Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.12.1896, Blaðsíða 1
X. AR. WINNIPEG, MAN., 24 DESEMBER. 1896. NR. 52 Gleðileg jól! Með þessn blaði endar 10. árgangur Heimskringlu. Vænt væri ef menn sem skulda oss vildu nú gleðja prentfé- lagið með því að senda, ef ekki alt sem þeir skulda, þá. samt eitthvað af því, —láta það heita afmælisgjöf. Hugsjón. Stend ég alein A strönd, stari heims yflr lönd. Lít ég blómskreyttar ljómandi grundir. Þegar hjartað er heitt, þegar hugsjónin þreytt leitar skjóls meiði laufgrænum undir. Þegar sorgin er sár, þegar svella mér tár, þegar brennur mér hjartað í barmi, eins og drynjandi dröfn, þá hún deyr inn á höfn, flnn ég einmana fróun i harmi. Víkji vinir mér frá, ef það vökvar mér brá, ei hirði ég þó fyrnist þá fundir. Eins og farmaður frár festir seglin við rár í ofviðri og gengur svo undir. Stend ég alein á strönd, stari heimsyfir lönd, þar til sólin á loftinu lækkar. Innra er ólgandi hver, þar til eldurinn þver, af því eldsneytis efnunum fækkar. Myrrah. FRÉTTIR. DAGBÓK. FIMTUDAG 17. DES. Skaðaveður í Ný-Englandsrikjum. Félög er verið að mynda hvervetna í Bandaríkjunum í því skyni að safna fé og hermönnum til hjálpar uppreistar- mönnum í Cuba. En eftir að vita hvern- ig þeim gengur að fá fararleyfi úr land- inu. Látinn er í Florence á ítaliu nafn- frægur ítalskur leikari, Alexander Sal- vini, sonur hins heimsfræga leikara, Tomasso Salvini, er oft hefir komið til Ameríku og leikið þar. Allsherjar verkamannaþing slendur yfir í Cincinnati, Ohio. Á Spáni er nýlokið rannsókn í máli gegn nálægt 100 anarkistum, sem í síð- astl. Júni köstuðu sprengikúlum í mann- þröng á skrúðgöngu í Barcelona. Rann sóknin var höfð fyrir luktum dyrum og engum leyft að opinbera dóminn að svo stöddu. En getið er til að 28 hafi verið dæmdir til aftöku, en 59 til útlegðar og æfilangrar þrælkunar í glæpamanna- bygðum Spánverja. Tveir bræður i Chicago þykjast hafa fundið upp ráð til að umhverfa manns- likama i stein, sem geyma rnegi um ald- ur og æfi i stað þess að láta líkin rotna í gröfinni eða brenna í líkbrennslu-ofni. FÖSTUDAG 18. DES. Jarðskjálfti átti sér stað í gærmorg- un am þvert og endilangt England og kvað svo mikið að sumstaðar að brotn- uðu háir turnar, húsin hristust og hús- gögn færðust úr stað og skemdust. Sumstaðar aftur var hristingurinn svo lítill, að menn að eins urðu hans varir. Þar sem hann var mestur flúði fólk úr húsinu og ein gömul konadóaf hræðslu, Hinn nafnfrægi töframaður, Her- mann, varð bráðkvaddur í gær í New York ríki. Var á ferð með járnbrautar- lest þegar hann lést. í tilefni af fregnum þess efnis, að um þver og endilöng Bandarikin séu menn að skuldbinda sig til að fara til Cuba og berjast með Cubamönnum gegn Spánverjum, hefir utanrikisstjóri Band- aríkja mint menn á, að hver sem útveg- ar slíkar áskriftir geti sætt $3000 útlát- um og 8 ára fangelsi, og hver sem skrif- ar sig $2000 útlátum og 2 ára fangelsi. \ CrampaX \ Croap, \ \S\ \%\ niARRlltEA, DVSENTERY, andall BOWEE COMPEAINTS. A Bure, Safe, Quick Cure for theso truubles la 'PrtinKiUevÍ (PKRBY DAVIS’.) r’scd Internally and Externally. Two Sizes, S5c. and BOc. bottles. “Plágan” eykst í Bombay á Indlandi Er sagt að sýkfnnar vegna séu nú flún- ir úr borginni um 200 þúsundir manna. 50 þúsund börn munaðarlaus, innan 12 ára gömul, segir konsúll Bandaríkja í Erzerorum, að til séu í Armeníu. Er það til marks um blóðbaðið þar. LAUGARDAG, 19. DES. Canovas stjórnarformaður á Spáni átti i gær tal við fregnrita einn frá Bandaríkjum og sagði honum að þeir létu aldrei undan fyrr en buguð væri uppreistin á Cuba, og að þeir væru alls óhræddir við Bandaríkin. Cubamönn- um yrði veitt sjálfsforræði, þó ekki svipað 'því í Canada, undireins og upp- reistin væri bæld, en fyrri ekki. Þeir vildu veita stjórnarbótina af frjálsum vilja, en að svo væri gætu þeir ekki sýnt fyrr en uppreistin væri buguð og kyrð komin á. Ef Bandaríkjastjórn vildi fara i stríð við Spánverja mundu þeir reyna að verja sig. en þeir mundu aldrei byTja. Það yrðu Bandaríkin að gera. Hon. Mr. Fisher, formaður akur- yrkjustjórnardeildarinnar í Canada, hefir cerið í Washington um undanfar- ínn tíma og er þar enn í þeim tilgangi, að fá breytt samningnum um sóttvörð á lifandi peningi, sem fluttur er yfir landamærin á víxl. Er sagt að breyt- ingin muni fást. Tyrkjasoldán er eflaust orðin hrædd- ur um sig. Hefir nú látið taka fasta í einum hóp um 90 háttstandandi menn og embættismenn sina og að auki 45 stúlkur frá Circassiu í kvennabúri sínu. Efrideildar þingmenn Bandaríkja báru fram í gær ályktun þess ofnis, að Bandaríkjastjórn beri að viðurkenna Cubamenn, er í styrjöld standa, sem sérstaka þjóð. Ef forseti neitar að staðfesta þetta, segjast efride^ldarmenn tafarlaust lögleiða ályktunina með § allra atkv, á þjóðþingi, Þingheimur barðist. I gær fór í svo hart á þingi ítala að fjöldi af þing- mðnnum fór í áflog, Orsökin var að sósíalisti á þingi andæfði tillögu um að veita krónprinzinum, sem nú er nýgift- ur, 1 milj. líra á ári og talaði alt annað en virðulega um konung svald og réttindi í því sambandi. Kaupmannafélagið i New York vill koma í veg fyrir að bygðar séu hærri byggingar en 10—15 'tasíur’. Bygg- ingafræðingunum flestum, sem yflr- heyrðir hafa verið ber saman um að hærri byggingar séu skaðr'æði, MÁNUDAG 21. DES. Nálægt 50 manns létu lífið við hús- brennur í Bandaríkjunum frá laugar- dagskveldi til mánudagsmorguns. Og nálægt 30 manns finnast ekki og þykir hætt við að þeir einnig hafi farist í eld- inum. Að dæma af fregnum frá Cuba hafa uppreistarmenn ekki nú lengi verið eins aðgönguharðir eins og nú. Spánverjar hafa að sögn aldrei hvíld og þora ekki að fara út fyrir virkisveggina, því kver- vetna eru fyrirsát. Einn elsti og sterkasti bankinn i Chicago, "Tho National Bank of Illi- nois,” er gjaldþrota. Stofnfó hans alt og varasjóður,—um $2 milj. alls,— hvað vera uppgengið. Hótelbyggingin stærsta í St. Paul, Minn., sem Hotel Rayan var í, eyðilagð- ist til hálfs af eldi aðfaranótt hins 19. þ. m. Eignatjón um $300,000. Hótelið sjálft er óskemt. Viðskifti Canada við útlönd i sfðastl. Nóv.mánuði voru rúmlega $24} milj. Aukakosningar fóru fram i 3 kjör- dæmum á laugardaginn 19. þ. m. Voru tvær þeirra Dominionkosningar, — í Cornwall-Stormont í Ont., og unnu þar “liberalir”; í Saskatehewan vestra og sóttu þar tveir “liberalir,” Davis og McPhaiL Er sagt að Davis muni kos- inn. — Þriðja kosningin var í Manitoba. i North Brandon. Var kosinn fylkis- þingmaður í stað Siftons. Sótti þar “patróna” - höfðinginn Postlethwaite, gegn J. C. Fraser “liberal,” og varð patróninn undir í annað sinn. •••••• © o 1 ” MENTHOL aS.B PLASTER o ®« I hare prescrlbcKl Menthol Plaster In a number ofcjme* of neuralgtc aud rlieuníatic pAiu*>aand ain verf much pleA*©d with the effect* nnd }>lca*antncs* of ita applicatton.—W, U. Cícpim. TER, U.D., Hotel Oxford, Boaton. I hav* ua*d Menthol PluUn in •evcral c*m< of muscular rheumatUm. and find in everj cnae that it gave almoat i nitant and permanent reliof. —J. B. Moork M.D.. Washiugton, D.C. It Cures Sciutica, Lnxubago, Neu- r#»lqri», Pnfna in Bnck or Side, or any Muscular Paius. Price | Davls & Lawrenro Co., Ltd, 25c. I Sole Proprietora, Montreal. • ••••ooeoe oS ÞRIÐJUDAG, 22. DES. Um daginn þegar t-kið var til að safna samskotum og mönnum i Banda- ríkjunum til hjálpar Cubamönnum, ætl uðu Spánverjar að tryllast og svo batn- aði þeim ekki þegar þeir heyrðu um innihald þingsályktunarinnar, sem ligg- ur fyrir efrideild þjóðþings. En nú eru þeir farnir að hægja á sér aftur, er þeir sjá að Cleveland heldur fast við sitt stryk, og að Olney utanríkisstjóri er andvígur þingsályktuninni, eða réttara sagt, segir hana þýðingarlausa og á- hrifaiausa. Ríkismannskona fráNew York var í gær að ferðast á hestavagni yfir á Langeyju, skamt frá Brooklyn, þegar tveir ræningjar róðust á hana og tóku af henni $4,600 virði af peningum, gulli og gimsteinum. Um 20 manns lemstruðust ;og hiðu bana við kolanámuslys í Pennsylvania. British ColumKia-menn, sem vilja fá járnbraut bygða og það tafarlaust frá Vancouver austur um fjöllin til Rossland, hafa nú fiutt mái sitt (í gær) við Hon. Mr.Blair, ráðherra járnbraut- armála, og hafa nú góða von um að sambandsstjórnin hluupi undir bagga með þeim á næsta þíngi. Good-Templar Stúkan HEKLA heldur sína árlegu STOIW-IIATID þann 29. þ. m. á North-West Hall Á samkomunni verða góðar skemtanir, svo sem söngur, ræður og hljóðfæra- sláttur. . Einnig verður þar Jola=trje, og gefst þar hyerjum sem vill tækifæri að skiftast á gjöfum. Samkomusalur- inn verður opinn kl. 10 að morgni hins 29. og verður gjöfum veitt móttaka til kl. 7 að kveldi. Inngangseyrir 15c. fyrir fullorðna og lOc. fyrir börn. Nýtt tímarit: “Bókasafn alþýðu.” Svo heitir nýtt timarit, sem hr. Oddur Björnsson, í Kaupmannahöfn, er byrj- aður að gefa út. Er svo til ætlast að það komi út í flokkum og verða þrír ár- gangar í hverjum flokki, en hver árg. verður um 300 blaðsíður í venjulegu 8 blaða broti. Hver árgangur- kostar, í kápu, 80 cent. ;Innbundinn í vandað og fallegt band $1.20—$1.30. Að öllu forfallalausu fæ ég 1. bindi safnsins seint í þessum mánuði og hefir það inni að halda öll Ljóðmæli Þorsteins Erlingssonar, með ágætri mynd af höfundinum. Má búast við að kvæði þessa alkunna snildarskálds seljist mjög ört, er þau koma, og er því vissast fyrir þá sem vilja eignast þau, að senda pantanir til min nú þegar ; en ekki þarf að borga fyr en við móttöku bókarinnar. Þar sérstaklega hefir verið vandað mjög til útgáfu Ljóðmælanna, verður þetta bindi nokkuð dýrara en hin önnur bindi Bókasafnsins. Fyrir áskrifendur að “Bókasakni alþýðu” kosta þau : í mjög vönduðu og sterku bandi $1.00 í ágætu skrautbandi, gylt í sniðum $1.20 M. Pjetursson. P.O. Box 305. Aðal-útsölumaður. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á ís- landi. Kemur út I hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. Matur á reiðum höndum dag og nótt. Stærstur og skrautlegastur “Billiard” salur í bænum. Ekkert nema vönd- uðustu vín og vindlar á boðstólum. Pat. O’Connor, Eigandi. MIÐVIKUDAG 23. DES. I gær þegar verið var að setja erki- byskupinn nýja af Canterbery á Eng- landi, Rev. Dr. Frederich Temple, stóð einn prestur upp, sem var meðal áheyr- enda, og kærði byskup fyrtr villutrúar- skoðun og bað að hætt væri við að vígja hann. Honum var ekki getinn gaumur. Hvítir menn eru farnir að herja á svertingja í Kentucky, drepa þá og brenna býli þeirra. Svertingjar eru að kaupa vopn og er nú búizt við striði þá og þegar. Á útrennandi ári hafa 1802 mílur af járnbrautum verið bygðar í Bandaríkj- um, Reykjavíkurblöð berast oss rétt í því að gengið er til prentunar. Merk- ustu tiðindin sem þau fiytja er andláls- fregn Dr. tírímx Thomsens, —hafði lát- izt að heimili sínu Bessastöðum 27. Nóv. 76} árs gamall. — Umhleypinga- tíð á suðurlandi, en snjólétt. — Dáin í Rvík Magðalena Margrét Waage, kona Sigurðar waage, verzlunarstjóra. Dáinn. Miðvikudaginn 16. þ. m. andaðist í West Selkirk Runólfur Magnússon, bróðir Páls kaupmanns Magnússonar í Selkirk og þeirra syskina, sonur Magnúsar Rafnssonar, er bjó á Áslaug- arstöðum í Vopnafirði. Hann var 41 árs gatnall. Flutti til Ameríku fyrir rúmum 3 árum og settist að í Selkirk. Hann var tvígiftur og lifir seinni kona hans, Jóhanna Jóhannesdóttir og 5 börn. Jarðarförin fór fram síðastliðinn föstudag. DÁIN Emily Guðmn, 6 mánaða gömul, dóttir Mr. og Mrs. Guðjófts Johnson á Mullig- an Str. hér í bænum, andaðist 8. þ. m Fyrir 2} ári síðan rnistu þau hjén 11 mánaða gamlan son, Kjartan að nafni. Bæði böruin hvíla í sörnu gröf. Móðir- in minnist þessara barna sinna með versum þeim, er hér fylgja: Til hvers er jarðnesk tilvera manns? Til þess að sigra og strfða. Til hvers er yon og trúiu hans? Til þess að kunna að liða. Til hvers er þjáning, tár og hel? Til þess að maður læri vel Lífsins iögum að hlýða. Hin fögru blóm.isem guð mér gaf, Mig glöddu i fátækt minni. Svo tók hann mér þau aftur af, Eftir velþóknan sinni. Fyrir hvorttveggja þökk só þér, Þú mikli guð, sem kennir mér Að gleðjastaf gæðsku þinni. Þú hefir flutt mín fögru blóm I fagurt akurlendi, Þar sem vetrarins þunga dóm Þau eiga síst fyrir hendi Þar sem eilíf lífsþroskun býr, Þangað ég sjálf—sú von er dýr— Að vörmuspori vendi. Unaðsfult hvarma-skúra skin Skoða ég harmi slegin, Framundan mér þar farsældin, Fullkomnast hinumegin. Mín fara að gróa sorgasár, Saknaðar brennheit þorna tár. Vonglöð svo geng ég veginn. Vin og Vindlar. BRANDY, WHISKEY, PORTWINE, SHERRY og allar aðrar víntegundir, sem seldar eru í Winnipeg. Allskonar öltegundir æfinlega á reiðum höndum. Hvergi i bænum betri vindlar. Alt með lægsta hugsanlegu verði. H. L. Chabot, Gegnt City Hall 513 Main Str. Anyone sendlnjf a sketch and descrlptlon may quickly ascertain, free, whether an Inventlon la probably patentable. Communlcationa atrtctly confldentlal. Oldest airency foraecurinff patenta in America. We have a WaahinRton offlce. Patenta taken throu«h llunn A Co. recelra •pecial notioe in the SCIENTIFIC AMERICAN, beautifullr llluatrated, larjrest circulation of any aclentlflc Journal. weekly, termsf3.00 a year; Sl.50 six montha. Hpecimen copiea and LLand Boom ON Patknts aent free. Addreaa MUNN é. CO.v 301 Ilroadwoy, Ncw Verk. Jolagjafir. : : : ♦ ♦ ♦ ❖ ♦ : ♦ ♦ ♦ : * ♦ : Munið eftir því, að ég hefi alt það gullstáss, úr, klukkur og hvað annað af gull ogsilvur-stássi sera yður langar til að eignast. Nóg af vönduðum og ódýrum jólagjöfum ætíð á reiðum höndum. Komið inn og skoðið þær. Munið eftir GLERAUGUNUM, þau koma sér vel í skammdeginu, og enda hvenær sem er. Þau fást með silfurspöngum, gullspöngum og stálspöngum, rétt eftir því sem hver vill hafa. Búðin er opin til kl. 10 á hverju kveldi það sem eitir er af árinu. Komið inn og skoðið jólagjafirnar. G. THOflAS, Manufacturing Jeweller. 598 ♦♦♦♦♦ :::«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Main Str. ♦4 ♦4 M 1 Skrá yfir nöfn þeirra, sem gefið hafa peninga í sjóð til hjálpar því fólki í Árness- og Rangárvalla-sýslum á Islandi. er urðu fyrir jarðskjálftunum síðastl. Ágúst og September : Áður auglýst $648,55 Ármann Bjarnason, Winnipog, $4,00 Safnað af H. Stefánsson, Marietta, Wash., $11.50, sem fyleir : Bernhard Thorsteinsson, Whatcom $1,50 Guðmundur Thorsteinsson " 1,00 Halldór Pálsson, Marietta 4,00 Guðbrandur Sigurðsson “ 1,00 Benjamin Alexanderson “ 50 Hannes Benjamínsson “ 1,00 Mrs. Hólmfríður Guðmundsdóttir 1,00 Hjörleifur Stefánsson 1,50 Safnað hefir Brandur Johnson, Pembina, $33,75, sem fylgir : Brandur Johnson Pembina $1,00 OliPaulson “ 1,00 Jónas Thorwardsson “ 1,00 B. F. Walters “ 1,00 Páll Grímsson “ 1,00 G. B. ÁiTinsou “ 1,00 W. ,1. Kneeslmw “ 1,00 Dr. C. B. Harris “ 1,00 M. M. Lockwood, M. D. “ 1,00 T. R. Shaw “ 50 G. M. Ryan “ 1,00 E. D. Booker, Jr. “ 50 N. A. Trudel “ 1,00 Christian Atlason “ 50 Georee Thompson “ 1,00 Ben Tayler “ 50 Robert McBride “ 1.00 Chas. Full “ 1,00 T. L. Price “ 1,00 C. C. Keller “ 1,00 John Gorman “ 50 Knstján Gunnarsson “ 1,00 Karl Grimsson “ 50 Wm. W. Nelson “ 50 W. Bride “ 1,00 W. Douglas “ 1,00 J. H. Anderson “ 1,00 Guntyir Gunnarssou “ 1,00 Ben. Daniels “ 50 M. Brynjólfsson “ 1,00 M. Goodman “ 50 Gísli Gíslason a “ 1,00 Julius Post “ 50 Björn E. Holm “ 25 S. Ormson “ 50 Lárus Guðmundsson “ 50 H. C. Feldman “ 50 Pioneer Express “ 1,00 E. K. Cavileer “ 1,00 C. E. Jackson “ 1,00 Kristján Gíslason “ 1,00 Safnað af Gesti Jóhannssyni Selkirk, Man., $8,50, sem fylgir: Ólafur Nordal Selkirk $1,00 Jón ívarsson " 1,00 Hinrik Jónsson " 50 Illugi Ólafsson " 1,00 Einar Jónsson “ 50 Þorgils Ásmundsson “ 1,00 Björn Benediktsson “ 1,00 Guðlaug Jóhannesdóttir “ 50 Margrét Eiríksdóttir “ 50 Sigurbjörn Ásbjarnarson “ 50 Mrs. G. J. Guðmundsson ‘ 1,00 Safnað af Mrs. Christina Josephson, Watertown, S. D.. $4,50, sem fylgir : Ole Oleson Henry, S. D, $0,50 John Johnson Watertown 25 Anna Peterson “ 50 Lilian Johnson “ 25 Jolin W. Johnson “ 50 Bína Johnson “ 50 Christian Johnson “ 1,00 Sever Josephson “ 50 Christina Josephson “ 50 Ásgeir V. Helgason, Hekla, Ont. hefir safnað $12,75, sem fylgir: Ásgeir V. Helgason, Hekla, Ont. $5,00 Thórólfur Guðnason, Parry Harbor 1,00 Margrét Johnston, Cleveland, Ohio 1,00 Bjarni Snæbjörnsson, Hekla, Ont. 50 Jacob Einarsson “ 50 Páll Snæbjörnsson “ 25 Gísli Einarsson “ 1,00 Solveig Pálsdóttir “ l,oO Gísli Thómasson “ 2,00 Seselja Einarsson “ 50 Guðrún Bilgrav, Perth Amboy, N.J. hefir safnað $4,00, sem fylgir : Bjarni Vilhjálmsson.Perth Amboy $1,00 Eggert Eggertsson “ 1,00 Eyjólfur Snjólfsson “ 1,00 Guðrún Bilgrav “ 1,00 J. S. Thorlacius, Theodore, Assa, hefir safnað $5,00, sem fylgir : Jóhann Bjarnason, Theodore.Assa $1,00 Ketill Þorsteinsson “ 1,00 Kristján Helgason “ 1,00 J. S. Thorlacius “ 1,00 Arni Jónsson " 50 Bjarni Þórðarson “ 50 B. D. Vestmau, Churchbridge, hef- ir safnað $5,30, sem fylgir . Guðrún Nikulásd. Churchbridge, Magnús Magnússon “ Árni Hannesson “ Sigurður Jónsson “ Helgi Árnason “ M. A. Magnússon “ V. N. Magnússon “ R. G. Magnúsdóttir " Heimdallur “ 25 “ 25 “ 50 “ 1,00 “ 2,00 “ 10 “ 10 “ 10 “ 1,00 Ingimundur Ólafssen, Westburne, Man., hefir safnað $2,50, sem fylgir : Guðmundur Sveinsson, Westburne, 1,00 Mrs. Jóhanna Sveinsson " 25 Sveinn Guðmundsson “ 25 Böðvar Jónsson “ 50 Gnðrún Tómasdóttir “ 50 Samtals $740.35 Winnipeg, 23. Des. 1896. H. S. Barðal. Ég hefi þjáast nærri fimm ár af barkabólgu. Læknar mínir gáfu mér ný og ný meðöl, en árangurs laust, og um siðir réðu þeir mér til að reyna Ayer’sCherry Pecto- ral. Ég hefi nú tekið sex flöskur af því og er nú * fr I * * Kitlandi. Hóstinn er ávalt kitlandi. Hið öfg'afulla orðtæki: “Ég var kitlaður til dauðs”, kem- ur 1 engum skilningi nær því að reynast sannmæli, en í frá- sögum af kveljandi hósta. Hefir þú reynt þvð? Reynt þessa kitl- anditilfinning í kverkunum, sem þú hettr engan frið fyiir, fyrri en hóstakviðan kemur ? Þvi ekki að eyða hóstanum og hafa Yrið og ró ? Þú gctur það með því að taka AYERS CHERRY PECT0RAL. *) Þessi vitnisburður allur er hundruðum annara. ••«0®®©© rður allur er prentaður í Ayer’s “Curebook”, ásamt Ókeypis hjá J. C. Ayer Co. Lowell, Mass. K>r.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.