Heimskringla - 25.03.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.03.1897, Blaðsíða 2
HEÍIÍ6KRINGLA 25 MARZ 1897. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskriogla Prtg. 4 Pobl. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. • ■•• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON BDITOK. EINAR OLAFSSON BUSINBSS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P.O. Bex 305. / Isle ndinga-daguri nn. Áður en vér gemm nokkrar at- Tmgasemdir við aðalatriðin í aðflnn- ingariti hr. Jóns Ólafssonar, er birtist í síðasta biaði, er rétt að taka það fram, að tillögur hinna átta manna -eru langt frá því að vera “valdboð.” Það var að vísu ekki tekið fram í því blaði Hkr., sem flutti ávarpið og til- lögurnar, að mál þetta væri fyrirhug- að að ræða og útkljá á almennum fundi hér í Winnipeg, en það var tek- ið fram f Lögbergi, sem út kom sama daginn. Það var heldur ekki tekið fram í Hkr., að fyrirhugað væri að íslendingar hvar sem er í landinu tækju sinn fulla þátt í að útkljá mál- ið, annaðhvort á almennum fundum eða með atkvæðagreiðslu, en það var ákvörðun þessara átta manna. Að þeir ekki auglýstu neitt slíkt þá und- ir eins, kom til af því, að þeir vildu fyrst sjá hvemig málinu reiddi af á almennum fundi í Winnipeg og sem þá var búizt við að yrði haldinn snemma í Marz. Orð vor í blaðinu þá í þá átt, að vonað sé að góðir drengir í nýiendunum stuðli til þess að samkomulag fáist, benda beinlínis á að þeim muni ætlað að taka þátt í úrlausn málsins. Það mætti með miklu meiri sanni segja, að viðtekt 2. Ágúst sem þjóð- minningardags hafl verið og sé vald- boð fárra manna. Það aftur á móti er satt, að þess- ir átta menn voru ótilkvaddir, þ. e. þeir voru ekki kosnir til þess að búa til neinar ályktanir um þetta mál. En þeir sem fyrstir komu sér saman um að halda þjóðminningardag 2. Ágúst, voru öldungis eins ótilkvadd- ir. Það er þess vegna ekki fremur ástæða nú en þá, að gera númer úr því, að menn geri þetta eða hitt ótil- kvaddir. Ástæðurnar hljóta altaf að ráða mestu í því efni, og ástæðumar eru nú þær, að bæði vestur-íslenzku blöðin koma út í Winnipeg og af því leiðir svo, að Winnipeg-Islendingar eiga hægra með en aðrir að framsetja tillögur sínar, ef þeir fyrst geta orðið á eitt sáttir. Hvað snertir 2. Ágúst, þá höf- um vér áður tekið það fram, að þó vér að undanförau höfum verið and- vígir breytingu, þá sé það ekki af neinu sérstöku áliti á þeim degi, held- ur af því og því einu, að vér höfum ekki viljað breyta til fyrri en menn alment kæmu sér saman um einn og sama dag í öllum helztu Islendinga- bygðunum. Og með ávarpi þessara átta manna, er stigið fyrsta sporið til að sameina alla Vestur-Islendinga um einn og sama þjóðminningardag; réttar sagt er með því gerð fyrsta alvarlega tilraunin til þess. Þeirri tilraun verður ekki lokið fyrri en all- ir íslendingar I landinu sem vilja, hafa annað tveggja rætt tillögumar á almennum fundum, felt þær eða samþykt eða greitt atkvæði með og mót, á annan hátt — svo framarlega auðvitað, sem Winnipeg-íslendingar vilja miðla málum. Að 2. Ágúst sé merkasti dagur- inn sem völ er é, er nokkuð sem menn með réttu greinir á tun. Að voru á- liti er dagurinn merkastur fyrir það, að þá byrjaði þúsund ára minniugar- hátíð íslands. Það má kalla þetta og hitt “sjálfstjórn,” en ef framburði íslendinga alment má trúa, þá er það ekkert réttnefni að sjálfstjórn sé á íslandi. Eða, ef þar er sjálfstjórn meira en að nafninu til, út af hverju eru menn þá að jagast ávalt síðan og stinga upp á algerðum aðskilnaði við Dani, heldur en búa við stjómar- skrárómynd þá, sem konungur veitti gildi þjóðhátlðardaginn 1874 ? Al- þingismenn hafa í seinni tíð komið fram með svo margar kynlegar til- lögur í sambandi við stjórnarskrár- mál sitt, að það er hugsanlegt, þó það sé ólíklegt, að einn þeirra stingi upp á “að löghelga 2. Ágúst sem ís- lenzkan þjóðminningardag.” Ogþað er náttúrlega hugsanlegt líka, að frumvarp um það yrði samþykt, en ólíklegt er það samt að meiri hluti þingmanna vildi jafn greinilega þakka þá löggjöf, sem þeir árið út og árið inn segja óhafandi og einskis nýta. Hvað snertir setningardag al- þingis hins forna, þá skjátlar hinum heiðraða höfundi, er hann segir að þessir átta menn viti ekki hvem dag það var sett. Það er greinilega fram tekið í ávarpinu, að dagurinn sem þar er nefndur sé samkvæmt hinu gamla tímatali. Röksemdaleiðslan öll til að sýna að þessir menn hafl ekki vitað hvað þeir voru að gera, fellur þess vegna um sjálfa sig. Um það geta aftur verið deildar skoðanir, hvort rétt sé að fylgja “gamla stýl,” hinu júlíanska tíma- tali, í þessu efni. Yér álítum það rétt. Merkisdagar flestir sem til voru áður en Gregoriusar-tímatalið náði gildi, haldast óbreyttir enn og haldast það sjálfsagt altaf, enda ekki rétt að færa slíka daga til jafnharðan og breytt kynni að verða tímatalinu. Það er ekkert vísara en það, að al- þingi hið forna skyldi sett um míðj- an Júní og því slitið um Júnimánað- arlok. En af því samkomudagur- inn var bundinn við fimtudaginn í 10. viku sumars, hlaut mánaðardag- urinn að færast til, — gat orðið í fyrsta lagi 11. og í slðasta lagi 17. Júní. Þessi ákvörðun um þingsetn- ingardaginn hélzt 69 ár, frá 930 til 999, þegar þingsetning var seinkað um eina viku. Segir svo í íslend- ingabók 7. kap.: “at menn scylþi svá coma til alþingis es X vicor væri af sumri, enn þangat til quomo menn vico fyrr,” og í bók sinni: “Upphaf allsherjarríkis á íslandi,” skýrir Maurer þetta þannig, á bls. 133: “Ellefta sumarvikan byrjaði altaf flmtudaginn milli 18. og 24. Júnf.” Það haggaðist eigi,að fyrstu 69 árin var alþingi að jafnaði sett svo nærri miðjum Júní sem kostur var á, bund- inn eins og dagurinn var við ákveð- inn vikudag, fimmtudaginn í 10. viku sumars. Þó sá dagur færist fram alt að 10 dögum, er Gregorius mörg hundruð árum síðar gerði slumpa-reikuing sinn um réttan úr- fellir tímatalsins, þá er það virkilega rétt að kalla þann dag setningardag alþingis hins forna er næst gengur miðjum Júní ár hvert. Sé rangt að fylgja “gamla stýl” I þessu, þá er það rangt f öllum tilfellum. í stað þess t. d., að segja kristnilö gtekna á íslandi á Jónsmessu árið 1000, ættu menn að segja hana iögtekna 4. Júlí árið 1000 Það ber nú ekki ðllum saman um það, hvaða ár Úlfljótslög öðluðust gildi. En vér álítum hættulaust að fylgja Maurer sem um þetta atriði segir* : “Svo segir Ari hinn fróði í Islendingabók, að hin fyrstu lög hafl verið sett árið 930. Hann er hinn elzti og áreiðanlegasti allra íslenzkra sagnaritara. íslenzkir annálar segja ýmist að það hafl verið 926, 927 eða 928.” Hvað snertir Kjalarnesþing, þá getur það að voru áliti ekki orðið tek- ið til greina sem vottur um uppkom- ið lýðveldi. Það var héraðsþing og ekkert annað og hafði ekkert að gera með mál alls landsins. ísland var þá fyrst orðið allsherjarríki, er al- þingi kom saman við Öxará, til að ræða og afgreiða mál manna úr öll- um landshornum. Það er vitaskuld satt, að setn- ingatdagur hins forna alþingis hefir enga “beinlínis þýðingu” fyrir ís- lendinga nú, en svo mætti segja um ýmsa merkisdaga annara þjóða, að þeir hafa enga sérstaka þýðingu fyrir *) Upphaf allsherjarrfkis á ísl., bls. 132. nútíðarmenn þeirra þjóða, en sem tigna þá eigi að síður og sjá engin vandkvæði á. Og það er óvíst þegar á alt er litið, að hægra sé að innræta hjá upprennandi Vestur-Islendinguin ást á og virðingu fyrir stofnþjóð sinni og ættlandi með því að dýrka þann dag sem færði íslendingura sjálf- stjórnar-ræfll, sem á engan hátt nær tilgangi sínum og sem tæplega einn einasti íslendingur vill nýta, en með því að dýrka þann dag, sem fyrrum setti íslendinga f fremstu röð sjálf. stjórnandi þjóða. Þeir sem hér vaxa upp vita hvað sjálfræði þýðir og hljóta svo af samanburðinum að sjá, hvílík háðmynd að var “frelsisskrá- in”, sem Kristján níundi gaf Islend- ingum í þúsund ára afmælisgjöf. Og það er engan veginn ólíklegt að þeir þá letjist á að tigna þá gjöf með minn ingarhátíð á hverju ári. Hitt er miklu sennilegra að þeir vild heldur tigna þann merkisdag, er færði Is- lendingum tiiveru sem þjóð, með svo fallegu, skipulegu lýðstjórnarfyrir- komulagi. Að það sé “blygðun” að minnast þessa dags, af því íslending- ar síðarmeir voru með vélráðum sviftir sjálfstjórn og frelsi, getum vér ekki séð. Það er hin forna frægð fs- lands, gullöld þess, sem menn fyrr og síðar hafa stært sig af umfram alt annað og sem þeir líka hafa ástæðu til að stæra sig af. Sé “blygðun” að minnast eins sögulegs viðburðar á þeirri gullöld þjóðarinnar, þá er vit- anlega blygðun að minnast allra ann- ára viðburða á þeim tíma, því það var ekki stjómfrelsið eitt sem visnaði og dó undir oki hinna útlendu harð- stjóra. Það fór alt hið andlcga líf þjóðarinnar sömu förina. Oss virð- ist einmitt ástæða til að minnast hinn- ar fornu frægðar sem oftast og með því reyna að kenna nútíðar- mönnunum, að ef þeir viiji beita sér og vera samtaka, geti þeir verið jafn- ingjar feðranna 1 einu ef ekki í öllu. Áhrærandi fund landsins höfum vér þá einu athugasemd, að það er enganveginn víst að Naddaður hafi fyrstur fundið það. Það má alt eins ætla að það hafl gert Garðar hinn sænski. Hann fór í landaleitina “at tilvísun móður sinnar framsýnnar/ Hann bjó þá í Danmörku og má ætla að hann hafl lagt á stað um vor, er ís leysti af vötnurn. Víst er það, að svo snemma kom hann til Islands, að hann hafði tíma til að sigla umhverf- is það og að því búnu koma upp hús- um við Skjálfanda áður en vetur gekk í garð. Það sýnist engan veginn ó- líklegt, þegar tekið er tillit til þess hve snemma vorar í Danmörku, að hann hafi náð til íslands í Júní. Hvað snertir landnám nútíðar- manna í Ameríku, þá er það rétt hermt, að því sem framast er kunn- ugt, að sá litli hópur Islendinga, sem 5. eða 6. Júní lentu í Quebec og sem 9. Júní tóku sér bólfestu í sínu fyrir- heitnalandi, Wiscons'n, voru fyrstu virkilegir landnema Þeir voru frumherjar sem smái r . iman teygðu fleiri og fieiri mcn nf Islandi út hingað — til Anicrí i. Þó nokkrir menn hefðu áður s ’st til Suður- Ameríku, verður það kki talið, því með þeim mátti heita 1 byrjaði og endaði íslenzkt landn i f þeim hluta heimsins. Sama er um einstaka menn, sem áður kunna að liaf'a slæðst til Norður-Ameríku. Að binda land- nám ísl. í Ameríku við 1870 er þess vegna eins rétt, eins og það, að binda bygð íslands við árið 874, því það er viðurkent að þar voru þó æði- marir írskir menn búsettir fyrir þann dag og svo var um fleiri. Ástæðurn- ar hér og á íslandi fyrrum eru að því Ieyti þær sömu, að innflutningur til fslands hófst fyrst fyrir alvöru, er , Ingólfur flutti, og hann hófst hingað fyrst fyriralvöru, er þessir fáu menn fluttu til Wisconsin. Sé rétt að miða við það vegamerki í sögu fslands, þá hlýtur og að vera rétt að miða við samskonar atvik í sögu Vestur-Islend- inga. Komi sá tími, að Islendingar fái virkilega sjálfstjórn og takist þá í fang að tiena þann gæfudag með allsherj- ar hátíð á ári hverju, er mikið líklegt að Vestur-Islendingar þá vildu verða með. En í millitíðinni er að gera við því sem er, að þjóðminningardagur vor er óðum að verða að engu, af þvl sveita menn geta ekki eða vilja ekki tekið til hátíðahaldsins þann dag,sem Winnipeg-íslendingar tiltóku sem yóðminningardag. Og spursmálið er þá þetta: Hvort er sæmilegra að Iáta fslendingadaginn halda áfram að uppleysast og verða að engu, eða gera tilraun til að sameina hugi allra Vestur-íslendinga um einhvern ann- an dag? Ætlist maður á að 7000 Islendingar séu í Manitoba og það er ekki óhóf- leg áætlun, færa þeir fylkisstjórn 5,600 dollara tekjur á ári. Ný-ís- lendingar, t. d., út af fyrir sig, færðu henni á þann hátt §1,289,60 tekjur á síðastliðnu ári samkvæmt skýrslu hennar um fólksfjöldann í Gimli- sveit. íslendingar 1 bók. Af lauslegu yflrliti yflr fylkis- reikningana fyrir árið 1896 sézt að íslendingar hafa, að öllu samantöldu, fengið í sinn hlut af gjöldum stjórn- arinnar §9,385,63. Það má vera að í gjaldaliðnum séu einhverjar smá- uppbæðir, sem ekki eru hér taldar, en stórar eða margar munu þær ekki vera. Af þessari upphæð hafa geng- ið samtals $2,155,77 til vegabóta og framskurðar votlendisí þremurbygð- um íslendinga: f Argyle, í Álfta- vatnsnýlendu og Nýja-íslandi. Til samanburðar er fróðlegt að athuga, að Lögberg og tveir þess nánustu vildarmenn hafa fengið meira fé frá stjórninni á árinu, en allar þessar byggðir til samans hafa fengið fyrir nauðsynlegar umbætur. Uppliæðin, sem blaðið og þessir menn hafa feng- ið, er sem sé §2,430,40 er þannig skiftist: t Lögberg, fyrir 9 mán. aug. lýsing og aukablöð, $1,050,00; Magn- ús Paulson, 3 mán. laun og ferða- kostnaður, $480,40; W. II. Paulson, 4 mán. laun og ferðakostnaður til ís- lands, $900,00. Blaðið og tveir að- standendur þess eru þannig þyngri á metaskál stjórnarinnar, en fyrgreind- ar þrjár Islendiiigabyggðir til sam- ans. “Sauðsvartur almúginn” og þarfir hans í þessum byggðum, veg’ ur með öðrum orðum, ekki á móti málgagni stjórnarinnar og tveimur eða svo vinum þess þegar svo er að skifta. Þessi íslendinga-reikningur, er sem fylgir. Tölurnar á undan nöfn- unum sýnir gjaldlið í fylkisreikning- unum, en tölurnar á eftir upphæðina: Gjalilliður. 18 Sigtr. Jónasson, þinglaun.....................................$600,00 56 “ “ mílugjald........................... ............ 4,60 91 Jóhannes Magnússon, fyrir ritstörf við þingið................. 88,00 93 Joseph Polson “ " “ ..................... 95,50 189 Lögbevg Ptg & Publ. Co., áskriftargjald....................... 2,00 , 308 Christjan Johnsou, kjörstjóralaun............................. 211,30 313 Lögberg Ptg & Publ.'Co.. fyrir að prenta kjörskrár (Sprihgfleld og Winnipeg Centre); ............................................ 452,40 1000 Baldwin & Blöndal, fyrir myndir af íslenzkum heimilum........ 208,81 1001 J. Bjarnason og aðrír, kostnaður á ferð til Dauphin........... 50,00 1005 Canada Shipping Co., eftirstöðvar af islenzkum fargjöldum....1070,47 1015 K. J. Helgason, kostnaður á ferð til Dauphin.................. 21,35 1022 Lögberg Ptg. & Publ. Co., fyrir 9 mán. auglýsing og aukablöð.. .1050,00 1035 Magnús Paulson, 3 mánaða laun................................ 225,00 1036 “ “ ferðakostnaður með sendimönnum................ 255,40 1039 W. H. Paulson* ferðakostnaður til íslands.................... 500,00 1040 “ “ 4 mánaða laun................................. 400,00 1262 Guðni Thorsteinsson, lögregludómaralaun...................... 200.00 1299 Andrew Freeman, laun......................................... 900,00 1300 A. S. Bardal, vagnlán til St. James............................ 5,00 1308 Christjan Johnson, laun fyrir að mæta áfundum................ 154,30 1380 Stephan Oliver, fyrir að afhenda leyfisbréf.................... 1,50 1381 Joseph Polson. fyrir að birta dómara boðskap................... 5,00 1420 John Anderson & Co., fyrir kjöt til fangahússins.............. 37,68 2105 Bertha Johnson 1 2106 Laufey Johnson C Þvotta konur á vitskerta spit- 2107 Maggie Johnson j alanum í Selkirk............... 562.50 2108 Maggie Anderson ( 2287 Lizzie Stephen, fyrir þjónustu við vitskerta spitalann í Brandon.. 12,75 2278 “ " lauu.............................................. 140,00 2282 Hilda Johnson, þvottakonu laun............,.................... 76,50 2751 Jóhann Briem, fyrir vinnu á Giinli-bi autinni................ 214,60 2789 H. Goodman, fyrir vinnu á Baldur hrautinni og brúargerð........ ‘143 77 2799 Jón Júlíus, fyrir skurðagerð í Posen............................. 636,30 2800 Markús Jónsson og aðrir, fyrir land til Baldur-brautarinnar... 187,00 2801 Björn Jónson, fyrir aö slá sef í Álftnlæk..................... 10.00 2804 E. Kjærriested, fyrir vinnu á Gimh braut...................... 97,00 2872 6. Sigurðsson, “ " " .......................... 244,25 2875 Jónas Stefánsson, fyrir aðgerð á Giiuli-braut................ 322,85 |pttmmrnttmtmmmtmttmmmttmmmmtit»ttttmm!| I Hoggormar, Fldrildi i og ... ? y' Washington Irving sagðist halda að hæð ein væri kölluð ^ “Höggorma-hóll” af því þar væri svo mikið af—fiðrildum. Líkt mætti segja um ýjnislegt annað. Á sumar flöskur er settur miði með “Sarsaparilla” þó þær séu fullar af.... Ja, maður veit raun- y ar ekki af hverju þær ern fullar, en maður veit að það er að eins Sarsaparilla-blendingur til að gera bragð. Það er að eins ein teg- y und af Sarsaparilla til sem hægt er að reiða sig á, og það er Ay- er’s Sarsaparilla. Samsetningur hennar var rannsakaður af til þess kvaddri nefnd á heimssýningunni, og var afleiðingin sú að öllum öðrum Sarsaparillategundum var útrýmt frá sýningunni. Ayers Sarsaparilla fékk að vera, af því hún var hin bezta. Hún fékk verðlaunin af því hún var hin bezt. Engin önnur Sarsapar- ^ ■ illu-tegund hefir verið rannsökuð jafn vel og fengið eins góðan vitnisburð. Taktu hið bezta, láttu hitt vera. Ef þú efast þá sendu eftir “Curebook” til J. C. Ayer Co., Lowell, Mass. bmmmmmmmmmmuMmm ?^k>Ack<>l Faec-Acl*ct Sclatic Puiufl, Xeuralcle Pains, Paia in tbe Hidc, etc; f Promptly E«Ileved and Cured by The “D. 8i L.” IVIenthol Plaster Havlng n«ed yonr D. & L. Menthol Plaeter for severe pain ín the back and lumbago, 1 unhesitatingly recommend same as a safe, surn and rapidremedy: in fact, theyactliko maglc.—A. LapoINTK, Klizabethtown, OnL Prlcc «5«. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. Proprietors, Montreal. Samtals.............$9,385,63 Af fylkisreikningunum er og að sjá að eitt íslenzkt skólahérað — Mikleyjar skólahérað — hafi fengið $175,00 til láns hjá stjórninni á síð- astl. ári. Reikningarnir sýna og að á ár- inu hafa íslenzk skólahéruð rýrt skuldir sínar við fylkistjóm svo nem- ur $126,30. Er sú upphæð frá síðar- töldum skólahéruðum: Frá Vestfold-skólahéraði I Álfta- vatns nýlendu, samtals.......$23,00 Frá Gimli-skólahéraði í N. ísl. 14,65 Frá Lundi “ í N. ísl. samt. 57.00 Frá ísafold “ “ “ samt. 31,55 Aðrar sérstakar tekjur stjórnar- innar frá íslendingum eru einir §10,50, fyrir giítingarleyfl f’rá Magn- úsi Paulson. Samtals eru þessar sérstöku tekj- ur stjórnarinnar frá íslendingum þá $136,80, en af þeirri upphæð eru í raun réttri ekki nema $47,15 hennar eigin eign. Hitt er annara fé sem hún hefir í vörslum sínum og stendur í ábyrgð fyrir. í raun réttri eru tekjur hennar beinlínis frá fslend- ingum í fylkinu miklu meiri. Meðal annara tekjugreina frá sambands- stjórn er sem sé fastákveðið gjald er nemur 80 cts á nef hvert í fylkinu. V íkinga-haugur á Orkneyjum. I blaðinu "Scotsman” er sagt að skamt frá Stennis (Steinnesi?) á Orkneyjum sé haugur all-mikill, sem ætlað sé að sé siðasti legdstaður tveggja sona Ragnars Loðbrókar, er Aði hinn ríki hafði látið byggja árið 1203 Haugur þessi er all-hár og strítumynd aðar, en út frá honum á eina hlið geng ur smá-lækkandi rani, er seinast hverf- ur á jafnsléttunni. í haug þennan hefir nú verið grafið og kom þá í ljós að innan í miðjum haugnum er stórt hólf með tveimur litlum klefum á föst- um sinn úr hvorum enda aðal hólfsins, en tröð eða gangur liggur út úr haugn- um, eftir miðjum runanum. Traustir steinveggir eru umhvervis hólfíð og með- fram ganginum til beggja handa. Og á þá veggi eru hövgnir 935 rúnastafír, sumir máðir mjög. eu aðrir ávætlega glöggir. Blaðið segir ekki hver sé þýðmg rúuanna, en segir að þær gefí þá hug- mynd að þar séu heygðir þó æði inargir menn og á meðal þeirra tveir sínir Ragn&rs Loðbrókar. Lífið í vermireitnum. Sjúkdómsefni í húsum, sem slæmt loft er í. Veikindi og ónot eru almenn um þetta leyti árs. PAINES CELERY COMPOUND GEFUR NÝTT LÍF. Allir sem hafaeinhverja kvilla ættu að brúka það í þessum mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir taugaveikl- að og vesalt fólk, sem á bágt með að sofa, vita að Celery Compound styrk ir líkamann, bætir meltinguna og gerir menn hrausta. Með þvi að koma þessu til leiðar geta sjúklingarnir fengið hress andi svefn sem hjálpar svo mikið til að gera menn sællega og feita. Yfir vetr- artímann hafa fjölda margir húið í vermireitum. Margar þúsundir húsa eru svo illa yerkaðar og svo full af illu lofti, að í þeim er ekki verandi, Loftið er fult af banvænum sjúkdómsefnum, sem fólkið dregur ofan í sig og sem veldur veikindum og þar af leiðandi kostnaði. Á þessum mánuði er blóðið óhreint. Um þetta leyti árs koma fyrir vitbrot á hörundinu og kláði. Húðsjúkdómarnir eru algengastir um þetta leyti. í þess- um mánuði sjáum við tíðast föl andlit og mögur, döpur og sokkin augu, sem bera vott um heilsuleysi og veika bygg- iugu. I þessum m&nuði þarf að ditta upp ;á heilsuna eftir föngum, hreinsa hana og styrkja, svo sóttnæmið ^ppræt- ist. Allir sem eru illa komnir af veik- indum og allri meðferð þurfa að fá sér Paines Celery Compound, Verkanir þess hafa verið viðurkendar af liinum beztu læknum í heimi, og þeir sem mest og bezt mæla með þvf eru þeir sem hafa læknað sig með því. Dr. A, W. R. Newton frá Boston, frægur sáralæknir, segir. ‘Paines Celery Compound er ekki patent meðal og það má ekki setja það á sama bekk og hin algengu taugastyrkj andi meðöl, Bitters og Sarsaparilla. Það er eins íniklu betra að samsetningu til eins og að ðllu leyti demant er ólíkur gleri. Það hreinsar bJóðið, styrkir taugarnar og liefir einmitt þau efni sem heilsan þarf. Ég var sjálfur veikur af blóðeitrun, sein ég félik við uppskurð. Forskriftir fyrir að setja saman Paines Celery Compound varð til þess. að ég fór að reyna það, og gerði það mér mikið gagn. Ep læt fólk sem hefir tapað matar- lystinni brúka það, bæði menn og kon- ur, fólk sem ekki getur sofið og er tauga veiklað og magurt. í þesskonar tilfell- um og við slæmu blóði er það hið bezta meðal.J Þegar fólk er búið að missa matar- lystina og finst lífið vera byrði, þá er það orðið hættulega veikt. Ég læt fólk sem þannig stendur á með hafa Paines Celery Compound og reynst það ætíð vel. Það er hið bezta meðal til að gera menn hrausta og halda kröftum við á vorin og sumrin. 0 0 9 9 © 0 9 0 9 9 0© O 9 9 ^Rclief fo~r liJLang ^Trozibles 2n €OBlJN!»TION nnd n!l IVNG DIHEAíÍtS, HPlTTDti OF ULOOO, Q < ©F AI'PKTITK. I>EHTCrrV, the l>«‘n<‘fiu ortlili ® arilclcnrc uion( m.'iniicttt. ^ Bjt the «1d ofThe *'D, 4 I*" KmuDlon. I h»re »ot rld of a hxcklnx cou^'h whlcli had troubled meror A orrr © ýear. aud hare L'tiiaod cousldersbly ln weight. I llked this EintMhion so well I wms gUd ^ whun the tluio caiue around to tak* it. w T. H. WINGHAM. C.fc.Montreal ^ Wf. aad $1 per Bettle 1 DAVIS & LAWREN.CE CO., Lto., Monibeal • >99999999999

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.