Heimskringla - 25.03.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 25 MARZ 1897.
Winnipeg.
Hra. Sveinn Thorvaldson á Gimli
var á ferð hér i bænura í vikunni sem
leið. Hélt heimleiðis á laugardag.
Rudolph Hering, vatnsfræðingur i
New Yorjr. kom til bæjarins á þriðju-
daginn til að gera áætlun um hvar bæn-
um só hentast að fá neizluvatn.
Það er í ráði að koma upp telefón-
linu á milli Winnipeg og Rat Portage.
Það stendur að sögn ekki á öðru en að
safna ákveðnum fjölda áskrifenda.
Yfirverkfræðingur C. P. R. félags-
ins, Hugh Lnmsden, fór hér um um síð-
ustu helgi á vesturleið til Lethebridge, i
þeim tilgangi að veita forstöðu verkinu
við að mæla járnbrautarstæði um kletta-
fjöll vestur frá hrafnahreiðursskarði.
Þrír íslendingar hér í bænum, þeir
herrar Sigfús Anderson, Guðjón Thom-
as og Óli V. Ólson, komu heim til sín á
laugardaginn var úr ferð um gulllandið
nýja fyrir austan Winnipegvatn, Leizt
þeim vel á námuland það ogmerktu sér
að sjálfsögðu námalóðir.
Fylkisþingsmáður Watson M. Cros-
by (patrón) lézt á sjúkra húsi bæjarins
úr taugaveiki á föstudaginn 19. þ. m.,
tæplega 40 ára að aldri. — Hann var
kjörinn fylkisþingm. í fyrra (Jan. 1896),
fyrir Dennis kjördæmi, i suðvesturhluta
fylkisins.
Mr. og Mrs. Stephan 'Sigurðsson að
Hnausum komu til bæjarins á þriðju-
dag. Stephan fór til Selkirk daginn eft-
ir, en Mrs. Sigurðson dvaldi til fimtu-
dags. í byrjun .þessarar viku var tekið
til að setja saman véíina í bát þeirra
bræðra, sem verið er að smíða í Selkirk.
í ritgerð minni um íslendingadaginn í
síðasta bl. Hkr. er þessi prentviUa mein
leg, sem ég bið menn að leiðrétta :
“fimtudaginn næsta fyrir 18. Júní (sem
jjmút getr orðið í 1. eða 9. viku sum-
ars!)” Héi á auðvitað að standa: “8.
eða 9. viku sumars”.
Óli Finsen póstmeistari dó í Kaup-
mannaböfn 4. þ. m.
Chicago, 20. Marz 1897.
Jón ólafsson.
Á sunnudaginn kemur flytur séra
M. J. Skaptason guðsþjónustu í Unity
Hall kl. 10 f. h. Eftir hádegið fer hann
af stað til Nýja íslands og flytur guðs
þjónustur sem hér segir: í West Selkirk
á sunnudags kvöldið; á Gimli á mið-
vikudaginn 31. þ. m. kl. 10. f. h.; í Ár-
nesi fimtudaginn 1. Apríl, kl. 10. f. h.;
í Breiðuvík á.föstudag2. Apr., kl. 10. f.
h. Fermir um leið börn á fyrgreindum
stöðum í nýja Islandi.
Hinn 20 þ. m. lézt hér í bænum
járnsmiður Jörgen Kröyer, 65 ára gam-
all,—fæddur á Melgerði í Eyjafirði 1832.
Síðustu 14 búskaparár sín á íslandi bjó
hann á Mýrá í Þingeyjarsýslu og flutti
þaðan til Ameríku árið 1883. Fyrstu
10 árin hér bjó hann í Selkirk, en síðan
hér í Winnipeg. Hann lætur eftir sig
ekkju og 3 börn. öll upp komin, 1 son
Kristián, kvongaðan og 2 dætur, aðra
gifta. — Útför hans fór fram frá 1, lút.
kyrkjuni hinn 23. þ. m.
Hinn 17 þ. m. lézt hér í bænum úr
tæringu húsfreyja Elin Kjœrnested Sig-
urðsson. 42 ára að aldri. Hún var tví-
gift; fyrri maður hennar var Þorsteii.n
Einarsson. Giftist þau árið 1880 og
voru í hjónabandi tæp 4 ár. Seinni
manni sínum Árna Sigurðsyni giffist
hún fyrir rúmlega3 árum síðan. Fjögur
börn hennar eru á lífi og er hið yngsta
þeirra tveggja ára gamall drengur.
Elin sál. var gáfuð kona og var í mikl-
um metun hjá þeim sem þektu hana.
Hra. Þorsteinn S. Borgfjörð kom
utan frá mjóddinni á Manitoba vatigi á
mánudaginn var. Hann segir menn
mjög svo hrædda við flóð á þeim stöðv-
um. — Ótti sá er ærið almermnur nú
þar sem ekki er þvi hálei:dara,enda eðli-
legt, því eins og nú horfir má búast
við að snjókyngjan öll fari sem næst á
einu augnabhki. Að nndanteknum 3
hlýinda dögum i vikunni sem leið, er
tíðin yfirgengilega köld enn, þó veður-
fræðingar spái hlýindum aftur seinni
hluta þessara viku.
TÆRING SÓTTN.KM.
Það hefir oft verið talað mikið um
að hafa sérstök sjúkrahús ’fyrir þá sem
veikir eru af tæringu, en rnargir vísinda
menn halda þvi fram að sú aðferð sé ó-
möguleg og segja. að ineðölin ein verði
að bjarga í þessu seiri öðrum ‘ Ifelluni.
Uppfinding Dr. Stevens ‘Canahis Sati
va’ er hið stærsta stig vísindunna í þá
átt að útrýraa tæring. Það heitir öðru
nafni The East IndisCortcumption Cure
Þúsnndir mannahi fir þetta meðal lækn
að, og það ee nú engin eii á því lengur.
að þetta meðal er framúrskarandi við
öllum lungnasjúkdóinum, svo sem and-
arteppu, kvefi. barkabólgu og tauga-
veiklun sem af þeim leiðir. llversem
éendir frimerki o<_' minnist þess hvar
hann sá þessa auglýsingu, _ fær allar
nauðsynlegar upplýsingar frítt. Skrifið
til W. A. Noyer Bowers Berrk, Iioch
ester, N. Y.
Guðmundur járnsmiður Þorsteins-
son, úr Qu’Appelle-nýlendu, var fluttur
á sjúkrahúslbæjarins í vikunni sem leið.
Hefir legið 3 mánuði í nýrnaveiki að
sagt er.
Fred. Stephenson, prentari. er um
undanfarin tíma hefir verið í Fargo.'N.
Dak., kom til bæjarins á þriðjudaginn
og er tekinn til starfa sem prentari hér
í bænum, á Nor’Wester-prentsmiðjunni
íslendingar í Álftavatns nýlendu og
nágrannastöðvum eru nú farnír að ótt-
ast flóð á ný, Hra Árni M. Freeman
kom til bæjarins um síðustu helgi, sem
sendimaður þeirra, til að tala við stjórn-
ina um þetta vandræðamál og sjá hvað
hún vill gera. — Með honum var í för-
ínni herra Isleifur Guðjónsson.
Hra. Johann Anderson sem dvalið
hefir hér í bænum í vetur, fór alfarinn
af stað vestur til Rossland í British
Columbia á sunnudaginn 21. þ. m. Mrs.
Anderson fór ekki með honum en dvelur
eystra fram á vorið; fer þessa dagana til
föður sins, Jóhanns Jóhannssonar,
Hallson. N. Dak., og dvelur þar lengst
af þangað til hún fer vestur. Þeir sem
skulda Mr. Anderson, eru beðnir að
borga Mrs. Anderson þá peninga nú
þegar. eða Eggert Johannssyni, 679
William Ave,
EIMRErÐIN,
3. ár, 1. hefti, barst oss um síðustu helgi.
Innihald er: “Skipun alþingis”, ritgerð
eftir ritstj., “Eiður” skáldsaga eftir
Jónas prest Jónasson; “Goethe og
Schiller”, eftir Steingr. Thorsteinsson
(með 2 myndum); “Hringsjá”, kvæði
eftir Matth. Jochumson; ‘ Frá Vestur-
heimi”, ferða saga eftir ritst; “íslenzk
hringsjá ”, (um nýjar bækur), eftir ýmsa.
í ferðasögus inni (sem sex myndir fylgja)
fer dr. Valtýr fljótt yfir, en ágætlega ber
hann vestur Islendingum söguna. Hann
hleður þá ekki með neinu smeðjulegu
hrósi, en lýsir álitu sínu blátt áfram og
vitnisburður hans er þannig að Vestur-
Isl. geta ekki æskt. eftir honum betri.
FERÐA-lÆTLUN
póstskipanna dönsku milli Danmerkur
og íslands sjáum vér nú fyrst í "Eim-
reiðinni.”
Frá Leith fer Laura 25. Apríl beina
leið til Rvíkur.
Næstu ferð fer Thyra, frá Leith 20.
Maí, og kemur þá við á Eskifirði, Norð-
firði, Seyðisfirði, Vopnafirði, Eyjafirði,
Sauðárkrók, ísafirði, Dýrafirði, Stykkis-
hólmi; kemur til Reykjavíkur 6. Júní.
Laura fer frá Leith 5. Júní beint til
Rvíkur. Bothnia fer frá Leith 22. Júní
(strandferð þá norður um land að aust-
an og suður að vestan).
Laura fer frá Leith 13. Júlí beint til
Rvíkur.
Thyra fer 22. Júlí (strandferð);
Bothnia fer 2. Ágúst; Laura 21.
Ágúst; báðar ferðir beint til Rvíkur;
Thyra fer 15. Sept. (strandferð);
Laura 25. Sept., beint til Rvíkur;
Seinustu ferðina ferLaúra frá Leith
13. Nóv. beint til Rvíkur.
Komudagar skipanna frá Islandi til
Leith eru þessir : 27. Marz, 15. Apríl,
19. Maí, 27. og 29. Júní, 19. Júlí, 5.
og21. og 28. Ágúst, 8. Sept., 27. og
29. Okt., 8. Des.
Vesta fer til íslands frá Leith 5.
Marz, 22, Apríl, 3. Júní, 24. Júlí, 22.
Ágúst, 13. Okt. og frá Midlesboro
26. Júní.
Dagsbrún’krmenn.
“Bctur má ef duga skal.”
Það er að eins komin helmingur
þeirra peninga sem þarf til að borga
það sem Dagsbrún skuldar, Það ætti að
vera hægðarleikur fyrir þá semskulda
blaðinu að borga það sem npp á vantar
fyrir lok þessa mánaðar svo hægt verði
að gera ákvörðun um útkomu þesseftir-
leiðis. Skuldin er aðeins um $50,00
en útistandandi eignir hátt á þriðja
hundrað dollars. Borgi menn fáein
cents hver, er skuldinni lokið. Ykkur
hlýtur að leiðast húmið. Borgið og fá-
ið Dagsbrún. Þeir sem skulda bæði
Dagsbrún og H«imskringlu geta sent
borgun fyrir bæði blöðin í sama bréfi.
Einar Ólafsson.
Þrjár vikur við dauðann.
Gigtarbólga tvo áköf að hann gat ekki
unnið verk sín. Hafði ekkert víðþol í
3 vikur, þangað til hinn ‘góðiSama-
ríti’ Soutri Amerikan RheumaticCure
kom til hans. Það linaði verkinn á
stuttum tíma ofi læknaði að fullu.—
Kostaði 75 cents.
Mr. B. A. Norton, sem er mjög vel
þektur í Grimsby, Ont., varð slæmur
af gigtarbólgu fyrir eitthvað 20 árum
Linaðiaftur, en fyrir 6 mánuðum fór
þessi voðagestur aftur að gera vart við
sig, og varð þá svo slæm að hann varð
að hætta vinnu. Hann lá í rúminu nær
3 vikum og þjáðist óbærilega. Annar
maður sem hafði brúkað South Ameri-
can Rheumatic Cure kom honum til ab
reyna þetta meðalog honum til mikillar
furðu fann hann til mikils bata eftir
eina viku og gat þá farið að vera á fót-
um og nú álítur hann þetta meðal eitt
hið bezta sem til er. Frá því hann tók
f.yrstu flöskuna fann hann til bata, það
er ekkki til svo slæm gigtarbólga að
húnláti ekki undan þessu meðali. South
Araerican Kidney Cure linar þrautir á
6 kl.stundnm og læknar til fulls á
nokkrum vikura.
Veiklaðar taugar og lima-
fallssýki.
Veiklaðar taugar orsaka máttleysi og
limafallssýki. South American Ner-
vine kom konu og móður til heilsu og
gaf hana aftur börnum og vanda-
mönnum. Þetta eru orð Edward Parr
Surry Centre, B. C.
Konan mín varð mjög slæm í Ágúst-
mánuði af taugaveiklun og máttleysi,
sem svo.á endanum varð að limafalls-
sýki. Önnur hliðið varð máttlaus. Við
reyndum mörg meðul, en árangurslaust
Af því ég hafði séð auglýsinguum South
American Nervine i New Westminster,
B. C., kom mér til hugar að reyna það
og það gleður mig að geta sagt, að af-
leiðingarnar voru mjög merkilegor Kon-
an varð heilbrigð af þremur flöskum, og
við getum ekki oflofað þetta mikla með-
al. Það er aldrei of seint að brúka það
Það læknar hvenær sem er.
Hvellvinda-dælan
hans Jóhanns Bjarnasonar.
I Lögb. 25. Febr. hefir hinn virðu-
legi hr. Jóhann Bjarnason — kjólklæða
hvellvinda-dælan — gengið á hólm við
skuggan ’ sinn og ættarfylgju. Það
ræður að líkum, að flest verður undan
að láta þegar annar eins snildarmaður
fer að láta dæluna ganga, knúða af
vindganginum. Því hefir verið haldið
fram af öllum skynberandi lýði, — en
það er nú sjálfsagt vitleysa—, að ritari
sá sem héldi sér við upphaf málefnis
og persónur, ætti sigur og málstað
fegri, en andritari, sem ekki getur fært
til sönnunar máli sínu, nema útúrsnún
inga og persónulegheit um mótstöðu-
mann sinn og illkvitnis getgátur um
fólk, sem málinu kemur ekkert við. Að
hr. J. B., allra þóknanlegast, hafi gert
sig sekan í þessu athæfi, er nokkuð sem
enginn efar, sem kunnugur er mála-
vöxtum og hæfur til að dæma hlut-
drægnislaust um viðskifti okkar. Eg
get ímyndað mér að ritfærir menn, —ég
tala nú ekki um virkilega rithöfunda —
hafi aldrei áður séð jafnmikla ham-
hleypu á bókmentahimni íslenzkrar
tungu, sem kjólklæddu hvellivinda-dæl-
una. Listfengnin og lærdómarnir eru
svo margvíslegir, að tæplega er fleiri
grasa hægt að kenna, en koma í ljós í
síðari grein J. B. Er hún rituð á 3
tungumálum, eins og yfírskrift Pilati
forðum. Enda er í báðum tilfellunum
um mannval að ræða.
Síðan J. B. hófst á loft í kjólnum
góða, hefir hann náð kjörgrip mikl-
um í þjónustu sína. og neytir hans á
alla vegu í síðari grein sinni. Kjör-
gripur þessi er vopn eitt mikið, sem
engum menskum manni er fært í al-
gleymingi á hólm að bera, nema Loka-
ættar sé. Loki gamli lét smíða vopn
þetta hið ægilega og ógnaði öllum goð-
heimi með því. Síðan hefir enginn til
vopnsins spurt né vitað hvar niður var
komið. Samt vita allir að álög eru á
því, að það skal aldrei undir iok líða á
meðan mannheimur byggist. Er það
hefð og styrkleiki fyrir J. B., að sýna
heiminum að hanngeymir vopnsins. Og
verða nú mannkindurnar að gera svo
vel að hafa hægt um sig, ef eigi skal
skálmin Loka á lofti sjást. Engin vissa
er fyrir að stórveldin viti enn um þenna
mikla mann né vopn hans, en ég býzt
við að prúðmennið skríði bráðlega upp
á vábeyðu vísunda — sjálfsagt framan-
verða — og ríði í Vesturveg, eins og
venja er. Þá sjá stórveldin til hans
upp á himinhvelfingunni, aðheiman frá
sér. Líklegt er að þau hafi þá vit á að
skammast inn og skifta sér ekkert af
hund-Tyrkjanum framar.
Mikið dæmalaust á orðið hvellivind
ur vel við J. B. Hann kemur engu
orði upp fyrr en hann fær þetta orð til
láns hjá mér. Þá hleypir hann sér í
kuðung og hnykkir á. Og sjá! Þá
stendur bunan úr blessuðum mannin-
um rétt eins og Geysir eða Strokkur
væru vitlausir orðnir. Auðvitað kem-
gusan fyrsta yfir alt Boundary stræti,
því að þar á ég heima, og þar er líka
svo margt fólk, sem alt gott hefir gert
allslausum auðnuleysingja og stutt að
að koma honum til manns eins og auðn
ast gat.
í vígamóðnum sér stórmennið ein-
hvern flokk á bak við mig, sem hann
ýmist kallar ‘Co. ’ eða ‘félaga’. Það er
nú svo sem auðvitað, að göfugmennið
hefði ekki lagt sig niður yið að berja á
mér einum og það að ástæðulausu. Það
verða fleiri að verða fyrir því. Auðvit-
að á fólkið að skilja það svona: Sjáið
manninn ! Honum er innanhandar að
tortýna nokkrum legíónum 3yndugra
Nýrnaverkir.
John Snell frá Wingham, Ont., var vfié-
kominn af þrautum sem voru aneið-
ingar af nýrnaveiki. South American
Kidney Cure var meðalið sem læknaði
hann. Þetta meðal linar verkina und-
ír eins og bætir á stuttum tíma.
Fy-rir fimm árum fékk ég mjög slæmt
kast af ínfluensa sem settist í nýrun í
mér og olli sárum þrautum í bakinu og
þvagfærunum. Ég þjáðist voðaloga og
stundum gat ég ekki gengiðogekki held
ur staðið þrautalaust. Mér versnaði svo
fljótt að fólkinu mínu fór ekki að litast á
Um þetta leyti rak ég mig á auglýsingu
um South American Kidney Óure og
þrátt fyrir það þó ég væri trúlítill á
meðul. þar eð ég hafði reynt svo margt,
þá samt fór ég að reyna þetta meðal. Eg
fékk mér fiösku af þvf, og að nokkrum
dögum liðnum, áður en ég var búinn úr
hálfri flösku. var mér farið að skána, og
þenar eg var búinn með tvær flöskur,
var ég alheill.
manna á einu augnabliki með skálm-
inni Lokanaut. Föllum þyí fram og
tilbiðjum hann. að hann oss ekki tor-
týni sem öðrum syndurum. ‘Haleluja!’
Samt er eitt æði skritilegt við alla þessa
vélasmíði J. B. Þó prúðmennið þori
ekki að nefna nöfn ‘félaga’ og ‘frænda’
minna, þá hygg ég það engan vafa að
þeir eru einmitt McCreary-sinnar, sem
ég hefi átt tal við. Annar opinber stucin
ingsmaður ‘frjálslynda’ flokksins. hinn
hefir líka stutt þann flofik, það sem
hann hefir skift sér af þessháttar mál-
um. Alt svo eru þetta trúarbræður J.
B. , ekki einfaldir, heldur tvöfaldir. En
eigi hafa þeir grið innan síns flokks ve-
banda, og eru það firn mikil. En svo
sannast hér sem víðar: “Engum væg-
ir vargurinn”. Má vera að J. B, hafi
skapað sjálfum sér ástæðu fyrir að
reyna að fækka löndum sínum úr sæt-
um hjá McCreary, sér til aðkomu. En
firn eru hitt meiri að hann fer i hærri
flokkstig til þess að reyna að losa þar
um góða félagsmenn. Það er flokks-
stefna sem ég þekki ekki í þessu landi.
Eitt er og svo óskiljanlegt enn þá,
hvaða ástæðu J. B. hefir fyrir því að
hann fór að rita á móti mér í upphafi.
Hann þvær hendur sínar eins og Píla-
tus og segir: Sjá ! Eg em saklaus af
blóði lambsins! þ. e. af skeytingar-
lausu athæfi í T. & L. C. Nú, jæja!
Alt svo hefir hann byrjað og haldið á-
fram, ekki í eigin nafni, eða eigin á-
stæðum. Hvers þá ? Með hvaða skil-
málum hann hefir gerzt leppur T. & L.
C. eða einstakra manna þess, leiði ég
hjá mér að geta á að þessu sinni. Mér
stendur lika alveg á sama, hvort hann
er leppur dýru verði keyptureða sjálf-
boðinn leppur.
Hann er að reyna að dylgja um það
að ég sýni alt aðrar ástæður og orsakir
f.yrir því, að ég fór að rita, en í raun
og veru sé. Og svo skapar hann Jieil-
mikla þvættings-sögu af síðasta fundi
Verkamannafélagsins. Það á að vera
mér og einhverjum fleiri dæmalaust rot-
högg. Hyggur öðrum gröf að grafa,
en fellur í hana sjálfur fyrr eða seinna.
Það vildi svo vel til, að einmitt á þeim
fundi voru tveir vel metnir utanfélags-
menn, sem munu hafaveittþví eftirtekt
sem fram fór á fundinum. í þessu til-
efni kref ég J. B. til að sýna lögmætt
vottorð um að hann skýri satt og rétt
frá þeimjundi í grein minni. Og hafi
eiginhandarnöfn hinna tveggja um-
getnu utanfélagsmanna, og ö.l nöfn em-
bættismanna íslenzka Verkamannafó-
lagsins, sem á þeim fundi voru. Enn
fremur að hann sýni viðurkenningu frá
þeim félagsmönnum, sem létu þá skoð-
un sína í ljósi við hann, að þeir álitu að
ég og fleiri hefðum farið alfarnir úr fé-
laginu það kvöld. í annan máta skora
eg á hann að sanna að eitt einasta orð í
þeim tveimur greinum sem éghefi skrif-
að, só samið af öðrum en mér sjálfum.
Allt þetta verður J. B. að gera innan 6
daga frá útkomu þessarar greinar. En
fari svo að J. B. verði ekki við þessari
áskorun, eða geti ekki fullnægt henni.
þá ber ég ekki ábyrgð á neinu af því,
sem síðar kann að koma fram gagnvart
J. B. og sem af sögusögnum hansleiðir.
Þá segist hinn virðulegi hr. J. B.
hafa lesið grein mjna aftur og þar
standi í stuttu máli þetta: “Að Islenzka
Verkamannafélagiðhafi fyrst hreyft, viö
því máli að fá kaup daglaunamanna
sett'niður með lögum ! T. &L.C. hafi
því næst tekið málið og komið(!?) bæj-
arstjórnina. Bæjarstjórnin hafi svo loks
gert samþykt, og þá haji glumið við
gleðióp lýðsins í von um betri tíma, því
aðnúværibúið að setja niður kaupið
með lögum”.
Nú vísa ég öllum lesendum til þess,
sem ég sagði um Vorkamannafélagið í
grein minni, sem sé, T. & L. C., eftir
uppástungu og áskorun ísl. Verka-
mannafél. um fastákveðið kaupgjald,
kom þessu máli áleiðis til bæjarstjórn-
arinnar og fylgdi því fram viðhana. í
öðru lagi stendur í grein minni: Eftir
nokkra yfirvegun gerði bæjarstjórnin
þessa 17J cts. samþyktí Júnímán. 1895.
Þessi gleðifrétt glumdi þegar hátt í eyr-
um lýðsins, með gleði von um fagra
framtíð fyrir verkaraenn.
Mismunurinn á umsteypu mann-
vinarins J. B. og frásögn minni dylst
víst engri heilrygðri skynsemi að er af-
armikil. Speki, vizka og röksemdaleiðsla
J. B. í þessu sem öllu öðru fæðist á aft-
urfótum, eða réttara sagt: hann les
grein mína á sama hátt og ein alþekt
vera les hina helgu bók. Máské þetta
alt heiti nýmóðins og eigi eitthvað skylt
við höfuðskeljafræðina. Svo er þetta
sjálfsagt höfundinum til stór sóma,
eins og alt og alt frá upphafi til enda.
Mér er kunnugt um það sem öðrum
að Verkamannafól. barðist fyrir fastá-
kveðnu tímagjaldi og til tók það 20 cts.
á timann. Þá var það algengt verka-
mannakaup, Svo höfðu iðnaðarmenn
allir fastákveðið tímagjald, og miðað
við kaup þeirra var alls ekki hægt að
fara fram á lægra kaup en 20 cts. á tím-
ann fyrir réttan og sléttan verkamann.
Verkamannafélagið skoraði á T. & L.
C. að fylgja þessu máli fast fram, bæði
við einstaka verkgefendur og bæjar-
stjórnina. Endalokin urðu þessi marg-
umgetna 171 cts. samþykt, í staðinn
fyrir 20 cents samþ., er félagið baðst
eftir. Og 17J cts. samþ. nær að eins
yfir ný verk, er bærinn lætur gera, en
ekki yfir strætahreinsun, framræslu og
viðgerðir stræta, sem einmitt er megin
verk bæjarins. En ekkert gerði T. & L.
C. til að fá einstaka verkgefendur til að
borga fastákveðíð tímagjald, en talaði
mikið diguriega sem sjálfsagt hefir haft
vondar afleiðingar fyrir verkamenn 1
heild sinni.
Heiðurs ‘legátinn’ J. B. segir að ég
viti ekkert upp né niður i hverju breyt-
ing “lien’-laganna sé fólgin. En svo
dembir hann þar inn $20 skýringu. Ó,
þú fjölfróða lagasleggja ! Reynsla ytír-
standandi og komandi tímahlýtur ótví-
rætt að sýna hvor okkar veit meira og
gleggra um hina svo nefndu endurbót
(réttara sagt endurskemd) ‘Lien”-lag-
anna.
Síðasta kjörtímabillð, er í«l. Verka-
mannafél. hafði sendinefnd í T. & L. C.
var frá nýári 1895 til loka Júnímán,
sama ár. Vorum égog J. B. og St. Sv.
kosnir í nefnd þá. Það vill nú máské
hér syo undarlega til, sem áður, að
nokkrir kunnugir menn J. B. vita, að
hann var góða stund af þessum tima í
kosti suður í Dakota. Að hann hafi sótt
hvern einasta fund i T. & L. C. geta
allir séð hvað hæft muni vera í. En
mér er kunnugt um, eins og honum
sjálfum, að hann kom ekki á einn ein-
asta fund. Að vísu stendur nafn hans
allsendis einusinni í lista þeim er sýnir
nöfn allra fundarsækjenda T. & L. C. í
blaðinu Peoples Voice. En nafn hans er
rangt tilfært, þvi að ég mætti á þeim
fundi, og var J. B. þar ekki synilegur.
Enn þá einusinni æpir leppurinn og
fórnar höndum til himins yfir því, að
ég skuii voga að nefna nafn síns elsku-
lega pólitíska tengdaföður, hr. Hislops.
En ekki fæst hann um að ófrægja Mr.
Hutchings leynt og ljóst. En finnur
þó ekkert til að bregða honum um
nema að hann sé auðugur maður. Ekki
heldur hryllir hann við að kalla þann
og þann landa sinn “seppa”, hund.
rakka, ef hann hefir unnið eitthvert lít-
ilræði fyrir Mr. Hutchings á heiðarleg-
an hátt. Fínogfáguð kurteisi! í sjö
ár hefi ég verið í þessum bæ. Það tima
bil hefir enginn af þeim mönnum sem
setið hafa í bæjarráðinu gefið íslending-
um — innan bæjar og utan — eins
mikla vinnu eins og einmitt Mr. Hutc-
hings. Og greitt ætíð borgun skilvís-
lega. Og þess erég fullviss að Mr. Hut-
chings gefur vinnuþurfandi löndum
mínum meiri vinnu í framtiðinni held-
ur en mannvinirnir Hislop.Bjarnason &
Co. og jafnvel þó þriðja mannvininum
væri bætt við.
Ekki fer mannvininum verr en vant
er þegar hann fer að bregða mér um
Gest sáL Pálsson. Hann stenzt ekki
tækifærið ónotað, en fer að kara náinn.
Hann segir að óg- hafi talað það sem
hann einmitt sjálfur hefir þráklifast á
og tuggið um Gest sál. í gröfinni, á-
samt enn þá fleiri aðdráttunum í sið-
ferðislegu tilliti, sem hver heiðvirður
maður myndi blygðast sín fyrir að
sleppa af vörum sér, nema göfugmeun-
ið, sem er að auglýsa sig. Aftur er það
satt, sem J. B. segir að, að ég hafi
dáðzt að áræði Jessie James. Einungis
þeirri einu lundernis einkunn hans, en
ekki fleirum. Harry Hayward rnan ég
ekki til aðhafa minst eitt orð á við vel-
söglann J. B. fyrr né síðar. En það er
líka nýmóðins og nýnæmi að búa sér til
náösku te og nota í stað öls.
Býsna vísindalegur er meistarinn
þegar hann segir, að kjóll og skykkia
sé eitt og hið sama. Og vefur svo um
sig skykkjunni fram á endalok 19. ald-
arinnar. Þetta mun óvíða ná tilgang-
inum, því að margir eru svo vel að sér í
fornri og nýrri íslenzkri búningsfræði,
að sára-fáir munu neyta skartflugu
þessari, þó fögur sé. En vilji hann
heldur vera með hvellivindana innan
vóbanda skykkju en kjóls, þá meina ég
honum það ekki. En ég er hræddur
um að klæðasalar hafi ekki skykkju til
“láns” og meistarinn verði að nota sór
kjólinn frá mér, alt þangað til að hann
gliðnar utan af öllum ósköpunum.
Að J. B. lætur síðustu gusuna, sem
orðin er þá ná-meinguð, skella yfir
Fort Rouge-búa skil ég ekki. Að vísu
á ég þar einn frænda, að undanskildnm
ómálga börnum, sem “göfugheitin”
hafa tæplega kristilega ástæðu til að
ata og sverta. Fyrr í grein þessari hefi :
ég skyrt frá þessum frænda mínum í
Fort Rouge, sem er innan vebanda
flokks þeirra sem J. B. þykist vera að
efla. Það er eins og annað fyrir ,1. B.,
aðsverta alla sem hann man éftir fjær
og nær, upp og niður.
Eg legg það undir dóm lesenda
hvor okkar J. B. hefir haldið og heldur
enn málefni sínu betur. Og hvor notar
meir vopn siðaðra manna. Eg skal
lýsa yfir því, að J. B. gerir það <f-,-rir
sig að hætta, .þó hann hætti, en ekki
mín vegna.
Ólafur Sigurðsson.
PYNY-PEML
Positively’Cures
COUGHS and COLDS
in a surprisingly short time. It’s a sci-
cntiíic certainty, tried and true, soothing
and hcaling in its effects.
W. C. McComber & Son,
Bouchette, Que.,
rcport In a lottor that Pyny-Pootoral r.ured Mrs.
C. of chroiilccold in chcstand hronchial
tub<*n, and al.so cured W. G. McCouiber of a
luii4'-bUuidina' cold.
Mr. J. II. IIctty, Chemist,
528 Yonge St., Toronto, writcs:
“ As a g«neral cough an<l lunj{ syrtip Pyr.. -
Pectorat ia a most. invalunblo nreparatioti. ’lt
has kívcij the utmn*t satibfactinn to ull wl.o
have ttledlt, inanv having u|>oknn tn >n- wrtho
Ix’iieflts dnrived from itn uso 4n thclr íamipc.-:.
It is Huitable for old or youn-r, b> inj» j<,* á *rr t »
the taste. Its sale with me lms bnen v«.1 ul> rfnl,
and I cnn always recommend it as a eafo and
reliable cougli medicine. “
larjtc IKottle, 25 Cts.
DAVIS & LAWRENCE CO.,
SoVí Pnpri -turs
Mon r :.r...r,
t - -cT.
Lesið auglýsinguna
í þessu plAssi næst.
Bjargaði lífi liennar.
DÓTTIR KAUPMANNS EINS í
FERGUS VAR MJÖG HÆTT
KOMIN.
Hún hafði verið heilsulítil frá bernsku,
Hvorki læknar né vinir ætluðu
henni líf. Dr. Williams Pink
Pills björguðu líh hennai. Bend-
ing fyrir foreldra.
Tekið eftir Fergus News Record.
Mr. C. W. Post aldina- og sætinda-
sali á St. Andrews Str., Fergus, Ont.,
sagði fregnrita frá blaðinu News Re-
cord frá þjáningum þeim er dóttir hans
Ella litla hafði tskið út, sem nú var
orðin hraust og lagleg stúlka á 10. ári.
Um það leyti sem dóttir hans var sem
verst bjó hann í Hamilton. Aðal inni-
hrldið úr sögu hans er þannig: ‘Dóttir
rain hafði verið mjög heilsulítil frá því
hún var barn. þangað til fyrir þremur
árum síðan, og (það sem ég varð að
borga fyrir læknishjálp var svo mikið
að óg reis ekki undir því, þar iiún gat
sjaldan verið án meðala og stundum
höfðum viðenda 3 lækna í senn, Þeim
tókst að halda henni lifandi, en henni
fór nltj af versnandi, og við héldum öll
að áún mundi deyja. Læknirinn sem
við höfðum haft var alveg uppgafinn,
og sagði að ef það hefði verið um hisa-
tlma ársins, þá hefði verið von (það var
vetur). Hún var ordin 7 ára gömnl og
liafði frá því fyrsta verið mjög heilsu-
litil, svo að við foreldrar [hennar hóld-
um að það mvndi ekki geta farið hjá
því að hún færi bráðum í gröfina. Um
þettiv leyti fréttum við að barn ^r hafði
verið veikt hjá nágranna okkar hafði
verið læknað rneð Dr. Williams Pink
Pills. Mér datt í hug að reyna þær og
sagði iækninum frá því, en hann hló að
mér fyrir heimskuna. Eg, keypti samt
| oina öskju af pillunum og fór að gefa
henni þær, hálfapillu i hvert skifti. Eft-
ir lítinn tíma var breyting til batnaðar
auðsæ og gátnm við ekki annað en
þaókaö það pillunum, svo ég afréð að
hætta alvog við læknana. Við hóldum
áfram með Pink Pills og þó það gengi
seint, þá samt var batinn alt af betur og
betur merkjanlegur og þessu var halpið
áfram þangað til hún var orðin eins
hraust eins og þú sér hana í dag, og
það gleður mig að geta sagt að hún
hefir ekki þurftönnur meðöl síðan. Ég
hefi trú á Pink Pills fyrir lasburða börn
og hefi þá bjargföstu skoðun, aðeinmitt
þetta meðal hafibjargað barninu mínu
úw dauðans greijium.
Dr. Willíatns Pink Pills er meðal
sem mábrúka alt árið í kring, og er eins
nýtsamt fyrir böru eins og fullorðna.
Þær gefa blóðinu sítt rétta eðli og gera
það heilsusamlegt hreint og rautt. Á
þennan hátt styrkja þær líkamann, og
og uppræta sjúkdómana. Það eru til
vnörg dæmi önnur eiris og það sem sagt
hefir verid frá hór að framan þar som
raunin liefir verið sú að pillurnar hafa
læknaö þar sem engin önnur meðöl hafa
dugað,
iikta Pirik PilLs eru seldar í öskjum
og á umbúðunum er merki félagsins
prentað í fu llnm stöfum “Dr. Williams
Pink Pills for I’ale People” það cru til
-iðrar pillur æm líka eru rauðleitar en
þær eru auðvirðilegar eftirstælingar sem
sem búnareru til í þeira tilgangi að
græða á þeim. Engin maðu ætti að
taka þær.