Heimskringla - 08.04.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.04.1897, Blaðsíða 2
HMMSKRINGLA 8 APRÍL 1897. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. & Pabl. C«. •• •• Verð blaðsins i Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• Uppsðgn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist i P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON EDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Corner Ross Ave & Nena Str. P. O. Box 305. Engin afbrýði. Lögberg segir í síðasta blaði, að það sé af afbrýði að Hkr. sýndi að Lögberg og nokkrir aðstandendur þess fengu xneira fé á síðastl. ári, en ákveðnar bygð- Ir íslendinga í fyl^inu fengu til nauð- synlegra fyrirtækja. En það er ekki rétt, Vér gáfum ekki i skyn með einu orði að það væri ónauðsynlegt að launa þesSum mönnum eða blaðinu og vérgáf- um heldur ekki í skyn að þeir eða það hefði ekki unnið fyrir þeim peningum. I>að sem samanburðurinn sýnir er það, að ákveðnar sveitir hafa fengið of litið fé, langt of lítið, tiltölulega. Það og •ekkert annað var meining vor með sam- anburðinum. Vér hefðum getað bætt því við, að upphæðin sem gengur til W. H. Paulsons sé ónauðsynleg, því í sann- leika er það svo. Það sýnist standa miklu nær sambandsstjórninni að kosta þá fðr og vitanlega næði það tilgangin- um öldiln^is 'eins, því íslén'dingar mundu koma til Winnipeg og Manitoba en til einskis annars staðar, í upphafinu. t>ar eð Manitobastjórn er lika að kvarta um fjárþröng og þarf að herja á sam- bandsstjórn í því skyni að fá meira fé, sýnist sanni nær að sambandsstjórn kostaði þessa íslandsför en ekki fylkis- stjórnin. Það er svo augsýnilegt að óþarfi sýnist að taka það fram, að aðrir fleirj en þeir sem féð er veitt til vegavinnu hafi notið þess. Það sér hver maður, að það eru engin likindi til, að þeir menn einir vinni alt verkið, sem skrifaðir eru fyrir peningunum. Og að ærlega hafi verið unnið fyrir þeim peningum, sem veittir voru, er nokkuð sem vér höfum ekki dtegið neinn efa á. Þó er það sannast, að i fylkisreikningunum ár eft- ir ár í seinni tíð, er æfinlega ein upphæð sem ekki er sýnilegt, að unnið hafi verið fyrir, eða sé þarflegt gjald, það eru $200 launin á ári fyrir lögregludómarastörf í Gimlisveit. Það er ekki sýnilegt að fylkið hafi fengið einn eyri fyrir þá upp- hæð enn og $200 á ári veittir Gimlisveit til vegavinnu, sem aukastyrkur á hverju ári, hefði komið sveitarmönnum að miklu meira gagni. íslendinga-dagurinn. Það mætti spinna langt mál út af grein hr. Jóns Ólafssonar í síðasta blaði Hkr., en vér viljum reyna að svara að- alatriðunum í máli hans með sem fæst- um orðum. Honum þykir kynlegt að Winnipeg- Isl. skuli eiga að ganga á undan með að útkljá hvort dagurinn skuli færður eða færður ekki. Það er þó ekki neitt kyn- legt. Þeir eru einu ísl, í öllu landinu. sem stöðugt hafa haldið þjóðminningar- dag síðan 1890 og altaf 2. Ágúst, nema í eitt einasta skifti. Hér og hkr að eirut er því hefð nokkur komin á þennan dag, Það sýnist liggja í augum uppi, að vilji Winnipeg-ísl. þá viðtaka annan dag og sniðinn sérstaklega eftir þörfum þeirra héraða, sem ekki þykjast geta gefið 2. Ágúst, þá mundu þau hin sömu héruð taka þeirri breyt.ingu, og taka henni með þökkum. Þegar á þetta er litið, er ekk- ert eðlilegra en það, að Winnipeg ísl. gangi á undan með að láta vilja sinn í Ijósi. Neiti þeir að breyta til, er ekki hægt að bjóða hinum bygðunum breyt- ingu og þá er um ekkert að ræða. Hvað snertir setningardag alþingis hins forna, þá finst oss að þar hafi hinn beiðraði höf. meiri orðafjölda en rök- semdir. Jafndægrareikningurinn í því sambandi kemur þessu máli ekki bein- línis við og sleppum vér honum því al- veg. Það mætti öldungis eins segja rangt að telja árið 365 daga, af því það er nokkrum klukkustundum lengra, þó það sé alment gert. Það eitt er víst, að vér höfum aldrei ímyndað oss “að sömu mánaðardagarnir, sem mörkuðu 9. viku sumars 930, marki þessa sumarviku enn í dag.” Það hefði verið ástæða til að bera oss það á brýn ef tillagan hefði verið að binda íslendingadaginn við á- kveðna sumarviku, en það var ekki gert. Tillagan var að binda hann við fimtu- daginn sem fellur 11.—17. Júní, því á einhverjum þeim degi kom alþingi ávalt saman frá 930 til 999. Ef sögunum er að trúa, var kristni lögtekin 24. Júní (á Jónsmessu) árið 1000, og sé það rétt að 11.—17. Júní sem þá var, sé nú 21,—28. Júní, eins og hinn heiðraði höf. hefir haldið fram í fyrri grein sinni, þá leiðir af sjálfu sér, að sá dagur sem árið 1000 var 24. Júni, er nú 4. Júlí. Það má vera ofsagt hjá oss að Kjal- arnesþing hafi verið “héraðsþing og ekk- ert annað.” Vér skulum afturkalla þá staðhæfingu með eins ljúfu geði og hinn heiðraði andmálsmaður vor afturkallar staðhæfing sína um valdboðið og er þá jafnt á komið. En víst eru líkur til að Kjalarnesþing hafi verið að eins héraðs- þing og vist er það álit Maurers að starf- svið þess hafi ekki verið víðara en goða- dæmi Ingólfs. Vitanlega var lög og stjórn í því héraði og vist var þar feng- inn fyrsti vísir íslenzkrar þjóðstjórnar, en futtmynduð var þjóðstiórnin ekki fyrri en alþingi.alrikisþing þjóðarinnar. kom saman við Öxará. Þó 10 goðorðs. þing hefðu verið á íslandi fyrir 930, var þjóðstjórnin ekki fullmynduð fyrri en al- þingi kom saman, fremur en hún var fullmynduð í Bandaríkjum fyrri en eftir að “nýlendurnar” gengu í bandalag. Hvað íslandsfund snertir, þá er þar um svo mikla óvissu að gera, að það er óhægt með sönnu að segja eitt rangt en annað rétt, euda skiftir það litlu að því er aðalmálefnið snertir. Það er vita- skuld rótt að ein sagan segir að Garðar hafi farið að leita Snælands, en svo segir líka önnur, að hann hafi farið til Suður- eyja til að heimta föðurarf konu sinnar og hafi hann hrakið vestur um haf und- an veðrum, úr Pentlandsfirði, og bafi hann þá fundið ísland. Það er óvíst líka að Ingólfur hafi fyrst stigið fæti á land á íslandi 2. Ágúst, þó var svo látið heita er þúsundárahátiðin var sett þann dag. Hvað snertir “Bessa” víking og alla þá rökfærslu, þá mætti alt eins vel halda fram, að löngu á undan honum hafi verið annað tveggja Brjánn eða Patrekur frá írlandi og hefði maður þar við að styðjast rit Beda munks hins “æruverða.” í þessu sambandi dettur oss í hug, að sé það rétt að “Bessi” karl hafi getað ýtt frá ströndum Noregs 17. Marz, þá gat Leifur hepni það lika og þar eð menn þá töldu sjö dægra sigling til Horns á Austur-íslandi frá “Staði” í Noregi og fjögra daga sigling frá Snæ- fellsnesi til Hvarfs á Grænlandi, þá hefði Leifur mátt lengi velkjast í hafinu og samt getað náð til Vínlands í Júní. Atriðið um landnám Islendinga i Wisconsin nær ekki tilgangi sínum. Tillagan að viðtaka þingsetningardag hinn forua er til orðin einmitt af því, að þeir menn sem tillöguna sömdu vildu ekki viðtaka þann landnámsdag, fremur en þeir vildu viðtaka Leifsdag eða Ing- ólfsdag. Álitið um að vér viljum dýrka þann dag og að vér þá ættum að sleppa nafninu Islendingadagur, en taka eitt- hvert annað, er þess vegna svo mörg ó- þarfa-orð. Það má vera að í strangasta skiin- VEITT a*STU VERÐUAUN A HEIMSSf NINGUNN 'DH BáKING P0WDIR IÐ BEZT TILBÚNA óblönduð vínberja Cream of Tartar powder. Ekkert álún, ammonia e?a önnur óholl efni. 40 ára *-eynslu. ingi sé ofsagt, að Islendingar álíti stjórn- arskrána einskis nýta. En víst geta þeir menn ekki álitið hans mikils virði, sem stinga upp á algerðum aðskilnaði íslands og Danmerkur heldur en búa við hana eins og hún hefir verið og er. Hálf sneið af brauði veitir hungruðum manni augnabliks fróun, og af þeim á- stæðum mundi hann ekki kasta henni, en sem framtíðarsaðning mundi hann þó álíta þá hálfu sneið litils ef nokkurs nýta. Af sömn ástæðum er skiljanlegt að íslendingar vilji heldur hafa .stjórn- arskrárflak sitt en ekki neitt. Hæpið ætlum vór að halda því fram að framlarirnar á Islandi á síðastl. 23 árum séu einkum stjórnarskránni að þakka. Framfarir Cuba t. d. hafa aldrei verið meiri en á síðastl. 10—20 árum, en enginn mundi þó sá Cubamaður (nema hálfspænskur sé í eðli) að hann þakkaði það löggjöf Spánverja. Það hyggjum vér að með réttu verði deildar skoðanir á því, að það sé stærra spor að fá stjórnarskrá eins og þá sem nú er í gildi á íslandi, heldur en yrði sporið frá þessari til þeirrar stjórnar- skrár, er fullkomnust væri. Vér álítum að síðara sporið só örðugra og þar af leiðandi stærra. Tímalengdin sem geng- ið hefir í stjórnarskrárþrefið virðist líka mæla með, að Danakonungr álíti s: orið frá þessari stjórnarskrá til annarar full- komnari, stærra. Eftir 23 ára þref gaf hann íslandi þessa stjórnarskrá. Núeru liðin ðnnur 23 ár síðan og það er ekki sýnilegt enn að hann ætli sér að ganga feti framar í þessu efni. og hefir hann þó sannarlega heyrt um álitíslend iuga á stjórnarskránni á þessu tímabili. Þá hneykslast vor heiðraði and- málsmaður á þeirri sögn vorri, að Is- lendingar sem hér vaxi upp viti hvað sjálfræði þýðir, og segir: “og þetta rit- ið þér í Winnipeg í Manitoba í Canada!’ Já, það ritum vér vist og með ánægjú, og endurtökum þau orð vor, að þeir Is- lendingar sem hér vaxa upp viti hvað sjálfræði þýðir. Og svo kemur spurn- ingin : “Vitið þér þá eigi, að Island hefir frjálslegri stjórnarskrá en Mani- toba eða nokkurt annað fylki í Cana- da?” Nei, það vitum vér ekki. En setjum nú að svo sé, þá er þar ólíku saman að jafna. Isiand er ekki eitt af héruðum Danmerkur, sendir engan full trúa á ríkisþing Dana og hefir V ss vegna engin áhrif á löggjöf í hinu eig- inlega Danaveldi. Fylkin í Canada eru óaðgreinanlegur hluti af Canadaveldi, senda fulltrúa á sambandsþing og hafa þannig áhrif á alla löggjöf í sambands- ríkinu. Og svo kemur þessi spurning: “Vitið þér ekki, að Bretaþing hefir að lögum fullan rétt til að gefa lög fyrir hvert fylki í Canada, ef það vill því beita?” Nei, það vitum vór heldur ekki og það veit sjálfsagt enginn maður í Canada. Bretaþing og stjórn afsalaði sér öllum slíkum rétti, er það staðfesti stjórnarskrá Canada(The British North American Act) stjórnarskrá er Canada- mennsjálfirsömdul867. ieð þeimlögum var sambandsríki Cai i veitt fullkom- ið sjálfsforrœði í öllui- j>ess sérstöku málum, ogánviljaCa damanna verða þeir ekkí sviftir neinu . í því stjórnfrelsi ef að lögum er farið. . Iveg hin eina undantekning f þessu efni er það, að Bretastjórn ein getui ,-ert bindandi samning fyrir hönd Cai <la við erlend- ar þjóðir, en þó svo aö sá samningur ekki fái gildi fyrr en hann hefir verið staðfestur á sambandsþingi Canada. Eftirað hafa þannig gefiðískynaðf Canada só talsverð harðstjórn, bætir hinn heiðraði höfundur úr skák með því að opinbera þann alkunua leyndar- dóm, að Bretar hafi enga ritaða stjórn- arskrá, enda þótt England “sé frjáls- asta land i heimi að mörgu leyti”. Sú setning dregur afl úr vængjum þeirrar flugu sem hann rétt áður vildi koma inn hjá mönnum áhrærandi skort á sjálfsforræði í Canada, enda sannast, það í þeirri einu grein, sem Bretastjórn hefir æðra vald en Canadastjórn fsjálf í Can&da málura, að frelsiðsern hann við urkennir að England hafi nær til út- ríkjanna í fullum mæli. Þó þar séu engin rituð ákvæði. er það sem sé orðið að hefði, að Canadamenn sjálfir skuli kvaddir til að búa til samniuga við er- lendar stjórnir, ef samningurinn aðal- lega snertfr Canada. Þá er þriðja spurningin: “Vitið þér ekki, að brezka stjórnin getur skipað Dominionstjórn- inni að neyða lögum upp á t. d. Mani- toba" o. s. frv. Nei. það vitum vér ekki heldur. Hitt vitum vér, að hæstarétt- ardómarar Breta (dómsmáladeild leynd- arráðsins) getur með dómsúrskurði sin um sagt Dominionstjórninni að þnttn eða hitt beri að gera svo framarlegn sem víst er að hún hafi vald til þess, öldungis eins og hæstiréttur Ca- nada getur gefið samskonar úrskurð. Skólamálinu höfum vér ekki gleymt, þaðerlangt frá. En það mál’sýnir það eitt: 1. að Manitoba hafði fult vald til að lögleiða skólalögin frá 1890, en 2., að hún með þeim lögum hafði skért rett kaþólíka og að Dominionstjórnin hafði vald til að útvega kaþólíkum réttarbæt ur, ef Mauitobastjórnin neitaði. Þetta er dómsúrskurður og kemur ekki stjórn Breta við fremur en hæstaréttarúr- skurður Dana kemur Danastjórn við. Vér getum heldur ekki verið sam- dóma hinum beiðraða höf. í þvf, að kon- ungur Dana hafi bara jafnrétti við al- þingi. Vér fáum ekki séðhvernig hann getur ónýtt lög frá alþingi f hröunum á ári hverju, ef hann hefir bara jafnréUi. Oss virðist neitunarvald hans benda á hærri rétt, og það, að alþingi lætur svo búið vera, en sem ólfklegt er að það gerði, ef það hefði jafnan rétt og hann, einkum þegar hann ónýtir lög sem þjóð innieru stór-áriðandi. Oss er ekki ljóst hvernig á því stendur að “flestar” bygðirnar hafa valið til hátíðahaldsins dag, sem er nær 2. Ágúst, en miðjum Júní. Vér höfum ekki leitað náinna upplýsinga í því efni. Það mætti geta til að úr því þær ekki þykjast geta viðtekið 2. Ágúst vilji þær samt vera svo nærri þeim degi sem auðið er, en svo er það nokkuð sem vér höldum ekki fram. Það eitt er vfst að eigi þær bygðir þægilegt með að taka til hátíðahalds einhvern dag seint í Júlí, þá eiga þær þó enn hægra með að verja til þess degi um miðbik Júnímán- aðar, þvf það vita allir, að þá er vor- önnum lokið f hlutaðeigandi bygðum, en sumar-annir ekki byrjaðar, en 16. til 25. Júlí eru þær hvervetna byrjaðar. Heyskapur stendur þá sem hæst. Það er vitanlegt að atkvæðagreiðsla með og mót þessu máli bindur engan að lögum. Það er engin skyldur til að halda 2. Ágústhelgan, fremur en fimtu daginn 11.—17. Júní, þó meiri hlutinn á einum fundi eða í einni bygð segði með atkv. sinum að svo skyldi vera. hið sama mætti enda segja um hátíða- hald á íslandi. Þó alþingi lögleiddi2. Ágúst sem þakklætishátíð fyrir stjórn- arskrána,þá væri ómögulegt að þröngva landsmönnum til að halda þann dag < ihelgan nema lðgiu um það efni væru þrælslegustu þvingunarlög, enþesskyns kúgunarlög mundi enda enginn danskur Islendingur leyfa sér að búa út. Hvað það er sem hinn heiðraði höf undur sér á bak við þessa tillögu “átt- menninganna” og sem hann er svo hræddur við, getum vér ekki gert oss hugmynd um. Vér getum ekki ímynd- að oss hver sú grýla er, nema ef vera skyldi kyrkjufélagið. Það má náttúr- lega hugsa sér, að kyrkjuþingi yrði stefnt saman um miðjan Júní — á sama deginum og íslendingadagur yrði haldinn, en það má þá alt að einu f- mynda sér að því verði þegar minst varir stefnt saman 2. Ágúst. Sé það hugmynd eða löngun kyrkjufélagsins að ná einhverju tangarhaldi á íslend- % ingadeginum, sjáum vér ekki annað en að það geti ákveðið 2. Ágúst sem stefnu dag kyrkjuþings, öldungis eins og ein- hvern dag i síðustu viku Júnímánaðar. En svo er það ætlun vor að ekkert slíkt sé að óttast. Sú samsteypa var reynd einusinni og tókst þannig, að það eru litlar líkur til að önnur tilraun verði gerð. Sé kyrkjufélaginu ant um sinn eigin hag og só þvf ant um viðliald fs- lenzks þjóðernis og þjóðminningardags, er varla hætta á að það gengi þannig til verks, að miklu meira en helmingur manna fældist íslendingadaginn. — KyTkjufélaginu sem sé hlýtur að vera það ljóst orðið, að greiðasti vegurinn til að eyðileggja þjóðminninga,rhátfð- ina er sá, að steypa kyrkjuþinginu þar saman við, Um leið og það er gert er út.i um þjóðminningarhátíðina og jafn- framt er þá myndaður miklu þyngri andstraumur en nokkru sinni áður gegn kyrkjufólaginu sjálfu. Vér sjáum þess vegoa ekki neina ástæðu til að óttast þessa grýlu, og hvaða önnur grýla það er, getnm yér ekki séð. Vér vildum mega vona að þrætunni um þetta mál sé nú um það lokið. Neiti Winnipegmenn að færa daginn, skalrit- stjóri þessa blaðs ekkert um það fást, en sætta sig við þann úrskurð, enda þótt hans væri uppássungan um að við- taka þingsetningardag hinn forna. Sú uppást'in a argerðí þeimeina tilgangi að re.vna að fá þjóðmiuningardag við- tekinn á einum og sania degi í öllum bygðunum, sem annars vilja hafa nokk- urn þjóðin nningardag. Vér sáum þá ekki betur og vér sjáum ekki betur enn, en að setningardagur alþingis hins forna gtitmnmTmnmtmnmmmmmmwtmmtmmmtmmn | Drs. Maybe m\ Mnstbe. ; Þú ferð heldur til gamla læknisins heldur en hins unga. Því þá ? Af því þú kærir þig ekki um að gefa þig á vald óæfðum manni. Það ar satt, að ungi læknirinn getur verið æíður, en g: gamli læknirinn hlýtur að vera það. Þú kærir þig ekki am Dr. “Getur verið” þegar þú nærð í Dr. “Hlýtur að vera” og sama gildir um meðulin sjálf. Meðal, sem lengi hefir verið í brúki, er »r í áliti. Þú vilt heldur hafa reynsluna en reyna. Nýja meðalið getur verið gott, en láttu einhvem annan reynaþað fyrst. Gamla y meðalið hlýtur að vera gott, saga þess sannar það. Þetta er ein ástæða enn fyrir því að brúka AYERS Sarsaparilla heldur en nokkura aðra Sarsaparillategund. Það er búið að reyna hana f hálfa öld—50 ár er liún búin að lækna. Aðrar Sarsaparillateg- undir geta verið góðar, en Ayers Sarsaparilla hlýtur að vera það. Þú átt ekkert á hættu þegar þú tekur AYERS Sarsaparilla. sé að minsta kosti eins merkur dagur eins og 2. Áp-úst, en vilji menn ekki hafa hann, þá er ekki meira um það. Ef sveitamenn nú, eftir allar kvartan- irnar, komast að þeirri niðurstöðu, að þeir geti sér að skaðlausu varið 2. Ág. til hátíðahalds, og ef þeir svo alment láta verða af því, þá hefir þessi tillaga verið mikið gagnleg og höfum vór þá yfir engu að kvarta. Og það eitt er vfst, að geti Dakotamenn nú að öllu loknu viðtekið 2. Ágúst, þá geta Argylemenn það og þá geta Álftvetningar það, o. s. frv., og Dakotamenn segjast nú geta “verið með” Winnipegmönnum um 2. Ágúst. Á móti þvf höfum vér ekkert að segja, en hljótum þó í eitt skifti fyrir öll að láta þess getið, að sú ályktun kemur þeim undarlega fyrir, sem oft hafa átt tal við marga Dakotamenn um þetta Islendingadagsmál. TÆRING SÓTTNÆM. Það hefir oft verið talað mikið um að hafa sérstök sjúkrahús fyrir þá sem veikir eru af tæringu, en margir visinda menn halda því fram að sú aðferð sé ó- möguleg og segja, að meðölin ein verði að bjargaí þessu sem öðrum tilfellum. Uppfinding Dr. Stevens ‘Canabis Sati va’ er hið stærsta stig vísindanna i þá átt að útrýma tæying. Það heitir öðru nafni The East Indis Concumption Cure Þúsnndir mannahefir þetta meðal lækn að, og það ee nú engin efi á því Iengur, að þetta meðal er framúrskarandi við öllum lungnasjúkdóinum, svo sem and- arteppu, kvefi, barkabólgu og tauga- veiklun sem af þeim leiðir. Hversem éendir frimerki og minnist þess hvar hann sá þessa auglýsingu, fær allar nauðsynlegar upplýsíngar frítt. Skrifið til W. A. Noyer Bowers Berck, Roch ester, N. Y. Herra ritstjóri.— í tilefni af illkvitnislegu og meiðandi slúðri mér viðvíkjandi, er birtist í blaði yðar 4. þ. m., í fréttagrein héðan, dags* 22. Febr., þykir mér viðeigandi og nauð- synlegt að gera svolátándi Yfirlýsing : í Októbermánuði siðastl. seldi ég allar vörur mínar kaupmanni nokkrum hér í bænum og hætti þar raeð að verzla Þeita gerði ég frjálsum höndum, af eig- in frjálsum vilja, án nokkurs tiltækis, tilverknaðar eða þvingunar frá liálfu nokkurs manns er ég skuldaði, og án þess nokkur viðkomandi hefði þar nokk- uð út á að setja. Skuldakröfum engum tisfði ég að mæta um þessar mundir, og ekki fyr en 1. Janúar. Það að ég hafi oi ðið gjaldþrota, eins 02 fregnritinn seg. ir, og að skuldir mínar hafi fallið á aðra menn, eins og hann gefur ótvíræðlega í skyn, er því góðgjarnlega tilbúið af fregnritanum sjálfum. Satt er það, að nöfn ýmsra bænda stóðu á skuldabréf- um mínum, en svo er það líka jafnsatt, að síðau ég seldi út hafa skuldir þær af- borgast og lækkað um þrjá fjórðu parta og það jafnvel áður en þessi gjaldþrota- fregn var sett á prent. Það sem óborg- að er af skuldum mínum, og sem ýmsir bændur standa í ábyrgð fyrir, er tryggi- lega og haganlega umsamið, hvað gjald- daga snertir, ábyrgðarmennirnir trygð- ir með tvöfaldri upphæð minna úti- standandi eigna, sem vonandi er að nægi til þess að mæta skuldum mínum, þó ekki væri á neitt annað að treysta. Eg neita því ekki að fjárhagur minn hafi verið og sé 1 miður æskilegu horfi. En þá finst mér illgjörnum manni mætti nægja að segja rétt frá, þó hann ekki gerði margfalt verra úr sökunum. Virðingarfyllst F. R. Johnson. Minneota, Minn., 29. Marz 1897. “ISIiAhB” Blað þetta er gefið út í Reykjavík. Ritstjóri er Þorsteinn Gíslason. Langstæista og ódýrasta blaðið, sem gefið er út á Islandi. Kera- ur út einu sinni í viku, í stóru arkar- broti. Áskrift að eins bindandi fyrir einn ársfjórðuug. Vei ð ársfjórðungsins er 35 cent. Boigist fyrirfram. Menn snúi sér til H s. BARDAL, 613 Elgin Ave.. Winnipeg. Kona bóndans SEGIR SÖGU UM ÞRAUTIR OG ÞJÁNINGAR í MÖRG ÁR, Læknarnir gátu ekkert gert fyrir hana og mortin var iðulega brúkað, þar hún var svo máttfarin að hún gat naumast unnið húsverkin. Tekið eftir Th« Beaver Napanee. Mr. og Mrs. Robert Stone hafa bú- ið Ernest township, hér um bil 10 milur fyrir austan Napanee, í meira en 3 ár og hafa þau á þeim tíma náð hylli ná- granna sinna. Áður en þau komu í þann stað höfðu þau verið 6 ár í Glen- wood Springs i Colorado, og það var þegar þau voru þar, að Mrs^Stone fann fyrst til kvilla þess sem hún þjáðist af í mörg ár eftir. Fregnrita sem fyrir skemstu kom til hennar, sagði hún eft- irfarandi sögu: Fyrstu árin sem ég var í Colorado fann ég til sýkinnar sem svo lengi hefir þjáð mig. Fyrst fékk ég sára verki í magann á hverjum tveim- ur til þremur vikum. Þetta hélt á- fram að versna og seinast var ég svo slæm, að ég hljóðaði af kvölum, Læknir var fengin til mín, en súeinabót sem ég fékk af hans völdum var þegar hann sprautaði morfin í handlegginn á mér, pví við það linaðist kvölin ögn. Meðöl- in sem ég fékk höfðu ekki hina allra minstu verkun og læknirinn virtist vera í standandi vandræðum með mig og brúkaði ætíð morfin þegar ég fékk flog- in. Ég hafði þessa veiki alt af smám saman þangið tll ég kom til Canada; úr því bar enn meira á henni en áður. Af þessu leiddi að ég varð alveg máttlaus og leit helzt útfyrir að ég mundi deyja þegar minst varði. Ég varð gulleit á hörundslit og matarlystin var alveg far in. Seinna fór ég að fá yfirlið, sem byrjuðu með svima. Ég varð alveg ó- fær til að vinua það sem gera þurfti heiina. Læknir var enn fenginn, en hjálp hans varð mér að engu liði þangað til hann gaf mér nieðal sem ég veit nú að er Dr. Williams Pink Pills, og þegar ég var búin úr 2 öskjum var ég töluvert betri. Úr því keypti ég pillurnar sjálf og hélt áfram að lækna mig með þeim. Ég fann smátt og smátt að þrautirnar fóru minkandi. Ég fór að geta sofið á nóttunum sem ég hafðiekki áður getað Ég brúkaði pillurnar nokkra mánuði, og afleiðingin er sú, að ég er alveg heil- brigð og hefi sterka heilsu. Ég get sagt yður að það er gleðilegt að vera laus við sýki sem maður hefir þjáðst af í mörg ár, og ég segi að Dr. Williams Pink Pills hafa læknað það sem lækn- arnir gátu ekki ráðið við’. , Dr. Williams Pink Pills verka bein- línis blóðið og taugarnar, byggja upp líkamann og útrýmaþannig veikindun- um. Það er engin sú sýki til sem Pink Pills ekki lækna, ef liún á rót sína að rekja tll blóðsins eða taugakerfisins og í mörgum tilfellum hafa þær læknað þar sem engin önnur meðöl hafa dugað. Biddu um Dr. Williams Pínk Pills og taktu ekkert annað. Ekta Pink Pills er ætíð í öskjum og á umbúðunum merki félagsins: Dr. W illiams Pink Pills for Pale People. Það fæst hjá öllum lyfsöl- um og með pósti fyrir 50 cents askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50 frá Dr. Willi- ams Medicine Co., Brockville, Ont. ^ack-Aekr, Faee-Achc, Hclatle Pulni, Neuralcic Pnini, Pain in the Hlde, etc; Promptly Rollovod and Cured by The “D.&L.” Menthol Plaster Iluvlng u»M vour D. A L M«nthol Pla$t*r for eevfrð p*in in th« b.tck and lumbaKO> i unhotlUtinKrr rcrominend ume •» » »*fö, »urc and r»r>id rcmedy : In f»ct. they act llke nmgic.—A- LxruiNTK, Kllzatwihtown, OnV Price 25e. DAVIS & LAWRENCE CO.f Ltd. Proprietors, Montreal.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.