Heimskringla - 17.09.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.09.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 17. SEPT 189«. Winnipeg. Fimm mílna langan framræslu- skurd ætlar fylkisstjórnin að láta gera í haust í grend við Westbourne, Mani- toba. Hra G. M. Thompson, hinn nýi sveitarráðsoddviti í Gimlisveit, kom til bæjarins fyrripart síðustuviku og dvaldi tii föstudagskvelds. Guðrún Guðmundsdóttir frá Theo- dore í Assiniboia vestra, kom til bæjar- ins í vikunni er leið, úr kynnisför úr Dakota-nýlendunni, og dvaldi til laug- ardags. Það er sagt að hveitiuppskera í Ar- gylebygð sé hin ágætasta, eftir því sem um er að gera í ár, — að sögn minst 14 og mest 28 bush. af ekrunni. Nýting er og sagt að hafi orðið hin bezta, —alls engar skemdir á hveitinu. Kyrkjuþingi ensku kyrkjunnar Canada, sem háð hefir verið hér i bæn um, var slitið á föstudagskvöldið 11. þ m. Hafði þá setið 11 daga. Næsta allsherjarþing kyrkjunnar kemur ekki saman aftur fyrri en 1899. Tíðin hefir verið hin hagstæðasta fyrir hauststörf bænda síðan um helg- ina var, veðrið hlýrra en í vikunni sem leið, Þreskivélarnar fá lika að ganga meðan svona viðrar. Mr. J. E. P. Prendergast, fylkis- þingmaður fyrir St. Boniface-kjördæm- ið, hefir að sögn afráðið að segja af sér nú bráðlega. Mun hann eiga von á feitari bita hjá Laurier ? Á laugardagskvöldið 12. þ. m. var áætlað að búið væri að járnleggja 26 mílur af Dauphinbrautinni. Þá var og grunnurinn sagður fullgerður um 75 raíl- ur norðvestur fyrir Gladstone. Framskurði St. Andrews-flóans er að sögn um það lokið. Eftir að rista tæpar 3 mílur af skurðum. Er það að- alskufðurinn, sem á að taka á móti vatninu úr öllum hinum og flytja fram í Nettly-læk, Bæjarráðsmennirnir þrír: And- rews, Sproule og McCreary, eru farnir að biðja menn um atkv. sem Mayors- efni, en það er ráðlegt að lofa litlu að svo komnu. Það er talað um að hafa á sínum tíma almennan fund kjósenda til útnefninga. Kennsla var hafin í læknaskólanum hinn 15. þ. m, — hálfum mánuði fyrri en vant er. Er sú breyting sprottin af því, að kennslutimi ár hvert hefir verið lengdur um tvo mánuði. Er nú 8 mán uðir á ári.. Pnndnr. — Næsta þriðjudags kveld 22. þ. m. verður fundur haldinn : íslenzka kappræðufélaginu, á Unity Hall, kl. 8 e. h. Allir félagsmenn, sem í bænum eru, eru beðnir að koma á fundinn. E. Olafsson, forseti. Tíðin hefir verið óvanalega köld um undanfarinn tima, en ‘gamlir menn og reyndir’ spá því hver í kapp við annan að hausttíðin verði hin yndælasta og að vetur muni lítt gera vart við sig fyr- ir jól. Af því eldsneyti er í háu verði, verður sjálfsagt margur til að óska að sú spá reynist rétt.. Hra. Vilhjálmur Sigurgeirsson, bóndi Mikleý í Nýja íslandi, kom til bæjar- ins ura síðustu helgi! þeim eriudum, að ganga eftir eldsábyrgðargjaldi hjá North West Fire Insurance-félaginu. íbúðar- hús hans hafði brunnið aðfaranótt liins 25. Ágúst. Blaðið ‘ Age’, sem gefið er út i Glad- stone. Man., segir, að 1. September hafi íslenzkur maður drukknað í Manitoba- vatni. Höfðu 2 íslendingar verið á bát að leggja net, þegar bátnum hvolfdi. Annar maðurinn hafði fengið sinadrátt og sökk, en hinn hélt sér í bátinn og komst til lands. Nafn mannsins er ekki tilgreint. Mr. R. Seeman, sem fyrir nokkru keypti mikið af landi að Manitoba North-Western-járnbrautarfélaginu, býður nú efnalitlum mönnum, en sem hafa reynslu við landbúnað hér vestra, að selja þeim land með góðum kjörum og lána litla upphæð að auki. Sem sýn isbórn er petta eitt boð hans : 160 ekrur, á $3...............8-180,00 6 nautgripir á................ 8180.00 Byggingarefni á............... $ 70,00 Lánið alls $700,00 Þett fé lánar hann gegn 6% afgjaldi og skal afborgun lokið að 10 árum liðn- um. Fyrstu 2 árin borga menn að eins leigurnar, — $42 hvort árið. Þriðja ár- ið byrjar afborgun höfuðstólsins og er borguninni þannig jafnað niður, [að hæsta afborgun á einu ári er að leigum meðtöldum $113,50 og minst $111,30.— Skilmálar helztir eru : að kaupandinn verður að hafa eitthvað af akuryrkju- áhöldum; að fyrsta árið á landinu verð- ur hann að plægja 10 ekrur og 2. árið 15. — Nánari upplýsingar gefur Mr. R. Seeman sjálfur, sé honura ritað, í Box 667, Winnipeg. Á bæjarstjórnarfundi á mánudags kvöldið var, var samþykkt að skipa strætisbrautafélaginu að byggja járn- braut á Mulliganstræti milli Portage Ave. og Notre Dame Ave. og að verkið skuli hafið ekki seinna en 15. Maí næst- komandi. — Enn fremur var á þeim fundi kvartað yfir að félagið væri ekki enn farið að láta vagna ganga á spor- inu á Fonseca og Higgins Ave. niður að Louisbrúnni. Cand. Phil. Oli S. Stefánsson, bróðir dr. Jóns Stefánssonar í London, kom til bæjarins á þriðjudaginn var, beina- leið frá Kaupmannahöfn, eiginlegaþó af Jótlandi, þar sem aunar bróðir hans, Stefán Stefánsson, er læknir. Viðdvöl hafði hann þess vegna enga í Khöfn; fór þaðan undir eins með Thingvalla línu skipi til New York, og þaðan með C. P. R. viðstöðulaust hingað vestur. > í Minneota ‘Mascot’ (11. þ. m.) er þess getið, að á miðvikudaginn 9. Sept. hafi séra B. B. Jonson gefið í hjóna- band málafærslumann Kristján M. Gíslason i Minneota og ungfrú Hönnu Péturson, — Jóhannesardóttir Péturs- sonar í Lincoln County, systir hinnar nýlátnu Mrs. Eyford í Pembina. Mrs. Gíslason var á ferð hér í Winnipeg og víðar í fyrra og kyntist þá mörgum I§- lendingum, sem nú árna henni allrar hamingju. Skemtisamkoman í Tjaldbúðinni á þriðjudagskvöldið var prýðisvel sótt. Séra Hafsteinn talaði um skólamál kyrkjufélagsins. Skólinn virtist honum að ætti að vera í Winnipeg og hvergi annarsstaðar. Þaðer nú kominn sá tími, að menn fara að skygnast eftir hlýjum og hald- góðum klæðnaði fyrir haustið og vetur- inn. Mr. Chevrier, hinn góðkunni eig- andi ‘Bláu búðarinnar’ verður innan fárra daga tilbúinn að sýna görolum og nýjum viðskiftamönnum haust- og vetrarklæðnað karlmanna eins fjöl- breyttan eins og fáanlegt er. Það fyrsta af þessum varningi e r nú rétt að kom- ið, en meginhlutinn væntanlegur þessa dagana, — beina ieið frá verksmiðjun- um eystra. Það getur svarað kostnaði fyrir lesendur Hkr. að bíða við viku- tíma og sjá þáhvað Mr. Chevrier hefir að bjóða. Auglýsing hans kemur í næsta blaði. Laugardaginn 12, Sept. gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjóna- bandMr. Guðmund (Sölvason) Thorar- inson og Miss Solveigu Jónsdóttir í Fort Rouge hér í bænum. — Hkr. ósk- ar hinum ungu hjónum allrar ham ingju. Frá Pembina, N. Dak., er oss ritað dags. 15. Sept., að þar sé í haldi brjál aður maður íslenzkur. Guðmundur Sæmundsson að nafni, ættaður úr Skagafirði, og að hann verði sendur á vitskertraspítalann í Jamestown, N Dakota. Dómsmálastjóri Sifton fór af stað til Ottawa aftur á föstudaginn 11. þ. m. Það er fullyrt nú bæði hér og eystra að honum sé svo gott sem veitt innanríkis- stjórnin. En svo er Martin ekki búinn að leggja árar í bát enn. Hann lagði af Stað til Ottawa sama daginn, en eftir annari braut og samdægurshéldu marg- ir vinir Martins hér í bænum fund, þar sem skorað var á Laurier að veita Mar- tin stöðuna, en engum öðrum. Martin viil enga dúsu þýðast, ef honum verður synjað um innanríkísstjórnina og mun hann hafa í frammi ósviknar hótanir um að sækja gegn Sifton sem óháður þingmaður í Braudon-kjördæmi, ef ekki verður gert því betur við hann. Kvörtunin fyrir bæjarráðinu á mánudagskvöldið hefir haft tilætluð á- hrif. Strætisbrautafélagið hefir sem sé síðan tekið til að leggja vírinn og að öðru leyti búa sig undir að hefja spor- vagnaferð eftir Fonseca- og Higgins- strætum. Það er sagt á öðrum stað í blaðinu, að Sifton dómsmálastjóri hafi farið til Ottawa i vikunni er leið. Nú er upp komitfcið það kom snurða á þráðinn og að hann þess vegna fór til Brandon en ekki Ottawa. Það er sagt, að þegar á skyldi herða hafi Greenway neitað^ að gera það fyrir Laurier í skólamálinu, sem hann áður hafði neitað að gera fyr- ir conservatíva. Er sagt að hann hafi þózt sjá þar vísan dauða sinn í pólitisku tilliti og þess-vegna hörfað, þrátt fyrir eggjanir Siftons, sem hafði loforð um innanríkisstjórnina í vasanum og hafði því fyrir nokkru að gangast. Er sagt að þeir Greenway og Sifton hafi skilið án þess að kyssast eða endurnýja fóst- bræðraheitin. — Hvað sem satt kann að vera í þessu, þá er það víst að Sifton fór til Brandon sama daginn og Joseph Martin fór til Ottawa. Síðan hafa tveir menn haldið í sömu átt, í því skyni að herja á múra Lauriers og hóta honum hörðu, ef hinu eðallyndi Joseph- us ekki fái inngöngu i ráðaneytið. Með framförum í Nýja íslandi má sjálfsagt telja það, hve menn þar eru að auka hestaeign sína. Fyrir tveimur eða svo árum var þar lítt fáanlegur hestur, að undanteknum einstöku ‘pon- um’, en nú er talið svo til að þar séu alls um 30 ‘pör’ hesta, og i gærdag lagði herra Baldvin Árnason af stað þangað með 11 hesta, unga og af góðu kyni, nýkomna austan frá Ontario, til að selja. — Þó skemtilegi sé að eiga hestana er Ný-íslendingum samt ráð- legast að neyta hófsins við hestakaup- in og vera viðbúnir að framleiða sjálfir alla hafra og fóður sem þeir þurfa. Dánarfregn. Þann 7. þ. mán. andaðist að heimili sínu í Vatnsdalsnýlendu(Dongola P. O.) Mr. Jón Guðmundsson, smiður, á 68. aldursári. Hann var jarðáður á hans eigin heimalandi þ. 10. s. m. í viðurvist nálega allra nýlendubúa yngri og eldri. Hans verður nánara getið í næsta blaði. Mrs. Benedictson biður aðgetaþess að hún tekur að sér að skrifa með skrautletri “Automatic Shaded alt er fólk getur óakað, s. s. eftirmæli, afmæl isvísur, brúðkaupskvæði, lukkuóskir, nöfn á bækur og allrahanda einkunnar orð, sem menn vildu láta í umgerðir og hengja upp í hús sín. Enn fremur hatta merKi o. fl. Það borgar sig fyrir alla að heimsækja hana til að sjá þessa af- bragðsskrift. Heyrið hvað A. G. Mor gan Segir )Business-maður á 555 Main Str.): ‘It is the most perfect piece og work of that kind I have ever seen’. — Slikt hið sama segja allir aðrir se.n það sjá. Ef einhverja út um nýlendur langar til að sjá prufu af því, geta þeir fengið það með því að senda address sitt og 5 cents í frímerkjum. — Allar pantanir eru afgreiddar fljótt og vel. Address: M. J. Benedictson, 778 Alexander Ave. Winnipeg. - - Kvennskor! - - Kaupið nú hnepta kvennskó! Hver sera sýnir oss þessa auglýsing í Heims- kringlu, fær hjá oss 20 prósent afslátt á öllum stígvélum sem eru meira en $2.00 virði, og 10 prósent af öllum stígvélum minna en $ 2virði. Drengjaskor! - - = Varningur okkar er góður og verðið lágt. Skoðið karlmannastigvélin okkar. Skoðið barnaskóna og gleymið ekki að skoða “The Excention of the Deserter”sem sýnd er í glugg- anum hjá okkur. SéSt í hreyíingu á laugar- dagskvöldið kemur. E. KNIQHT& 60. 351 riain Str. Andspænis Portage Ave. Gáið að merkinu : Maður á hrafni, Frá Nýja íslandi er oss ritað, dags, 9. September : “Tíðin er köld, en úr- komulítið, Menn eru nú í óðaönn að taka npp garðávexti og eru horfur á að uppskera verði í góðu meðallagi. — Sigurðson-bræður, kaupmenn að Hnaus um, eru nýkomnir heim frá Winnipeg og Selkirk, og komu með gufubát, sem þeir hafa leigt fyrir haustið, til að hlaupa fram með ströndinni og taka fisk hjá bændum, einkum Pickerel. Gefa þeir 1 cent fyrir pundið og getur það orðið töluverður hagur fyrir bænd- ur, ef vel aflast. Svo bætir það til, og ekki alllítið, að þeir bræður hafa svo sett niður vörur, að slíks eru ekki dæmi í Nýja íslandi. Sýna þeir þar sem oft- ar,að þeir eru fyrirtaksmenn í öllu sem lýtur að hag og heiilum bygðarinnar. Prísar eru nú : Kaffi 5 pd. fyrir $1; molasykur 14J pd. fyrir $1; ‘Strong Baker’ hveiti $1.85 100 pd.; salt tunnan $2.50 Alt er eftir þessu í verzlun þeirra, og er slíkt meir en lítill sparnaður fyrir bændur. Vörumagn hafa þeir venju fremur mikið, og mörgum lána þeir, bæði net til fiskjar o.. fl. Enn hefir ekki orðið vart við að hinir kaupmenn- irnir hafi fært niður vöruverðið. Heldur útlit nú að Winnipegvatn fari lækkandi og menn síður farnir að óttast flóð. —í Efri-Fljótsbygð eru úlf- ar óvanalega nærgöngulir. Bændur mega þess vegna hýsa sauðfé á nóttum og geta trauðlega varið það á daginn.— Um miðbik mánaðarins fara menn al- mennt að leggja Pickerel-net i vatnið”. The D. &.L. Emulsion : Is invaluable, if you are run: p down, as it is a food as well as: : a medicine. The D. & L. Emulsion : Will build you up if your general health ia - impaired. \ The D. & L. Emulsion : Is tbe bcst and most palatable preparation of : I Cod Liver Oil, agreeing with the moatdeli- ^ - cate stomachs. \ The D. & L. Emulsion - Is prescribed by the leading pbysicians of - Canada. The D. & L. Emulsion ► Is a marvellous flesh produccr aad will give - - you an appetite. GOc. & S1 per Bottle Be sure you get I DAVI8 & LAWIEMCE Co., LTD. ; : the genoine | MONTREAL ....................... Dánarfregn. Á miðvikudaginn 9. þ. m. þóknað- ist algóðum guði að burtkalla okkar ástkæru dóttur, Júlíönu, til sinna himnesku bústaða, eftir8 mánaða þung- an sjúkdóm. Júlíana sál. var 6 ára og 2 mánaða gömul. Hún var vel gefin, greind og að öllu leyti hin efnilegasta og hvers manns hugljúfi, er hana þektu. Er hennar því sárt saknað af vandalausum sem vinum hennar, þó þeirra harmur sé lóttur í samanburði við harm liinna sorgbitnu foreldra hennar. Jón Gísi.ason. Guðlög Nibi.sðóttir. Glenhoro, 14. September 1896. I. O. F. Stúkan “ísafold” I. 0. F. lieldur sinn reglulega mánaðarfund á miðviku- dagskvöldið kemur, 23. þ. m., á North West Hall. Allir félagsmenn beðnir að koma. Munið eftir deginum, miðvikudags- kvöldið kemur, 23. þ. m., kl. 8. Stephan Thordarson, C. R. PILLUR ÓKEYPIS. Sendið utanáskrift yðar til H. E. Bucklen & Co., Chicago, og fáið frá þeim sýnishorn af Dr. Kings New Life PiUs. Ef þér reynið þær samfarist þór um ágæti þeirra- Þessar pillur verka þægilega og eru hinar beztu við óhægð- urn og slæmum höfuðveik. Við lifrar- veiki hafa þær re.ynzt óyggjandi. Yér ábyrgjumst að þær séu alveg fríar við öll óheilnæm efni, en að eins búnar til iurtaefnum. Þær veikja ekki líkamann, h Idur styrkja líffærin og halda þeim í reglu. Kennarar! Islending vantar á vesturströnd Manitobavatns, til að kenna ensku, 5—10 börnum, yfir 4 mánuði af vetrin- um, nema Jengur verði. Kaup er $6 auk fæðis. Áformað er að kensla byrji Nóvember 1896. Menn gefi sig fram nægilega snemma. Menn snui sér til Ólafs Ólapssonar. Westbourne P. 0. Man. TIL FERÐaMANNA. Eftir 1. Sept. koma og furft ullar fólkslestir á Northern Paciflc frá C. M. & St. Paul vagnstöðvunum á horninu á Washington Ave. og 4th Ave. South, Minneapolis. MICA ROOFING- Hr. W. G. Fonseca. I haust er leið var eitt ár liðið síðan ég þakti heflimyln- una mína með Mica-þófa, sem þér hafíð til sölu, og tjargaði ég það ekki fyr en nærri sex mánuðum eftir að það var lagt. en þrátt fyrir það þó rigningasamt væri bar ekkert á leka og ekkert hafði þekjan skemst við tjöruleysið. Þetta þak þolir bæði hita og kulda. R. D. Paterson. Þetta Mica 4 ekkert skylt við hið svokallaða Metal Brand Ready Roofing. W. G. Fonseca. JS'ýrun og lifrin. ÞEGAR ÞAU GANGA ÚR LAGI, VALDA ÞAU ÞJÁNINGU MIKILLI. Maðar, sem þjáðst hefir í 30 ár, segir frá því hvernig hann læknaðist. Ættu allir að gera slíkt hið sama og hann. Tekið eftir Caledonia, N. S., GoldHunter Mr. George Uhlman var alþektur bóndi er bjó nálægt New Elm og lofar hann rnikið Dr. Williams Pink Pills fyr- ir bata þann, er hann hafi af þeim hlot- ið. Nýlega heimsótti hann dóttur sína í Hemford og hitti þá fréttaritara einn er spurði hann úr spjörunum á þessa leið: “Hvernig stendur á þvi, Mr. Uhl- man, að þér lítið út sem væruð þér 10 árum yngri en þér voruð fyrir 2 árum siðan?” Þá svaraði Uhlman: “Víst er svo, mér finnst ég vera mörgum árum yngri en þá. Ég er nú á 64 árinu og er hraustari en þegar ég var 34 ára. Mönn um er það vel kunnug hór um slóðir að um 30 ára tíma hafði ég miklar þján- ingar af nýrnaveiki og lifrarsýki, og stunduðu mig þá ýmsir læknar, en ekki get ég sagt hvað margar tegundir af patentmeðölum ég reyndi. Um það má margt segja, en h'tinn bata fók óg af þeim. Loksins hélt ég að sjúkdómur minn væri ólæknandi. En nú hefi ég lækning fundið er ég hygg að duga muni, og viljir þú heyraþá skalég segja hvað hún hefir gert mér. Ég var mjög þjáður innvortis af nýrna og lifrarveiki en loks sá ég aug- lýsing um Dr. Williams Pink Pills og réði þaö af að reyna þær. Þegar ég fór að reyna þær, fann óg smámsaman að mér batnaði og moð því ég var búinn að þjást lengi og sáran, þá megið þér geta nærri að óg hélt áfram að brúka meðalið. Batinn fór einlægt í vöxt og er ég hafði reynt pillurnar nokkra mán- uði, þá fann ég að ég var albata orðinn. Það var eins og nýttblóð rynni um æð- ar mínar. Líkaminn hafði árum saman ekki gengt störfum sínum, en nú var alt í besta lagi. Auk þess hafði óg Þyngst að miklum mun og nú get ég unnið dagsverk mitt á búgarði mínum betur en ég hefl getað mörg ár undan- farin. Þetta kann sumum að sýnast oflof, en ég veit vel hvað Pink Pills hafa gjört mér og er þakklátur fyrir og sleppi ég aldrei tækifæri að mæla með meðali þessu. Leyndardómur heilsunnar, styrk- leikans og fjörsius og hreint blóð og styrkar taugar. En Dr. Williams Pink Pills gera blóðið hreint, ríkt af nær- ingar efnum og styrkja taugarnar og er þetta leyndardómur sá, sem fylgir með- ali þessn—það er ástæðan hvers vegna önnur lyf bregðast. Sjúkdómar flestir orsakast af ó- hreinu blóði, eða af langvinnri tauga- veiklun, en æfinlega eru Dr. Williams Pink Pills vissar að lækna, ef þær eru reyndar. Hinar ekta Pink Pills eru seldar í baukum með merkinu: “Dr. Williams Pink Pills for Pale Peoplé”. Gætið yðar fyrir fölsun með því að taka engar pillur, sem ekki hafa þetta merki á bauknum. Sarsaparilla and The Greatest of all Liver, Stomach and Blood Medicines. a spf-cinc fon Rheumatism, Gout and Chronic Complaints. They Cleansc and Purify the Biood. All Druggists and Creneral Dealers. ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALIDORSSON, Park River — N. Dak. FVERY FAM8LY ■“ SHOULD KNOW THAT Is a very remarkable remedy, both for IN- TERNAL and EXTERNAL use, and won- derful in its quick action to rclievo distress. P ATN-If TT T PR i* » suro cure for S«ro jrAlil 1\.11-1^J^I\. Throat, Coutrlis, Chllls* Diarrhœn, Dysontery, ÍratuiM, Chulera* aud all Bowol Complaiuts. PAIN-KIT T FR fí THE I*EST mn. 1 Aiit iULLL.i\ e«ly known for Sea- Sirkneag. Slek lleadaehe, I*«in in tho liaek or Hldc, Rhcuuialism and Aícnraluia, P ATN-KTT T FP is unqukstionably tho 1 mil iULLLiX 1(|;ST IIMMKM IMDE. Itbrlnpts speedv and permanent rf.i.iep in ail rasca of lirulhcs, Cuta, hprains, Scvcro Bumti, ctc. PATN-TCTT T FR *■ the and * trustod friend of the Meehanie, Farmcr, Planlcr, Sailor, and in factali clasHcs wantinK a nicilieínc nlways athand, and saprto usk iuternnlly «r cxternally witA eartainty of relief. liowarn of Imitations. T.-.ko nono but tho ^enuin# “Peury Davis.’’ 8old evcrywhere; ‘Jóc. big bottle. Very large bottle, '>A:. Raffle oz Dans. ### BICYCLE, mjög sterku og í góðu standi, verður raflað á NORTH WEST HALL Miðvikudaginn 23. Sept. næstkom. kl. 7 e. h. Ókeypis dans á eftir fyrir alla þá sem keypt hafa raffle-tickets. Hjólið er til sýnis hjá Mr. Wm. Anderson, Lydia Str,, semeiunig heflr tickets til sölu. Tickets 25 cts. Allir á siglingu til beztu Skraddarabúðarinnar PEACE & OO. 566 lluin 8tr. horninu á Pacific Ave. Fötin snioin, saumuð, og útbúin eins 0g þór segið fyrir. Peace & Co. 566 Main Str. fortlieiiiPaciíie[|y. Getur selt þér farbréf l/ESTUR, til Ivootenay (einasta h'na), Victoria1 Vancouver, Seattle, Tacomaog Portland er í sambandi við brautir sem liggja þvert yfir land>ð'. þóstskip og sérstök skemtiferðaskíp til Alaska. Fljótasta leið og bestir vagnar til San Francisco og annara staða í California. Sérstakt gjald fyrir “túrista” alt árið. SUDUR. Bestu brautir til Minneapolis, St. Paul, Chicago, St. Liouis etc. Hin eina hraut sem hefir borðvagna og Pullmanvagna. AUSTUR. Jjægsta fargjald til allra staða í Austnr- Canada og Austur-Bandaríkja, gegnum St. Paul og Chicago eða vatnaleið gegn- um Dulutli. Greið ferð og engin við- staða ef þess er krafist. Tækifæri til að skoða stórborgirnar á leiðinni ef menn vilja það heldvr. Lestagangur til Dul- utn í sainbandi við N. W. T. félagið, Anchor línuna og N. S. S. félagið. TiL EiiROPU. Káetupláss og farbréf með öllum gufu- skipalinuro sem fara frá Montreal, Bost- on, New York og PJiiladelphia til staða í Evrópu, Suður-Afriku og Australíu. Sklrifið eftir upjilýsingum eða finnið II. Swlnford, General Agent. Cor. Mine& Water St, í Hotel Manitoba, Winnipeg, Man. Kosta minna en ódýrasta blýhvíta. Endast 5 ár Hammar Paints eru þétt i sér. Þau eru sett saman á réttan hátt úr blýi og zinki, eru endingargóð og fást með öllum lituin. Þú gerir málið þitt hreint, end- ingargott og fallegt með því að hræra saman við það nýja Linseed olíu. Engin önnur olía dugar. 4 pottar af þykku (Hammars) rnáli og 4 pott- ar af hreinni Linseed olíu gera 8 potta af bezta máli, sem kostar að eins #1.10 fyrir hverja 4 potta. . . O. DALBY selur alls konar húsgögn, veggiapappir, málolin og gler etc. Ég kaupi heil vagnhlöss af varningi i einu og spara þannig við- skiftavinum mikla peninga. Komið og talið við mig. O. DALBY, Edinburgh, N. Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.