Heimskringla - 08.04.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 8 APRÍL 1897.
Winnipeg.
Bænarskrá hefir verið framborin
um að fá kosniníu J, B. Lauzons í St.
Boniface dæmda ógilda.
Grein um íslendingadaginn (Svar
til Lögbergs) frá berra Jóni Ólafssyni
komst ekki í þetta blað, en kemur í
næsta blaði.
Hra. Jón Kjærnested, sem í vetur
hefir haft skólakenslu á her.di á Kjarna
skóla í Gimlisyeit, kom til bsejarins á
laugardaginn var.
New York vatnsfræðingurinn, Mr.
Hering, fór heimleiðis aftur fyrir síð •
> ustuhelgi, en ætlar að koma aftumog
líta þá beturkringum sig eftir 3—4 vik-
Frá Westbourne, Man., er oss rit-
að að hra. Ingimundur Ólafsson hafi
verið kjörinn laudskoðunarmaður fyrir
íslendinga á vesturströnd Manitoba-
vatns, í hinu svonefnda Swan River
héraði vestur af Winnipegosis-vatni.
Aprílmánaðar-útgáfan af Stovels
Pocket Directory er útkomin og er eng-
in eftirbátur hinna. Ferðaáætlanir all-
ar hér i landi eru þar leiðréttar til Apr.
og óhætt alveg að treysta að þær sén
réttar. Kverið kostar 5 cents eintakið,
eða 50 cents árgangurinn. Hjá öllum
bóksölum og á öllum farþegjalestum á
járnbrautum.
Fund heldur Yerkamannafélagið á
laugardagskvöldið kemur, 10. þ. m. í
Unity Hall kl. 8 e. h., og eru allir fé-
lagsmenn og þeir sem vilja ganga i fé-
lagið vinsamlegast beðnir að mæta á
fundinum og koma i tima. Samkomu-
nefndin, sem kosin var á síðasta fundi,
leggur fram skýrslu yfir starf sitt á þes-
um fundi.
•‘Grand”-leikhúsið nýja, sem þeir
félagar Seach & Sharpe hafa látið smíða
upp úr gamalli heildsölubúð norðan-
vert við McDermot Ave. og breytt svo
að byggingin er nú óþekkjanleg alveg,
verður vigt á fimtudaginn 15. þ. m.
Fáum dögum siðar láta þeir félagar
vigja hið nýja leikhús í Rat Portage.
sem Louis Hilliard (norskur maður) eig-
andi Hilliard-hótelsins stóra er að láta
smíða fyrir þá félaga og sem verður
mikið vandað og fallegthús.
‘•Morris-Ellis-bolir” heita allra nýj-
ustu kvennbolirnir og sem taka fram
.öllum bolum að ágæti, frá sjónarmiði
heilsu og þæginda. Kvennfólk hér í
bænum, sem hejTt hefir fyrirlestra Mrs.
Morris-Ellis, um undanfarnar vikur,
veit hvað hún hefir sagt um kiæðnað
kvenna og hvernig hann ætti að vera.
Þessir nýju bolir eru til sölu hjá að eins
tveimur kaupmönnum í Winnipeg, og
er Guðmundur kaupmaður Jónsson
annar þeirra. Komið við hjá honum
þegar þið eruð á gangi í grend við búð
hans og skoðið þessa nýmóðins boli.
R. W. Jamieson, fyrrverandi bæj-
arráðsformaður. var hinn 1. þ. m, kjör-
inn merkisberi ‘liberala’ í hönd farandi
þingkosningum hér i bænum í stað Hon
H. J. Macdonald, er sviftur var ‘sæt-
inu’. Conservatívar hér í bænum
taka líklegast engan þáttí kosningun-
um, og verður því Jamieson sjálfkjör-
inn á útnefningardegi, nema ef Wilkes
gamli skyldi ramba af stað. Þeir fem
hafa séð karl segja hann sé búinn að
setja á sig kosningabrosið og heilsi nú
hverjum sem hann sér og þekkir með
handabandi, en það segja fróðir menn,
að hann geri ekki nema þegar kosninga
veður er í nánd.
Hlið heilbrigðinnar
■ gegnum nýrun, og eins og hvert ann-
að verkfæri sem brúkað er til að
halda einhverjum stað hreinum, eru
þau sem bezt útbúin til að flytja öll
óhreinindi frá blóðinu í líkamanum.
ftirtektaverð saga frá Quebec. Nýrun
ifa með sönnu verið kölluð hreinsun-
rverkfæri líkaraans. Ef þau hætta að
inna er maðurinn þegar orðinn veikur.
g ef ekki er gert við það sem úr lagi
ifir farið, deyr maðurinn fyrr eða síð-
.. Mr. D. j. Lock frá Sherbroock, P.
., þjáðist í mörg ar af slæmri nýrna-
siki og eyddi svo hundruðum dollara
cifti. til að lækna sig, en honum batn-
Ji ekkert, þangaðtilhann fór aðbrúka
outh American Kidney Cure. Hann
sgir að hann hafi orðið heilbrigður af
flöskum. í hinum verstu tilfellum lin-
r þetta meðal þrautirnar á 6 timum.
íslenzkir mjólkursalar.
S. M. Rarré, smjör og ostagerðar*
maður, hefir í hyggju að setja upp smjör-
gerðarhús í nánd við skrifstofu sína á
horninu á King og Alexander St., ef
hann getur fengið næga mjólk hjá
mjólkursölumönnum í bænum til að
byrja fyrirtækið. Hann mælist til þess
að allir sem hafa mjólk í atiögum, eða
eru liklegir til að hafa meira heldur en
þeir þurfa að brúka yfir sumarið, finn
sig að máli þessu viðvíkjandi.
Þetta ætti að koma sér vel fyrir Is-
lendinga ekki síður en aðra.
Á þriðjud. 20. þ. m. verða kvaddir
menn til sóknar um þingmenskustörf
fyrir' B pg.-kjördæmið og verði)fleiri en
einn í vali fara kosningar fram 27.
Sama dag fer fram kosning í Macdon
ald-kjördæmi,
Slys. Á mánudagsmorguninn 5. þ
m. fældust hestar lierra Eiríks Gísla
sonar hér í bænum. Var hann í vagn
inum og gerði sitt itrasta til að stöðva
þá, en er það var ómögulegt stýrði
hann þeim á telegraf-stöng, þannig: að
si.nn hestur færi hvorumeginn við hana,
Tókst honum það og slitnuðu þeir þá
sundur og stönzuðu úr því, en svo var
hnykkurinn mikill, að vagninn
brotnaði, en Eiríkur hentist í háa
loft og kom niður á hart strætið og
meiddist mikið á höfði, höndum og víð
ar á líkamanum. Dr. Ó. Stephensen
var þegar sóttur til lians og þykir hon-
um hann hafa sloppið yfirgengilega vel,
þar ekki verður merkt að hann sé
meiddur innvortis og bein engin brotin.
Hra. Björn Blöndal, sem fyrir rúmu
ári síðan flutti vestur til Oregon frá
Mountain, N, Dak., kom alfluttur að
vestan aftur 27. f. m. og dvelur um
stund hjá bróður sínum Jóni A. Blön
dal fótógrafaá Elgin Ave. héri bænum.
Þó loftslag sé milt vestra og útsýnis-
fegurðin víða framúrskarandi, leizt
honum svo á að ókostir væru þar engu
færri eða smærri en hér á sléttlendinu
og afiéði þess vegna að hverfa austur
aftur. Niðri i dölunum og með fram
vatnsföllum eruvíða landgæði, en alt
slíkt land er þegar og fyrir löngu síðan
upptekið og fæst ekki keypt nema fyrir
hóflaust verð. — Landar þeir úr Da-
kota sem urðu honum samferða vestur
eru og komnir austur aftur, til sinna
fornu átthaga í Dakota.
í Unity Hall fer fram í kvöld hin
önnur árshátíðarskemtun hins islenzka
leikfimisfélags hér í bænum. Eins og
lesendurnir hafa sóð af prógramminu
verður þar virkilega um auðugan garð
að gresja að því er skemtanir snertir.
Hin fyrsta árshátíðarskemtun félags-
ins í fýrra þótti tilkomumikil og hin á-
nægjulegasta að öllu leyti, Þó má
ganga út frá því sem visu, að þessi í
kvöld skari langt fram úr þeirri í fyrra
því það er æfingin sem mestu veldur í
leikfimi allri, og í vetur hefir félagið
haldið áfram að æfa sig af kappi. Þeir
sem sáu félagsmenn æfa íþróttir sínar í
fyrra hafa sérstaka ástæðu til að koma
á þessa samkomu til að sjá þann mis-
mun sem orðin er, — sjá hvað miklum
framförum félagsmenn hafa tekið á ár-
inu, í kvöld klukkan 8 ætti hvert
einasta sæti í sainkomuhúsinu að vera
upptekið. Inngangseyrir 25 cents.
FUNDUR.
Samkvæmt áskorun íil íslendinga-
dagsnefndarinnar, sem gerð var hinn
22. Febr. af þeim sem skrifuðu undir
ávarpið til íslendinga viðvikjandi ís-
lendingadeginum, sem birtist í Hkr. og
Lögb. 25. Febr., þá boðast hór með til
almenns fundar að kvöldi hins 14. (mið-
vikudag) þ. m., til að ræða íslendinga-
dagsmálið og taka ákvarðanir i því.
Fundarstaður: Unity Hall, Cor.
Pacific Ave. & Nena Str.
Að boði forseta.
— Einar Ólafsson,
nefndarskrifari.
J ar ðsk j álfta-samskotin.
Nefndin hér í bænum, sem að und-
anförnu hefir veitt móttöku samskotum
manna hér vestra, til styrktar fólki í
Árnes og Rangárvallasýslum, sendi að-
alnefndinni í Reykjavík, eða féhirði
hennar, Birni ritstj. Jónssyni, $1200,00
hinn 1. þ. m., með ávisun á Lloyds
Bank í London, upp á 245 pund sterling
og 9 shillings, er gerir 4,418 krónur og
10 aura, þegar 18 krónur eru lagðar í
pund sterling.
Reikningar þessu viðkomandi voru
ekki allir tilbúnir, þegar þessi ávísun
var send, og þess vegna ekki unt að
senda alla upphæðina sem inn er komin.
En afgangurinn verður sendur með
næstu póstferð til íslands og verður þá
birtur réttur reikningur yfir gjöld og
tekjur og skýrt frá skilyrðum, sem
Reykjavíkurnefndinni hafa verið sett,
að því er snertir úthlutun peninganna.
Fegurð og heilbrigði kvenna
Miss Annie Patterson frá Sackville,
N. B., sem einusinni þjáðist af tauga-
veiklun og þar af leiðandi kvillum, fær
heilsuna aftur.
Sum meðöl eru ekki til annars en
að æsa tilfinningar og halda manni við
stuttan tíma og kemur því svo til leiðar
að sýkiu verður enn verri eftir á, í þeim
tilfeílum þar sem taugakerfið hefir verið
verst farið, hefir South American Ner-
vine læknað. Þetta meðal upprætir or-
sakir sýkinnar með því að grafa fyrir
rætur nennar. Miss Annie Patterson
frá Sackviile, N. B. þjáðist mjög af
meltingarleysi og taugaóstyrk, er virtist
vera ólæknandi. Hún fór að brúka
South American Nervine með þá skoð-
un, að það var ekki merkilegra en önn-
ur meðöl, er hún hafði reynt, en svo seg-
ir hún á eftir: "Eg var að eins búin að
brúka upp úr einm flösku þegar heilsan
fór að lagast og líkjast því sem hún
hafði verið til forna, og þegar ég var
búin úr 3 flöskum var ég alveg heil-
brigð.
Dr. Smith, yfirlæknirinn á holds-
veikisspítalanum í New Brunswick,
kom til bæjarins á sunnudaginn varo g
segir nú eflaust að það só holdsveiki. er
þjáir þessa 3 íslendinga, sem áður hefir
verið getið um. Óvíst enn hvað-verð-
ur gert við þá. Smith segir réttast að
senda þá til íslands, en þó verður lík-
lega ekki af því. Hann fer til Selkirk
og skoðar þar mann sem óttast er að sé
holdsveikur, — íslendingur einnig, en
sem hann heldur aðséekki holdsveikur.
íslands-farar.
í Pembina (Dak.) ‘ Pioneer Express,”
dags. 2. þ. m., er sagt að 5 íslendingar
leggi af stað til íslands um miðjan Apríl
þessir: Jacob Lindal og Einar Guð-
brandsson frá Garðar, ungfrú E. Thorla-
cius frá Mountain, B. Thorwaldson frá
Hallson og Jón Thorwaldson frá Pem-
bin. Blaðið segir að sumir þessara
manna ráðgeri að taka sér bólfestu á
íslandi, en að hinir dvelji árlangt.
Til íslands.
Jón ritstj. Ólafsson leggur af staðtil
íslands frá Chicago í dag, 8. þ. m.
Mun hann ætla beina leið til Khafnar
og ná þar í “Laura”, sém eftir áætlun
á að koma til Rvíkur 30. þ. ra. Fjöl-
skylda hans verður eftir í Chicago um
stund en fer þó heim áður en langt líð-
ur, að undanteknum liklega Ólafi, elzta
syni þeirra hjóna, sem hefii ágæta
stöðu á hiriu opinbera bókasafni bæjar-
ins í Ch;cago.
Þó margir af vinum Jóns hér vestra
hefðu heldur kosið að sjá hann í sínum
litla flokki hér, ef hannhefði getað not-
ið sín, viðurkenna þeir þó eflaust allir,
að hans rétta heimili er á Islandi og
hvergi annarsstaðar, —að þar getur
hann betur notið sín en anuarsstaðar
og þar getur þjóðin lika betur notið
hans miklu hæfileika og víðtæku þekk-
ingar, en á meðan hann er öðrum háð-
ur í annari heimsálfu. Vinir hans allir
hljóta því að fagna yfir þeirri fyrirætl-
un hans, að hverfa heiin aftur til ætt-
landsins gamla, jafnframt því er þeir
eindregiðog innilega árna honum allra
heilla og blessunar á óförnum æfidög-
ÖNNUR ARLEUA
íslenzka Leikfimisfélagsin.s
verður haldin í
Unity Hali
Fimtudag'skvöldið 8. Apríl 1897
Programm:
1. I. A.C. March .............H. L
I. A. C. Orchest.ra.
2. Minni íslenzku leikfimisfél. S.J.J.
C. B. Julius.
3. Dumb bell Class.........:......
4. Comic solo.........St. Auderson.
5. Jumping & Kicking..............
S. Johnson & F. W. F redcrickson.
6. Recitation (Charlie McGee).
Miss G. Freeman.
7. Boxing.........................
J.K.Johnson & O.A. Eggertsson.
8. Cornet Solo........ H. Lárusson.
9. Club swinging class.
10. Recitation (Chariot R .ce),
J .K. Johnson.
11 Slack Wire...........I.G .Tohnson
12. Stump Speech.....Womens right.
Uncle Josh.
13. Fencing .......................
J.K. Johnson & Karl K. Albert.
14. Comic song... I bet you adollar you
don’t........O. A. Eggertsson.
15. Icelandic Wrestling...........
Hans Einarsson & P d Oison.
16. Club Swinging.... O.A.Eggertson.
17. Wrestling,...Catcb as catch can.
J. K. J &0. A. E
18. Cottage Act .... ............
J. K. Johnson & Skuli Hannes30n.
“God save the Qneen.”
Ábýlisjörð.
Ef þig langar til aðeigariasi 75 ekrur
af ágætu plóglandi, hesta og aktýgi og
sleða og yms jarðyrkjuáhöld, aðeins 9
mílur fiá Winnipeg, þá gptm þú fengið
það mjög billegt — fyrir jieninga, eða
skuldlausar fasteignir í hæiium, bjá
Guðm. Jonssyni, So. W. st Oor. Ross
Ave. og Isabel Str.
ItfttMMIimiMIIUtl
I
Pain-Klller.
(PERIíT DAVXS’.)
A Rure and Rnfe Rcrncdy tn evnry case
and every kind of llowel Con .j.laiDt is
Pain-Killer.
This is a trne statein'’nt nnd ft een’t be
znade too strong or Loo muc.
It is a simple, scfe and ijulc k • nre for
I Cramps, Cough, ElinunstUm,
Colic, Colds, í*.. uratgía,
DXarrhoea, Croup, Toothaeho.
TWO SIZES, 2Sc. and SOc.
rawmmvm v imim .arj-ewwwi
íslendinga-dagurinn
og stjórnarskrá Islands.
Eftir Mattías Thordarson,
Selkirk, Man.
Hevra ritstj.
Hkr. 18. þ. m., (Marz) sýnir ossles-
endum sínum, að eigi eru menn enn á
eitt sáttir um Islendingadaginn, þrátt
fyrir það að átta mannanefndin í Win-
nipeg hefir sagt oss greinilegt álit sitt í
því efni. Vér sjáum af grein ritstjóra
Jóns Ólafssonar í Chicago siðast, a?
það liggja allmörg stryk á milli stefnu
hansog nefndarinnar í því máli, og fót-
urinn undir tillögu Jóns er af alt ann-
ari tegund, en hinn sameiginlegi íótur
undir tillögu nefndarinnar í Winnipeg.
Eins og nú stendur er því útlit fyrir að
ræður spinnist um málið, af því herra
J. Ó. leitast við að sýna fram á villur
ogvangá lijá nefndinni.
Eg ætla ekki hér með að blanda mér
inn í þá þrætu, en það er um tillögu
herra J. Ó’ að velja 2. Ágúst fyrir þjóð-
ininningardag í minningu stjórnarskrár
íslands, sem ég vildi segja nokkur orð,
og þau eru í stuttu máli þetta: Alt af
síðan ég heyrði fyrst minst á að velja 2.
Agúst í minningu um stjórnarskrána,
hefi ég, þó ekki opinberlega, þá samt
með sjálfum mér verið mjög ósam-
þykkur þeirri tillögu og ég hefi á tíma-
bilinu siðan kynst fjölda af Vestur-ís-
lendingum, sem eru alveg á sömu skoð-
un. Ekki er það samt af þeirri ástæðu
sem herra J. Ó. telur upp í grein sinni
að vaki fyrir þeim í Winnipeg, sem vilji
ándæfa 2. Ágúst, nefnil.: “að nota tæki
færið til að svívirða alt sem heima er
unnið og gert, að nota það til að lasta
Island og ljúga óhróðri upp á þá menn,
sem heima eru, og vinna þar eftir
megni að framför lands og þjóðar”o. s.
frv.
Meistari Jón er hér nokkuð harð-
orður til Winnipegmanna.
Ekkert af þessu er nú mór vitan-
lega tilgangur minn, eða neinna þeirra
þeirra Islendinga,sem ég hefi kynst hér,
en samt viljum vór færa þennan dag
frá 2. Ágúst og halda hann í minningu
einhvers annars, en hinnar oft nefndu
stjórnarskrár, og ;er það blátt áf ram af
því, að vér vitum að þessi stjórnarskrá
er mesta ómynd, ófullkomin að öllu
leyti og argasta þrætuepli, sem var
kastað í íslendinga á þúsundára af-
mæli þjóðarinnar líkast því er kastað er
beini í hungraðann rakka, Hún er
sannarlega ekki nema reykurinn af
réttunum í samanbnrði við frjálsa og
þjóðholla stjórnarskrá. Vér álítum að
sú stjórnarbót, sem íslendingar fengu
1874 sé svo auðvirðileg, að stjórnarskrá
in megi með réttu hefndargjöf heita,
þegar litið er til þeirra lífs- og sálar-
krafta, sem íslendingar hafa varið og
verja til síns stjórnfrelsis, Hún er frá
mér að sjá ekki svo mikils virði sem
eitt einasta af dagsverkum þeim sem
sjálfur herra J. Ó. hefir lagt til í stjórn-
arbaráttuna fyrir Island. Vér munum
vel þá tíð, er J. orti íslendinga-braginn
1869: “Vakið, vakið, verka til kveður”
o. s. frv., sem innibindur i sér brenn-
heitan, eldfjörugan anda fyrir frelsi Is-
lands, þó orðin kunni að vera nokkuð
stórskorin, og ekki vil ég trúa því, að
sá hinn sami Jón sé með öllu ánægður
með núverandi stjórnarskrá íslands.
Eða hver er þessi stjórnarbót íslend-
inga? Áður var þingið ráðgefandi, en
nú er það löggefaridi, segja menn. En
samt geta Islendingar ekki gert einn
einasta staf að lögum einir, þó líf þjóð
arinnar liggi við. Póljtikin er því bara
tómt rifrildi um stjórnarskrána sem
cðlilegt er, og flokkaskiftingin á þingi
þannig, að landshöfðingi og konung-
kjörnir með þeirra fylgifiskum hnappa
sig saman í nafni konungs og stjórnar-
skrárinnar og meinstríða á móti öllu
þvi sem þjóðkjörnir menn reyna að
berjast fyrir í framfaraáttina. Og allar
sínar gerðir landi og lýð til tjóns for-
svarar svo þessi konungs-klikka með
þessari sömu stjórnarskrá frá 1874. Of-
an á þetta hætist ótakmarkað synjunar
vald konungs og ráðherrans danska við
öllu sem þeim sýnist.
Er ekki þetta liðug sjálfstjórn hjá
Islendingum ?
Þegar svona stendur, getum vér
ekki verið með því að halda íslendinga-
daginn í minningu um þessa stjórnar-
skrá, sem er svo meinlega ófrjáls, að
vór höfum kosið heldurað yfirgefa ætt-
jörð vora cn að lúta hinum þrælslegu
lagaboðum hennar.
Hefði landið fengiðsjálfstjórn meira
en að nafninu til 1874, myndum vér
vera færri hérmegin hafsins, og aftur
myndum vér vera allir á einu máli með
að tigna það vegamerki þjóðar vorrar
einmitt með Islendingadeginum. En
væri það ekki hörmuleg meiningar-
leysa af oss, flúnum úr landi undan
rangindum og kúgun stjórnarskrárinn-
ar, að látast fara að tigna hana hór með
minningarhátíð; þvert á móti allri rétt-
lætistilfinningu vorri.
Ég vona það sé óhætt að fullyrða
að það sé engin sá íslendingur til hér
vestanhafs (þar með talinn sjálfur herra
Jón Olafsson í Chfcago) sem gæti tign-
að þessa ólagaskrá (stjórnarskrá) ís-
lands af sannfæringu.
Ég héfi að vísu heyrt suma segja
hér, að ófrelsið á íslandi hafi orðið þeim
að góðu, þannig, að þeir vegna þess
hafi flúið landið og hrept gott hér, en
sizt held ég að vér ættum samt að halda
œinningarhátíö um það ófrelsi.
Ég er að velta fyrir mér hvernig á
því muni standa að tillaga þessi um 2
Ágúst og stjórnarskrána kemur frá
J. Ó. í Chicago. Mór finst hún í eðli
sínu svo óamerísk, að ég gæti trúað ef
mér væri sagt að hún ætti rót sína að
rekja til einhverra úr konungs-klikk-
unni í Rvík.
Það væri sem sé laglegur búhnikk-
ur fyrir (dönsku stjórnina, og þessa
þokkalegu ráðskonu íslands (stjórnar-
skrána). ef hún gæti haft okkur alla
Vestur-Isleudinga, sem fiúnir erum frá
henni fyrir þann leiksóp, að tigna sig
með minningarhátíð hér í þessu frelsis-
landi. Það þýddi nefnilega hvorki
meira nó minna, en það, að vér værum
ánægðir í alla staðimeð þessa stjórnar-
skrá fyrir ættjörðu vora. En værum
vér þá ekki hörmulega gabbaðir? í
orðsins fullu merkingu þýddi það þetta
tventíeinu: að vér álítum núverandi
stjórnarski-á sanngjarna og holla ætt-
þjóð vorri heima, og að vér værum all-
ir sameiginlegir bjánar.
Þótt svo kunni, að fara að mönnum
komi ekki saman um tillögu Winnioeg-
nefndarinnar, álít ég ekki að vér séum á
neinu flæðiskeri staddir í þessu efni og
þurfum þess vegna annað hvort að
hætta við eða taka áðurnefnda tillögu
Jóns. Vór höfum margt annað sem
rétt gæti álitist að velja fj’rir minning-
aratriði. Vil ég hér aðæins nefna eitt,
það er Jón sálugi alþingismaður Sigurð-
son. Þykir mér kynlegt að enginn hef-
ir minst hans í sambandi við þessa þjóð-
minningarhátíð vora. Vér vitum allir
að Jón Sigurðsson er að verðugu álitinn
af hinni íslenzku þjóð og öllum hinum
mentaða heimi, hinn mesti merkismað-
ur íslands, “Óskabarn íslands,” sem
varði öllum sinum kröftum og lífi í bar-
áttu fyrir frelsi og rétti ættjarðar vorr-
ar. Jón sálugi átti engan íslenzkan ó-
vin ; um hann eru engar skiftar skoðan-
ir. Minning hans er elskuð og virt af
öllum. Þótt árangurinn yrði eigi ann-
ar af starfi hans hvað sjálfstjórn íslands
snertir, en sá, er stjórnarskrá íslands
frá 1874 hefir inni að halda, þá ætti þó
minning þessa framúrskarandi manns
að vera heiðruð, ef vér höldum þjóð-
minningardag. Sá sem ver öllum kröft-
um sínum fyrir gott og rétt málefni (og
meira getur enginn til kastað), yerð-
skuldar þakklæti sinnar þjóðar, þótt
honum ekki auðnist að fá fullan sigur
Eða ætti ekki minning þess manns fyrir
það að vera jafnkær þeim sem hann hef-
ir unnið fyrir ? En stjórnarskrá þessi,
sem konungur að lokum afhenti Islend-
ingum 1874, eftir 486 ára langar kvalir
undir stjórn sinni, síðan ísland gekk
undir Danaveldi, þótti Jóni sáluga svo
lítið til koma, af því hann sá gallana,
rangindin og svikin öll er hún geymir,
að hann gat ekki fengið af sér að fagna
konunginum á 1000 ára afmæli þjóðar-
innar, sem hann þó hinsvegar sárþráði,
en sat kyr i Kaupmannahöfn og táraðist
yfir örlögum Islands, enda var hann þá
hniginn áefri aldur ogátti skamt ólifað.
Ættu vér nú að hafa í hávegum þessa
stjórnf relsisómynd dönsku st jórnarinnar
en gleyma Jóni ?
Hvern dag menn vildu velja fyrir
þjóðminningardag, læt ég mig ekki
miklu skifta, en best kynni ég við að
5. Júlí, þann dag, sem Jón sálugi
eiginlega hóf sína hvíldarlausu orustu
fyrir sjálfstjórn íslands — frá 1851 til
1874. Það var 1851 er danska stjórnin
sendi hermenn til Reykjavíkur til fylgd-
ar Trampe greifa, til þess að ógna þing-
mönnum sem komu samau 5. Júlí það
ár, eftir boði konungs. Var tilgangur-
inn sá að reyna að kúga íslendinga til
að fallast á lagafrumvarp er danska
stjórnin lagði fyrir þingið og sem átti
að ákveða stöðu Islands í danska ríkinu
—hin svonefndu “stöðulög,” er ákveða,
að ísland skuli vera óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis.” En ekki varð samt
stjórninni kápan úr því klæðinu. Þing-
ið, undir forustu Jóns Sigurðssonar,
neitaði að samþykkja frumvarpið. End-
aði þing það í lögleysu af hálfu konungs
fulltrúa Trampe. Var það þá, er Jón
Sigurðsson stóð uppi einn og mælti :
“Eg mótmæli í nafni konungs og þjóð-
arinnar þessari aðferð og áskil þinginu
rétt til að klaga til konungs vors yfir
lögleysu þeirri er hér er höfð í frammi.’’
Seinna meir, 1871, samþyktu danir
einir þennan ófögnuð Islandi til handa,
á rikisþingi sínu, íslendingum alveg að
fornspurðu, og síðast bætti hún gráu
ofan á svart með, því að innibinda sem
grundvallarsetningu í stjórnarskránni
1874 þetta heimildarlausa lagaákvæði
sem íslendingar frá öndverðu hafa þver,
neitað að samþykkja, að ísland skuli
vera ‘óaðskiljanlegur hluti Danaveldis.’
Þannig tókst þá dönsku stjórninni um
síðir með vélráðum að smeigja þessari
hundskinnshúfu sinni (alríkiseiningunni)
á höfuð íslendingum, og er það sannast
að segja, að hún hefir sigið niður augu
og eyru ofmargra, blindað þá og dreift
þeim í stjórnfrelsisbaráttunni, enda var
tilgangurinn sá auðsælega frá upphafi,
að koma af stað rifrildi og deilum í
stjórnbótamáli íslands, milli íslendinga
sjálfra.
Af framanrituðum ástæðum skil ég
ekki að nokkur Vestur-íslendingur vilji
fara að bæta því við öll þau rangindi
sem ættjörð vor hefir orðið nauðug að
þola, að mæla með því að vér förum að
tigna þessa skammarskrá frá 1874 með
minningarhátíð. sem yrði til þess að
hjálpa dönsku stjórninni til að slá hin
síðustu vopn úr höndnm ættjarðarvin-
anna sem enn þá herjast fyrir frelsi og
róttindura íslands.
Gcrðu bctur
ef þú getur. Það sem er í
Blii« Stoi ri
verður að fara
C. 434 lainSt.
Yorföt fyrir karlmerm,
dökk og grá á lit og $7,50 qn
virði. Vér seljum þau.
Alullarföt fyrir karlmenn,
með allskonar litum móleit, 7K
og stykkjótt $9,50 virði,fyrir °
Alullarföt fyrir karlmenn,
mjög vönduð, $13,50 virði, ®o ca
Vér seljum þau........... «po,uu
Fín karlmannaföt.
Þessi föt eru búin til eftir
nýjustu tízku og vönduð að ffi-i o KA
öllum frágangi. Ættu að
kosta 16—18. Vérseljumþau
Föt úr skQzku vaðmáli,
Þess föt eru öll með beztafrá-
gangi og efnið i þeim er alull 41 q ca
ættu að kosta $25,00. Vér
seljum þau á..........
Barnaföt
Stærð 22—26, ættu að kosta dt-i nn
$2,00. Vér seljum þau á.... i|pl|UU
Drengjaföt
úr fallegu svörtu vaðmáli,
sterk og endingargóð, $8,00 $4,50
virði. Vér seljum þau á....
Buxur! Buxur! Buxur!
Hvergi i heimi eins ódýrar.
Karlmannabuxur...............$1,00
Skoðið karlmannabuxurnar fj’rir $1,25
Og ekki síður þær sem kosta $1,50
Enginn getur selt jafngóðar buxur
og vér fyrir.............. $2,00
Karlmanna “FEDORA” hattar svartir,
mórauðir og gráir, með lægsta verði,
THE BLUE STORE.
blá^stjarna. 434 Main St.
A. Chevrier.
jVorttiernPacificRy.
Getur selt þér farbréf
VESTUR,
til Kootenay (einasta lina). Victoria
Vancouver, Seattle.Tacoma, ogPortland
er í sambandi við brautir sem liggja
þvert yfir laDdið, póstskip og sérstök
skemtiferðaskip til Alaska. Fljótasta
leiðogbestir vagnar til San Francisco
og annara staða í California. Sérstakt
gjald fyrir “túrista” alt árið.
SUÐUR,
Bestu brautir til Minneapolis, St. Paul
Chicago, St. Louis etc. Hin eina braut
sem hefir borðvagna og Pullmanvagna.
AUSTUR,
Lægsta fargjald til allra staða í Austur-
Canada og Áustur-Bandaríkja, gegnum
St. Paul og Chicago eða vatDaleið gegn-
um Duluth. Greið ferð og engin við-
staða ef þess er krafist. Tækifæri til að
skoða stórborgirnar á le’ðinni ef menn
vilja það heldur. Lestagangur til Dul-
uth i sambandi við N. W. T. félagið,
Anchor linuna og N. S. S. félagið.
TIL EVROPU,
Káetuplás og farbróf með öllum gufu-
skipalínum sem fara frá Montreal, Bost-
on. New York og Ptriladelphia til staða
í Evrópu, Suður-Afríku og Australíu.
Skrifið eftir upplýsingum eða finnið
C'liai*. S. I’ec,
General Passenger Agent.
St. Paul.
eða If. Sn inford
General Agent Winnipeg
Winnipeg Office Cor Main & Water St.
“BJARKI,”
ritstjóri Þokstbinn Eulingsson,
langbesta blaðið sem gefið er út á Is-
landi. Kemur út i hverri viku. Kostar
að eins $1.00 um árið. Útsölumenn fá
góð sölulaun. Skrifið til
M. PÉTURSSONAR,
P.O, Box 305, Winnipeg.
u
SiiiiiicUifari,
Fræðiblað með myndum. Kemur út
t Reykjavík einu sinni & hverjum
mánnði. Eina íslenzka ritið er stöð-
ugt flytur myndir af nafnkunnum I»-
lendingum. Ritstjóri og eigandi
Þotsteinn Gíslason.
Blaðið kostar í Ameríku, fyrirfran*
borgað, einn dollar árgangurinn.
BrnnNwick flotel, á horninu á
Maine og Rupert St, Winnipeg. Hvergi
i bænum betri viðurgerningur fyrir $1
á dag. Bestu vín og vindlar. Fríflutn-
ingnr að og frá járnbrftutarstödvum.
McLaren BroV, eigendur.