Heimskringla - 27.08.1896, Side 1
X. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 27. ÁGÚST 1896. NR. 35.
Dáin.
Húsfreyja SIGIiÚN EYFORD.
Hinum mörgu vinum og vanda-
mönnum Boga Eyfords, innflytjenda
umboðsmanns Bandaríkjastjórnar, í
Pembina, sem saman voru komnir á
fundi í Cavalier á fimtudaginn 20. Ágúst,
brá í brún er þeir fengu telegram frá
Pembina þess efnis, að Mrs. Eyford
væri látin. Hún hafði verið frísk til
þess aðfaranótt miðvikudagsins, en
um miðjan dag á fimtudag var hún liðið
lík, þrátt fyrir allar tilraunir þriggja
lækna, er yíir henni voru.
Húsfreyja Sigrún Eyford var norð-
lenzk (skagfirsk?) að ætt, dóttir Jóhann-
esar Péturssonar, sem einu sinni hafði á
hendi póstflutning milli Akureyrar og
Reykjavíkur, en sem nú býr góðu búi í
Minnesota-bygð Islendinga, i Lincoln
County.
Mrs. Eyford var rúmlega þrítug að
aldri, er hún lézt. Hún var gift Mr.
Eyford fyrir 10—12 árum síðan. Hafði
þeim hjónum orðið 5 barna auðið og eru
3 þeirra á lífi, 2 stúlkur og einn dreng-
ur, hið yngsta innan eins árs gamalt,—
en tvö eru dáin, annað þeirra, efnileg-
ur drengur á 4. ári, lézt í síðastl. Júlí
mánúði. — Um undanfarin tima hafði
Mrs. E.yford verið heilsulasin, en þó
ekki svo, að vinir hennar hefðu ástæðu
til að óttast um hana. Harmafregn
þessi kom þeim því öllum á óvart og
þeir eru fjölmargir, vinir hennar og
Boga, í hinum ýmsu bygðum íslend-
inga, sem nú sakna vinar í stað og
syrgja með eiginmanni hennar, sem nú
■ hefir beðið svo óbætanlegt tjón, við frá-
íall ástríkrar eiginkonu og móðir.
Líkið var flutt til Eyford og grafið
þar í grafreit Eyford-fjölskyidunnar.
Átti su sorgar-athöfn að fara fram á
föstudaginn 21. Ágúst.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
MIÐVIKUDAG, 19. ÁGÚ8T.
Gull-demókratar héldu annan stór-
fundinn í Madison gquare Garden í
New York í gær. Var efnt til fundar-
ins i þeim tilgangi að sannii demókrat-
ar keemu þar fram og sýndu sína hlið á
gjáldeyrismálinu, af því Bryan kveðst
einnig vera demókrati, þó hann í gjald-
eyrismálinu prédiki alt annað en demó-
kratar vilja heyra. Hon. W. B. Co-
chran var aðal-ræðumaðurinn.
Gullnámur eru nýfundnar á ýms-
um stöðum í Andesfjöllunum í Perú í
Suður-Ameríku.
Sambandsþing Canada kemur sam-
an í dag, en ekki til annars en að kjósa
forseta í neðri deild. Þingið verður
ekki sett formlega fyrri en á morgun.
Á stórstúkuþingi ‘Independent Ord-
er of Eorester ’ í Ontario, sem stendur
yfir í Ottawa, var í gær samþykt, að
skifta Ontario-stórstúkunni f þrjá jafna
hluti, í þyí ekyni að rýra stórstúku-
Þingkostnað. Tala félagsmanna í On-
itario er um -30,000.
Ársþing lögfræðingafélagsins í Banda
ríkjunum var sett í dag í Saratoga, N.
Y. Þangað hefir aldrei fyrri safnast
saman annar eins lögfr æðingaflokkur
Og aldrei á annan stað á ársfund félags-
ins. Segulaflið sein dregur þá er for-
seti hæstaréttardómaranna á Englandi,
Russell lávarðui, sem Þar á að flytja
ræðu um ‘International sáttarétt’.
FIMTUDAG, 20. ÁGÚST.
Hon. James David Edgar, þing-
maður fyrir Vestur-Ontario-kjördæmið,
VKITT
HJ5STU VBRDI.AUN A HEIMSSÝNINQUNN
DR
B4NN6
POHDfR
IÐ BEZT TILBÚNA
ÓblÖnduð vínberja Cream of Tartar
Jowder. Ekkert álún, ammonia eða
Snnur óholl efni.
40 ára reynslu.
var í gær kjörinn þingsforseti í fuU-
trúadeild sambandsþingsins.
Hon. W. D. Balfour, fylkisritari
Ontariostjórnarinnar, lézt í gær í Tor-
onto, eftir langa legu, 45 ára gamall.
Nafnkunnur kompónisti og fræði-
maður, Fred. W. N. Crouch, lézt í gær
í Baltimore, 83 ára gamaU.
Hveitiflutningsskip lagði út frá Chi-
cago austur um stórvötn með 207,000
bush. af hveiti fyrir farm. Eitt skip
hefir aldrei fyrri flutt eins mikið hveiti
eftir stórvötnunum.
Gull-demókratar í Ohio vinna að
því af alefli, en í pukri, að sá flokkur
gangi til víga með McKinley, en and-
æfi af öllum kröftum tilrauninni að
etja út 3. forsetaefninu.
Á kappsiglingu framundan Wight-
liólma við England rákust í gær saman
tvær jaktir, og beið eigandi annarar
jaktarinnar bana af. Jaktirnar voru
‘Meteor’, eign Þýzkalandskeisara, og
‘Isolde’, eign baróns M, C. von Zedt-
witz frá Dresden á Þýzkalands, sem
þar beiðbana.
Einkennileg veiki í nautgripum er
komin upp í IUinois. Aðallega er veik-
in innifalin í því, að gripirnir verða
augnveikir og missa innan skamms
sjónina. Veikin er sóttnæm, eða svo
virðist vera. Dýralæknar þekkjaekki
þessa veiki.
FÖSTUDAG, 21. ÁGÚST.
Norðurfaraskip Nansens, ‘Fram’,
ær komið til mannabygða. Náði á mið-
vikudagskvöld til Noregs og í gær til
bæjarins Tromsö. Skipverjum öllum
liður vel. Skipstjóri Sverdrup kom á
suðurleiðinni við á Danaey á Spitzberg-
en, þar sem Andreé loftfari sat yfir
kugg sínum. Var það 14. Ágúst að
þeir fundust og hafði Andreé þá verið
alráðinn í að hætta við loftförina í sum
ar, af því úti var um miðnætur sól-
skin eftir miðjan Ágúst. Vindurinn
hafði alt af verið norðanstæður og þe^s
vegna ekki tilhugsandi að leggja upp.—
2,185 faðma dýpi fann Sverdrup mest í
norðurhafinn.
Sambandsþing Oanada var sett í
gær, eins og til stóð. Ávarpið til þings-
ins var stutt [ og gaf þingmönnum til
kynna, jað þeir þyrftu ekki annað að
gera, en samþykkja fjárlögin, sem ekki
urðu afgreidd á síðasta þingi. — f ræð-
unni var og gefið í skyn, að þegar þing-
ið kæmi saman næsta vetur, yrði skóla
málið útkljáð.
Á Labrador og enda Nýfundnalandi
horfir tii hallæris vegna þess, að fiski-
veiðar .hafa gersamlega brugðizt í
sumar.
Aðalból silfuríta í forsetasókninni
verður í Sherman-hótelbyggingunni í
Chicago. — Senator J. K. Jones frá
Arkansas l-ieiir verið kjörinn yfirhers-
höfðingi allra silfuríta, til þess eftir
kosningar.
Ótal fregnir gjósa nú upp um það á
hverjum sólarhring, að skólamálið sé
utkljáð, þó ekki verði samningar birtir
að svo stöddu. Greenway hefir telegraf-
eraði til Winnipeg, að sér sé það alveg
ókunnugt.
LAUGARDAG, 22. ÁGÚST.
Laxniðursuða í British Columbia
verður meiri í sumar en nokkru sinni
áður. Niðursuðufélögin geta ekki veitt
móttöku öllum laxinum sem býðst. Þó
sjóða þau niður lax upp á fullar $3
milj.
Verzlun Canadamanna við útlönd
í síðastl, Júlímánuði var $2£ milj. meiri
en í sama mán. í fyrra.
Sambandsþing Canada sat að vinnu
réttar 40 mínútur í gær.
Tveir erindrekar auðmanna á Eng-
lundi komu til New York í gær. Ætla
þeir að ferðast um Bandaríkin og Ca-
nada í þeim tilgangi, að skoða járn-
brautir og ef til vill kaupa, ef eitthvað
af Þeim sem nú eru gjaldþrota eru fá-
anlegar fyrir lítið verð. Báðir eru hátt-
standandi starfsmenn London & North-
western járnbr.fél. á Englandi.
Sir David L. Macpherson, sambands-
þingssenator í Canada, léztl6.þ. m. á
skipinu ‘Labrador’á leiðinni heim til
sín frá Englandi, 78 ára gamall.
Senator John Palmer í Chicago, er
mikið hefir verið talað um sem forseta-
efni gull-demókrata, helflur því fram,
að á Indianapolis-fundinum (2. Sept.)
verði engir menn kjörnir til að sækja
gegn McKinley.
Félag í St. Paul, Minn., ráðgerir
að byggja rafmagnsbraut þaðan til
Superior, — útjaðra bæjarins eins við
Duluth,
Tolltekjur sambandsstjórnarinnar
voru $58,216 meiri í síðastl. Júlímán.,
en á sama mánuði í fyrra.
MÁNUDAG, 24. ÁGÚST.
Fregn frá London til blaðsins
‘World' í New York segir. að Edward
Blake hafi verið boðin staða sem einn af
dómurunum f dómsmáladeild leyndar-
ráðsins brezka, en að hann hafi hafnað
þvf, af því hann álíti sér skylt að vinna
að stjórnmálum íra. Aðrir segja að
einlæglega eins og Canadastjórn hafi
viljað fá hann f þessa stöðu framyfir
alla aðra menn í Canada, liafi hún ekki
boðið honum hana fyrir þá gildu og
góðu ástæðu, að hann geti ekki tekið
þá stöðu, að hana geti enginn fengið
nema hann einhverntíma áður hafi ver-
ið dómari. Á allsherjarfundi Ira í Dub-
lin í Sept, næstk. er talað um að Blake
verði kjörinn formaður stjórnmála*
flokks Ira, sem á þeim fundi á að sam-
eina í eina heild, þó útlitið að undan-
förnu sé ekki þesslegt að það sé gerlegt.
Sýningabyggingarnar flestar, auk
fjölda af íbúðarhúsum í nágrenninu,
brann til kaldra kola í Buffalo, N. Y., á
laugardagskvöldið. Eignatjón um $|
milj.
Hon. H. J. Macdonald hefir verið
að ferðast um Ontario um undanfarna
viku og tala gegn Laurier-stjórninni á
pólitiskum fundum. Hefir honum hver
vetna verið mikillega fagnað og mikill
rómur gerður að ræðum hans.
Skeyti frá Suður-Afrfku segir, að
Cecil Rhodes hafi unnið Matabelamenn
til að leggja niður vopnin, með þvf að
ganga í greipur þairra einsamall og
vopnlaus. Er nú sagt að uppreist sú
sé nú á enda kljáð.
Til London er komin fregn þess efn
is, að fornfræðingarnir, frá Bandaríkj-
um flestir, sem í fyrra fóru í rannsókn-
arferð til Babylon-rústanna, hafi fund-
ið steintöflur letraðar, er sýni og sanni
að 7000 árum fyrir Krists daga hafi Ba-
bylonarmenn kunnað leturgerð auk
annara lista.
Dýrðardagar miklir verða í St. Paul
og Minneapolis alla næstu viku (31.
Ágúst til 5. September). Iðnaðarsýn-
ing ríkisins stendur þá yfir og þar verða
einnig háð ársþing hermanna félagsins:
‘Grand Aamy of the Repúblic’, og árs-
þing leynifélagsins ‘Knights af Pythi-
as’.
ÞRIÐJUDAG, 25. ÁGÚST.
Spán,rerjar eru byrjaðir að senda
hermenn til Cuba, — sendu flota af stað
á laugardaginn var, en gekk stirðlega,
því auglýsingum hafði verið dreift um
borgina, þar sem skorað var á menn að
fara hvergi, hvorki með góðu eða illu.
Jafnframt var skorað á Spánverja i
heild sinni að gera uppreist í ríkinu.'svo
stjórnin gæti ekki sent hermennina. —
Nokkurskonar uppreist er komin á fót
gegn Spánverjum á Philippineeyjunum
eystra. Samsæri eftir samsæri gegn
stjórninni verður þar uppvíst.
Friðþjófur Nansen hefir verið beð-
inn að mæta á fundi brezKa vísindafé-
lagsins, sem settur verður 16. Septem-
ber næstk. í Liverpool og skýra frá
norðurferð sinni.
Dr. Stephen H. Emmens í New York
fullyrðir að hann sé búinn að uppgötva
hina liuldu en lengi þráðu list, að um-
hverfa silfri í gull, og kveðst innan-
skamms vona að koma upp vinnustof-
’im þar sem að því verði unnið ein-
göngu. Um fjórðungur efnisins segir
hann glatist í breytingunni, en samt
gefur dollars virði í Isilfri $13,25 virði í
gulli eftir verði gullsins nú.—Þessifrétt
er seld með innkaupsverði!
Russell lávarður, dómaraforseti
Breta, kom til Ottawa í dag og dvelur
þar nokkra daga ; er gestur hjá Aber-
deen landstjóra.
Foringjar verkmannafélaga eru að
vinna að allsherjar samtökum í öllum
helztu löndum Evrópu og í allri Ame-
ríku, til að gera samdægurs vinnustöðv
un meðal uppskipunarinanna á öllum
helztu ’höfnum .
Andreó norðurfari kom til Tromsö í
Noregi í gær. Er hættur við loftsigl-
inguna þangað til næsta vor.
Hinir nýju eigendur Northern Pa-
cific-félagsins taka við stjórn brautar-
innar 1. Sept. næstk.
MIÐVIKUDAG 26. ÁGÚST.
Kjörþing voru í gær háð í tveim stöð-
urn eystra, til að kjósa tvo af meðráða-
mönnum Lauriers. Þeir sem sóttu fram
sem ráðherrar voru þeir Wm. Patterson
í North Grey, Ont., og A. G. Blair £
Queens-Sunbury í New Brunswick. Báð-
ir náðu kjöri; með 413 og 604 atkv.mun.
Dalton McCarthy sagði af sér í gær,
sem þingmaður fyrir Brandon-kjördæmi
i Manitoba. Er það ætlað Sifton dóms-
málastjóra sem innanríkisstjóra Lauri-
ers ?
$50 milj. hjónaband. í gær voru
þau H. P, Whitnv og Gertrude Vander-
bilt gefin saman í hjónaband. Eftir því
sem næst verður komist hafa þau eitt-
hvað $50 milj. tíl að byrja búsk ap með.
20. Júlí var Peary norðurfari kom-
inn nyrðst á Labrador. ís hafði verið
með mesta móti um þær slóðir og er
ráðið af þvi, að honum gangi ekki vel
ferðin er norðar dregur.
Rússakeisari lagði af stað í gær í
skemtiferð sína um Evrópu. Fer fyrst
til Vínar.
Dakota-pistlar.
Ritstj. Hkr. brá sér snöggva ferð
suður í íslendinga-bygðina í Dakota i
vikunni sem leið. Var honum að venju
vel tekið og að venju leizt honum vel á
bygðina. I heild sinni er uppskera
skamt á veg komin, sem eðlilega orsak-
ast af votviðrunum í vor er leið og þar
af leiðanði því, að svo ómunalega seint
varð sáð. Yfirleitt er uppskera heldur
rýr, — mjög svo í samanburði við upp-
skeruna í fyrra, enda tæplega sanngjarnt
að bera venjulega uppskeru saman við
uppskeru i makalausn velti ári, eins og
því í fyrra.
íbúðarhús Sigfúsar Ólafssonar,
bónda á sandhæðunum, suðaustur af
Hallson-pósthúsi, brann, að sögn til
kaldra kola, á sunnudags morguninn 16
þ, m. Sagt var að litlu sem engu hefði
verið bjargað af innanhús-munum.
Ú tnefninga-fundur.
Á fimtudaginn 20. þ. m. héldu de-
mókratar í Pembina County úfnefn-
ingafund sinn í Cavalier og mættu þar
81 erindrekar héraðsmanna. I County-
sókninni höfðu demókratar og populist-
ar komið sér saman um að vinna sam-
an, og sjá um að engir umsækéndur
þeirra flokka yrðu í vali, aðrir en þeir,
sem kvaddir yrðu.til sóknar á þessum
útnefningafundi. í því skyni höfðu
einnig populistar fund í Cavalier sama
daginn, til þess að samþykkja að fylgja
aðvígum þeim demókrötum, sem til-
nefndir yrðu á demókrata-fundinum
og skuldbinda sig til að etja engum út
til kapps við þá. Slíkt hið sama skuld-
bundu demókratar sig til að gera, á sín-
um fundi.
Ágreiningur varð ekki um neina
menn í kjöri, að undanteknum County-
dómara. Hvernig þeim ágreiningi var
varið vitum vér ekki greinilega, en af
því ágreiningur varð, var úrslitum í því
máli frestað til 14. Sept., en vissir menn
kjörnir til að útkljá það mál.
Að undanteknum dómara-störfunum
er starf State-Attorny vanda mest og
efst að virðingum. States Attorney er
sem sé fulltrúi hins opinbera, þ. e. Da-
kota ríkis, til að sækja öll glæþamál og
önnur slík, sem sótt eru á kostnað rik-
isins í héraðinu. Jafnframt er State
Attorney æðstur lögsögumaður og ráð-
gjafi county-stjórnarinnar og allra ann-
ara stjórna í countyinu. Til að sækja
um þessa eftirsóknarverðu stöðu var
tilnefndur landi vor, Marjnús Brynjólfs-
son, málaflutningsmaður í Cavalier.
1 kjöri eru þessir demókratar:
J. M. Chisholm í Hamilton, sem
skrásetjari skjala og sölusamninga í
Pembina County.
H. T. Coleman, Cavalier, sem skóla-
umsjónarmaður.
Tliomas Guinan, Canton, sem rík-
isþingmaður frá 2. kjördeild.
George Taylor, Bathgate, sem með-
ráðamaður í héraðsstjórninni frá 3.
kjördeild.
Popúlistar og óháðir menn í kjöri
eru:
F. J. Farrow, Cavalier, sem sheriff
í Pembina County.
Fr. A. Hart, Pembina, sem Clerk
of Court.
W. Douglass, Lincoln, sem féhirðir
héraðsins.
Donald Thomson, Elora, sem reikn
ingayfirskoðari countísins.
JohnHeller, Hallson, sem rikis-
þingmaður frá 2. kjördeild.
Dr. Suter, Crystal, sem líkskoðun-
armaður.
F. Ebert, Cavalier, [sem mælinga-
maður countísins.
Friðdómarar fjórir og fjórir lög-
regluþjónar voru og kvaddir' til sóknar
og fengu populistar og hinir óháðu að
tiltaka þá alla.
Fundurinn var hinn friðsamlegasti
Stóð yfir frá kl. 2. e. h. til kl. rúmlega
6 um kvöldið.
Frá löndum.
TINDASTÓLL, ALTA., 8. ÁGÚST ’96
Héðan er fátt að frétta. Tíðin á
næstl. vori frá því seint í Maí var mjög
þurr, svo varla kom skúr ’yfir allan
Júnímánuð. I Júlímán, framanaf féll
talsvert regn, er bætti mikið úr undan-
farandi þurkum, en um miðjan mánuð-
inn kom nokkurt næturfrost, sem stór-
kostlega skemdi alt sáðverk, svo upp-
skeruhorfur eru mjög slæmar víðast í
þessari bygð. Hitar hafa verið ákafir
áþessu sumri, stundum kringum 100
stig á Farenh., sem er sjaldgæft hér. —
Grasvöxtur er hér í bezta lagi yfir alt,
svo fengist hagstæðtíð, eru likur til að
bændur heyi ágætlega, en því miður er
ekki gott útlit með tíðina ; alla þessa
viku hefir rignt á hverjum degi meira
og minna og útlit fyrir framhald á
sama. Alment var byrjað að heyja
kringum 25. Júlí, en einstöku voru byrj
aðir nokkru áður. — Heilsufar alment
gott, og líðun manna bærileg.
Islendingadagurinn varhaldinn hér
25. Júlí. Af því enn er ekki búið að á-
kveða neinn vissan dag fyrir alla Vest-
ur-Islendinga, þótti mönnum hér á
litlu standa hver dagur tekinn var til
hátíðarhaldsins. Samt þykir mér mjög
líklegt að framvegis verði hér íslend-
ingadagur 27. Júni, sem er landnáms-
dagur bygðarinnar, þangað til búið er
koma sér saman um einn og sama dag
fyrir alla Vestur-íslendinga.
Hátíðarhaldið fór fram á landi hra.
Jóns Benediktssonar, nálægt smjör- og
ostagerðarhúsi bygðarinnar. Samkom-
an var ágætlega sótt; flestalt fólk
bygðarinnar auk nokkura enskra. For-
seti dagsins var Mr. C. Christinson.
Skemtanir vovu : Ræður og söngur.
Mr. J. M. Jónsson spilaði á orgel og
stýrði söngnum. Fyrstvar sungið tví-
raddað: Eldgamla Isafold. Þar næst
setti forseti samkomunameð stuttri vel
viðeigandi ræðu.
Ræður og kvæði.
Island. Ræða: Jónas J. Húnford.
Kvæði: Jón Úlafsson;
Vestur-Isl. Ræða: C. Christinson;
Kvæði: St. G. Stephanson;
Alberta. Ræða: Sigurður Jónsson;
Kvæði: St. G. Stephanson;
Minni kv. Ræða: J. J. Húnford;
Kvæði: Matt., Jochumson.
Næst var haft til skemtunar :
Kapphlaup, stökk, egg-‘race’, kapp-
reið, aflraun :á kaðli o. s. frv.
Verðlaun voru veitt þeim er framúr
sköruðu, en hve mikil eða hverjir þau
hrepptu, er mér ekki kunnugt. Dans
um kvöldið og nóttina til kl. 12.
Allir voru glaðirog kátir, því veður
var gott og sátt og samlyndi rikti hver-
vetna. Sérstaklega skemti unga fólkið
• sér vel bæði með fimleikum og dans.
Mér þócti að eins eitt á vanta skemtun
samkomunnar, nefnilega það, að minn
kæri nágranni, skáldið okkar St. G.
Stephanson, var nú fjarstaddur; hefir
hann unnið við landmælingu síðan í
Maí norður og í kringum Edmonton,
og óvíst hvort hann kemur fyrr en
haust. Tveir aðrir voru nýkomnir
þaðan, Mr. Th. Guðmundsson og S.
Magnússon, sem líka hafa verið við
landmælingu síðan í vor.
J. J. H.
Eftir Sunnanfaia.
Jón rektor Hjaltalín frá Möðruvöll-
um dvelur hér í borginni í sumar sér til
heilsubótar. Hefir orðið að láta gera
hættulegan skurð á sér, er þó tókstvel,
og er hann nú á góðum batavegi.
Flensborgarkennararnir báðir, Jón
Þórarinsson og Jóhannes Sigfússon,
dvelja etlendis í sumar. Sömuleiðis
Morten Hansen barnaskólastjóri úr
Reykjavík.
Kaþólskir ætla nú að fara að herða
sig á íslandi. VTilja líklega ekki vera
minni en hjálpvæðisherinn. Frá þeim
stafa hin iniklu og ágætu samskot til
holdsveikisspitalastofnunar á fslandi.
Kaþólsknr piestur hefir verið í Reykja-
vík nú hið síöasta ár, og nú með Lauru
fór þangað kaþólskur aðstoðarprestur
séra Max Osterhammel. Með því skipi
fór og móðir Ephrem, ervera skal prí-
órissa í Reykjavíkurklaustri, enn frem-
ur systir Jústína, systir Clemence og
systir Thekla. Kvað meðal annars
eiga að stofna kaþólskan skóla í
Reykjavík. Það er þó einhver myndar
skapur á þessu, og því spáum vér, að
meira gagn standi íslendingum af at-
höfnum slilí'a kaþólskra manna en
stofnun hjálpræðishersins, þó aldrei
nema prestaskólakennararnir sjálör
(lektorinn, piltar mínir!) lýsi því ifir
að Jesus Maríuson, vor frelsara, er pínd-
ur var upp á þann heilaga kross, mundi
heldur hafa viljað hlusta á halelújáin
og skrípalætin hjá hernum en fyrirlestr-
anaáPrestaskólanum. Það mega vera
dáindisfallegir fyrirlestrar! Katholskir
koma nú til íslanda með líknandi hend-
ur og hina prúðustu kirkusiði, en hjálp-
ræðisherinn kemur þar í nafni drottins
með tvær hendur tómar, kvabb og
skrípalæti. Hjalpræðisherinn er eitt af
því, sem mönnum á íslandi kann að
að þykja gott af því það er útlent, þó að
það geti ekki komið að neinu haldi á
íslandi, þar sem liagar alt öðruvísi til
en víðast hvar annarstaðar.
Próf i heimspeki tóku í Júní við há-
skólan: Páll Bjarnason ágætiseink.,
Björn Bjarnason, Páll Sæmundsson,
Sigurður Eggerz, Jón Sveinbjörnsson,
og Karl Einarson, allir með fyrstu ein-
kunn.
Botnvörpurnar. Hans hátign Dana-
konungur hvað nú haíi gefið lögbrjót-
unum, sem sektaðir hafa verið í ár fyrir
botnvörpuveiðar í landhelgi við ísland,
upp allar sakir og sektir. Hinum, sem
brotið hafa lögin við Jótlandsstrendur,
er ekkert uppgefið af sektunum. Annað-
hvort er nú, að dönsku stjórninni þykir
minna skifta þótt brotin sé lög á ís-
lendingum en Dönum, eða, séu nú
brotin jafn stór, þá er henni ósárara um
fé landssjóðs íslands en ríkissjóðsins.
Islands-fréttir.
Eftir Stefni.
Akureyri, 31. Júlí 1896.
Tíðarfar vætusamt að öðru hverju,
en góðir þurkar á milli, svo töður
manna hafa eigi hrakizt. 20. gerði
kuldahret og gránaði þá ofan i mið fjöll
en stóð stutt.
Grasspretta almennt tæplega i með-
allagi, en útengi mun víða ekki full-
sprottið.
Lifrarafli á þilskipum töluverður í
siðustu ferðum, þó er ísinn alt af öðru
hverju hákarlaveiðinni til fyrirstöðu á
hinum nyrðri miðum.
Beituleysi fyrir þorsk hefir lengst
af verið mikið á Eyjafirði í alt sumar,
og því fiskast langt um minna en ella
myndi hafa orðið. Viðkvæðið er því
nú: “Upp með íshúsin”.
Hval rak eða var róinn í land á Ás-
búðum á Skaga (fullar 20 álnir).
----»>« »»------
Eftir Þjóðólfi.
Biáðabyrg'ðarsamningur í
botnvörpumálinu
hefir komizt á milli landshöfðingjans af
annari hálfu og George L. Atkinson yf-
irráðanda ensku skólaflotadeildarinnar,
er hér hefir dvalið um tíma, af hinni,
þess efnis, “að brezkum botnvörpuskip
um skuli frjálst að koma inn á og nota
hverja höfn á íslandi frá 10. Júlí 1896
hér á ströndinni og frá 25. Júlí 1896 á
austurströndinni og að nota siglinga-
leiðina milli Vestmannaeyja og lslands
og milli Reykjaness og fuglaskerja, svo
framarlega, sem þeir hafa botnvörpur
sínar i búlka og ekki búnar til fiski-
Niðurl. á 4. bls.
Sigur lœknisfræðinnar
Hjartveiki og langvarandi
kvef læknast undireins við
Dr. Agnews dásamlegu lyf.
‘Ég reyndi Dr. Agnews Cure for the
Heart og fékk undireins bata. Eg hefi
tekið 4 fiöskur og finn nú ekkert til
hjartveikinnar og vona það, að yfiríýs-
ing þessi leiði aðra sem þjást eins og ég
þjáðist, til þess að 'reyna þetta ágæta
meðal’. Þannig skrifar i homas Petry
frá Aylmer í Quebec. Er það auðveít
mjög að sanna vitnisburði þá sem til-
færðir eru fyrir þessu dásamlega lyfi
hinnar nýju læknisfræði. Þúsundir
manna hafa reynt ágæti þess, er höfðu
verið í lækna höndum árum saman, og
höfðu enga von um bata. Ef að það
sem hið síðasta úrræði, er nú svona
hjálpsamlegt, hvaða þjáningar gætu
menn þá ekki sparað sér, ef að menn
reyndu Agnews Heart Cure þegar menn
fyrst. findu til veiklunar fyrir hjartanu.
KVEF. ‘Eg þættist ekki gera
skyldu rnína, ef ég mælti ekki með Dr.
I Agnews Catarrhal Powder við hvern og
einn’, segir George Lewis frá Shiunokin,
Pa , þvi að það er ætlan min að 80—90
j af hverjum 100, sem þetta kemur fyrir,
eru meira eða minna þjáðir af þessari
varasömu og hættulegu veiki. Það er
að eins til oin einasta viss og óhult
lækningaaðferð: Dr. Agnews Catarrhal
Powder. Enginn kvilli er svo lítilfjör-
legur að menn megi vanrækja að fá
lækning a honum, ekkert sjúkdómstil-
felli er svo ákaft eöa rótgró;ð, að það
ekki fidlkomlega læknist; ekkert annað
meðal hefir reynzt jafn ágætlega. ekk-
ert annað meðal fengið annað eins og
jafn verðskuldað lof. og ekkert annað
meðal er til, sem læknar hafamælt eins
fram með sem þetta. Sjúkdómur þinn
er ekki ólækuandi, ef að hægt er að rá
í Dr. Agnews Catarrhal Cure.