Heimskringla - 03.09.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.09.1896, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA SEPT 3 1896. Heimskringla PUBLISHED BY The IleimskrÍDgla Prtg. k PuM. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: 82 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] 8 1. • ••• TJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með aSöllum. • • •• EGGERT JOHANNSSON BDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINBSS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Kox 305. Yinnumannaeklan. Hvernig sem ]á því stendur finst ■Xögbergi sjálfsagt að vér höfum í grein vorri ‘Vinnumannaeklan’ verið að drótta ! því að Manitobastjórninni, að hún vildi taka brauðið frá munni þurftugra fylk- Isbúa og gefa það austanmönnum. Það segir gamall málsháttur, að ‘sök bíti sekan’. Má vera að hann komi hér heim. Þegar vér rituðum þá grein vakti ekkert slíkt fyrir oss, heldur það eitt, að þetta er orðin reglan, en sem oss finst viðsjárverð, að fylkisstjórnin járnbrautarfélagið og atvinnuumboðs- mennirnir vinna saman að því f byrjun ■uppskerunnar, að raka austanmönnum saman hér vestra án tillits tilþess hvort brýn þörf er á þeim eða ekki. En það kom oss ekki í hug þá, að- fylkisstjórn- in ynni sinn hluta þessa verks í illri meiningu—i því skyni að taka brauð frá mönnum hér. En úr þvf Lögberg tók þannig í strenginn, þá eru satt sagt töluverðar lfkur fengnar fyrfr áð svo sé, að stjórnin sé að ávinna Isér hylfi C. P. R. félagsins með því að hjálpa til að útyega því farþegja sem það annars fengi ekki. Þett má vel vera. Vér skulum ekkert þrátta um það. Sannleikurinn er undir öllum kringumstæðum þessi, að stjórnin á -sinn þátt, og hann stóran, í þ.ví, að C. P. R. félagið geturdyngt mönnum vest- ur hingað með loforðum um vinnu. Blaðið bendir á að menn hér, sem vilja fá uppskeruvinnu, hafi ekki gefið sig fram. Það er sakleysisleg setning, en við hvern, eða hvar, áttu menn eða eiga menn að gefa sig fram ? Frá því er ekki skýrt, en þar einmitt er mergur málsins. Vér segjum nú, það sem vér ekki sögðum um daginn, þó oss dytti það í hug, að fylkisstjórnin er vitaverð fyrir það að gefa mönnum hér búsett- um ekki tækifæri til að gefa sig fram, áður en farið er að leita eftir mönnum eystra. Það sýnist enginn hlutur auð- veldari en að auglýsa atvinnuboðið í þeim hlutum fylkisins, þar sem korn- yrkja er ekki stunduð, svo sem hálfum mánuði áður, en biðja skal um menn eystra, og segja þar frá hvar nánari upplýsingar fáist, ef menn gefi sig fram fyrir ákveðin dag. Það mætti enda senda slíkar auglýsingar þangað jafn- framt og sendar eru spumingarnar í kornyrkjuhéruðin um það, hvað marga menn þurfi þangað. En þetta er ekki gert og enginn viss staður, svo alipenn- ingi sé kunnugt, þar sem menn geti gefið sig fram, er þeir bióða sig til upp- skeruvinnu. Blaðið segir enn fremur, í ósköpun- um að skella allri skuldinni á járnbraut- arfélagið, að þessir sérstöku mannflutn- ingarsé kölluð ‘Farmers Excursion’. En það er ekki rétt. ‘Farmers Excur- sions’ eru þegar fyrir æði tíma afstaðn- ar. Félagið kallar þessiu mannflutn- inga “Harvest Laborers Excursions,” eða skemtiferðir til þess að taka þátt í uppskerustörfum hér vestra. í sama blaði er Lögberg að reyna að sanna, að Hkr. hafi sagt ósatt um úrslit kosninganna að því er snertir at- kvæðafjölda flokkanna. Vizku sina í því efni hefir það eftir Montreal ‘Witn- ess’. Vér höfum séð greinar um þetta efni í ‘Witness’ oftar en einusinni, en aldrei munum vér eftir að hafa séð þær tölur sem Lögberg með svörtu letri seg- ir að tákni fleirtölu atkv. hinna ‘liber- ölu’, þ. e. 68,000. Vér höfum séð það, að ‘Witness’ fellur sá sannleiki illa, að Laurier-stjómin er minnihluta stjórn í raun og sannleikaog vill gjarnan breiða ofan yfir það. En aldrei hefir því kom- ið í hug að segja ósannan framburð þess manns, er færði í eina heild tölu atkvæðanna. Það leyfir ‘Witness’ ser ekki að gera á meðan gamli Dougall er á lifi og hefir nokkuð að segja. Hann er of mikill sómamaður til þess, þó hann sé of stækur flokksmaður. Ef blaðið þá viðurkendi rétta tölu atkv., sem hvorum flokki voru helguð, þá er og augsýnilegt að þýðingariaust var að segja fleirtöluna 68,000, en 64,699 mátti segja hana í nauðum, með því að telja alla aðra en viðurkenda conservatíva fylgismenn ‘lberala’, og það gerði ‘Wit- ness’ í vandræðum sinum og þá koma tölurnar þannig út: Atkv. ‘liberala’ alls 397,194 “ allra aukaflokka 80,511 Samtals 477,705 Þar frá dregin atkv. conservatíva 413,006 Verða eftir 64,699 Með þessu móti rubbar ‘Witness’ og ‘góðir menn aðrir fleiri’ upp heil mikla fleirtölu atkv. fyrir ‘liberala,— með því að helga sér alla ‘óháða’ menn: patróna, McCarthy-íta og ‘óháða con- cervatíva’. Tíminn leiðir í ljós hvert traust verður fylgi allra þeirra. En víst er það nýtt og þá sjálfsagt ekta *li- beralt’, að ein stjórn helgar sér í upp- hafi og að öllu óreyndu fylgi allra þeirra manna, sem í sókninni hafa talið sig óháða. Þannig er þessi ‘stóri sannleikur’ ‘liberaia’, þegar hann er gaumgæfilega skoðaður, og áþekkur þessu er allur sannleikur þess flokks á öllum ársins tímum, — álitleg bóla, en sem verður að engu ef við hana er komið. Uppskeian. Miðsumarsuppskeruskýrsla fylkis- stjórnarinnar er nú út komin og er á- ætlunin, að korntegunda uppskera í ár verði samtals 39,267,958 bush., á móti meir en 63 milj. bush. í fyrra. Sundurliðuð er áætlunin þannig : Hveiti verður slegið á 999,598 ekrum og er ætlað er á 18.57 bush. af ekru hverri að meðaltali yfir alt, fylkið; gefur það 18,565,198 bush. Hafrar verða slegnir á 442,445 ekr- um. Meðaluppskera áætluð 37.5 af ekru er gerir 16,683,222 bush. Bygg verður slegið á 127,885 ekr- um. Meðaluppskera áætluð 29.9 af ekru, er gerir samtals 3,696,460 bush. Allar aðrar korntegundir—flax rúgur ertur—verða slegnar á 24,558 ekrum, og er áætluð uppskera samtals 373,078 bush. Meðaluppskera af hör er áætluð 14.2, af rúgi 20.4, ertum 20.5 bush. af ekrunni. Ekratal hveitis er hér talið miklu minna en það sem sáð var í i vor og ber tvent til þess, að tölunum ber ekki sam- an. Fyrst það, að í vor er leið var í vandræðunum til reynslu sáð í 164,725 óplægðar ekrur.þ. e., sáð meðal stanga- stofnanna sem stóðu frá því í haust er leið. En sú varð raunin með hveiti- sprettu þar, að meir en helmingurinn varð ónýtur, eðtt svo ónýtur, að bænd- ur sáu kostnaðarminst að plægja þá akra í sumar, eins og ef ekki hefði verið sáð í þá. Þar skakkar því um 90,000 ekrur. Svo eyðilagði haglið uppskeru á fleiri stöðum í fylkinu i sumar en nokkru sinni áður og á meira svæði i hverju sérstöku héraði. Hvað margar ekrur haglið eyðilagði er ekki ákveðið, en áætlað er að tjónið svari 1—2 milj. bush. Þetta tvent orsakar það að ekra talinu undir hveiti nú ber ekki saman við það í vor. I sumar hafa verið plægðar að nýju 82,710 ekrur af .landi og 361,610 ekrur voru plægðar, sem hvíldar voru í fyrra. Nú þegar eru því tilbúnar fyrir sán- ingu næsta vor 444,320 ekrur. Bezt spratt hveiti í þeirri jörð, sem hvíld hafði verið í fyrra. eða þá plægð í fyrsta skifti í fyrra. — Hveitið er víða ryðgað, sumstaðar bæði stöngin og ax- ið, þar sem því var sáð mikið seinna en venjulegt er. Upp á spurningu stjórnarinnar á- hrærandi vinnumanna þörf, kom það svar, að þörf væri á 2700. En eftir að þau svör voru rituð geysuðu skæðustu haglélin og ollu mestu tjóninu. Stjórn- in gerði ráð fyrir að í þeim héruðum er haglið geysaði yfir, mundu svo og svo margir þurfa að fá vinnu hjá öðrum i stað þess að fá aðra til að vinna hjá sér. Þess vegna áleit hún sennilegast að nóg væri að segja þörf á 2000 vinnu- mönnum og það var gert. Og þeir menn allir íengust vandræðalaust eystra og komu til Winnipeg 20. f. m. í sambandi við þetta má geta þess, að um síðustu helgi var áætlað að búið væri að slá um 80% af hveiti og 40—50% af öðrum korntegundum að meðaltali í öllu fylkinu. Þresking byrjaði sum- staðar snemma í fyrri viku og í viku- lokin síðustu var víða verið að þreskja, —úr drílunum allstaðar, því litið ef nokkuð var þá búið að stakka.— Fyrsta vagnhlass af hveiti var sent af stað til útflutiWngs 26. Ágúst og síðan hefir hveitiflutningur aukizt á hverjum degi, þó ekki kveði mikið að honum enn, því bændur hafa of mikið að gera við upp- skeru enn þá, til þess að gefa sér tóm til að flytja hveiti til markaðar. Það gera þeir einir enn, sem búa rétt við vagnstöðvar og sem eitthvað eru búnir að þreskja. Heyafli er sagður með langmesta og bezta móti hvervetna i fylkinu. Minni íslands. [Ræða lierra J. J. Húnfjörð á fs- lendingadaginn í Alberta 1896]. Heiðruðu tilheyrendur, kæru land- ar og löndur ! Með hjartað fult af innilegustu til- finningum og blíðum endurminningum horfinnar tíðar, en höfuðið tómt eins og vant er, kem ég nú fram á ræðupall- inn á þessum vorum hátíðis- og fagnað- ardegi. Verkefni það, sem mérer feng- ið til meðferðar i dag, er svo umfangs- mikið, að mér finst ég nærri verða að engu gagnvart því. Það er oss svo harla mikilvægt, svo innilega hugð- næmt, að minnast Islands, vorrar kæru fósturjarðar norður við heimsskaut, að oss getur hreint ekki staðið á sama hvernig við gerum það. Það sem fyrst verður í huga ’mín- um, þegar ég minnist á vort kæra fóst- urfrón, er náttúrufegurð þess. Andi minn svifur til æskudaga minna. Kom- ið með mér, kæru syskini, í anda, heim til smalans í fjajlshlíðinni, sem skreytt er allskonar urtum og blómum, þar sem lækirnir falla niður óðfluga, eins og mannsæfin, sækjandi allir að einu og sama takmarki; hverfum þaðan upp á brúnina við dalsbotninn og lítum þaðan yfir fjörðinn og sjóinn utar frá, þar sem fiskibátarnir hlaðnir leggja að landi, einn eftir annan. Litumst enn um á blíðum sumarmorgni; þykk þoka breið- ir sig yfir dali og firði, en upp úr henni risa hjallar og himingnæfandi hnjúkar, uppljómaðir af dýrðarskini árdags sól- arinnar, en sjórinn sýnist taka miðjar hlíðar í fjöllunum, unz þokunni léttir smámsaman af, og vér sjáum spegilfagr an sjóinn í firðinum <•; árnar í dölun- um, sjáum skrúðgræn túnin fram með hlíðinni; þá heyruin við smalana hóa og búsmalanu renna skáhalt götur sín- ar heim að kvíunum. Förum svo um fjöll og afréttir um hásumar daga, og hvað ber þá fyrir augu vor ? í fjarska gnæfa við hinii snævi þöktu jökultind- ar, en niður frá þeim aflíðandi hjallar, unz undirlendið tekur við; grösugir hálsar og hæðir, dalir og dældir, með ám og stöðuvötnum stórum og smáum. Á þessu svæði er fagurt að litast um, þar sem afréttapeningurinn hundruðum saman breiðir sig yfir heiðarnar og vel- ur sér hið bezta af haglendinu. Eg er viss um að fáir af oss geta með köldu blóði virt fyrir sér þessar og ótal fleiri myndir frá ættjörðu vorri, hver klett- urinn, hóllinn, hvammurinn, lautin og lækurinn á i hjarta voru sína sögu, sína æskuminning.minningar gleði og hrygð ar, en allar hjartfólgnar og allir vér, eigum óþrjótandi safn af þessum minn- ingum. Ég veit vel að sumir af oss, hafa átt við basl og andstreymi að búa heima. Eg veit að margir af Vestur- íslendingum voru þar hraktir og hrjáð- ir, af óblíðu náttúrunnar, rangsleitni mannanna og mótbyri hamingjunnar, en ég þori samt að fullyrða að enginn er sá, að ekki eigi þó endurminningar um yndis og unaðarstundir frá fóstur- jörðinni gömlu. Já, vér elskum ísa- foldu”, meir en vér getum elskað nokk- urt annað land; vér elskum hana þeirri elsku, sem góð börn elska móður sína ; góð börn geta ekki elskað neina aðra konu, eins og móður sína; vér getum ekki elskað neitt annað land eins og ís- land, því vér erum börn þess, en einsk- is annars lands. Af þessari ástæðu, sem ég nú tók fram unnum vér gamla Islandi meir en nokkrum öðrum bletti á hnettinum og svo auðvitað af hinni, að þar stóðu vöggur vorar, hinna eldri; þar grær bernskulíf vort saman yið náttúru þess, hún var það fyrsta, ei hreif vor barna- hjörtu, og gróðursettu hjá oss þær minningar, sem vara um aldur og æfi. Að visu getur maður ekki búizt við, að vor yngri kynslóð, sem annaðtveggja kom í reifum frá gamla landinu, eða er hér innfædd, minnist með sömu til- finningum ættjarðarinnar og vér hin- ir eldri, en samt býzt ég við að hjá henni hreyfi sér virðing og elska fyrir ættjörðu sinni. Saga þjóðar vorrar sýnir ljóslega, að hún hefir átt tvö mjög ólik tímabil, sýnir, að hún hefir átt sína gullöld, en eigi síður þrældóms- Qg kúgunaröld. Gullöld ættjarðar vorrar má óhætt nefna hin fyrstu 400 ár eftir að land- nám hófst. Þá dafnaði dáð og dreng- skapur forfeðra vorra undir frjálsri lýðstjórn, þá var frelsi og frægð mark- mið þjóðarinnar, enda fleygði þá hin- um kynstóra norræna þjóðflokki hrað- fara áfram á manndóms- og menninga- stigi. Þeir, eins og einn af vor- um mestu-skáldum segir : “jukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt”. Slík var gullöld ættjarðar vorrar. Næstu 500 árin, eða frá því seint á 13. öldinni fram um siðastl. aldamót mega með sönnu teljast kúgunar og þrældómsaldir Isl. — Eptir að landið kom undir konungsvald, tók ástand þess sorglegum breytingum. Land og þjóð var færð í harðstjórnar og kúgun- arhlekki, ekki að eins af konungs vald- inu heldur einnig af klerkavaldinu; enda hnignaði þá þjóðinni stórkostlega; manndáð, frelsi og frægð, sem áður var þjóðarinnar einkenni,hvarf nú að mestu Hin útlenda stjórn, sem hvorki þekkti landshagi né þörf þjóðarinnar, eða skeytti velferð hennar að neinu leyti, færði landsmenn i hlekki ánauðar i and- legu og likamlegu tilliti. Umboðsmenn hinnar dönsku stjórnar, sem bæði voru ranglátir og fégjarnir, skeyttu engu frekar en féfletta landið, en bæla niður allar sjálfstæðis- og frelishvatir þjóðar- innar; enginn sem var nokkursvirði gat verið óhultur um líf sitt og eignir; því alt var hripsað sem nokkur slægur þótti í, annað hvort af ranglátum eða sam- viskulausum ráðsmönnum konungs, eða þá af byskupum og klerkum þeirra, sem hreint ekki létu sitt eftirliggja, að auðga sig í nafni kyrkjunnar, ensem þá að mikluleyti féll i konungseign á önd- verðum dögum siðabótarinnar, enda var þá auðmagni landsins sópað í burtu, svo miklu fé, að eigi var unt tilupphæð- ar að reikna; svo miklum auði, aðhefðu Danir átt að endurgjalda þá skuld, mundi þeim hafa legið við vergangi; ofan á alt þetta bættist, að hver plágan á fætur annari æddi ylir landið; svarti dauði nál. 1350; stóra plágan 1494—95 og stórabólan 1706, sem kvistaði þjóð- ina niður unnvörpum; aukaþessa dundi harðæri yfir landið af átökum elds og ísa og þó gátu öll þessi öfl ekki eyðilagt hina fámennu, fætæku, en þrekmiklu þjóð. Nei, hún átti enn að sjá sælli daga; að vísu var stjórnarbót sú, sem gefin var nú fyrir hálfum þriðja tug ára mjög ófullkomin og takmörkuð og full- nægir i engan stað þörfum þjóðarinnar, en þó verður ekki annað sagt en með henni hafi margt breytzt til batnaðar, á vorri kæru fósturjörðu; þrátt fyrir mörg hundruð ára þjáningar og ör- kumsl, getur nú vort kæra gamla ís- land verið stolt af því, aðveraeinaland- ið í heimi, sem engar ríkisskuldir hehr, en hefir sparað nálægt 2 millíónir króna, auk þess, sem það hefir lagt fram til likamlegra og andlegra þrifa ógrynni fjár. Aldrei siðan á gullöldinni hefir framtíð íslands verið einsbjört sem nú; það einmitt eykur gleði vora i dag að “ísland á sér endurreisnar von”. Eða er það ekki gleðilegt, að engin þjóð á hnettinum — ég segi það hátt og ófeira- inn — getur talið jafnmarga andans at- gervismenn í samanburði við fólkstölu sína, eins og vér íslendingar getum á þessum degi. Eg trúi þvi fullkomlega, ég treysti þvi, ég vona það, að blessuð gamla Fjallkonan eigi enn fagra frelsis- og’ framfaratið fyrir höndum ; að manndáð og menntir, frægð og frami falli henni í skaut, svo synir hennar geti staðið framarlega, jafnfætis beztu sonum ann- ara þjóða. Kæra Island, land feðra vorra, héðan úr fjarlægðinni sendum vér, börn þín, hlýja andanskveðju heim til þín. í dag óskum vér bræðrum yorum og systrum, öllum Austur-Islendingum hamingju og lieilla ; óskum þeim af al- hug styrks og sigurs í frelsis- og fram- farabaráttu sinni. Lifi og þróist, blómgist og blessist framtíð gamla íslands; lifi vort kæra feðrafrón, lifi vor elskaða ættþjóð, “eins og hún nú lifir í ást vorri og endur- minningu. Lifi gamla ísland í ljjóma frelsis og framfsra um þúsundir ára! Hvað er það, sem uni- tarar halda fram? Rev. P. B. Forbush, yfirumsjónar- maður Unitarafélags í Ameríku, flutti tölu þessa fyrir unitarfélagi Islendinga í Winnipeg eigi alls fyrir löngu. Kvaðst hann fyrst eigi tala sem sá er vald hefði, því að eftir félagsskip- un Unitara hefði enginn maður rétt til að valdbjóða öðrum skoðanir sinar, en 40 ára reynsla sín hefði gert sig kunn- ugan því, hverju Unitarar alment trúa. Nú á dögum hirða Unitarar lítið am deilur; þeir kjósa heldur að skýra hreint og beint eigin hugsanir sinar, en að ráðast á trú annara flokka. Heim- urinn vill nú ógjarna hlusta á það, sem menn ekki trúa. En ef að þú trnir einhverju af allri þinni sál og skýrir frá því með hjartnæmum hrífandi orðum, þá verða menn fúsir að hlusta og gefa því gaum, Hin besta aðferð að uppræta villuna er sú, að kenna meiri og göfugri sannleika. Af þessu kemur það, að vér ráðumst ekki á hinnar gömlu kenningar en reynum að setja fram göfugri hug- myndir um guð og manninn, sem þekk- ing áiinnar 19», aldar hefir gert oss mögu- legt að öðlftst. Það sem nútíðftrmennirnir fremur öllu öðru treysta á er það, að heimur þessi gangi eftir vissum lögum og öflum, sem eftir eðli sínu séu með öllu óbreyt- anlega. Hin eilífa spekin gengur stöð- ugt og óbreytanlega áfram án þess að líta til hægri eða vinstri. Náttúrulögin eru hin sömu i gær og i dag og að eilífu. Af þessu leiðir að nútiðarmennirnir finna kraftaverkunum hvergi stað. Öfl þau, sem tengja heiminn saman, fara aldrei að brjóta sín eigin lög, þau eru ekki ein í dag og önnur á morgun. Hvað sem fyrir kemur, það skeður samkvæmt þessum lögum, þessum lögum, sem stað- ið hafa frá eilífð. Hvort heldur það er að laufið fellur af trénu, eða heimar skapast,hvort heldur það er að fuglinn lifnar í egginu, eða, að flutt er ræða, sem fjallræða Krists, þá er það alt einn hluti af þessari afarstóru heild, heims- stjórninni eða gangi heimsins. Það er alt jafn náttúrlegt eða jafn yfirnátt- úrlegt. Því að með allrl trú vorri á algildi lögmálsins og reglunnar, þá getum vér aldrei gleymt því, að" lögmál er ekki hlutur eða afl. Lögmál er hvorki meira né minna en hinn reglufulli máti, sem aflið verkar eftir. Qg fyrir sjónum vorum er aflið, sem alsstaðar opinberar sig í heiminum og heLdur honum saman, guð, liin ótakmarkaða og .eilifa upp- spretta allra hluta. Alt afl er guðs afl, alt líf er guðs fif. Það er afl hans, sem lætur grasblaðið springa út, skýin ber- ast um loftið, sólirnarhinar miklu ganga eftir brautum sinum. Það er hans afl, iem veldur ástarljómanum í augum 'ianna, og hugsunuinum og tilfinning- aiim í heila og hjarta mannsins. ÖIl amrás heimsins, £rá hinni frumlegu -Idþoku, til stórvirkja andans og sið- iei ðisins er máti sá, er guð opinberar si■' á í alheiminum. Vér sjáum guð alls s’aðar, í öllum hlutuBtt. Aflið sem op- i 11 bet ar sig i alheiminum er hið eilífa i.il; andi mánnsinser hinn guðdómlegi andi; hinn allsstaðarnálægi, sístarfandi guð er vor eilífii faðir. Vér lifum fyrir það að hugsun hftns lífgaði oss, fj'rir ást hans á oss er líf vort fult af guði, fyrir það finnst oss heimurinn fagur, fyrir það getum vér glaðst og hugsað og elskað. Þessi hinn heilífi elskulegi guð, í hverjum og fyrir hvern vér lifum og sem lifír i oss og með oss er hið fyrsta skilyrði allra hluta. Þessi hugmynd setur alla Muti í samband við guð og gerir hið óbreyttasta líf guðdómlegt. Þegar nú guð er þannig “alt í öllu” eins og Páll postuli segir, þá getum vér ekki hugsað oss mann öðruvísi en guðs- barn. Það er hinn sami eilífi andi, sem hefir opinberað sig i allridásemd og dýrð alheimsins, sem á sínum eigin tima iklæddist manninum og framleiddi hann sem hið göfugasta allra sinna verka. Maðurinn er guðs æðsta opinberun í tima og rúmi. í honum kenlst andinn á sina hseðstu tröppu. Líf mannsins er guðs líf eins sannarlega eins og lif blóms ins eða trésins. En hjá manninum er það á hærra stigi, hefir meira í sér af hiuni eilífu hugsun og ást. Maðurinn gerði sig ekki sjálfur, heldur gerði guð hann. Maðurinn skóp ekki og hefir ekki ábyrgð fyrir ástæðum þeim, sem giltu við komu hans í heiminn. Hinn eilífi faðir bjó það alt undir og þegar alt var tilbúið, þá kom maðuriim á jörðina á guðs tíma og vegum. Og einlægt síð- an hefir hann lifað og þroskast eftir ráð- stöfun guðs. Stundum fellur oss ekki hvernig lífið mannkynsins hefir gengið, en vér megum ekki gleyma því að það er aðferð guðs að menta mannkynið, að það er aðferð hans til að efla þroskun hugans til að þekkja og hjartans til að elska og tilbiðja hann. Og fyrst að það eru guðs vegir, þá hlýtur það að vera best þó að oss stundum kunni að finn- ast það ófullkomið. Ef að menn hugsa öðruvísi, þá ásaka raeun hina eilifu ást og speki. Sem guðsbarn ætti maðurinn að komast við og gleðjast í guði sínum ei- lífa föður. Hér kemur til trúarleg hugs- an, tilfinning og tilbeiðsla. Þegar mað- urinn verður sér meðvitandi guðs, þeg- ar hann finnur til hins eilífa lífsins sem í honum býr og hann er partur af, þá hlýtur það að vekja huga hans og gera hann glaðan. Og þessi hugsun um hinn eilífa og þessi gleði í guði, og lífi því, sem hann gefur, er tilbeiðsla, hvort heldur hún kemur fram i söng sálma.eða í bæn eða þögn sálarinnar. Sumir segja: “Ef að guð er svo góður, að hann er fúsari á að gefa en vér að biðja, hvað þurfum vér þá með bæn eða tilbeiðslu ?” Þörfin er í oss sjálfum en liggur ekki hjá guði. Ef að í hjörtum vorum er nokkur kærleiki eða blíða, þá getum vér ekki látið vera að dást að þessu dásamlega lífi, að þessum eilifa kærleik. Vér erum ekki verðir þess að kallast börn, ef að vér ekki þýð- umst þessa yfirgnæfanlegu blessum því- liks föður. Vér getum ekki annað, vér fyllumst aðdáunar, vér fyllumst gleði, vér syngjum vora gleðisöngva, vér flytjum honum þakkir vorar. Og svo biðjum vér um styrk til þess að sigra alla erviðleika, til þess að bera byrðar vorar, og setjum oss þannig í samband við hin andlegu öfl og opnum þannig hlið himnanna, svo að til vor geti streymt geislar hins guðdómlega iífs og , ljóss. Sumir kunna að segja: “Bænin : getur ekki breytt gangi eða reglu al- lieimsins og sökum þess er hún gagns- laus.” En þó að bænin breyti ekki lög- máli alheimsins getur það þá ekki verið að bænin sé einn hluti af niðurröðun eða lögmáli heimsins og að hin eilifa regla sé ekki fullkomin fyrri en vér í alvöru biðjum um það, sem vér andlega þurf- um. Vinna eður starf breytir ekki reglu allieimsins, en án vinnu getum vér ekki brauð fengið. Þær blessanir eru vissu- lega til, sem hinn almáttugi guð getur ekki veitt öðrum en þeim, sem biðja þeirra alvartega; ekki fyrir það, að hann sé nísku-r, lieldur fyrir það að þeir einir geta öðlast þær, sem biðja. Ljósið get- ur að eins komið inn um óbirgða glugga. Hin æðsta andlega blessun getur að eins komið til þeirra sem leita, ef þeir megi öðkst hana. En hvað um Krist? Hann er hin hreinasta og göíugasta íbúð anda guðs, sem verandi er i öllum mannlegum sál- um. Hann er hið fullkomnasta blóm mannkynsins. Mannky/iið á sér marga blómatima í eina . stefnu og aðra, en Kristur sýnir þeirra guðdómlegu hlið. Hann er merkisberi þess, sem er sjald- gæfast og helgast, hins kærleiksfulla og blíða og trúartega. Hann er hrein- astur, sannastur, óbreyttastur mann- anna sona og i sér felur hann meira en nokkur annar hinn eilífa takmarka- lausa hreinleika, sannleika og ein- feldni. Og af því að þetta bjó svo fylli- lega í honum, þá varð hann hinn mikli spámaður heimsins og trúarhöfundur. Barn var hann Jóseps og Maríu eftir holdinu, en þó var hann sonur guðs fyrir íbúð andans, og hina sönnu sonar- legu tign veitir hann hverjum, sem á líkan hátt helgsr sig þjónustu guðs og velferð manna. f biblíunni e» oss sagt frá göfugum lifsferli ýmsra manna, frá miklum verk- um og guðdómlegum kenningum og gjörir það hana hina dýrmætustu af öll- um söfnum trúbragðarita heimsins. Er hún innblásin? Já, sem alt hið mesta og besta i manntegu lífi er innblásið, af hinum eina og sama anda, sem rennur i gegnum alt, sem kemur göfugast í ljós í hinum hreinustu og helgustu sálum. Helgir menn töluðu sem væru þeir hrifnir af andanum á umliðnum tímum. rétt eins og þeir tala í dag og orð þeirra og verk, þá sem nú, voru guðs helgasta opinberan. Er hún óskeikanjega ? Nei, því að hún er mannaverk, og getum vér rakið byrjun hennar og vöxt, og er hún háð ófullkomnun höfundanna. Þó að höfundur sá sé innblásinn, sem segir frá einhverjum miklum manni, þá er hann þó fullur af fordómum, missýni og skammsýni aldar sinnar, og frásögn hans á ordum og gerðum sinnar eigin eða annarar aldar, þá getum vér ómögu lega tekið hann sem óskeikanlegan. En þó hlýt ég að halda því fram, að af öll- um heimsins innblásnum bókum þá hef- ir þessi að innihalda grundvallaratriðin að siðferðislegum og trúarlegum sann- leika á hinn einfaldast og hreinasta hátt og lítt sora blandinn. Og af öllum heimsins andlegum hetjum, er ekkert líf manns með jafn guðdómlegum ljóma sem mannsins, sem dýrðlegar gerði hæðir Gyðingalands. Og ræðan á fjallinn og dæmisög- urnar um hinn góða Samverja og týnda soninn mun skína skærara öllu öðru að aridlegri fegurð og verða framvegis leið- arstjörnur á brt^it mannkynsins til framfaranna. Lyf við höfuðverk. Sem meðal við allskonar höfuðverk hefir Electric Bitters reynst óviðjafnanlegt meðal. Þeir lækna fyrir fult og alt, og Iiinu versti höfuðverkur lætur undan þeim. Vér ráðleggjum öllum sem voikir eru að fá sér glas af honum til reynslu. Electric Bitters lækna viðvarandi ó- hægðir með því að styrkja og örfa inn- yflin, og fáir sjúkdómar geta til lengdar staðið á móti áhrifum þessa meðals. Revndu það einu sinni. 50c. og §1.00. I öllum lyfjabúðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.