Heimskringla - 18.03.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.03.1897, Blaðsíða 2
HE1M6KRINGLA 18 MARZ 1897. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Frtg. & Publ. Co. •• •• Verð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. «. Itox 305. Stórmál á dagskrá. Það vora tvö þýðingarmikil mál á dagskrá á síðasta sveitarstjórnar- fundi í Nýja-íslandi. Yér höfðum ekki fengið nema ónákvæmar fréttir af þeim fundi þangað tii á laugar- daginn var, að vér náðum tali af oddvita sveitarinnar, Jóh. kaupm. Sigurðssyni að Hnausum. Fundur- inn var settur að Ósi við Islendinga- fljót hinn 3. þ. m. og stóð yfir í tvo daga og seinni daginn uppihaldslaust fram undir miðnætti. Er það að lfk- um lengsti sveitarstjórnarfundur, sem enn hefir verið haldinn í Gimli- sveit, enda voru þar rædd og afgreidd milli 40 og 50 mál alls. Stærstu og þýðingarmestu málin sem rædd voru og afgreidd á fundinum, voru þessi: Samkvæmt áskoran frá almenn- um fundi á Gimli, var samþykt að senda nefnd manna á fund fylkis- -stjórnarinnar og biðja um $5000 til vega og brúargerða í sveitinni. Var það síðar samþykt, að í nefnd þessari skyldu sveitarstjórnarmennirnir allir: Oddviti Jóh. Sigurðsson og meðráða- menn Kr. Lífmann, Gísli Jónsson, Gunnsteinn Eyjólfsson og Jóhann Straumfjörð. Er ákveðið að þessi nefnd mæti á skrifstofu ráðherra op- inberra starfa í fylkinu, á mánudag- inn 29. þ. m. Hið annað stórmálið var það, að samþykt var að senda bænarskrá til sjó og veiðimálaráðherra Canada og biðja sambandsstjórnina að lengja friðunartíma hvítflskjar og nálfiskj- ar (Pickerel) og hætta algerlega að veita fiskifélögunum veiðileyfi í Winnipegvatni. Það sem farið er fram á í bænarskránni er það: að hvítfisk megi veiða á sumrin frá 15. Maí til 31. Júlí, og að friðunartími hans byrji 1. Ágúst og endi 15. Nóv- ember ár hvert, að Pickerel friðun- artími byrji 15. Apríl og endi 15. Júní. Hvað veiðileyfi snertir, þá er beðið um að engir fái veiðileyfi nema búendur við vatnið, eftir að hafa bú- ið þar árlangt, og að hver þeirra hafi leyfi til að halda úti 1500 föðmum (3000 yards) af netum ; að veiðium- sjónarmaður skuli ávalt á veiðistöðv- unum alla sumarvertíðina, til að sjá um að lögum öllum og regium áhrær- andi fiskveiði sé framfylgt. Þáerog beðið um að fiskiklakshúsið í Selkirk sé aldrei látið standa ónotað, en að flskiklaki sé altaf haldið áfram og að minsta kosti 1 milj. ungra hvítfiska VEITT HÆSTU VBRÐLAUN A UEIMSSÝNINOUNN DH BáKING POWDiR IÐ BEZT TILBÚNA óblönduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynslu. slept 1 Winnipegvatn á hverju ári, og að gætur séu hafðar á, að þeim ung- flski sé ekki slept i Rauðá eða rétt við Iíauðárósa, þar sem þeir þá und- ir eins verða öðrum fiski, Pike o. s. frv., að bráð, heldur að ungfiskurinn sé fluttur nokkrar mílur norður á vatn áður en honum er slept úr kist- unum, sem hann er fluttur í. Hin önnur málin sem rædd voru og afgreidd á fundinum, kunnum vér ekki að nefna. Þó má geta þess, að vegastjórunum var falið á hendur, að fá girðingar, hvar sem eru á vega- stæði innan sveitarinnar, færðar út fyrir vegastæðið, eða á útjaðar þess, eins og rétt er samkvæmt lögum. Það væri myndarlegt ekki síður en rétt og sjálfsagt, að fá þetta fram- kvæmt, því í augum umfarenda virð- ist það órækur vottur um drasl og sóðaskap, þegar vegstæðið hefir alla hugsanlega breidd á fárra mílna svæði. Fróðleg skýrsla Það er fróðleg skýrsla sem fram var lögð á fylkisþingi fyrir skömmu. Það var áætlun um fólksfjölda í hin- um ýmsu sveitum í fylkinu, tala kvikfénaðar, tala ræktaðra ekra og verð fastra eigna og lausra í hverri sveit, samkvæmt matskrá sveitanna. Það er í fyrsta skifti að þesskyns skýrsla hefir komið fram, en það verð- ur sjálfsagt ekki í seinasta skiftið. Þvert á móti eru allar líkur til að samskonar skýrsla komi framvegis á hverju ári og þá fyrst nær hún fylli- lega tilgangi sínum. Menn geta þá á hverju ári séð hvert efni manna í þessari sveitinni eða hinni, hafa auk- ist eða rýrnað á árinu, og þá sýnir hún einnig hvernig menn færa út kvlarnar og hvað mikið á ári hverju. Vitaskuld getur þessi skýrsla aldrei orðið nákvæm, þar sem hún vitan- lega er tekin eftir matskrá og öðrum slíkum gögnum hinna ýmsu sveita- stjórna. En haldi hún áfram að koma út sýnir hún samt fjölgun fólks, svona nokkurnveginn, 1 hverri sveit fyrir sig, fjölgun kvikfénaðar og fjölgun ekra, sem ræktaðar eru. Af skýrslunni má þess vegna æfinlega sjá, hvert þessi sveitin þroskast á- fram eða stendur f stað á árinu. Af þvi engin samskonar skýrsla er til svo kunnugt sé, er samanburð- ur algerlega ómögulegur í þettasinn. En af henni sjá menn þá samt, hvað gerst hefir á ákveðnu tímabili, og af því svo margir “liberal”-gæðingar í bændaröð nýbúnir að lýsa ástandinu hér þannig, að bændur væru ver komnir en þrælarnir í suðurríkjunum forðum, er sérlega heppilegt og þakk- lætisvert að hún var gefin út, þvf hún rekur lýgina hlífðarlaust niður í kok þeirra leigutóla. Það mætti benda á æðimörg atriði í þessari skýrslu, sem sanna svo vel sem verð- ur að frajnburður “liberal-patrón- anna” er.hæfulaust álas um fylkið. En vér látum nægja að benda á eitt einasta arriði þessu til sönnunar. Það er atriðið sem höndlar með Mennón- íta-byggðina nálægt suðurjaðri fylk- isins, — Rhineland sveit. Innflutn- ingur þangað hófst um það bil, er íslendingar fyrst fluttu til Manitoba. Mennónítar eru auðvitað viðurkendir dugnaðarbændur, sem kunni alla búnaðaraðferð eins og hún tíðkast hér á sléttunum, því Svartahafssléttan í Rússlandi er áþekk mjög sléttunum hér. Sumir þeirra, ef til vill fleiri hlutinn, hefir líka komið hingað með dálítil efni og nokkurir með mikil efni. En þó vora þeir sem fyrstir fluttu ekki fjölskrúðugri en svo, að þeir tóku stjómarlán ekki síðuv en íslendingarnir fyrstu—fengu lánaða marga tugi þúsunda dollars, en sem þeir nú fyrir 4—5 árum hafa lokið við að endurborga, með fullum vöxt- um. Nú er sveit þessi—bygð mennó- nttum eingöngu—fólksflesta bænda- sveitin í fylkinu og með þeim auðug- ustu, eins og fylgjandi skýrsla sýnir: íbúar í sveitinni eru 7860; ekrur af landi ræktaðar 133,088; hestar í sveitinni 6233 ; nautgripir 14,362; sauðfé 1784; svín 4759. Matsverð fasteigna $1,550,817; matsverð lausa- fjár $961,636. Matsverð allra eign- anna því $2,512,453. Nú er það eins víst eins og það að sólin sldn, að matsverð eignanna upp og ofan er miklu lægra en það sem nokkur þess- ara bænda mundi vilja selja þær fyr- ir, miklu minna enda en þeim yrði boðið fyrir þær. En setji maður svo að matsverðið sé fult ígildi eign- anna, þá kemur á nef hvert í bygð- inni sem næst $320, sé eignunum jafnað niður, eða $1600 á hverja með- al fjölskyldu. Þegar á það er litið, að þessir menn hafa nú borgað stjórn- inni (endurgjald lánsins með vöxtum) eitthvað um $20 á nef hvert í sveit- inni, fætt sig og klætt og gert alt það sem nýbyggjar þurfa að gera og sem ekki er metið nema lítils virði, þó það kosti ígildi mikilla peninga, -þá er auðsætt að hér er um ekki svo lít- inn gróða að gera, ekki neinn stór- gróða að vísu, enda Mennónítar langt frá því að vera stórgróðabragðamenn en framhaldandi gróði ár eftir ár, bezti og vissasti gróðinn, er sprottinn er af hægri en sígandi framför í bún- aði. Þaðeralment talið að Gimli- sveitin sé jafngömul þessari Mennó- nita-bygð, því bygðin var hafin í báðum svejtum um sömu mundir í fyrstu. En svo er það í rauninni ekki alveg rétt. Það var allur þorri nýlendubúa sem flúði úr N.-ísI. eftir fá ár, og þeir fáu sem eftir voru héngu þar óvissir í hvort heldur að fara eins og hinir, eða bíða betri tíma. Það millibilsástand hélzt til þess 1884 til 1885, að innflutningur hófst þang- að á ný. Sem framhaldandi, vaxandi nýlenda, er þvr Nýja ísland í raun réttri ekki nema 12—14 ára gömul, og framhaldið og vöxturinn hefir sannarlega verið skrikkjóttur alt til þessa. Það er líka sannast að það er munur á skýrslu Gimlisveitar og Rhineland-sveitar. Gimli-sveitar- skýrslan er á þessa leið : Ibúar eru taldir 1,612, ekrur af landi ræktaðar 2005; hestar í sveitinni 38; nautgrip- ir 2752; sauðfé 2571; svin 19 ; mats- verð fasteigna. $128,057 ; lausafé $18,501. Matsverð allra eignanna því $146,558, og kemur þá á nef hvert $91,00, eða um $455 á hverja meðalfjölskyldu. Þetta er munur og miklu meiri en hann ætti að vera, enda þótt vitanlegt sé að Islending- arnir flestir, sem flutt hafa til Nýja íslands í seinni tíð, hafi verið efna- lausir menn. Það er vitanlegt líka, að þó eins kappsamlega hefði verið unnið að landbúnaði i Nýja ísl., eins og I Rhíneland, hefði samt orðið fifik- ill munur á ekrufjölda undir ræktun. Það gerir skógurinn og aðrir örðug- leikar, sem ekki eru í Rhineland. En það sýnist eigi að sfður ástæða til að ætla að efnahagur N.-ísl. hefði verið miklu betri en hann er, ef menn hefðu lagt meiri trúnað á jarðyrkju en treyst þeim mun minna á fiskiveiðar. Það fórust merkum N.-ísl. orð á þá leið, núna ekki alls fyrir löngu, að þrátt fyrir ágæti Winnipeg-vatris og veiðarinnar í því, væri hann nú far- inn að álíta að fiskiveiðamar væru niðurdrep nýlendunnar. Þegar at- hugað er hve ómöguleut er fyrir einn efnalítinn mann að • unda í senn bæði landbúnað og skiveiðar og gera hvorttveggja þu -kil sem þarf, hlýtur maður að viðn .enna að það er talsverður sann: • <.i fólginn ; þessu áliti um áhrif kiveiðanna á nýlenduna. Annað sem ath> •nvert er við þennan samanburð, ei .éttbýl ið. Það er óefað eitt af því, sem staðið hefir N.-Isl. fyrir þrifum, að menn hafa þanið bygðina yfir svo víðáttumikið landflæmi, þanið hana með fram vatninu svo að hún er öll á langveg- inn. Væri Ný-íslendingar jafnmarg- ir á hverri ferhyrningsmílu, eins og Mennonítar í Rhineland, ætti Ný-ísl.- bygðin ekkiað taka yfir stærra svæði en svarar 6x15 mílur. Með öðr- um orðum kæmust N.-Isl. þá allir á spildu 6 mílna breiða frá vatninu og sem næði frá Gimli norður á Árnesið norðanvert,—að Oddnýjarstöðum t.d. Það leynir sér ekki, að væri bygðin svona þétt þá væri hún æði mikið skemtilegri fyrir nýlendumenn sjálfa og að með sama tilkostnaði, sama vinnuafli og eytt hefir verið í vcga- gerð í nýlendunni, væru orðnir við- unanlega góðir vegir um alla bygð- ina, ef hún væri ekki víðáttumeiri en hér segir. Aðferðin hefir að mörgu leyti verið öfug við það sem heppilegast hefði verið í Nýja Islandi til þessa. Spursmálið er hvort ekki eru tiltök að breyta henni í þeim atriðum sem viðráðanleg eru. Margt er til. Fylgjandi samtíning áhrærandi einkaleyfi höfum vér eftir einkaleyfis- umboðsmönnum : Marion & Marion, Teraple Building, Montreal. Sýna þéssi atriði hvað til er af einkaleyfum í Banda ríkjum og Canada á þeim fáu hlutum sem nefndir eru : Það oru til 2487 eínkaleyfi á alls- konar útbúnaði til að bjarga fólki úr eldsvoða í stórhýsum í borgurn. Sodavatn og aðrir áfengislausir svaladrykkir eruhúnir til eftir formúl- um, sem 278einkaleyfl hvíla á. 2465 einkaleyfi hvila á spjöldum og útbúningi til að takmarka og hefta grfustraum úr gufuvélum. Til umbóta og breytinga á telegraf- vélum og áhöldum í því sambandi, hafa verið gefin út 3075 einkaleyfi. Fiskimenn geta valið um veiðarfæri allskonar sem 2677 einkaleyfi hvíla á. 4389 einkaleyfi hafa verið gefin mönnum sem fundið hafa upp nýtt lag á stólum eða einhverjum hlutastólanna. Þegar þessa er gætt er ekki að kynja þótt stólar sem í fyrra voru ,hæst móð- ins,” séu algerlega úr gildi i ár. Það eru ekkí til nema 1332 tegundir af einkaleyfísmeðulum, sem fengið hafa einkaleyfi hér í landi,—pillum, sarsapar- illum og öðru altlæknandi lifsinsvatni! 7400 einkaleyfi hafa verið gefin út til umbóta og breytinga á aktýgjum og reiðfærum. 455 menn hafa fengið einkaleyfi til þess ymist að setja saman efni í stórhýsi sem ekki á að geta brunnið, eða til að koma upp þeim byggingum úr almennu efni, en með nýrri aðferð og eftir nýjum reglum. sem koma eiga i veg fyrir bruna. Uppfindingar til málmblöndunar og smíða úr málmi allskonar eru margar. i Þau einkaleyfi eru yfir 25 þús. talsins. 4435 einkaleyfi hafa verið gefin út i til að bæta og breyta smjörgerðarvélum j áhöldum sem að smjörgerð tilheyra og j til að breyta aðferð við smjörgerðina. Smiðatól trésmfða eru af mörgum | tegundum, enda eru til 4235 þesskyns einkalevfi. Meðal kynlegustu uppfind- inganna er nafar sem borar ferhyrnda holu. Matreiðslukonur geta rist, skorið eða höggið garðávöxtu ineð 2005 ólíkurn áhöldum, ef hagnýtt væru öll þau einka- leyfi sem til eru. 5833 einkaleyfí hafa verið gefin út til bóta og breytinga á prentvélum og áhöldum ýmsum er að prentverki lúta. Stein tilbúinn af mannahöudum, kalk og vatnslím má búa til samkvæmt | 1159 einkaleyfis-formúlum. Til að bæta og breyta áhöldum sára- lækna hafa verið gefin út 3335 einkaleyfi. j Æfiminning. Þess var getið í blaðinu nýlega, að j kona mín væri látin, lmsfreyja Miidríð- j ur Jóhannsdóttir. Eius og frá var skýrt í blaðinu var hún 72 ára að aldri j er hún lózt, 2. Marz 1897. Við þetta j tækifæri finst mér viðeigaodi að minu- ast, hennar raeð nokkrum þakklætis og virðimrar orðum. Eft.ir 40 ára sambúð j með mér í hjónabandi á hún skilið svo | litla viðurkenningu. Hún var mér ást- úðleg eiginkona og stóð kvenna bezt'í sinni stöðu. Fyrst um sinn þurftum j við að leggja hart á okkur til þess að j þurfa ekki að verða upp á annara hjálp 1 komin, og sem hún átti sinn fullan þátt í í að tókst. Eg má minnast þess hve ! hetjulega hún gekk fram í því stríði okkar og barðist möglunarlaust, eins j og takmarkaðir kraftar hennar framast j leyfðu. MildríðurVar gáfuð kona og ! mjög hneigðtil bóknáms, en á ungdóms ; árum hennar gafsthenni engiuu kostur á að framfylgja þeirri löngun sinni, að mentast. Faðir hennar var forn í .skapi og liugði börnum sínum hentara að j stunda bú en bóknám. Hún var gjaf- | mild kona og svo viðkvæm, að hún i mátti ekki aumt sjá, enda inun martrur j sá, er minnist heunar nioð þakklæti. Hún hafði annað álit á vináttn en al- 1 ment gerist, og af því leiddi, að þó hún gæti ekki aumt séðeða látið nokkurn fynjandi frá sér fara, var hún sér aldrei úti um marga vini; hún víldi hafa þá fáa, en hún vildi að það væri vinír— virkilegir vinir. A þriðja búskaparái i okkar mistttm við mestan [bústofn okku sauðfénað allan, af völdum fjárkláð ms. og rná af því ráða. að við áttum ei *;11 uppdrátt- j ar, Þó var það ekki eina i aunin á því j tímabili, því samtímis sýkml Mildríð- ur sál. og lá þungt haldiu i •> mánuði samfieytt. Allar þessar þrautir bar j hún með stökustu þolinmæði. Að ári | “Eg hefi brúkað Ayer’s Cherry k Pectoral í húsi mínu í 22 ár og f mæli með því við aðra, við kvefi og hósta og kíyhósta. Hefi ekki fe heyrt um eitt einasta dæmi þar jf sem það hefir brugðist við kíg- ^ hósta. þegar * a Hœdni og hosti. fW-w -W iBf •JSf twr TWIIFnsjr £ Maðurinn sem hæðist að því, er vinur hans ráðleggur honum að ‘taka eitthvað við þessum hósta." heldur áfram að hósta þangað til annaðhvort að hann breptir skoðun sinni, eða breytir um jarðneskan bústað sinn í hinsta sinni. Það er annars undarlegt hve menn eru þráir og hve lengi þeir tefla á tvær hættur, þó heilsa og líf sé í veði, þegar þeir gætu fengið læknað hóstann, kvefið og lungnaveikina með nokkrum inntökum af Ayer’s Cherry Pectoral. * Þessi vítnisburður er fullum stöfum i Ayer’s “Carebook” ásamt hundrudura annara. Fæst ókeypis hjá-J. C. Ayer Co., Lowell, Mass. liðnu byrjuðum við búskap aftur, að Osum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, og þar bjuggum við svo þar til 1874, að við fiuttum til Ameriku. Á Ósum þjáð- ist hún stórlega af sjúkdómi í 3 mánuði samíieytt, en síðan var hún hin heilsu- hraustasta, þangað til þetta mein fór að vaxa utan við brjóstið og sem lækn- ar sögðu nokkurskonar krabbamein og ekki til neiris að skera burtu, af því rætur þess stæðu svo vítt, að fyrir þær yrði ekki tekið. Þjáningar tók hún engar út, enda viðhöfð öll meðöl til að aftra því. Óþolinmæðisorð beyrðist aldrei af vörum hennar, enda vissi hún að lausnin var í nánd. Hún æskti þess eins að fá að að liða burt þrautalaust, og sú ósk bennar var uppfylt. Það smá dró af henni máttinn. þar til lífsaflið að lyktum var algerlega þrotið og hún sofnaði siðasta svefninn, með nafn Jesu Krists á vörunum. Við þetta tækifæri vil ég af hjarta þakka. öllum r.om veittu henni og mér virðingu með því að vera við útför hennar og tóku þáttí sorg minni. Guð hlessi þá alla og gefi þeim styrk og þol- inmæði í þeirra dauða stríði. Wiunipeg, 10. Marz 1897. Guðrnundur Ólafsson. Þeim lát nu’ er vegsemd veitt Þeir vefjast Jesú arm, Og hvíla höfuð þreytt Við tierrans föður harm. Ó, frið sjón helg og há, Sexn hvergi skugga ber; Þeir liósa Ijós það sjá, Er lýsti í móðu hér. Þá leiðir líknar hönd -Og létt er mæðu’ og synd— [Tm eilífleiknns lönd, V'ið lífsins svalalind. En vor er sorgin sár Og saknaðs tár við gröf, Og JLjós sem leifðu ár Og langra skugga töf. Því þeirra ástar-orð ög elskuríka trygð, Er horfin hér á storð; A himnj á hún bygð. 0, hjfirtu hrein og blíð, (), horfnu lifsins fet! Nú er vor tára-tíð; — Sinn trygð-vin Kristur grét. En sól á sólarborð Ins síðsta dags er vís, Þá dunar drottiiis orö : “Frá (lauðuiu vakna, — rís !” (í. Ólafsson. Sigurhjörg Guðmundsdóttir. Mfira um Agsborgarjátning. Eftir Ara Egilsson, Brandon, Man. Þegar maður Ktur til baka og horfir svo yfir það ástand sem kyrkjan er nú í, þá er þaö sorgleg sjón. AUur hennar líkami er ekki annað en sár, benjar og þroti frá hviríii til ylja. Plástrarnir hafa aldrei verið hreinsaðir. Það eru játningarrit hermar. í þeim hefir sama ólyíjanin verið ár eftir ár, öld eftir öld. Kyrkjan er nú líka dauð, steinrunnin ! Maðurinn sem grafinn var úr jörðu í fyrrasumar og sem verið var að sýna hér í Manitoba og viðar, ‘representerar’ hina andlega dauðu kyrkju í heiminum. Þegar ég sá hann kom mér til hugar parturran af gömlu íslenzku gátunni : “eina hefir hún tönn i haus og þó er hún líflaus.” Svona er nú kyrkjankom- in fyrir lúrðuleýsi og lesti kyrkjufor- stjóranna. I ni þetta ástand kyrkjunn- ar spáir Esaias { 56. kap., 10.—11. vers : “Vökumenn ktistninnar eru blindir; enginn þeirra v»ít, neitt. Þeir eru allir eins og hljóðlausir hundar sem ekki geta gclt. Þeir sjá siónir, liggja og þykir vænt um að sofa. Hundar þessir eru gráðugir og verða aldrei saddir. Þeir erii að söniui liirðarar, en með öllu að- gæ-/Julausir ; hver gengur sína götu, hver b'tur á sinn hag,” o. s. frv. Menn hafa hugsað að þessi spádóm- ur Esaiasar h&fi eingöngu verið stýlað- ur upp á kyrkjuforstjóra Israelsmanna. En enginn skildí láta sér koma slíkt til hugar. Þessi spádómur nær alt fram á þonnan dag, stýlaður upp á kyrkju vorra tíma. Eða finst þér ekki, lesari góður, að andinn í spádóminum eigi vel við yfirstandandi tíma ? Ég veit mikið vel að kennimenn vorir hafa skákað í því hróksvaldi, að þessi orð sóu ekki töluð til þeirra. En þau orð er drottinn hefir talað fyrir munn sinna heilögu spá- manna, standa stöðug til eilífðar. Það er hægra fyrir guð drottinn að skapa tíu veraldir, en að láta hinn minsta titil lögmálsins líða undir lok. Þó heyra menn nú daglega frá ræðustólum kyrkj. unnar, að menn standi nú ekki leugur undir lögmáli guðs. Það þýðir lítið að tala um “mein vorra tíma” og gera svo ekki neitt, vera svo andlega blindur að sjá ekki í hverju meinið liggur. Þegar Norðmaðurinn Vergeland var spurður að, hvað væri nú eiginlega mein vorra tíma, svaraði hann því, “að við sigldum með lík i lestinni.” Hér mun hann haf& átt við vantrúna. Hann gat ekki um af hvaða rót það var runn- ið, og svo var það ekki rannsakað meir. Hann lagði ekki til að því væri kastað útbyrðis og kyrkjan siglir með það enn. Það þýðir ekkert að blása eins og hvalir í Norðurhafsstraumum, sem eltir eru af (H)nýðingum, og gera svo ekki neitt, tala um eitthvert brennandi trú- arspursmál kristindómsins, en ræða það svo ekki. í stað þess að ræða þau og lyfta anda vorum upp, hafa þeir dregið anda vorn niður 1 sorphauga hinnar heiðnu fornaldar. Þeir hafa látið anda vorn smjúga með sér niður 1 hinar rotnu grafir hinnar fordæmdu Babílónar. Af steinahrotum með rúnatleyg hefir þeim þótt tilhlýðilegt að fara að sanna gildi ýmsra rituingargreina fyrir vantrúar- mönnum. Hvíhk heimska! Þar sem þeir þó höfðu hid lifandi orð á tungu. mált Abrahams, ísaks og Jakobs, og á sínu eigin móðnrmáli. Það sýnist reyndar vera komið svo langt í þeim efnum að það sé naumast hægt að sauna gildi ritmnganna með mannlegum orðatiltækjum, svo andlega blindur er heimurinn á þessum tímum. Þeir skilja það ekki. Og þetta er eðli- leg afleiðing af því.að kennimenn kyrkj- unnar hafa flækt sig í því neti sem þeir verða ekki greiddir úr. Þetta net er það andlega krabbamein, sem nú hefir náð til hjartans. Grundvöllur Ágsborgarjátningar- innar er sú hneykslunarhella sem sví- virðingin stendur á. Menn hafa ekki vitneskju um meðal hinna fanatisku skurðgoðadýrkenda, að þeir liafi verið svo blindir að innbyrla sór, aðeitt skurðgoðið geti annað goð með sjilfu sór, og svo að þriðja goðið gangi fram af þessum tveimur í sam- einingu, eu myndi þó öU til samans eitt aöalsk'irðgoð ! Hefðu þeir fengið slíka grillu i höfuðið, mundu þeir hafa orðið vitlausir á sama augnabliki. Við þekkj- um orðið svo mikid til villimanna, að maður ætti að geta gert sér þetta atriði ljóst, en þetta er þó einn af þeim stóru sjónarleikjum, sem daglega eru sýndir á “platformi” kyrkjunnar. Guðfræði vorra tíma er því heimska orðin og athlægi, enda sveima þeir nú ráðalausir á hafi spillingarinnar með sverð eyðileggjarans yfir höfði sér. Kennimenn vorra tima eru það fíkjutró sem guðsmaðurinn leitaði ávaxta á, en fannekki. Og hann formælti trénu ; ávöxturinn aðeins “visin hlöð á skræln- uðum greinum.” Is lnvaluable, if you are run t down, as it is a food as well as f a medielno. : Tho D. & L. Emulsion t Wi!l build you up if your gcneral heaith is £ iuipaired. [ Tho D. & L. Emulsion ► Is the best and most palatable preparation of t Cod Liver Oil, agreeing wiih tbe mostdelí- b cate stomacbs. r The D. (k L. Emulsion £ Is prescribed by the leading physicians of £ Canada. E The D. & L. Emulsion P Is a marvellons flesh producer and will give : £ you an appetite. EGc. & S1 per Bottlo t Be sure you get | DAVIS & LAWBtHCE Ca.. LTD. : E the genuiue | montreal CfelilAI

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.