Heimskringla - 01.04.1897, Page 4
flETMSKRINGLA 1 APRÍL 1897.
Winnipeg.
Séra Jón Bjarnasou brá sér suður
til Dakota á föstudaginn.
“BICYCLES
######
#
J J
Hjartveiki.
Dr. Agnews Cure for the Heart eyðir
hinum verstu þrautum hversu gömul
sem veikin er. Þetta meðal yfirbugar
sýkina á hálfum tíma. John Crow
læknaði sig með fimm flöskum. Þetta
er vottorð hans.
Eg hefi samið um kaup á nokkrum reiðhjólum (Bioycles), sem
eru álitin ein af I>eim AI.LRA BEZTU, sem búin eru til. Þau ódýr-
ari eru áreiðanlega betri en nokkur önnur, sem ég þekki fyrir þá pen-
inga.
Karlmanna-hjól eru $40, $55, $75, og $100.
Kvenn-hjól $55 og $75.
Nokkur afsláttur ef alt hjólverðið er borgað út í hönd.
Hjólin eru til sýnis í búð Mr. A. Friðrikssonar, og á skrifstofu
Lögbergs. Komið og skoðið þau.
B. T. BJORNSON. .
*m*M>*= ----------->«»***
Athugasemd.
Herra Þorsteinn M. Borgfjörð frá
Geysir kom til bæjarins á fimtudag og
dvaldi til sunnudags.
Herra Jörundur Ólafsson fór í vik-
unni er leið vestur i Vatnsdalsnýlendu
og dvelur þar um tíma á bújörð sinni.
Prentvilla. í síðasta blaði var sagt
að Jörgen sál. Kröyerhefði búið á Mýrá
í Þingeyjarsýslu, en átti að vera Nipá.
Hr. Stefán Anderson, sem hefir dval-
Íð í Nýja-íslandi í vetur, kom til bæjar-
ins fyrir helgina.
Indlands-hjálparsjóðurinn í Mani-
toba er nú orðinn samtals nærri $18
þúsund. Það verður tekið á móti sam-
skotum til 8. þ. m. (Apríl), en lengur
ekki.
Hra. Pétur Árnason að Lundar í
Álftavatnsnýlendu í Man., kom til bæj-
arins í vikunni sem leið með veikan
mann, Guðlaug Jóhannesson, semhann
flutti á sjúkrahús bæjarins,
Hra. Hugo Carstens, sem verið hef-
ir innflytjenda umboðsmaður hér í bæn-
um, en sem Laurier vildi ekki hafa, hef-
ir nú keypt þriðjungseign í þýska blað-
inu ‘Nordvestern’ og verður ritstjór
þess framvegis.
Þessi nr. af Hkr. verða keypt á
skrifstofu blaðsins fyrir sanngjarnt
verð : Nr. 541 af 10. árg. (1896) og nr.
1, 35, 36, 51 og 52 af 9. árg.(1895).
Þeir sem vilja selja eru beðnir að senda
blöðin sem fyrst.
Mrs. J. Anderson fór suð^ til Da-
kota á föstudaginn var og dvelur þar
hj á föður sínum mánaðartíma. I för
með henni var Ragnheiður Jóhanns-
dóttir, ekkja Jóns heitins Ólafssonar
frá Lýtingsstöðum í Skagafirði, er brá
sér til Dakota f kynnisför.
Fyrir eitthvað mánuði siðan lét
Laurier-stjórnin reka Alex. Norquay,
son fyrrverandi stjórnarformanns í
Manitoba, úr stjórnarþjónustu. Þetta
vakti svo mikla óánægju, að nú er búið
að setja hann í embættið aftur.
Þess var getið í síðasta blaði, að
Guðmundur ÞorsteinsSou hefði verið
fluttur til bæjarins á sjúkrahúsið, þá
fyrir skömmu, vestan úr Qu’Appelle-
nýlendu. Hann lézt sama daginn og
blaðið var prentað — 24. Marz.
Sumarveður er nú loksins komið
fyrir alvöru. Gekk í garð á sunnudag-
ínn 28. f. m. Bleytuveður af suðri á
laugardaginn, en síðan hláka og hlý-
indi, en regn meira en æskilegt er, þeg-
ar litið er á snjóþyngslin. Á mánudag
ste.vpiregn fyrir hádegið og fylgdu
þrumur, sem sjaldgæfar eru í Marzmán
uði. Snjór um það burtu, að undan-
teknu stórfenni hér í bænum.
Það hefir lengi verið talað um að C.
P. R. félagið sé i undirbúningi með að
byggja nýja vagnstöð hér í bænum og
vandaðri og þægilegri en hjall þann er
notaöur er enn. Það er ekki víst að
á því verki verði byrjað í sumar, en vist
er það, að nú fyrst viðurkenna formenn
félagsins hér í bænum, að núverandi
vagnstöð sé ónóg orðin og að alvarlega
sé talað um að gera einhverjar umbæt-
ur áður en langt líður.
Ég neyðist hér með til að auglýsa,
að fyrir ástæðulaus samningsrof og
svik útgefandans að Bókasafni alþýðu,
fæ ég ekki ritið til útsölu. Það er að
eins fyrir fáum dðgum síðan að ég hefi
fengið bréf þessu viðvíkjandi.
En til þess að geta þó að nokkru
leyti staðið við orð rtxin, hefi ég gert
samning við herra H.S.Bardal sem hefir
fengið bókina til sölu, um að senda hana
öllum þeim sem höfðu pantað hana hjá
mér, með sömu skilmálum og ég hafði
lofað þeim,
Winnipeg, 29. Marz 1897.
M. Pétursson.
Engin akveöin loforö um fjárveiting
tilvega-og brúargerða í Nýja íslandi
fékk Gimlisveitarstjórnin, sem hingað
kom til bæjarins um síðustu helgi, og
sem herjaði á náðardyr stjórnarinnar
á þriðjudaginn 30. Marz, samkvæmt
fundarsamþ., og bað um $5000 i veginn.
Watson þótti stórt tiltekið, gat engu
ákveðnu lofað,; en gaf 1 skyn að eitt-
hvað talsvert yrði gert, ef vel gengi að
fá $700,000, eða um það bil, sem fylkis-
stjórnin segist eiga hjá sambandsstjórn
og sem nú á að gera ganskör til að fá-
ist. Þó ekki fengist neitt ákveðið loforð
hafa sreitarráðsmenn samt von um að
$1000 eða svo verði varið til vegagerðar
i nýlendunni í sumar. — Nefndarmenn-
irnir héldu af stað heimleiðis á miðviku
daginn.
Fylkisþingi var slitið undireins og
það kom saman, kl. 3. e. h. á þriðju-
daginn 30. Marz.
L.TÓÐMÆLI Sigurðar J. Jóhannes-
son, ný-útkomin, með mynd höfund-
arins, fást innfest í kápu fyrir 50 cents,
og í góðu bandi á 80 cents, Jijá höfund-
inum, að 710 Ross Ave., hjá H. S. Bar-
dal, 613 Elgin Ave., á afgreiðslustofu
Heimskringlu og á afgreiðslustofu Lög-
bergs. Enn þá eru útsölumenn í út-
sveitum ekki ákveðnir, en verða það inn-
an skamms. í millitíðinni geta þeir ut-
sölumenn sem viðskifti hafa við Mr.
Bardal, pantað báfcina hjá honum. Þess
má og geta, að þeir sem vilja fá bókina
bundna, geta ekki fengið band á hana
fyrir neitt þvílíkt verð sem höfundurinn
nú auglýsir. Hann hefir komist að ser-
stökum kjörum í því efni, svo framar-
lega sem hann lætur binda ákveðinn
fjölda bóta. Það er því hagur fyrir
menn að biðja höfundinn um hana
í bandi.
Mikið tap og engin ábyrgð.
Konur í Canada tapa þúsundum
dollara árlega á fötum og dúkum, sem
skemmast í litum þegar óekta litir eru
brúkaðir. Þar eð það er engin trygg-
ing gegn skemdum og skaða, sem or-
sakast af ónýtum litum, sem sviknir
eru út við kvennfólk, þá er ekki hægt
að koma fram ábyrgð á hendur þeim er
valdir eru að skemdum.
Við skulum muna eftir því að hver
deild af Diamond Dye er viss að gera
það sem henni er ætlað að gera.
Þeir sem búa til Diamond Dyes eru
þeir einu menn í öllum heimí, sem búa
tilgóða deildaliti, og þeim gengur vel
að selja þá, af því þeir eru sterkir og
fallegir og endingargóðir.
ÖNNUR ÁRLEGA
íslenzka Leikfimisfélagsins
verður haldin í
Unity Hall
Fimtudagskvöldið 8. Apríl 1897
Programm:
1. I. A.C. March............H. L
I. A. C. Orchestra.
2. Minni íslenzku leikfimisfél. S.J. J.
C. B. Julius.
3. Dumb bell Class...............
4. Comic solo.......St. Anderson.
5. Jumping & Kicking.............
S. Johnson & F.W.Frederickson.
6. Recitation (Charlie McGee).
Miss G. Freeman.
7. Boxing........................
J.lý.Johnson & O.A. Eggertsson.
8. Cornet Solo......H. Lárusson.
9. Club swinging class.
10. Recitation.......J.K.Johnson.
11. Slack Wire.........J.G.Johnson
12. Stump Speech.....Womensright.
Uncle Josh.
18. Fencing ......................
J.K. Johnson & Karl K. Albert.
14. Comic song... I bet you a dollar you
don’t.........O. A. Eggertsson.
15. Icelandic Wrestling...........
Hans Einarsson & Paul Olson.
16. Club Swinging.... O.A.Eggertson.
17. Wrestling,...Catch as catch can.
J. K. J. & O. A. E.
18. Cottage Act ..................
J. K. Johnson & Skuli Hannesson.
“God save the Queen.”
íslenzkir mjólkursalar.
S. M. Barré, smjör og ostasrerðar"
maður, hefir i hyggju að setja upp smjör-
gerðarhús í nánd við skrifstofu sina á
horninu á King og Alexander St., ef
hann getur fengið næga mjólk hjá
mjólkursölumönnum í bænum til að
byrja fyrirtækið. Hann mælist til þess
að allir sem hafa mjólk í aflögum, eða
eru líklegir til að hafa meira heldur en
þeir þurfa að brúka yfir sumarið, finn
sig að máli þessu viðvíkjandi.
Þetta ætt.i að koma sér vel fyrir Is-
lendinga ekki síður en aðra.
í Hkr., sem kom út 18. þ. m., stend
ur, að söngflokkur 1. lút. kyrkjunnar
hér í bænum hafi ákveðið að minnast
sumardagsins fyrsta með concert, og að
sumardaginn fyrsta beri upp á 25. Apríl
þetta ár. En það er ekki rétt. Sum-
ardaginn fyrsta ber æfínlega upp á
fimtudaginn milli þess 19. og 25. April
með báðum þeim dögum meðtöldum, en
í ár er 1. April á fimtudag og 22, á
fimtudag, sem er sumardagurinn fyrsti.
Winnipeg, 27. Marz 1897.
J. S.
Þetta er rétt, en rangt í blaðinu.
Þar yar sem sé sú stafvilla, að úr 22.
varð 25. April. Það var von til að þessi
samkoma yrði auglýst betur innan
skamms og því látið vera að leiðrétta
þessa villu, Ritstj.
Stórvægilegt.
Gylliniæð læknuð á 3 til 6 nóttum.
Skinnsjúkdómar með blóði og
sviða læknaðir á einum deci.
Dr. Agnews áburður (Ointment)
læknar allar tegundir af gylliniæð á
þremur til fjórum dögum, Einn skamt-
ur minkar óþægindin. Innvortis gyll-
iniæð sem blæðir úr, læknar það mjög
vel. Það læknar einnig skinngjúkdóma
svo sem tetter, salt rheum, eczema, bar-
bers itch og svo framvegis. Kosta 35c.
Til Myrrha.
Min göfuga systir, mig gleðja þín ljóð,
Eg geymi þau inst mér í hjarta.
Ég veit ekkert fegra’ en þinn vantrúar
óð, '
Þá veglyndis geislana bjarta,
Það raannelsku blómið er blómstrandi
rós,
Sem brýst gegnum kyrkjunnar Þymi.
Þinn mannúðarandi er ið mærasta ljós
I mannlífsins hugsjóna stirni.
Þær réttlætis kröfur er rísa hjá þér,
Mót ranglæti goðanna stríða;
En fólkið skóp goð það sem gildandi er,
En goð fylgja lögmáli tfða.
Þú hugrekki ber til að hrinda á braut
Því heimskunnar ófreskju safni,
Sem klerkarnir flagga á kyrkjunnar
skaut
I kærleiks og siðgæðis nafni.
Þú skarpskygni ber til að skilja það tál.
Sem skröksögur klerkanna valda,
Er guð skapar voðalegt vítis bál
Og vesalings mennirnir gjalda.
Þú hreinskilni ber til að hrinda þeirri
trú,
Sem hyggurðu ranga og lióta.
Og vel sé þeim hverjum er hefir sem þú
Nein hræsninnar goð til að blóta.
Freyk.
Frá löndum.
MINNEOTA, MINN., 25. March.
(Frá fregnrita Hkr.)
Vorkosningar. Kosningar fóru fram
í Minneota 9. þ. m. Bindindismenn
unnu sigur með miklum meiri hluta ;
allir þeirra menn komust að völdum.
Úr flokki íslendinga náðu þessir kosn-
ingu :
G. A. Dalmann, bæjarstjóri.
C. M. Gíslason, gjaldkeri.
St. Gilbertson, ritari.
G. A. Dalmann er vist sá fyrsti íslend-
ingur hér í landi, sem náð hefir bæjar-
stjóra-sæti.
Ddin er hér Sígurborg Sigurðardótt-
ir frá Lýtingsstöðum í Selárdal, Vopna-
firði.
Lögbót : Á síðasta ríkisþingi Minne-
ota var verð á þegnfestuskjali fært nið-
ur úr $2 í $1.
Svínakólera : I 16 héruðum hér í
Minneota hefir sú sýki gert vart við sig
í ár, skaði metinn $375,150.
AtvinnuleyH: Sú bón kemur frá
Chicago til Minnesotablaðanna, að þau
láti þess getið við lesendur sína, að þar
(í Chicago) sé fjöldi manna er vilji kom-
ast í vinnu hjá bændum.
Tíöarfa/r: Nú er snjó farið að leysa
af jörðu, en hægfara er hlákan, frost á
hverri nóttu, og norðanvlndur næðir oft
um daga,
Trúmálakvæðið er Hkr. flutti eigi
alls fyrir löngu, og ritg. í Sunnanfara,
"Á auðninni,” hefir vakið nákvæmaeft-
irtekt ýmsra.
John Crow, sonur Mr. George Crow,
bóndi í nán.il við Tara, Ont., skrifar
þannig: “Ég var injög illa kominn af
of tíðum hjartslætii. og ótu sem safnað-
ist að hjartanu. Eg hafði þetta í því
nær tíu ár, og reyndi öll hin nýjustu
meðul og alla þá læknishjálp sem ég gat
fengið, en þaö kom mér að litlu haldi.
I blaði einu sem gefið er út hér í grend-
inni, gáði ég að auglýsingu um Dr.
Agnews Cure for the Heart og kom það
mér til að reyna þetta meðal. Eftir
hálfan tíma var mér farið að skána. Ég
hefi brúkað upp úr fjórum flösknm og
er ég nú eins hraustur eins og ég hefi
nokkura tíma verið.
Eftirspnrn.
Hver sem kynniað vita hvar Kon-
ráð Egilsson er niöurKominn,—ef hann
annars er á lífi—, er vinsamlegast beð-
ín að gefa upplýsingu um það sem allra
fyrst til annarshvors íslenzka blaðsins
hér í Winnipeg. Sömuleiðis hver sem
vissi til að hann væri dáinn, er beðinn
að gefa til kynna, hvar og hvenær það
hafi aðborið. — Nefndur Konráð erætt-
aður úr Þingeyjarsýslu og fl.uttist af
Islandi árið 1873, en seinast vita menn
hér það til hans, að haustið 1883 kom
hann hingað til Winnipeg, þá á ieið til
Cólorado. — Móðir hans. sem kom heim
an af Islándi næstliðið haust, er mjög
umhugað um að fá einhverjar fregnir
af honum.
Slys vilja til.
En í þetta skifti var það sendinp' frá
guði til Mr. John Brown, G. A. R.
hermanns frá2446 Marshall St.,Phila
delphia. Hann vann fyrir þjóð siua
og fékk upp úr því hættluegan sjúk
dóm. En Dr. Agnews Catarrhal Powd
er læknaði hann til fulls. Honum far-
ast þannig orð:
“Fyrir hreinustu tilviljun náði égí Dr.
Agnews Catarrhal Powder, Ég var
mjög slæmur af hinni vondu veiki, Cat-
arrh. Það gleður mig að geta tilkynt
þeim sem veikir eru, að þetta meðal
læknaði mig fljótt og vel, og ég er svo
þakklátur fyrir það, að ég væri til með
að eyða því sem eftir er æfinnar til að
útbreiða þessar góðu fréttir meðal þeirra
sem þurfa þess við.
DÁNARFREGN.
Hinn 19. Janúar næstl. andaðist að
heimili sinu í Gimlisveit, hjá dóttur
sinni Kristínu Árnadóttir og tengdasyni
sínum Andrési Eyjólfssyni, ekkjan Sig-
urbjörg Matthiasdóttir, 77 ára gömul.
Hún kom til þessa lands fyrir 8 árum
síðan frá Söilastöðum í Seyðisfirði í
Norðurmúlasýslu. — Þetta tilkynnist
hér með hinum mörgu ættingjum og
vinum hinnar látnu merkiskouu.
Um samaleyti mistu og sömu hjón
7 mánaða gamla stúlku, Jónírni Elísa-
bet Hólmfríði, eftir langar sjúkdóms-
þjáningar.
• TÆRING SÓTTNÆM.
Það hefir oft verið talað mikiö um
að hafa sérstök sjúkrahús fyrir þá sem
veikir eru af tæringu, en margir vísinda
menn halda því fram að sú aðferð sé ó
möguleg og segja, að meðölin ein verði
að bjarga í þessu sem öðrum tilfellum.
Uppfinding Dr. Stevens ‘Canabís Sati-
va’ er hið stærsta stig vísindanna í þá
átt að útrýma tæring. Það heitir öðru
nafni The East IndisConcumption Cure
Þúsnndir mannahefir þetta meðal lækn
að, og það ee nú engin efi á því lengur,
að þetta meðal er framúrskarandi við
öllum lungnasjúkdóinum, svo sem and-
arteppu, kvefi, barkabólgu og tauga-
veiklun sem af þeim leiðir. Hversem
éendir frímerki og minnist þess hvar
hann sá þessa auglýsingu, fær allar
nauðsynlegar upplýsingar fritt. Skrifið
til W. A. Noyer Bowers Berck, Roch
ester, N. Y.
TÆRING LÆKNUÐ.
Læknir einn gamall gaf upp læknri
störf sin, en áður hann gerði það fyrsi
fult og alt. fann hann það skyldu sína
að gera meðborgurum sírium kuuna
samblöndun lyfs eins úr jurtarikinu, e"
kristniboði eínn úr Austur-Indlandi
hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr-
ir fult og alt að lækna tæring, barka-
bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra
háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn-
ig óyggjandi meðal við allskonar tauga
slekju og taugaveiklun. Var læknirinn
búinn að reyna kraft þess í þúsund til-
fellum. Knúður af hvötum þessum og
lönguninni til að létta mannlega e.ymd,
skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn
á tilbúningi lyfs þessa til allra, er þess
óska, á þýzku, frönsku og ensku, :neð
skýrum leiðbeiningum fyrir notkun
þess. Sendist meO pósti að fenginni ut-
anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu
blaði því, er auglýsing þessi var í fundin.
W. A. Noyes, 820 Powers Block,
Rochester, N. Y.
Break I3p a Go!d in Time
Tlie Quiek Curo for COUGIIS,
CÓLDS, CKOITp, KJION-
CIIITI3, HOARS2SNESS, «tc.
Mps. Josrph Níjpwick,
of Sorauren Ave., Toronto, writea:
‘'i'yny-PoctoTal 1ia» never ffcllcd to cure
my rliflilren ot cmup efter a few doseg. It
curod luysoif of a lonz-standiiiK cough after
Hovoral otbor rftniodi.*g had D«.ll«d. It haa
olso provfid an oxcellent ceuph c.ure for my
fwni'.y. I p>efnr 11 to any othnr medicino
for couglis, croup or L’Oftrgoneas.”
H. O. Barbour,
of Little Rocher, N.B., writes:
"An a cure for C''!i*rh$ PyDy-I'octoral la
tho boKt Bellin^ medu ine I have; my c'ja-
tomeri wlll have no other.”
Large Bottle, 25 Cts.
DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd.
Proprietors, Montreal
Fylkisþingið.
Á þriðjudaginn 23. Marz var helzt
ekkert gert á þingi, — allur dagurinn
gekk ttl að vinna á nefndarfundum.
Á miðvikudaginn aftur var mikið
unnið. Meðal annar var þá ákveðið að
lána Manitoba-háskólastjórninni $60,000
til að koma upp viðunanlegri háskóla-
byggingu til að byrja með. Þá var og
lögð fram áætlun um aukafjárveitingar
á árinu og er hún samtals $67,400, og
þar af ganga fyrgreind $60.000 til há-
skólabyggingar og að auki $2,500 sem
auka-árstillag til háskólans, sem nú fær
$6000 úr fylkissjóöi. Loks er því svo
koinið að von er á háskólabyggingu hér
í bænum, þó ekki verði hún mikilfeng-
leg í byi-jun.
A fimtudaginn var aftur unnið að
kappi, því þingmenn margir eru nú
orðnir heimfúsir. Þá var felt frumvarp
um að leyfa St. Boniface-mönnum að
veita félagi einu styrk, sem nú þegar
hefir komið upp verkstæði litlu í þorp-
inu. Merkustu málin voru : Ályktun
um, að sambandsstjórn endurnýi því að
eiiis leyfi Gieat Northwest Central fé-
lagsins til að byggja járnbraut sína norð-
vestur um land frá Brandon, • að félagið
uppfylli án frekari undandráttar alla
skilmála. Félag þetta er fyrir löngu
búið að byggja 50 mílna langan brautar-
stúf, hagnýtir hann daglega, en gerir
svo ekkert frekar. Úr þessu á að bæta
ef kostur er. Annað stórmálið er það,
að samþykt var ályktun þess efnis, að
algert vínsölubann væri æskilegt í fylk-
inu og að stjórnin þess vegna leiti sér
upplýsinga um það hvaða völd hún hef-
ir í þvi efni, svo að það mál verði alvar-
lega og greindarlega rætt á næsta þingi.
Það sem stjórnin á að uppgötva er það,
hvort hún hefir vald til að fyrirbjóða
innflutning áfengisdrykkja, tilbúning
þeirra og sölu í fylkinu. Nú má því
segja að bindindismálið sé fyrst fyrir al-
vöru komið á dagskrá. Greenway tók
ályktun þessari vel, enda einn af vildar-
mönnum hans, R. H. Myers frá Minne-
dosa, sem flutti hana,
Á föstudaginn sat þingið lengi og
kom saman aftur kl. 7J um kvöldið og
sat þá rúmlega klukkustund. Mörg
frumvörp til laga voru yfirfarin og gekk
alt friðsamlega. Sú ályktun var rædd
og samþykt að ráðaneytið og þeir Roblin
og Fisher skyldu skipaðir í nefnd til að
semja ávarp frá Manitoba-mönnum til
Victoríu drottningar til minningar um
60 ára krýningarhátíðina í sumar.
Greenway bar fram tillöguna og flutti
við það tækifæri tilhlýðilega ræðu. Rob-
lin studdi uppástunguna og flutti einnig
viðeigandi ræðu. Báðir gerðu yfirlit
yfir sljórnarár Victoriu og báðum sagð-
ist vel.
Fylkisþingið kom saman aftur á
laugardaginn, sem þó er sjaldgæft og
sat fram á kvöld. Voru þá fjölda mörg
frumvörp yfirfarin og samþykt.
Á mánudaginn 29. Marz urðu kapp-
ræður allmiklar út af kosnmgalögunum
í Manitoba og hvernig þau hefðu verið
hagnýtt að undaníörnu. Um kvöldið
sat þingið aftur og spunnust þá kapp-
ræður milli þeirra dómsmálastjóra og
Rohlins út af málsókn stjórnurinnar í
sambandi við kærurnar um atkvæða-
fölsun, o. fl. þvílíkt. Var dómsmála-
stjóri að afsaka hvað lítið honum hefði
orðið ágengt í að sanna kærur sínar.
Handa þér, handa
öllum.
Hið miklabjargræði.
Paines Celery Compound
léttir af öilum byrðum.
ÞAÐ ER HIÐ BESTA MEÐAL AÐ
VORINIT TIL.
ÞAÐ LÆKNAR MEÐ ÚNDRAVERÐ
UM KRAFTI.
f .oforð um góða og Jiagstæða fram-
fíð, jafn gleðileg fyrir alla.
Menn og konur byrja sumarið nið-
urbeygð af veikindum af ýmsu tagi, er
koma af skemdu taugakerfi. Þessir
kvillar orsaka meiri þjáningar og fieiri
uauðsfðll heldur en önnur veikindi og
einmitt þess vegna er Paines Celery
Compound að verða svo algengt.
Af öllum meðölum, sem hrúkuð eru
, ;ð taugaveiki, læknar ekkert eins fljótt
oiös og Paines Celery Compound.
Við taugagigt, gigt og mjaðmagigt
rir þotta meðal óyggjandi. Svefnleysi
orsakast af vansmíði á taugakerfinu og
verður naumast ráðin bót á því nema
með Celery Compound. A voriri þegar
blóðið er óhreiut, næringarlitið og ó-
nýtt, þá er bezti vegurinn til að lækna
sig, að hrúka Paines Celery Compound.
Það gerir monn hrausta og sterka.
Þegnr þú ert búinu að brúka Paines
Celery Compound um stund sannfærist
þú vonandi á því, að þú hafir náð ímeð
alið sem sé hið rétta fyrir sumartímann
I’ogar þúsundir manna hafa losað sig
úr veikindafjötrum með þessu meðali,
og þú getur gert það sama, ef þú tekur
þetta meðah Paines Celery Compound
að eins gefcur komið að liði. Taktu ekki
viðneinuððru meðafi frá lyfsala þín-
um, hversu vel sem haun mælir með
því.
/
Kjólasaumur.
Mrs. W. A. Johnson,
96 McDonald Str.
tekur að sér að sníða og sauma kvenn-
kjóla og annan kvennfatnað, gegn
lægsta verði.
TIL SOLU
ÁBÝLISJARÐIR alstaðar í Manitoba,
HUS cg LÓÐIR með lágu verði í öllum
pörtum bæjarins. Aðgengilegir skil-
málar fyrir kaupendur,
Nares & Robinson.
Financial & General Agsnts,
Basement Livingstono Block,
Winnipeg, Man.
W. Brown & Go.
verzla með
Tóbak, Vindla, Pípur
og annað tóbaki tilheyrandi. Hérlendur
og útlendur varningur fáanlegur.
Ar.ny&Navy 541 MAIN STR.
heildsöluhúð, Winnipeg,
Ábýlisjörð.
Ef þig langar til að eiganast 75 ekrur
af ágætu plóglandi, hesta og aktýgi og
sleða og yms jarðyrkjuáhöld, aðeins 9
mílur frá Winnipeg, þá getur þú fengið
það mjög billegt — fyrir peninga, eða
skuldlausar fasteignir í bænum, hjá
Guðm. Jonssyni, So. West Cor. Ross
Ave. og Isabel Str.
“ISI1A.JÍ D.” Blað þetta er gefið
út í Reykjavík. Ritstjóri er Þorsteinn
Gíslason. Langstærsta og ódýrasta
blaðið, sem gefið er út á íslandi. Kem-
ur út einu sinni í viku, 1 stóru arkar-
broti. Askrift að eins bindandi fyrir
einn ársfjórðung. Verð ársfjórðungsins
er 35 cent. Borgist fyrirfram. Menn
snúi sér til
H. S. BARDAL,
613 Elgin Ave., Winnipeg.
Briinswicli Motcl, á horninu á
Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi
í bænum betri viðurgerningur fyrir $1
4 dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn-
ingur að og frá járnbrautarstöðvum.
McLaron Bro’s, eigendur.
Matur á reiðum höndum dag og nótt.
Stærstur og skrautlegastur "Billiard”
saluríbænum. Ekkert nema vönd-
uðustu vín oc vindlar á boðstólum.
Pat. O ’CoTmor,
Eignndi.