Heimskringla - 18.03.1897, Side 1
XI. ÁR.
NR. 12.
WINNIPEGr, MAN., 18 MARZ. 1897.
FRETTIR.
DAGBÓK.
FIMTUDAG, 11. MABZ.
í Hamborg á Pýzkalandi er það
upp komið, að maður einn sem keypt
hatði lífsábyrgð fyrir konu sína upp á
50,000 mörk, dáleiddi hana svo og ráð-
lagði henni á meðan hún var í því á-
standi, að taka af sér lífið. Þetta fékk
svo á hana aðhún veiktist og var lækn
ir kallaður til hennar, sera þegar sá að
hún þjáðist af umhugsunum um það
sem henni hafði verið sett fyrir að
vinna á meðan hún var í dáleiðslu. Til
þess að komast fyrir hvað það var, dá-
leiddi læknirinn hana og lét hana svo
segja sér alla söguna. Konan var flutt
á lækningastofnun í Vínarborg, en mað
nr hennar flúði úr landi. — Þessi saga
sýnir hve háskalegt hypnotism er, þýg-
ar vondir menn eiga hlut að máli.
Það er ætlast á að í Bandaríkjum
liggi óseld í vörzlum bænda um 88
milj. bush. af hveiti. Það er mikil upp-
hæð, en á sama degi í fyrra voru í
Bandaríkjum óseld 123 milj. bush, —
þriðjungi meira hveitimagn en nú er
til.
Canadamenn hafa aldrei selt eins
mikið af varningi á Englandi á vetrar-
mánuðunum tveimur, Janúar og Febr.,
eins og á þessum síðastliðnu.
Orusturnar, sem áttu sér stað á
Krítarey í fyrradag og í gær komu að
sögu til af því, að grískur sjóflotastjóri,
Reineck að nafni, hafði ekki birt Krít-
eyingum bann stórveldanna, eins og
hann þó hafði samið um að gera. — Það
bendir margt á að Rússar hafi eitthvað
sérstakt í huga, að því er snertir mál
Grikkja og Tyrkja. Sem vottur þess,
að eitthvað standi til, er bent á það, að
í samkvæmi með konungi Serba og Fer
dinand fursta í Búlgaríu, flutti æðsti
byskup Serba bæn fyrir Rússakeisara
og nefndi hann í bæninni: “verndara
Serba. Búlgara og allra slavneskra
þjóða”. Þetta vakti alvarlega eftirtekt
og þótti undrum sæta. Annað það sem
einkennilegt þykir er það, að Rússar
hafa boðið að ljá Serbum 120 þúsund
hríðskota-rifla. Er sagt. þeir séu nauð-
synlegir til heræfinga.
Gullnáman ‘Le Roy’, í grend við
Rossland, British Columbia, var í gær
seld auðmannafélagi fyrir 5 miljóirir
dollars.
FÖSTUDAG, 12. MARZ.
Srórveldin eru óráðin í því enn,
hvernig þau eigi að fara með Grikk-
land, — í millitíðinni draga Grikkir
saman lið sitt á norðurlandamærunum
og er nú sagt að þeir hafi um 50,000
hermenn undir vopnum norður í Þessa-
líu, og að Tyrkir hafi 100,000, Macedo-
níu megin við landamærin.
í Bombay á Indlandi ^er nú unnið
kappsamlega að bólusetning gegn
“svarta-dauðanum”, og er sagt að sú
lækningatilraun takist ágætlega.—Frá
því veikin byrjaði og til 12. þ. m. hefir
hún banað 12,201 mönnum í Bombay-
stjórnarumdæminu.
Kvillasamt í Mexico. Þar gengur
nú influenza, gulu- og bólusótt — alt í
senn, og drepa menn í hrönnum, að
sagt er.
Illviðri megn á Atlantshafi um
undanfarna viku. Frá öllum hafnstöð-
um koma fregnir af gufuskipum, sem
tafizt hafi i ferðum sinum og laskast
meira og minna í óveðrinu.
Fylkisstjórnin í Ontario hefir gefið
ensku félagi einveldi til að leita að
námum og grafa úr jörðu í 3 ár í tveim
ur landspildum í Skógavatnanámahér-
aðinu. Félag þetta fær alveldi yfir 46
þúsund ekrum af landi. Mælist þetta
illa fyrir.
Inn nafpfrægi háskólakennari Henry
Drummond, í Glasgow á Skotlandi, lézt
í gær, 46 ára gamall. Ritverk mörg
liggja eftir hann og er eitt þeirra kunn-
ugt mörgum Islendingum, bæklingur-
inn: “Mestur í heimi” (kærleikinn).
LAUGARDAG 13. MARZ.
Rússar hugsa um að útiloka Breta
og Frakka frá samvinnu í Krítar-þræt-
unni, af því báðir séu óheilir og líklegir
til á hverri stundu að afsegja alveg að
beita þvingunarlögum gegn Grikkjum.
Segir sagan að af stórveldunum séu það
aðeins Rússar, Þjóðverjarog Austurrík-
ismenn sem séu sammála og sem vilja
beita ofbeldi við Grikki. — Annar stór
fundur yar haldin í London í gærkvöldi
til að ræða um þetta mdl og andæfa til
lögu stórveldanna að kúga Grikki. Með-
al ræðumanna voru Herbert Gladstone
John Dillon og Henry Labouchere. Eft
ir síðustu fregnum að dæma, hafa flota-
stjórar stórveldanna við Krít framsett
uppástungu um úrlausn vandræðamáls
ius og hefir hver þeirra telegraferað
ráðsályktun þessa til sinnar stjórnar
í fám orðum sagt er uppástungan þessi:
að lokað sé öllum höfnum á Krít; að
lokað sé Pirushöfninni og enda fleirum
á Grikklandi; að tekinn sé flotinn við
telegrafstöðvarnar í Syríu; að grísk her
skip skuli tekin og geymd við eyna
Milo; að sökt skuli grískum herskipum
er skjóti á skip stórveldanna; að herjað
skuli á gríska torpedobáta, ef þeir leit-
ast við að nálgast herskip stórveldanna;
að hvert eitt stórveldanna sendi 600 fót-
göngumenn til Krítar, af því stór-
veldin þarfnist allra sjómanna sinna á
öðrum stöðum. Þjóðverjar, Austurrík-
ismenn og ítalir hafa þegar tekið vel í
þetta.
MÁNUDAG, 15. MARZ.
Frá London kemur nú sú fregn, að
eftir útliti og stefnu að dæma hljóti
Bretar innan skamms að koma fram and
víg stórveldunum. Er það fullyrt að
Salisbury sé algerlega á máli Grikkja,
en að hann friðarins vegna hafi gert alt
sem einni stjórn er unt að gera, til að
halda stórveldunum sammála. Fyrir-
ætlun hans á að hafa verið sú, að her-
menn Grikkja og Tyrkja rýmdu af Krít
samtímis, og að George prinz, sonur
Grikkjakonungs, yrði kvaddur tii stjórn
ar sem jarl á eynni og skyldi hann sjálf-
ur kjósa sér meðráðamann. Að þetta
hefir enn ekki haft framgang er ein-
göngu sagtað kenna Vilhjálmi Þýzka-
landskeisara, sam nú sé algerlega á
bandi Rússa. Er sagt að þegar opin-
beruð verða öli bréfaviðskifti út af
þessu máli muni Salisbury stórum vaxa
sem stjórnmálamaður. Rísi Salisbury
opinberlega gegn hinum stórveldunum,
er búist Við að af því muni leiða strið
við Rússa og er því bætt við, að allur
þorri manna á Englandi mundi taka
því vel, þyí þá yrði loks þetta þrætu-
mál alt útkljáð. 30—40 þúsund manna
mættu á fundi á Trafalgartorginu í
London í gær, til að mæla máli Grikkja
Á Krítey og Grikklandi stendur alt i
stað, af því svar er ókomið frá stór-
veldunuin. En áfram halda Grikkir að
hervæða sig. rétt eins og þeir væru bún
ir að segja Tyrkjum stríð á hendur.
Æsingar miklar á Bretlandi gegn
Þjóðverjum á ný og er ástæðan sú, að
Vilhjálmur keisari vill fá svo mikla f jár
veitingu til herskipagerðar. Bretar
segjast hafa ætlast á herskipasmíð eftir
útliti um nýár, en ekki gert neitt við
óvæntum stórstigum í því efni hjá einni
eða annari þjóð. Þegar þar við bætist
framkoma ViJhjálms keisara í Kritar-
málinu, þá er sízt að undra þó æsingar
fari vaxandi gegn þýzku stjórninni.
Canadastjórn hefir ákveöið að gefa
út sérstök 3 centa frímerki í minningu
um 60 ára krýningarhátíð Victoriu
drottningar. Er gert ráð fyrir aðhafa
þau á boðstólum í 3 mánuði að eins.
Transvaalstjórnin er að sögn að
reyna að fá Orange-ríkið í bandalag
með sér. Kruger gamli er þar á ferð
og flutti ræðu i samkvæmi nýlega, þar
sam hann sagðist sjálfur hafa orðið
enskum mönnum að bana í Jameson-
áhlaupinu. Hann taldi Bourunum vísan
sigur í stríði við Breta.
Fádæma flóð í Missisippi. Flóðið
er svo mikið, að í gær auglýsti gufu-
skipafélag eitt skemtiferð á tveimur
stórum gufubátum 50 rnilur út á land
frá fljótinu, yfir akra og engi og milli
húsa um það í kafi, eða á floti. Þetta
er í Arkansas og i Tennessee er ástand-
ið hið sama.
ÞRIÐJUDAG, 16. MARZ.
55. þjóðþing Bandaríkja kom sam-
an í gær, sem aukaþing, í þeim tilgangi
að ráða fram úr fjármálum þjóðarinnar,
breyta toll lögunam o. s. frv. í ávarpi
sínu hinu fyrsta yfirfór McKinley for-
seti sjóðþurðarsögu ríkjanna á síðari ár
uro og sýndi fram á, að eini vegurinn
til að koma í veg fyrir tekjuhallann
væri sá, að auka tekjurnar. Eini vegur
inn til þess væri sá, að auka. tollinn á
aðfluttum varningi og það væri aðal-
verkið sem nú lægi fyrir þinginu, er
hann kvaðst vona að það leysti af hendi
fljótt og vel.
Sú fregn kemur nú frá Aþenu, að
Rússar séu að fara í gönur með stór-
veldin. Að þeir séu að gera leynisamn-
ing við Grikki þess efnis, að samsturid-
is og Grikkir ráðist á Tyrkja í Macedo-
niu skuli Rússar finna góða og gilda á-
stæðu til að taka Konstantínópel. Þeir
skuli 8vo síðan halda borginni, en sjá
um að Grikkir fái Macedoníu til eignar.
Samtímis búa stórveldin sig til að loka
höfnum á Grikklandi og senda lið til
Krítar, til að halda eyjarskeggjum í
skefjum á roeðan verið er að mynda fyr-
irhugaða sjálfsstjórn á eynni. Á Grikk
landi standa menn að sögn tilbúnir að
herja á Tyrkja samdægurs og stórveldin
loka höfnunum.
Frá Cuba kemur sú fregn, að Spán-
arstjórn sé um það að gefast upp og
sleppa eynni við eyjarskeggja.
"Dingley”-lög eiga toll-lögin nýju
í Bandarikjum að heita, eftir höfundi
þeirra. Af frumvarpinu að dæma verð
ur tollurinn að meðaltali eins hár og
hin nafnfrægu ‘McKinley’-tolllög. Á
ymsum vörutegundum verður tollurinn
endahærri.
“Bad Young Man”, eða Charcoal.
Indíáninn, sem drap 4 eða 5 menn í Al-
berta vestra í haust, var hengdur í Mc-
Leod, Alberta, í gær.
/
Islendinga-dagrinn.
Eftir Jón Ólafsson.
Chicago, 1. Marz 1897.
Herra litstjóri. — Eins og yður og
lesendum íslenzku Winnipeg-blaðanna
er full-kunnugt, hefi ég i öll þessi þrjú
ár síðan ég hætti að stýra íslenzku blaði,
algerlega sneitt mig hjá deilumálum
landa liér vestra. Svo grandvarlega hefi
óg forðazt það, að jafnvel þóttbeint hafi
verið að mér nafngreindum fólslegum
svívirðingarorðum, þá hefi ég eigi svo
mikið sem svarað einu orði.
Þegar ég nú bregð af þessari reglu'
þá er það af því, að mér þykir hér skifta
máli, er í raun réttri varði alt þjóðerni
vort hér vestra, að ég ekki segi sóma
þjóðernis vors.
Það er ávarpið 1 báðum íslenzku
blöðunum um íslendinga-daginn, sem
ég á hér við, þaðer 8 menn hafa skrifað
undir. Ég vona að þótt sumir af þess-
um mönnum sé og hafi jafnan verið
meðal kærustu vina minna, þá virði þeir
raór þrð ekk> ♦?] óvingjinar ftðóg IpiVns'
við að sýna, að ávarp þeirra sé vanhugs-
að, og aðalástæðan fyrir aðaltillögu
þeirra sé bygð á því, sem aldrei hefir átt
sér stað, og sé því engin ástæða.
Allir þeir erlendir þjóðflokkar hér í
landi, sem halda árlegan minningardag
fyrir sig, hafa mér vitanlega valið til
þess einhvern þann dag, er var söguleg-
ur merkisdagur innar upphaflegu ætt-
jarðar Jieirra og þar með alls þjóðernis-
ins. Eðlilega velja þær þjóðir, er ætt-
jörð þeirra hefir áunnið sér sjálfsforræði,
helzt þann dag til minningardags, er
sjálfsforræði þeirra er við bundið, ef það
verðr með vissu dagsett. I>annig lialda
frændr vorir Norðmenn 17. Maí helgan,
því að það er stjórnarskrárdairr þeirra,
enda kveðr mest að hátíðahaldi þeirraaf
öllum erlendum þjóðum hér, enda eiga
þeir flestum öðrum þjóðum meira að
fagna. Danir hér í landi halda og ár-
lega stjórnarskrárdag sinn hátíðlegan,
þótt flestum þeirra þyki stjórnarskráin
ærið ófullkomin og helzt til illa haldin.
Hún markaði þó þau tímamót í lífi
þjóðarinnar, að einveldið konungsvalds-
ins endaði með henni.
Irar veslingar liafa engri sjálfstjórn
að fagna, en ekki dettr þeim í hug að
halda minningardag síns fyrra þjóðfrels-
is, sem þeir sjálfir glötuðu fyrir vesal-
mensku og ódrengskap sjálfra sín,alveg
eins og vér íslendingar glötuðum voru
forna frelsi fyrir sömu orsakir. Þeir
hafa heldr valið sér dag þjóðdýrlings
síns (Patriks byskups ins helga, er forn-
sögur vorar geta um). Sama er um
Skota, að þeir halda sinn Andrésar-dag.
Það er nú svo um oss Islendinga,
að vér höfum enn eigi heima á Islandi
neinn almenhan þjóðlegan minningar-
dag, er alment sé haldinn um alt land
árlega. Orsök til þessa er sú ein, að
eigi er auðið að halda þar samkomur
undir berum liimni. eða reyndar neinar
stórsamkomur, að vetri til sakir veðr-
lags, en um þann tíma árs, sem ætlandi
er á gott veðr, eru annir svo miklar um
hinn stutta bjargræðistíma, að eigi er
við að búast að menn til sveita eyði
neinu af honum til hátíðahalda. Heima
er því vart að búast við neinum almenn-
um hátíðisdegi ólögboðnum, nema ef
vera skyldi 1 Reykjavik og öðrum kaup-
tilhneiging til að halda einmitt 2. Ágúst
liátíðlegan. Það hefir iðulega verið gert
í Reykjavik, enda þótt ekki á hverju ári
stundum með samsæti, stundum með
ræðuhöldum og hljóðfæraslætti á Aust-
urvelli, og víst ávalt er flaggað þar á
hverri stöng þann dag, og svo er víðar í
kaupstöðum á íslandi.
Það eru öll líkindi til, að 2. Ágúst
konrist svo nálægt þvi, sem auðið er eft-
ir atvikum, að verða haldinn sem merk-
isdagr á íslandi.
En hvað sem því líðr, þá er vert að
athuga, hvað það er, sem kemr útlend-
um þjóðum hér i landi til að halda hér
þjóðlegan merkidag.
Það getr engum dulizt, að tilgangr-
inn er sá, að vekja og glæða þær minn-
ingar og tilfinningar, sem þeim þjóð-
flokki einum eru sameiginlegar, en það
eru þær minningar og tilfinningar, er
tengja hann við ættjörð sina, við vöggu
síns þjóðernis.
Vér Islendingar viljum halda ossís-
lendinga-dag til þess, að minna sjálfa
oss og aðra á, að vér erum Ixlendingar.
Til þess að vegsama Canada-land eða
Bainlaríkin þurfum vér engan sérstak-
an Islendinga-dag að halda. Vér getum
gert það ásamt öðrum á Dominion-dag-
inn og á 4. Júlí.
Ef vér fyrirverðum oss fyrir þjóð-
erni vort, eða ef vér berum kala í brjósti
til þess og ættjarðar vorrar, þá höldum
í guðs bænum engan íslendinya-dag.
Það er þúsund sinnum sómasamlegra,
en að halda daginn í þeim tilgangi, að
nota færið til svívirða alt, 'sem heima er
unnið og gert ; að nota það til að lasta
ísland og ljúga óhróðri upp á þá sem
hei ua eru og vinna þar eftir megni að
fraraför lands og þjóðar; að nota það til
að láta 1 ljósi trúleysi á framtíð Islands
samfara gyllingum á ástandinu hér
vestra; að nota daginn sem vestrfara-
agn. Þeir menn eru til meðal vor hér
vestra, sem helzt vilja halda Islendinga-
dag i þessu skyni. Það er eðlilegt, að
þei-n hafi frá öndverðu verið iila við. að
jflsj.M.iuowj bnndin.n vi.a »niintf insuna
um sjálfsforræði Islands, um ina póli-
tisku endrfæðing ættjarðar vorrar, því
að það, að heiðra slíka minning, felr
jafnframt í sér trú á framtíð Islands.
En þeim mönnum, sem mest er um að
gera að lokka sem flesta að heiman hing-
að vestr, þeim hlýtr fyrst og fremst að
vera um að gera, að eyða allri trú á
framtíð íslands ; þeim hlýtr að vera
meinilla við sérhvern vott um það, að
vér Vestr-íslendingar viðrkennum, að
þjóðflokkr vor geti átt framfararíka
framtíð í vændum heima á ættjörð
vorri.
Ég vil engin nöfn nefna hér, því ég
vil engan særa að nauðsynjalausu ; en
það er mér fullkunnugt, að mótspvrnan
gegn 2. Ágúst er í Winnipeg runnin úr
þessari átt. Vitaskuld voru aðrar á-
stæður bornar fyrir, og þær eru það
auðvitað, sem þér, hr. ritstjóri, og
nokkrir aðrir þjóðlyndir og góðir dreng-
ir hafið faflizt á, af því lika að þér hafið
ekki eygt ið sanna samhengið.
Ef nú á að miða íslendinga-dag við
nokkurn merkisatburð í Islands sögu,er
lifandi standi i meðvitund þjóðarinnar
allrar og meiri þýðing hafi og varanlegri
fyrir heillarika framtíð landsins, en
nokkur annar, þá getr um engan við-
burð verið að ræða, er til jafns komist
við það, er land vort fékk sjálfstjórn.
Enginn hefir borið við að nefna nokkurn
annan viðburð, er nálgazt gæti þennan
að þýðingu. Ég heli einhverstaðar séð
þá athugasemd, að 2. Ágúst væri rangt
valinn, því að stjórnarskráin hafi öðlazt
gildi 1. Ágúst, en ekki 2., og er þetta
bygt á því, að í henni stendr, að hún
öðlist. gildi 1. Ágúst 1874. En það varð
þó að eins á rappírnum, Hún kom í
verkinu fyrst til framkvæmdar sunnu-
daginn 2. Ágúst, þjóðhátíðardaginn.
Þegar hún var gefin út um vetrinn, var
þjóðhátíðardagrinn enn ekki ákveðinn.
Hann var síðar settr 2. Ágúst, og til að
gera hann sem hátíðlegastan og minnis-
verðastan merkisdag, frestaði konungr-
inn, sem þá var á Islandi, að fram-
kvæma þá fyrstu stjórnarathöfn henni
samkvæmt, sem nauðsynlegt var til að
koma henni í framkvæmd, þar til 2.
Ágúst, enda þótt sá dagr væri sunnu-
dagr og annars sé eigi vant að gora
stjórnarathafnir á sunnudegi. En þenn-
túnum.
En þar hefir líka sýnt sig talsyerð an dag kvaddi konungr sér ráðgjafa
fyrir ísland, og við það myndaðist in
sérstaka stjórn Islands.*
Aðrir viðburðir, sem nefndir hafa
verið sem nógu merkir til að binda þjóð-
minningardag við, eru þessir :
1. Setningardagr alþingis ins forna.
Þar má því til svara, að sá dagr hefir
enga beinlínis þýðingu fyrir ísland og
íslendinga nú á dögum. íslendingar
glötuðu sjálfir frelsi sínu og gengu und
ir konringsvald. Síðar afsöluðu þeir sér
löggjafarvaldi og játuðust undir kon-
ungs-einveldi. Með því hvarf ísland úr
ríkjatölu sem xjálfstœtt land, og þar með
slitnaði allr samhengisþráðr milli vors
forna þjóðfrelsis og vors núverardi rétt-
arástands- Að minnast með blygðun
vesalmensku forfeðra vorra er litið há-
tíðarefni. Og hve fjarri setning ins
forna Alþingis sé meðvitund vor nútíð-
armanna, sést bezt á því, að þessir átta
menn, sem nú skora á oss að halda þann
dag helgan, vita ckki einu sinni, Jivein
dag alþingi var sett i fornöld. Því að það
er algerlega HANGT, að sá dagr sé
fimtudagrinn, sem fellr 11.—17. Júní.
Það er merkilegt, að enginn þeirra
skuli hafa athugað þetta. Tveir af þeim
(hr. Björn Halldórsson og hr. Kristinn
Stefánsson) hljóta að hafa ritað undir
áskorunina of umhugsunarlítið, þvf að
þeir hljóta að vita, að t. d. 17. Júní eftir
gamla stýl er all annar dagr, en 17. Júní
eftir nýja stýl (núverandi timatali).
Alþingi á Þingvelli var upphaflega sett
þá er níu vikur voru af sumri, þ. e.
fimtudaginn er byrjaði 10. viku sum-
ars.** Nú var sumardagr inn fyrsti sami
dagr þá sem nú, en sakir þess að þá
fylgdu menn gamla stýl, var það fimtu-
dagrinn, sem féll næst á undan 16.
April, en verðr eftir voru tímatali fimtu-
dagrinn næsti á undan 26. Apríl. Af
þessu leiðir, að fimtudagrinn í 10. viku
sumars var sá er féll, eftir því sem forn-
menn töldu, næst á undan 18. Júni ; en
eftir voru (rétta) tali er það fimtudagr-
inn-, sem fellr næst á undan 28. Júní
(getr því borið í fyrsta lagi upp á 21., en
i síðasta lagi-upp á 27. Júní),
Með Jiessu er allr fótrinn fallinn
undan tillögunni um fimtudaginn átt-
menninganna. Auk þessa er það tví-
sýnt, hvort rétt sé að álíta, að ið íslenzka
lýðveldi hafi eigi verið stofnað fyrri en
þingið var flutt að Öxará (930) að ráði
IJlfljóts. Ulfljótslög voru þá þrem ár-
um eldri. En auk þess var á íslandi
háð árlegt þing (Kjalaruesþing) löngu
áðr. Það stofnaði Þorsteinn sonr Ing-
Olfs Arnarsonar.*** En það sýnir, að
menn hafa þegar þá sett sér lógbundna
stjórn.
En hvað sem um það er, þá hefir
setning forna alþingis enga minstu bein-
línis þýðing framar fyrir Islendinga nú
og framtiö þeirra. slendr í engu sögu-
legu samhengi né sambandi við stjórn-
arkjör íslands nú eða framv^is.
2. Fundr Islands. Sá fyrsti nafn-
greindr maðr, er fann Island, var Nadd-
aðr víkingr. Engin minstu atvik eru
nú af sögum kunn, er bendi á nokkur
líkindi til þess, að það hafi fremr verið í
Júní, en t. d. í Júlí eða Ágúst að hann
fann Island. Áuk þess vita menn, að
írar höfðu fundið Island fyrri en það.
3. Ameríku-fundr Leifs Eiríksson-
ar. Það er nú svo fjarri því, að líkurn-
ar lúti að því, að Leifr hafi fundið Ame-
ríku í Júnimánuði, að auðvelt er að færa
allsterkar likur til, að það hafi verið
talsvert síðar á sumrinu.
4. “Það er vafalaust að inir fyrstu
íslenzku landnámsmenn á þessari öld
stigu fyrst, fæti á land í Ameríku, til að
taka sér bólfestu í landi Leifs ins hepna,
í Júnímánuði 1870.”
Svo segja höfundarnir.
í Júnímánuði 1870 veit ég ekki til,
að menn hafi sagnir um að neinir Is-
lendingar hafi stigið fæti á land í Ame-
riku, nema þeir Jón Gíslason og Árni
snikkari Guðmundarson, báðir frá Eyr-
arbakka, Guðmundur Guðmundsson frá
*) Þessi og fleiri konunglegar stjórn-
arathafnir, er konungr þá framkvæmdi
í Reykjavik með /síanrfs-ráðgjafa einan
við hlið sér (þar á meðal konungs-úr-
skurðr) án þess að nokkurt ríkisrkd væri
haldið, sýnir, að kgl. stjórnarathafnir í
íslcnzkvn* ínálum þurfa (og eiga) ekki að
liggja undir rikisráð Danaveldis.
**) Sjá íslendinga-bók, 7. kap.
***) Islendinga-bók. 3. kap.
Mundakoti og Jón Einarsson frá
Reykjavík. Þeir settust að í Wisconsin.
“Land Leifs ins hepna” veit nú enginn
með nákvæmri vissu, hvar verið hefir,
auðvitað á austrströndirini einhversstað-
ar, í Bandaríkjunum. En höfundarnir
virðast nefna alla álfuna (Ameríku) með
því nafni hér, og er ég ekki að finna
neitt að þvi.
Ef þetta hefði nú verið fyrstu Is-
lendingar, sem fluttu til Ameríku, þá
væri það þó harla ómerkr viðburðr fyrir
Island og íslendinga i heild sinni. Það
gæti að eins talizt nokkur merkisvið-
burðr fyrir Fe«fr-íslendinga. Gæti því
að eins gefið tilefni til Fesfr-íslendinga-
dags, en ekki til lslendinga-dags. Leiddi
og líklega til þess, að Bandaríkja-Ís-
lendingar mintust þess d»gs (sem elcki
mun verið hafa áðr nefndr fimtudagr),
og ættu þá Canada-íslendingar að taka
sér annan dag, þegar fyrstu landar stigu
þar fæti á land.
En auk þess vóru pessir menn ekkí
fyrstu Islendingarnii sem stigu fæti á
land í Ameriku til að setjast þar að*
Ekki allfáir Islendingar höfðu löngu áðr
flutt sig til Suður-Ameríku, og nokkrir
til Bandarikjanna. 1874 talaði ég liér í
Bandaríkjum við Islending, sem var
Bandaríkja-þegn, og búinn að vera hér
svo lengi, að hann hafði að mestu gleymt
að tala íslenzku, þótt hann skyldi hana
bæði talaða og á bók. Ég þekti ætt
hans á íslandi.
Áttmenningarnir hafa því komizt
að þeirri niðurstöðu að “velja” til þjóð-
minningardags fimtudaginn næsta fyrir
18. Júní (sem ýmist getr orðið í 1. eða 9.
viku sumars !), þann dag, er enginn
þjóðminnilegr viðburðr í íslands sögu á
neitt skjdt við ! •
Það hefir verið talin sem ástæða til
að flytja daginn fram að menn ættu svo
annríkt um 2. Ágúst. Þá væri komið
fast að uppskeru-tíma og menn væru þá
að enda við hirða hey sín.
Bæjarbúarnir verða riú væntanlega
jafnan þeir, sem almennast halda íslend-
ingndskg. og læim cru a'Hr .sumardi-gar •>
ámóta annsamir. Annars hugði ég, að
hej skapr stæði einna hæst um miðjan
Júlí meðal landa liér vestra. En hvað
hafa svo þeir landar gert, sem vikið hafa
frá 2; Ágúst með hátíðahaldið ?
Alftvetningar hafa valið sér 16. Júlí;
Argylebúar héldu daginn í fyrra 16. Júlí;
Alberta-menn héldu hann 25. Júlí. Að
eins Minneota-menn ákváðu daginn 6.,
en frestuðu honum svo til 11. Júní.
Engin bj-gð valdi Júní-lok, enda er þá
kj-rkjuþing á ferðinni ven.iulega,
‘ Þeir sem vikið hafa frá 2. Ágúst,
hafa þá helzt kosið 16.—25. Júlí. Það
er nú ekki allfjarri 2. Ágúst, og víst fult
svo mikill annatlmi fytir mörgum.—
(Hér í Chicago var íslendinga-dagr
haldinn í fj-rra 2. Ágúst).
Það er lítilmótlegt til afspurnar
heim, að í þessum glæsilega Vestrheimi
höfum vér ekki ráð á að verja einum
degi að sumarlagi til að minnast ætt-
jarðar vorrar.
Ég er viss um það, að ekki verða
menn alstaðar hér syo hverflyndir og ó-
þjóðræknir, að láta ijaldboð fárra ótil-
kvaddra manna í Winnipeg aftra sér frá
að halda Islendinga-daginn 2. Ágúst.
Og ég vona, að Winnipegbúar, sem
mest ber á í þessu efni, haldi fast yið 2.
Agúst að sinni.
Eftir að ég hafði lokið framanrituð-
um línum, fæ ég bréf frá einum inna
merkustu þingmanna heima á íslandi,
og ber svo merkilega til, að hann minn-
ist þar á íslendinga dag vorn, og hefir
við orð að bera frumvarp fram um það
á pjngi í sumar, að löglielga 2. Ágúst
sem íslenzkan þjóðminningardag, líkt
og 4. Júli er hér.
Væri það nú ekki býsna ólögulegt,
ef vér færum þá einmitt nú að breyta
til um daginn ?
F.g vona, herra ritstjóri, þótt þér
séuð af “Lögbergi” talinn frumkeöðuU
að þessu ískndingadags-hringli. að þér
unnið línum þessum rúms í næsta blaði
Hkr., þvi frernr sem ég liugði yðr mörg-
um fremr hljmtan 2. Ágúst.