Heimskringla - 04.02.1897, Page 1
XI. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 4. FEBRÚAR. 1897.
NR. 6..
FRÉTTIR.
DAGrBÓK.
FIMTUDAG, 28. JAN.
Lögin um að takmarka innflutning
til Bandaríkja voru sa.nþykt í neðri
deild þjóðþings í gær með 116 atkv.
gegn 105. Meðal annara skilyrða fyrir
því að aðkomendum verði veitt land-
ganga, er það, að allir, kónur og karl-
ar, ydr 16 ára að aldri, kunni að lesa og
skrifa. í sömu lögunum eru ákvæði,
er banna erlendum mönnum ((tvinnu í
Bandaríkjum, nema þeir hafi ákveðið
að gerast þe^nar lýðveldisins og eigi
þar heimili. Eru þessi ákvæðhaðalega
viðtekin til ad banna Canadamönnum
að búa Canadamegin landamæranna en
vinna Bandaríkjamegin.
Nioaragua-skurðurinn og andófið
gegu honum { Mið-Araeríku var aðal-
umræðuefni í efri deild þjóðþings í gœr.
Morgan senator (Alabamabrúsinn) kom
þar fram eins og ærður og sagði Breta
orsök í þessu uppþoti Mið-Ameríku-
manna, — að Bretar væru að reyna að
ná haldi á skurdinum m. m. Fleh’i
þingrnenn létu áþekka skoðun í ljósi,
en aftnr aðrir sögðu það ástæðulaust,
og meðal þeirra var John Sherman. til-
vonandi ráöherraforsoti og utanríkis-
stjóri.
John Wauamaker hinn ríki í Phila-
delphia, fyrrum póstmálastjóri Banda-
ríkja, hefir ákveðið að byggja kyrkju
þar í borgínni, sem þakklætisfórn fyrir
það, að verzlunarhúsaklasi hans brann
ekki hinn 26. þ. m. þegar mest brann af
stórbyggingum í nágrenninu.
Spánverjar segja að stjórnarbætur
þær, er þeir ætli að bjóða Cubamönn-
um, verði löj, leiddar nú áhverjum degi.
Cornelius Wanderbilt er nú ekki
lengur ánægður með New York sem
vetursetustað. Það er ekki nærri nógu
stórraannlegt að búa þar og þess vegna
ætlar hann nú að flytia til Washing-
ton.
FÖSTUDAG, 29. JAN.
Formenn verktnannafélaga i Otta-
wa fóru i gær á fund Lauriers til að
tala við hann um Bandarikjalögin, sem
banna erlendum mönnum atvinnu í
Bandaríkjum. Jafnframt vildu þeir
banna innflutning til Canada þangað til
allir atvinnulausir menn í borgunum
hefðu fengið stöðuga atvinnu. Laurier
svaraði því, að hann mundi gera sitt til
að breyting fengist á Bandaríkjalögun-
um, er væru óþolandi alveg eins og
þau væru nú. Fengist ekki breyting
mundi hann lögleiöa alveg samskonar
lög, er bönnuðn Bandaríkja þegni at-
vinnu í Canada, en öllum brögðum
mandi hann beita fyrst til þess að þurfa
þess ekki. Að því er innflutning snerti
hefði hann aðra skoðun en þeir. Hann
vildi verja öllum kröftum til að fá inn-
flytjendur, en aðgætandi væri, að hann
vildi enga hvetja til hingað flutnings,
sem ekki .væru bændur, eða fúsir til að
gerast bændur, eða vinna hjá bændum
þegar hingað væri komið.
Japaustjórn hefir kunngert Canada
stjórn, að 1. Jan. þ. á. hafi verið 42,270
630 íbúar í Japan — 457,405 tíeiri en 1.
Janúar í fyrra.
Samlagðar tekjur C. P. R. félags-
ins á síðaStl, ári voru $20,681,597.
Kaífitollur. Það er sagt að Nica-
raguastjórnin hafi lagt toll á kaffi, sem
út er flutt úr ríkinu, er nemi 1 centi á
hvert pund.
Hinn nafnkunni bankastjóri { Chi-
cago, Lyman J.Gasge, heíirtekið að sér
fjármálastjórnina i tilvonandi ráða-
neyti McKinleys.
Fregnriti blaðsius New York ‘Her-
alg’ tolegraferar frá Madrid á Spáni, að
hann hafi séð afrit af stjórnarbótalög-
VKITT
Hi«STU VHlItÐLAON A UBIMSSÝNINOUNN
DR
BAKINfi
POWDíR
1Ð BEZT TiLBÚAA
óblönduð vinberja Cream of Tartar
powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára i-eynslu.
unum, sem Cubamönnum verða boðin.
Lætur hann vel af lögunum. Cuba-
mönnum er gefið sérstakt þing í tveim-
ur deildum, er hefir aðal-ráð í allflest-
um málum, sem snerta eyna sórstak-
lega og kosningaróttur eyjarmanna er
rýmkaður að mun. Eyjarþingið eitt,
ræður fjárveitingum, en governerinn
ekki, eða ráðaneyti hans. Auk þess á
og eyjarþingið að ráða með Spánar-
þingi, að þvi er snertir fjárveitingar til
viðhalds her og sjóflota. Olney utanrík-
isstjóri Bandaríkja á að hafa séð þetta
frumvarp í síðastl. Desember og lýzt
ánægju sinni yfir. En þó er búizt við
að Cubamenn vilji ekki nýta það.
Ómuna snjófall og ofsaveður um
gjörvöll austur-Bandaríkin.
LAUGARDAG, 30. JAN.
Það er engin þurð á ' gulli í sjóði
Bandarikjastjórnar nú, Sem stendur
hefir hún meira gull i vörzlum sínum
en hún veit hvað hún á að gera við, en
slikt hefir ekki komið fyrir um mörg ár.
Hefir nú í sjóði yfir 143 miljónir doll-
ars.
Sambandsstjórnin i Canada hefir á-
kveðið að láta mæla Frazerfljótið niðri
á sléttlendinu"! British Columbia og
bakka þess, í þeim tilgangi að sjá hvað
gera þarf til að fyrirbyggja flóðin, sem
þar hafa valdið svo miklum skaða und-
aufarin 2—3 ár.
Spánarstjórn hefir ákveðið að svifta
Weyler herstjóra á Cuba völdum, en
setja i hans stað Senor Azcurraga, sem
nú er hermálastjóri Spánver.ia, Weyler
á að verða kyrr á Cuba sem yfirherfor-
ingi, en yfir honum verður Azcarraga
og ber nafniö “Governor General”.
Russell A. Alger. herforingi, rikis-
maðurinn mikli í Detroit, Michigan,
verður að sagt er hermálastjóri í tilvon-
andi ráðanej’ti McKinleys.
Blaðið ‘Moutreal Star’ er búið að
safna $17,000 handa nauðlíðandi fólki á
Indlandi á tæpri viku.
Frá Odessa í Rú-sslandi (við Svarta
hafið) kemur sú fregn, að herskipafloti
Rússa á Svartahafi bíði ferðbúinn nótt
og dag á höfninni í Odessa. — Bendir
það á að Rússar séu fyrir alvöru íarnir
að hugsa um að heimsækja Tyrki og —
ná Konstantinopel.
London-blaðið “Graphic’’ fullyrðir
að Cecil Rhodes sé tilbúinn aö .flytja
meinlega kæru gegn Paul Kruger,
Transvaal-forsetanum, og hafi öll gögn
f höndum til að sanna þær. Stórt og
vandað ibúðarhús Rhodes í útjaðri bæj
arins Cape TowJpbrann til rústa 15,
Desember, og segir Rhodes að það hafi
verið kveikt í því, í því skyni að eyði-
leggja þessi skjöl og sannanirnar sem
Rhodes hefir í höndum. Kæra þessi
kvað vera áhrærandi samsæri Þýzka-
landssjórnar og Transvaalsjórnar.
Bretastjórn hefir hoðið stjórnarfor-
mönnum öllum í útríkjunum að koma
til London í vor með föruneyti sínu á
kostnað Breta og taka þátt í minningar
hátíðinni, sem haldin verður 20. Júni í
minningu þess, að þá verða liðin 60 ár
frá því Victoria drottning var krýnd.
MÁNUDAG, 1. FEBRÚAR.
Þeir Corbett og Fitzimmons, hnefa-
leiksmennirnir nafnkunnu, hafa lengi
viljað berjast til að útkljá þrætuna um
hvor þeirra sé þunghöggastur maður í
heimi. Til þessa hafa þeir hvergi feng-
iðað reyna sig í Norður-Ameríku. En
nú er sú þraut yfirstigin. Nevada-
þingið hefir samþykt lög sem leyfa
þeim að berjast að vild sinni í þvi ríki,
og hefir governor ríkisins nú staðfest
lögin.
Friðþjófur Nansen, ásamt konu
sinni, er væntanlegur til London að
kvöldi hins 3. þ. m. Rekur þar hver
veizlan aðr.a honum til heiðurs. Á mánu
dagskvöld 8. þ. m. flytur hann sinn
fyrsta fyrirlestur á Englandi og eru
þegar seldir yfif 7000 aðgöngumiðar.
Verður þar úrvalalið til að hlusta á
hann, prinsar og prinsessur, fræðimenn
og norðurfarar. Við það tækifæri af-
hendir prinsinn af Wales Nansen minn-
ispening stóran úr gulli frá landfræðis-
félaginu. Öðrum yfirmönnum á ‘Fram’
verður feefinn samskonar peningur úr
silfri og hásetum öllum samskonar pen-
ingur úr bronzi. — 9. þ. m. byrjar Nan-
sen að flytja fyrirlestur sinn fyrir al-
menningi, fyrst í London og svo viðs-
vegar um landið. — Það er sagt að hann
sé væntanlegur til Ameríku í fyrirlestr-
arferð næsta haust.
Stjórn Frakka er í vandræðum með
fólksfækkun þar í landi. Er nú að
hugsa um að búa út lög sem veita for-
eldvum æðriskóla mentun ókeypis fyrir
börn sín þvi að eins, að þau eigi þrjú
börn. Fyrir 55 árum voru jafnmargir
BUCKLENS ARNICA SALVE.
Bezta smyrsl sem til er við skýrðum,
mari, sárum, kýlum, útbrotum, bólgu-
sárum, frostbólgu, likþornum, og öll-
um sjúkdómum á hörundinu. Læknar
ylliniæð, að öðrum kosti ekki krafist
orguuaV. Vér ábyrgjumst að þetta
meðal dugar í öllum þeim tilfellum sem
talin hafa verið, ef ekki borgum vér pen
ingana tii baka. —Askjan kostar 25 cts.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
íbar á Frakklandi og Þýzkalandi, en
nú eru íbúar Þjóðverjalands taldir 14
milj. fleiri en á Frakklandi.
Á föstudaginn var sprengdu Cuba-
menn járnbrautarlest með dynamite og
drápu þar vélastjóra og kyndara og 45
hermenn, en margir hermenn særðust
Þetta var skammt frá Havana á Cuba
Nýfundnalands-governorinn Sir Ro
bert Murry er væntanlegur til Ottawa
um miðjan mánuðinn, tilþess einusinni
enn að tala um inngöngu eyjarinnar í
fylkjasamband Canada.
Þingsályktun hefir verið lögð fyrir
efri deild Bandaríkja þjóðþings, þar
sem skorað er á allar þjóðir að útkljá
öll þrætumál sin fyrir sáttarétti.
Sambandsþing Cauada á að koma
saman 11. Marz.
Efri deild þjóðþings Bandaríkja er
að hugsa um að breyta ýmsu í samn-
ingi Breta og Bandaríkjastjórnar. Á
Englandi þykir það illa farið, ef af því
verður.
Bandaríkjaherskipið nýja og mikla
‘Brooklyn’ hljóp á laugardaginn á klett
i Delaware-ánni og liggur þar síðan og
laskað mjög.
ÞRIÐJUDAG 2. FEBR.
Um nýárið lést í Yokohama á Jap
an mikilhæfur maður í þjónustn Breta-
stjórnar, W. R. H. Carew að nafni, og
var kona hans kærð fyrir að hafa drepið
hann með eitri. Rannsókn í máli henn-
ar var hafin 5. Janúar og var lokið 1. þ.
m. og var hún dæmd dauðasek. Mál
þetta hefir valdið miklu umtali af því
það var svo líkt málinu gegn Mrs. May-
brick, ameríkanskri konu í London, sem
fyrir sama tilverknað var dæmd til æfi-
langs fangelsis fyrir nokkrum árum.
Tyrkir eru teknir til að herja á
kristna menn einu sinni enn, brenna og
bræla. í Konstantinópel eru horfurnar
mjög svo ófriðlegar og er það einkum
kent því, að stórhátíð Múhamedstrúar-
manna er fyrir hendi. Svo ófriðlegt er
útlitið, að ríkir menn tyrkneskir eru
farnir að tiytja fólk sitt burtu úr borg-
inni, þar sem því er óhætt hvað sem á
kann að dynja.
Mr. Eckels, umsjónarraaður þjóð-
banka í Bandarikjunum, segir ómögu-
legt að rétta við nema bankalögum
Bandaríkja sé umhverft algerlega.
Indlands-hjálparsjóður Lord-May-
orsins i London er orðin $900 þúsundir.
I þann sjóð gaf Sir Donald A. Smith,
raðherra Canada í London $2.500,—May-
orinn segir nauðsynlegt að safna að
minsta kosti $5 milj.
Hra. James Wilson, kennari á
akuryrkjuskólanum í Iowa, verður ráð-
herra akuryrkjumálannna í ráðaneyti
McKinleys.
Nýdáinn er í Svisslandi M. Martini,
höfundur hermanna-riflanna, er bera
nafn hans: Martini-riffill.
MIÐVIKUDAG, 3. FEBR.
Samningurinn um að útkljá Vene-
zuelaþrætuna með úrskurði 4 eða 5
gerðarmanna var staðfestur í gær í TFa-
shington. Þeir sem staðfestu hann voru
Sir Julian Panncefote, ráðherra Breta,
og Senor Jose Andrader, ráðherra Ve-
nezuelumrnna. Tveirhæstaréttardóm-
arar Bandaríkja og tveir hæstaréttar-
dómarar Breta verða gerðarmennirnir,
og þurfi á þeim fimta að halda, eða
yilji þessir fjórir liafa hann, verður það
Óskar Svíakonungur.
Ef ráðherra akuryrkjumálanna á
Þýzkalandi fær að ráða verður bannað-
ur aðflutningur á sláturfénaði allskon-
ar — sauðum, nautum og svínum, til
Þýzkalands.
TÆRING LÆKNUÐ.
Læknir einn gamall gaf upp læknri
störf sín, en áðúr hann gerði það fyrsi
fult og alt. fann hann það _ skyldu sína
að gera meðborgurum sinum kunna
samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er
kristniboði eínn úr Austur-Indlandi
hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr-
ir fult og alt að lækna tæring, barka-
bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra
háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn-
ig óyggjandi meðal við allskonar tauga
slekju og taugaveiklun. Var læknirinn
búinn að reyna kraft þess í þúsund til-
fellum. Knúður a£ hvötum þessum og
lönguninni til að létta mannlega eymd,
skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn
á tilbúningi lyfs þessa til allra, er þess
óska, á þvzku, frönsku og ensku, með
skýrum leiðbeiningum fyrir notkun
þess. Sendist með pósti að fenginni ut-
anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu
blaði því, er auglýsing þessi var í fundin.
W. A. Noyes, 820 Powers Block,
Rochester, N. Y.
Nýja línan.
Eins og kunnugt er hefir mikið og
margt verið rætt um að koma upp nýju
gufuskipafélagi, er hafi svo stór, svo
skrautleg og svo ferðmikil skip í förum
milli Canada og Englands, að önnur
frárri, fegurri eða stærri verði ekki á
Atlantshafi. Það þykir úokkuð óvist
enn hvernig Laurierstjórnin tekur i það
mál. Alt stendur þess vegna í stað.
Tilboðin sem fram voru komin til con-
servative-stjórnarinnar ‘.síðustu þóttu
nokkað há, og þess vegna og meðfram
fyrir dráttinn vegna stjórnarskiftanna
er nú talað um að kalla eftir nýjum til-
boðu’ . Og sé fréttum að austan að
trúa, sýnist líka gild og góð ástæða til
þess. Fulltrúi auðmannafélags eins í
Boston kom til Ottawa í fyrri viku til
að ræöa um þetta mál. Það sem hann
fói frt.m á var það, að félagi sínu væri
gefið tekifæri að bjóða, þó með þeim
skilmáium, að staður sem hann nefndi
Middle Melford, við sundið sem aðskilur
Cape Breton og Nova Scotia og sem er
við Iuter-Colonial járnbrautina, yrði
gerður lendingarstaður fyrir póst og far-
þegja á vesturleið. Þaðan gætu svo
skipin íarið með vörur og farþegja sem
það vihlu, til ákveðinna staða,— Quebec
eða Montreal. Sjóleiðin milli þessa
staðar og Englands, er 150 milum styttri
en leiðin frá Halifax, en landvegur með
járnbraut einum 30 milum lengri. Höfn-
in or hyldjúpur pollur landluktur og svo
stór, að heill herfloti getur legið þar í
senn. Alt þetta eru þýðingarmikil með-
mæli, eí sönn eru, með Middle Melford
sem lendingarstað. En ástæðan sem
þetta Boston-félag hehr til að mæla með
þessum stað og til þess að vilja bjóða í
póst og farþegjaflutning yfir hafið er sú,
að það á alt Iandið beggja megin við
höfnina þar sem hún er bezt. Af þess-
ari landeign sinni hefir það nú mælt
4000 ekrur í bæjarlóðir, er tilbúið að
byggja f-ffireflis skipahvíar, hótel o. s.
frv., undir eins og staðurinn er gerður
að lendingarstað fyrir hina nýju linu.
Sé þetta alt satt um landeign félags-
ins, þá gæti það betur staðist við að tak-
ast í fang skipasmíðið, fólks og póst-
flutniug fyrir $250 þús. frá Canadastjórn
heldur en hitt félagið fyrir $750 þús.
sem ekki á neina stóra landeign i
Halifax eða annarsstaðar við góða höfn.
Það eð svo margt hefir verið sagt
um það i hvers minningu að þjóðhátíð-
Vestur-íslendinga skuli haldin, var í
þessari bygð nefnd kosin næstliðið sum-
ar til að ræða það mál, og var ákveðið
að álit þeirrar nefndar kæmi út i blöð-
unum, til þess að vekja á ný atbygli al-
mennings að þvi, að til þess að þjóðhá-
tíðarhald Vestur-íslendinga hætti ekki
að vera til og jafnframt til þess, að það
nái nokltru gildi, bæði meðal íslend-
inga sjálfra og þá ekki síður meðal hér-
lendra manna, verða menn alment að
koma sér saman um það, í hvers minn-
ingu sú hátið skal haldin og sömuleiðis
um einn ákveðinn dag, en ekki sinn dag
inn hvert ár og í sinni meiningu hver,
eins og átt hefir sér stað til þessa. —
Nefnd þessi kom saman þann 6. þ. m, í
húsi Mr. B. S. Lindals, og kom henni
mótstöðulítið saman um að halda þjóð-
hátíðina í minningu þess, að Leifur Ei-
ríksson fann fyrstur manna Vestur-
heim. Enda þó enn sé ekki sögulega
sannað að fundur Leifs á Vesturheimi
hafi leitt til þess, að Columbus fann
þessa álfu meir enn 4 öldum seinna, þá
er ekki heldur sannað að það hafi ekki
getað verið. Oss finst að vér íslending
ingar ættum að sýna að vér berum full-
komið traust til sagnaritara vorra með
fund Leifs á Vesturheimi, ekki síður en
hinir ýmsu mentamenn heimsins hafa
gert og gera enn. Það er einnig álit
vort, að hátíðarhald þjóðar vorrar í
minningu þess atburðar geti orðið til
að hjálpa þeim sem eru að berjast við að
fá Leif viðurkendann fyrsta finnanda
Vesturheims, og að .Columbus hafi á
norðurför sinni fengið fréttir um fund
Leifs. Oss finst þetta svo þýðingar-
mikið spursmál að vér ættum ekki að
láta okkur standa á sama livað um það
verður. Oss kom saman um að lialda
þjóðhátiðina i þessari bygð þann 16.
Júlf næsta sumar og svo lengi sem
menn almennt koma sérekki saman um
vissan dag. Vér álítum að þar eð ekki
fengin vissa fyrir hvern dag Leifur kom
hér við land, þá sé rétt (ef svo skyldi
fara að mönnum kæmi alment saman
um að halda hátíðina í minningu Leifs).
að velja dnginn á þeim tíma- sumars,
sem minstar annir eru hjá bændum,
því bæjarmönnum má standa á sama
hver dagurinn er.
Fyrir hönd nefndarinnar.
Otto, Man., 14. Janúar 1897.
N. Th. Snædal.
Frá löndum.
Úr bréíi frá Síon.
....Það er ekki mikið sem borið
hefir til tíðinda hér i voru bygðarlagi á
þessum vetri; þó mætti ég geta þess, að
nokkrir af vorura mest leiðandi islenzku
mentavinum og framfaramönnum, hafa
nýlega stofnað lestrarfélag hér í Spanish
Fork til eflingar og viðhalds vorri þjóð-
frægu tungu og bókmentum. Félagið
hefir ákveðið að eiga ekki og höudla
ekki með annað, en úrvalsbækur og
tímarit, á íslenzku eingöngu, því aðal-
tilgangur félagsins er. eins oe ég gat um
hér að ofan. að æfa vora ungu menn í
islenzku og innræta hjá þeim þekkingu
og virðingu fyrir tungumáli voru og
bókmentuin, sem óneitanlega er mikið
fögur og hrósverð hugmynd, sem vér
vonum að beri blessunarríka ávexti,
bæði fyrir alda og óborna.
Félagið heitir “Hið íslenzka lestrar-
félag í Spanish Fork”. Það var stofnað
af að eins níu mönnum, til að byrja með
og er árstillag hvers eins að eins 50 cts,
en vér vonum eftir vexti og viðgangi
bæði i peningalegu tilliti og sjálfsagt að
meðlimatölu.
Félagið hélt sinn fyrsta ársfund og
kjörfund að kveldi hins 16. Janúar og
voru þar viðtekin og samþykt grund
vallar og aukalög fyrir félagið í 30 grem-
um, og kosnir embættismenn fyrir þetta
ár. Hr. E. C. Christjánson var kjörinn
formaður. G. E, Bjarnason bókavörð-
ur, en undirritaður féhirðir og skrifari.
Að afstöðnum allra nauðsynlegustu
fundarmálum, hófust fjörugar umræður
um ýms nauðsynleg fyrirtæki, fólags-
málefnnm við”tkjandi, sem alt gckk nú
eins og í sögu.
Vér höfðum lika þann heiður á þess-
ari fyrstu samkomu vorri, að vera heim-
sóttir af einum heiðruðum landa vorum
sein þvi miður er ekki enn sem komið er
í meðlimatölu vorri. Það var hinn orð-
lagði mælskumaöur Einar H. Johnson,
sem fyrir tillögur forsetans hélt mikið
snotra og fræðandi ræðu til félags-
manna. Hann kvað hafa farið fyrir sér
í kvöld likt og austurvegsvitringunum
forðum, þó aúðvitað væri nú nokkuð ó-
líkt saman að jafna sér og þaim. Hann
kvaðst hafa sóð vora menniugar og
framfarastjörnu í austurátt frá heimili
sínu, og gengið sér til skemtunar að
sjá hvað hún boðaði. Hann lét ánægju
sina í ljósi yfir fyrirtæki voru, með eink-
ar vel völdum orðum, og vonaði að mik-
ið gott ætti og mætti leiða af bókmenta-
legum félagsskap vor á meðal, því bók
mentir áleit halin hina einu réttu og
sönnu uudirstöðu undir félagslegri sam-
eining og yfir höfuð öllum nanðsynja-
málum vorum. Hann endurnýjaði aft-
ur lukkuóskir sínar til félagsins, en
kvaðst þvi miður þó ekki hafa gull,
reykelsi og myrru til að gefa þvi,en ögn
sagði hann sig laugaði samt til að gleðja
það á þossum f.yrsta afmælisdegi Jiess,
þó ekki yrði það gull o. s. frv. Dróg
hann þá upp úr vasa sinum bók í skín-
andi skrautbandi og gaf íélaginu, og
mælti um leið nokkur orð um gildi bók-
arinnar, höfund hennar og sinn sérstaka
tilgang með að gefa félaginu þessa bók
fyrir “fyrsta númer” í Bókasafnið.
Bókina hafði hr. Johuson hreint
ekki tekið af lakari endanum úr bóka-
skáp sínum, því hún var hvorki meira
nó minna en Ljóðmæli vors mikla þjóð-
vinar og skálds, hr. Jóns Ólafssonar í
Chicago.
Fyrir þessa heiðursgjöf þakkaði for-
seti síðan gefandanum i nafni félagsins,
með nokkrum vel völdum ordum, sem
ég einnig hór endurnýja opinberlega fyr-
ir hönd félags vors, vonandi að gæfan
sendi oss með framtíðinni marga hnns
lika.
Spanish Fork, 18. Jan. 1897.
Thorhjörn Magnússon.
Alt-læknandi meðal,
James L. Francis, bæjarráðsmaður
í Chicago, segir: “Eg álit Dr. Kings
New Discoverv óbrigðult meðal við
hósta, kvefi, og lungnaveiki þar eð ég
hefi brúkað það á lieimili niinu í næst-
liðin fimm ár, og aldrei þurft á lækni að
halda.”
Séra John Burgus, Keokuk, Iowa
skrifar : “Eg hefi verið prestur í bysk-
upakyrkjunni í 50 ár eða meira, og hefi
ég aldrei haft neitt meðal sem hefii haft
jafngóð áhrif á mig og bætt mér eins
fljótt eins og Dr. Kings New Discovery.’
Reynið þetta frábæra hóstameðalþegar
Flaska til reynslu ókeypis í öllum lyfja-
búðum.
Lítill ferðapistill..
Herrá ritstjóri.
Af því að ég er nýkominn heim úr
nokkurra daga ferð úr íslendingabygð-
inni í Dakota, langar mig til að biðja
um rúm i Heimskringlu fyrir fáorðan
ferðapistil.
Ég fór héðan frá Winnipeg 14. Jan.
með C. P. R. brautinni og kom til Glas-
ston soma kveldið og var þar um nótt-
ina hjá hr. I. V. Leifi, og tóku þau hjón
mér ágætlega eins og þeim er svo eigin-
legt, og allir þeir þekkja, sem nokkra
viðkynningu liafa af þeim. Þaðan fór
ég daginn eftir til Canton, og hitti ég
þar gamalkunningja mína, þau hr. Jón
Nordal og konu hans. Ég fór þaðan
samdægurs til Mountain og hitti þar
frænda minn Friðrik Svarfdal, sem býr
þar búi sínu, og var mér það mikið
fagnaðarefni að sjá hann og fjölskildu
hans eftir margra ára fjarveru, og dvaldi
ég hjá þeim hjónum að mestu á meðan
ég vay fyrir sunnan, nema hvaðég ferð-
aðist suður fyrir Garðar með frænda
mínum og Mr. Indriða Sigurðssyni, sem
er góður efnabóndi hjá Mountain og
þótti mér skemtilegt að skoða sauðfé
hans, sem er bæði margt og fallegt, og
minti það mig á stóru sauðabændurna
heima í Skagafirði, þar sem ég dvaldi
síðast á gamla landinu. Hr. Indriði
Sigurðsson er mjög gestrisinn og góður
heim að sækja, og tók hann mér raeð
hinni mestu rausn, og óku þeir, hann og
Þorsteinn sonur hans, með mig á gæð-
ingum sínum um bygðina svo sem hægt
var sakir óveðra. Ég var annars mjög
óheppinn með veður, oftast blindhríð
með aftaka frosthörkum, og gat óg því
ekki farið eins víða um og ég hafði ásett
mér. En hvar sem ég kom var fólkið
glaðlegt og skemtið og mór sýndist að
efnahagur og eignir manna vera í besta
lagi, þrátt fyrir laka uppskeru síðastl.
ár. — Kvennfólagið á Mountain stóð
fyrir sjónleikum er haldnir voru á
Mountain í þrjú kvöld samfleytt og var
þar leikið “Sigríður Eyjafjarðarsól.’’
Ég var þar við öll kvöldin, og þátti mér
mjög vel leikið, einkum síðasta kvöldið,
og sumir léku að mér virtist ágætlega,
þegar maður gætir þess. að leikritið
sjálft er víðast fremur fjörlitið og sum-
staðar ónákvæmt. Einkum virtist mér
á,stapersónu,rnar leiknar prýðilega og
hefi óg aldrci séð þesskonar “rollur” bet-
ur leiknar meðal íslendinga. Leikirnir
voru vel sóttir, einkum tvö seinni kvöld-
in.
Og svo þakka ég Islendingum í
Dakota fyrir skemtilegar og góðar við-
tökur, og óska þeim bestu velgengni.
T^innipeg, 80. Jan. 1897.
Þorsteinn Þorkelsson.
Þar eð 10. árgangur blaðsins er uú
allur kominn út, er vonandi að kaupeud-
ur, sem enn eiga ógoldið fyrir hann,sýni
nú lit á að borga sem fyrst. Útistand-
andi skuldir blaðsins eru hátt á þriðja
þúsund dollars og má slíkt kalla vanskil
í meira lagi. og vanskil sem koma sér
mjög illa fyrir fátæk blöð.
Það eru nú tilmæli vor, að þeir sem
eiga ó oldið fyrir síðasta árgang eða
fleiri árganga, sýni góðan hug sinn til
blaðsins, ekki einungis með þvi að taka
það, heldur með því að borga það lika.
Til þess að geðjast kaupendum blaðs-
ins eftir föngum. höfutn vór afráðið að
gera þeim eftirfylgjandi kosti : Hver
kaupandi sem sendir oss $2,00, hvort
heldur fyrir næstliðinn eða eldri árganga
getur feugið hvort sem þeir vilja söguna
• Kotungurinn” eða “Mikael Strogoff,”
meðan þær endast (af Strogoff eru til að
eius nm 40 eintök), báðar í kápu.
Nýir kaupendur sem borga fyrirfram,
fá Heiinskriuglu og Öldina ásamt þeim
fjórum árgöugum sem þegar eru komnir
út af Öldinni og hvort sem menn kjósa
sér söguua Strogoff eða Kotungínn—alt
fyrir $1.50, — Öldin sérstök (4 árgangar)
fæst fyrir $1,26.
Engin blöð send til Tslands nema
lorgað sé fyrir fram.
Heimskringla P.P.Co.
Fræðililað með myndum. Kemur út
í: Reykjavík einu sinni á hverjum
mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð-
ugt. fiytnr myndir af nafnkunnum ís-
lendingum. Ritstjóri og eigandi
Þotsteinn Gíslason.
Blaðið kostar í Ameríku, fyrirfram
borgrtð, einn dollar árgangurinn.
Þjóðhátíð Vestur-ísl.
Til kaupenda
Heimskringlu.
f