Heimskringla - 06.08.1896, Síða 4

Heimskringla - 06.08.1896, Síða 4
HEIMSKRINGLA 6. ÁGÚST 1896. Winnipeg. Það er byrjað að járnleggja Daup' hin-brautina. Mjög ódýrir hneftir kvennskór fást nú hjá E. Knight & Co. Sendibréf á skrifstofu Hkr. eiga : Mrs. Saemundur Ólafsson (yfirsetukona) E, Knight & Co. eru kátir yfir' að hafa fengið nýja steintröð fyrir framan búð sína. Mrs. B. L. Baldvinson brá sér til Nýja íslands fyrir helgina, til að sækja móður sína. Á fyrra helmingi ársins fæddust Wínnipeg 432 börn; 216 manns dóu og 175 manns kvonguðust. Hra Eggert Oliver á Gimli kom til bæjarins ásamt Mrs. Oliver fyrir ís- lendingadaginn. Sænskur prestur, Mr. Eranson að nafni, prédikar í Tjaldbúðinni á sunnu- daginn kemur, kl. 4J e. h. Hra. Sigurður Jóhannsson flutti alfarinn héðan úr bænum til Keewatin, á miðvikudaginn var. Allir sem vilja láta stækka fyrir sig myndir (með Water color) ættu að snúa sér til S, G. Northfield, Hallson, North Dakota. Mrs. G. Peterson, sem hér hefir dvalið siðan fyrir sýninguna, hélt heim- leiðis á þriðjudaginn, — til Mountain, N. Dakota. Magnús Brynjólfsson, málafærslu- maður í Cavalier, N. Dak., kom til bæj- arins fyrir Islendingadaginn. Fór heim aftur á þriðjudag. Þeir sem unnu fyrir verðlaunum á Islendingadaginn, en sem hafa ekki fengið þau enn, eru beðnir að vitja þeirra nú þegar á prentstofu Hkr. Hra. Erlendur Erlindsson frá Park River, N. Dakota, var á ferð hér í bæn- um í vikunni sem leið. Hafði brugðið sér vestur í Argylebygð. Útibú bankans af Hamilton (í Ont- ario) var stofnað hér í bænum á mánu- daginn var, — að 358 Main Str., þar sem áður var Union-bankinn. Liberalar hafa hafið mál til að gera ógildar kosningarnar i Winnipeg, Mac- donald og Marquette, og hafa lagt fram hið nauðsynlega ábyrgðarfé, — $1000. Jón ritstj. Ólafsson í Chicago kom til bæjaririns á laugardaginn var og dvaldi til fimtudags. Kringumstæður hans heima leyfðu honum ekki að tefja len'gur. Stórfeldir þrumuskúrir gengu yfir bæinn á laugardagskvöldið og aftur á sunnudagskvöldið. Ákafur hiti allan sunnudaginn, — 90 í skugga kl. 6 um kvöldið. Conservativar hafa hafið mál til að ónýta kosninguna í bæði Lisgar og Selkirk-kjördæmunum. Þeir fara og fram á að báðir hinir kjörnu þingmenn veiði sviptir möguleika til að sitja á þingi í næstu 7 ár. Sáluhjálparherstjórinn í Canada, Miss Eva Booth, — fjórða og yngsta dóttir gamla Wm. Booths, kom til bæj- arins á laugardaginn og dvaldi til mánu dags. Var það dýrðardagur fyrir ‘her- mennina’ í Winnipeg og nágrannastöð- unum. Mærin er á heimleið til Toron- to vestan frá Kyrrahafi. íslendingadagsræða Mr. W. H. Paulsons kemur í næsta blaði. Fyrirlestur um Voltaire í Unity Hall á þriðjudagskvöldið kemur. Að- gangur ekki seldur, en samskot verða tekin. Sjá auglýsingu á öðrum stað. Hra. Ólafur Ólafsson, frá Espihóli, kom til bæjarins þ. m., — þá sunnan úr Minnesota. Hann dvelur um stund hér í bænum hjá fóstursyni sínum, hra, Fred. Swanson. All-margir landar frá Selkirk komu til bæjarins fyrir íslendingadaginn. Meðal þeirra urðum vér varir við Bald- vin Helgason, Kjartan skipstjóra Stef- ánsson, Pál Magnússon, Baldvin And- erson. Dr. Valtýr Guðmundsson kom til bæjarins vestan úr Argyle á laugardag- inn var og dvaldi hér til miðviukdags. Fór hann þá af stað til Dakota og ferð- ast nokkuð um þá nýlendu, en kemur svo aftur áður en hann fer af stað heim. Á íslendingadaginn týndist í Exhi- bition Park ný sóllilíf úr dökkrauðu silki, með silfur-vír vafinn um og greift- ann í skaftið. Hver sem kynni að hafa fundið sólhlifina er beðinn að gera svo vel og gefa sig fram við ráðsmann Hkr., eða einhvern á prentstofunni. Úr bréfi úr Nýja íslandi: Gras- vöxtur er góður yfir alla nýlenduna, Þurkar miklir upp á síðkastið. Jörð þornar óðum og alt útlit fyrir að næg hey aflist, nemahvað tvísýnt er aðengi með fram vatninu (flæðiengi) verði trygt, þvivatnið stendur með hærra móti, þegar norðanátt kemur. — Afla- litið á norðurvatninu hjáþeim, sem þar eru við veiðar, að sögn þeirra sem inn hafa komið. Hra. Jens Johnson, farþegja agent Northern Pacific-brautarinnar, er hér í bænum, á Hotel Manitoba. Hann hafði hér viðdvöl síðast, er hann var með skrautbúinn vagn fullan af hveiti og öðrum afurðum lands með fram braut sinni. Jens er Norðmaður og er kumpánlegasti við íslendinga. Hann er að safna forngripum og vill kaupa þá hvar sem hann fær þá. Ef einhver vill selja eitthvað af slíkum gripum get- ur hann snúið sér til ráðsmanns Hkr. Hra, Sigurður Bárðarson kom heim aftur fyrir síðustu helgi eftir rúm legu vikudvöl i Nýja íslandi, í Víðines- bygðinni. Skildi hann þar eftir konu sina og tvö yngstu börnin til mánaðar viðstöðu. Hann iiafði ekki fyrr komið til Nýja íslands og leizt honum vel á sig, að undanteknu vegleysinu og— búnaðaraðferðinni. Þykir þörf á um- bótum í hvorttveggja. Grassprettu seg ir hann ljómandi, en flæðiengi hver- vetna ef til vill ónýtt í ár vegna þess hve Winnipegvatn stendur hátt. HAGL-ÉL mikið kom á sunnudagskvöldið 2. þ. m. og eyðilagði ógrynni af hveiti og korn- mat á ökrum í suðvestur Manitoba. Náði élið alt frá Souris austur að Elm Creek. Er oss ritað frá Glenboro að sumir missi alt sitt. I Argyle-nýlend- unni er sagt að menn komist betur af,— að élið hafi ekki náð þangað eins hræði- lega. Einn landi, hra. G. W. Simonson, tapaði um 4fl0 ekrum af h'reiti, sem hann átti í grend við Glenboro. Úr bréfi úr Álftavatnsnýlendu, dags. 24. Júlí: “Flestir eru hér byrjaðir að heyja, en óvíða er hægt að koma við vélum og verður örðugt fyrir þá sem marga gripi hafa, að slá alt sitt hey með orfi og ljá. — Það er útséð um það nú, að ekkert verður gert að rista fram svosnemma, að gagn verði að í sumar. Það er grunur minn að margir biði ekki mikið lengur eftir framskurðinum, en neyðist til að flyTtja burtu. Munu þeir þá flytja svo langt að þeir veröi ekki fram vegis komnir upp á náðir þess- arar fylkisstjórnar”. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«••••••• Sjerstakt. Vér erum svo fegnir að hata nú fengið steintriJð slétta og góða fyrir framan búð vora að vér ætlum nú að minnast þess með því að gefa öllum viðskiftavinum sem kaupa Hneppta kvennskó, sem kosta $ 1,50 Reimaðir skór fyrir kvenfólk 75c. Kvennskór, stærð 4 til 4$, fást með sérlcga góðum kjörum þar eð vér höfum nýlega kepyt mikið upplag af þeim. Karlmannaskór stærð 7 fást með sömu kjörum. KOMIÐ TIL E. KNKSHT& CO. • 351 Hain Str. Andspænis Portage Ave. Gáið að merkinu : Maður á hrafni, ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< VESTAN AF STRÖND. Frá Mariette, Wash., er oss ritað 26. Júlí : "Það er fátt sem ber til tíð- inda á þessum síðustu ogverstu tímum. Ekkert að gera. Ekki Svo mikið að menn fái að tína ‘hopsa’. Ég brá mér til Seattle fyrir þjóðhátíðardaginn og hafði mikla ánægju af, en dauflegt þótti mér, er svo margir góðkunnir landar vorn komnir burtu og austur fyrir f jöll. Heldur virðist mér dauft í borginni. Þar hafði enginn maður vinnu, — ekk- ert til að gera. Lan dar sem þar eru enn, voru flestir að búa sig í laxaveið- ar. — Merkustu fréttir þaðan, að því er löndum við kemur, er það, að hra. Guðmundur J. Borgfjörð, kjötsali í Seattle, hefir nú keypt fjórðungseign í gullnámu í Cascade-fjöllunum um 60 mílur frá Everett og 6 mílur frá Great Northernbrautinni. Náman heitirMonti Christo og gefur af sér um $35 virði af gulli úr hverju ‘ton’ af grjóti. Félagið sem á námuna hefir leyfi til að gefa út hlutabréf upp á 1 milj. dollars. — Deil- ur eru hér orðnar allharðar út af kosn- ingunum forseta, og er bágt að segja hverjir verða hlutskarpari. Silfursláttu- menn eru hér fjölda margir og i flokki þeirra margir gamlir og góðir repúblík- ar”. Yfirsetukona. Vér höfum verið beðnir að geta þess, löndum vorum í New Jersey til leiðbeiningar, að Mrs. G. Bilgrav í Perth Amboy, New Jersey, hefir nýlega lokið prófi í yfirsetukvennafræði fyrir læknafélaginu f N. J. og fékk besta vitnisburð. Hefir hún nú heimild lag- anna til að þjóna sem yfirsetukona hvar sem er í New Jersey. Mrs. Bilgrav er ættuð úr Borgarfirði og var skírð Guð- rún Þórðardóttir. Hún nam yfirsetu- kvennafræði hjá Schierbeck landlækni árið 1887 og flutti sama árið til New Jersey. — Heimili hennar er nú að 247 Smith Street, Perth Amboy, N. J. Fyrirlestur um hið fræga skáld og ritsnilling frakka VOLTAIRE, og áhrif hans á heiminn, flytur Mrs. M. J. Benedictsson. í Unity Hall Þriðjudaginn 11. þ. m. Inngangur ókeypis. Allir velkomnir. Samskota verður leitað til að borga kostnaðinn. Kennara vantar við Baldurskóla frá 1. Nóvem- ber þ. á. til 1. Maí 1897, = 5J mánuð. Umsækjendur geti þess hvort þeir hafi tekið kennarapróf, eða hafi tímabils- le'yfi, og tiltaki mánaðarlaun. Tilboð- um veitt móttaka af undirskrifuðum til 1. Október næstkomandi. Hnausa, Man., 20. Júlí 1896. O. O. Akranegs, Sec. Treas. DRENGURINN ÞINN LIFIR EKKI MÁNUÐ. Það sagði læknirinn við Mr. Gil- man Brown, 34 Mill St., South Gardner Mass. Sonur hans leið af lungnaveikl- un, sem hann fékk upp úr taugaveiki og hann eyddi þrjúhundruð sjötiu og fimm dollars til læknis, sem að lokum gafst upp á honum og sagði: “drengur- inn þinn lifir ekki einn mánuð”. Hann reyndi Dr. Kings New Discovery ogfá- einar flöskur komu honum til heilsu, svo hann gat farið að vinna eins of hver annar. Hann segist eiga heilsu sina að þakka Dr. Kings New Discove- ry, og segir það meðal hið bezta. sem til er. Flaska til reynslu fæst ókeypis í öllum lyfjabúðum. SUCáP COAVED F T • ^ t jsitl V ‘ The Greatest cf all Livcr, Stomadi ar.l BioeJ. .Meaicir.es. a £Ffct RhcumáO.cm, Qrt a.nd Ct;ron!c Cla'.r.lJ. They Cleanse :ai Purify fhe LIoo.!. All Druggists uníl Qcneral IJeaiors. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. IIALLDORSSON, Park River — N. Dak. Fréttir. Niðurl, frá 2. bl. eru meiri líkur nú en áður til þess að fregnin sé sönn, þvi kerling er gömul og lasburða orðin og þjökuð af sífeldum vina missi, sem á bezta aldri bafa lát- izt. Þetta umtal nú er bygt á því að- allega, að um daginn íbrúðkaupí Karls prinz úr Danmörku og Maud prinzessu af Wales, hafði kerling sagt að þetta mundi í síðasta sinn að hún ‘visitéraði’ í London. Við járnbrautaslysið í New Jersey í fyrrakvöld mistu 47 menn lífið og 43 særðust og limlestust svo, að þeim er helzt ekki ætlað líf. Margir fleiri meidd- ust, en komnst leiðar sinnar og eru því ekki taldir. J. í. Tarte, hinn nýi ráðherra op- inberra starfa, rekur úr þjónustu þeirr ar stjórnardeildar 130 menn, auk 150 manna, sem hann hafði rekið fyrir lok Júlímánaðar. International sósíalista þing situr í London. Meðal annars er þar krafist að bókstaflega öllum sé veitt háskóla- mentun, og krafist að þjóðirnar banni að unglingar innan 18 ára vinni lengur en svarar 24 kl.stundum á viku. Stórveldin hafa að sögn ákveðið að láta afskiftalaust alveg þrætumál og þar af leiðandi stríð Tyrkja og Krítar- manna. Bandaríkjamenn eru nú þegar farn- ir farnir að óttast silfurítana og flýja með gull sitt til Canada og leggja þar á banka. í gær tíl dæmis kom einn allar götur sunnan úr Tennessee með $40,000 í gulli sem hann lagði á banka í Toronto. ‘Mark Twain’ (Sam. L. Clemens) kom til Englands í gær eftir fyrirlestra ferð sína umhverfis hnöttinn. iKom beina leið sunnan frá Góðrarvonarhöfða Hann dvelur 6 mánuði á Englandi í þeim tilgangi að rita þar bók. MÁNUDAG 3. ÁGÚST. Stjórnmálagarpur Kínverjanna, Li Hung Chang, hefir nú lokið ferð sinni um meginland Norðurálfu og kom til London í dag. Þar dvelur hann, eða á Englandi, mánaðartíma, og heldur það- an beina leið til Washington. Tveir sænskir sjómenn, E. Harbo og G. Samuelsson, hafa lokið róðri á lítilli byttu yfir Atlantshaf, frá New York til Havre á Frakklandi. Þeir fóru frá New York 6. Júní síðastl. og lentu að Havre á sunnudaginn 2. þ. m. Frá Montreal kemur sú fregn aðút- ríkjastjóri Breta, Jos. Chamberlain, ætli sér að útvega Sir Charles Tupper lands- stjóra-embættið í Canada að loknu tíma- bili Aberdeens lávarðar. Segir sagan, að Sir Donald A. Smith hafi kunngert Laurier þetta og hann síðan telegraf- erað ráðherrum sínum fregnina sam- dægurs. — Það er langt síðan Canada- menn hafa viljað fá sinn eigin mann og borgara fyrir landstjóra. Verður því fróðlegt að sjá hvernig þessari uppá- stungu'vorður tekið. Þurkar miklir og hitar hafa gengið i Ástralíu í vor og sumar. Sem afleið- ing af vatnsleysinu er sagt að 9J milj. sauðfjár i New South Wales-héraðinu sé fallið. Þjóðskuld Bandaríkja var aukin svo nam nærri $11 milj. í síðastl. Júlí mán. Langevin etkibiskup í St. Boniface, Manitoba, heilsaði upp á Leo páfa 13. í Rómaborg í gær. Margir kaþólskir höfðingjar frá Ameriku voru þar við- staddir. ÞRIÐJUDAG, 4. ÁGÚST. Flóðlokan nýja i Bandaríkja skipa- skurðinum með fram Marjufljótinu milli Huron og Superior vatna, er full- gerð. Var vígð í gær. Verkstæðisfélög mörg í Bandaríkj- unum urðu gjaldþrota í vikunni er leið, C-VERY FAMILY SHOULD KNOW THAT Tci a vcrv romailíAblo j TERNAL and EXTEBNAL uae, and won- dfcrfulinits quiclt action to reUevo aistiess. PAIN-KILLER WÆSTíÍSík™ ÍÍJ.VrV, PAIN-KILLER hick Hrailnrhf, I'aÉn in lli« llícU «r Mlde. RlicumnllMU »n<l Nenraluia. PAIN-KILLER b'khti<í,'ínai .>ii'íí Tta It brintra speehy and pkbmanent brliep in nii caMn of ItruÍM***, iati, Mprains, 8cvero lSams, etc. PAIN-KILLER tru*t«*'l fi’irnil of tho Mcrlianir, F.irmer. Pltuiler, hnilor, andln fart all dassiu wantin" t nifdlcine alwayn »t hand, iml satr ro tiRR intoruully or extermiliy with c*.ilainty ofTelief. . .. Bewnrr of iinitotlons. T<ik« nono bnt tho P nulne "itXHUY LiAVHf." Sold evcrywhcro ; '/óc. oiB botU*. Very larife bottlc, öoc. Útfluttur varningur frá Canada nam $1214 milj. á síðastl. fjárhagsári, um 2 milj. meira en mest hefir verið áð- ur á einu ári frá því sambandsríkið varð til. Rockafeller ríki hefir látið hætta vinnu í öllum námum sínum í Michi- gan. Þar missa 7090 manns atvinnu. Nýfundnalandsmenn eru nú sagðir viljugir og áfram um að ganga í Cana- da-sambandið. Eru orðnir uppgefnir af sífeldri fjárþröng og stjórnmála vand- ræðum. Bandaríkja-herskipið ‘ Minneapolís’, sem var í Kronstadt um krýninguna i vor, er nú við strendur Englands. Her- mönnunum öllum var í gær haldin veizla á kostnað Edinborgarbæjarstjórn ar. MIÐVIKUDAG 5. ÁGÚST. Spekulanta-félag í Chicago, er gekk undir nafninu Moore Bros., varð gjald- þrota í gær. Hvað miklar eru skuldir og eignir og eignir til að mæta þeim, veit enginn enn, en þeir fólagar höfðu undir hendi $20 milj. af sínum og ann- ara eignum, í tveimur stór-félögum. Er sagt að þeir bræður hafi sjálfir tapað $4—4J milj. Fyrsta afleiðingin af þessu hruni er það að kaupmannafé- lagið: "Stock Exchange” afréði í gær að fresta fundi um óákveðinn tíma, — á meðan menn jafna aig. Öll landeign Northern Pacific-félags- ins í Washington-ríki vestra, var í gær seld við uppboð í Seattle fyrir $1 705,200. Hinn nýi forseti félagsins, Edwin W. Winter keypti altsaman. Blaðið “Standard” í London segir hæfulausa fregnina um að stjórn Breta ætli að skipa Sir Charles Tupper lands- stjóra í Canada, að embættistíma Aber- deens liðnum. Peary norðurfari situr nú fastur í ís undir Grænlandsströndum. Tyrkir eru gjaldþrota og ráðMausir með að fá sér lán. Hafa ekki borgað skrifstofu þjónum launin nú í 7 mánuði. Háskaleg hjartveiki. Læknuð með Dr. Agnows merka hjartveikis meðali. Margra mauns lífi bjargað. Hvernig Dr. Agnews Catarrah Powder hefir reynzt. Væri það ekki fyrir það, að Dr. Ag- news Cure for the Heart’ linar þraut- irnar á 30 mínútum eftir að fyrsta inn- takan er gefln, mundum vér ekki sjá svo margar sögur um að mönnum hefði batnað af því. William Lherry frá Owen Sound, Ont. segir: ‘Ég var mjög slæmur af hjartveiki og svima í 2 ár og gat stundum ekkert gert vikum saman. Eins og eðlilegt var, var mér og vinum mínum farið að þykja útlit- ið ískyggilegt, þar eð engin meðulvirt- ust gera mér gagn. Að lokum var mér komiðtil að reyna Dr. Agnews Cure for the Heart. Ég hefi ekki brúkað 5 flöskur, en hjartveikin horfinn og ég er eins hraustur eins og ég hefl nokkru sinni verið. Catarah. Eitt af því sem mælir með Dr. Ágnews maðaj er að það er aðgengi- legt. Eins og Mr W. Bennett, einn af Conseryatíva þingmönnum á sambands þingínu, sagði: ‘Þegar maður tekur það á morgnana eyðir það öllu kvefi og ónotum sem kunna að vera í höfðinu á manni. Én það læxnar ekki einung- is smá kvilla, heldur sýki sem jafnvel er búin að gera menn heyrnarlausa og suma af hinum örðugustu höfuðkvefs- kvillum hefir það upprætt. Auk Mr. George E. Casey, Hon. David Mills og Hugh H. Ross, mætti telja marga er hafa með eigin hendi gefið vitnisbarð uul þetta meðal. Fæst hjá öllum lyfsölum. Ákaft meltingarleysi. VEIKI, SEM GERIR MÖRGUM LÍFIÐ ÞUNGBÆRT. Eina ráðið er að uppræta orsakir sýk- innar. Einn af þeim, sem hefir reynsluna fyrir sér, hefir sýnt hvernig hægt er að gera það með tiltölulega litlum kostnaði. Meltingarleysi er eitt af því óvið- feldasta sem fyrir nokkurn mann getur komið. Manni finst maginn alt af full- ur og viðkvæmur eftir að hafa borðað, liversu lítið sem það er og hversu vel sem það er til búið, og jafnvel þó maður þvi sem næst fasti, er samt óþægindin meiri eða minni. Hve mikil gleði það er fyrir þá sem læknast af þessum kvilla geta menn betur ímyndað sér heldur en því verður lýst. Mrs. Thos. E. Marret frá Dunbarton, N. B., erein af þeim sem slíka sögu eiga. Mrs. Mar rett seeir, að í meir en tvö ár hafi lif sittverið tómar þjáningar. Hún borð- aði aðeins einfalda fæðu, en þrátt fyr- ir það fór henni alt af versnandi og að síðustu fór hún að finna til megnrar hjartveiki, sem var afleiðing af melting- arleysinu. Hún misti alla löngun til að borða, og varð alt af veikari og veik- ari þangað til hún varla gat gengið um húsið. Húsverk gat hún engin gert, Stundum gat hún með engu wóti komið neinu ofan í sig fyrir ógleði og stund- um fékk hún uppkastakviður, er gerðu hana ’alveg örmagna. IJún var búin að brúka ósköpin öll af meðölum án þess henni þó batnaði. Loksins las hún í blaði um Dr. Williams Pink Pills for Pale People og afréð að reyna þær. Þeg- ar hún var búin með3eða 4 öskjur fór henni mikið að batna, og þegar hún hafði brúkað upp úr 8 öskjum, segir Mrs, Warrell: ‘Eg get fullvissað þig om það, að ég er nú eins hrauet eins og ég hefi nokkurn tíma verið, og ég veit að ég á bata minn að þakka Dr. Willi- ams Pink Pills, sem hafa reynzt mér framúrskarandi’. Mrs. Marrett segir, að Pink Pills hafi einnig reynzt mann- inum sínum vel, sem þjáðist af gigt f útlimunum. Stundum bólgnuðu þeir upp og sárindin voru svo mikil að hann gat ekki sofið og sat uppi stundum allar nætur. Þegar hann sá hve gott kona hans hafði af þessum pillum, fór hann einnig að brúka þær og varð á stuttum tíma laus við gigtina og hinar þung- bæru kvalir, sem henni eru samfara. Bæði Mr. og Mrs. Marrett segja að þau muni ætíð mæla sterklega með Dr. Wil- liams Pink Pills. Pillur þessar hreinsa blóðið og styrkja taugarnar, og það er enginn sjúkdómur til sem orsakast af skemdu blóði eða veikluðum taugum, sem þær ekki lækna, ef þær eru brúk- aðar dyggilega. Ekta Pink Pills eru seldar að eins í öskjum og á umbúðun- um er með fullum stöfum: Dr. Williams Pink Pills for Pale People. Það eru til stælingar af þessu meðali með sama lit, og líkar útfits, og eru stundum seldar í tylftatali eða hundraðatali eða í öskjum með engu merki á. Neitið ætíð að taka þessar eftirstælingar, hvað sem sá segir sem reynir að koma þeim út við ykkur. PILLUR ÓKEYPIS. Sendið utanáskrift yðar til H. B- Bucklen & Co., Chicago, og fáið frá þeim sýnishorn af Dr. Kings New Life Pills. Ef þér reynið þær san>farlsI þer um ágæti þeirr'a. Þessar verka þægilega og eru hinar hoffa við ohægð- um og slæmum höfuðveik. \ íð lifrar- veiki liafa Þ»r reynzt, oyggjandi. Yér ábyrgjumst að þær séu aiveg fnar við öll' óheilnæm efnii 0I) bð eins búnar til iurtaefnuin. peer vcikja ekki líkamann, h ldur styrkj* hffaerin og halda þeim í reglu. 0LD G0LD Yirgina Flake Cut Reyktobak W. S. KIMBALL & CO. Rochester, N.Y., U.S.A. Í7®Hæstu verðlaun. ••••••••••••••••••••••••• Kosta minna en ódýrasta blýhvita. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt í sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum litum. Þú gerir málið þitt; hreint, end- ingargott og fallegt moð því að liræra sáman við það nýja Lmseed oiiu. Engin önnur olía dugar. 4 pottnr af þykku (Hammars) maii og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta mali, sem kostar að ems <81,10 fyrir hverja 4 potta. O. DALBY selur alls konar húsgögn, veggjapappír, málolín og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi í einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.