Heimskringla - 15.04.1897, Side 1

Heimskringla - 15.04.1897, Side 1
NR. 16. XI. ÁR. WINNTPEG, MAN., 15 APRÍL. 1897. Cheapside, Abatast a reynslunni. 20 Centa afslattur i fatabud vorri. Tls h 458 MAIN STREET. -*■ Hver sem kemur í búð vora til að kaupa eitthvað og1 heflr með sér þessa auglýsingu eins og hún stendur í Heimskringlu til sýnis, fær 20% afslátt af öllu sem hann kaupir, — alfatnaði og yflrhöfnum, buxum og öðru fatnaði tilheyrandi-------------------- Góð kaup á höttum, húfum, skyrtum, hálsbindum,. krögum og öðru þessháttar. The Palace Glothing Store 458 MAIN STREET. Hver sem sýnir oss þessa auglýs- ingu, á heimting á því að 20% sé sleginn af öllum alfatnaði sem hann kaupir ef verðið er upprunalega meira en $5,00. T. d. fót sem eru merkt $6,00 fást fyrir $4,50 og föt sem kosta $10,00 fást fyrir $8,00. Vér höfum eitt hið stærsta og bezta upplag af fatnaði sem til er hér í Winnipeg, og verðið er mjög lágt. Svar til ‘‘Lögbergs um Islendingadag og tímatal. ítétt í þessu berst mér Lögberg 25. Marz, og í þvi grein ritstjórans um ís- lendinga-daginn út af grein minni í Hkr. 18. Marz. Þetta er helzt að athuga við hana frá minni hálfu : Eg hefi aldrei sagt “að það /lafi ekki verið neinn merkidagr þegar ið forna is- lenzka þjóðveldi var stofnað.” Hinu hefi ég haldið fram, að þessi sögulegi merkidagr hafi litla sem enga beinlínis áhrifaþýðingu fyrir kjör vor og framtið nú. — Þetta er alt annað. “Eftir ófriðinn einn milli Dana og Norðmanna létu inir síðarnefndu Island af hendi yið Dani.” Þetta er ný saga. Sauuleikrinn er, að Margrét dóttir Valdimars 4. Danakonungs, giftist Há- koni 8. Noregskonungi (1868). Eftir dauða Ólafs sonar síns (1887) varð hún rikjandi drotning yfir Noregi og íslandi. en áðr hafði hún erft ríki í Danmörk eftir föður sinn. Þannig komust Noregr Island og Danmörk undir vald eins og sama konungs (drotningar). Það gerð- ist á friðsamlegan hátt, og ísland var ekki “látið af hendi” af konungi sinum. Síðan vóru þessi riki undir einum kon- ungi öl} þar til í byrjun þessarar aldar, er Friðrik 6. var kúgaðr til að láta Nor- eg af hendi. Þá hélt hann íslandi, og var það, eins og allir ættu að vita, heldr ekki afleiðing af neinum ófriði við Nor- eg- Á 17. öld gáfu íslendingar sjálfir ó- þvingaðir Friðriki konungi 8. einveldis- rétt yfir sór og niðjum hans, er þeir lög- tóku konungalögin frá 14. Nóvember 1665. Kópavogssamningrinn er svart- asti blettrinn í sögu íslands. Það var ræfilskapr og vesalmenska íslendinga sjálfra, sem svifti þá frelsi og fornum réttindum. Þegar íslendingar fengu rdðgefandi þing, hafði enginn Islendingr farið fram á að fá annað eða meira; þeim hefir varla dottið það í hug. Danir gáfu þeim það ekki, því þeir höfðu ekkert löggjaf- arþing þá sjálfir. Kristján 8. veitti ís- lendingum það og hvatti þá til, að haga þinginu nú sem þjóðlegast og likast al- þingi inu forna ; en þeir höfðu þá ekki uppburði til annars, en að þinga fyrir luktum dyrum og settu sér sjálfir hin ó- frjálslegustu kosningarlög. Það var fyrst 1848, er Friðrik 6. af- salaði sér emveldi sinu í hendr allra þegna sinna, að stjórnarbarátta íslend- inga hófst, og þó að vísu engin barátta fyrri en með þjóðfundinum 1851. Frá því og fram á vetrinn 1871—72 stendr barátta milli Dana og íslendinga, sem mest stafaði af því, að ísland og Dan- mörk höfðu ekki aðskilinn fjárhac, og fór Dönum þar ekki drengilega í því máli, en oss Islendingum fór og barna- lega í sumu og stundum ósanngjarnlega CHEAP5IDE, 578 og 580 Main St. Rodgers Bro’s <te co. P.O. Box 639. Þessu lauk nú við nýjársbyrjun 187:-!, er fjárhagrinn varð skilinn með lögum, er að visu voru valdboð rikisþings Dana. Enginn hefir farið fram á að hafa mikið við minning^ess dags. En upp frá því var afskiftum ins danska löggjafarvalds af Islands löggjafarmálum lokið. Stjórnarekrá íslands, sem tveim fir- um síðar varð til, hefir aldrei verið lögð undir atkvæði Dana, sem ekkert at- kvæði áttu heldr um það mál. Ríkis þingið hafði oft farið fram á það, en fengið þau svör hjá konungi, að það mál lægi ekki undir það þing, en væri ein- göngu mfii milli konungs og íslendinga. Það er því alveg rangt sagt, að “Danir létu íslendinga fá stjórnarbótina frá 1874.” — K-itstj. Lögbergs blandar hér fjárskilnaðinum saman við stjórnar- skrána ; og öll hans ummæli um stjórn- arsögu Islands sýna, að hann er henni alveg ókunnugr. — Danir hafa aldrei viðrkent, að þeir hafi svift oss voru forna frelsi (bví það gerðum vér sjdlfir), og þeir hafa aldrei gefið oss stjórnarskrá Og þannig er það tómr hégómi að setja hana í nokkurt samband við vora fornu þjóðvaldsstjórn. Mér hefir aldrei komið í hug né hjarta að kaila tillagið til fslands úr rik- issjóði “náðargjöf” — mjög fjarri því. Ég hefi aldrei á það minzt í þessu máli, því það kemr því ekkert við, og á ekk- ert skylt við 2. Ágúst. Ég hefi heldr ekki kallað stjórnarskrána “naðargjöf,” og óg fæ ekki séð, að hún væri oss meira virði fyrir það, þótt hún væri það, heldr en það, sem hún er : árangr af þraut- góðri baráttu þjóðar vorrar. I því sambandi sem hér er um að ræða, nefnil. hvort stjórnarskrárdagr- inn sé þýðingarmikiil fyrir þjóð vora, stendr það á engu, hvernig stjórnar- skráin er undir komin, eðr hvernig ís- lendingar mistu frelsi sitt. Hitt er að- alatriðið, að stjórnarskráin er órjúfan- leg viðurkenning á rétti vorum til sjálf- stjórnar, og veitir þióðinni í heild sinni víðtækara sjálfsforræði, en hún hefir nokkru sinni haft síðan landið bygðist, og getr, Svo áfátt sem henni er, verið grundvöllr óyfirsjáanlegra þjóðþrifa og framfara, ef þjóðin ber hyggindi, þrek og gæfu til að neyta sín. Og ekki er vert að láta sér gleymast það, að vor þrálofaða þjóðstjórn í fornöld var stjórn goðanna, arfgengra höfðingja eða manna sem keypt höfðu sór goðorð, en ekki vóru kosnir fulltrúar alþýðu. Al- þýðan hafði lítið frelsi þá í samanburð; við það sem hún hefir á íslandi nú. Það vóru höfðingjarnir einir, sem öllu réðu. Ekki er það rétt hjá ritstjóranum að eg þykist “vera eini íslendingrinn hér í landi, sem nokkuð veit.” Það er fjarri því. En hitt er það að þegar ég á jafnauðveldan aðgang sem nú að nauð- synlegnm bókaforða, til að kynna mér mál, sem ég vil taka þátt í að hugsa og ræða um, þá verðr mér að vegi að nota mór þær þekkingar-uppsprettur, heldr en að flana í blindni til að rita um málið án þess að vita upp né niðr í því. Þeg- ar tillaga áttmenninganna um setning- ardag alþingis forna kom mér fyrir augu, var ég ekki fróðari um “gamla stíl” og “nýja stíl” en margir aðrir kunna að vera af löndum minum hér vestra. Ég vissi reyndar að fornmenn reiknuðu aldrei eftir rómverskum mán- uðum (ég ætla Rímbeygla ein nefni róm- verskt mánaðarnafn). Ég vissi líka að setningardagr alþingis var fimtudagrinn í 10. viku sumars, því mér eru ekki al- veg ókunnar fornsögur vorar. En hvaða mánaðardagr þessi dagr hafði ver- ið eftir gamla stýl, eða hver mánaðar- dagr hann gæti verið eftir nýja stýl, það mundi ég ekki. Ég sá, hvað áttmenn- ingarnir sögðu, og fór að athuga það. Fann þá, að Guðbrandr og Maurer hvorir um sig telja svo, að 10. vika sum- ars hafi byrjað 11. —17. Júní eftir gamla stýl. Að þeir hefðu rétt í þessu, efaði ég ekki þá i svipinn, og hefi gengið út frá því í tveim greinura, sem ég hefi ritað í Hkr. En síðan hefi ég kynt mér málið betr, og það ætti inir heiðruðu 8 menn að gera líka. Ég vil vísa þeim sér í lagi á eitt merkasta rit um tímatalsmál, en það er : Iíeiitsberg-Duringsfeld'á Kalend- erkunde (1876). Sé hún ékki til i Winni- peg, mun þó síðasta útg. af “Encyclop. pedia Britarinica’ vera þar. Betri en alls ekkert er Chambers Information for Ihe People (I. bd., s. v. “Chronology—Horo- logy”). Þá bók minnir mig að séra Jón Bjarnason eigi. Ef þeir nú vilja kynna sér málið og leita þess, hvað rétt sé (en ekki revna að fóðra rangt mál með þvergirðingi), þá munu þeir komast að raun um, að bæði Maurer og Guðbrandi skjátlar með mán- aðardagatalið eftir “gamla stýl,” svo fróðir menn sem þeir annars báðir eru. Hvorugr hefir auðsjáanlega farið djúpt í rímfræðina hér, og getr það verið mjög skiljanlegt og afsakanlegt eftir at- vikum. Til að skýra, hvernig i þessu liggr og að öðru leyti til fróðloiks lesendum, svo að hyer og einn geti skilið í málinu, skal ég nú skýra h'tið eitt frá timareikn- ingi að fornu og nýju. Rómverjar skiftu fyrst ári sínu í 10 mánuði, en Núma Pompilíus innleiddi tunglár; vóru í því tólf tunglmánuðir eðr 355 dagar; svo var af og til skotið inn hlaupársmánuði, inum þrettánda, í árið, til að rétta tfmareikninginn. Alt um það var þetta svo ónákvæmt, að tímareikningrinn færðist smám saman úr lagi og fór að inuna æ meir og meir frá réttum árstiðum, svo aðátíðjúh'- usar Cæsars féll vor-jafndægri eftir tímatali nærri tveiin mánuðum síðar en að náttúrlegu eðli, Cæsar fékk þá stjörnuspekinga tvo. annan grískan en hinn rómverskan til að leiðrétta tima- talið. Þeini taldist -svo til, að náttúr- legt ár væri 865 dagar og J úr degi; menn höfðu þá eigi sigrverk og gátu ekki mælt tíiua svo nákvænilega sem nú). Samkvæmt þessu skyldu vera 365 dagar í ári, og 4. hvert ár 366 dagar (lilaupár). Þemian tímareikuing inn leiddi Júlíus Cæsar43árum fyrir Krists burð; er hann við hann kendr síðan og nefndr “júlíanskt rím,” en stundum “gainli stýll.” Honum fylgja Rússar og Grikkir enn í dag. En ársleugdin var ekki alveg rétt enn, þvi að með því að bæta inn í heilum degi 4. hvert ár (hlaupár), þá varð viðbótin nálega % klukkustundar (44 mínútum og 48 sek- úndum) of mikil, og gerði þetta á hverj- um 400 árum 3 daga, 2 klst., 41 mín., 16 sekúnda skakka. lvyrkjuþingið í Nicæa (325) hnfði ákveðið, að jafndægra-dagr að vorlagi skyldi vera 2i. Marz, en 1582 var skakkinn á tímataliuu orðinn svo mikill, að uam 10 döguin, svo að réttr iafndægradagr féll þá á 11. Marz, í stað 21 eftir tímatalinu. Þá gaf Girgir páti inn 18. út bullu þá er bauð, að þetta ár skyldi 10 daga fella úr Októbermánuði, svo að næst éftir 5. Okt. var þá látinn koma 15. Okt. Og til að tryggja þaö, að eigi skyldi aftr í sama horf sækja sem áðr, heldr jafndægradagr haldast ó- breyttr, þá var ákveðið, að hvert aldar- loka-ár skyldi hlaupársdagr niðr falia, ueina þau árin er hundraðatal áranna væri deilanlegt með 4 afgRiigslaust. Þannig var árið 1600 hiaupár, 1700, 18tK) og 1900 ekki. en árið 2000 aftr hlaupár o. s. frv. Þannig verðr nú næsta hlaup- ár eigi fyrri en 1Q04, en hlaupár var í fyrra, og eru því nú 7 ár rnilli hlaupár • anna, eðr 8 ár milli hlaupársdaganna (29. Febr. 1896 og 29. Febr. 1904). Þessi tímareikningr er ýmist nefndr Girgis- rím (gregorianskt tímatal) eða “nýj stýll,” og er það svo rétt og nákvæmt sem þörf gerist. Þegar nú maðr, sem ekki hefir sér- staklega sett sig inn í tímatalsbreyting- una, slær upp í handbók, svo sem ein- hverri af inum smærri og handhæpri eycurpcedí-um, verðr honum skjótt á það litið, að þegar “nýi stíll” var inn leiddr 1582, þá var mánaðardagatali hleypt fram um tíu daga, svo að sá dagr, sem árið 1581 (undir gamla stíl) var t. d. 5. Nóvember, varð hann jafnan síðan og er enn 15. Nóvember. Munrinn milli gamla og nýja stíls var þannig 10 dagar og eftir þessu álítr hann þá, að ekki þu-fi annað, en að flytja hvern mánað- aröag, sem er, fram um 10 daga frá því ser r nú er, til að fá út mánaðardaginn eft r gamla stíl. Þannig hefir Guðbrandi farið.* Það má sjá á mörgum stöðum i orðabók Cleasby’s (sem Guðbr. gaf út), að hann hefir fylgt þessu sem fastri reglu, að setja mánaðardag hvers við-, burðar í fornöld fram um 10 daga frá núverandi tímatali og kallar svo þetta “ettir gamla stíl” (sjá t.d. s.v. “alþingi” “sumar” og víðar). Fimtudagrinn í 10. viku sumars er eftir voru tímatali sá fimtudagr, er fellr næst á undan 28. Júní. Guðbrandr seg- ir þyí hiklaust, að þessi fimtudagr hafi fallið “11. til 17. Júní” (þ. e. fimtudag- inn næstan á undan 18. Júní) í gamla stíi. En þetta er alveg rangt hjá Guð- brandi. Eg glæptist á að fylgja þvi í fyrstu ritgerð minni og aftr í svarinu til rits; j. Heimskringlu, af því að ég tók Guðbrand trúanlegan rannsóknarlaust. En eins og gefr að skilja hverjum þeim, er rannsakar júlíanska tímatalið (gamla stil) og sér, af hverju skekkja þessi kom og smá-óx með timanum, svo sem ég áðr hefi sýnt fram á, þá hefir fimtudagr- inn í 10. viku sumars upphnjlega (borið .(4. 4 cjiniíi vnái'aðardag sem eftir nýta stíl), því að gamli stíll byrjaði rétt, en smá-aflagaðist. Eg hefi áðr getið um, hve miklu skekkjan mnnaði á gefnu tímabili, svo að liún var orðin 10 dagar, þegar Girgir páfi leiddi inn nýja stíl (1582). En alþingi forna var ekki sett í fyrsta sinni drið 1582, heldr 652 árum fyrri, eðr ár 930, en þá var skekkja gamla stíls ekki orðin nema 5 dagar, og þá var því flmtudagrinn í 10. viku sumars sá, er féll næst á undan 23. Júni (þ.e. 16. til 22 Júní). Þetta er sú rétta aðferð til að reikna út, hvern mánaðardag eftir gamla stit að 10. vika sumars hafi byrjað á 10. öld. Þessi meinlausa deila um íslend- ingadaginn hefir þá orðið til þess, að ég hefi nú getað leiðrétt sögulega villu, sem hingað til hefir gengið ómótmæld í orð bókum og sagnfræði-ritum. Hvorki Lögberg né neinn annar þarf að kýma að því, að ég þykist leiðrétta menn eins og GuðbrandVigfússon og Konráð Maur er. Leiðrétting min er óyggjandi vís- indalega rett, og ég mun samstundis koma henni fyrir augu fræðimanna í vísindalegu tímariti. Og það er óhætt að reiða sig á það, að leiðrétting min verðr tekin til greina af öllum vísinda- lega mentuðum mönnum og henni héð- an af fylgt í söguritum að því er alþing- issetning fornu snertir og aðra viðburði er líkt kann að standa á með. En að því er kemr tilágreiningsefn- is vors liér, þá varðar það mestu, að forfeðr vorir reiknuðu hór alls ekki eftir rómverskum mánuðum og mána.ðar- dagatali. Eg mun hafa tekið frekara af en rétt var í svari til ritstj. Hkr., er ég ínun hafa haldið því fram, að menn teldu nú fáa eðr enga sögulega viðburði eftir gamla stýl. Ég hefi nú rannsakað þaö betr, og sannleikrinn er sá, að menn 'elja suma ina fornu viðburði eftir réttri dagsetning þeirra samkvæmt nýja stíl, en aðra eftir því sem þeir voru dagsettir í gamla stíl. En þetta er ekki af handa- hóti gert, heldr samkvæmt fastri reglu. Hún er þessi : ef viðburðrinn hjá forn- möntium er miðaðr eingöngu við mán- aöaidag þann, er hann bar upp á eftir þeirra tali, þá halda menn þeirri dag- *) Maurer hefir tekið slna dagsetn- ing beint eftir Guðbrandi, og áttmenn- ingarnir hafa svo tekið hana eftir Maurer. setning enn í dag. En ef viðburðrinn var miðaðr við "árstíð (tunglkomu, jafn dægri. skemstan dag árs eðr því um hkt), svo að daginn, sem hann var við miðaðr, gat borið upp á sinn mánaðar- dag hvert árið, þá eru slíkir merkisdng- ar jafnan nú taldir eftir því sem þá ber réttilega upp árlega eftir voru (rétta) tímatali. Þannig er varið pdskadegi í kristinni kyrkju, og öðrum þeim merki- dögum, er miðaðir eru við afstöðu frá honum. Kyrkjuþingið í Nikæa kvað svo á, og helzt það siðan, að páskadag skyldi halda sunnudaginn næsta eftir fylling tungls, þá er að ber næst eftir vorjafndægr (21. Marz, strangt tekið : eftir að tungl verðr fyrsta sinn 14 daga gamalt næst eftir 21. Marz). Eftir þessu verðr að telja t. d. föstudaginn langa, hvítasunnudag, uprstigningardag. Eng- um manni dettr nú í hug að telja dánar- dag Krists þann mánaðardag eftir ganila atil, er reikna má út að föstuuag- inn hafi borið upp á árið sem hann var krossfestr. Alveg eins or með alþingi ið forna. Setningaidagr þess ár hvert var bund- inn við fyrsta dag í tiltekinni sumar- viku, en sumarvikur eru taldar frá sum ardegi fyrsta, sem jafnan er fimti fimtu- do.gr eftir jafndœgradag (21. Marz). Þessi dagr (5. fimtud. eftir jafndægr) var og fyrsti dagr í mánuðinum Uörpu eftir tali forfeðra vorra. Guðbrandr segir í orðabók Clasby’s, að sumard. fyrsti hafi í gamla stíl verið næsti fimtudagr fyiir 16. Apríl). En þetta er ekki rétt nema að eins um það timabil, er tímatals- breytingin komst á. Þd var sumard. fyrsti fimtud. næsta á undan 16. Aprll. En á 10. öld var það fímtud. næsti á undan 22. Apríl. Hjá þeim þjóðum, er enn nota gamla stíl, er nú vor 26. April hvorki tahnn 22. né 16. Apríl, heldr 14.; og 1890 verðr vor 26. Apríl 13. Apríl eft. ír gamla stíl. því að það ár flytr gamh stíll árið enn einn dag úr réttu lagi, með því að telja það hlaupár, sem ekki á að vera. Að vísu er nú þetta tímatalsmál alt nokkuð utan við aðalefnið um íslend- ingadaginn, hvort hann skuli haldinn í Júní eða 2. Ágúst; en það er svo mark- vert I sjálfu sér, að það verðskuldar eft- irtekt. Og vilji einhverjir endilega fara að halda upp á setningardag alþingis forna, er þó óneitanlega viðkunnanlegra að gera það á réttum degi en röngum. En eini rétti dagrinn I því efni er: fimtudagrinn í 10. viku sumars. Það er nokkuð nýstárleg fullyrðing hjá ritstj. "Lögb.” að hver þau lög, er löggjafarþing þjóðar samþykkir, sé “valdboð,” nema frumvarpið hafi áðr verið lagt undir atkvæði alls almenn- ings (“referendum”). Það er enn ekkert land I heimi, nema Svissland, að ég ætla, sem gefr almenningi kost á slikri beinlínis atkvæðagreiðslu um löggjafar- mál alment. , Hitt veit höf. líklega, að ekaert frumvarp getr orðið að lögum, nema það sé fyrst samþykt i hvorri alþingis- deild um sig (eða i sameinuðu þingi). Hann veit og að öll neðri deild er þjóð- kjörin og hálf efri deild, en 6/7 alira þingmanna í sameinuðu þingi. Hvert einasta lagaboð verðr því að fá meiri hlut allra þjóðkjörinna atkvæða (eða f sameinuðu þingi § allra atkv.). Hvaða átyllu höf. hefir til að kalla meiri hlut allra þjóðkjörinDa þingmanna á íslandi “dansksinnaða,” þaö er mér óskiljan- legt. Og jafnóskiljanlegt er mér það, því dansksinnuðum mönnum ætti að vera vel við stjórnarskrá íslands (höf. má ekki slengja henni saman við stöðu- lögin 1872!). Hitt er miklu auðskildara, að hverjum óþjúðlegum íslendingi sé meinilla við hana. Loks gefr höf. í skyn, að mér auð-- vitað muni þykja vænt um dönsk vald- boð. Satt að segja held ég, að ef höf. hefði viljað segja eitthvað mér meinlegt, þá hefði liann ef til vill getað fundið eitthvað það til annað, sem líklegra væri að nokkur mundi trúa eða við mig mundi loða. Þegar þessi grein birtist í Heimskr., (sem ég vona að verði 8 Apr.), býst ég við að vera að leggja af stað í ferð heim til íslands. Ég get því ekki svarað fyr- ir mig aftr í þessu máli. En síðasta orð mitt til landa minna allra hér vestra, þeirra er vilja gefa þeim gaum, eru þessi : hyggið vel að röksemdum þeim, sem ég hefi framfært í þessu íslendinga- dagsmáli, og fylgið því sem yðr virðist við bezt rök eiga að styðjast og þjóðlegast vera. Chicago, 31. Marz 1897. Jón Olafsson. Ábýlisjörð. Ef þig langar til að eiganast 75 ekrur af ágætu plóglandi, hesta og aktýgi og sleða og yras jarðyrkjuáhöld, aðeins 9 rnílur frá Winnipeg, þá getur þú fengið það mjög billegt — fyrir peninga, eða skuldlausar fasteignir í bænum, hjá Guðm. Jonssvni, So. West Cor. Ross Ave. og Isabel Str. J. F. MITCHELL, Photographer. Photographic Studio 211 Rupert St. Winnipeg, - - - Man. Telephone 511 # ###### # “BICYCLES” Eg hefi samið um kaup á nokkrum reiðhjólum (Bicycles), sem ern álitin ein af þeim ALLRÁ BEZTU, sem búin eru til. Þau ódýr- ari eru áreiðanlega betri en nokkur önnur, sem ég þekki fyrir þá pen- inga. Karlmanna-hjól eru $40, $55, $75, og $100. Kvenn-hjól $55 og $75. Nokkur afsláttur ef alt hjólverðið er borgað út í hönd. Hjólin eru til sýnis í búð Mr. A. Friðrikssonar, og á skrifstofu Lögbergs. Komið og skoðið þau. B. T. BJORNSON. ###### --------=---■■ —♦♦###

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.