitleg upphæð, þótt hún sé ekki nema svo sem þrítugasti hluti þess, sem hún þyrfti að verða til þoss að fullnægja hugmyndinni, að því er fróðir menn ætla, — Vilji menn nú gera sér Ijóst, hve mikill hluti sjóðsins að er eiginiega almenn samskot til fyrirtækisins, og það skýrir einna bezt áhuga almennings fyrir málefninu, að því er tili fjárfram- laganna kemur; þá verða menn aðdraga frá aðalsummunni allar þær upphæðir er ekki tilheyra altnennum samskotum, svo sem stórgjafir frá einstökum kyrkj- ustólpum til sjóðsins, svo. og vexti af innstæðunni, ágóða af “Aldamótum” o. s. frv. Geri maður nú ráð fyrir að sam- lagðir vextir og vaxtavextir af innstæðu sjóðsins í 9 ár nemi sem svarar $150,00 árlega að meðaltali. eða samtals $1350,00 í það heila til þessa tíma, svona hér um bil, miðað við það að sjóðurinn gaf af sér 232.08 siðastliðið ár í vöxtu. Telji maður ennfremur svo til, að “Aldamót” liafiigefið af sér um $20,00 árlega til sjóðsins í 4 ár (eins og síðast- liðið), gá gerir sú upphæð að meðtöld- um $400,00 (frá sér J. Bjarnasyni, Dr. M. Halldórssyni og “ónefndum” á Gard- ar) samtals 1,830,00, sem nú dregst frá aðalsummunni, og verður þá afgangs sem samskotafé $1,332,91. Geri maður ráð fyrir, að i þessu landi séu nú um 15,000 íslendingar, og 1/5 af þeim heyri að nafninu kyrkjufé- laginu til, þá telst svo til, að hver safn- aðarlimur í kyrkjufj. hafi lagt til skóla- stofnunarinnar sem svarar 5 cents (segi og skrifa fimm cents) árlega að meðal- tali í 9 ár, eða varla það. Og þó er mér . kunnugt um, að það hefur komið fyrír að menn, utan kyrkjufél. hafa fyrir þrá- beiðni látið af henfli nokkur cent í þenn- an sjóð, þegar samskota hefir verið al" ment leitað, og verður því vafasamt, hvort meðal-árstillagið nær einu sinni 4 centum á mann innan kyrkjufélags- ins. — Það er því naumast greinilegt. hvernig mögulegt er að skoða þetta skólastofnunar uppátæki almennt á- hugamál innan kyrkjufélagsins; hvaðþá meðal þess hluta þjóðflokksins, sem stendur algerlega fyrir utan það félagi en sem er stórmikill meirihluti; svo framarlega sem þessar tölur eru nokk- uð nærri því að vera réttar, sem égeetla að vera muni þangað til upplýst er að svo er ekki. Því það hygg ég sannast, að jafnvel kyrkjumennirnir hérna séu svo miklir ‘‘prinsípamenn” almen, að þeir mundu leggja meira en þetta á sig fyrir annað eins fyrirtæki og þetta, cf þeim væri það nokkurt áhugamál. Niðurl. næst. Bezta efni brúkað til að búa til Diamond Dye. Hið bezta efni sem fáanlegt er, er brúkað við tilbúning Diamond-litanna- Engin tilraun er gerð til aðauka tekjur þeirra sem búa hann til með þvíað brúka ódýr litarefni. Diamond litir erU liinir beztu litir sem til eru og þeir veröa látnir vera það hvað sem ^ kostar. Hinir ódýru eftirstældu litir' sem sumir hafa til sölu, eru aldrei buh- ir til til lengdar úr sömu efnum, ÞesS vegna eru þeir misjafnir og óáreiðau* legir. Aiamond litir lita eins vel þó ®ð barn fari með þá eins og sá sem er ÞellU alvanur. Sterkir og endingargóðir Diamoni litir eru uppáhald manna á þessum tímum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.