Heimskringla - 13.08.1896, Page 2
HEIMSKRINGLA 13 ÁGÚST 1896.
Heimskringla j
PU13LISHED BY
The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. •
•o eo
Verð blaðsina í Canda og Bandar.: 0
$2 um árið [fyrirfram borgað] ®
Sent til íslands [fyrirfram borgað «
af kaupendum bl. bér] $1. <&
ooe* *
Uppsögn ógild að lögnm nema &
kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •
o«*« 5
Peningar sendist í P. O. Money *
Order, Registered Letter eða Ex- •
press Money Order. Bankaávis- •
anir á aðra banka en í Winnipeg a
að eins teknar með afföllum. ^
• • •• *
EGGERTJOHANNSSON •
BDITOR. •
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER. •
• • ••
Office : J
Corner Ross Ave & Nena Str. 2
P. O. Box 305. 2
“Sjaldan er ein
bára stök”,
geta demókratar Bandaríkja sagt með
sönnu um þessar mundir. Ohamingju
þeirra ‘'verður alt að vopni” í Ar. Ut-
reið þeirra á Chicago-fundinum var í
hæsta máta ill og ástæður þeirra þar
af leiðandi slæmar, að því er snertir for
setakosningarnar og þjóðþingmanna-
kosningarnar. En svo er nú smám-
saman að koma í ljós að ástæður þeirra
heiina í héruðunum eru i engu betri.
Að minsta kosti þykir gull-demókröt-
um i Minnesota framtíðin óvænleg nú
sem stendur. Eftir undirliúning síðan
í vor komu saman í Miuneapolis kjörn-
ir fulltrúar héraðsmanna hinn 4. þ. m.
til að velja menn í ráðaneyti ríkisins—
governor, vara-governor og ráðherra,
og til þess enn fremur að tiltaka for-
seta-kjörherra. I’að kom i ljós á fund-
inurn að silfurítar yoru þar tiltölulega
eins- liðsterkir ogá Chicago-fundinuni.
Þar voru og populistar nokkrir og var
þeim vel fagviað, einkum leiðtoga þess
flokks í Miunesota, Ignatius Donneliy.
Sem við var að búast þegar svona stóðu
sakir. uröu úrslitin alt önnur, en saun-
ir demókratar æsktu og vildu. Fyrir
governor var tilnefndur hinn sænski
stjórumálamaður (þjóðþingmaður nú)
Johu Lind; vura-governor var enginn
tiltekinn og ekki lieldur dómsmála-
stjóri. Og af forseta kjörlierrum voru
tilteknir að eins 4 af 9, sem Minnesota-
naenn senda á forseta-kjörþing.
Eyðurnar sem eftir voru skildar
sýna, að silfuríta-demokratar og popu-
listar ætla að vinua saman og að popu-
listar eiga að fylla eyðurnar. En svo
er ekki þar með búið. Á fundinum var
eindregnum repúblika flokksmanni
helgað tignasta sætið, sem Minnesota
getur veitt. John Lind er repúblikan í
húð og hár og þó var enginn annar
maður riefndur til að sækja um govern-
orsembættið. Sýndi það, að fyrirfram
hafði alt verið klipt og skolið. Það
sýnist einkennilegt að sjá demókrata
og popúlista fylkja sér þannig utan um
eindregin repúblíka, en sú er ástæða til
þess, að Lind er silfuríti og andvígur
flokksmönnum sínum í því, þó í öllu
öðru sé hann þeim samþykkur.
Afleiðingín af þessu ástandi í Min-
nesota er sú, að á demókratafundinum
réðu demókratar ekki meiru en svo, að
þeir fengu tilnefnda bara tvo sina
flokksmenn í stjórn ríkisins, og fjóra af
níu forsetakjörherrum. Þetta eru rétt
dæmalausar ástæður. Að flokkarnir,
eða klofningur af demókrötum og popu-
listum ætla í þetta skifti að vinna sam-
an, virðist sumurn merki þess, að þeir
séu í aðsigi með að sameinast. En eigi
maður að dæma um mögulega einingar
sáttmála þeirra nf skiftingunni á þess-
um demókratafundi, verða þaö popu-
listar sem taka inu demókratana, en
ekki demókratar, sem renna niður pop-
ulistunum. Hvað snertir þessa fyrir-
sjáanlegu samvinnu, segir iilaðið ;GIobe
í St. Paul: “Vér hikum ekkí við nö
segja slíka samvinnu áfellisverða al-
ment talið. Ef flokkarnir hafa eina og
sömu stefnuskrá, er einn flokkur betri
en tveir. Ef þeir hafa mismunaiidi
stefnuskrá, geta þeir ekki unnið saman
nemameðþví, að báðir fórnfari ein-
hverju af meginatriðunum í stefnuskrá
sinni. Reynslan hefir sannað og fram-
tíðin mun sanna það enn, að þessi sam-
vinna er ekki til að styrkja flokkana.
Og hvað frísláttu snertir, þá er þaö
sannast, að skoðun governorsins i
Minnesota á því máli hefir engin áhrif
og að menn varðar ekki um þá skoðun
hans fremur en mann varðar um skoð-
un hans á því, hvort óskírð börn verða
eilífíega ófarsæl eða ekki”.
Herferð Jamiesons.
Það sýndi sig einu sinni enn í
fyrri viku, að dómstólarnir á Eng-
landi hopa hvorki fyrir hefð né valdi,
fremur en dauðinn, eins og Hallgrímur
Pétursson komst að orði. Þeir iiafa
lengi fgngið or!) fyrir að láta ekki leið-
ast af uokkru afii. Og það kom fram
einusinni enn í málinu gegn Dr. Ja-
mieson, er á síðastl. vetri lét leiðast til
að leggja í hernað gegn Bourunum í
Transvaal á þann hátt, að brotin voru
öll international-lög, þó ástæðu hefði
hann góða, Það má líklega með sönnu
segja, að hvert einasta mannsbarn á
hinum brezku eyjum hafi álitið Jamie-
son meiri mann fyrir tiltækið og til þess
var líka nokkur ástæða, þar sem þjóð-
skáldin, enda hirðskáld Breta, ortu
hetjuljóð út af herferðinni og dýrkuðu
Jamieson fyrir. Hér í landi liefði verið
leitun á þeim dómurum, semekki hefðu
svignað fyrir því almenna áliti, — óaf-
vitandi máské, en saint hallast að sama
hugsunarhætti og alment var ríkjandi
og endað svo með þvi að fríkenna mann
inn. En ekkert slíkt hafði áhrif á hina
brezku dómara. Þeir fundu hann sek-
ann og dæmdu hann í 15 mánaða fang.
elsi og félaga hans marga i 10—15 mán-
aða fangelsi. Ef til vill má virðast að
hegningin sé væg, en hún er miklu
þyngri enallur fjöldimanna á Englandi
væntu, því sern sagt, menn vonuðust
eftir að maðurinn yrði fríkendur. Að
hegningin í sjálfu sér er væg þegar litið
er á tilverknaðinn , mun miklu fremur
stafa af þvi en tilliti til vilja almennings
að maöurinn var í raum réttri ekkert
annað en verkfæri annara manna, sern
enn leika lausir. Ef til vill er of sagt að
segja þetta vissu, en það er þá samt
vissu næst, að Ceyil Rhov^cs formaður
hins brezka Suður-Afríku félags, og
aðrir aðaleigendur þess, voru mennirn-
ir, sem öllu réðu,—sem sekir eru.
Jamieson var vinnumaður þeirra og
hlýddi boðum þeirra í þessu sem öðru.
Það er afsökun, þó enganvegin nægi-
leg til að sýkna hann. Sem aðal-starfs-
maður félagsins vissi hann auðvitað
hvaða International-lögum hann var
lváður, og þó hann hefði ekki vitað það,
átti hann eigi að síður hegningu skilið
fyrir brot þeirra laga. Þá hegningu
hefir hann nú meðtekið, og að hún er
ekki þyngri er óefað því að þakka, að
dómararnir viðurkendu að hann var
bara verkfæri aunara manna.
En svo er stjórn Breta ekki búin að
bíta úr nálinni, hvað þetta málsnertir.
Hún hefir haft mikiö gott af Rhodes og
hamförum hans í Suður-Afríku, en svo
fer hún þá aðliafa illt af honum nú—af
þessu flani hans í vetur er leið. Hvað
mikið illt liún kann að hafa af honum
er óséð. Ein afleiðingin er Matabela-
stríðið. Það er uokkurnveginn vfst að
það er herferðinni í vetur að kenna, að
Matabelamenn gerðu uppreistina. Bóar-
arnir hafa lengi hvatt þá til ófriðar, en
alt til ]iess í vetur hugðu svertingjarnir
bolmagn Bretameira en svo, að árenni-
legt væri að fara af stað. En hrakför-
in í Transvaal færði þeim þrek og þor
og þá ímyndun. að það væri gefið að
brjóta Breta á bak aftur. Og svo er
komið eins og komið er. Ekki að eins
er það Rhodes þannig að kenna, að upp
reistin er til orðin, heldur er það einnig
honum að kenna eða félaginu, sem
hann stýrir, eða stjórnaði til skamms,
að ekki er búið að kefja þá uppreist fyr-
ir löngu síðan. I hvert skifti er Bi-etar
spurðu hvort, ekki væri þörf á llði að
heiman fengu þeir það svar, að alt
geugi vel, að Suður-Afríkufélagiö hefði
nægilegt bolmagntil að bælaniður upp-
reistina. I millitíðinni óx uppreistar-
mönnnm alt af flskur um hrygg og
fjölguðu þeir dag frá degi, þangað til
Matabelaland alt var í báli. Þá fyrst
fór Rhodes að viðurkenna vanmátt sinn
og þiggja, biðja um styrkBretastjóruar.
Áður en alt er komið í sarat lag og gró-
ið um beilt, getur þetta stríð oröið
Bretum æði kostbært, stríð sem <rr svo
augljós afleiðing af herfcrðinni tilTrans-
vaal, sem Jarnieson er kcnd.
Tlic Scientific Ame-
rican.
Blað þetta, sem í sinni röð, er eitt
hið lang-merkasta — áreiðanlegasta —
er út kemur í Ameríku er nú 50 ára gam-
alt og minnast útgefendurnir þess heið-
ursdags með mjög svo merkilegri og
fróðlegri útgáfu. Afmælisnúmer þetta
er 72 blaðsiður með um eða yfir lOOljóm
andi velgerðum myndum, og myndirnar
í "Scientific American” eru æfinlega
snildarlega gerðar. Er þessi útgáfa svo
stór, að værihún í venjulegubókarformi
mundi þar vera bók nærri 450 bls. að
stærð og full af fróðleik, — yfirlit yfir
allar tilkoinumestu uppfindningar á síð-
astliðnum 50 árum og enda lengra fram
í tímann. Moðal helztu atriðanna sem
höndlað er um í þessu blaði, má nefna:
‘‘Atlantisku gufuskipin”; sjó og strand-
varnir” (í Brndaríkjum); “járnbrautir
og járnbrauta brýr”; “Saumavélin”;
“ljósmyndagerð”; “telegraf”; “tele-
fón”; “fónograf”; “járn og stál-smíð”;
“eðhsfræði og efnafræði”; “framför í
prentvéla smið”; “reiðhjólin”; "raf-
magns-vélafræði”; ‘ 'nafntogaðir upp-
finnendur á lífi” (með myndum); “nafn-
togaðir uppfindningamenn á fyrri ár-
um” — ágætlega gerður myndaflokkur
með nöfnum manna neðanundir. Margt
fleira mætti telja, en þetta nægir til að
sýna hve efnisrík þessi útgáfa er. Þó
kostar eintakið bara 10 cents, og er sent
kaupendum kostnaðarlaust livert sem er
í Norður-Ameríku. Pantanir geta menn
sent: Munn & Co., Publishers, New
York City.
Það var ekki álitlegt að byrja á út-
gáfu vikublaðs sem eingöngu fjallaði
með uppfindingar, verklegar 1 ræðigrein-
ar, vélasmíð o. s. frv., árið 1816, þegar
Munn & Co. tókust það í fang, undir
ritstjórn Mr. Rufus Porters. Það var
líka gagn að bakhjallarnir höfðu bein í
hendi fyrst fram eftir og því afii er það
að þakka að blaðið er við lýði enn og
orðið svo ágætt í sinni röð, að ekkert
blaðí Ameríku stendur því á sporði.
Argangurinn af blaðinu kostar $3,00
og er Jieim peningum vel vaiið fyrir
hvern mann sem vill fjdgja með tíman-
um í verkfræði allri og vélasmíð, m. m.
slíku. Bæði er það að blaðið lýsir ö’Iu
þessháttar svo ljóslega sein verður með
orðuin gert og hefir að auki svo ágæt-
lega gerðar myndir af því sem það lýsir
að ljósmyndir cru engu skýrari.
Auk þess gefur blaðið út sérstakt
fylgiblað í hverri viku, fult af alskonar
myndum, með lýsingum, o. s. frv. Heit-
ir það blað “Thq Scientific American
Supplement” og var stofnað 1876. Kost-
ar $5,00 um árið í Norður-Ameríku.
Annað fylgiblað byrjaði félagið að
gefa út árið 1885, er heitir “Building
Edition Scientific American”, og lcostar
$2,50 um árið, — kemur út einu sinni á
mánuði. Eins og nafnið bendir á, höndl
ar það blað sérstaklega um bygginga-
fræði og húsasvníð. Piytur það fjölda
af uppdráttum að húsum á allri stærð í
smíðum. Er það svo c, cinilega gert alt
saman, að lipur maður _etur látiðsmíða
eftir þeim uppdráttum. og sparað sér
þannig ærna fé, sem i>uuars gengi til
bygginga-fræöinga. í i’eim tilgangi er
og það blað gefið út.
Ameríka.
Ræða W. H. Paulssonar á íslendinga-
daginn í Winnipeg 1893.
Þegar Islendingar heima flytja af
landi burt, er talað urn það á tvenns-
konar hátt. Annaðhvort er sagt, að þeir
“sigli”, ellegar að þeir fari til Ameríku.
Ef menn fara til Danmerkur eða Eng-
lands. er sagt þeir “sigli.” Nú vita
menn að þeir, sem fara til Ameríku
fijúga ekki þangað. En þeir bara ‘fara’,
fara til Atneríku, eu “sigla” ekki.
Aldrei er gerður neinn greinarmun-
ur á því, ivvort menti fara til Canada
eða Bandaríkjanna. Því er enginn
gaumur gefinn. og líklega er nokkuð al-
ment þar litið á Ameríku svo sem eius
og oitt hérað eöa sveit, ]iar sem stutt sé
á milli bæja, og þess vegna er það lika
algongt, að vnenn, ífern að heiman koma
til aö setjast aö hór í fylkinu, eru beönir
að koma bréfum til New York eða So-
attie, “úr því þair eigi ferðina.”
En þeim er það ekki láaudi, heirua
á íslandi, þó þeir í huga sínuingori þess
iítiiiii greinarmun, hvort þeir, sein
"fai a”, setjast að í Bandaríkjunum eða
Caiiiida. Okkur sjálfum, sem liiugað
ei uii; koinnir, finnst lítið til, um þanu
misniuii. Þetta er eitt land, með á-
þekkum landkostum. Þetta er ein þjóð,
úr sömu átthögum hingað komin, með
sömu kostum og löstum. Þetta eru tvö
ríki, auðvitað, með töluvert ólikri stjórn
arskipan, en þó líkri að því, að hún er í
báðum ríkjunum svo frjáls, að engar
hugmyndir um meira stjórnfrelsi hafa
enn komið fram. Þeir sem biðja um
meira stjórnfrelsi en menn fá að njóta í
þessu landi, eru að biðja um óstjórn, eða
stjórnleysi.
Islendingar hafa íiutt jöfnum hönd-
um til beggja þessara rikja. Eyrir þá,
sem íslenzkan þjóðfiokk í þessu landi,
eru bæði þessi ríki sem eitt land. Línan
sem aðskilur ríkin, er að eins toll-lína.
Þess vegna er það, að þegar við á
þessum íslenzka hátíðisdegi minnumst
á landið, sem Islendingar f álfu þessari
hafa sest að í, þá nemur ekki hugur vor
staðar við neina toll línu. Hann er á
frílislanum, eins og demantar og annar
nauðsynja-varníngur! og flýgur óhindr-
aður um alt þettaland, suðurað Mexico-
fióa og norður — ja, að minnsta kostb
til Nýja íslands.
Ég tala í dag ekki sérstaklega um
Canada, né sérsfaklega um Bandaríkin,
heldur um þetta land og þessa þjóð,
hafandi í liuga bæði ríkin og alla þjóð-
ina.
Margir ómildir dómar hafa gengið
yfir þetta land á undan gengnum öld-
um. Það hefir gengið með það eins og
öll mikilmenni sögunnar, þau hafa átt
sina mótstöðumenn. en þau hafa líka
fengið viðurkenningu fyr eða síðar.
Þannig má segja um þetta land. Um
það hefir verið illa talað, en það hefir um
leið verið að fá sína viðurkenningu. Það
hefir fengið viðurkenning fyrir, að vera
frjósamasta landið í heirai, með auðugri
náttúru en n jkkuð annað land á hnett-
inum. Það hefir fengið viðurkenningu
fyrir að hafa komið á legg göfugri þjóð,
sem strax i ungdæmi sínu hefir orðið
fyrirmynd annara þjóða, ekki einungis
að dugnaði í þraktiskum efnum, heldur
lika að göfugum hugsjónum. Þjóð þessa
lands hefir rutt nýjar andans brautir til
frelsis og mannúðar, brautir til hagsæld
ar fyrir sjálfa sig. Þetta land hefir því
fyrir löngu fengið viðurkeuningu fyrir
að vera bústaður mannfrelsis og mann-
kærleika. Móti því dirfist enginn að
mæla. Það er þess vegna heppfleg byrj-
un sér Mattíasar Jockumssonará ‘Minni
Vestulheims’: "Frelsisins fimbulstorð”.
Þetta land er líka kallað vonarinnar
land. Þjóð landsins er stórhuga og fulj
með framtíðarvonir, þó ekki rætist þær
allar. Mest gerir land þetta fj-rir börn-
in síri, sína eigin syni og dætur. En
það hefir gert óendanlega mikið fyrir
mesta fjölda annara manna. Það hefir
veriö vonarland óteljandi ínanngrúa um
víða veröld um þrjár aldir. Síðan fyrsti
flokkur Englendinga leitaði lúngað und-
an lögum, sem þeim þótti koma í bága
við trúarbrögð sín, hefir þetta iand ver-
ið það hæli, sem ínenn hafa flúið í, til
þess aö vera í friöi með skoðanir sínar
og sjá i>eim borgiö. Uui þær mundir
var Virginía best þekkta plássið í Ame-
ríku, en ekki þótti mjög fýsilegt að fara
þangað. Það átti sér stað á Englandi,
í þá daga, að sakamenn fengu að velja
um gáigan eða að fara til Virginíu, og
kusu fjölda margir gálgann.
En ég segi samt, að þetta land sé og
hafi lengi verið vonarinnar land. Þetta
land heíir lengi verið, og er þann dag í
dag, í rueðvitimd fjölda luargra n-ianna,
um heiminn víða, þeirra, sem við örðug
kjör eiga að búa.nokkurs konar viðiaga:
• sjóður, sem þeir trej’sta upp á þegar
annað þrýtur, og þó þeir aldrei grípi til
þess sjóðs, þó þeír a’.drei komi til þessa
lands, þá hefir samt meðvitundin um
þauúrræði, ef í nauðirnar ræki, gefið
mörgum manninum kjark til þess að
standa uppi i sínu lífsstríði.
Það cr gott fyrir sjómanninn aö
vita af einhverri þrauta-Iending, sem
hann getur hleypt i úr sjávarháskanum.
Ameríka hefir verið þcssi þrauta-lend-
ing fyrir marga meun, sem “koma úr
volki á mannhfsins sjó”. Margur mað-
urinn hefir lengi leitað gæfu sinnar, og
ekki fundið hana fyr en í þessu landi.
Iíafi hann ekki fundið hana hér, þá hef-
ir Iiann sagt með Kristjáni Jónssyni:
“Hún'á ekki huiina í veröldinni”. Og
þóekkiverði allir ríkir af peningum,
sem til þessa lauds koma, þá má ekki
gleyma því, að fieira er gróði en gler-
harðir peningar, þó maður auðvitað
viljt þá helzt.. Því tii sönnuuar skal ég
segja ykkur sögu, sem höfð er cftir ír-
ieudingi, er gekk í verzlunar-félagSBkap
með Skota. Irleiidingurinn sagðist hafa
lagt paiiingana lil verzlunarinnar, en
Skotinn lu-föi lagt til reynzluna, því
hann hefði verið vanur verzlun. Eftir
eitt ár loystu þeir upp íélagsskapinn.
Svo var írinn spurður að, hvernig hann
hefði staðið þegar þeir skildu. “Frem-
ur vel”, svaraði írinn. “Við stóðum
alveg eins og þegar viðbyrjuðum, nema
hvað Skotinn fór með peningana, en ég
hélt eftir reynzlunni”.
Já, það þykir fieira gróði i þessu
landi en paningar, og þó Ameríkumenn
beri mjög mikla virðingu fyrir dollurum
sínum, og jafnvel kalli þá almáttuga,
þá er það sprottið af því, að þeir skilja
svo vel gildi þeirra. Þeir vilja vinna
svo mikið, og vita að “auðurinn er afi
þeirra hluta sem gera skal”. Ameríku-
menn græða ekki peninga til þess að
læsa þá niður í liandraða, eða til þess
að leggjast á fjárdyngjur sínar. En
þeir setja sér viss takmörk til þess að
keppa að, og brúka peningana til að
koma sér þangað. Um það bera vitni
ýmsar hinar veglegu stofnanir landsins,
sem ekki eru gróða-fyrirtæki. Listir
og vísindi þessarar þjóðar sýna þetta.
Sjúkrahús og aðrar óteljandi mannúðar-
st.ofnanir sanna þetta. Háskólar þessa
lands bera vitni um hið sama. Margt
má o"g mikið segja um hina miklu skóla
um þvert og endilangt þetta land. En
það, sem skarar fram úr því öllu eru,
alþýðuskólarnir. Þegar um þá er að
ræða, þarf maður ekki að draga niður í
sér orðin. Allir játa, að í því standi
þessi þjóð fremst allra þjóða. í gegnum
þá miklu rækt, sem hér er lögð við al-
þýðu skólana, getur maður lesið karak-
ter og meginstefnu þjóðarinnar. Grund-
vallarlög og trúarjátning hennar er það
að allir séu fæddir meðsömu réttindum.
Börn auðmannsins og fátæklingsins eru
strax í byrjun sett á sama skólabekk-
inn og læra þar sömu lexíurnar. ‘ ‘Eng-
inn veit að hverju barni gagn verður”.
Tækifærin eru þar gerð svo jöfn fyrir
alla, sem nokkur stjórn getur komið við.
Upplag og hæfileikar er auðvitað mis-
jafnt, en ungmennum öllum er innrætt
þar, að tækifærunum til að komast til
vegs og sóma, til þess að verða að góð-
um og miklum manni, sé ekki úthlutað
neinum sérstökum óskabörnum né
embættismanná-sonum. Slík tækifæri
verða eign þeirra allra, sem hafa dug og
viljakraft til þess að nota þau. En þeg-
ar ungmennin finna til þessa jafnrétt-
is, þá vaknar lika hjá þeim tilfinningin
fyrir ábyrgðinni, sem því fylgir, og
samkepnin vaknar. í þessu landi er
mönnum snemma innrætt það, að þeir
eru frjálsir og beri sjálfir ábyrgð breytni
sinnar, og að meira er komið undir því,
hvernig inaður stjórnar. sér sjálfur,
heldur en því, hvernig manni er stjórn-
að af öðrum.
Marga ágætis-menn hefir þessi þjóð
átt, fræga rithöfunda og skáld, lista-
menn, vísindamenn og stjórnfræöinga.
Sumir þeirra, sem frægastir hafa oröið,
hafa alist upp við fátækt, erfiði og merit-
unarskort. Benjamin Fiankliu, sem
varð frægur vísindumaður og stjórn-
fræðingur, ólst upp við fátækt og- ýmsa
þröng og mentaðist ekki fyr en á full-
orðins árum. Abraham Lincoln ólst
n pp við öxina vestur í skógunuin í 1111-
uois, á landi föður síns, méntunarlaus
t 1 fullorðinsára. Hann var kallaður
‘ the rail splitter," þvi hann hjó skíð til
girðinga. Ilann var bláfátækur, ment-
unavlaus og á hálfgerðum hrakningi
iram yfir tvítugs aldur. Enginn kon-
uiigur hefir fylt sitt hásæti með meiri
snild.on hann skipaði forsetastól Banda-
ríkjanna.
Um pólitík landsins skal ég vera fá-
orður. Lögberg og Ileimskringla taka
af mér það ómak. En víst er það, að
marga vitra og vandaða stjórnmála-
menn hefir þetta Iwnd átt, og þó mis-
jafn sauður finnist þar í niörgu fé, og
margt þyki að, þá eru stjórnarskrár
]>cssara ríkja viturlegar og frjálslegar.
Og allir pólitiskir leiðtogar, hvort sem
kallaðir eru liberalar eða konservatívar,
repúblíkanar eða demókratar eða popú-
listar, þá viija þeirallii' hag sinnar þjóð
ar, einkum ef liann getur samrýmst
þeirra persónulega hag. Ég skal láta
mér nægja að vísa til þeirrar lýsingar,
sem Max O’Rell hefir gefið af pólitísku
flokkunum í Bandaríkjunum. Hann
segir : "Annað er fiokkur, sem er við
vöidin, og reynir að halda þeim eius
lengi og hann getur. Ilitt er flokkur,
sein er ekki við völdin, og reynir að ná
þeim eins fljótt og hann getur.”
Ameríku er viöbrugðið um heim all-
an fyrir framfaiirnar í andlegum og
verklegum efnum. Fyrir dugnað þjóð-
arinnar sem ]x:ssar ftainfarir bera vott
um. Þegar maður gætir þess, hve stutt
er síðau íhúar þessa lands fóru að org-
anísera sig oi' urðu að lögbundinni þjóð,
þá hlýtur maður að undrast. Dæmin
eru alstaðar. Sjáum jiennan hæ, sem
viö eigum heima í. Svæöið, sem hann ]
stendur á, var fyrir örfáum árum eitt
forarkviksyndi. Lítum á Canada og
sjáum framfarirnar þar síðan hún varð
brezk nýlenda. Horfum austur og vest-
ur, lítum suður og — nei, ekki norður,
fyr en Hudsonsflóabrautin er komin —
og við hljótum að undrast yfir allri fart-
inni og fegurðinni. Sjáum skólana og
verksmiðjurnar, sjáum kornakrana og
fénaðinn, sjáum borgirnar og brautirn-
ar. Já, sjáum Chioago, sem fyrir rétt-
um 25 árum var ein öskudyngja- Þetta
vitnar alt um hugdjarfa þjóð, með
krapti í kögglum.
Ameríkumenn eru hagsýnir menn
og nota vel tímanu. Benjamin Frank-
lín kom upp með það við föður sinn,
sem var bláfátækur handverksmaður,
að mjög mikinn tíma mætti spara með
þvi, að hætta að lesa borðsálm yfir síld-
inni þegar hún væri komin á borðið, en
lesa hann heldur, eitt skifti fyrir öll yfir
síldartunnunni.
Ameríkumenn beita vel öllum sín-
um vinnuöflum, en engu þó betur en
sínum “almáttuga dollar.” Og til þess,
að hafa sem mest af þessu almætti,
vilja þeir nú jafnvel fara að búa til doll-
arinn úr svo sem 50 centa virði af silfri.
Það mætir mikilli mótspyrnu af því
inargir óttast fyrir, að þeir dollarar geti
ekki orðið nema, í mesta lagi hálf-mátt-
ugir.
Ég veit að við elskum ísland ; það
er skylda okkar og úr þeirri skyldutil-
finningu vil ég ekki draga. En ég veit,
að við eigum nógu stórt hjarta til að
elska þetta land lika. Þó maður elski
eitthvað eitt, kemur það ekki í hága við
að maður elski eitthvað annað alveg
eins heitt. Okkur er kent, að við eig-
um að elska alla menn, og ef við getum
um fullnægt því boði, þá ætti okkur
ekki að vera vorkun á að elska tvö lönd
Þetta land er föðurland margra hinna
yngri af okkar fólki, og fyrir þeim þarf
ekki að hrýna elskuna til landsins, þar
sem vagga þeirra stóð. Ameríkanskt
blóð rennur í þeirra æðum. Það blóð
rennur til skyldunnar. Hinir eldri eiga
annað föðurland, en þeir hafa lent á
hrakningi. Því eitthvað bjátar á áður
en maður tekur sig upp frá ættjörðinni,
bernskustöðvunum, sem allar sælustu
endurminningarnar eru bundnar við.
Og þessir eldri hafa vitað af þrautalend-
ingunni og stýrt þangað. og munu nú
allir, með þakklæti við cjafarann, kann-
ast við, að þeir liafi náð í góða höfn.
Úr því við urðum að hrekjast frá
henni móður okkar, ættjörðinni gömlu,
þá ber okkur að elska þessa nýju fóst-
urjörð, sem liefir gengið okkur í móður-
stað. Þó vöggur okkar stæðu ekki liér,
þá búumst við við að hér verði grafir
okkar.
Við trúum þessari nýju fósturjcu’ð
fyrir okkur, fyrir allri okkar framtíð,
fyrir öllum okkar hugsjónum, óskura og
vonum. Við trúum lieuni fyrir því,
sein viðelskum mest, af öllu, fyrir börn-
unum okkar þegar við erurn dauðir.
Blessist og biómgist Ameríka !
Hinar yfirunnu þrautir
Nýrnaveiki, gig't og- melt-
ingarleysi yíirunnin af
hinum jþremur Suður-
Ameríku-meðulum.
Fljótur bati fyrir alla scm þjást.
Það sem þarf að gqra við þann sem
þjáist af nýrnaveiki er, að ná sjúkdóms
eitrinu úr líkainanum. Pillur og duft
sein oft, virðasc bæta í braðina og draga
uierin þannig á tálar, geta ekki upprætt
þessa sýki. Hinar hörðu sandkendu
agnir, sem setjast fyrir í blóðinu verða
að uppleysast, ef sýkin á fyrir alvöru að
iinast, og það eru að eins meðöl áþekk
..South American Kidney Cuie. sem geta
uert það. Mr. Michael McMu )en, al-
þektur maður í Cbesley, Ont., þjáðist
lengi af svo slæmri nýrnaveiki, að hann
hafði ekkert viðþol, og þar som önnur
meðöl gerðu honum ekkert gagn, þá
batnaði honniu undireins við South
Americari Kidney Cure. Veikindin sem
liaiin fann til fyrst eftir að hafa brúkað
meðalið rénaði bráðlega, og nú finnur
hann ekki til nokkurs meins. Það er
ekkert spursmál um hin nmkalausu á-
hrif Soutli American Rheumatic Cnre.
Þetta íneðal upprætir hina vevstn gigt
á stuttmn tíuia. Mr. Robert E. Gibson »
frá Pembioke, Ont., þjáðist óbærilega
Læknainir brendu hann og rtyndu alt
sem þeir þektu, en það ko:n að engu
gaglii- Fyrsta iuntakan af Somh Aine-
rican RbeniiiaticCure’. segir Mr. Gib-
son, ‘hnáði þrautirnar, og hálfflaska
læknaði inig’.
Taugaveiklunin sern er svo alueng i
kvonnfólki læknast tíjótt og vel með
South Anæi'ican Rorvine. Þetta mt;ð-
al he.fir beinlínis áhvif á taugarnar og
styrkir þær o.r bteiív. Mrs. M. Willi-
ains írá Fordwich, Ont., korift nlúekts
vorksmiöjueiganda í þeint l>se þjáðist
ógurlega af tauga veililnu í inörg , ár otf
U-.it út fyrir að vcra ólækmtndi. 'Ég vai’
undii' iteknis hendi í t.vö t 'l |.n jú ár, en
mér fór nlt, af versimndi. Ég lns tun hið
merkilega roeðiil Sovth Ainei ieii n Nor-
víne,. og veyndi eina, íiðsku af því ofS
batnaði tnér af því nregilega ti! ! e#s að
hvetja niig til að balda áfram, og aíleið-
ingin var sú. að áður en langt ieið var
ég orðin allieil’.