Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 2
HEIíÆSKRINGLA 24 DES.1896. Heimskringla | PUBLI.SHED BY ® The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. | •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: ® $2 um árið tfyrirfram borgað] ® Sent til íslands [fyrirfrain borgað s af kaupendum bl. hér] 91. g •••• $ Uppsögn ógild að lögum nema 9 kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • oeao | Peningar sendist í P. O. Money • Order, Registered Letter eða Ex- • press Money Order. Bankaávis- 9 anir á aðra banka en í Winnipeg • að eins teknar með afföllum. « • • 0 09 EGGERTJOHANNSSON | EDITOR. • EiNAR OLAFSSON J BUSINESS MANAGElt. O • • •• % Office : • Corner Iíoss Ave & Nena Str. J* P. O. Box 305. J •••••••••••••••••••••••* Hagskýrsla. Fylkisstjórnarskýsslan síðasta fyr- :ír 1886, áhrærandi uppskeru í fylkinu o. H. er útkomin og sýnir, að kornteg- unda, uppskera öll í Manitoba var minni •en á var ætlað í skýrslunni. sem út kom í Ágúst. Öll korntegundauppsker an til samans er heldur minna en helirf- ingi minni en í fyrra sumar. Hveiti uppskeran er sérstaklega rýr. — vantar talsvert á að hún sé helmingur á móti hveitiuppskerunni í fyrra. Hveitiupp- skeran í fyrra var 31,775,038 bush, en á ziðastl. sumri ekki nema 14,433,706.— Korntegunda uppskera öll á síðastliðnu sumri var 30,442.552 bush., — í fyrra 61,251.161. Á síðastl. hausti voru kartöflur teknar upp úr 12,260 ekrum í Monitoba, og gáfu þær af sér samtals 1,962,490 bush., eða 160 bush. af ekrunni til jafn- aðar. Aðrir rótaávextir voru teknir úr 6,715 ekrum, .er gáfu af sér samtals I, 898,805 bush., eða 282 bish. af ekr- unni að meðaltali. Fénaður í fylkinu er nú talinn að vera (25. Nóvember): Hestar talsins............... 95,145 Nautpeningur alls............210,507 Sauðkindur alls.............. 33 812 Svín alls.................... 72,562 Fénaður sendur burt úr fylkinu, til slátrunar á síðastl. sumri, aðallega ef ekki eingöngu eil Englands, er þannig talinn : Nautgripir 13,833, svín 3,834. Sauðfé ekki talið. Tíl slátrunar í Wianipeg seldu bændur 22,000 svín á síðastl, sumri, og 226,455 alifugla. Sauðfé og naut- gripir ekki taldir. Af lieima tilbúnu smjöri hafa bænd ur selt 1,469,025 pund á árinu og fengu að meðaltalt 11'] cents fyrir pundið.— Skýrslurnar eru enn ekki algerðar yfir alt smjör sem búið var til á smjörgerð- arhúsum á sumrinu, en gert ráð fyrir að það séu 776 þúsund pund. Áætlað ar og að á sumrinu hafi verið búin til í íylkinu 986 þúsund pund af osti, Áætlað er að 675.315 dollars hafi á sumrinu verið varið til húsagerðar á bújörðuin bænda i öllu fylkinu. Áætlað er að sléttueldar í haust hafi ollað eignatjóni, er nemi 950,000,— móti $138,840 í fyrra. Sjaldan eða aldrei áður hefir eins mikið af ökrum verið tilbúnir fyrir sán- íng undir eins og snjó leysir, eins og mú. Er talið að þannig séu tilbúnar fyrir sáningu 968,830 ekrur, — þar af haustplæging 524,810 ekrur, hvílt land 361,610 ekrur og ný plæging (fjrrsta plæging) 82,710 ekrur. VKITT HÆ8TU VBROLAUN A HF.IMSSÝNINGUNN DH BAHINO POWDIR IÐ BEZT TILBÚNA •oblönduð vinberja Cream of Tartar powder. Ekkert áiún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. j Framfarir íNýjaíslandi Það er hvorttveggja að það hefir lengi klingt, að Nýja ísland sé fram- faralaust hérað, enda verður þvi ekki neitað að framfarir þar eru litlar, þegar á heildina er litið. Þó einkum að því er landbúnað snertir. En þó eiga þar sér stað framfarir og þær ekki svo litl- ar hjá ýmsum einstaklingum. Það hefir lengi verið viðurkent af öllum þorra manna, að þeir bræður Stephan og Jóhannes Sigurðssynir, kaupmenn að Hnausum séu stórvirkari í að ryðja sér braut en aðrir í nýlendunni, enda hafa þeir lika gefið ástæðu til þess á- lits. Þó hafa þeir aldrei tekið eins stór skref og þeir eru að taka nú. Sem stendur hafa þeir fjölda manns í vinnu norður á “Little GeorgeV’-eyju í Winnipegvatni, yfir 200 mílur frá Sel- kirk. Eru þar nokkrir að byggja ís- hús, aðrir að taka upp ís og aðrir að höggva eldivið—Cord-wood. Heima hjá sér hafa þeir og ákveðið að láta höggva mikið af eldiviö i vetur og eru þegar byrjaðir á því. Alt þetta er undirbúningur til að geta stundað fiskiveidar f sumar komaudi í stórum stíl á norðurvatninu. En það þarf meira en þetta til þess. Það þarf gufu- bát líka, en hann er ekki til. Auk þess því að leggja í allan þann kostnað, sem ofangreind störf hafa í för með sér, í netaútgerð o. s. frv., liafa þeir því ákveðið að smíða nýjan gufu- bát í vetur og verður að líkum byrjað á því í næstk. Janúar. Verður hann stærstur bátui á Winnipegvatni, að undanteknum þeim ‘City of Selkirk’ og ‘Premier’, og svo rambyggilega gerður sem föng eru á. Trjáviður rétt allur í bátinn verður fluttur vestan úr Brit- ish Columbia og æfður skipasmiður frá Bay City í Miohigan hefir verið fenginn til að standa fyrir smiðinni. Vélarnar voru keyptar í fyrravetur hjá einu bezta vélasmíðisfélaginu i Toronto—J. Perkins-félaginu, og hafa þær legið í Selkirk síðan i sumar er leið. Þeir sem hafa skoðað þær og vit hafa á slíkum hlutum ber saman um að ekki séu aðr- ar slíkar á Winnipegvatninú. Á bátn- um verður frystihólf sem rúmar tvö járnbrautarvagnhlöss af fiski (um 30 tons). Er svo til ætlað að báturinn verði albúinn í vor er kemur, undireins þegar is leysir af vatninu. Það er í stórt ráðist þetta fyrir menn, sem ekki hafa því meiri efni. Þeir hætta öllu sínu í þetta fyrirtæki og til þess þarf meira !en meðal þor og kjark. Alls vegna er því óskandt að fyrirtækið heppnist. Það er þýðingar- mikið fyrir Nýja Island sérstaklega, að því er atvinnusnertir, því það hafa þeir bræður hugsað sér að hafa helzt enga aðra enlíslendinga í þjónustu sinni. En eins og Islendingar hafa rekið sig á er hinum hérlendu fiskifélögum tamt að taka svo marga kynblendinga og Indí- ána í vinnu, af því þeir íást fyrir minna kaup en aðrir, og vilja að auki þola meiri vosbúð og verri aðbúnað að öllu leyti en aðrir. Gangi þeim bræðrum vel, getur það orðið til þess að aðrir fari að gefa fiski- veiði í stórum stíl gaum betur en áður og fari að leggja sig fram til, þess að annað islenzkt fiskiveiða- og verzlunar- félag komist á fót. Því, ef vel er á haldið, — ef stjórnin ekki leyfir sérstök- um vinum sínum að sópa öllum fiski úr vatninu með fyrirdráttarnetum, þá er fískiveiði og verzlun á Winnipeg- vatni ekki nema rétt að byrja. Vér óskum Ný íslendingum til ham- ingju með þessa tilkömumiklu stofnun jafnframt og vér óskum að fyrirtækið heppnist þeim bræðrum eins vel og þeir verðskulda að það heppnist. Kostbært þing. Ef samþykt verður frumvarp Loui- siana-þingmannsins, og það er langtfrá óhugsandi að það verði, fer þjóðþing Bandaríkja að skara bam úr flestum, ef ekki öllum þingum, að því er kostnað snertir. Ef þing er alskipað sitja þar nú : I neðri deild 357 menn og í efri deild 90. Eins og nú stendur hefir hver þessara manna 95000 laun um árið—rétt um $16 á dag fyrir hvern virkan dag í árinu. Að meðtöldum aukalaunum þingforsetanna, eru þingmannalaun þessara 447 manna samtals um 2,240,000 dollara, auk alls ferðakostnaðar. En þetta þykja ekki lífvænleg laun og þess- vegna er stungið upp á að auka alla upphæðina svo nemi 81,345 000 á ári. Fáist sú launaviðbót, verða þingmanns- launin út af fyrir sig, auk ferðakostnað- ar vitanlega, nokkuð meira en $3J milj. á ári. Fái þeir þyí framgengt að launin verði þaimig aukin, efrideildarþing- manna gerð $10,000 og þeirra í neðri- deild $7,500, þá verða laun þeirra á hverjum virkum degi: I efrideild $33,33 en i neðrideild $25,00,—eða $2.50 á hverja klukkustund, sé þeim ætluð 10 srcmda vinna á dag, að meðaltali, og það er sannarlega vel í lagt. Það er síst að undra þó nógir bjóðist, sem hafa allan vilja til að verða þjóðþingmenn. Eins og nú er, er svo talið að efri- deild Bandaríkja þjóðþingsins, sé kost- bærasta þiugdeildin í heimi undir eins og hún er efalaust rikasta þingdeildin. þvi þangað kemst helst enginn, sem ekki er í tölu miljónaeigendanna. Þó verða það því fremur sönn ummæli um efrideildina, ef samþykt verður að færa laun þingmannanna úr $5,000 í $10,000. Fáist sú launaviðbót, verða laun þeirra virkilega sem næst $15,000 á ári fyrir hvern mann. Aukagjöld þeirra nema sem sé nú orðið sem næst $5,000 á ári,— voru rétt $1883 á hvern efrideildarþing- mann á síðastl. ári. I þessum aukagjöld. um er falinn ferðakostnaður o. þvl. í neðrideild eru þingmenn það sparsam- ari, að férðakostnaður þeirra og auka- gjöld til samans nam bara $939,00 á mann á síðastl. ári. Með öðrum orðum þar sem efrideildarþingra >nn þurftu einn dollar í aukakostnað, þar létu neðri- deildarþingmenn sér nægja 20 cent. Það er hvorttveggja að staðan er vandasöm og dýrt að búa í Wathington, enda má þjóðin út með skildinginn til þingmanna sinna,—yfir $3 milj., eins og nú er, að eins í laun og ferðakostnað. Antonio Maceo. Það er enn alveg óvíst að þessi her- konungur Cubamanna sé dauður. Sög- urnar um það og lýsingarnar af likinu, fötum sem hann var í m. fl. sýnist auð- vitað svo greinilegar, að þar geti eng- inn efi verið. En þess ber að gæta að þetta er í sjöunda skiftið að Spánverjar hafa útbreitt þá fregn, að Maceo væri fallinn. Það er líka sannast að Cuba- menn trúa því ekki enn, að sögurnar sé sannar. Sem vott þess má geta þess að 17. þ. m. kom bréf frá Havana til manns í Key West á Florida, þar sem segir að í stað þess að liggja dauður í Havana sé Maceo nú á ferðinni til móts við yfirherstjóra Cubamanna— Maximo Gomez, og að hann hafi með sér 5000 hermenn. Það er sagt að enda í Havana séu menn farnir að halda sög urnar um dauða hans nokkuð blandnar Meðal annars er því haldið fram, að líkið sem stjórnin geymir og segir lík Maceos sé af eldri manni en Maceo, og að maðurinn sé alskeggjaður, þar sem Maceo hafi bara efrivararskegg. Fregn- riti blaðs eins hafði boðið $250 fyrir ljós mynd af líkinu, ef það væri lik Maceos. og $100 fyrir myndina undir öllum kringumstæðum, en u.yndina fær liann ekki enn og þykir gi nsamjegt. Maceo er fæddi ; 1818 og er hinn siðasti af 9 bi æðruin sínum, sem allir hafa látið lítíð í fi. Isisbaráttu Cuba- raanna. Faðir liai ■», Marcus Maceo, var bóndi, og hafði bann Antonio sí felt í ferðalögum m ili búgarðsins og kaupstaðarins. Einu sinni þegar liann kom heim úr kaupstaðaiferö áriö 1888 sagði hann þær fréttir, að Cubamenn hefðu hafið uppreist og að hann vildi fylla flokk þeirra og berjast gegn Spán- verjum.sem hanri á ferðum sínum liafði lært að hata fyrir meðferðina á fólkinu. Karl faðir hans hafði vænt'bú og 11 börn, 9 drengi og 2 stúlkur, og leizt þess vegna ekki á tillöguna. Fékk hann talið svo um fyrir eldri sonum sínum, að þeir afréðu að vera kyrrir og afskiftalausir. En karl var samt með lífi og sál með Cubamönnum, og að þvi höfðu [Spánverjar komizt, því kvöid TVVTVTTTTTTTTTTTTTVTT t Ths . a J 3 Is invaluable, if you aro run i\vn, as it is a fcod as well as medieine. rho D. & L. Emiilsion II boild yoa up if your general health is mpaired. rho & L. Efmiision :ho bc3t and mos.t palatabfc preparation of ;od Livcr Gil, agreeing with íb« moatdeli- ate stomachs. rho D. & L. Emulsion írescribed by the leading pbysicians of ^anada. rho D. & L. Emulsíon : a marvellous fleth prodncer and will give ou an appetite. 50«. &. ©1 per Boitle sure you gct j OAViS & lAWBtNCE Oo., ITO. he geiiuúltí | MONTREAL eitt þegar karl og eldri synir hans komu heim úr kaupstaðarferð, var bú- ið í rústum, húsin brend, kvikíénaður burtnuminn, uppskera eyðilögð. koDa hans bundin við tré og liandleggsbrot- in, 6 yngri synir hags alblóðugir og meðvitundarlausir, og dætur hans flúnar út á skóg og hálfdauðar úr hræðslú og örvinglun, Nú var ekki lengur ástæða til að hika. Daginn eftir var konum og yngsta syni komið fyrir í nágrennini, en karl kallaði sonu sína átta á fund og lét þá einn eftir annan vinna þess eið, að leggja aldrei árar í bát fyrr en Spánveriar væru flæmdir burt af Cuba og eyjarskeggjar frjálsir. Að þeir hafi haldið þann eið, sannar saga þeirra, sem skráð er með eldi og blóði um þvera og enddanga eyjuna. Um þessar mundir var yfirherfor- irigi Cubamanna Maxirno Gomez með flokk manna í fjöllunum upp af búi þeirra feðga. Einn dag var leiddur fyrir hann aldraður maður, hár vexti og holdskaipur, með 8 unglingspilta með sér, sterklega, en stirðlega, Vildu þeir allir gerast liðsmenn. “Kunnið þið að berjast ?” spurði Gomez. “Ef til vill”, svaraði karl og brosti. Rétt á eftir fór spanskur riddaraflokkur þar um og var flokxur manna sendur til móts við þá, og sem hjó Spánverjana niðurístrá. Fremstir í þeim flokki voru Marcus Maceo og synir hans átta. I þeirri fyrstu hviðu féll faðirinn, og synir hans 3 voru fallnir innan þriggja mánaða. í þeirri 10 ára styrjöld féllu og 4 aðri r bræður Maceos: Miguel, Ju- lio, Filepe og Thomas. Antonio stóð einn eftir, því yngsti bróðirinn, Jose, var of ungur enn til að bera vopn. An- tonio var hvervetna þar sem mannhætt an var mest og vann einn sigurinn á fætur öðrum. Eftir að hann varð flokksforingi kom hann fjandmönnum sínum stundum svo á óvart, að hann hjó þá niður og rak á flótta, áður en þeir gátu hleypt af einni byssu. Um þessar mundir hitti hann erkifjanda sinn Valeriano Weyler, sem nú er und- irkonungur Spánverja á Cuba, í fyrsta skifti, og varð fyrsta kveðjan sú, að Wayler flúði og skildi eftir á vígvellin- um 500 menn særða og dauða. Stuttu síðar var Maceo gerður að hershöfð- ingja og lagði hann sig þá fram betur en nokkru sinni áður. í eirini orust- unni var hann skotinn og/órkúlan gegnum lungnablað, en hann komst uridan og lifði. Eftir það var hann varkárari. Um þossar mundir gekk •J"se bróðir hans í her Cubamanna og f.vlgdi Antonio .hvervetna. Tóku þeir þá upp þá hernaðaraðferð, að leggja bygðir og býli Spánverja í rústir.brenna og bræla. Mitt í þessum æðisgangi írétti hann að foringjar Cubamanna hefðu gengið að friðarsamningum við Spánverja. Féll honum það illa, en svo varð þó að vera, og hélt hann þegar suður til Ja- maica. Samkvæmt samningi fluttu Spánverjar hann og undirforingja hans alla þangað á spænsku herskipi, því upp á þá skilmála eina vildi Maceo leggja niður vopniti. Þegar til Jaina’C i kom settist hann við að lesa um her- stjórn og las alt sem hann náði i seiu nð því laut. Eftir 2 mánuði fór liann ul New York í dularklæðuin og þaðuil vestur á hermannaskólann í West Point í New Yorkriki og náði sór þar í vinnn sem hestasveinn. Engan á skólanum gruriaði að þessi hðrundsdökki, þægi og viljuci þjónn með eldsnöru augun væri hin nafnkunna hetja Cubainanna.Hann kom sér Jiar vel við alla og á laun las hann og læiði alt sem lært varð í sam- bandi við herrnensku Og herstjórn. Þegar hann hafði þannig í laumi numið alt sem kostur var á á skólanum fór hann til New York og þaðan með fyrstu ferð til Costa Ri-ca i Mið-Ame- riku og Iiafði með sér allar lierfræðibæk ur, sem íiann gat náð f. Þar hélt hann áfram náminu og æfði sína gömlu fylg- ismenn og undirforingja, er þar voru hjá honum. Árið 1888 fór hann að brjótast, í að koma af stað uppreistinni, sem tni stendur yfir. Fór þá fram til Cubii og li-zt vera ökumaður, en Spán- v rjar komust að hver hann var áður en langt !nið og neyddu hann til að flýj.i, þaðan. Hélt hann þá til Costa Rici aftur og fór þá að skrifast á við Cuba->vini í ötlum löndum. Af því leiddi að viuir Cuba fóru að sameina sig í félög um þv r og endilöng Bandarík- in. í lok ársins 1894 var alt tilbúið og i lok Febrúar 1895 flaug sú fregn um lönd öll :< ö ,v« jöld væri hafln á Cuba. í Febrúav fór \Iaceo fram til eyjarinn- ar i aðð 16 æfða foringja, en ekki voru þeir f.yrri ! omnir á land, en Spánverjar róðus < þá Stóð viðureign þeirra í tvo sólarhringa og fóllu þar sumir af mönnum hans. Og einu sinni skall hurð svo nærri hælam, að kúla smaug gegnum battinn á höfði Maceos. Um siðir komst hann undan og fór eiim síns liðs urn skóga og dróg fram lífið á á- vöxtutn einum. Einn daginn rakzt hann á hóp af Cubamönnum, sem her- tóku hann þegar og drógu hann fyrir foringjann, er spurði hver hann væri. “Eg er einn þeirra, sem vil leggja lífið í sölurnar fyrir frelsi Cubamanna”, svaraði hann. “Hvert er nafn þitt ?” spurði for- inginn, sem ekki leizt á þennan mann, allan rifinn og tættan. “Antonio Maceo”, var svarið. Foringinn var tregur til að trúa því fyrst um sinn, að þessi ræfill væri hirm nafnkunni leiðtogiCubamanna, en inuan skams komu menn fram sem þektu hann og var þá fögnuður Cuba- manna mikill. Innan fárra vikna var hann búinn að safna saman 1000 ötul- um fylgismönnum og var þá tekinn að kljást við Spánverja. Síðan hefir ekk- ert uppihald verið á sókninni. Jafn- framt og hann hefir litað landið í blóði fjandinannanna hefir hann jafnt og stöðugt aukið lið sitt og Cubamanna í heild sinni. Og nú lcemur sagan, að hann hafi fallið í smáorustu, svikinn í trygðum. En sem sagt, Cubamenn trúa ekki enn að hann hafi látið gabba sig og að svo lítið hafi lagzt fyrir helj- artnennið. Heilla-óskir margar hafa borist blaðinu Montreal “Witness” á síðastl. ári. í minningu þess að þá voru liðin 50 ár frá því blaðið fyrst kom út, hafa útgefendurnir prentað fjölda af bréfum frá gömlum viðskiftamönnum, þar sem lýst er einu og öðru ástandi fyr- ir hálfri öld síðan. Auk þess sem bréfin öll voru sérlega fróðleg, lýstu þau öil á- nægju sinni yfir blaðinu og óskuðu því langra og góðra lífdaga. Hér er eitt sýnishorn þessara bréfa, hvað blaðið sjálft snertir : “Það var sóknarprestur minn, sem fyrst kom mór til að skrifa mig fyrir blaðinu. Hann var að tala um óhoil- næma “literature”,á stólnum,og mintist í því sambandi á “Witness,” sem hann mælti með sem ákjósanlegu blaði fyrir unga og gamla. Stuttu síðar sendi ég eftir blaðinú, og þó síðan séu nú liðin full tuttugu ár, hefi ég tekið það reglu- lega síðan og haft bæði gagn og ánægju af. Verðið er mjög lágt, en “Witness’’ er sannur Daníel í blaðaflokknum. Það berst ætíð fyrir réttlæti, hófsemi og öllu sem mannkyninu er til góðs og skapar- anum til dýrðar. Og svo hefi ég þá einu bón fram að bera, að stórveldi landsins, blöðin og kennimennirnir, vinni að út- breiðslu þessa tilkomumikla blaðs og að blöðin taki þessa grein, eitt eftir öðru og að prestarnir mæli með Witness af stóluum. Jnhn W. McKenzie, Glen Oak, Ont. Ungur nftur. Yiltu sleppa við lasleika elli- lúanna ? Paines Celery Compound er styrkjandi og lífgandi fyrir þá sem g-amlir eru. Gamlir menn virðast verða lasnari og lasnari eftir því sem mánuðirnir líða. Þeir þjást af hægðaleysi, vindþembingi, drunga og doða, gigt, meltingarleysi og flogagigt. Þeir eru búnir að hafa einn eða fleiri af sjúkdómum þessum árum sanjan. Sjúkdómar þeirra stafa allir frá taugnnum. Paines Cf;ler.V’ Compound er heims- ins besta meðal við öllum kvillum sem þjá gamla meiin. Það kemur reglu á lifrina, innýflin og nýrun, og eyðir ó- reglum þeim, sem svo oft þjá gamalt fólk. Hinir bestu læknar mæla fram með Paines Celery Compóund sem örf- andi lífskraftana. það eykur matarlyst- ina og styrkir dásamlega meltinguna- Þegar þú ert gamall orðinn, þá skaltu brúka Paines Celery Compound. Það mun styrkja þig, endurnýja lífsafl þitt og auka árum áuægju og friðar við æfi þína. Áður fyrri var fjöldi manna með eyddu lifsafli og eyddum þrótt á leiðinni til að verða karlægt fólk alla þeirra æfi, en þeir þafa heilsu náð og orðið hraustir og heilsugóðir, ef að þeir hafa brúkað þetta náttúrunnar besta lífgandi meðal. Vertu viss um að fá “Paines,” lyfið sem gerir inennina unga og hina sjúku heilbrigða. Dánarfregn. Laugardaginn 28. Nóvember næst- liðinn lózt í Victoria á sjúkrahúsi bæj- arins Miss Anna Mýrdal á 20. aldui sári. Dauðamein hennar var mjög hastarleg lungnatæring, sem byrjaði með blóð- uppgangi frá vinstra lunganu. Hún veiktist 2. Október, lá því að eins tæpa tvo mánuði. Virtist hún sjaldan mjög þjáð, jafnvel þó hitinn væri ait af mik- ill í likama bennar. Veikindi þossi bar hún með einstakri stillingu, kvBÍnaði aldrei, en sagði ávalt að sór liði vel. Nóttina siðustu som húu lifði þyngd’ henni svo, að morguninn eftir var sent til mín, og var ég því stöðugt hjá henni frá lieim tíma þar til um kvöldið kl. nálægt 7 að hún andaðist, Áður hafði ég ekkí fengið að vera hjá henni nema tvo til þrjá tíma á dag. Þegar ég kom til hennar þenna Sama morgun, sagðist hún vera betri, og var hin rólegasta og talaði svona orð og orö við mig allan daginn, og eftir að seinna um daginn, að Dr, Frank Hall, sem stundað hafði hana í banalegunni, hafði vitjað henn- ar, sagði bún að sér liði nú betur, því hún bar mikið traust til hans sem lækn- is, enda er hann álitinn að vora góð- ur læknir. Anna sál. hafði fult ráð og rænu fram í andlátið, og ávalt miðuðu orð hennar að því að hughreysta mig,— Hún fékk hægt an(Jlút og sofnaði ró- leg hinum hinsta svefni. Jarðarför hennar fór fram 2. þ. m. frá baptista-kyrkjunni á Spring Ridge í viðurvist flestra íslendinga i Victoria og ýmsra fleiri. Rev. P. H. McEwen hélt góða og huggunarríka ræðu og lét syngja tvo ágætlega vel við eigandi sálma og svo talaði hann nokkur hjart- næm orð yfir gröfinní. Arina sAÍ. var fædd í Nýja íslandi 23. Júlí 1877, fluttist þaðan með foreldr um sínum 1880 til Pembina í Norður- Dakota, hvar hún dvaldi 7 ár, og flutt- ist svo áriðjl887 til Victoria í British Columbia og þaðan aftur eftir 7 ára dvöl eður árið 1894 til Point Roberts í Washington. Hún var ávalt í foreldra húsum, þar til hún fyrir rúmu hálfu öðru ári síðan fluttist aftur til Victoria og vann þar í vistum hjá góðu fólki mjög vel látin, því svo mátti að orði kveða að hún væri hugljúti hvers manns er kyntist henni. Hún var greind og námfús, stundaði skólanám sitt með alúð og ástundun og náði á- valt bezta vitnisburði fyrir hegðun.— Anna sál. var búin að ráðgera að koma heim til okkar foreldra sinna fyrripart þessa vetrar og dvelja hjá okkur langan tima, en henni auðnaðist það ekki, og við foreldrar hennar, sem hún elskaði og virti í lifinu ásamt öðru vandafólki, sem þráðu heimkomu hennar, urðum alt i einu svift þeirri gleðiríku tilhugs- un, en í þess stað sjá hana hverfa úr tölu hinna lifendu, og meguin nú þreyja syrgjandí, en þó gleðjast í voninni um að fá (að enduðu skeiðhlaupinu) að sjá hana aftur og koma til hennar í dýrð- inni, hvar maður vonar að enginn ást- vinaskilnaður framar eigi sér stað. Hennar minning lifir því í blessun í hjörtum vorum upp til þeirrar gleði- ríku stundar. I sambandi við þetta ofanskrifaða get óg ekki látið hjá líða að minnast með fáum orðum á þá mannúðarfullu hluttekning, er landar mínir í Victoria sýndu mór við þetta tækifæri, því svo mátti að orði kveða, að hver keptist við annan að sýna mér velvild og taka þátt í kjörum mínum, og að síðustu við jarð- arförina veittu mór þá ánægju að heiðra minningu dóttur rninnar með nærveru sinni. Og þar á ofan urðu nokkrir til bæði í oröi og verki að styrkja mig að gera útförina sein veglegasta. Að óg ekki tali um öi læt» læirra hjónanna Mr Jólianns Breiðfjöi ðs og konu hans, Önnu systur minnar, sem fyrir utan það að liýsa mig og fæða í fuilan mán- uð emlui gjaldslaust, gáfu mér $10,00 í peninguin, og svo eftir að ég kom heim i"eð þessi sorgartíðindi, urðu þau hjónin Áriií sonur minn og Sigríður kona hans til að gefa mér $25,00 í peningum, fyrir utan alla aðra hjálp og nluttekning, er þau hafa sýnt mér og konu minni, sér- staklera við þetta tækifæri. Fyrir alla Þessa hjálp og mannúðarfullu hluttekn- ing, votta ég í nafni sjálfs míns og konu minnar okkar innilegasta hjartans þakklæti, biðjandi góðan góðan guð að endurgjalda þeim öllum í rikum mælir, er þeim mest á liggur. Sigurður Mýrdal. Point Roberts, 12. Des. 1896. Vænt þótti licnni um fyrstu tilraunina. Kona ein, og móðir margra barna, sem býr í St. John, N. B., seair A þessa leið : . "Ég skal a'drei glejrma því er ég reyndi fyrst Diamond Dye. Bóndi minn átt.i sunnudagafrakka, sem farinn var að verða hálfljótur og upplitaður. Hoh- um var því orðið nauðsynlegt að fá sér annan, en hann gat það ekki. Við hugs- uðum um það einn dag eða tvo og stakk ég þá upp á því að lita mætti frakkani* I svörtum lit og sagðist skyldi gjöra |>nú Ég hafði aldrei litað neitt Aður, en h»fði heyrt, hve létt væri að lita úr Diaifl°n(l Dye. Keypti ég því einn böggel af “Fast Diamond Dye Black for Wool” og fór að lita. Var ég hrædd og kvíðandi að ég mundi eyðileggja frakkann ; en þó fylgdi ég reglunum nákvsemlega og lukkaðist svo vel, að óg varð stórkost- lega ánægð. Mér hepnaðist betur en ég gat gort mér nokkrar vonir um og bóndi minn var hæsta-ánægður. Þegar búið var að þurka og pressa frakkann, leit hann út sem nýr frakki úr skraddara- búðinni. Hafið þökk fyrir yðar ágætu liti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.