Heimskringla - 18.03.1897, Blaðsíða 4
flEIMSKRINGLA 18 MARZ 1897.
Winnipeg.
Skemtisamkoma 'c í Unity Hall í
kvöld. _________________
Nr. 11, 24 og 31 af Hkr. síðastl. ár
verða keypt á skrifstofu Heimskringlu.
Hra. Þorgeir Símonarson, bóndi í
vesturströnd Manitobav tns, kom til
bœjarins í vikunni sem leið.
Indlandshjálparsjóðurinn í Mani-
toba var hinn 11. þ. m. orðinn samtals
fyllilega $13,000.
Loksins setlar aðhlána. Frostlaust
um miðjan daginn, hinn 16., f fyrsta
skifti nú lengi, og hlývindur á suðaust-
an og regnlegt útlit f dag (miðvikudag
17. marz).
í Minneota “Mascot’’ et þess getið,
að 10. þ. m. hafi látist Guðlög Magnús-
dóttir , 65 ára gömul, til heimilis hjá hr.
Jónasi Bergssyni.
Hr. Sveinn Magnússon, fótógrafi,
bróðir Páls kaupmanns Magnússonar í
Selkirk, er lengi hefir unnið í Chicago,
er fluttur til Minneota, Minn., og bú-
inn að setja upp fótografstofu þar í bæn-
um, fyrir eigin reikning. (“Mascot”).
Söngflokkur 1. lút. kyrkjunnar hér
í bænum hefir ákveðið að minnast sum-
ardagsins fyrsta, sem ber uppá 25. Ap-
ríl næstk., með concert mikilli f kyrki-
unni. Er flokkurinn nú þegar farin að
æfa sig og má af því ráða að hann leysi
sitt fyrirsetta verk vel af hendi. Þá
sjaldan þessi flokkur hefir haft concert
að undanförnu hefir hann fengið hrós
fyrir hjá öllum fjölda áheyrenda. Það
má þess vegna búast við venju fremur
góðri skemtun á sumardaginn fyrsta,
Á stórtúkuþingi Orangemanna, er
haldið var í Brandon í vikunni sem leið,
var samþykt ályktun þess efnis, að
skólalögiu sem nú eru fyrir fylkisþing-
inu — aukargreinarnar við lögin frá
1890—veiti kaþólskum meiri hlunnindi
en rétt só. Sumir sem á fundi þessum
voru álita ályktun þessa óbeppilega, af
því að hún muni Laurier gagnleg til að
lægja ofsann í Quebecfylki. Hann geti
bent á að þau séu sönnun- fyrir að hann
vírkilega hafi rétt hluta kaþólíka.
1 bréfkafla frá Westbourne, sem birí-
ist í Hkr. dags. 7. þ. m., iiafa' slæðst inn
tvær villur, sem vér erum beðnir að leið-
rétta. Barn það er getið var um að dá-
ið hefði var 2£ en ekki 6J mán. gamalt
Annað er það, að aðeins einn maður
hefir hagnýtt skólakennarann, auk
þeirra sem pöntuðu hann. — Fundir
höfðu verið haldnir þar í bygðinni 28.
Febr. og 3. þ. m. til aö ræða um að
senda mann á fund stjórnarinnar og
biðja um styrk til landskoðunar norður
við Swan River, norðvestur frá Daup-
hin. — Þar við má bæta að sendimaður
þessi. hra Þorgeir Símonarson, hefir flutt
erindi sitt hér í bænum og fengið góðar
undirtektir ; mun hugmyndin að senda
þrjá menn norðvestur, til landskoðunar.
Þrátt fyrir allar bænarskrárnar um
að afbiðja brúlagning ákveðinna stræta
f sumar komandi, verða síðartöld stræti
að sögn brúlögð undir öllum kringum-
Stæðum. (Tölurnar innan sviga sýna
hvað kostar að brúleggja hvert stræti),
Henry Ave. ($2,900); Nena Str. ($13,492);
William Ave. ($14,438); Logan Ave. ($4,
000); Fort Str. ($1,868), Ross Ave. ($13,8
08); Isabel Str. ($10,561); Cooper Str. (81.
200); Donald Str. ($11,363); Gomez Str.
($1 ,(X)0). Þessi, sem sagt, eru sögð alveg
vís, en svo eru fleiri í tákinu og er sagt
að víst sé að $100,000 verði varið til brú-
lagninga hér í bænum á komandi sumri,
og er vonast eftir að byrjað verði á því
verki undireins og snjó leysir og svörð-
urinn þiðnar.
Ungur maður einhleypur, Pétur
Þorvarðarson að nafni, kom liingað til
bæjarins 10. þ. m. heiman at Islandi (af
Akranesinu). Yfir hafið varð hann sam-
ferða 2 Islendingum, er áður höfðu ver-
ið hér megin hafsins og fóru þeir til New
York. Annar þeírra var Ingvar Olson
en nafn hins mundi hann ekki. Þegar
hann fór frá Rvík (5. Febr.) var góð tið,
frost nokkur en snjór litill. Afli var þá
enginn á suðurlandi, nema lítilfjörlegur
reitingur í Grindavík og Höfnum. Ekki
voru botnvörpuveiðimenn þá komnir til
íslands, en voru á ferðinni. Vesturfara-
hng sagði hann nokkurn á suðurlandi,
en bjóst samt við fáum útförum úr
þeim sveitum, af því menn skorti efni
til að komast. Faigjaldið sem hann
mátti borga var um 220 krónur, en af
því hann keypti ekki farbréf alla leið í
Rvik, er óvíst að hann hafi fengið það
eins ódýrt og ella. Hann sem sé keypti
fyrst farbréf til Leith, þaðan til Glasgow
og þaðan svo til Winnipéfe, Eigi að síð-
ur virðist að fargjaldshækkunin sú í
haust er leið, nái til íslands ekki síður
en annara staða í Evrópu og að fargjald-
ið þess vegna sé nokkru hærra en að
undanförnu.
Þeir sem sækja skemtisamkomuna
í Unity Hsll í kvöld, eiga vísa ágætustu
skemtun, hljóðfæraslátt, söng og kapp-
ræðu. Alt fyrir 25 cents.
Alþýðuskólinn Pembina School í
Fort Rouge, hér í bænum, brann til
rústa á þriðjudaginn. Eignatjón er
lítið eftir að ábyrgðarfeð hefir verið
goldið.
Magic Lantern sýning og dans verð-
ur haldinn á North West Hall miðviku-
daginn 24. þ. m. Sýningin stendur yfir
frá kl. 8—9, svo verður dansáð til kl. 2.
Aðgangur fyrir fullorðna 25 c., fyrir
börn iunan 12 ára 15 c.
Mrs. Jean Marris Ellis, höfuðskelja-
fræðingur, flytur mjög skemtilegan lyr-
irlestur á North West Hall á fimtudags,
föstudags og laugardagskvöld, 18.19. og
20. þessa mán. Á hverju kvöldi eftir að
fyrirlestrinum er lokið, skoðar hún op-
inberlega þá sem tilheyrendurnir kjósa
til þess. Inngangur ókeypis en sam-
skot verða tekin.
Þeir sem vilja láta skoða sig prívat-
lega, geta hitt Mrs. Ellis á Clarendon
Hotel frá kl. 10 f. m. til kl. 6 e. h.
Þrfr sendimenn bænda í Geysirbygð
i Nýja Islandi, þeir herrar Tómas
Björnssen, Gestur Oddleifsson og Jón
Sveinsson, komu til bæjarins á fimtu-
dagskvöldið var. Islendingafljótinu er
gjarnt til að flóa yfir bakka sína á því
sviði í leysingum á vorin. Af þessu
leiðir að bændur allir í grendinni verða
fyrir stórtjóni og óþægindum svó oft á
vorin. Á síðastl. 8 árum hefir flóð
komið 5 sinnum og á komandi vori ótt-
ast menn nú meiraflóð en nokkru sinni
áður, vegna hinnafádæma snjóþyngsla.
í tilefni af þessu var kallaður saman
almennur fundur að Geysir 6. þ. m, og
mál þetta rætt alla vega. Kom mönn-
um saman um það, að vær hrís og skóg
ur, rekaviður o. s. frv. hreinsað af fljóts-
bökkunum innan bygðarinnar og á
sviðinu sem aðskilurefri og neðrí bygð-
ina, mundi mega koma í veg fyrir flóð-
ið að miklu leyti. Á fundinum lofuðu
bændur 200 dagsverkum til þessa, ef
fylkisstjórnin vildi veita $1000, er þann-
ig skiftist: $600 til að hreinsa ruslið ag
$400 til að skeraskurð milli fljótsins og
svo nefnds ‘Langavatns’, er liggur
skamt fyrir norðan fljótið. Fundar-
ályktanir þetta áhrærandi voru sam-
þyktar og fyrrgreindir menn kjörnir til
að fara á fund fylkisstjórnar og fá lið
þingmanns sins til að útvega þennan
styrk. Síðan höfum vér heyrt, að þeim
hafigengið þolanlega vel, að þeir hafi
fengið $250 til að byrja með, gegn því
loforði að héraðsmenn sjálfir leggi til
jafna upphæð. Það var álitið ómögu-
legt að gera meir en $500 virði af þess-
um umbótum nú áður en ís leysir.
Dagsbrúnarmenn.
“Betur má ef duga skal.”
Það er að eins komin helmingur
þeirra peninga sem þarf til að borga
það sem Dagsbrún skuldar, Það ætti að
vera hægðarleikur fyrir þá semskulda
blaðinu að borga það sem upp á vantar
fyrir lok þessa mánaðar svo hægt verði
að gera ákvörðun um útkomu þess eftir-
leiðis. Skuldin er aðeins um $50,00
en útistandandi eignir hátt á þriðja
hundrað dollars. Borgi menn fáein
cents hver, er skuidinní lokið. Ykkur
hlýtur að leiðast húmið. Borgið og fá-
ið Dagsbrún. Þeir sem skulda bæði
Dagsbrún og H-“imskringlu geta sent
borgun fyrir bæði blöðin í sama bréfi.
Einar Ólafsson.
Lánsamir menn
Lánsamir og ánægðir eru menn
þeir, og ólundarhrukkur sjást aldrai á
andliti þeirra, hverra konur, systur,
mæður og dætur brúka Diamond Dye
til heimilis þarfa.
Það er svo handhægt og vandalaust
að lita að nýju gömul upplituð föt og
gera þau sem nýja vöru, að bóndinn
hlýtur að samgleðjast konu sinni yfir
því.
Það eru lánsöm og glaðleg heimili
með góðum húsmæðrum til forráða, er
bruka Diamond Dye.
Sterkir, fallegir og varanlegir litir
eru æfinlega afleiðingin af því að brúka
Diamond Dye, Látið ekki kaupmann-
inn narra yður til að kaupa neina aðra
liti.
Virði þyngdar sinnar í gnlli.
Bar örin í gröflna.
TÆRING SÓTTNÆM.
Svo vottar Frank S. Emerick frá Alvin-
ston, Ont. Segir að South American
Kidney Cure hafi borgið lífi sinu. —
Batnaði á 6 klukkustundum.
‘í 2 ár bjáðist ég af nýrnasýki.
Kvalir voru ákafar og ég gat oft ekki
unnið; reyndi lækna stundum, en ekki
til neins. Fór mér svo að versna og
kvalir jukust. Sá ég þá South Ameri-
can Kidney Cure auglýst sem hraðverk-
andi lyf, og keypti eina flösku, er bætti
mer stórum á fáum stundum. Stöðugt
fór mér batnandi og er nú albata. Lyfið
er virði þyngdar sinnar í gulli, því að
vissulega bjarg það lífi mínu’.
ÚR BREFI ÚR NORÐUR DAKOTA.
Sú fádæma fönn komin, að enginn
hefir séð hér annað eins. Það er víða
orðið slétt af fjósum og verður fyrir-
kvíðandi vatnsgangur þegar fer að
þiðna.
Ég frétti i gær að Elin Thorlacius
ætlaði heim til íslands í vor með þeim
Jakob Lindal og Einari Brandssyni’.
DÁNARFREGN.
Meðalíslands frétta er þess getið,
að Benedikt Kristjánsson, bóndi á Há-
túni í Glaumbæjartorfu í Skagafjarðar-
sýslu. sé dáinn.
Benedikt sál. var fæddur á Úlfsstöð
um í Blönduhlíð í Skagafirði árið 1837
og bjó þar því nær 20 ár, fyrst lengi
með móður sinni þar til árið 1877, að
hann giftist ungfrú Ásdísi Hallgríms-
dóttir frá Bakka í Öxnadal í Eyjafirði,
systur Jónasar Hallgrímssonar bónda
við Garðar, N. Dakota, myndarkonu,.
sem hann misti fyrir 6 árum síðan.
Eyddi þúsundum í lækningar, en fékk
ekki þessa mestu af gjöfum guðs,
þangað til hún fór aðbrúka the Great
South American Rheumatic Cure.
Þjáðist ákaflega i 12 ár.
Mrs, F. Brawley frá Totrenham,
Ont., segir: ‘Eg þjáðist nærri stöðugt
í 12 ár úr gigt og mun bera þess menjar
til grafarinnar, og þó að liðamótin um
olnboga og úlfliði séu stirð enn, þá hef-
ir þó South American Rheumatic Cure
losað mig við kvalir aflar. Það reynd-
ist mér aðdáanlega. Ég hefi eytt þús-
undum dollara í lækna og lyf þeirra til
einskis. Fimm flöskur læknuðu alla
kvöl. Eg er heilsuðetri nú en ég hefi
verið í 10 ár.
wa (patrón) og R. P. Roblin. Sömu
menn fóru og fram á, að í stað $20,000
yrði varið að eins $5000 til innflutnings-
starfa. I umræðum um þetta atriði
gat Roblin þess, að það væri enginn
hlyntari því að kappsamlega væri unn-
ið að innflytjendamálinu en hann og í
rauninni væri hann ekki mótfallinn þvi
að veitt væru þessi $20,000, en kurteis-
is vegna kvaðst hann hafa stutt uppá-
stunguna, til þess þá að benda á breyt-
ingar sem orðnar væru. Blöð í aust-
ur-Canada og stjórnmálamenn, sem áð-
ur hefðu haft alt á hornum sér, er snerti
vesturlandið og ávítað fyrrverandi sam
bandsstjórn fyrir fjárveitingar til inn-
flutningsmála, hefðu nú snúið við blað-
inu alt í einu. Nú væri um að gera að
ausa sem mestu fé til innflutningsstarfa
og jafnframt því að tvöfalda laun
þeirra sem að því ynnu. Til dæmis
benti hann á, að maður, sem conserva-
4 alsyskini Benedikts sál., 2 bræður
og 2 systur, eru lil heimilis í Eyford og
Mountain bygðum í Norður Dakota, og
eru þau: Kristján og Sigurður, bændur
við Eyford, Kristíana, kona Armanns
Stefánssonar við Eyford, og Ingibjörg
kona Matúsalems Einarssonar að
Mountain."
Benedikt sál. var póstur í 4 ár milli
Reykjavikur og Akureyrar, og var vel
metinn og virtur af öllum er til hans
þektu. Hans er því sárt saknað af
syskinum og hinum mörgu eftirlifandi
vinum og vandamönnum, því þeim er
höggið það skarð sem seint fyllist.
Benedikt sál. átti að eins einn son
— Kristján, nú til heimilis í Winnipeg.
Útgerð.
Mrs. Harkley, kona kapteins Harkleys
vatnakapteins, velþektur frá Owen
Sound, Ont., segir frá því hvernig La
Grippe tæknaðist og hve læknarnir
og ættfólk hennar voru orðnir von-
lausir um bata hennar. The Great
South American Nervine var leiðar-
steinn hennarí heilsunnar kröfu.
‘Eittlivað fyrir lárum þjáðist ðg af
La Grippei g var alveg útgerð orðin. Eg
lávikum saman, reyndi marga lækna
og mörg lyf. en ekkert dugði. Vinirmín
ir urðu hræddir. Sá ég þá auglýsingu
um South American Nervine og réði af
að reyna það. Fyrsta flaskan bætti mig
svo ég hélt áfram »g varð albata og á
það þessu lyfi og engu öðru að þakka’.
Fylkisþiagið.
Á þriðjudaginn 9. Marz bar ekkert
sérstakt til tíðinda. Frönsku þing-
mennirnir Paré og Lauzon beiddu um
að fyrir þingið yrði lögð skýrsla er
sýndi landmælingar allar í suðaustur-
hluta fylkisins, gerðar í því augnamiði
að járnbraut yrði lögð suðaustur um
fj-lkið. Enn fremur að fram yrðu lögð
öll bréf.'er farið hefðu milli stjórnar-
innar og félaga eða einstaklinga áhrær
andi járnbrautarbygging á þessu svæði
og sýnt væri hvað mörg félög væru nú
til, sem hefðu leyfi til að byggja járn-
brautir. Þeim lið svaraði stjórnin strax
—að ekkert þvílikt félag væri til nú;
leyfin öll útrunnin.
Á miðvikudaginn 10. Marz voru
fjárlögin rædd enn, og þau að lyktum
samþykt (það var í gáleysi sagt í síð-
asta blaði Hkr., að þau hefðu verið sam
þykt 3. Marz; það var þá lokið við um-
ræður um ársskýrslu fjármálastjóraus.
en eftir þá a? yfirfara fjárlögin sjálf lið
fyrir lið). Nokkrar orðahnyppingar
áttu sér stað út af ýmsum atriðum, og
nokkrar breytingar og uppástungur
bornar fram, en til einskis. Meðal
þéirra breytinga var sú, hin sama og í
fyrra, að lækkuð væru laun þing-
manna, þingsforseta og ráðherranna,
en eins og í fyrra var sú uppástunga
feld. Þeir sem báru fram uppástung-
una voru þeir W. F. Sirrett frá Neepa-
TÆRING LÆKNUÐ.
Læknir einn gamall gaf upp læknri
störf sín, en áður hann gerði það fyrsi
fult og alt. fann hann það skyldu sína
að gera meðborgurum sínum kunna
samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er
kristniboði eínn úr Ajistur-Indlandi
hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr-
ir fult og alt að lækna tæring, barka-
bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra
háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn-
ig óyggjandi meðal við allskonar tauga
slekju og taugaveiklun. Var læknirinn
búinn að reyna kraft þess í þúsund til-
fellum. Knúður af hvötum þessum-og
lönguninni til að létta mannlega eymd,
skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn
á tilbúningi lyfs þessa til allra. er þess
óska, á þýzku, frönsku og ensku, með
skýrum leiðbeiningum fyrir riotkun
þess. Sendist meo pósti að fenginni ut-
anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu
blaði því, er auglýsing þessi var í fundin.
W. A. Noyes, 820 Powers Block,
Rochester, N. Y.
tívar hefðuhaft fyrir innflutningaagent
á Irlandi gegn $1200 launum, hefði ver-
iðrekinn, en maður vinveittur núver-
andi stjórn skipaður í staðinn, gegn
$4000 árslaunum. Þá fór og Roblin
fram á að strykað væri yfir $600 fjár-
veitingu, sem stjórnin bað um til að
kosta för bænda á fund sambandsstjórn
arráðherranna, til að tala um tollmálog
til þess að “lasta landið”, eins og sumir
þeirra gerðu.
Á fimtudaginn 11. Marz gekk fylk-
isstjóri í þingsalinn undireins og þing
var sett og staðfesti fjárlögin, er sam-
þykt hjjifðu verið deginum áður. A ð
þeirri athöfn iokinni bar Cameron
dómsmálastjóri fram þá tillögu, að
skólalagafrumvarpið, sem samið var
samkvæmt samningi fylkisstjórnar og
Lauriers yrði nú yfirfarið í annað sinn
og við það tækifæri flutti Cameron
langa ræðu, þar sem hann leit. yfir sögu
þessa þrætumáls alls frá upphafi.
Reyndi hann í ræðu sinni að sýna
fram á, að þrátt fyrir þessa fyrirhug-
uðu breytinga á skólalögunum frá 1890,
hefði fylkisstjórnin alls ekki vikið frá
fyrirtekinni stefnu sinni í þessu máli.
Næstur honum tók Roblin til máls og
talaði til klukkan 6, er umræðum og
fundi var frestað. Sem við var að bú’
ast leit hann alt öðru vísi á málið en
dómsmálastjórinn. Áleit það hrapar-
legt slys, ef þessi lög yrðu samþykt
þar þau á engan hátt fullnægðu kröf-
um kaþólskra, en sviftu burtu grund-
vallaratriðinu úr skólalögunum frá
1890. Samkvæmt þeim lögum væri öll-
um gert jafnt undir höfði og ekkert til-
lit tekið til þess hvaða trúar þessi eða
hinn væri, en í þessum lögum væru
skólastjórnirnar skyldar til að launa
kaþólskan kennara, svo framarlega sem
25 kaþólsk börn gengju á þann eða
þann skólann. Með því ákvæði væri
kaþólskum veitt einkaréttindi sem engir
aðrir trúflokkar í fylkinu fengju. Ann
að atriðið sem hann áleit ótækt alveg
varþað um tungumálakensluna. Aleit
það gæti enginn gert sér hugmynd um
hvað af því leiddi, að skylda skóla-
stjórnir til að útskýra enskuna á er-
lendu máli á skólunum, svo framarlega
sem 10 erlend börn gengju á þann skóla
og ef foreldrar þeirra eða aðstandendr
ur færu fram á það. í lok ræðunnar
framsetti hann þá tillögu, eða breyt-
ingaruppástungu, að frumvarpið yrði
ekki lesið nú, heldur að 6 mánuðum
liðnum.
Á föstudaginn 12. Marz var ekkert
gert nema jagast um skólamálið og það
langt fram á kvöldið, er fundi var frest-
að til mánudags.
Merkasta ræðan um þetta mál á
föstudaginu var sú er Mr. Fisher flutti.
Hann sagðist vera óánægður með frum-
varpið, en sagðist þó ekki geta annað
en samþykt það. En það hélt hann, að
eins og nú stæði gætti fylkisstjórnin
ekki vel státað af sigri í þessu máli.það
biði nokkuð langur tími enn, þangað til
liún gæti það.
©S> © © W 9 ©O © © © © O®
ííff$
t
1 tír
w m
zU
PLÍ.STF.R
Price
25c.
[ Davi» & Lawrence Co., Ltd, ©
I Sole Proprietors, Montru/l.
I hnrc presrribt d Meuthol Plasterlniiiiiimbcr
neutalfíic aud rhcumath: pains.^uui
ver/ u h pler.Eed with tiio rtr**i t8 and
j l^-naiirnes* of Iti appli',ati<'n. —W’. 11. CAliPKN*
tlr, M.D., Hof«l Oxford. Bœton.
I have usotl Monthol Plasfoi g in scvoral caaos
r*f tnuscular ílmuniatisin, and find 111 every cnse
thntlt ravealinoKtlnstant and perrnhnent relief.
—J. B. MocRK M.D . Wanhiníftnn. D.C.
It Cures Sriiitiea, L.itmhiit;o, Neti-
ralgia, Pains in íiack or Side, ’or
any Bluscular I’ains.
o ð o e « u
Það hefir oft verið talað mikið um
að hafa sérstök sjúkrahús fyrir þá sem
veikir eru af tæringu, en margir vísinda
menn halda því fram að sú aðferð sé ó-
möguleg og segja, að meðölin ein verði
að bjarga í þessu sem öðrum tilfellum.
Uppfinding Dr. Stevens ‘Canabis Sati-
va’ er hið stærsta stig vísindanna i. þá
átt að útrýma tæring. Það heitir öðru
nafni The East Indis Concumption Cure
Þúsnndir mannahefir þetta meðal lækn
að, og það ee nú engin efi á því lengur,
að þetta meðal er framúrskarandi við
öllum lungnasjúkdómum, svo sem and-
arteppu, kvefi, barkabólgu og tauga-
veiklun sem af þeim .leiðir. Hversetn
éendir frimerki og minnist þess hvar
hann sá þessa auglýsingu, fær allar
nauðsynlegar upplýsingar frítt. Skrifið
til W. A. Noyer Bowers Berck, Roch
ester, N. Y.
Ónýtt blóð
SÝKI SEM GERIR MARGA AÐ
AUMINGJUM.
Það orsakar taugaveiklun, þruutir í
bakinu og slæman .höfuðverk,
hjartveiki, og leiðir að síðustu til
dauða, ef bati er ekki fengin hið
fyrsta.
Tekið eftir Sussex N. B. Record.
Menn geta á margan hátt gert man-
kyninu gagn. Sumir eyða stór upphæð-
um til að reisa byggingar og til að
skreyta skemtigarða í bæjum og borg-
um. Aðrir eyða peningum sínum í að
hjálpa fátækum og bætá kjör þeirra er
bágt eiga og fyrir þessar orsakir eru
þair hafðir í hávegum. Þá sem þjáðst
hafa af einhverium kvilla og fundið ráð
til að lækna sig og gefur almenningi
upplýsingar um það, gerir almenningi
ekki minna gagn en hinir. Á meðal
þeirra sem þannig hafa gert góðverk er
Miss Elena 0,’Neil, dóttir Mr. Jas. O.
Neii, velmetins bónda nálægt Millstresg
Kings Co., N. B. Það sem gekk að Mim
O’Neil var af því að of lítið af næringar
efnum var í blóðinu, sem því miður er
alt of algeng sýki meðal ungra stúlkna,
og sem ætíð leiða til dauða, ef bót er
ekki fengin í tíma. Þar eð. Miss O’Neil
hefir komist að því, að það er til meðal
sem læknar þessa sýki hefir hún afráð-
ið að gefa öðrum tækifæri til að reyna
það lika. Hún sagði sögu sína fregnrita
blaðsins Record, ogerhún á þessa 'leið;
‘Eg hefi þá skoðun að ef ég hefði ekki
tekið það fyrir að brúka Pink Pills, þá
hefði veiki mín leitt mig til bana. Veik-
in byrjaði í mér svo hægt, að það var
illmögulegt að segja hvenær hún byrj-
aði. Það fyrsta Sem bar á var fölvi á
hörundinu og máttleysieftir hverja litla
áreynslu. Að lokum varð ég föl eins og
liðið lík og ákaflega óstyrk, hafði verk
hingað og þangað í líkamanum og fór
alt af versnandi. Ég hafði talsverðan
hósta og ef ég þurftiað ganga upp stiga
varð ég svo þreytt, að ég þurfti að
hvíla mig. Matarlystin hvarf og ég
hafði annað slagið svimaköst og ákafan
höfuðverk. Mér fór alt af versnandi
þangað til ég var búin að fá leið á líf-
inu. Ég var búin að reyna mörg maðöl
en þau gerðu mér ekkert gagn. Það í
þessum vonleysis kringumstæðuin að
las af tilviljun í blaði sem ég hafði náðí
frásögu um samskonar veikindi eins og
þau sem óg hafði. og að sjúkiingum
hefði batnað af Pink Pills. Þossi frá-
saga ýar svo hughreystandi að ég nfréð
að reyna þetta meðal. Það reyndist
mér eins og stúlkunni sem ég hafði les-
ið vm, afleiðingarnar voru stórskostleg-
ar. Þrautirnar sem ég hafði haft í síð-
unum hurfu alveg og varð ég styrkari
og matarlystin batnaði, og yfir höfuð
fékk ég alveg nýan kraft. Eg er nú
eins og hyer annar á heimilinu og hefi
ekki fundið hið minsta til veikinnar síð-
an að óg brúkaði Dr. Williams Pink
Pills.
Alit mitt á þessu meðali og þakk-
læti mitt til þeirra sem búa það til er
mikið. Eg vona að frásaga mín meg
koma einhverjum líðandi að gagni, Á-
hrif Pink Pills á Miss O’Neil sýna, að
þær eiga ekki sinn jafningja til að bæta
blóðið og styrkja taugarnar. Stúlkur,
sem eru fölar, daufgerðar, hætt við
jartveikisköstum, eru máttlitlar o g
þreytast fljótt, ættu að byrja að brúka
Pink Pills tafarlaust. Þær bæta blóð-
ið á stuttnm tíma oggera útlitið hraust
legt og fallegt. Þær eru óyggjandi við
veikindum, sem eru einkennileg fyrir
kvennfólk, og karlmenn, sem þreyta sig
um of á andlegu eða líkamlegu starfi,
ættu einnig að brúka þær.
Dr. Williams Pink Pills eru seldar í
öskjum (aldrei lausar eða í tylftatali)
fyrir 50 cents askjan, eða 6 öskjur fyrir
$2,50, og fást hjá öilum lyfsölum, eða
með pósti frá Dr. Williams Medicii-e Co.
Brockville, Ont.
Crcúk Up a Go!J in Tiine
[ mmm
^ Tlie Qulck Cure for COUGIIS,
' COI.DS, CKOIT, liIÍO.N-
^ CIIXÍIS, HOARSENESS, etc.
Mrs. Jokeph Norw’íck,
of Cá Soraui en Ave., Toronto, writeg:
•• ryny-I’ectoral haa never fallcd to cure
my diildren of croup after a few doaes. It
uured niyHclfofíi loi:jr-Btandiníf cough after
h vural oilier remeilies had falled. It han
M (•> jiroved nn ex< ei:«nt cough cure for my
f.imi y. I jnefer it to anv other mcdiciue
lor coughs, eroup or hoarseness.”
II. O. BArnouR,
of Liitle Kocher, N B., writes :
As n cure for conghs Pyny-Pectoral ls
th
toinc'.
.........fíhs Pyn;
it sellii if rnedii ine I have; my cus-
wlll have no othor."
I.urge Hottle, 25 Cts.
DAVIS & LAWRKNCE CO., Ltd
Proprietors. Moíitrf.al
kk.au yr
Fjöldi hinna dánu,
Heimskulegar læknareglur
eru orsökin.
Frændur og vinir syrgja
og sakna.
PAINES CELERY COMPOUND
HEPÐI GETAÐ FRELSAÐ
FJÖLDA MARGA.
ÞAÐ BJARGAR LÍFINU ÞEGAR
ÖLL ÖNNUR MEÐÖL BREGÐAST.
Hinir köldu vetrarmánuðir færa
oft dimman sorgarskugga vfir
hin oanadisku heimili.
Feður, mæður, systur og bræður,
alt hefir orðið að falla fyrir hinum
grimma dauða; og eflaust hefði mátt
bjarga fjölda þeirra, ef vinir þeirra
hefðu gefið þeim Paines Celery Com-
pound í stað gagnslausra og stundum
skaðlegra samsetninga, sem þeir voru
neyddir til að brúka.
I mörgum tilfellum bar dauðann að
höndum að eins vegna þess, að menn
fylgdu of stranglega læknaforskriftum.
Paines Celery Compound hefði svo þrá-
faldlega gert fyrir aðra í samskonar til-
fellum. Og svo kom örvænting og eft-
irsjá yfir að hafa ekki neytt allra ráða
sem fyrir hendi voru.
Viltúþá. vinur minn, leyfa dauð-
anum að hrífa burtu elskaðan vin þinn,
vegna þess að þú vildir ekki reyna við
hann Paines Celery Compound. Líkurn-
ar til að það dugi honum, eru margar og
sterkar. Jafnvel þótt vinir ykkar hafi
lengi kvalizt og séu komnir á það stig,
er læknirinn getur ekki að gert. Jafn-"
vel þá getur Paines Celery Compound
komið að góðu liði.
In mörgu tilfelli um frábær Éekninga
áhrif Paines Celery Compound, eru ó-
hrekjandi vitni um kraft þess.
Allir ráðvandir og góðir læknar eru
nú farnir að viðhafa Paines Celery
Compound sem hiðbezta meðal við öll-
um ^veikindum, er stafa af snöggum
veðrabreytingum. Óhlutvandir menn
hafa og búið til gagnslausar eftirstæl-
ingar af því. Gætið þess vandlega að
þér fáið hina einu ekta tegund af Cele-
ry Compound með öllum róttum vöru-
merkjum.
Auglýsing
Þeir sem vilja eignast hið ágæta íyf
“Our Native Herbs”
sem er heilsustyrkjandi og gott fyrir
blóðið, geta fengið það hjá undirrituðum
eða hjá Mr. Gunnlögi Helgasyni, í búð
Á. Friðrikssonar. sem einnig hefir bað
til sölu.
Jóh. Th. Jóhannesson,
892 Fonseca Str., Winnipeg.
Ábýlisjörð.
Ef þig langar til að eiganast 75 ekrur
af ágætu plóglandi, liesta og aktýgi og
sleða og yms jarðyrkjuáhöld, aðeins 9
mílur frá Winnipeg, þá getur þú fengið
það mjög billegt — fyrir peninga, eða
skuldlausar fasteignir í bænum, hjá
Guðm. Jonssyni, So. West Cor. Ross
Ave. og Isabel Str.
“ISI.AX II.” Blað þetta er gefið
út í Reykjavík. Ritstjóri er Þorsteinn
Gíslason. Langstæfsta og ódýrasta
blaðið, sem gefið er út á íslandi. * Kem-
ur út einu sinni í viku, í stóru arkar-
broti. Áskrift að eins bindandi fyrir
einn ársfjórðung. Verð ársfjórðungsins
er 35 cent. Borgist fyrirfram. Menn
snúi sér til
H. S. BARDAL,
613 Elgin Ave., Winnipeg.
Fluttur,
Eg hefi flutt flutt frá Notre Dame
Ave að 561 Elgin Ave. (Jemima Str.) og
er mig þar að hitta með alslags góðgæti
sem öllum er kunnugt. Ég vonast eftir
að sjá mína fyrrum skiptavini, og
marga nýja.
HANS EINARSSON
561 Elgin Ave. (við endan á Kate Str.)
Brnitswiclt Hotel, á horninu á
Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi
í bænum betri viðurgerningur fyrir $1
á dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn-
ingur að og frá járnbrautarstöðvum.
McLaren Bro’s, eigendur.
“BJARKI,”
ritstjóri Þorsteinn Eulingsson,
langhesta blaðið sem gefið er út, á Is-
landi. Kemur út í hverri viku. Kostar
að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá
góð sölúlaun. Skrifið til
M. PÉTURSSÖNAR,
P.O. Box 305, Winaipeg.
Fræðiblað með myndum. Kemur út
f Reykjavík einu sinni á hverjum
mánuði. Eina íslenzka ritið er stöð-
ugt flytur myndir af nafnkunnum ís-
lendingum. Ritstjóri og eigandi
Þotsteinn Gíslason.
Blaðið kostar í Amerlku, fyrirfram
borgað, einn dollar árgangurinn.