Heimskringla - 31.12.1896, Blaðsíða 2
IIEIftfSKRINGLA 31 DES.I896.
Hsimskringla
PUBLISHED BY
The Heimskringla l’rtg. & l’iibl. Co.
9» 99 O
9
Verð blaðsins í Canda og Bandar.: *
$2 um Arið [fyrirfrarn borgað] J
Sent til Island.s [fyrirfram borgað 9
af kaupendum bl. hér] $ 1. q
9999 $
Uppsögn ógild að lögum nema %
kaupandi só skuldlaus við blaðið. •
0999 •
Peningar sendist í P. 0. Money ®
Order, Registered Letter eða Ex- 9
press Money Order. Bankaávis- o
anir á aðra banka en í Winnipeg J
að eins teknar með afföllum. 9
9
99 99
EGGERTJOHANNSSON •
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
09 99
Office :
Comer Ross Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
s®9®aaeo»e©99®90ceoo®oc
Gott nýtt ár!
Þegar raenn flytja þessa ósk við
kunningja og vini um þessi áramót,
þá eru allar líkur til að ósk þeirra
rætist betur en um nokkur undanfar-
in ár,—það er að segja að því er efna-
legahagsmuni snertir. Se’m stendur
virðist ixlt sem að atvinnu eða iðnaði
lýtur hér vestra, vestan stórvatna,
benda á, að árið 1897 verði gott, —
verði hagsældar ár. Vitaskuld getur
útlitið tekið breytingum þegar minst
varir, en breyting er engin sýnileg
nú. Hvað vonirnar snertir, er hið
nýja ár eins álitlegt f augum manna,
eins og sólrík strönd með brosandi
ökrum, engjum og skógi, er í augum
sjómanna sem lengi hafa hrakist í ó-
veðrum á liafi úti. En blindsker og
grynningar geta verið úti fyrir
ströndinni og orðið banabeður þeirra
sem gálausir eru eða kærulausir. Svo
er og um hið nýja ár. Þó það virðist
lofa gulli og gróða þeim, sem forsjál-
ir eru og varkárir, hefir það í skauti
sínu fjölmörg blindsker, sem fleiri
eða færri eflaust stranda á.
Það er þrent sem aðal-lega bend-
ir á að næsta ár verði hagsældar ár.
Það fyrsta sem fyrir verður er
kornyrkjan. Hún hefir ekki verið
arðsamur atvinnuvegur um undan-
farin ár, en það er öll von til að hún
verði það í sumar komandi. Korn
ekla er meiri á heimsmarkaðinum
nú, en nokkru sinni um inörg undan-
farin ár. Af því leiðir að von þykin
að verð á kornvöru, einkum hveiti,
verði með hærra móti alt til ársloka
1897. Hvað uppskeru horfur snertir
á komandi sumri, er enginn sá spá-
maður, að hann vildi reyna sig að
geta á slíkt nú. En víst er það, að í
þessum hluta landsins, er meira land
undirbúið undir sáningu en nokkru
sinni áður. Af því leiðir svo, að
viðri bærilega í vor, verður hveiti-
sáning lokið fyrri miklu en í meðal
ári og þess vegna ekld ólíklegt að
margur sái hveitieinnig í sumt afþví
landi, sem áður var ætlað höfrum
eða byggi, en plægi svo nýtt land,
þar sem það er til og sái höfrum í
nýju plæginguna. An þess því að
gera nokkra áætlun um uppskeruna
næsta sumar, liggur beint við að
ætla að miklu fleiri ekrur af landi í
Manitoba verði sánar hveiti, en
nokkru sinni áður. Fáizt meðal upp-
skera, má þess vegna búast við að
hveitimagnið verði stórmikið. Og
verði hveitiverðið á sama reki og nú
— 60—70 cents bush. — er þá aug-
sýnilegt að fyrir bændurnar getur
árið orðið hagsældar ár. Útlitið í því
efni er miklu betra en um undanfar-
in nokkur ár.
Annað það sem gefur von um
hagsældar ár í þessum hluta landsins,
er gull- og silfur-náma fjöldinn sem
fundinn er og sem verið er að vinna
í bæði austur og vestur frá Winni-
peg. Samlagt stofnfé þeirra náma-
félaga, sem vinna a3 gull- og silfur-
tekju í Canada, er nú yfir 250 milj.
dollars og eftir framhaldinu að dæma
nú um tíma að mynda ný námafélög,
er enganvegfcn óhugsandi að þetta
8tofnfé og félögin aukist um helming
á komandi ári. Þau félög sem nú
eru að starfa eru fæst orðin ársgömul
enn og af því leiðir að enn er lítið
búið að vinna og þess vegna ekki
enn séð nema lítillega hve mikið gull
og silfur er í námunum. Námurnar
eru flestar, og aðsóknin þar af' leið-
andi mest, f Kootenay-héraðinu í
Klettafjöllunuin. Vér höfum ekki
séð gerða áætiun um upphæð gulls
og silfurs í þeim námum, sem fundnar
eru og sem byrjað er að vinna í, í
Kootenay-héraðinu. En í Rat Port-
age-héraðinu, umhverfis og fyrir
austan og norðan Skógavatn, 100—
150 mílur austur frá Winnipeg, er
talið, að upphæð gullsins sem nú er
“sýnileg” í námunum, sé að minsta
kosti 480 miljónir dollars I Þó er vel
í lagt að í Rat Portage-héraðinu sé
fundin ein gullnáma á móti 4 í
Kootenay-héraðinu vestra. Séu nám-
urnar í báðum stöðum ámóta auðug-
ar að gulli eða silfri, geta menn af
því ráðið hvílik ógrynni af hinum
“dýra málmi” er í Kootenay-hérað-
inu. Það bendir a'lt á að í sumar
komandi verði svo hóflaus aðsókn 1
þessi nýfundnu gullnáma-héruð, að
annað eins hafi ekki þekkst í Ame-
ríku síðan á Californíu gull-öldinni.
Þess meiri sem aðsóknin er, þess
meiri verður atvinnan, þess meira líf
ogfjör í allri verzlun. Wiunipeg er
langt frá Kootenay-héraðin, en áhrif-
in þaðan ná hingað eigi að síður og
það greinilega. Það munu menn sjá
ef námurnar reynast eins og vonað
er. Þá vitaskuld verða menn þeim
mun betur varir áhrif'anna af aðsókn-
inni og stórvirkjunum í Rat Portage-
héraðinu, — bara 4-5 kl.stunda ferð
f'rá bænum.
Hið þriðja sem gefur von um
hagsældar ár, er opinber störf, sem að
vændum verða unnin hér vestra á
sumar komandi. Það er næst sem
næst er, að minna á aðgerð Rauðár,
svo hún verði fær vatnaskipum til
Winnipeg. Það hefir veitt erfitt að
fá loforð að gagni í því efni. En
loksins fékst það í vor er leið hjá fcíir
Charles Tupper, sem þá var stjórnar-
formaður. Ilann gaf ótvírætt loforð
alveg. Það er efalítið að það er því
loforði að þakka, að Hon. Mr. Tarte
tók svo vel í það mál í haust. Af
líkum öllum að ráða, er það því nokk-
urnveginn víst, að á því verki verð-
ur byrjað á komandi ári. Þaðliggur
í augum uppi, að áhrifin sem það
stórvirki hefir í för með sér, verða
stór mikil í Winmpeg og nágrenninu.
Annað stærra verk er þó fyrir hendi
og verður efiaust unnið í sumar kom-
andi. Það er járnbrautarlagning frá
kolanámabænum Lethebridge í Al-
berta vestur að fjöllum og vestur
gegnum þau til Rossland í Kootenay-
héraðinu. Fyrst og fremst veitir sú
brautarlagning óendanlega mikla at-
vinnu og svo framleiðir sú braut nýj-
an og mikilsverðan markað fyrir
Winnipeg. Auk þess eru á leið þeirr-
ar brautar í Klettafjöllunum (í Hrafna
hreiðursskaiðinu) ógrynni af kolum
í jörðu, sem undir eins verður tekið
til að nema. Er þar sérstök og stór-
mikil atvinnu uppspretta, semí byrj-
un er ómögulegt að meta, sem vert
er. Það er og nokkurn veginn víst
að Dauphin-brautin verður lögð á-
fram norður að Winnipegosis-vatni
og engan veginn ólíklegt að þar
verði hafin saltgerð í stórum stíl. Það
er heldur ekki ólíklegt að þar verði
hafln steintekja í marmara-námum
nýfundnum. Sýnishorn af þeim steini
er til hér í bænum og þykir alt eins
fallegur og aðfluttur marmari, eða
það sem kallaö er marmari. Það er
heldur enganveginn ólíklegtað Mani-
toba norðvestur brautin verði lengd í
sumar komandi, en sleppi maður því
— sleppi maður einnig steintekju og
saltgerð, sem ekki eru heldur nema
tiltöluleg smá-atriði, sér maður samt,
að það er langt síðan að útlit fyrir
gott og hagsælt ár hér í vesturland-
inu hefir verið eins fagurt eins og
það er nú. Þess vegna er líka miklu
meiri von til nú en um síðastl. 2—3
ár, að liin almenna nýársósk rætist,
—miklu meiri von til að fyrir verka-
lýðinn revnist hið nýja ár nægta ár,
og, að vér vonum, hagsældar ár fyrir
bóndann engu síður. Og líði bænd-
um og verkalýð yfir höfuð vel, þá
líður öllum öðrum vel, í hvaða
stöðu sem þeir eru.
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
inari, sáruin. kýlum, útbrotum, hólgu-
sárum, frostbólgu, líkþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
gylliniæð, að öðrum kosti ekki krafíst
borgunar. Vér ábyrgjumst að þetta
ineðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts.
Fæst í ölluin lyfjabúðum.
Flóðöldur, stórflóð, synda-
flóð * (Sintfluth).
Eftir Þjóðólfi.
Eins og menn muna, varð á önd-
verðu þessu sumri stórflóð á norður-
strönd Japans, er stafaði af jarðskjálfta
að því er menn ætla. Flóðbylgjan tók
sig upp 80 feta há og náði yfir um 70
mílna svæði af ströndinni frá suðvestri
til norðausturs. Atburðurinn varð á
kveldi, er menn voru háttaðir, og er
talið, að í tlóði þessu hali drukknað 27
þús. manns og fieiri 'en 25,000 meiðzt
eða örkumlazt.
Voðaflóð og fellibyljir koma fyrir
endrum og eins á jörðu vorri, og eru
slíkir atburðir svo voveiflegir og eyði-
leggjandi, að því verður ekki með orð-
um iýst. 28. Okt. 1746 eyddist borgin
Callso í Peru af landskjálfta, og svall
þá sjórinn í einu vetfangi svo ógurlega,
að fióðið beljaði inn á land, braut skip
in flestöll í spón, en hóf sum yfir múra
og turna og keyrði þau langt upp í
land. Múrar og byvgingar umturnuð-
ust gersamlega, og af 5000 íbúum urðu
að eins 200 lífs eftir.
Annað enu þá meir stormflóð skall
á aðfaranótt 12. Okt. 1737, og stóð það
einnig í sambandi við iarðskjálfta. Það
var í Gangesfljóti og hófst þá vatnið í
því 49 fet yfir það sem vanalegt er, og
er mælt að drukknað hafi /500,000
manna. Og fyrir 20 árum, aðfaranótt
1. Nóv. 1875, rak á geysilegan fellibyl,
sem stóð inn í ósa fljótsius Bramaputra
með stórstraums háflóði. Flæddi þá
yfir 141 fermilu með hálfu fimta ”tugar
dýpi, og segir ein frásögnin, að drukkn
að hafi 215,000 manns, en önnur 100000.
Hitt fólkið virðist hafa forðað sér með
þvi að klifrast upp í hæstu tré. Einna
kunnugastur er Lissabons jarðskjálfti,
með flóðinu þar (1755). Sú alda hóf
sig 49 fetum hærra en vanalevt flóð, og
fórust um 60,000 manns. Öldukastið
af því var svO rnikið, að þess varð vart
yfir alt Atlantshaf, alla leið til Ame-
ríku.
*) Nafnið syndaflóð er til orðið fyrir
afbökun úr fornþýzkunni: “sinfluot”=t=
stórflóð hefir vorið gert að Sinfiuth,
og svo Sundfluth. En vitanlega var
þnð samkvæmt frásögninni í 1. Móses
bók réttnefnt syndaflóð.
Öldur þær, sem hafizt hafa af jarð-
skjálítum i Suður-Ameríku, hafa kast-
ast af ströndum Ástraliu og • Austur-
Asíu, og brotnað á ísgarði Suðurheims-
skautsins; öldurnar frá Japan bafa lent
á Kaliforniuströndum. Nærri má geta
hvílíkar hörmungar slikar bylgjur
muni leiða yfir íbúa kóraleyjanna í
Kyrrahafi, þar sem skjólgarðar þeirra
eru að eins fárra feta háir yfir sjávar-
mál.
Menn hafa og reiknað út færslu-
hraða þessara bylgna, og fundið út, að
jarðskjálftabylgjur hafa jafnan hraða
við t.unglflóð. Þegar jarðskjálftinn varð
í Iquique (ey við Perú) 1877, fánst jarð-
skjálftabylgjan í Newcastle 16 stundum
eftir, og hafði þá borizt 8380 sjómílur,
þ. e. 319 sjómílur á stund.
Þessi flóð og fellibyljir og jarðskjálft-
ar hafa orðið inönnum til leiðbeiningar
í rannsóknum munnmælanna fornu, er
lúta að hinu svo nefnda ‘synda’-flóði.
Af mörgum samkynja flóðs sögnum,
sem til eru á jörðu, er sú, sem i biblí-
unni stendur, einna alkunnust. Þar
segir svo, að þegar drottion sá, að ilska
mannanna var mikil á jörðinni og að
hugsun mannsins hjarta var vond alla
daga, þá iðraðist P'nn þess, að hann
hafði manninn ska i ið, “og hann sagði:
ég vil afmá mann i, sem ég skapaði
af jörðinni.... þ\ i sjá, ég læt vatns-
flóð koma yfir jðri ;na” o. s. frv.
En þessi flóðs" _■ a í biblíunni er ekki
hin elzta, heldur ,- ryðst hún við og er
komin frá hinni kt Meisku sögusögn, er
sagnaritari einn á i ;ð Alexanders mikla
hafði frá skýrt. Mrnn héldu fyrst, að
sú fráskýring væri tekin úr bihlíunni,
en seinna (1872) voru inenn svo heppnir
að finna aðra kaldeiska frásögu, sem er
frá 7. öld f. Kr., og er texti hennar tek'
inn úr heimildarskrá, sem ekki er yngri
en frá 2000 f. Kr. Þessi babýlonsk-
kaldeiska flóðsaga er letruð á töflur í
fleigskrift. Hún er þáttur í sögukvæði
alllöngu, sem “Izdúbarkvæði” nefnist.
Nói Assyríumanna heitir Hasis-Adra,
og segir hann Izdubar frá því sem drif-
ið hefir á daga hans, og hversu hann
komst af í flóðinu mikla. Ilinir miklu
guðir höfðu afráðið að eyðileggja liina
fornu borg Surippak með flóði. Sjávar-
guðinn Ea gerir Hasis Adra aðvart og
skipar honum að smíða skip til að forða
þar á fénaði og dýrum. Og sem hann
VKITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
DR
BMINfi
POWBflt
IÐ BEZT TILBÚNA
óblönduð vínberja Cream of, Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára •■eynslu.
hefir smíðað skipið, kemur hið mikla
flóð. I sjö daga geysa stormar. og
bylgjur. Loksins sígur sjórinn niður.
"En ég barst yfir haflð kveinandi há-
stöfum yfir því, að bústaðir mannanna
voru í efju komnir ; líkiu rak á sjónum
eins og viðarboli”.
Menn éru nú almennt komnir á þá
ekoðun, aðlzdubarkvæðið séuppspretta
flóðsögunnar í bibliunni. Eu þann dag
í dag eru skip þau, sem höfð eru til
steinolíuflutninga á Eufrat, smíðuð á
sama hátt og frá segir í biblíufrásögn-
inni og hinni assýrisku. Af því má
ráða, að stöðvar flóðsins hafa verið á
láglendunum við Eufrat og Tigris.
Menn þykjast hafa fengið vissu fyrir
að þessi náttúruviðburður sem .gengur
undir þessusyndaflóðsnafni, hah í raun
og veru átt sér stað við Eufrat neðar-
lega, og hafi þá eyðandi flóð gengið yf-
ir láglendi Mesopotamiu. Hafi flóðið
aðallega atvikaztaf miklum jarðskjálfta
við ’persneska flóann eða sunnar og
hvirfilvinduin af suðri, sem geysað ha.a
jafnframt.
Að flóðið hafi náð lengra en yfir
svæðin, sem Eufrat og Tigris renna um
eða enda yfir jörðina alla—það tekur
engu tali. En þessiskakka skoðun hef-
ir haft stoð sina í hinni tniklu útbreiðslu
flóðsaf nanna, nálega um allan heirn.
I Afríku eru ekki til neinar "sint”-
flóðsagnir, þar sem hins vegar er mikið
af þeim í fjórúm hinum álfunum. I
Asíu eru taldar 20, i Evrópu 4, í Astra-
liu og í Kyrrahafseyjum 10 og í Ame-
ríku 46. Þessar flóðsagnir verða ekki
heimfærðar til eins eiustaks stórvið-
burðar, eins og líka Jakob Grimm hefir
tekið fram, þar sem hann segir “Mér
virðist allsendis ómögulegt að ættfæra
allar hinar mörgu skáldlegu sögusagnir
um flóðið mikla og sköpun mannkyns-
ins til Móses-frásagnarinnar, sem þær
ættu að vera úrkynjaðar frá; hinir ein-
kennilegu kostir, gallar og frábrigði
hverrar einstakrar sagnar banna það”.
“Sint”-fióðsagnirnar eru einmitt ágæt
sönnunargögn til að sýna hvernig slík
mui.nmæli skapast á eðlilegan hátt.
Einn einstakur stórkostlegur náttúru-
viðburður festist í minni kynslóðanna ;
því lengur sem tímar líða, því daufari
og þokulegri verða umdrættirnir og
endurminningarnar á reiki, og eftir
nokkrar aldir liggur fyrir yfirgripsmik-
il sögumyndun, sem hefir eins og krist-
allazt utan um hinn sanna frumkjarna.
Dr. Gríraur Thomsen
lézt á lieimili sinu, Bessastöðum, 27.
Nóv. eftir stutta legu í lúngnabólgu 76J
árs, fæddur á Bessastöðum 15. Maí 1820.
Foreldrar hans voru Þorgrímur gull-
smiður Tómasson, er lengi var skóla-
ráðsmaður á Bessastöðum, ogkona hans
Ingibjörg Jónsdóttir, systir Gríms amt-
manns. Hann lærði i he'mskóla hjá
Árna stiftprófasti Helgasyni og var út-
skrifaður af honum 1837. Síðanfórhann
til háskólans og stundaði þar nám í
nokkur ár, og ávann sér 1845 meistara-
nafnbót í heimspeki. Hann fékst eftir
það um nokkur ár mikið við ritstörf, og
ritaði bæði bækur sögulegs og fagur-
fræðislegs efnis og fjölda af ritgerðum í
dönskum blöðum og tímaritum. Hann
komst brátt í mikið álit fyrir skarþleika
og fjölhæfar gáfur,og var efalaust meðal
hinna fremstu ritdómenda i Danmörku.
— Meðal annars vakti hann fyrstur
manna athygli á skáldskap H. C. And-
ersens, sem áður þótti ekkert til koma.
Síðar varð hann skrifari og því næst
skrifstofustjóri í utanríkisstjórninm.
Um þessar muiidir fór bann sem erinds-
reki stjórnarinnar í sendifarir til amnn a
ríkja. Þá fékk hann legationsráðsnarn-
bót og riddarakross Leopolds orðum ir,
heiðursfylkingarinnar og dannebio^s-
orðunnar.
1866 lagði hann niður einbætti -'tt,
meðfram vegna breytinsra á emba ta'
skipun i utanrikisráðaneytinu. etiu liélt
biðlaunum í nokknr ár og síðau etr.ir-
launum ur ríkissjóði.
Hann kom hingað til lands alkom-
inn 1887, og var þá orðinn eigandi að
Bessastöðum, sem voru þjóðeign, að
nokkru leyti í inakaskiftum (fyrir Belgs-
holt í Borgarfirði með hjálegu). — 1868
reisti hann búskap að Bessastöðum, og
kvæntist 1870 Jakohínu Jónsdóttur,
prests frá Reykjahlíð Þorsteinssonar,
sem lifir mann sinn barnlaus. Bjuggu
þau síðan á Bessastöðum.
Dr. Grírnur var alþingismaður frá
1869—91, fyrst fyrir Rangárvallasýslu,
síðan Gullbringu- og Kjósar-sýslu og
siðast Borgarfjarðarsýslu. 1885 var
hann forseti neðri deildar alþingis. —
Hann var einn meðal hinna atkvæða-
mestu þingmanua sakir hæfileika og
þekkingar.
Auk þess sem dr. Grímur hefir ritað
á dönsku, hefir hann ritað mikið í ísl.
timarit og blöð. Hann var ritstjóri
ísaf. 1878—82, sg hóf það blað úr niður-
lægingu, en naumast mun það hafa
verið metið við hann af þeim sem hlut
áttu að. A síðustu árum ritaði hann
helzt í Fjallk., og henni sendi hann flest
ný kvæði sín.
Dr. Grímur hafði mjög fjölhæfa
hæfileika og víðtæka þekkingu og fróð-
leik í fornum og nýjum bókmentum.
Hann fékst lítið eitt við ljóðagerð á
yngri órum og eru' fáein kvæði eftir
hann frá tímura prentuð í Nýjum Fél-
lagsritum.— En einkum tók hann að
yrkja á síðari árum og hélt því áfram
til dauðadags. Ilann inun jafnan verða
talinn meðal merkustu íslenzkra skálda,
czs
• 1 Eg hefi þjáast nærri fimm ár af
barkabólgu. Læknar mínir gáfu
mér ný og ný meðöl, en árangurs
laust, og um síðir réðu þeir mér
til að reyna Ayer’s Cherry Pecto-
rai. Eg hefi nú tekið sex flöskur
af þvi og er nú * í£
^ -sj;?
sögum af kveljandi hdsta.
&
Kitlandi.
Hóstinn er ávalt kitlandi.
Hið öfgafulla orðtæki: “Eg
var kitlaður til dauðs”, kem-
ur í engum skilningi uær því
að reynast sannmæli, en í frá-
Hefir þú reynt þvð? Reynt þessa kitl-
anditilfinning í kverkunum, sem þú hefir engan frið fyiir, fyrri en
hóstakviðan kemur ? Þvi ekki að eyða hóstanum og hafa frið og
ró ? Þú getur það með því að taka
AYERS CHERRY PECT0RAL.
V
*) Þessi vitnisburður allur er prontaður í Ayer’s “Curebook”, ásarafl
hundruðum annara. Okeypis hjá J. C. Ayer Co., Lowell, Mass.
©®©*®®®®3oao©®®c©®®«®®a®©®®®»®®cí©eo«®®©sissí©)»@o
þótt eftir hann liggi ekki mjög mikið að
vöxtunum; þáð er þeim mun kjarnbetra
en hja flestum hinum, og munu mörg
kvæðin hans verða talin meðal hins
bezta, sem ort er á íslenzku, og flést öll
eru þau svo einkennileg, að auðþekt eru
úr kvæðum annara. Grímur Thomsen
verður talinn hið þjóðlegasta skáld ís-
lands, því hann hefir tekið flest sín
yrkisefni úr íslenzku þjóðlífi og sögu. —
Kvæði hans eru prentuð í tveimur út-
gáfum og er hin síðari með mynd hans.
Dr. Grímur var tryggur vinur vina
sinna og höfðingi heim að sækja. Munu
margir lengi minnast þess, hve alúðlegt
var að koma til þeirra hjóna á Bessa-
stöðum. Hann var gleðimaður og
raanna skemtilegustur.
Eftir Fjallkonunni.
ITefir bú nokkurn tíma revnt
það?
Hefir þú nokkurntíma reynt að lita
upp aftur gömlu slitnu fötin þin ? Þús-
undir manna í Canada segja: ‘Já, og
hefir lukkast vel’. En þeim sem ekki
hafa reynt þetta viljum vér segja: Það
eru peningar í því að reyna Diamond
Dyes.
Menn geta hæglega umskapað og
gert brúkunarfær með litlum kostnaði
gamla kjóla, kvennkápur, stuttfrakka,
kápur, buxur og vesti. Ef að þú leggur
fram 10 cents fyrir Diamond-lit þann
sem tízka er að brúka, þá geturðu spar
að þér marga do lara, Þessi aðdáanlega
umsköpun og peningasparnaður er ó-
mögulegur nema þú hafir Diamond
Dyes.
Spurðu kaupmanninn þinn eftir
þeim og fullvissa þig um það, að hafna
öllum eftirstælingum.
Þakklætisbréf.
Dregin úr dauðans greipum.
Paines Celery Compound gaf
henni Jlífið aftur.
Tólf ára tilraunir læknanna gátu ekki
dugað.
Nýrnaveiki læknuðfyrir fult og alt
með Paines Celery Compound.
Voðaleg saga um eymd og þjáning-
ar. Tólf ára píslarvottur af nýrnaveiki
og öðrum arvarlegum sjúkdórnuin. Pen-
ingum eytt óskaplega fyrir læknishjálp
og hrúgu af patent-meðölum, en engin
lækning.
Þegnr nú öll þessi vonhrigði oa
niisheppnaðíir tilrauriir bætast ofan á
þjáninnar á sá 1 og likarna, |iá væri
ekki að furða þó að það nærri tæki vit-
ið af manni.
Lengi og innilega hafði hún beðir
um lausu frá þessum sjúkdómi og kvöl-
um og loksins leiddi forsjónin vin henn-
ar til þess að ráða honni til að reyna
Paines Celery Compound. Hún gerði
það og þá urðu vonbrigðin engin; þá
voru tilraunirnar ekki til ónýtis, og þá
var peningunum ekki fleygt í sjóinn
Batinn kom og heilsan gladdi hjarta
hennar. Frú George Stone frá Egans-
ville, Ont., ritar þannig um það :
‘I meira en tólf ár þjáðist ég af
nýrnaveikindum og ýmsum kvennleg-
um sjúkdómum. Reyndi ég 5 lækna og
hvert meðalið á eftir öbru, en ekkert
dugði.
Fyrir ári síðan voru þjángarnai af
sjúkdómi i nýrunum og maSanum ótta
legar. Ég var svú að fram dregin að
ég hélt að mór væri ekki lífs von og
hélt að það væri ekki til neins að reyna
önnur meðöl.
Mór var samt ráðið að i’eyna Painos
Ceiery Compound og loksins sá ég þann
kost vænstan. En áður en óg var búin
með fyrstu flöskuna var mér töiuvert
farið að batna og er ég var búin úr
nokkrum flöskum var óg orðin mikið
skárri. Mér hafði ekki liðið eins vel í
mörg ár, og nú er ég alt önnur mann-
eskja. Paines Celery Compound eyddi
gallsýki minni og get óg þvx mælt með
Pairies Celery Compound við alla þá,
sein þjást af nýrnaveiki, magaveiki cða
kvennlegum sjúkdóinum.
Saga loddarans
HANN VAR ORÐINN NÆRRI
HEILSULAUS.
Fölur, horaður og þjáður af óbærileg-
um kvölum í bakinu var hann
orðinn uppgefinn á lífinu. Dauð-
inn stóð fyrir dyrum.
Tekið eftir St. Catharines Journal.
Það er einkennilegt að mænuveiki
hefir stundum í misgripum verið álitin
Bright-sýki, og það er enginn efi á þvi
að margir sjúklingar hafa verið látnir
þamba meðöl við Bright-sýki þó þeir
í raun og veru væru ineð nýrnaveiki.—
Einn af þeim sem þannig hefir verið
farið með er Geo. P. Smith, loddari frá
St. Catharines, Saga hans er svona : —
‘Haustið 1894 fór ég að finna til sjúk-
leika, sem ég liélt að væri mænuveiki,
Ég reyndi áburði og plástra og ýms
meðöl, en það dugði ekki, og fór mer
versnandi. Um þetta leyti ráðlagði
kunningi minn mór að fá mér læknir,
og fólst ég A það. Læknirinn skoðaði
mig nákvæmlega og sagði. að ég væn
veikur af Bright sýki, sem eins og auð-
skilið voru mér mjög ógeðfeldar fréttir,
því úr því er sjaldnast um neina von að
ræða. Læknirinn sagðist geta Iinað
þrautirnar, en beetti því við, að . það
væri ekki ryam tíma spursmál ineð mig-
Ég brúkaði samt meðöl frá honum eft-
ir því sem hann sagði fyrir, en bata.
fékk eg engan af þeim. Um þetta leyti
kom kunningi minn með meðal seH1
hann hafði heyrt að væri óbrigðult við
Bright-sýki. Ég reyndi þetta meðal
einnig, en það hafði því miður engan ft"
rangur. Tíu mánuðir liðu og ég var
orðin svo af mér genginn, magur og
boginn, að kunningjar mínir þektu nnS
ekki, og þeir voru eins innanbrjósts
ég—höfðu ekki hugtnynd nm annað en
að þessi veiki mundi draga mig tfl
dauða. Einnsinni kom frændbona niin
til inin og vildi bún ehki heyra annað
en að ég íeyiidi Dr. Williams Pink PiHs
og eins og óJæknnndi maður tekur í
hálmstvá. eins hriféaði ég þessa ráð-
leggingu. Mér til hinnar mestu furðo
fór mér að bntna. Þrautirnar íbakinu
fóru Bináinsaman minkandi, matarlyst-
in batnaði og útlitið varð náttúrlegt,og
”11
þegar óg var búinn úr 8 öskjuin var ou
þjáuing farin og ég er eins fær um að
ferðast nú eins og áður, en ég fékk veik
ina. Ég veit að ég á Pink Pill að þakka
fyrir bata minn og ég vildi mæiast tfl
þess að þejr sem veikir verða á líkan
hátt reyndu þær.
Dr, Williams Pink Pills uppi^ta
sjúkdómana og gera menn heilsugóða
cg hrausta. Við limafallssýki, mí»nu-
veiki, riðu, mjaðmagigt. kirtlaveíki o.
s. frv. eru þessar pillur óbrigðular. Þ*r
eru og óyggjandi við sjúkdómum, st‘m
eru einkennilegir fyrir kvennfólk; l,í®r
gera útlitið fallegt og hraustlegt. Kail-
menn sein hafa ofreynt ;sig á andlegH
eða likamlegri vinnu ættu einnig
brúka Pink Pills. Þæreru seldar hía
öllum lyfsölum fyrir 50 ceiits askjan,
eða sex öskjur fyrir $2, 50 og fást 9
frá Dr. Williams Medecine Co.. Brock
ville, Ont.,eða Schenectadý, N. Y..Gái
að eftirstælingum,
veg eins góðar’.
sem sagðar eru
al'
•flv'TyiV
SSack-Achi', Faco-Aclao, Sciatic
Paiia, Xoaral^ic l*ainsv
\ l*ain in the Siilo, etc.
Promptly Itelleved and Cured by
■> The “Ð.&L.”
> ier<thcl Flaster
V**1 Ilavin^ used your D. & L. Menthol Plnster
\ for sevore painIn iho back and )umbu#of I
unhesItatÍTurly recomm<ud same as a safo,
Bure nnd rapiuremeily: In fact. they act lika
magic.—A. Lapointe, Ellzabethtown, Ont.
Prlcc 2.">c.
DAVIS & LAWRENCE CO.t Ltd.
Proprietors, Montreal.
j Pain-Killer.
(PERRY DAYIS’.) ,
A Sure and Safe Remedy in every caso »
and overy kind of Bowel Complafl01,18
Pain-KilSer.
Thls ís a true Rtatement and ifc can fc t»°
mndd too strong or too empha-MC*
It is a simple, safe and quick curo for
Cramps, Cough, Bheumatiam#
Colic, Colds, Neuralgia*
Biarrhroa, Croup, Toothachc.
TWO SIZES, 2Sc. and gOc.__