Heimskringla - 13.05.1897, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.05.1897, Blaðsíða 1
 • <h XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 13 MAÍ. 1897. NR. 20. FRETTIR. DAGBÓK. Það hefír verið talað um það af og til nú síðastl. 3— 4 mánuði, að stríð sé í vœndum í Suður-Afríku, milli Breta og Transvaalmanna. Og af síðustu frétt- unum að sunnnn aðdæma, er útlitið ait annað en friðsamlegt. Transvaalstjérn hefír sent ávarp til allra þýzk-afrík- anskra manna, þar sem skorað er á þá að koma og hjálpa Transvaal-stjórn. Stjórnin kveðst enga peninga þurfa, heldur yinfengi og samvinnu. Samtím- is halda Bretar áfram að dyngja vopn- um og herbúningi suður, og er talið að innan skamms muni Bretar hafa um 35,000 hermenn í Suður-Afríku. Af fregnum frá Washington að dæma þurfa Canadamenn ekki að bú- ast við að lækki kolatollurinn. Þegar rætt var það atriði Dingley-tolllaganna sem höndla um kolatollinn var afráðið að hafa hann 75 cents á tonni, án þess tiltekinn væri nokkur sérstök kolateg- und. Eftir ákvæðum hinna nýju toll laga í Canada hækkar þá tollurinn á kolum fiuttum til Canada úr 60 í 75 cents á tonni af linkolum og verður þá einnig 75 cents á tonni af harðkolum, en hingað til hafa verið tollfri. Með þessu móti keypti Laurier-stjórnin sinn mikla sigur í Nýja Skotlands fylkis- kosningunum um daginn. Eldur kom upp hinn G. þ. m. í frystihúsi miklu í New York og olli $300 þús. eignatjóni. Brunaliðsmenn nokkrir mistu þar lífið og margir meidd ust. Einn þeirra féll niður í frystihólf þar sem var 33 stiga frost fyrir neðan zero, en aðrir köfnuðu í reyknum og gasi. New York-Brooklyn. Hinn 5. þ. m. staðfesti governorinn í New York- ríki lögin um að sameina New York, Brooklyn og aðrar undirborgir undir feina og sönqu bæjarstjórn. Lög þessi ganga í gildi 1. Janúar 1898. Þann dag telur New York inn 3| milj. ibúa i stað l£ milj. nú. Laurierstjórnin hefir ákveðið að sleppa kosningalögunum á þessu þingi, er kemtir til af því, að hann þarf að vera viðstaddur á Englandi, er 60 ára krýningarhátíð Victoriudrottningar fer fram, en vill ekki fara fyrri en þingi hefir verið slitið. Þess vegna þarf stjórnin í þetta skifti að sneiða hjá öll- um þeim málum sem deilum valda, að syo miklu leyti sem mögulegt er, og slíta svo þingi okki seinna en um miðj- an Júní. y Úti er nm sáttaréttarsamning Breta og Bandaríkjamanna. Hann var sam- þyktur í neðri eða fulltrúadeildinni, en eins og kunnugt er hefír gengið hægt að þoka honum áleiðis í efri deild. Til atkvæða um hann var loks gengið hinn 6. þ. m. og fengust með honum 46 at- kvæði, en á móti voru 26. En til þess hann öðlaðist gildi þurfti hann að vera samþyktur með tveimur þriðju atkv. á fundi. Þar sem þá 26 atkv. voru á móti, þurftu að fást 52 með honum, en fengust ekki. Líkast þykir að þessar aðfarir efrideildar auki enn meir það á- lit. að sú miljónera samkunda sé óþjóð- legasta stjórnarstofnunin í Bandaríkj- um, og flýtir ef til vill þeim degi, að þeir háu herrar, senatórarnir, verði að sækja atkvæði sín til almennings eins og aðrir þingmenn. Grikkir og Tyrkir háðu tvær mikl- ar orustur í vikunni sem leið, auk fjölda margra smá viðureigna. Önnur þeirra var við Valestino — 15000 Grikk- ir móti 40,000 Tyrkjum. Þar unnu Grikkir einn sinn frægasta sigur i öllu Stríðinu og dást fregnritar allir að fram göngu Grikkja, þó einkum að fram- göngu Konstantínusar krónprinz, er allan daginn var í brjósti fylkingar. Á þeim eina degi óx líka álitið á honum enda meira en það hafði rýrnað um dag- inn, er hann flúði frá Larissa. Hin stórorustan var háð á miðvikudag, 5. Mai, á völlunum niður frá Pharsalos. Vörðu þar 20 þúsund Grikkir bæinn, en 50 þúsund Tyrkir sóttu. Því miður máttu Grikkir hopa eftir að hafa barizt allan daginn með hetjuskap, er allir fregnritarnir dáðust að. Þeir sáu sér ekki fært að halda Pharsalos til þrauta og telegröfuðu svoum kvöldið til Aþenu og beiddu stjórnina um samþykki—sem þegar var veitt — til að flytja aðal- stöð sína frá Pharsalos 10 mílur suð- vestur i hæðirnar til þorpsins Domokos. Þangað færðu þeir svo herbúðir sínar í kyrþey í náttmyrkrinu, og er sól rann úr ægi á fimtudagsmorgun (6. Maí) voru þeir búnir að raða hermönnum sínum á allar hæðabrúnir umhverfis Damokos og biðu þar Tyrkja. Alexandra prinzessa af Wales er söcn systir Georgs Grikkja konungs. Hún ér með honum og Grikkjum í anda og sannleika og svíður henni mjög að Salisbury stjórnnrformaður Breta hangir svo fast í kjólfaldi stórvelda- bandalagsins. Af því hún getur ekki þokað honum ætlarhún nvi að taka það til bragðs, sem fágætt þykir í sögunni, það. að fara til Gladstones gamla og biðja hann að taka sig til og gera eitt- hvað til að hjálra Grikkjum. Fór á fund hans, að Hawarden, hinn 10, þ. m. i þeim tilgangi. Eldur kom upp ígufuskipi, sem var nýfarið frá Montreal og ætlaði suður til Texas. Skipið sneri aftur til Montreafi en var rnjög brunnið, er það kom að bryggjunni. 13 manns á skipinu köfn uðui reykjarsvælunni,þar eðómögulegt var að komast til þeirra d tíma. Spánverjar eru að taka $40 milj. lán til herkostnaðar á Cuba og Philipp- ine-eyjunum. En trjrgging hefir hún ekki aðra til að gefa nú, en væntanleg- ar tekjur sínar af tollgjaldi. Stríðið d enda. Eftir síðustu fregn- um að dæma er á enda stríðið milli Grikkja og Tyrkja. Báðar þær þjóðir vilja hætta og stórveldin þá ekki sízt. Sagt að Tyrkir fáá' engar skaðabætur, en skilyrðin þau, að samdægurs og Tyrkir draga her sinn úr Þessaliu skuli Grikkir dragajburt lið sitt af Krít og skuli þá Grikkir gera sér að góðu, að Kríteyingar fái sjálfsforræði, en verði skattgildir Tyrkjum eins og að undan- förnu. Þessum .kostum taka Grikkir að því er sagt er. Ritstjórinn reiður. Ritstjóri Lögbergs hefir auðsjáan- lega orðið bálvondur út af hinum mein- lausu og fáorðu athugasemdum mínum í Heimskringlu 29. f. m., og svo ryður hann úr sér hér um bil 3 dálka langri skammagrein til mín í Lögbergi 6. þ. m. Mér dettur ekki i hug að fara i skítkast við ritstióra>Lögbergs út úr þessum ís. lendingadags-fundi. og má hann gjarn- an hafa það sómastarf einn fyrir mér.— En ég vil að eins gera fáeinar athuga- semdir í mesta bróðerni, rétt eins og ég ætti hér tal við kurteisan mann, sem kynni að sitja á strák sínum. Ég skal þá fyrst lýsa yfir því,— rétt til að þóknast ritstjóra Lögbergs, — að eftir minni beztu vitund, er það hdber, dstæðulaus lýgi, að formælendur 2. Ágúst hafi •‘trommað” saman unglingum og börnum, til þess að gera hávaða og greiða atkvæði í blindni. Þessi ásökun er jafn-lúaleg, sem hún er ósönn og ó- svífin, og er óbarfi að fara um haua fleiri orðum, að minnsta kosti þangað til rit- stjóra Lögbergs þóknast að nefna þá menn, sem hann segir að beitt hafislíkri aðferð. Hverjir það voru, sem byrjuðu að •‘baula og blístra” á fundinum, skal ég ekkert um segja. Það er nægilegt, að ritstj. Lögbergs hefir þegar játað, að 17. Júní-menn hafi átt þátt í því. Því setj- um svo að einhverjir 2. Ágúst-menn hefðu þar valdiö upptökum, þá var það vissulega engin ástæða fyrir þessa makalausu siðferðispostula og sóma- menn, sem greiddu atkv. með 17. Júní, að taka einnig upp sama ‘skrílsháttinn.’ Þetta verður ritstj. Lögbergs aðjáta, nauðugur, viljugur. — Og hið sanna er, eins og allir vita sem á fundinum voru, að þeir hr. Einar Ölafsson og hr. Magn. Paulson fengu hina beztu áheyrn, og mæltu þó báðir með 17, Júní. Það voru eiginlega að eins þeir Sigtryggur Jónas- son og Sigurður Yilhjálmsson, sem urðu fyrir ræðuspjöllunum. Það er ekki til neins fj-rir ritstjóra Lögbergs að bera á móti þessu ; það eru svo margir til vitn- is um það, að ósannindi duga hér engin. Og nú veit ég að þú sér það sjálfur, ritstjóri góður, (þó þú kannske aldrei játir þaðtil eilífðar),að þú hefir “tekið of mikið upp í þig,” er þú gefur það svo berlega í skyn, að 17. Júní-menn yfir höfuð hafi verið beittir þessari baul- og blísturs-ósvífni. Það er satt, að ritstj. Lögb. nefndi ekki meðlimi ísl. leikfimisfélagsins sem upphafsmenn að ólátunum, enda sagði ég það ekki. En það var mín sannfær- ing eigi að síður, að hann hefði meint þá sérstaklega, og sú sannfæring min er ó- högguð enn, þ5tt ritstjórinn hafi ekki hreinskilni til að játa það. Skeð getur, að ég geti síðar meir fært sönnur á mál mitt í þessu tilliti. Ritstj. Lögbergs neitar því, aðhann hafi gefið í skyn, að þeir sem töldu at- kvæðin á fundinum hafi beitt óráð- vendni eða hlutdrægni. Setningin hjá honum var svona.: “Atkvæðagreiðslan var með handa-uppréttingu, og réttu nokkrir, sem með 2. Ágúst voru, upp tvær hendur, sem alt mun hafa verið talið.” Hverjum gat það svohafa verið að kenna, ef slík atkvæði (ef nokkur voru) hefðu verið talin, öðrum en þeim, sem sáu um atkvæðagreiðsluna og töldu atkvæðin ? Það er gjörsamlega ómögu- legt að draga annað út úr þessum fyr- greindu orðum hjá ritstj. Lögb. Og hafi hann ekki ætlast til að þau yrðu þannig skilin, þá er þessi setning hans meist aralega klaufaleg. Ritstjóri Lögbergs berst um ákaf lega og er hinn reiðasti, út af því, að ritvilia ein hafði slæðst inn í grein mina (“merkilega” i staðinn fyrir ‘mikillega’). Ég bið lesendur Heimskringlu afsökun- ar á þessari yfirsjón ; en annars er þessi ritvilla ofur-meinlaus og hefir alls enga þýðingu. Og það tekur því ekki að brjótast um og bölsótast í flaginu út af slíku htilræði. Það má lika stundum finna klaufalegri ritvillur (eða prent- villur) í Lögbergi, en þessa, og dettur þó víst engum i hug að ærast út af því. Persónulegu hnútunum til min í þessari Lögbergs-grein hirði ég ekki að svara. Þær eru svo óendanlega lítils virði, og fjarri þyí að vera þess verðar, að það sé “spandérandi” einni einustu hugsun upp á slik andleg afstirmi. Róuspekin hjá ritstj. Lögbergs, er náttúrlega oin af þessum framúrskar- andi sláandi röksemduin, sem hann æfin- lega beitir — þegar betri ástæður eru ekki fyrir hendi. En það get ég sagt ritstjóra Lög- bergs, að ég mun aldrei bera kinnroða fyrir það, þótt ekki hafi ég þá hunds- náttúru, að fylla flokk hans og annara þrælmenna, (i þeirn skilningi), sem ætið og æfinlega liggja á því lúalagi, að bak bíta og níða Jón Ólafsson, og ljúga á hann hinum örgustu skömmum. Rit- stjóra Lögbergs leikur læssi iðja einkar vel nú um þessar mundir. Hann er nú hvergi hræddur, göfugmennið ! Þvi nú veit hann að Jón er úr landi burt, og hefir því lítið tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. En athugandi er samt það, að þótt haf sé breitc á milli, þá getur Jón ef til vill náð vestur j-fir það með vöndinn, ef hann vill. Og svo kveð ég ritstjóra Lögbergs með mestu virktum, og óska að honum endist lengi aldur til að þjóna hinni göf- ugu lund sinni. M. PÉTURSSON. Winnipeg, 10. Mai 1897. Bréf til Heimskringlu. TÍÐARFAR. Eft.ir fannkingjuna og illviðrin síðastl. vetur, sem jafnvel hér í norðurríkjunum munu til fádæma reiknast, og sem bæði öftruðu samgöng- um og hlóð svo þunguin snjódjmgjum á íbúðarliús og peningshús manna, að víða horfði til tjóns, þá hefir vatnaaginn í vor orðið engu minna tilfinnanlegur, og skal ég láta mér nægja að tilgreina að eins hið helzta sem Rauðá og Pem- binaá hafa til vegar komið hér í bænum, síðan 13. þ. m. að þær fóiu að renna inn í húsin og fjölskildur þurftu að flýja —upp á húsloft sumar, en þó tóku fleiri þann kostinn, að flytja með búslóð sina út úr bænum, því fyrir skepnur féKst: nær því ekkert svo hástætt húsrúm. að treysta mætti, þar sem hraðfréttir að sunnan bárust svo glöggar og stórkost- legar, að enginn bæjarbúi hér gat efað, að koma mundi þetta yfirvofandi stór- flóð. Hæðst náði vatnsflöturinn 22. Apríl og var hann þá talsvert fjrrir ofan árgilin meðfram ánum, og mynduðu þær því samanhangandi fjörð jrfir sáð- löDd og engjar bænda langt á land út. Á páskadaginn (18.) var afspyrnuveður af norðvestri og kuldi; flutu þá sum hús burt i heilu lagi, önnur brotnuðu og þeyttust flökin langar leiðir eftir vatn- inu, móti straumi, og í stuttu máli slitn- aði alt sundur og þeyttist burt sem und- an gat látið. HEILSUFAR manna hér í ná- grenninu og bænum hefir í vetur og það sem af er vorinu, verið með betra móti, það frekast ég til veit, nema hvað kvef- vesöld hefir verið liér nokkur undanfar- inn tíma, og sem veðurbreytingar og vosbúð munu að miklu leyti orsaka. FÉLAGSSKAPUR og samkomulag mun mega reiknast liér í betra meðal- lagi. Islendingar hafa liér fyrir löngu myndað “lestrarfélag,” og eru meðlim- ir þess nokkuð margir. Bókasafn þess er orðið æði stórt, og i það keyptar ár- lega flestar islenzkar bækur sem út eru gefnar, að undanskildum guðsorðabók- um. Blöðin eru þar heldur ekki keypt, nema “Sunnanfari,” sem tekinn var all- ur eftir að hann raknaði við úr doðan- um sem hann þjáðist af seinast undir stjórn Dr. Jóns Þorkelssonar. “Eim- reiðin” er þar kejrpt líka, og þykir hún ekki ætla að standa vel við þau loforð sem ljósfeður hennar gáfu út í boðsbréf- inu fyrir fæðingu hennar, eða í hinu staklega fagra inngangskvæði, sem þeir fengu hjá Þorsteini Erlingssyni. — “Bókasafn alþýðu” mun verða þar tekið og þykir það byrja reisuna einarðlega. TK*ÚARLÍF er hér fremur van- burðugt, þótt meiri hluti ísléndinga eigi nöfn s(n rituð á safnaðarlistann og sæki messur stöku sinnum á ári, því slíkt er meira fjrrir siðasakir en annað. Engan þekki ég svo vel af þessum mönnum, að ég geti fullyrt að grundvölluð guðstru hafi betrunaráhrif á hugsunarlíf þeirra eður gjörðir, þótt nokkrir séu þar góðir og skemtilegir drengir ; en hitt er mér kunnugra, að hér íreyðir prestatrú af sumum, og hún eftir þvi meiri og við- bjóðslegri sem þessir herrar eru heimsk- ari, og munuð þið vilja segja, að í því efni sé víða pottur brotinn, og mun það satt vera. Þessi trú er í því fólgin : að taka öll orð presteins síns sem fullkom- inn helgidóm og reglur fyrir réttri breytni, hvort sem hann svo prédikar lof eður lesti guðs og manna, og má þá oft sjá og lieyra á þeim, sem grilt geta í gegnum helgiblæju klerksins, að hann sé hion sami Jónas sem hann var í æsku. BLÖÐIN j-kkar islenzku fá helzt enga dóma hér manna á meðal um þess- ar mnndir, nema hvað við sumir hefð- um óskað eftir öðruvisi hluttöku frá þér hr. ritstjóri, gegn röksemdum hr. Jóns Ólafssonar um einskisvirði þeirra á- stæða, sem þið átta menn vilduö láta or- saka færslu á íslendingadeginum; að ég þó ekki ræði mikið um “Lögberg,” sem varð þar sem annarstaðar að vaða sinn vanalega aur og kasta honum á Jón sem aðra heiðviröa ruenn og þeirra sönnu og fögru málsástæður. Um blöðin heima ætla ég ekki að ræða mikið, því þeim er fle.stum stjórn- að fremur vel, að mínu áliti; en þó vildi ég minna Bjarka á það, að hann naum- ast fullnægir þeim fögru vonum, sem hans afarmörgu ot frjálsliugsandi kaup- endur höfðu um hann i fyrstu, sem allar bjrgðust á opinberri framkomu ritstjór- ans meðan hann var í Höfn, sem gerði hann að eins frægnm manni og vinveitt- nm.., sem hann er orðinn. Fyrst er til- tölulega fátt sem liggur eftir hann í blaðinu, er þau hin sömu merki hafa.og auk þess má jafnvel sjá þar lítaverða ó- sanngirni, svo sem í athugasemdum hansí9. nr. þessa árg. Bjarka, gegn einarðlegum og réttum aðfinningum hr. Jóns Óiafssonar um skrípa-stafsetning hans (Þ. E.) á blaðinu og nýjar orðó. myndir; og þó liann loíi Jóni því, að hann (Jón) ekki skuli þurfa að búa und- ir refsingarvendi sínum (Þ.E.) fjrrir það að sjmdga á móti nútíðar "talfœrvm’’ íslendinga, ogskrifa eins framvegissem hingað til 'tólftu eða þrettándu aldar mál' þá mun hvorki Jón eða nokkur annar þakka slíkt auðmjúklega, þar sem fiest- ir munu fallast, á það, að auk þess sem .Jón er vafalausteinn hinna málfróðustu Islendinga, þá mun rejmast efi é því, hvort nokkur er honum ’ jafnsnjall í því að framsetja ýagurt og «ir<s auðskilið mál. þegar um þungskiljanleg málefni er að ræða. Með allri virðingu fyrir nýbrejrting- unum, þá mun flestum íslendingum koma saman um að brejrta sem minnst frá okkar forna og fræga feðramáli. Þannig hafa allir okkar sann-málfróð- ustu Isi. nærfelt sömu stafsetnipg og rit- hátt, svo sem Jón Ólafsson, Arnljótur Ólafsson, Jón Þorkelsson (rcktor), Hall- dór Friðriksson og Valdimar Ásmunds- son, auk annara fleiri. Einnig hneykslast hann á orðinu : “betliprestur” hjá Jóni, sem beint er að einurn norðlenzka klerknum, en í öðrum dálki þar frá í sama númeri blaðsins, feilar liann ekki sjálfum sér viðaðnefna alla stjórneDdur, allra liéraða og rikja allrar Norðurálfunnar, undantekningar- laust “smáar og skringilegar nirfiUdlir.’’ Hér munu margir finna þann rétta mis mun, að þar sein Jón lcemst þar rétti- lega að orði, þá verður naumast hið sama sagt um Þorstein. Enn eitt. Þar sem hann í greininni með fj-rirsögninni "JJeimurinn,’' segir að “heimurinn snúist. í ringli og ráða- lej'si afturábak og áfram” og "sjálf jörðin með öllum sínum ósjálfbjarga börnum.” þá kemur sú glýja á sálarsjón hans, að hann skirrist ekki við því að segja, “að hinar núgildandi trúarset.n- ingar vorar og annara þjóða. hafi verið þau beztu og einu vísindi sem þeir þjóð- flokkar áttu, er þær settu saman og þau vísindi áttu alveg eins örðugt upp- dráttar þá, eins og það sem við köllum vísindi nú.” Því ætli ekki það !! Trú- arbragðasagan og mannkynssagan munu í sameiningu ekki bera þess allill vitni, og hvernig ætli samræmið sé á milli þessara setninga og hinna rétt- dregnu villimannlegu mynda, sem svo aðdáanlega skírt koma fram í kvæðum Þorsteins, svo sem í : “Örlög guðanna,” “Örbj-rgö og auður,” “Bæn fnriseans” “Bókin mín,” “Á spítalanum,’’ “Braut- in,” “Skilmélarnir” og mörgum fleiri, og sem í öllu tilliti hafa verið og munu verða talin fullkomin listaverk ? Ekkert af þessu tala ég með þykkju til hr. Þorsteins Erlingssonar,—langt frá; en eéu þessi orð mín léttfeldur dómur á hann, þá er það að eins eitt dæmi þess, af mörgum. að skarpskj-gn- um og göfugum mönnum geta orðið á þær yflrsjónir, sem almúgamönnum ekki dyljast. Ég óska þess, að sjá og heyra eftir hann sem mest, og ekki ætti hann að draga oss á því til lengdar, að láta blað- ið flytja oss framhaldið af ferðapistlum sinum. Áður en ég skil við þennan miða, vil ég minnast á "AUlamótin” fyrir sið- astliðið ár, og sem ég nú er nýbúinn að lesa, en til þess að um þau væri skráður ritdómur, þarf afarmikla pappírsej’ðslu og talsverðan tirna, sem ég nú ekki vil til þess missa, enda munu íáir meta þau svo mikils, að annars eins áé upp á þau kostandi. Þau eru nauðalik að fyrirferð og öll- um kostutn hinum fjrri árg., og bera því sama vitni um hið lúalega siðferðis- ástand Vesturheimsklerkanna islenzku, þannig, að sómasamlegum mönnum og málefnum er þar blandað inn í trúar og kyrkjumálahroðann, sem auðvitað ekk- ert samband hafa hvort við annað. Einnig standa þeir þar, sem annarstað- ar, gjammandi um það,rað þeim sé að mæta fjrrir kyrkjunnar hönd, þegar úlf- ar vantrúarinnar, sem þeir svo nefna, lýsa efasemd sinni á þessum eða hinum lærdómi kj-rkjunnar, en þó kemur aldrei fjrrir að þeir gefi svör upp á beinar spurningar “vantrúarmannanna,” sem þeir hafa af þeim krafizt. Þeir ofsækja þá menn þjóðar vorrar fyrir “fornfræðisgrúsk,” sem leitast við að skýra fjrrir almenningi einhvern sannleika sem liggur frá nútímanum og 8—10 hundruð ár aftur í liðna tímann, en sjálfir hafa þeir atvinnu af því að pré- dika‘2000ára gamlar sögur, ósannaðar og— lognar. Þeir telja það sinn allra mesta gróða, sem þeir hafi “haft við að flytja hingað vestur,” að þeír liafi “hætt að horfa stöðugt aftur fjrrir sig,” en að “hinar sameiginlegu menniugarhugsjónir nú- timans” séu sínar hugsjónir, og eftir því dæmi segjast þeir vilja hvetja aðra til að breyta eu i framkvæmdir.ni » r það svo, að þeir standa þar aðgerðalaus- ir, að öðru leyti en því, að kasta stein- um að þeim xönnu framfaramönnum, sem vinna uð þvi að útiloka hræsni, heimsku og eigiugimi úr hugum manua og sem jafiifraint vilja iunleiða þar þekkiugu og sannleiksást. Hér er samræmið bæði í orðum og breytni Vesturheimsprestanna íslenzku ! Og ekki nóg með það : Þeir segja að kyrkjan kenni þeim að vera umburðarlj-ndir, en vér höfum þó veitt því eftirtekt, kvernig þeir hafa rejrnt að rýja þá íslenzku stéttarbræður sína mannorði og jafnvel æru, sem líta eitthvað öðruvisi á trúmál en sjálfir þeir, svo sem Pótur heitinn biskup, séra Pál sáliiga Sigurðsson, séra Matthias Jocliurasson, séra Þórhall Bjarnason séra Pál heitinn Þoibíksson, Björn heit- inn Pétnrsson, séra Magnús Skaptasnn og jafnvel séra Hafstein Pétursson, nð ég svo ekki nefni fjölda annara manna. lærðra og leikra, sem sæmdir hafa verið samskonar þokka !! Einkennilegur er gauragangurinn í Frigga presti, þar sem hann lætur ís- lenzka bókmentaflotann sigla fram hjá sér, og hver sá maður sem honum til- heyrir. hefar hjá presti sórstaka fleytu og þann fána, sem lielzt tilheyrir hvers eins bókmentastarfi. Fyrst festir hann ekki augu nema á skáldunum, og þess utan hefir hann ekki litillæti til að minnast á sum læirra, meðal hinna langmerknstu. svo sem bræðurna Jón og Pál Ólafssyni og einnig Bólu-Hjálin- ar, GislaThorarinseno.fi. Allir stór- einkennilegir og mikilvirk skáld. En sleppum því, og gætum heldur að hvaða mynd er á sumum fánunum. Einar Hjörleifsson er einn með fána mannúð- arinnar, og kemur slíkt einkennilega fjTÍr, því þar sem mest alt bókmenta- starf hans er innifalið í stjórn hans og störfum við “Lögberg,” þá hngsa ég að flestum komi saman um, að þar kenni harla lítilla bókmenta, sizt sérlega mannúðlegra. Hitt sem eftir hann ligg- ur eru sárfá kvæði, laglega kveðin, og nokkrar sögur, sem farið hafa hríðversn- andi eftir því sem tala þeirra hefir auk- ist, og seinast eru þá fáir ‘fyrirlestrar,” fullir af gorgeir og sjálfsþótta. í þessu finnur Friggi mesta inannúðina, og er það eftir lionum að dæma svo. Þorsteinn Erlingsson nær aftur ekki svo hátt hjá honum, að fáni hans fái að bera mynd nokkurrar 'líýsstefnu ; heldur sézt þar að eins “damandi beinagrind," eftir frásögn Frigga prests, og er því viðlíka-sanngjarn dómur hans f því sem flestu öðru, er hann tekur til umtals og úrskurðar. Ef ég mætti annars gefa lýsingu af þeim snáða (Fr. presti), það er að segja opinberri framkomu hans, þá gæti hún ekki orðið styttri og jafnframt öllu sannari, en það sem felst i einni stöku sem Bólu-Hjálmar kvað til tengdaföður Friðríks prests, og sem hljóðar þannig: “Ertu Magnús einskis virði, á þér haus ersvins, ófjrirsjrnju guð þig girti görmum helgilíns.” Hér þarf að eins að breyta manns- nafninu, sem ekkert skemmir rímið. Arnljótur B. Olson. Pembina, N. D., 26. Apríl 1897. Sýndu þá fólkinu. Af því svo margir, sérstaklega af kvennfólkinu, eru svo oft sviknir á lit- um af kaupmönnum, sem hafa ekkert annað fyrir augnamið en að græða, þá er gaman að sýna fólkinu eitt dæmi af því hvernig ýmsir deildalitir eru seldir. Þeir sem búa til óekta liti, selja hverja deild af þeitn til smásalanna fjrr- ir fjögur cents og fólkið sem kaupir þessa sviknu liti, borgar tíu cents fj'iír þá. Laglegur ágóöi fyrir búðarhaldar- ann ! Það er ekki að furða þó hann reyni að koma út ódýrum litum i stað hinna frægu Diamond lita. Diamond litirnir, sem allir vandaðir kaupmenn í Canada hafa, kosta uppliaf- lega mikið meira og þó kosta þeir al- inenning að eins tíu cents sem auðvitað gefur kaupmanni mikið minni ábata. En gáið að mismuninum, konur. Ódýru og ónýtu litirnir eru búuir til haiida kaupmönnum til að græða á þeim, en Diamond litirnir eru gerðir lieimilunum til hagsmuna og þæginda. J. F. MITCHELL, Photographer. Photographic Studio 211 Rupert St. Telephone 511 Winnipeg,----Man. Tle Palace Clfflin Sta 458 MAIN STREET. Hver sem kemur í búð vora til að kaupa eitthvað og heflr með sór þessa anglýsingu eins og hún stendur í Heimskringlu til sýnis, fær 20% afslátt af öllu sem hann kaupir, — alfatnaði og yfirhöfnum, buxum og öðru fatnaði tilheyrandi-------------------- Góð kaup á höttum, húfum, skyrtum, háisbindum, krögum og öðru þessháttar. The Palace Glothing Store, 4f58 MAIN STREET,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.