Heimskringla - 06.08.1896, Page 2

Heimskringla - 06.08.1896, Page 2
HEIMSKRINGLA 6. ÁGÚST 1896. fyrir hendr að semja sérstaka bók um sögu ameríakra bókmenta á þessari öld ? Ég er ekki alls ófróðari en allir aðrir um bókleg fræði, en só sú bók til, þá hefi ég ekki rekizt á það. Sé nú vorar bókmentir þessa virði fyrir útlenda stórþjóð sem Þjóðverja, heimsins mestu mentaþjóð, er það þá ekki merkilegt, ef þær skyldu alls einskis virði vera fyrir oss og vora niðja hér? I>rem dögum áðr en ég fór að heim- an frá Chicago, sat ég á tali við mann, og bar í tal um oss landa. Ég sagði honum. að við mundum vera eitthvað 80 alls í Chicago. Ég þekki þá heilmik- ið af ykkr. segir hann; ég þekki 9; af þeim fást tveir við ritstjórn, (og báðir á öðrum málum en móðurmáli sínu), 1 er ráðsmaðr blaðs, 1 er bókvörðr og hefir orð á sér fyrir að bera af öllum starfs- bræðrum sínum í þessum stóra bæ, 1 er frú, sem talar fyrir víst 6 mál auk móðr- máls síns, 1 er systir hennar, kennari, 1 er læknir, f erlæknisefni, 1 er letrsetj- ari, sem aldrei hefir í neinn skóla komið, en setr þó á þrem útlendum tungum auk móðurmálsins. — 9. hver maðr af þessum 80 er þannig lærðr maðr eða fæst við störf sem útheimta andlegt at- gerfi og mentun. Ég hefði gaman að vita, hve mörg þjóðerni .hór geta sýnt líka tiltölu. Svo mæiti hann. Og eg get ekki að því gert, að slík og þvílík ummæli út- lendinga gleðja mitt gamla íslenzka hjarta. Mætti ég sem oftast heyra eitthvað það af löndum mínum, sem bendir á að þeir geti teygt höfuð yfir fjöldann— eitthvað, sem að kveðr og eftirtekt vekr á þeim. Mætti sem flest og mest vakna í þeim ogdafna af dáð, manndómi, þreki, og ekki eintóran auðsveipni og mein- leysi. Sem flest, er vott geti borið þess, að enn lifi í oss nokkuð af fornu höfð- ingja og jafnvel vikinga-blóði. Þá get- um vér, þótt fámennir séum, lagt nýtan skerf til myndunar amerísks þjóðernis. Ég líkti áðan þjóðernis-myndun- inni við tilbúning grautar. Það er máske ekki smekklegt, en það táknaði vel það sem ég vildi með líkingunni skýra, Þið látið t. d. 20 merkur vatns í pottinn, svo og svo msrgar merkr af méli, en ekki nema lítinn hnefa af sterkusalti; en þessi litla ögn af salti gefr þó öllum grautnum bragð, setr keim á liann. Mættum vér Vestr-íslendingar hafa sem mest af því í vorum þjóðlegu ein- kennum, sem getr gert oss auðið að verða taltið í þjóðernispottinum ! / Island. Ræða Dr. Valtýrs Guðmundsso.var. Porstöðunefnd íslendingadagsins hefir rnælzt til að ég mintist gamla landsins, okkar ástkæru fósturjarðar, með nokkrum orðum. Mér er kært að verða við þessum tilmælum. Ég skoða það sem stórmikinn heiður, að mér hef- ir verið trúað fyrir að minnast einmitt þess, sem er hverjum góðum og sönnum íslendingi dýrmætast og hjartkærast af öflu. En geta þá þessi orð átt við í þessum hóp? Geta góðir og sannir ís- lendingar fundist meðal þeirra, sem hafa yfirgefið ísland og og flutt burt frá því i aðra heimsálfu ? Geta þeir menn haft nokkra lifandi ættjarðarást, sem sflkt gera? Þessum spurningum svara ég hiklaust með jái. Hafi menn flutt sig um set í þeim tilgangi að verða bæði sjálfum sór og þjóð sinni til enn meira gagns og sóma en áður, þá eru þeir í raun og veru miklu sannari ætt- jarðarvinir, en þeir, sem heima sitja. Eg get ekki metið mikils þá ættjarðar- ást, sem að eins sýnir sig í því, að hökta altaf sem fáráðir tjóðurkálfar kyrrir á sömu þúfunni, sem þeir liafa verið fædd- ir á, hve mikil missmíði sem þeir kunna að sjá á hag sínum. Þeir menn sem al- drei finna til löngunar hjá sér til að rýmka sjóndeildai hring sinn frekar en fjöllin í kring um þá og úreltur iands- siður hafa afmarkað þeim, þeir verða aldrei mikils virði fyrir ættjörðina. Eigi loeir einir að verða stoð hennar og stytta, þá er hún sannarlega illa farin. Aftur er alt öðru máli að gegna um þá, seiii verða svo hrifnir af sólroðanum á fjallabrúnunum út við sjóndeildarhring- inn, að þá langar til að skj-ggnast út fyrir hann, vita hvað er þar fyrir utan. hvort takmörkin eru þar sem þau sýn- ast vera, eða þar tekur við annar rýmri og fegurri sjóndeildarhringur, svo að augu þeirra geti opnast fyrir ýmsu nýju þörfu og góðu, sem þeir höfðu áður enga hugmj-nd haft ura. Þeir menn, sem slík þrá vaknar hjá og f jlgja henni, þeir eru einmitt manna liklegastir til að verða þjóð sinni að liði. Og þótt þessi þrá eftir rýmri sjóndeildarhring, eftir meira ljósi, meiri þekking, meiri sælu, kunni að bera þá svo lanst út í geiminn að þeir fjarlægist strendur sjálfrar fóst- urjarðarinnar, þá eru þeir svo sem ekki tapaðir syuir fyrir því. Það mun jafn- an rejmast svo, að hjá flestum þessara manna vakni líka löngun til að láta þá sem heima sitja, vita hvers þeir hafi orðið vísari, langi til að beina of urlitlu af því ijósi, sem þeir hafa séð, heim til landa sinna og meðbræðra og reyna að gera þá mcð einhverju móti hluttakandi í þeim gæðum, sem þeir hafa sjálfir afl- að sór. Sumir munu hverfa heim aftur og kenna löndtím sínum að beita betur kröftum sínum. Aði-ir reyna með rit- um og bréfum að lokka þá, sem heima sitja. til þess að afla sér meiri þekking- ar og sýna fram á, i hverju þeim er mest ábótavant. Hinir þriðju gera kannske hvorugt þetta, en leitast að eins við að verða þjóð sinni til sóma með því að sýna sig sem mesta og besta menn sjálf- ir. Þeir gera þjóð sinni líka mikið gagn því það er ekki lítið varið í það fyrir hverja þjóð, að eiga syni, sem hafa með verkum sínum oglíferni aukiðálit henn- ar hjá öðrum þjóðum. Þeir menn, sem þannig faraað, sem ég hér hefi sagt, þeir eru nannir ættjarð- arvinir. Þeir eru það ekki einungis í orði, heldur á borði, í verkinu. Þeir geta verið jafnsannir ættjarðarvinir fyrir því, þótt þeir aldrei stigi aftur fæti sín- um í fæðingarhrepp sinn eða á fóstur- land sitt, ef þeir að eins sýna einlægan vilja og viðleitni á að vinna þjóð sinni gagn. Það er í rauninni ekki landið, sem ættfarðarástin er bundin við, held- ur vidþjóðina, sem í landinu býr, — þó ekki af því að hún býr í þvi landi, held- ur af því, að hún er af sama„kynstofni, hefur sömu siði, talar sömu tungu og á sér sömu sögu. Þetta eru þeir megin þræðir, sem tengja einstaklinga liverrar þjóðar saman í eina heild og korna þeirn til að liafa ást á henni. Landið sjálft ætti í rauninni að gera mitenst til. Ef öll þjóðin flytti sig úr einu landií annað, þá mundi ættjarðarást fjarverandi sona hennar fylgja henni eins fj-rir það, alveg eins og ást sonar á foreidrum sínum og sj’stkynum mundi fylgja þeim, þótt þau flyttu sig af einum bæ á annan eða úr einu héraði í annað. Það er ekki ást á bænum, sem tengir hinn fjarverandi son við heimilið, heldur ástin 'á þeim, sem í bænum búa. En þótt ættjarðarástin só í raun- inni að eins ást á þjóð sinni, þá ber þó ekki því að neita, að ef það land, sem þjóðin býr í, er að einhverju leyti feg- urra en önnur lönd, þá stuðlar það eigi allítið að því, að glæða ættjarðarástina, ekki sízt hjá þeim, sem búafjarri því og að eins sjá mj-nd þess í spegli endur- minninganna, sem minnast þess sem æskustöðva, þar sem þá drej’mdi sína sælustu bernskudrauma. Þegar vér minnumst íslands, þá er þessu einmitt svo varið. Ég er viss um að ættjarðar • ást vor allra, sem hér erum samankomn- ir, nær eigi að eins til þjóðarinnar, held- ur líkc. til landsins, einmitt af því að við eigum svo fagurt fósturland. Því þótt Island só víða hrjóstugt, þá verður það aldrei af því dregið, að landið er fagurt, eins og skáldið segir: ‘‘Landiö er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar; lnmininn heiður og blár og hafið er skínandi bjart”. Þegar svo er ástatt, þá er eðlilegt að menn minnist'ekki að eins þjóðar- innar, heldur líka landsins sjálfs. En það er þó einkum þjóðin, sem vér minn- umst, og það sem þá verður ríkast í huga vorum, er óskin um það, að fjrrir henni megi renna upp ný öld, miklu betri, betri öld. En hverskonar öld? í þvi efni er ég viss um að öllum dettur ekki sama í hug. Margir, sem eru hrifn- ir af okkar ágætu sögum og fornöld vorri, inunu hugsa til liðna tímans og óska, að aftur rinni upp fyrir þjóðinni sardskonar líf, sem var á íslandi fyr á öldum einkum og sér í lagi frelsisöldin, þjóðveldistíminn. En er nú ástæða til þess að óska þess, að íslenzka þjóðin lifi upp aftur nokkura þá öld, sem hún er búin að lifa? Ég segi nei, og hik'laust nei. Við skulum líta stuttlega yfir sögu þjóðarinnar og athuga hin einstöku tímabil í því efni. Fyrst er laudnáms- öldin. Þeir munu nú kannske finnast hér, sem óska hennar í meira eða rainna mæli, og þeir menn geta haft töluvert til síns máls. En að óska hennar í full- um mæli, er sama og að óska að allir íslendingar flytji burt úr landinu og til Ameríku. En það er ég hræddur um að yrði hér um bil sama og að óska þess,að hin íslenzka þjóð hyrfi af j-firborði jarð- arinnar, hyrfi í sjóinn. En að hugsa til þess að þjóð sem á aðra eins sögu, aðra eins tungu, aðrar oins bókmentir, hverfi algerlega í sjóinn, það er hugsun, sem hverjum sönnum íslendingi hlýtur að finnast svo ægileg, að hann kæfir hana óðar í brjósti sér, þótt hún kj-nni 'að rísa þar upp eða vera skotið þar inn af öðrum. Þá er söguöldin, þjóðveldistíminn. Þess munu margir óska, að sú öld væri aftur runnin j-fir Island, En ég er ekki einn í þeirra tölu. Það er auðvitaðá- stæða til að óska, að ýmsir af kostum þeirrar aldar birtast á ný hjá þjóðinni, svo sem manndáðin og félagsskynsem- in og fleira af því tægi. En aðóska sér aftur þá öld, þegar mikill hluti þjóðar- innar var í áþján og þrældómi, hinir beztu menn hennar bárust á banaspjót- um, ekkert verulegt framkvæmdar- jrald var til í landínu og hnefarétturinn í rauninn var hæstirétcur og fégirnin var svo mikil, að flestu mátti fá fram- gengt með m útum og menn fyrirurðu sig ekki fyrir að bera nánustu vanda- menn, föður og sj-ni í sjóði sínum,— að óska sér aftur þá öld getur ekki komið til nokkura mála. Enginn mun óska sér aftur Sturlungaöldina, þegar eng- inn gat verið óhultur um líf og eignir og stórbokkarnir riðu bæ frá bæ og drógu mennina úr rúmunum frá kon- unum, leiddu þá út og hálshjuggu. Ka- þólsku kyrkjuöldina og einokunar og einveldisöldina þarf ekki nema að nefna til þess menn fái hálfgerða velgju. Slík- ar aidir óskar enginn eftir. Nei, sú öld, sem vér óskum hinni ísenzku þjóð, er algerlega ný öld, sem sé frábrugðin öllum hinum fj-rri, endur fæðingaröldin, gufuöld, rafmagnsöld, ný bardagaöld, þar sem menn vega með vopnum andans og þekkingarinnar, með túngu og penna, en ekki með sverð um og spjótum, öld, som kennir mönn- um að gera sér jörðina undirgefna i orðsins fj-lsta skilningi, sem kennir mönnum að nota hin miklu náttúruöfl í þjónustu mannsandans til þess að berjast á móti og vinna bug á þeim öfl- um náttúrunnar, sem eru mönnunum andstæð og standa þeim fj’rir þrifum. Og að dagsbrún af slíkri öld’sénúað renna upp yfir fjallatinda íslarids, um það er ég fullkomlega sannfærður, og um það hlýtur hver sá að vera sann- færður, sem ekki algerlega örvæntir um líf og framtið hinnar íslenzku þjóðar. Væri ég ekki sannfærður um að þessi nýja öld, nýtt Ijós, ný þekking. ný at- 'orka, ný manndáð væri í vændum, þá mundi ég taka undir með skáldinu og segja : “En megnirðu’ ei börn þín frá vondu að vara svo vesöld og ódygðir þróist þeim hjá, aftur í legið þitt forna að fara föðurland áttu og hníga í sjá”. F.g óska einskis síður, en að íslenzkt þjóðerni líði undir lok, en það segi ég satt, að ég vildi he’dur að íslenzka þjóðin dæi út, eu að hún lifði við skömm, lifði lífi, sem \ æri henni sjálfri og öðrum til skapraunarog óhamingju. En ég er alls ekki hra ddur um að til sliks þurfi að koma. Það hefir reyndar verið sagt, að landið væri “að blása upp”. Eg verð að mótmæla því að landið s j é að blása upp. Hitt er satt, að landið hefir teiið að blása upp nú í síðustu þúsuncl ár, eða þar um bil. En sá uppblástur,sem hefir átt sér stað, er engan veginn ein- göngu landinu að kenna, af náttúrunn- ar völdum, heldur miklu fremur þeim að kenna, sem ,f landinu hafa búið, handvömm þeirra að keniia. Og seyðið af þessari handvömm undanfaiandi kj-nslóða mega nútíðar synir landsins nú súpa, því fqðranna dáðlej’si er barnanna böl og bölvun í nútíðer framtíðar kvöl”. Þótt þess megi sjá mörg merki nú, að landið hafi verið að blása upp, þá er ekki rétt að gefa nútíðarsonum landsins sök á því. “Giísir gjalda, en gömul svíli valda”, segir máltækið, og það á sannarlega hér við. Það er satt að landið betir verið að blása upp. Eu ‘vorið er komið og grundirnar gróa”. Það er sannarlega vorgróður í loft'mu heimanú, bæði and- lega og verklega. En 1 essi gróður fer auðvitað mjög hægt, eins og líka er eölilegt, því jöiðin er þjökuð eftir haiðan klaKadróma langvinns votrar. Það má engan furða á því, fótt þjóðin sé ekki skörp á sprettinum eftir að hafa setið í margar aldir þjökuð af merkjum einokunar, vesaldóms og fáfræði. Það er engin furða, þó hún sé orðin hálf- blind--sumir jafnvel starblindir—eftir að hafa svo lengi í fáfræðismj’rkri, útilok- uð frá öllum verulegum framfara- straum hins mentaða heims, Það er of boð eðlilegt að líkt fari fyrir henni eins og þeim manni, sem lengi hefir setið í kolsvartri dýflissu, ímyrkvastofu. Þeg- ar hann í fj’rsta skiftið kemur aftur út í sólarljósið, þolir hann ekki birtuna, fær verk í augun og verður hálfblindur. Hann þarf langan tíma til að venjast ljósinu og verður stundum jafnvel fyr- ir, að vilja heldur hverfa inn í mj-rkva- stofuna aftur og hýrast þar, heldur en að þola þessa of birtu, sem ljós hinnar upprennandi sólar kastar á hinar veikl- uðu sjóntaugar hans. Það fer nokkuð líkt fyTÍr mörgum hjá þjóð vorri, þegar farið er að bregða hinu skínandi fram- faraljósi upp fyrir augu þeirra. Þeim súrnar sjáldurí auga. En séu þeir stöðugt vandir við að horfa í ljósið, ljós þekkingarinnar, Ijós sannleikans, þá munu sjóntaugarnar brátt taka að styrkjast og menn fara að verða betur og betur sjáandi. Og fari menn að þola ljósið og verða betur sjáandi, þá er ekki að efa gróðurinn. ísland á nógan auð fólginn í skauti sínu og í hafinu í kring um það, ef menn að eins kunna að færa sér hann í nj-t, hafa bæði vit, hug og djörfung á að beita kröftum sinum. Veit þá eng; að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista hlýða róttu, góðs að bíða”. En til þess að nokkuð verulegt verði úr gróðrinum, til þess að vorið gæti orðið að sumri, er nauðsynlegt að þeir, sem aflað hafa sór meira Ijóss, meiri þekkingar, þreytist ekki á að venja bræður sína við ljósið. Eigi ísland að ná nokkrum verulegum framförum, er nauðsynlegt að allir syuir þess, livar sem þeir eru staddir í heiminum, legg- ist á eitt til þess að reyna að bæta hag þess, Og ekki nóg með það. Þeir naega ekki halda hver í sína áttina. Þeir vei ða allir að verða nokkurnveg- inn samtaka, hafa sama áralagið. Það var einu sinni maður, er átti sjö sj’ni, sem hann kallaði fyrir sig að sottarsæng sinni. Hann fékk þeim sjö spýtur, sem voru bundnar samaníbindi og bað þá að reyna að brjóta. Þeir reyndu það hver af öðrum, en engum tókst það. Þá lej-sti gamli maðurinn spýturnar í sundur og bauð sonum sín- um að reyna nú að brjóta þær, og reyn- ist það auðgert. Þá mælti gamli mað- urinn : Ef þið, bræður, gerið með ykk- ur bandalag og haldfzt í hendur sem einri maður sem þessar spýtur, meðan þær voru bundnar saman í eittbindi, þá munuð þið sigrast á öllum örðugleikum ogenginn fá brotið ykkur á bak aftur. En verðið þið ekki sarntaka, heldur skiljið og haldið sinn í hverja áttina, þá mun fara fj’rir ykkur liktogspýtunum, eftir að þær voru aðskildar. Þessi orð gamla mannsins virðist mér ekki van- þörf á að brýna fyrir öiiuui souum hinn- ar íslenzku þjóðar. Það er alkunnugt að frá fyrstu tíð landsins og alt fram á vora daga hefir hjá hinni islenzku þjóð ríkt hinn megnasti sundrunga og ein- ræðis-andi, og að einmitt hann hefir staðið þjóðinni fyrir mestum þrifum og komið henni á kaldan klaka. Það var hann, sem gerði hina frjálsu íslenzku Þjóð að undirlægju útlends ofurvalds, og hann hefir eigirilega vorið oin af aðal- rijtum allrar ógæfu þjóðar vorrar, ver- ið hið versta átumein í þjóðfélaginu. Gæti mönnum tekizt að kveða niður þennan voðalega íslenzka draug, þá mundi margt breytast. Þá mundi rénna upp fyrir land vort sólheið framfaraöld, atorkuöld, velsældaröld, frelsisöld. Eg get því ekki endað þessi orð mín meö annari betri ósk fyrir vort ástkæra fóst- urland, en að allir synir hinnar íslenzku þjóðar, hvar sem þeir eru staddirí heim- inum, mættu allir Ieggjast á eitt sem sannir bandamenn og siðbræður til þess að vinna að heill ættjarðar vorrar — ekki í smáflokkum, hver á sinn hátt, heldur allir i einu lagi, í einingu andans og bancli friðarins. Lengi lifi vor ástkæra fósturjörð, Islands. I'.vlgjandi skýrsla sýnir hverjir un n verðlaun á íslendingadaginn : Kapphlaup. 1. Stúlkur innan 6 ára......50 yds. 1. verðl. Jóhanna Finnsdóttir. 2; Verðl. Aurora Swanson. 2. Drengir innan 6 ára... .50 “ 1. verðlaun Sigurður Bjarnason. 2. verðl. Ágúst Guðvarðarson. 3. Stúlkur 6—8 ára..........50 « 1. verðl. Jófríður Sigmundardóttir. 2, verðl. Guðný Ruuólfsdóttir. 4. Drengir 6—8 ára........50 “ 1. verðlaun Baldur Olson 2, verðl. Kr. Backman 5. Stúlkur 8—12 ára.......50 “ 1. verðl. Helga Bergþórsdóttir. 2. verðl. Anna Borgfjörð. 3. verðl. Kristín Jónsdóttir. 6. Drengir 8—-12 ára......50 “ 1. verðl. Theódór Oddson. 2. verðl. Kristján Olafsson. 3. Kristján Bergsson. 7. Stúlkur 12—16 ára.... 100 “ 1. verðl. Sigríður Hörðdal 2. verðl. Arnfriður Fríman 3. Guðbjörg Jóhannesdóttir. 8. Drengir 12—16ára....l00 “ 1. verðl. Guðbrandur Kristjánsson. 2. “ Júlíus Jóhannsson. 3. “ Guðm. Lárusson. 9. Ógiftar konur yfir 16 ára 100 “ 1. verðl. Miss G. Fríman. 2. yerðl. Miss Jóhanna Jónsd. 3. verðl. Miss Antonía Ólafsd. 4. verðl. Miss Seselja Jónsdóttir. 10. Ógiftir karlm.yfir 16 ára 150 ‘ 1. verðl. Frank Fredrickson. 2. verðl. Jóhann Jónsson. 3. verðl. S. Benson. 4. verðl. PaulOlson. 11. Giftar konur...........100 “ 1. verðl. Mrs. Sveinsson. 2. verðl. Mrs. Clemenson. 3. verðl. Mrs. Th. Johnson." 4. verðl. Mrs. G. Ólafsson. 12. Kvæntir menn...........150 “ 1. verðl. Thorður Johnson. 2. verðl. E. Gíslason. 3. Hjörtur Lárusson. 4. Ben Johnson. 13. Konur,giftar sem ógiftar 100 “ 1. verðl. Miss. G. Fríman. 2. verðl. Miss Jóhanna Jónsd. 3. verðl. Miss Ant. Ólafsdóttir. 4. verðl. Miss Seselja Jónsdóttir. 14. ‘Karlar, giftir og ógiftir 200 yds. 1. verðl. Frank Frederickson. 2. verðl. Jóhann Jónsson. 3. verðl. S. Benson. 4. verðlaun Ben Johnson. 15. Allir kvæntir menn hálf míla. 1. verðl. Thoœas Sigurður. 2. “ S. Reykjalín. 16. Allir ókvæntir menn hálf míla 1. verðl. PaulOIson. 2. verðl. S. Benson. 17. íslendingadagsnefndin 150 yds. 1. verðl. Eiríkur Gíslason. 2. verðl. Magnús Pétursson. 18. “Petato Race.” 1. verðl. Stephen Anderson. 2. verðl. W. Thorson. 0 Hjólreið. 1. Kvart míla. 1. verðl. Hans Einarsson. 2. verðl. A. Anderson. 2. Hálf míla. 1. verðl. Hans Einarsson. 2. verl. Tom. Gillies. 3. Ein míla. 1. verðl. Hans Einarsson. 2. verðl. Sigurður Guðmundsson. 4. Ein míla “handicap race.” 1. verðl. Tom. Gillies. 2. “ Kr. Backman. 3. “ Sigurður Guðmundsson. 5. Tvær inílur “handicap race” 1. verðl. Arthur Anderson. 2. verðl. Hans Einarsson. 3. verðl. Sigurður Guðmundsson. Stökk fyrir alla: 1. Hástökk. 1. verðl. Sig. Jónsson 2. verðl. W. Thorson. 2. Háetökk jafnfætis. 1. verðl. Frank Fredrickson 2. verðl. Jóh. Jónsson. 3. Langstökk. 1. verðl. B. Anderson 2. verðl. S. Jónsson. 4. Hopp-stig-stökk. t. verðl. Sig. Jónsson (37 fet 2 þuml.). 2. verðl. B. Anderson (34 fet 8 þuml.). 5. Stökk á staf. 1. verðl. St. Anderson (7 fet 2 þuml.). 2. verðl. Þorst. Baldwinsson (7 fet)’ Glímur urðu engar. Gaf sig enginn fram. Aflraun á káðli varð engin. Þar kom fram önnur hliðin, — þeir sem ætluðu að toga fj’rir ponservativa. Hinir koinu ekki fram. VEITT flÆSTU VERBLAUN A HEIMSSÝNINGUNN IÐ BEZT TILBÚNA Óblönduð vínberja Cream of Tartar Jowder. Ekkert álún, ammonia eða 9nnur óholl efni. 40 ára ”eynslu. Góð þrenning þekt í öllu Canada.—Allir hafa eitt- hvað gott að segjaum hin þrjú merku Suður-Ameríku meðul.—Álveg óyggj- andi við nýrnaveiki, gikt og tauga- veiklun. Þau bæta á fáum klukku timum. NÝRUN_ slæmir kvillar í nýrunum og blöðrunni linast á sex klukku stundum við South American Kidney Cure. Þetta meðal er framúrskarandi fyrir hvað það verkar fljótt, og linar þrautir í bakinu, nýrunum, blöðrunni og öðrum pörtum þvagfæranna, það tekur stýflur úr þvagrásinni, nærri undireins. Það læknar Brights deseace og sykursýki þegar allar pilltr og duft hafa reynzt onýt. Þar eð það er lögur sem léysir upp hin smáu sandkendu korn sem ætíð eru í blóði þeirra sem þessa sýki hafa. Hvorkf pillur nó duft geta gert þetta þar eð enginn fastur líkami getur upp- leystsí þeim. BrúkaðuS ,uth Ameriðan Kidney Cure ef þú vilt lifa lengi og njóta lífsins. GIKT—“Síðastliðið ár”, segir Wilhams Marshall frá Vardon, Ont. sem hefir búið þar í 40 ár, lá ég nærri rúmfastur af gikt um langan tíma. Ekkert gat bætt mér, og ég var loks farinn að ör- vænta um bata þegar mór var ráðlagt að reyna South American Rheumatic Cure. Fyrsti skamturinn bætti mér mikið og,næsta dag var ég kominn á fætur. Eg hefi brúkað þrjár flöskur, og er mér nú albatnað. MAGINN OG TAUGARNAR. — Mrs. Capt. Hrckley frá Owen Sound, var ein af þeim sem infiuenzan hafði heimsótt. Hún hafði ekki fyllilega náð sér, og fékk upp úr því megna taugaslekju. Allar lækningatilraunir bættu að eins um stundarsakir. Hún reyndi South American Nervine, og segist strax frá byrjun hafa fengið von um bata, svo hún hélt áfram að brúka það, og að stut-um tíma liðnum hafði hún alger- lega náð sér. Brúkaðu South Ámer- ican Nervine ef þér finst þrótturinn vera að þverra. — Fæst hjá öllum lyf- sölum. FRÉTTIR. DAGBÖK. FIMTUDAG, 30. JÚLÍ. Landkaupalögin írsku. sem verið hafa fyrir þingi Breta síðan 13. Apríl f vor er leið, voru lesin í þriðja skifti og samþykt í gær. Er nú ekki eftir nema að fá þau staðfest til þess þau öðlist lagagildi. — Moð þessum lögum er leigu liðum gert miklu lóttara fyrir að eign- ast ábýlisjarðir sínar. Að loknum flóðunum í Frazerdaln- um í British Columbia er nú skógar- eldur tekinn til að svæla upp skóg og eignir manna og hefir þegar ollað miklu tjóni. Læknafélagið brezka hefir næsta allsherjarþing sitt í Montreal, — sumar ið 1897. Næsta sumar verða þess vegna tveir þýðingarmiklir fundir haldnir í Canada, — læknafólagsfundur þessi í Montreal og fundur brezka vísindafé- lagsins í Toronto. Á Englandi og i Ameríku er nú verið að safna samskotafó til styrktar uppreistarmönnunum á Krítarey. Mikill hluti af sýningabyggingun- um í Montreal brunnu til rústa í nófrt er leið. Eiguatjón nm 8200,000. Frá Toronto kemur nú sú fregn, að erkibyskupinn í St. Boniface hafi afráð- ið að verða vægari í kröfum í skólamál- inu, Laurier á að hafa sent menn á fuud hane strax að kosningunum lokn- um og á þá að hafa gengið saman. Þess vegna kvað Laurier svo óhræddur aö segja að mál það verði útkljáð inn- an G mánaða. FÖSTUDAG, 31. JÚLÍ. Það var sagt um daginn, að popu- listar á allsherjarfundi sínum hefðu gert ser að góðu að hafa Sewafl fyrir varaforsetaefni. En þaðliefir ekki ver- ið alveg rétt. Varaforsetaefni þeirra er Thos. Watson frá Atlanta, Georgia, og þess vegna er nú Bryan að hugsa nú um að hafna fylgi populista. Hann vill að eitt gangi yfir sig og Sewall. Stórkostlegt járnbrautaslys átti sér stað í gærkveldi í grend við Atlantic City í New Jersey. Rákust þar saman lestir tvær fullar af fólki, — farþegja- lest frá Philadelphia og lest með menn á skemtiferð. Það er enn óvíst hvað margir létu lífið, en talið víst að þeir só ekki færri en 50—60. Átta ráðherrar Lauriers voru í gær kjörnir þingmenn gagnsóknarlaust. Hergögn voru tekin í gær í Tor- onto og flutt í forðabúr stjórnarinnar, af því grunur lék á að þau væru ætluð uppreistarmönnunum á Cuba. Ofsa-hiti í suður-B.ii,darikjum. í St. Louis fengu 34 menn sólsting í gær og 36 hestar fóllu dauðir á götunum. Hitinn þar vaf 108 stig ; mestur liiti er menn muna. I New York var í gær reynd ný tegund af strætavagni, sem knúður er með þrýstilofti. Tókst það ágætlega og er spáð að þrýstiloftsvagiiar verði almennir í borgiuni innan skainms. LAUGARDAG. 1. ÁGÚST. Frá Englandi koma þær fregnir og hvergi nærri í fyrsta skifti, að Victoria drottning sé um það að segja af sér, en seljasyni sínurn, prinzinum af Waleis konungsstjórnina í hendur. Ef til vill Niðurl á4, bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.