Heimskringla - 31.12.1896, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.12.1896, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 31 DES. 1896. Winnipeg. Fylkisstjornin lét taka fasta fjölda marga (nser 40) menn, sem voru kjör- stjórar í Macdonald-kjördæminu í Do- minion-kosningunum í siðastl. Júni. Eru þeir kærðir fyrir allskonar brellur. Hon. A. G. Blair, járnbrautamála- ráðherra Lauriers, kom til bæjarin^ á austurferð á mánudaginn, en hafði bara 3 klst. viðdvöl. Fór héðan til St. Paul með Great Northern brautinni. Argylebúar nokkrir hafa komið til bæjarins í skemti og kynnisför um jólin Vér munum ekki að nafngreina þá alla, «n meðal þeirra eru Mr. Jón Björnsson og Mrs. Björnsson að Baldur; Mrs. Johnsson kona Kristjáns Jónssonar hins nýia sveitarráðsoddvita í Argyle- sveit; Mr. og Mrs. Albert Oliver að Brú, Man. Á skólastjórnarfundi hér í bænum á mánudagskvöldið var, var skýrt frá að á árinu hefðu verið 6400 nemendur á al- þýðuskólum bæjarins þegar flest var, en aðmeðaltal þeirra hefði verið4,277.Kenn arar samtals 96,—kvenmenn 88 og karl- menn 8. Samlagt verð skólahúsanna og lóðanna sem þau standa á, er metið á $376,700 og samlagt verð skrifborða og annara skólaáhalda $21,000. í kvöld fer fram hið venjulega ný- árs ball, sem nokkrir ungir islenzkir gentlemen standa fyrir. í þetta skifti fer það fram í Mclntyre-hall í Mcln tyre-byggingunni stóru á aðalstrætinu. Danssalurinn verður prýðilega skríddur og hljóðfærasláttur hinn ágætasti undir stjórn hra Barrowclough’s. Veit- íngar verða undir umsjón MrS. A. G. Hample og þar sem hún er nafntoguð fyrir forstöðu við veitingar, þarf ekki að efa að þær verða hinar beztu, — betri en nokkru sinni áður. Þó er verðið yfir gengilega iágt, — að eins 40 cents á mann. Danzsalurinn er á 4. lofti í byggingunni, en veitingasalurinn á 3. lofti. Þeir sem heiðraðir hafa verið með boðsbréfi og sem geta komið því. við að fara, eiga vísa ágæta skemtun á nýárs- nótt. Danzinn byrjar kh 9J í kvöld. Hra. G. W. Símonsson frá BA, Man., (hálfbróðir dr. Valtýs), kom til bæjarins í skemtiferð á þriðjudaginn ýar. Samdægurs kom og til bæjarins hra. Sigurður Chritsphersson. Lestagangur á Dauphin-brautinni verður þannig fyrst um sinn, að fólks- lest gengur frá Portage La Prairie á mánudag og föstudag kl. 12J e. h. og kemur til Dauphin kl. 7 um kvöldið. Frá Dauphin fer lestin á þriðjudag og laugardag kl. 12J e. h. og kemur til Portage La Prairie kl. 7 að kvöldi. Inn- flytjendastraumur í Dauphin-héraðið er svo Jiikill að sambandsstjórnin verður beðin að byggja skýli fyrir innflyténdur í Dauphin. Þeir bræður Halldór og Björn, syn- ir hra. Björns Halldórssonar að Mountain, N. Dak., komu til bæjarins um síðustu helgi. Björn kom í kynnis- för, en Halldór ætlar að fara að ganga á læknaskólann hér í bænum. Hra. J. Th. Jóhsnnesson hefir út sölu á einkaleyfismeðalinu nýja; • Our Native Herbs”, sem mikið er látið sem gigtveikismeðali o, fl, Addressa hans er : 392 Fonseca Ave. “Sunnanfari” (Nóvember blaðið) flytur æfiágrjp og mynd af Eiriki Jóns- syni, varaprófasti á stúdenta-garðinum 1 Khöfn,—er flestum íslendingum er meira og minna kunnur fjTÍr ritverk sín í Skírnir. Hann er nú nærri 75 ára gamall, fæddur 18. Marz 1822 á Hoffelli í Austur-Skaftafellssýslu. í blaðinu er og laglega gerð smásaga, “Haninn,” er öllum mun þykja gaman að lesa. — Kvæði eru og nokkur í blaðinu, eftir Þorstein Gíslason, Bjarna Jónsson, G. Guðmundsson, Hj. Sigurðsson. Hið íslenzka almanak hr. O. S. Þor- geirssonar, fyrir 1897, er útkomið og hefir að innihaldi: Almanak með ís- lenzku tímatali; verðmæti útlendra pen- inga (fróðleg tafla); “Stjarnan,” stutt saga eftir Charles Dickens; Nokkrirvið- burðir og mannalát sem orðið hafa með- ftl Islendinga £ Vesturheimi; Smávegis ; Veðurspár. Allir sem hafa löngun til fylgja með í íslenzku tímatali,—vita um “sumar- og vetrar-vikur,” um “þorra,” “góu” o. s. frv., geta ekki betur varið 10 centum, en að kaupa eitt þetta alt manak. Auk þessa sérstaka tímatals hefir og almanakið margftn fróðleik að geyma, sem þægilegt er að hafa “á fingrum sér,” sem maður segir. Séra M. J. Skaptason kom heim úr Nýja íslands-ferð sinni á þriðjudaginn var. — Guðsþjónusta fer því fram Únitarakyrkjunni á venjulegum tíma á sunnudaginn kemur. Hra. Jóhann Anderson hefir leigt billiard-salinn í English Chop House— langfallegasta salinn í bænum. Vonar hann að þeir af löndum sínum sem spila billiards komi inn og líti á salinn og borðin. Sérstök nefnd, sem ýmsir málsmet- andi menn í bænum eru í, var fyrir nokkru kjörin á almennum fundi, til að athuga hvað gera skyldi að brúlagn- ing stræta. Á þriðjudagskvöldið sam- þykti nefnd þessi að mæla með að bæj arstjórnin brúleggi 10 mílur af strætum í sumar komandi. Electric Bitters. Electric Bitter er brúkanlegur á hvaða tíma ársins sem vill, en þó ef til vill nauðsynlegastur þegar maður er þreyttur og þjakaður af hita, og þegar lifrin er úr lagi og þörf er á fljótri breyt ingu. Þegar þetta meðal hefir ver.ð brúkað í tima hefir það stundum kom’ð í vee fyrir hættulega hitasótt. Ekkert meðal er betra til að hreiasa úr líkam- anum sjúkdómsefnin fljótt ogvel heldur en þetta, Höfuðverkur, meltingarleysi óhægðir og svimi láta undan Electric Bitter, 50 cts. og $1 flaskan. Fæst i ðll- um lyfjabúðum. Hra, 'J, F. Caldwell hérí bænum hefir selt gullnámana “Sultana” 6—8 milur suðaussur fráRat Portage,— fyr- ir 1J milj. dollars. Það er sagt aðsíð astliðið ár hafi gefið af sér i hreinan á- góða um $3000 í hverri viku. Cald- well átti námuna einn, — fékk hana fyrir mörgum árum fyrir svo gott sem ekkert. Nýars-ballið í kvöld. Það gleym- ist stundum þangað til á seinasta augna b ikinu að kaupa allan þann búning sem þarf á danz-samkomu og það gerir held- ur ekki svo mikið, ef hlutirnir eru fáan- legir í nágrenninu. Og alt sem að danz- búningi lýtur er til hjá Guðm. kaup- manni Jónssyni, á norðvestur horni Ross og Isabel Str. Ef tíminn er naum- ur geta menn fengið smávegis i búðinni, svo sem hálsbönd, danz-vetlinga hvíta fallega, m. fl., á leiðinni á samkomuna og fengið herbergi aftur af búðinni tilað búa sig í. Þetta er vert fyrir þá að hafa í buga, sem enn hafa ekki keypt alt sem þeir þurfa.— Samtímis má minna menn á, að þaðer enn ekki of seint að kaupa nýársgjafir, og að þær eru til margvís- legar og allar fallegar og eigulegar hjá Guðmundi Jónssyni. Ny-fengin 60 pör af hneptum kvennskóm, ljómandi fallegum, með “patent”-Ieður á tánni. Venjulega verðið á þessum skóm er $1.25, en vér látum þá fara fyrir $1,00. ENNFREMUR 60 pör af flókaslippers kvenna, með saumuðum leðursólum, fóðraðir með ullardúk, með þykkri táverju. Meðan upplagið hrekkur fara þeir fyrir 30 cent. — Það eru enn eftir nokkur pör af 20 centa vetlingun- um góðu, fyrir karlmenn. E. KNIQHT & CO. 351 flain Str. Andspænis Portage Ave. Gáið að merkinu : Maður á hrafni, A fundi, er ísl. Verkmannafélagið héltl9. þ. m. fórufram embættismanna- kosningar og hlutu þessir kosningu : Forseti Guðgeir Eggertsson, varafors. J. Júlíus, ritari Guðvaldur Eggertsson, vara Gunnar Árnason, fjármálaritarí Kr. B. Andersou, féhirðir Magnús Jóns son. I umsjónarnefnd: Kr. B. Ander- son, Ólafur Sigurðsson og Jón Sigur- jónsson. Eg hefi nú aftur nýfengið nokkur eintök af hinni nýju útgáfu af Ljóðabók Jóns Ólafssonar. Kostar hún, eins og áður var auglýst, i mjög snotru bandi, gylt á kjöl og hlið, að eins 75 cent. Mjög lagleg vinagjöf um nýjárið og hugðnæm fyrir alla þá, sem kunna að meta vel kveðin ljóð. M. PÉTURSSON. Óvdent tækifæri. Hér með skorast alvarlega á alla hluthafa í Islenzka Verzlunarfélaginu, að koma á fund sem haldinn verður í því félagi að kveidí þess 2. Janúar næskomandi (laugard.) kl. 8 í húsi Jóns Stefánssonar, 418 Young St. hér í bæn- um. Mjög áríðandi málefni fyrir fundin- um, sem enginn hluthafi getur eigin hagsmuna vegna leitt hjá sér. Látið því ekki bregðast að sækja þenna fund. Jón Stefánsson, forseti félagsins. FRÁBÆRAR AFLEIÐINGAR. Vér leyfum oss að taka eftirfylgjandi útdrátt úr bréfi frá séra J. Gunderman frá Dramondale, Mich.: ‘Eg hika ekki við að mæla með Dr. Kings New Dis- covery. þar eð meðal það hefir dugað mjög vel við sjúkdómi konu minnar. Þegar ég þjónaði baþtistasöfnuðinum í River Junction fékk hún lungnabólgu upp úr influenza. Hóstaköstin sem hún fekk stóðu stundum yfir klukkutímum saman og það var ekkert útlit fyrir að hún kæmi til aftur. Kunningi okkar ráðlagði Dr. KingsNew Discovery, það hafði fljót og góð áhrif. Glas til reynslu frítt- i öllum lyfjabúðum. — Vanalegl verð 50 cts. og $1. “BJARKI,” ritstjóri Þorsteinn Erlingsson, langbesta blaðið sem gefið er út á ís- landi. Kemur út i hverri viku. Kostar að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá góð sölulaun. Skrifið til M. PÉTURSSONAR, P.O. Box 305, Winnipeg. Nýtt tímarit: “Bókasafn alþýðu.” © • 'ŒlélLef for vLLziTLg ®rTroTzbles EMBLSION S11 COXSrMPTION nrtú nll ICNO © DHEASES, SPITTIXO OF SLOOtt, © - COIGH, LOftH OF Al’PETITE, ^ OECILITV, tho bcncíU* of this ® 0 article ar<s iuonI mouifcðl. ^ Bythpoid ofTho “D. & T.” Emultinn. I ht^ejjofc © Hd of a hnrkiop: cuUith whiuh hud trouhled inefor ® ov«*r a yts.tr, uml íiave þ’^tned considerably in ** wcight. i liked tbia Emnlsíon so weil I wa» ghtd a w when tho tiiue carne around t o take it. “ ^ T. II. WIXGUAlf, C.E., Montrual ^ JCc. and $1 per Bottle • DAViS & LAWRERCE C0., Lto., Montreal • • ••©0 © % 0 0 9 0 0 Englisli Clop House. Matur á reiðum höndum dag og nótt Stærstur og skrautlegastur “Billiard” salur í bænum. Ekkert nema vönd- uðustu vín og vindlar á boðstólum. Pat. O’Connor, Eigandi. 50 YEAR8* EXPERIENCE. PATENTS TRADE MARK8, DE8ICN3, COPYRICHT8 &e. Anyone iendlní? a sketch and description may quickly aecertain, free, whether an invention is probably patentable. Communications atrlctly confldentlal. Oldest a#rency foriecuring patenta in America. We havo a Washington offlce. Patenti taken tbrough Munn & Co. reoeive ■pecial notice in the SCIENTIFIC AMERICAN, heautifullv illustrated, largest clrculation of any scientiflc lournal, weekly, terms 13.00 a year; fl.ðOsix months. Specimen copies and Hand Book ON PATKNT8 sent free. Addres* MUNN & CO., 361 Broadway, New York. Svo heitir nýtt timarit, sem hr. Oddur Björnsson, í Kaupmannahöfn, er byrj- aður að gefa út. Er svo til ætlast að það komi út í flokkum og verða þrír ár- gangar í hverjum flokki, en hver árg. verður um 800 blaðsíður í venjulegu 8 blaða broti. Hver árgangur kostar, í kápu, 80 cent. Innbundinn í vandað og fallegt band $1.20—$1.30. Að öllu forfallalausu fæ ég 1. bind; safnsins seint í þessum mánuði og hefir það inni að halda öll Ljóðmæli Þorsteins Erlingssonar, með ágætri mynd af höfundinum. Má búast við að kvæði þessa alkunna snildarskálds seljist mjög ört, er þau koma, og er þvi vissast fyrir þá sem vilja eignast þau, að senda pantanir til min nú þegar ; en ekki þarf að borga fyr en við móttöku bókarinnar. Þar sérstaklega hefir verið vandað mjög til útgáfu Ljóðmælanna, verður þetta bindi nokkuð dýrara en hin önnur bindi Bókasafnsins. Fyrir áskrifendur að “Bókasafni alþýðu” kosta þau : í mjög vönduðu og sterku bandi $1.00 í ágætu skrautbandi, gylt í sniðum $1.20 M. Pjetursson. P.O. Box 305, Aðal-útsölumaður O Break Up a Cold in Time BY USING Pyny-Pecíöral ; The Quick Cure for COUGHS, COI.DS, CBOUP, BRON- CHITLS, HOARSENESS, etc. Mrs. Josf.ph NoRW'ICK, of 6$ Sorauren Ave., Toronto, writes: “Pyriy-l'ectoral haa nover falled to cure my clilhlren of croiip aft.or a few doaos. It t'ured rnysclf of a loné-atandinc' cough after BFiveml other rcmediea had failcd. It haa n’ io jirovcd an exuellent cough cure for niy f.inii y. I piefer it to any othor modicine fur cougha, croup or hoaraeneaa." II. O. Barbour, of Little Rocher, N .B., writes : “As a cure for coiigha Pyny-Pectoral ia the beafc sellln r rnedic ine I have; my cua- toinera will have no other.” Large Bottle, 25 Cts. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. ^ Proprietors. Montrkal VORU-UPPLAQ 25 til 30,000 dollara virdi ! þessæ^vörurjverða^ð^eyastJ^r^^2^ Og til þess að það g:eti orðið þarf ein- einhversstaðar að taka æði djúpt í árinni. Vér meg'nm til með að fá inn peninga og sé hægt að hafa þá saman með niðursettu vöruverði, þá stendur ekki á því. Samskonar vörur hafa aldrei fyr verið seldar í Winnipeg með því verði, sem yér nú bjóðum. Komið inn og látið reynsluna sannfæra yður. n ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦◄ c3 • r-H KO > c3 — jS 3 "Ö o o h cö tO c3 a ■*-> I 03 ’El a o ’Ö u o c3 a a c3 a c3 • r-4 to .SJ > o3 _c3 3 n=S KO c3 a KO Jj 3 i! 4^ cc i* ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ K) Oi <s Ot o co o & ert a » ox i-s ox K*. *-»» 8= 1—■ 03 pr o a 85 & p 85 ◄ 0: P* O P4 <s 85 s. ►—1 • 85 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Lá við slysi! J Hann Jón Tóusprengur var nærri kafnaður hér um daginn svo mikill * • asi var á honum að láta Björn nábúa sÍDn vita hvað góð kaup og vandaða • • vöru hann hefði fengið á 131 Higgin Str. hjá W. KI.ACKADItH. • • Slíks kvaðst hann engin dæmi vita ! « Skófatnaðar-upplag. Yfir $6.000 virði af skófatnaði allskonar. Rubber-skór, yfirskór, “Moccasins,” flókaskór, fyrir karla, konur og börn, — þetta fyrir veturinn. Að auki allar tegundir af leðurskófatnaði fyrir unga og gamla, úr finasta geitaskinni eða grófustu uxahúðum, eftir vild hvers eins. Fatnaðar-deildin: Yfir $10.000 virði af karlmannaog drengjafatnaði. Loð- kápur og alullar yfirkápur. Alfatnaðir, nærfatnaðir, ótal tegundir. Milliskyrtur, sokkar, vetlingar, húfur, og yfir höfuð alt sem að karlmannabúningi lýtur. Aldrei betra tækifæri að velja úr en einmitt nú. Kvennbúnings-deildin. Yfir $4.000 virði af ailskonar kvennbúningi. Jakkar, prjónapeisur, morgunkjólar, húfur, hanzkar og herðaskýl- ur úr grávöru. með ýmsum litum og á öllu verðstigi. Sjöl og treflar, nærfatnaður, sokkar, vetlingar o. s. frv. Enginn vandi að gera öllum til geðs. Álnavöru-deildin. Yfir $6000 virði af álnavöru aliskonar úr alull, hálf-ull, bómull. Kjóladúkar stykkjóttir, einlitir og með öllum lit um, einbreiðir og tvibreiðir. Flanelette frá 5 cents og upp yd. Flannel frá 12J cts. upp yard, æðardúnsklæði,— ekkert því líkt í barnakápur, á 50 cts. yard; ‘Beaver’-klæði tvíbreitt á $1 og upp yard—afbragðs verð. Tími vinst ekki til að telja meira, en nóg er til af bolum allskonar á 35 cents upp, sirz, ginghams, muslin, fios, flöjel, / silki, borðum og kantaböndum o. s. frv. Smávöru-deildin. Það vinst ekki tími til að telja alt sem er á boðstólum í þessari deild, en rétt sem sýnishorn má nefna hárbúnað kvenna, svo sem . hárnet, kamba og prjóna; brossiur, lokuprjóna, títuprjóna, bandprjóna; allskonar skraut- hnappar og almennir hnappar, perlu-trimmings, allavega litt, selt í yarðatali, og í ‘setts’, blanséttur og allskonar bolspengur o. s. frv. BLUE STORE. MERKI : BLÁ STJARMA. 434 Main Str. ♦©♦•♦©♦•♦ Það er oss gleðiefni að tilkynna við- skiftavinum vorum öllum, að vér erurn búnir að fá alt vort mikla upplag af haust og vetrarvörum. Umboðsmaður vor er rótt heiinkominn og færir þœr góðu fregnir, fyrir oss, að fatnaðina fékk hann fyrir það sem liaiin banil. Er sú orsök til þess, að geypistórt heild- sölufélag í Montreal varð gjaldþrota og seldu skiftaráðendur vörurnar fyrir framboðna upphæð, þegar mikið var tekið í senn. Af þessu leiðir að í Blue Store getft menn nú fengið sömu vörurnar fyrir HELMINGI LÆGRA verð en aðrir kaupmenn selja þær. Því til sönnunar eru hér talin örfá sýnishorn af vöru- verðinu. $1,75 buxur á .....$1.00; $2,50 buxur á .....$1,50; $3,50 buxur á......$2,00; Drengjabuxur á......0,25; $1,00 drengjabuxur á 0,50. Alklæðnaður karla $ 6,00 virði á $3,50. “ “ 7,00 “ 4,00 “ “ 8,50 “ 5,00 “ “ 13,00 “ 8» Alklæðnaður drengja $3,50 virði á $2,00; “ “ 6,50 “ 3.50 Alklæðnaður barna á 0,75. “Racoon” kápur karla á $20,00 og upp; yfirkápur karla úr Ástralíu bjarn- arskínni á $15,00 og upp; yfirkápur fóðr- ar með grávöru $20,00 og upp. Kvenn-jakkar úr “Persian” lamb* skinnum á $48,00; úr vönduðum “Coon.” feldum á $38,50; úr Ástralíu bjarnar- íeldnm á $18,50; úr rússneskum ‘‘Coou” feldum á $20,00. Alt með nýjasta sniði. 434 - - MAIN STR A. Chevrier. tlieru Pacific \i CANADIAN EXCURSIONS. $40 Special Nœstu 30 daga höfum vér ákveðið að selja vorar tvíhneptu, húðþykku vetrar- alfatnaði úr ‘-friese,” “serge” og “tweed” með stór-afföllum, svo sem : Hjá öðrum $10, $12 og $16, — hjá oss $7, $9 og $11. Yfirkápur sem aðrir selja á $9, $11 og $16, seljum vér á $6.50, $8 og $12. Þetta verð stendur mánuðinn út, ef upplagið endist. Suð-vestur horn Ross Ave. G. JOJHNSON, To Toronto, Montreal and all pointó wcst on the Grand Trunk System. Tio- kets on sale Dec. lst to 31st—good i°c three months with stopover privileges. Choice of Rontes. Finest train service. CALIFORNIA EXCURSIONS. Lowest one way and i’ound trips to thfl Pacific Coast and all California Points. The old established trans-continentai route. Through Pulman Tourist Cars to San Francisco for the convience o first and second class passengers. Quiekest time. Finest equipment. Og Isabel Str Write for quotations or cail upon If. Swiwford, General Agent. Cor. Mine&WaterSt, í Hotel Manitoba. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.