Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 24 DES. 1896. — Winnipeg. Hra, Kristján Jónsson að Baldur, Man,, náði kjðri sem oudviti sveitar- stjórnarinnar í Argyle, hinn 15. þ, m. Ef þú kemur í islenzka bakariið í dag eða á morgun, geturðu fengið alis- lenzkar jólakökur fyrir 10 cent stykkið. Tíðin hefir verið góð það sem af er mánuðiuum. Marga daga og enda næt- ur ýmist alveg frostlaust, eða því sem næst. Mrs. Hallson. kona Vigfúsar Hall- sonar i Glasston, N. Dak., fór heimleið- is á mánudaginn var, eftir 3 vikna dvöl hér í bænum. Vér þökkum hér með Bromley & Co., sem búa til tjöld, rúmsængur o. s. frv, hér i bænum, fyrir ljómandi fall- egan Calendar fyrir árið 1897. Úr prívatbréfi frá Chicago fréttum vér, að í Kanpmannahöfn sé3 menn búnir að skjóta saman í jarðskjálfta- sjóðinn íslenzka milli 80 og 90 þúsund krónum. Leitið uppi auglýsingu hr. Alfred Andersons í Minneapolis, á öðrum stað í blaðinu, og skrifið honum svoum frek- ari upplýsingar. Það má skrifa honum á ísienzku. Hr. Pat. O’Connor, sem leng’ hélt Nicollet Hotel, hefir nú tekið við stjórn- inni á English Chop House,—skamt fyr- ir sunnon pósthúsið. Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu. Good-Templar stúkan Hekla heldur sína venjulegu árshátíð í North-West Hall á þriðjudaginn kemur, 29. Des. Þar verður Jólatré og skemtanir góðar og margvíslegar. Sjá auglýsinguna. Bóluveikin. Hún útbreiðist ekki meir að því er séð verður. Uppþotið hefir haft það gagn í för með sér, að nú er búið að bólusetja öll börn á skólaaldri sem ekki höfðu verið bólusett áður. Leiðrétting. í skránni yfir nöfn gefenda í jarðskjálftasjóðinn, í Hkr. 10. þ. m., var fyrir misskilning sett nafnið Björg J. Thorkelsson. Wpg., þar átti að standa : Mrs. Guðleif Jónsdóttir, Scotsview, Man. Jólatrés-samkoma í Tjaldbúðinni í kvöld (Jólanóttina). Á móti gjöfum á tréð verður tekið í dag í kyrkjunni frá kl. 10 f. h. til 5 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir. — Guðsþjónusta í Tjald- búðinni á morgun (jóladag) kl. 3 e.h. og fer þá fram altarisganga. Til þess að fyrirbyggja misskilning, skal þess getið, að Ljóðabók Þorsteins Erlingssonar verður að eins seld hér vestra í bandi (ekki í kápu), og kostar fyrir áskrifendur að “Bókasafni alþýðu” $1.00—$1,20. Bandið verður vandað og fallegt, og mundi samskonar band kosta hér 50—75 cent. — M. Pétursson. Hr. J. P. Sólmundsson á Gimli kom til bæjarins á mánudaginn var. Tíð- indi segir hann engin sérleg, að undan- teknu því, að í vikunni sem leið (á fimtu dag) hafðihr. Syeinn Thomson, aktýgja- smiður í Árnesbygð, slasast. Hvernig hann meiddist eða hvað mikið, var ekki vist, en álitið að hann hefði kviðslitnað. Hefirðu fengið þér alt sem þú þarft til jólanna? Ef ekki, dragðu þá ekki lengur að líta inn i aldínadúð Jsns Hall, 405 Ross Ave. Auk aldina alls- konar, sætmetis, vindla o. s. frv. hefir hann enn mikið af barnaglingri af öll- um tegundum, sem hann vill losast við fyrir nýár, ef mögulegt er. Northern Pacific járnbrautarfélagið gefur vanalegan afslátt á fargjaldi um hátíðirnar, til allra staða innan Mani- tobafylkis. Maður borgar fult far aðra leiðina en ekki nema einn þriðja til baka Þessir farseðlar verða til sölu frá 21. til 24. og frá 28. til 31. þ. m., og eru gild- andi þar til 2. Janúar. . Ég hefi nú aftur nýfengið nokkur eintök af hinni nýju útgáfu af Ljóðabók Jóns Ólafssonar. Kostar hún, eins og áður var auglýst, í mjög snotru bandi, gylt á kjöl og hlið, að eins 75 cent. Mjög lagleg vinagjöf um nýjárið og hugðnæm fyrir alla þá, sem kunna að meta vel kveðin ljóð. M. PÉTURSSON. W. W. Ogilvie, aðaleigandi Ogilvie- mylnufélagsins stóra, hefir gefið $1,000 í byggingarsjóð sjúkrahússins hér i bæn um. Sjúkrahúsið er of lítið enn og er þetta fyrsta innleggið í sjóðinn sem þarf að safna áður en það verður stækkað meira. Samdægurs gaf Mr. Ogilvie sjúkrahúsinu í St. Boniface $500. Hr. Gunnsteinn Eyjólfsson náði kjöri sem sveitarráðsmaður í Fljótsbygð (3. kjördeild sveitarinnar), hinn 15. þ. m. Fékk 29 atkvæðum fleira en gagn- sækjandi hans, fyrverandi sveitarráðs- maður Pétur Bjarnason. George H. Campbell, ráðsmaður strætisbrautarfélagsins hér í bænum. segir af sér þvi starfi í lok þessa mán- aðar og flytur til Inámubæjarins Ross- land í British Columbia, sem nú er að þjóta upp. Fyrst um sinn 'ætiar hann að gefa sig við gullnámuverzlun, þvi í sumar komandi er búizt við að þar verði meira æði, en nokkurntíma i Winnipeg sællar minningar 1881—’83. Fyrir ári siðan var Rossiand ekki til, sem bær, en nú eru þar um 8000 íbúar og tiltölulega vel bygður bær, raflýst- ur og með flestum áhöldum sem þéna til gagns, þæginda og ánægju. Og þangað verður í sumar komandi bygð járnbrautin frá Lethbridee um Hrafna. hreiðursskarð, ef unt verður að koma svo miklu í verk á einu sumri. Vega- lengdin frá Lethebridge til Rossland er um 800 milur eft ir fyrirhugaðri braut, en um 500 mílur eins og nú þarf að fara, — um Calgary og þaðan til Revel- stoke. Dagatöflur (Calendar) fyrir árið 1897 eru farnar að koma á gang. Fyrstu töfl- urnar sem Hkr. bárust og sem hún hér með þakkar gefendunum fyrir, eru frá Gísla Ólafssyni, mjöl og fóðursala á King Str. og John Anderson, kjötsala á Portage Ave.,— báðar töflurnar mikið eigulegar. Þarf islenzkan umboðsmann til að selja "Our Native Herbs”, hið mikla blóðhreinsandi lyf, $1,25 virði endist í 200 daga. Ef meðalið kemur ekki að halði er peningunum skilað aftur. Allar upplýsingar fást að 486 Pacific Ave. Winnipeg. Alt-læknandi meðal. James L. Francis, bæjarráðsmaður í Chicago, segir: “Eg álít Dr. Kings New Discovery óbrigðult meðal við hósta, kvefi, og lungnaveiki þar eð ég hefi hrúkað það á heimili mínu i næst- liðin fimm ár, og aldrei þurft á lækni að halda.” Séra John Burgus, Keokuk, Iowa skrifar : “Eg hefi verið prestur í bysk- upakyrkjunni í 50 ár eða meira, og hefi ég aldrei haft neitt meðal sem hefir haft jafngóð áhrif á mig og bætt mér eins fljótt eins og Dr. Kings New Discovery.’ Reynið þetta frábæra hóstameðal þegar Flaska til reynslu ókeypis í öllum lyf ja- búðum. j Ny=fengin • • 60 pör af hneptum kveDnskóm, ljómandi fallegum, með “patent”-leður • á tánni. Venjulega verðið á þessum skóra er $1.25, en vér látum þá 2 fara fyrir $1,00. 5 ENNFREMUR • 60 pör af flókaslippers kvenna, með saumuðum leðursólum, fóðraðir J með ullardúk, með þykkri táverju. Meðan upplagið hrekkur fara þeir • fyrir 80 cent. — Það eru enn eftir nokkur pör af 20 centa vetlingun- ^ um góðu, fyrir karlmenn. j E. KNIQHT & CO. j • 351 nain Str. Andspænis Portage Ave. • • Gáið að merkinu : Maður á hrafni, ; • Lá við slysi! : Hann Jón Tóusprengur var nærri kafnaður hér um daginn svo mikill • asi var á honum að láta Björn nábúa sinn vita hvað góð kaup og vandaða • vöru hann hefði fengið á 131 Higgin Str. hjá W. KIiACKADHU. Slíks kvaðst hann engin dæmi vita ! • _____________ Hinn 12. þ. m. gaf friðdómari Pét- ur J. Skjöld, að Hallson, N. Dak., sam- an í hjónaband hra Krisrjan Indrioa- son og ungfrú Sigrím Brynjólfsson, systur þeirra bræðra Magnúsar mál- færslumanns og Skafta. Hjónavígslan fór fram i húsi hr, Sigurðar Jónssonar, tengdasonar Brynjólfs, og þar búa hin ungu hjón í vetur. Hkr. árnar hinum ungu hjónum allra heilla. Einn stærsti hveitikaupmaðurinn hér í bænum. N. Bawlf, fékkámánu- daginn telegrafskeyti frá kaupmanni í Buenos Ayres í Argentínu, er áður var til heimilis hér í bænum. Segir hann að þar sé ekki til nema 20 milj. bush. af hveiti til útflutninga og hveitið slæmt. Er það þýðingarmikil frétt, er sést af því, að i fyrra voru þaðan send til út- landa 40 milj. bushel og 1894 60 milj. Jólagjafir að gagni og sem öllum koma vel eru fáanlegar í búð Guðm. kaupmauns Jónssonar á suðvestur- horni Ross Ave. og Isabel-str. ekki síð- ur en niðri á Aðalstræti, og dýrari eru þær ekki. Hver sem vill getur sann- færst um það með því að spyrja um verð á silkiklútum, fingravetlingum, “fur-suits” fyrir kvennfólkið o. s, frv., í búðunum á Main Str. og koma svo til Guðm. JónSsonar, Reynið það rétt til fróðleiks. — Nýárs-ballið er fyrir hendi og hall-kjólaefni, o. s. frv., er við allra hæfi hjá Guðm. Jónssyni. Mikilsverð forskrift. Morrison ritstjóri “Sun” Worthing- ton Ind. skrifar : “Electric Bitters er gott meðal. og ég get með ánægju mælt með því. Það læknar óhægðir og höf- uðverk, og kemur líffærunum í rétt lag.” Mrs. Annie Stehle 2625 Cottage Grove Ave. Chicago var orðin mjög af sér gengin, gat ekki borðað eða melt nokk- urn mat og hafði slæman höfuðverk, sem aldrei linaðist, en sex flöskur af El- ectric Bitters læknuðu hana algerlega. Verð 50c. og $1.00. Fæst í öllum lyfja- búðum. Fundarboð. Ársfundur hluthafa í Thr Hrims- kringla Prtg. & Publ. Co. verður haldinn á skrifstofu blaðsins, Cor. Ross Ave. & Nena St., í Winnipeg, mánudaginn 25. Janúar, 1897, kl. 8 e.h. B. L. Baldwinson, Ritari. Winnipeg. 22. December 1896. Þrír menn voru teknir í vikunni sem leið hér i bænum, kærðir fyrir að ræna raenn á alfaravegi. Undanfar- andi kvöld hafði sem sé verið ráðizt á menn sem voru seint á ferð á afviknum stöðum og af einum þeirra náðu ræn- ingjarnir $23. Sá sem þeir seinast réð- ust á var harður í horn að taka, sleit sig af þeim, náði í lögregluþjóna er gripu þá. Maðurinn sem rnisti pening- ana þekkir að tveir þeirra eru þeir sem réðust á hann. Einn þessara ræningja er Michael Joyce, unglingspiltur um tvitugt, alkunnur hér í bænum, sem útmetinn fantur. Hra. Kristján Ólafsson kom heim til sin úr ferð um Nýja íslaod um síð- ustu helgi. Var það í fyrsta skifti sem hann hefir komið þangað og leizt hon- um langt frá því illa á sig. Húsakynni virtust honum miklu betri en hann hafði gert sér hugmynd um. I því efni áleit hann að nýlendan stæði alls ekki á baki hinum bygðunum, en búnaðarað- ferðin virtist honum að þola myndi breytingar. — Ekki leizt honum sem vænlegast á hestakaupa-æðið, sem nú er í nýlcndunni. Á meðan hann stóð þar við voru svo hann vissi seld 9 hesta- ‘team’. FUNDUR. Næstkomandi laugardag. 26. Des., heldur íslenzka Verzlunarfélagið hlut- hafafund i húsi Jóns Stefánssonar, 418 Young Str. kl. 8 siðdegis. Áríðandi mál fyiir fundinum. Winnipeg, 22. Desember 1896. Jón Stefánsson. Hinn 20. þ. m. hvarf héðan úr bæn- um Ófeigur Ófeigsson (Oliver Olson kallaði hann sig), sem um undanfarin 2—3 ár hafði verið forstöðumaður við verzlun hins íslenzka Verzlunarfélags og árlangt eða meir bókhaldari barna- sparisjóðsins íslenzka og veitt innleggi þeirra móttöku. Að hann hafi farið með peninga þessara stofnana er ekki gott að segja sem stendur, en óhrein- lega skildi hann við bækur allar. Al- ment álit er að hann sé á ferð til Is- lands. — Ábyrgðarmenn sparisjóðsins héldu fund á þriðjudagskvöldið og af- réðu þar að hvernig sem alt færi skyldu þeir sem eiga inni fá alt sitt útborgað, verða börnin að framvísa bækur sínar, því bankabókin (innleggsbókin) fiust hvergi. Bækurnar eru börnin því beð- in að afhenda B. L. Baldwinson, Cor. William Ave. & Nena Str., ekki seinna en á föstudag 30. þ. m. I. O. F. Stúkan “ísafold” I. O. F. hefir á- kveðið að halda mánaðarfundi sina nú fyrst um sinn síðasta laugardagskveld hvers mánaðar kl. 8 á NorthWest Hall. Næsti fundur verður þvi á laugardags- kveldið kemur 26. þ. m. A þeim fundi kemur til umræðu og úrslita málefni nokKurt sem stúkan hefir ekki haft til meðferðar fyrr á þessu ári. Embættis- menn stúkunnar fyrir árið 1897 verða kosnir á þessum fundi. Embættismenn hástúkunnar verða á fundinum. Allir meðlimir stúkunnar eru beðnir að koma á fundinn. Stephan Thordarson C. R. BUCKLENS ARNICA SALVE. Bezta smyrsl sem til er við skýrðum, mari, sárum, kýlum, úthrotum, bólgu- sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll- um sjúkdómum á hörundinu. Læknar ylliniæð, að öðrum kosti ekki lcrafist orgunar. Vér ábyrgjumst að þetta meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts. Fæst í öllum lyfjabúðum. VÖRU=UPPLAQ 25 til 30,000 dollara virdi ! ^essar^vöru^voroa^9^se\jastJ^ri^^ái\ Og til þess að það geti orðið þarf ein- einhversstaðar að taka æði djúpt í árinni. Vér megum til með að fá inn poninga og sé hægt að hafa þá saman með niðnrsettu vöruverði, þá stendur ekki á því. Samskonar vörur hafa aldrei fyr verið seldar í Winnipeg með því verði, sem vér nú bjóðum. Komið inn og látið reynsluna sannfæra yður. Skófatnaðar-upplag. Yfir $6.000 virði af skófatnaði allskonar. Rubber-skór, yfirskór, “Moccasins,” flókaskór, fyrir karla, konur og hörn, — þetta fyrir veturinn. Að auki allar tegundir af leðurskófatnaði fyrir unga og gamla, úr fínasta geitaskinni eða grófustu uxahúðum, eftir vild hvers eins. Fatnaðar-deildin. Yfir $10.000 virði af karlmannaog drengjafatnaði. Loð- kápur og alullar yfirkápur. Alfatnaðir, nærfatnaðir, ótal tegundir. Milliskyrtur, sokkar, vetlingar, húfur, og yfir hðfuð alt sem að karlmannabúningi lýtur. Aldrei betra tækifæri að velja úr en einmitt nú. Kvennbúnings-deildin. Yfir $4.000 virði af allskonar kvennbúningi. Jakkar, prjónapeisur, morgunkjólar, húfur, hanzkar og herðaskýl- ur úr grávöru, með ýmsum litum og á öllu verðstigi. Sjöl og treflar, nærfatnaður, sokkar, vetlingar o. s. frv. Enginn vandi að gera öllum til geðs. Álnavöru-deildin. Yfir $6000 virði af álnavöru allskonar úr alull, hálf-ull, bómull. Kjóladúkar stykkjóttir, einlitir og með öllum lit um, einbreiðir og tvibreiðir. Flanelette frá 5 cents og upp yd. Flannel frá 12J cts. upp yard, æðardúnsklæði,— ekkert þvf líkt f barnakápur, á 50 cts. yard; ‘Beaver’-klæði tvíbreitt á $1 og upp yard—afbragðs verð. Tími vinst ekki til að telja meira, en nóg er til af bolum allskonar á 85 cents upp, sirz, ginghams, muslin, flos, flöjel, silki, borðum og kantaböndum o. s. frv. Smá vöru-deildin. Það vinst ekki tími til að telja alt sem er á boðstólum í þessari deild, en rétt sem sýnishorn má nefna hárbúnað kvenna, svo sem : hárnet, kamha og prjóna; brossiur, lokuprjóna, tituprjóna, bandprjóna; allskonar skraut- hnappar og almennir hnappar, perlu-trimmings, allavega litt, selt í yarðatali, og i ‘setts’, blanséttur og allskonar bolspengur o. s. frv. 5pecial ! Nœstu 30 daga höfum vér ákveðið að selja vorar tvíhneptu, húðþykku vetrar- alfatnaði úr ‘-friese,” “serge” og “tweed” með stór-afföllum, svo sem: Hjá öðrum $10, $12 og $16, — hjá oss $7, $9 og $11. Yfirkápur sem aðrir selja á $9, $11 og $16, seljum vér á $6.50, $8 og $12. Þetta verð stendur mánuðinn út, ef upplagið endist. G. JOjHNSOJM, Suð-vestur horn Ross Ave. og Isabel Str. ' PYNY-PECTORAL Positively Cures COUGHS and COLDS in a surprisingiy short time. It’s a scl- entiCc certainty, tried and true, soothing and healing in its effects. W. C. McComber & Soh, Bouchette, Que., roport In a l**tt«r that Pyny-Pectoral cured Mr$. <Garccau u( chronic cold in chest and bronchlal tiib*-». Hii*l hIho cured W. G. McComber of a lon^-staiuiin^ cold. M:t. J. II. IIutty, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, writes: ” A$ a j,-cneral couch nnd lung syrup Pyny- PecÞniiI íh a most invaluable preparation. It iias givcn the utmost satisfaction to all who have ti ied it. inany having spoken to me of the i«‘ri*!fits d.erived from its use ln their families. it ia suitable for old or young:, b*-inj{ pleasant. to th.) tasie. Its snlo wlth me has tx'en wonderfhl, i'nd I cvin nlways recommend it as a safe and íLilahle cougii modicine.’' Lirgc Bottle, 25 €t«. DAVI3 & LAWRENCE CO., Ltd. Sole Proprietors Montreal BLllE STORE. MERKI : BLÁ STJARMA. 434 Main Str. Það er oss gleðiefni að tilkynna við- skiftavinum vorum öllum, að vór erum búnir að fá alt vort mikla upplag af haust og vetrarvörum. Umboðsmaður vor er rétt heiinkominn og færir þær góðu fregnir, fyrir oss, að fatnaðinn fékk hann fyrir það sem hnnn band. Er sú orsök til þess, að geypistórt heild- sölufélag í Montreal varð gjaldþrota og seldu skiftaráðendur vörurnar fyrir framboðna upphæð, þegar mikið var tekið i senn. Af þessu leiðir að í Blue Store geta menn nú fengið sömu vörurnar fyrir HELMINGI LÆGRA verð en aðrir kaupmenn selja þær. Því til sönnunar eru hér talin örfá sýnishorn af vöru- verðinu. $1,75 buxur á ....$1.00; $2,50 buxur á ....$1,50; $3,50 buxur á.....$2,00; Drengjabuxur á....0,25; $1,00 drengjabuxur á 0,50. Alklæðnaður karla $ 6,00 virði á $3,50. “ “ 7,00 “ 4,00 “ “ 8,50 “ 5,00 “ “ 18,00 “ 8 50 Alklæðnaður drengja $8.50 virði á $2,00; “ “ 6,50 “ 3.50 Alklæðnaður barna á 0,75. “Racoou” kápur karla á $20,00 og upp; yfirkápur karla úr Ástraliu bjarn- arskinni á $15,00 og upp; yflrkápur fóðr- ar með grávöru $20,00 og upp. Kvenn-jakkar úr “Persian” lamb- skinnum á $48 00; úr vönduðum “Coon” feldum á $38,50; úr Ástralíu bjarnar- feldum á $18,50; úr rússneskum "Coon” feldum á $20,00. Alt með nýjasta sniði. »$«$$»»» 434 - - MAIN STR. A. Chevrier. Rfortliern Pacific fy. CANADIAN EXCURSIONS. $40 • To Toronto, Montreal and all points west on the Grand Trunk System. Tic' kets on sale Dec. lst to Slst—good f°r three months with stopover privileges. Choice of Routes. Finest train service. CALIFORNIA EXCURSIONS. Lowest one way and round trips to the Pacific Coast and all California Points* The old established trans-continental route. Through Pulman Tourist CarS to San Francisco for the convience of first and second class passengers. Quickest time. Finest equipment. Write for quotations or call upon H. Nwinford, General Agent. Cor. Mincát Water St, í Hotel Manitob** Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.