Heimskringla - 10.09.1896, Síða 2
HEIMSKEINGIA 10. SEIT. 1896.
Heimskringla
PUBLISHED BT
The Heiinskriogla Prtg. & Publ. Co.
•• ••
Verð blaðsins i Canda og Bandar.:
$2 um árið [fyrirfram borgað]
Sent til íslands [fyrirfram borgað
af kaupendum bl. hér] $1.
••••
Uppsögn ógild að lögum nema
kaupandi só skuldlaus við blaðið.
• •••
Peningar sendist i P. O. Money
Order, Registered Letter eða Ex-
press Money Order. Bankaávis-
anir á aðra banka en í Winnipeg
að eins teknar með afföllum.
• • ••
EGGERTJOHANNSSON
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
“Liberar staðfesta.
Á meðan ‘liberalar’ á sambands-
þingi áttu sæti til vinstri handar forset
anum ávítuðu þeir stjórnina svikalaust
í hvert skifti, sem tækifæri gafst, fyrir
það að hún sigraði í kosningum fyrir
marg-endurtekin loforð um fjárveiting-
ar til þessa og hins. í>að var nokkuð
sem ‘liberalar’ höfðu aldrei gert sig seka
í og það skyldi aldrei á þeirra daga
koma að þeir ynnu kosningu með lof-
orðum. Auðvitað unnu þeir fleirihluta
þingmanna í síðustu almennri sókn með
loforðum, sem fram voru borin í hér-
aði, — i kaþólsku héraði með loforðum
um ósvikin umbótalög fyrir kaþólíka í
Manitoba, og í protestanta-hóruðunum
með loforðum um að snerta ekki við
skólamálinu á sambandsþingi. En
sleppum því. Þeir urðu að hafa ein-
hver sérstök, einkennileg vopn. Svo
komust þeir á stjórnarbekkinn og
þurftu að fá kosna ráðherra. Af því
flestum þeim mönnum var sleppt gagn-
sóknarlaust á þing aftur gekk sú her-
ferð vandræðalaust, að undanteknum
skrópum nokkrum í North Gray, Onta-
rio og Queens-Sunberry, í New Bruns-
wick. Þau gleymdust þá loforðin svo
marg-endurteknu, að ‘liberalar’ skyldu
aldrei ná kosningu með loforðum um
atvinnu. Það nægði ekki í North Gray,
að Ontario-fylkisstjórnin sendi út af
örkinni alla sína færustu meðlimi Pat-
terson til hjálpar, auk allra sendimanna
sambandsstjórnarinnar, heldur varð
Patterson sjálfur, Hardy stjórnarform.
i Ontario og svo hver af öðrum að grípa
til loforðanna, endalausra loforða um
þetta og hitt. Fyrst um sinn héldu
þeir að glæsileg loforð reyndust einhlýt,
en er fram í sótti sáu þeir að það var
ekki. Það þurfti meira en ‘liberal’ lof-
orð. Hardy er stórráður maður og
þóttist bera skyn á þá sem hann talaði
við. Hann tók það því til bragðs, að
hampa ginnandi loforðum í annari
hendi, en hræðilegum hótunum í hinni.
Hann sagði það einmitt nú í valdi
kjósendanna að segja hvort þeir vildu
framför eða afturför bæjarins Owen
Sound. Ef þeir kysu Mr. Patterson,
fengju þeir fé og auð, en ef þeir höfn-
uðu honum fengju þeir ekkert, engan
styrk til neinna fyrirtækja — ekkert
nema verzlunarlega eyðilegging! Með
þessum ráðum tókst Laurier að fá Pat
terson á þing. Kjósendurnir hlutu að
vinna sér það til lifs. Eins berum, eins
eins grófum hótunum, hefir líklega
aldrei áður verið beitt í kosningasókn í
Canada. Það er sízt að undra þó ‘li-
beral’ ‘gatistar’ séu gleiðir yfir þeim
sigri og ropi. Það er þeim samboðið
að ‘stæra sig af skömmunum’.
í Queens-Sunbarry var aðferðin sú
sama, að því er loforð snerti. Þar var
það sérstaklega járnbrautarspotti, sem
kjósendurna um fram alt vanhagaði
um. Eins og aðrir góðir 'liberalar’
hafði Blair fjargviðrast út af því ár eft-
ir ár, Jað conser vatívar væru að fara
með alt í [hundana með fjárvéitingum
til járnbrautafélaga, en sem alveg ætti
að taka fyrir. Öllu slíku gleymdi hann
í þetta skifti, en lofaði ótæpt að ‘járn-
braut skyldi lögð með fram ánni’, án
nokkurs undandráttar, og að hann í
því sambandi ekki skyldi gleyma bæn-
um St. Johns. Þar voru kjósendurnir
þeim mun mildari en í North Gray, að
loforðin ein hrifu. Blair var þess vegna
undan þeginn því að brjóta á móti
kosningalögunum með hótunum.
Það var gert veður út af þvi, og
það ekki svo lítið, hér vestra, að Hugh
J. Macdonald lofaði fylgi sinu við að
útvega styrk til Hudsonsflóabrautar-
innar og til aðgerðar Itauðár. Ef oss
minnir rétt kölluðu þá sumir það mút-
ur, en sem nú hælast yfir sigrinum i
North Gray og Queens-Sunberry. Ef
loforð voru mútur hér, voru þau þá
ekki eins mútur eystra ? Hvað skal þá
segja um [hótanirnar? Kosningalögin
eru ekki neitt tvíræð hvað snertir á-
kvæði um það, ef einhver reynir að ógna
öðrum með hótunum eða öðrum ráðum.
Og þó gerði ‘stór-liberalar’ eins og Har-
dy stjórnarformaður í Ontario, sig seka
í að hræða menn. Drengilegri var hót-
un Macdonalds, er hann skuldbatt sig
til að segja af sér undireins, ef conser-
vatívaflokkurinn næði völdum og ef
stjórnin þá ekki tafarlaust veitti fé til
aðgerðar á Rauðá.
Það sýnir sig i þessu, eins og svo
mörgu öðru, hve orðheldnir og staðfast-
ir ‘liberalar’ eru ! . Sama tilhneigingin
kemur og fram í því. að áður en þing
kom saman, höfðu þeir tekið til afnota
yfir 2 milj. dollars af almenningsfé með
leyfi landstjóra. En við öll tækifæri á
öllum timum ársins hafa sömu herrarn-
ir prédikað um það, að engin stjórn
hafi undir nokkrum kringumstæðu leyfi
til að taka einn dollar af almennings fé
fyrri en það hefir verið veitt á þingi.
Og ,’svo—svo hafa sömu mennirnir á
mánaðartima þannig tekið í óleyfi yfir
2 milj. dollars ! — Á undanförnum ár-
um hafa ‘liberalar’ sáran kvartað yfir
því að ráðaneyti sambandsstjórnarinn-
ar sé ofhlaðið, — ráðherrarnir of marg-
ir og með öllum ráðum sýnt fram
á brýna þörf að fækka þeim,
en fjölga ekki. Það var þess vegna
ekki nema líklegt að þeir mundu
gera tilraun til að fækka þeim, þegar
valdið var í þeirra höndum. í þess stað
eru þeir ekki fyr komnir á veldisstól-
inn, en þeir bæta tveimur við. Þeir
tveir menn höfðu áður $5,000 laun hver-
Nú fá þeir fuII ráðherralaun,$7,000 hver
Sama tilhneigingin er augsýnilega þar,
— að gera alt annað en efna orð sín og
vera staðfastir. Hún er og augsæ sú
tilhneiging, er athugað er alt sem þessir
menn að undanförnu hafa sagt um
stjórnarþjónustu-menn. Þeir hafa ó-
tæpt haldið því fram að engan mann
skyidi reka vegna sinnar pólitisku skoð-
unar, — aldrei nema fyrir sök. Nú sópa
þeiröllum burtu, er hendi verður áfest
og kenna um að þeir hafi tekið þátt í
kosninga-baráttunni. En svo gægðist
sannleikurinn upp hjá Lister um dag-
inn. Hann sagði með ótvíræðum orð-
um, að ‘-liberal”-flokkurinn í heild sinni
yrði óánægður, ef stjórnin ekki ræki
alla sem reknir yrðu. Og þaðer stjórn-
in líka að gera. Morðvélin á Frakklandi
gekk aldrei liðugra á dögum Robes-
pierre’s. en saxið gengur nú í höndum
Tarte’s og hans nóta í Ottawa. Til-
hneigingin til að standa ekki við orð
sín, er og sýnileg í tollmálinu sjálfu.
Eftir að hafa lesið bölbænir yfir tollin-
um í nærri 20 ár og sýnt fram á hvílíkt
lífsspursmál sé að svifta honum burtu,
hafa nú sömu stjómvitringarnir ákveð-
ið skipa nefnd til að rannsaka það mál,
—til að segja hvort þaðervit’eða vit
ekki í nokkru því sem þeir hafa verið
að prédika f 20 ár !
Þetta er sýnishorn af staðfestu og
orðheldni ‘liberala’. Þeir eru staðfast-
ir í því að breyta aldrei eins og þeir
kenna, — staðfastir í staðfestuleysinu,
en heldur ekki öðru.
Járnbrauta-veldið.
í Vestur-Canada hvervetna, í meg-
inliluta Norður-Dakota-ríkis og í norð-
urhelmingnum af Minnesota, er ástand-
ið áþekt, hvað járnbrautir snertir. Fé-
lögin sem keppa um flutninginn eru bara
tvö, og af því leiðir, að þau geta vand-
ræðalaust komið sér saman um flutn-
ingsgjaldið og haldið því á því stigi sem
þeim þóknast, alt svo lengi að þau með
einhverjum ráðum geta sýnt hlutaðeig-
andi stjórnum fram á, að vöruflutnings-
magnið leyfi ekki lægra gjald, ef félögin
eigi ekki að verða gjaldþrota. Þetta
svíður mönnum, enda ekki óeðlilegt, þar
sem nærri allur gróðinn af kornyrkju
lendir hjá járnbrautarfélögunum fyTrir
að flytja kornið til markaðar. Það er
þvi ekki nema eðlilegt að menn hér líti
öfundaraugum til bændanna sem sunnar
eru á sléttlendinu, — í Suður-Minnesota
Iowa, Nebraska, Kansas, o. s. frv. Þar
er járnbrautafjöldinn og þar ætti þess
vegna að vera óþægilegra fyrir félögin
að koma sér saman um eitt og sama
vöruflutningsverð. Að auki er til stand-
andi nefnd Bandaríkjastjórnar, sem á
að hafa það á hendi og það eitt, að sjá
um að ekkert þvílíkt eigi sér stað. En í
þessu efni sem öðru sýnist hann sannur
málshátturinn: “Það er ekki alt gull
sem glóir”. Það er ekki ósjaldan sagt,
að þessi standandi nefnd sé til einskis
annars nýt en að draga laun sin. úr
Bandaríkjasjóði. Þó er það tæpast rétt.
Hún hefir ef til vill engin ráð á að láta
járnbrautafélögin hlýða viðteknum lög-
um og reglum. En af henni stendur þó
það gott, að smámsaman verða klækir
félaganna uppvísir. Núna rétt nýlega
hafði nefndin fund í Chicago til að rann-
saka kærumál gegn einu járnbrautarfé-
laginu, þar sem meðal annars varð upp-
víst, að brautarfélögin hafa tvennskon-
ar verðskrár fyrir flutning, — aðra fyrir
bændur og einstaklinga, sem senda vör-
ur í smáum stíl, en hina fyrir hina stóru
viðskiftamenn félaganna. Brautarfé-
lagið sem kært var, var Chicago Great
Western-félagið og var það ráðsmanns
félagsins að svara hinum frambomu
kærum. Meðal annars sagði hann á
þessa leið :
“Eg hefi nú verið í norðvesturhluta
landsins í 85 ár. Og á öllum þeim tíma
hefir aldrei komið fy-rir, að kornið hafi
verið flutt út úr ríkinu sem það var
ræktað í fyrri en bændur og smákaup-
menn höfðu neyðst til að selja það stór-
kaupmönnunum, því þeir einir gátu
komist að aðgengilegum samningi um
flutningsgjaldið. Fyrri en það er kom-
ið í þessara fáu manne hendur, er út-
flutningurinn svo gott sem enginn, og
þess vegna neyðast þeir, bóndinn og
smákaupmaðurinn, til að selja.”
Hér sneri hann sér að formælendum
félaganna sem klöguðu hans félag og
sagði: “Þið setjið bændunum í Kansas
og Nebraska 13 cents fj’rir að flytja 100
pund af korni 200 milur vegar. En
hveitikaupmönnunum stóru setjið þið
bara 6 cents að flytja það þaðan til Chi-
cago, — meir en helmingi lengri leið.
Eg má segja ykkur að það eru þessar
aðfarir, sem óðura eru að umhverfa
mönnum í anarkista fyrir vestan Mis-
sissippi-fljót”.
Þarna sýndi Mr. Stickney hverjum
sem horfa vill, ögn af því sem gerist bak
við fortjaldið. Þegar bændur kvarta
undan óbærilega háu flutningsgjaldi á
afurðum jarða sinna, eru brautafélögin
æfinlega til taks með skýrslur er sýna,
að fari þau einum eyri lægra, bíði þau
tjón, en það þoli þau ekki. þau þurfa
að lifa og innvinna sér eitthvað, öldung-
is eins og einstaklingurinn. En á þess-
um framburði Stickney’s sézt hve mik-
ill sannleikur er í þeim skýrslum. t>eim
kann að þykja vænt um hveiti eða korn-
kaupa-félögin og ef til vill eru þau raeira
og minna tengd járnbrautarfélaginu. en
þó er tæpast hugsanlegt að járnbrautar-
félögin flytji hveiti fyrii þau sér í stór-
skaða. Það hlytu þau þó að gera, ef
sannar væru sögurnai. er bændum eru
sagðar. Því það er meira en lítill mun-
ur á að flytja 100 puuii fyrir einn mann
400—500 mílur fyrir 6 u mts, og að flytja
þau 200 mílur fyrir an uan og taka 13
cents fyrir.
Járnbrautafélög eru ekki gustuka-
stofnanir og þykjast hehlur ekki vera
það, og þess vegna má geta til að þau
flytji kornið sér að skaðlausu, enda fjrr-
ir stórkaupmennina. Ef þau þá geta
flutt það 400 mílur sér að skaðlausu
fyrir 6 cents 100 pundin, þá sézt bezt
hvaða rán það er, er þau taka 13 cents
frá fáráðum bónda fyrir 200 milna flutn-
ing. Með þessum fáu orðum hefir
Stickney flett ofan af grimdarlegustu
gyðinga-okrun. En svo er eftir að vita
hvaða gagn verður að þeirri opinberun.
Framburði hans heflr ekki að þessu
leytinu verið mótmælt og má þess vegna
geta til að hann sé óhrekjandi sannleiki.
Af þessu geta menn í Manitoba þá
fengið hugmynd um hvað það er mikið
sem þcir ofborga járnbrautarfélögum
sínum fyrir hveitiflutning. Af þessum
íramburði Stickney’s má sem sé ráða að
félögin gætu sér að skaðlausu flutt 100
pund af hveiti hvaðan úr Manitoba sem
er, til hvort heldur Fort William eða
Duluth, fyrir 6 til 9 cents. En það
vantar nokkuð á að þau gori það, enn
sem komið er. Við því er heldur ekki
að búast, þar sem félögin eru ekki nema
tvö um flutninginn og þar sem Nort-
hern Pacific-fólagið uppfyllir aila sína
skilmála við fylkið, sair.kvæmt samn-
ingi þess við Greenwav, hinn “libe-
rala”,á meðan það setur okki hærra verð
fjTrir flutninginn, en C. P. R. félagið
gerir.
Jafnframt og Mr. Stickney kom
með þessar mikilvægu upplýsingar um
það hvað járnbrautarfélögin geta gert
fyrir góðvini sína í pukri og sér að
vændum að skaðlausu, mátti hann
samt til að viðurkenna að hans eigið fé-
lag braut öll landsins lög á hverjum
degi. Járnbrautarfélögin sjálf mega
ekki gerast hveitikaupmenn, en hann
játaði, að til þess að vinna svig á þess-
um aðförum. hefði sitt félag náð undir
sig flestum hveitikaupmönnum í þess-
um tveimur ríkjum, að það ætti rétt
allar kornhlöður í ríkjunum, ræki sjálft
kornverzlunina og væri að mestu búið
að fá einveldi yfir þeirri atvinnugrein.
Það leiðir þá af sjálfu sór, að þegar
það hefir náð algerðu einveldi, getur
það þokað upp flutningsgjaldinu, eða
fært niður verðið á korninu—alt ber að
sama brunni—, án þess við verði gert
fyrri en þá búið væri að byggja nýjar
kornhlöður, en sem önnur félög eru
treg til að gera þar sem þær eru nægar
fyrir. Að undanteknu tímabilinu á
meðan félögin eru að berjast um flutn-
inginn og bítast út af honum, er því af
þessu auðsætt að félögin hvort sem þau
eru eitt eða tuttugu um hituna, ganga
allajafna í skrokk á bóndanum og flá
hann; — taka til sín allan ágóðann af
vinnu hans.
Annað einkennilegt sem komst upp
við þessa rannsókn er það, að þegar svo
stendur á, er þessi standandi nefnd óaf-
vitandi brúkuð til að hirta menn, sem
ekki vilja brjóta lög landsins. I'að er
á móti öllum lögum að járnbrautafélög
komi sér saman um að skifta jafnt og
bróðurlega á milli sín ágóðanum af
flutningi úr einu eða öðru hóraði. En
af því Stickney neitaði að skifta milli
hinna félaganna ágóðanum af einveldis-
kornverzlun og flutningi sínum, klög-
uðu hin og vildu láta nefndina kúga
hann til að skifta í bróðerni.
Þegar lögbrjótarnir sjálfir geta
þannig brúkað yfirvöld landsins til að
ógna þeim sem ekki vilja brjóta ein-
hverja ákveðna lagagrein, þá sýnist
sönnu næst, sem Stickney sagði, að
þau séu að umhverfa mönnunum i an-
arkista. Þau eru að virðist útmetinn
anarkistaskóli.
Þegar litið er á þetta sífelda stríð
við járnbrautarfélögin og þeirra sfvax-
anni valderathugað, valc sem stundum
sýnist ætla að yfirbuga bæði þjóð og
stjórn, þá er ekki undarlegt þó einstöku
sinnum heyrist rödd í þá átt, að jám-
brautir allar og telegraf ætti að vera
þjóðeign, en ekki privat manna. Með
þvi fyrirkomulagi losuðust menn þó
æfinlega við gyðinga-okrun hvað flutn-
ing snertir og við þessi og þvílik laga-
brot, sem lýst hefir verið.
X X.
Á öðrum stað í blaðinu er greinar-
korn með undirskriftinni : ‘X X’. Vór
höfum fátt eitt um þá grein að segja.
Vér viljum að eins láta þess getið, að
hinn heiðraði höfundur misskilur mjög
ástæðurnar, er hann segir, aðb ‘æði ís-
lenzku blöðin hafi tekið að sér að verja
þá pólitisku stefnu, er kennir, að gull
sé sá eini löggildi gjaldmiðill o. s. frv.
Vér megum fullvissa hinn heiðraða höf
um að Hkr. hefir ekki tekið að sór neina
vörn og ekki heldur sókn í þvi málí, og
það er ætlun vor að hið sama megi
segja um Lögberg, Hkr. hefir flutt
sína skoðun á þvi máli af og til nú á
síðastl. ári, öldungis eins og hún fram-
setur sína skoðun í hverju öðru máli er
við þykir eiga í það og það skiftið.
Ekki heldur hefir Hkr. sveigst til að
skoða málið eins og hún gerir eingöngu
af því að §vo mikið er rætt um það í
stórblöðunum liérlendu—ensku blöðun-
um, sem maður stundum segir—, þvi
henni hafa borizt alt eins mörg blöð
('ensk’) og rit, sem hafa flutt frísláttu-
kenninguna. Orsökin er einhver önn-
ur. Hkr. og aðstandendum hennar
liggur í léttu rúmi hvor flokkurinn má
betur—gróðinn verður eílaust sá s»mi í
báðum tilfellunum, en skoðun sinni á
því máli, sem öðrum, hlýtur blaðið að
lialda fram þegar því þykir við eiga að
segja nokkuð um það.
Hefir þú
nokkurntíma reynt Electric Bitters sem
meðal við veikindum þínum. Ef ekki
þá fáðu þór flösku nú og láttu þér
batna. Þetta meðal hefir reynst að vera
sérlega gott við öllum sjúkdómum sem
kvennfólk á vanda fyrir. Með því það
erir líffærín sterk og vinnandi. Ef þú
efir matarólyst, hægðaleysi, liöfuðverk,
svima, eða ert taugaveiklaður, átt bágt
með að sofa etc. þá þarftu að fá þér El-
ectric Bitter, það er meðalið sem læknar
—50 cts. og $1.00 í öllum lyfjabúöum.
íslands-fréttir.
Eftir Fjallkonunni.
Reykjavík, 3. Ágúst 1896.
Gufuskip frá Zöllner & Vidalín,
Mount Park, fór héðan 29. f. m. með
600 hesta.
Thordahl kom 'hingað 1. Ágúst á
gufuskipinu Quiraing með kol og stein-
olíu og ætlar að kaupa hesta og fleira
og Jfénað í haust.
Fornmenjarannsóknir, Daniel Bruun
hinn danski fornmenjafræðingur, hélt
fyrirlestur hér í bænum á fundi [Forn-
leifafélagsins 29. f. m. um fornleifarann
sóknir sínar á Grænlandi [og sömuleiðis
hér á landi í sumar. — Hann hefir, eins
og áður hefir verið frá skýrt í blaði
þessu, komizt að sömu niðurstöðu við
rannsóknir sínar á Grænlandi, sem dr.
Valtýr Guðmundsson í riti sínu um hí-
býlaskipun á íslandi í fornöld, og við
þá helztu rannsókn, sem hann hefir gert
hór í sumar, hoftóft á Ljósavatni (hof
Þorgeirs goða) liefir hann komizt að
sömu niðurstöðu sem Sigurður Vigfús-
son í sínum rannsóknum. — Það var
því svo sem ekkert nýtt sem hann
fræddi oss á í þetta sinn. — Hann hafði
fengið styrk af Carlsbergssjóði til þess-
arar farar, sem einkum er gerð til að
svipast hér um eftir fornum bygginga-
leifum. En hann gerir ráð um að fá
megi styrk til að hefja hór meiri rann-
sóknir síðar og vill þá vera að nokkru
leyti í samvinnu við Fornleifafélagið.
Hann er nú á rannsóknarferð f
Þjórsárdal ásamt dr. B. M. Olsen.
Tannlæknir nýr' hefir nú sezt að í
Reykjavík, kand. med. & ehir. Vilhelm
Bernhöft, sem mun koma í góðar þarf-
ir.’meðþvían tannsjúkdómarnir fara
stöðugt í vöxt. Þóttihér missir í Nico-
lin heitnum, sem mörgum varð að góðu
liði....
11. Ágúst.
Dáinn hér í bænum aðfaranótt !9.
þ. m. trésmíðameistari Jakob Sveins-
son, hálfsjötugur að aldri. úr nýrna-
sjúkdómi. Hann er fæddur 31. Marz
1831 og voru foreldrar hans Sveinn
bóndi Guðmundsson og konahans Ingi-
björg Þorsteinsdóttir, systir Jóns Ihor-
steinson landlæknis....
Manntalsþing í Grímsey. Af Ak-
ureyri er oss skrifað :
9. Júli fóru Akureyringar skemti-
för til Grimeyjar á gufubátnum ‘Brim-
nes’. Þeir urðu 70 samau, karlar og
konur, að þeim meðtölduin. sem slóg-
ust í förina á viðkomustöðunum út «neð
firðinum. Fleira rúmaði eigi báturinn.
Veður var gott, lítið norðangráð, sem
þeir kalla ‘gæmu’.
Þá er í land var komið, sendi Klem-
enz sýslumaður þegar hraðboða tileyj-
arbænda að mæta í Miðgörðum til fund
arhalds. Sótti hann þar manntalsþing;
gat hann þess í stuttri og snjallri inn-
gangstölu, að sýslumenn hefðu eigi áð-
ur haldið þar manntalsþing.—Að loknu
þingi var farið austur á bjarg, en þá
dreif á hafþoku, sem spilti öllu útsýn-
inu, og nutu menn því eigi fararinnar
eins vel og ætlað var, enda var viðdvöl-
in alt of stutt.
Ekki eru húsakjTnni [í Grímsey lak-
ari enn sumstaðar annarsstaðar á landi
hér..... Enda má telja að framfarir
•g menning eyjarbúa sé mjög að þakka
ra Pétri Guðmundssyni.
Eyjafirði, 22. Júlí:. ‘Um Jsólstöður
>kifti um veðráttu með hitum og gróðr-
aiskúrum ogmun nú allgóðgrasspretta
Viöa byrjað að slá ummiðjanþ. m.
Hiti mestur 3.—4. þ. m. 20—21 stig R.
—19.—21. þ. m. gerði snjóhret til fjaila.
— Agætur fiskafli hjá Ólafsfirði þá síld-
beita fæst. |— Hákarlaskip hafa sum
fengið ágætan afla. — Hafísinn var ný-
lega skamt undan Strandagrunni’.
Eftir “Þjóðviljanum Unga.”
ísafirði 23, Júlí.
Tíðarfar. Stöðugir óþerrar, ýmist
kuldaþokur eða rigningar, héldust hér
vestra í samfleyttar 3 fyrstu vikurnar
af þessum mánuði, svo að til stór-vand-
ræða, horfði hjá almenningi með fisk-
þurk o. fl.; en 21. þ. m. réttist blessun-
arlega úr, og hafa síðan verið beztu
þurkar.
31. Júlí.
Tíðarfar. Blíðviðrin og þerrarnir,
sem hófust hór 21. þ. m., stóðu ekki
lengi, því að 26.. þ. m. bjTrjuðu óþurk-
arnir aftur, og jafnframt mesta kulda-
tíð, svo að enda snjóaði á fjöllum aðfara
nóttina 27. þ. m., og varö hvítt af mjölj
ofan í miðjar fjallahlíðar.
Hr. Sveinn búfræðingur Árnason
hefir nú fyrir nokkru lokið við vegagjörð
þá hór á Eyrarhlíðinni, er bæjarstjórnin
hafði falið honum, og var vegurinn tek-
inn út 23. þ.m. af Jóhannesi pósti Þórð-
arsyniog Birni lögregluþjóni Árnasyni.
Vegurinn er 802J faðm. á lengd og frek-
lega 6 feta breiður, allur upphækkaður,
sem þörf gerist, og vel frá gengið.
Skipíð “Solid,” eign Á. Ásgeirsson-
ar verzlunar, sem lagt hafði verið hér
upp í fjöruna, til Jiess að hreinsa það,
varð fyrir nonkrum skemdum aðfara-
nóttina 24. þ. m., með því að steinn
gekk inn um síðuna á því, svo að skipið
fyltist af sjó og skemdist nokkuð af
matvöru o. fl., sem í skipinu var. Talið
Bjargaði lífi mínu.
Það er ekkert þvaður, held-
ur sannur vitnisburður um
Soutli American meðöl.
Undravert vottorð.
Gigt. Hið merka meðal South Ame-
rican Rlieumatic Cure er óhult og verk-
ar Ifljótt. Linar þrautirnar undireins
og læknar á einum til þremur dögum.
Eyðir gi,gt og taugagigt frábærlega
fljótt. _ 'Eg var svo slæmur að ég varð
að brúka staf til að komast um húsið,
segir James A. Anderson frá Calgary,
N. W. T,. ‘Stundum þjáðist ég óbæri-
lega. Eg reyndi öll meðöl sem. ég þekti
og eyddi sex vikum í lækninga tilraun-
ir á sjúkrahúsi, án þess mér batnaði
nokkuð. Loks fór ég að reyna South
American Rheumatic Cure, og þegar ég
var búinn að brúka upp úr tveimur
flöskum fleygði ég frá mér stafnum og
fór að vinna eins og áður. Eg hefi unn
ið stanzlaust síðan og er það um hálft
þriðja ár.
Nýrun. ‘Eg held að þaðhafi bjarg
að lífi mínu’, er vitnisburður Mr. Jam-
esMcBrine frá Jamestown, Huron Co.,
Ont. Þegar_ hann mintist á það hvern-
ig hann hafði læknað sína slæmu nýrna
veiki með South Amerikan Kidny Cure.
Þessi maður var orðinn svo slæmur að
læknarnir Urðu að koma til hans dag-
lega til að losa hann við þvagið. Fyrsta
inntakan linaði þrautii-nar og hálf flask
læknaði hann alveg og uppleysti stýfl-
urnar sem orsökuðu sýkina og græddi
hin skemdu líffæri. South American
Kidny Cure iæknar nýrnaveiki að eins
og gerir ætíð það sem ætlast er til að
það !geri.
Maginn og taugarnar. Tveir þriðju
hlutar allra langvarandi sjúkdóma
koma af skemdu taugakerfi. Læknaðu
taugarnar og þá fer sýkin að verða við-
ráðanleg. South American Nervine
hefir sannað þetta mörgum sinnum.Það
er afbragðs meðal við taugaveiklun og
við slæmu meltingarleysi hefir það
reynzt framúrskarandi. Geo. Webster
frá Forest segir: ‘f mörg ár þjáðist ég
mjög af taugaveiklun og sárinduin í
vöðvunum. Eg reyndi flest meððl, en
komu þau að litlu liði. Að lokum var
mér komið til að reyna South American
Nervine. Af fyrstu flöskunni fékk ég
linun og timm flöskur læknuðu mig.
Það er merkilegt meðal og ég á því líf
mitt að þakka’.
er þó víst, að takast muni að gera við
skipið.
Grassprettu segja nú bændur hór
vestra f fremur löku meðallagi.
8. Ágúst.
Tíðarfar. Enn er mjög tregt um
þerrana hór vestra, en veðrátta nokkru
hlýrri en áður.
Smokkreki nokkur hefir orðiðá fjör-
um kaupstaðarins, og víðar hér i grend-
inni, um undan farinn viku eða hálfs-
mánaðar-tíma, svo að sjómenn munu
gera sér góðar vonir um fisk-gengd og
aflabrögð á komandi hausti.
Yfirgangur. Hval rak að Látrum
i Sléttuhreppi ný skeð, og var honum
fest þar lögfestum, sem lög gera ráð
fyrir; en hvalveiðamenn á Hesteyri
eignuðu sér hvalinn, og fluttu hann í
burtu, að landeigendum fornspurðum.
Er slíkt lítt þolandi j'firgangur, og færi
betur, að slikir piltar fengju að reyna,
að til eru lög á íslandi, ekki síður en
annars staðar.
Gull og silfur.
Þú mundir láta alt sem þú
hefðir af hvorutveggja til
þess að fá heilsuna. Dr.
Agnews merku meðul eru
óbrygðul við þeim veik-
indum sem þau eru
ætluð til.
HJARTVEIKI. Hin verstu hjart
veikisköst linast á 30 mínútum. Með
þessu er að vísu mikið sagt, en reynsl-
an og sögusögn þeirra er brúkað hafa
Dr. Agnews Cure for the Heart sanna
það. Ef hjartað slær óreglulega títt og
maður kennir til ónota í hjartastað, þá
bendir það á að maöur hati hjartveiki,
og ættu menn þáætíð að leita lækninga
i tíma. Brúkið ofangreind meðöl, þau
bregðast aldrei. Jamos Allan frá St.
Stephen, N. B., segir: ‘Eg liafði mjög
slæma tilfinníngu í hjartanu og átti
stundum bágt með að draga andann.Eg
varð undireins uppgefinn við hvað litla
áreynslu sem var og hafði oft þrautir
undir síðunni. Læknarnir sögðu að mér
mundi ekki batna. Ég fékk inór flösku
áf Dr. Agnews Cure for the Hart. Fá-
einar inntökur tóku burt öll óþægindi.
Sex flöskur læknuðu mig alveg, og í
dag cr ég hraustur og hoilbrigður. Eg
held þetta só hið bezta meðal sem til er
við lijartveiki.
KVEF. Dr. Agnews Catarrhal
Powder upprætir orsakir sjúkdómsins,
hrejnsar þau líffærí sem veik hafa verið
og gera menn alheila. Þeir s«m liafa
læknast, af þessum leiða kvilla lofa og
prísa þetta meðal dag og nótt. .Eg er
80ára gamall, hefi haft kvef í 50 ár. Dr
Agnews Catarrhal Powder læknaði mig
og álít ég lækning mína sannarlegt
kraftaverk’. Svo segir Geo. Louis írá
Sliamokin, Pa. Stöðugt kvef í höfðinu
getur orðið hið fyrsta stig til langvar-
andi kvefsýki. Læknaðu kvefið og þú
kemur í veg fyrir sýkina. Dr. Agnows
Catafrhal Powder er ósaknæmt og létt
að brúka þaö.
Gylliniæð læknast á þremur til sex
nóttum. Dr. Agnews smvrsli læknar
öll tilfolli gylliniæðar á frá þremur til
sex dögum. Blæði æðin eða gefi frá sér
slim er weðalið ugglaust. Það læknar
og Tetter, Salt Rheum,Eczimn, Barbers
Itch og a'la skinnkvilla. Tíu cents
lækna harðlífi og lifrarveiki. Dr. Ag-
news lifrarpillur eruhinar fullkomnustu
og lækna sem töfrar: höfuðveiki, harð-
lifi, gallsýki. meltingarleysi og lifrar-
sjúkdóma alla. 10 cents flaskan, 40
iuntök'ir.