Heimskringla - 13.05.1897, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 13 MAÍ 1897.
Winnipeg.
Rigningar og svalviöri öðruhvoru
siðan 8. þ. m. Kraparegn um stund að
morgni hins 11. þ. m.
íslenzka verkamagnafélagið heldur
fund í Unity Hall á laugardagskvöldið
kemur. 15. þ. m., kl. 8.
Hra. Sigurhjörn Jónsson, sem í sið-
astl. 8 ár hefir búið í Calgary, Alberta,
kom alfluttur til bæjarins hinn 10.
þ. m.
Winnipegvatn íslaust. Skeyti frá
Selkirk segir það hafi losnað um síðustu
helgi og að fyrsti báturinn ‘Red River!
hafi lagt út á mánudaginn 10. þ. m.
Það er alment állt að aldrei fyrri
hafi verið gróðursett eins mörg tré hér
í hænum á einum degi, eins og nú á
trjáplöntudaginn síðasta (7. þ. m.).
Séra Oddur V. Gíslason kom tfl bæj
nrins á þriðjudagskvöldið 4. þ. m. og
fór af stað daginn eftir til Brandon og
þaðan vestur í Vatnsdalsnýlendu og
norður í Þingvallanýlendu.
“Jeppe á Fjalli” léku íslendingar í
Grafton, N. Dak., fyrir f jölda áhorfenda
á mánudagrkv. 3. þ. m., og hæiir Graf-
ton-blaðið ‘News & Times’ leiknum, þó
sérstaklega frarnkomu hra. Geirs Zoega
er lék “Jeppe”. Segir blaðið að það
hafi verið farið snfldarlega með þá
“rullu”.
Hinn 5. þ, m. komu til bæjarins i
íveimur vagnlestum 1200 innflytjendur,
flest Ungverjar, Pólverjar og Gallisíu
menn. Voru þeir svo að segja tafar
laust sendir í hinar ýmsu nýlendur
þessara þjóðflokka: til Roseau River
norðaustur frá Emerson, til Dauphin
héraðsins, til Edmonton og fleiri staða.
hróður eða náið skyldmenni í herinn.
Og þar er þeim manni haldið sem panti.
Geri ættmenn hans uppreist eða séu
með í henni, er maðurinn tekin og drep-
inn, í hegningarskyni og annar nýr ætt
ingi tafarlaust heimtaður.
Almennar fylkiskosningar fóru fram
í Quebec hinn 11. þ. m. og var conserva-
tívum bylt úr völdum, með miklum at-
kvæðamun.
Ráðaneyti Dana sagði af sér hinn
11. þ. m. og hefir konungur kvatt Est-
rup gamla ttil að mynda nýtt ráða-
neyti.
Friður fenginn. Grikkir ganga að
boðum stórveldanna, að viðurkenna
sjálfsforræði á Krít og draga lið sitt
burt þaðan. (Meira í næsta blaði).
Chang Yin Huan, kínverskur prinz
fór hér um bæinn. á austurjeið, með
föruneyti sinu á laugardaginn var.
Hann er sendiherra Kínakeisara til að
taka þátt í 60 ára krýingarhátíð Vic
toriu í London. — Bólusótt kom upp á
skipinu, sem hann kom með yfir Kyrra
hafið, og var það þess vegna sett í sótt
vörð er til Victoria, B. C., kom, far
þegjum haldið í sóttverði nokkra daga
og þeir sjálfir og farangurinn svældur
brennisteinsgufu og öðrum slíkum sött
eyðandi efnum.Þessi meðferð þóttiþess-
um háa berra vitaverð og heimtaði að
Canadastjórn léti sig undanþeginn, En
þar var ekki um nokkra vægð að gera
hjá hinum ameríkönsku barbörum
Þeir fóru með hans hátign eins og aðra
menn.
SKIN EFTIR SKÚR.
Er kuldarigning hefir steypst úr hæðum
Og hverrar skepnu snortið taug, er bær
ist,
Af hverskyns yl þá heimur endurnærist
Er holdið vermir, þyunir blóð í æðum
Þá foldu sólin sendir geisla yfir,
Hún sendir þá er rofar til í skýjum ;
Þá glæðist fjöri, fyllist kröftum nýjum
Og finnur sæla hressing alt er lifir.
* *
*
Vér mætum köldum skúrum lífs á leið
um.
Sem lina krafta, þjaka taugar veikar,
En sjáum þó um síðir-skýja-rof.
Og lífsins sól þá skín á himni heiðum
Og heJga geisla sendir þeim sem reikar
I volki tímans ;—sól, ó, sér þér lof !
Erlendur J. Ísdeifsson.
Bæjarstjórnin hefir afráðið að láta
leggja macadam á Ross, Isabel, Fortog
Cooper Str. með daglaunavinnu undir
umsjón verkfræðings bæjarins. En
Kelly Bros. hafa tekið að sér að leggja
macadam á William Ave. (fyrir $13,
153) og Donald Str. (fyrir $9,750). Að
vændum verður byrjað á þessu tafar-
laust.
Patríc O’Connor, alkunnur hótels-
haldari hér í bænum lézt á St. Boniface-
spítalanum á sunnudaginn 9. þ. m., eft
ir 3 vikna legu. Þjáðist hann ýmsum
sjúkdómum í senn, brjóstveiki, hjart-
veiki og vatnssýki. Á sunnudagsmorg-
uninn slitnaði æð í lungunum og varð
blóðrásin ekki stöðvuð. Mr. O’Connor
var 45 ára gamall, lætur eftir sig ekkju,
en ekkert barn.
Meðal ínnflytjenda til bæjarins i
seinni tíð eru alJmargir Persar, sem
þegar hafa slegið sér saman í hóp og
félagsskap við að búa til allskonar
skrautgripi úr gypsi, er þeir svo pranga
með hús úr húsi um bæinn. Verkstæði
þeirra er á Notre Dame Ave., fjTÍr
austan Aðalstræti. Komi þeim með
tímanum eins illa saman og Assyríu-
mönnunum, sem nærri á hverjum degi
eru með barsmíðismál fyrir lögreglu-
réttinum, verða vandræði að eiga við
þessa austrænu bjálfa.
Nokkrir Dakota-íslendingar komu
til bæjarins núna um miðja vikuna, er
munu hafa í huga að skoða gullnáma-
landið norður frá Hole River fyrir
austan Winnipegvatn. Meðal þeirra
sem vér höfum orðið varir við og sem
komu á þriðjudaginn eru: Jón Stefáns-
son og Jón Húnfjörð frá Hallson, ogí
dag (miðvikud.) er von á Jónasi Brynj-
ólfssyni og Jóni Dínussyni,— Jónas
Brynjólfsson vann fyrrum við gullnám-
ur í Nýja Skotlandi og hefir líklega
meiri þekkingu á gull eða málmblöndun
grjóts en nokkur annar íslendingur hér
í landi.
“Lady of the Lake,” hinn nýi
gufubátur þeirra Sigurðson Bros., kem-
ur hingað til bæjarins frá Selkirk
morgun (föstudag) og fer til Selkirk aft-
ur á laugardag. Á þriðjudagsmorgun-
inn (kl. 2 f.h.) leggur hann af stað þaðan
í fyrstu ferð sína norður á vatn, — til
Hnausu, Mikleyar og Hole River. Þeir
sem þá ferð vilja fara þurfa þess
vegna að fara til Selkirk í seinasta lagi
á mánudagskvöld kl. 7.15. Á fyrstu
káetu verður fargjaldið til Hole River
og þaðan til Selkirk aftur, $5,00 og er
þar með talið fæði, uppbúið rúm og öfl
þægindi eins og i heimahúsum. Þeir,
sem vilja gera sér að góðu, til þess að
spara peninga sina, að vera niðri á
“dekki,” munu fá eins ódýrt far og þeir
geta fengið það hjá nokkrum öðrum, en
miklu fljótari ferð. Mr. Stephan Sig-
urðson, sem sjálfur verður á bátnum,
hefir fengið sér æfðasta vélastjórann á
vatninu, þar sem er Mr. Simpson frá
Collingwood, og annan bezta kapteininn
á Winnipegvatni, þar sem er kapt. Jón-
as Bergman.
Ný jái'nhraut. Það er fullyrt að
Greenway sé búinn að fá auðmannafé-
lag til að byggja járnbraut tafarlaust
frá Win nipeg til Duluth og er hugmynd
in að kv ísl af þeirri braut liggi austur
með Sk ógavatni að sunnan austur til
Rainy Ri ver og sameinist þar væntan-
legri járnbraut frá Port Arthur. Til
þess að fá þetta framkvæmt, þarf Ma-
nitobastjórniniað ábyrgjast félaginu 4%
vöxtu af $'2í milj. af stofnfénu. Braut
þessi á aO liggja yfir landamærin í
mesta lagi 24 mílur fyrir vestan Skóga-
vatn. Það er sagt að innan skamms
verði kallað saman aukaþing í Mani-
toba til að staðfesta þennan samning.
Félag þetta lofar að lækka flutnings-
gjald sem hér segir : Á aðfluttum varn-
ingi 25%, á kolum $1,30 tonnið, og lofar
að flytja 100 pd. af hveiti til Duluth
fyrir 10 cts., frá Braudon eða öðrum
stöðum álíka langt frá Duluth.
Ný sögunarmylna er aðkomast upp
við Winnipegvatn — við svo nefnda
Balsam Bay, austanvert við vatnið og
umlömilurút frá Rauðárósum. Er
mylna sú eign þeirra Hooker & Co. í
Selkiik. Trjábolirnir eru til á staðn-
um og vélin og sagirnar verða sendar
frá Selkirk núna um miðja vikuna. Hra.
Guðm. P. Paulson vinnur hjá Hooker
& Co. í heflunarmylnu þeirra í Selkirk
og mun hann fús til að leggja löndum
sínum liðsyrði, ef þeir vilja ná í vinnu
hjá þeim Hooker & Co.
Meðal hinna mörgu þjóðflokka sem
eiga heimili hér í bænum eru nokkrir
Tyrkir. Þar sem frændur þeirra heima
í Tyrblandi standa nú í stríði mætti
ætla að þeir væru með þeim í anda, en
það er öðru nær. Þeir óska einskis
fran>ar en að Grikkir lemji á þeim að
gagni. Eru það einkum herskyldu-
lög Tyrkja, sem valda þessari óbeit á
stjóru soldáns. Það eru sem sé lög
Tyrkja að hver einasta fjölskylda á
Tyrklnndi verður að leggja til son eða
Selkirk-fréttir. Þeir herrar Bald-
vin Anderson og Guðmundui Péturs-
son Pálssonar eru í félagi byrjaðír að
koma upp greiðasöluhúsi, sem hvað út-
búning og umgengni snertir á í engu að
standa á baki hótelanna í bænum.Hús
ið verður 50X16 fec að grunnmáli og 2
tasíur á hæð og verður óingöngu lýst
með rafmagni — í sambandi við greiða-
söluhúsið ætla þeir og að koma upp
hesthúsi, er taki 20 “teams” og sem
einnig verður lýst með rafmagni—nokk
uð sem er alveg nýtt í Selkirk. Hvort
tveggj^i er búist við að verði fullgert í
Okt. næstk. Hús þetta á að standa við
Morris Ave. —annað stræti fyrir norð-
an Manitoba Ave., og rétt fyrir vestan
Main Str.
í Selkirk er byrjað að smíða Metho-
dista kyrkju fyrir íslendinga.
Núna þessa dágana er búist við að
gufubátar margir í Selkirk dragi “út á
djúpið” — út á vatnið. Meðal þeirra
fyrstu. semút fara, verður “Aurora”,
er Baldvin Anderson verður skipstjóri á.
STAKA.
(Þýdd úr ensku).
Ó, þú landið lyga-Marðar,
Landið kyrkju, drambs og auðs;
Þar sem kreddu þyrna-flækjur harðar
Þrælkyrkja frelsið rétt til dauðs ;
Þar sem að grafir grasi og mosa vaxnar
Geyma jarðsettar vonir manns og fró;
En í hjörðum óttaslegnir asnar
Álögum sínum virðast una í ró.
B
rgmálið
og tvær
brautirnar.
Þá lúðurinn gjallar og hrópar svo hátt
Til hergöngu þjóðina að kalla,
í hamrinum syngur og dillar þar dátt
Dvergur sem lifir þær allar.
Og ennþá hann kveður með rymjandi
raust
Og rómsterkur alt eins og forðum,
Og sýnir oss líka að sumt er hér traust
Og seint mun það ganga úr skorðum.
Og enn þá er barist og enn er það satt
Að eilíf er Héðninga svoldur.
Einn þar sem hnígur þá annar uppspratt
Til orustu vígbúinn höldur.
Þeir stritast og hníflast,—og þar skal til
Að þumbast, og ná öllum hvalnum [þor
Og rífa hver annan og höggva á hol,
Sem hungraðír ernir í valnum.
Og dýrðinni hrósa, — og heimskinginn
Þá hossast á freyðandi bárum, [hlær
Unz holskeflan flónið við hamrana slær,
Og hann flakir allur í sárum.
En þeir sem að ennþá á öldunum hátt
með olnbogaskotum þar stríða,
Og hrinda hvor öðrum í hildýpið flátt,
Eru hetjur sem þora að stríða.
Þó brynja sé rofin og brotið hvert sverð
Og breinglaður hjálmur að skalla,
Afram er haldið með óskapa ferð,
Og einlægt er þjóðin að falla.
Og önnur að rísa úr válegum val,
Og víst er það hroðaleg senna
Ef þettað alt hlýtur og þettað alt skal
Með þessu lögmáli að renna.
En þetta er lögmál sem heimurinn hlaut
Frá Heimskunnar alveldis stóli.
Hann á sér þó fegri og bjartari braut,
Sem bygð er í vizkunnar skjóli.
Þar vinnur hver öðrum til heilla og hags
Svo heimskan má standa til baka.
Bræður og systur, því bezt er oss strax
Þáíirautina óhikað taka.
Því sagan oss bendir á blóðdrifna slóð,
Þar böðlar “af guðs náð” sig stæra,
Þá sjúga þeir merginn úr saklausri þjóð
Og svipan er dómarans æra.
Fyrst goðborin erum, þá sómir oss sízt
Að svínbeygjast heimskunnar oki.
Til handsala göngum og heimtum það
víst
Að hengist hver Mörður og Loki.
Sigurður Jósúa.
c
oncert
FYRST0 EVANGF.I, LUT. KYRKJUNNI
I WlNNIPEG.
Þriðjudaginn 18. Maí
kl. 8 síðdegis.
1897,
Læknir einn gamall gaf upp læknri
störf sín, en áður hann gerði það fyrsi
fult og alt. fann hann það skyldu sína
að gera meðborgurum sínum kunna
samblöndun lyfs eins úr jurtaríkinu, er
kristniboði eínn úr Austur-Indlandi
hafði sagthonum frá. Á meðal það fyr-
ir fult og alt að lækna tæring, barka-
bólgu, kvef, andþrengsli og alla aðra
háls- og lungnasjúkdóma. Það er einn-
ig óyggjandi meðal við allskonar tauga
slekju og taugaveiklun. Var læknirinn
búinn að reyna kraft þess í þúsund til-
fellurn. Knúður af hvötum þessum og
lönguninni til að létta mannlega eymd,
skal eg borgunarlaust senda fyrirsögn
á tilbúningi lyfs þessa til allra, er þess
óska, á þýzku, frönsku og ensku, með
skýrum leiðbeiningum fyrir notkun
þess. Sendist meo pósti að fenginni ut-
anáskrift á bréfspjaldi með tilgreindu
blaði þvi, er auglýsing þessi var í fundin.
W. A. Noyes, 820 Powers Block,
Roche^ter, N. Y,
VOTTORÐ.
Mér er ánægja að geta þess, að dótt-
ir min, sem um undanfarinn tíma hefir
þjáðst af gigtveiki, er nú nær því heil
heilsu. og þakka ég þaun bata algerlega
hinu ágætameðali “Our Native Herhs.”
Ármann Bjarnason.
Alexander Ave, Winnijjeg.
íslendingar sem þjást af gigtveiki
eða sjúkdómum sem stafa af óhreinu
blóði, gerðu vel í að reyna þetta ágæta
meðal. $1,25 virði endist í 200 daga.
Fæst hjá Gunnlögi Helgasyni, 700; Ross
Ave., eða Jóh. Th. Jóhannessyni, 392
Fonseca Str.
1.
2.
3.
4.
5.
Programm:
i.
Chorus: “Vorið er komið og
grundirnar grór”.... Lindblad.
Duet: “Systkinin”.... C. Blum
Miss Herman og Miss Hörgdal.
Solo: “Resurrexit” F.P.Tasti.
Mrs. Kröyer.
Trombone solo: “Nazareth”
...........Charles Gounod.
S. Melsted.
Chorus: “Kom Aand over Aande”
....................Ande.
II.
6. Solo and Chorus: “Behold the
Lillies of the Field”.... Hansen.
7. Solo: “The Lavender Girl”
.....................Troteré.
Miss Aurora Frederickson.
8. Chorus: “Alþýðuvísurnar”
..................Mendelshon
9. Solo: “Ora Pro Nobis”
...............M. Piecolomini.
Miss Anna Johnson.
10. Chorus: “Haleluja” JBergreen.
Inngangur fyrir fullorðna 25c.
fyrir börn innan 12 ára 15c.
Sögu-brot.
Hr. George Wilson, bankastjóri í
Lexington, Missouri, hefir fyrir löngu
síðan sent oss eftirfylgjandi sögubrot,
en sem vér höfum ekki haft tök á að
birta í blaðinu fyr en nú.
“í blaði yðar dags. 11. Marz þ. á.
sé ég að kona Dr. Oronhyatekha. for-
manns Forester bræðralagsins óháða,
er komin af Indíánahöfðingjanum Jos-
eph Brant. í tilefni af þessu dettur mér
í hug saga áhrærandi mína forfeður,
sem doktorsfrúnni þætti fróðlegt að
lesa. Langafi minn — dóttir lians var
móðir föður míns— hét Stokely, og sem
upprunalega mun vera hið norrænaorð
Stikiley,” eða “Stiklö” og sem ef til
vill þýðir eyju með hárri gnýpu á, þar
sem forfeður hans ef til vill bjuggu á
víkingaöldinni. Stokely var fæddur i
North-Carolina. sem var nýhygð Ra-
leighs, og var hann, að ég hygg, af ætt-
bálki Sir Lewis Stuckley, er ofsótti Ra-
leigh og sem samdi ritgerð til að réttlæta
gerðir konungs, er hann lét taka Ra-
leigh af lífi, jafnframt því, er hann í því
riti réttlætti sína breytni, er hann kom
þessu í kring,
Stokely var flokksforingi ístjórnar
byltingarstríðinu 1776 og var hann á
samt liðsmönnum sínum tekinn til fanga
og luktur niðri í kjallara í þorpi einu
Canada, í holu þeirri var svo lágt und
gólf, að karlmaður gat ekki staðið
uppréttur, og dagsljós komst ekki inn
þangað, nema um eina litla gluggakitru
Stokely var einn hinna sauðþráustu
manna, er nokkru sinni liafa verið uppi
og lót hann aldrei af að hughreysta
menn sína’ og brýna fyrir þeim, að ef
þeir héldu áfram líkamsæfingum sínum
mundu þeir einhverntíma geta brotist
út. En eina líkamsæfingin sem þeir
gátu fengið i þeirri gryfju var, að hlaupa
hringinn í kring og snúast hver utan
um annan og allir á fjórum fótum !
íþrótt sem ég ímynda mér að Norðmenn
liafi aldrei tamið sér. Um síðir tókst
þeim að brjótast út, eftir að hafa lagt
fangavörðinn að velli. Flúðu þeir þá
yfir í New York ríki og Pennsylvania
og þó þeir værn vopnlausir, áhaldalaus
ir, og allslausir, hruðu þeir sér einhvern
veginn veg gegnum merkur og skóga
alt til Fort Pitt (sem nú er Pittsburgh)
Á þessari ferð þeirra vildi það til
einn góðan veðurdag, að Indíánaflokk-
ur greip þá. Skemtu þeir sér við hina
hvítú flóttamenn með því að brúka þá
sem reiðhesta og berja þá með höndum
og fótum. Stokely var maður ramur að
afli og reiddist þessari meðferð. Hann
kastaði Indíána sínum af sér, greip sax
hans (Tomahawk), miðaði því á rauð
skinnann liggjandi, en var ekki hæfnari
en svo, að hann bara Kjó af honum
skalperinga-hárlokkinn. Þessu tilviki
reiddust Indíánarnir, tóku þá Stokely
og bundu við tré eitt i skóginum og
bjuggust til að slijóta liann með örvum
sínum. Sagði þá Stokely við sína menn
að haDn ætlaði að sýna rauðskinnunum
það merki frímúrara, er þýðir, að sá
sem sýnir það, er í nauðum og biður
um hjálp. Félagar hans tóku þvi sem
öðru spaugi og sögðu ómögulegt :.ð slík-
villingar bæru skynbragð á frímúr-
aramerki. “Ja, ég ætla nú að gera það
samt,” sagði Stokely og svo lét hann
verða af því. Hann hafði ekki fyrr
sýnt merkið, en foringi rauðskinnanna
skipaði flokksmönnum sínum að leggja
niður vopnin. Sjálfur lagði hann af sér
opnin gekk upp að Stokely og spurði
á góðri ensku : “Eruð þér frímúrari ?”
Stokely kvað svo vera og spurði svo
“Hver er maðurinn ?” og svaraði Indí-
ánahöfðinginn : "Éger Joseph Brant,
flokkshöfðingi Mohawk-Indíána. Ég
var.mentaður á Englandi og þar var ég
gerður frímúrari.”
Stokely var svo leystur og fóru Ind-
íánar vel með hann og menn hans upp
frá því, og að síðustu komst hann tij
sinna manna aftur, í skiftum fyrir
brezka hermenn í haldi hjá Bandaríkja-
mönnum. Á meðan hann lifði mintist
Stokely þessa atriðis í sögu sinni og
sagði börnum sínum hve grimmir og
dýrslegir Bretar hefðu verið við her-
tekna menn ogaðhann vildi miklu held-
ur vera fangi hjá Indíánum en hinum
brezku hermönnum.”
\ CrampsX \ C
\ Colie, \ \(
l
Croap,
Coujihs,
Tooth-
ache,
I)TAMUrCEA, VYSENTERY,
andall IIOWEI, CtíMPI.AINTS.* "
A Sure, Sa£e, Quiclc Cu.-e for these 3”
troubtes is
(vkii:i7 davis’.)
Inter-i
vo Fizr<»,
Lífið var þungbært.
Fjögra ara þrautir og mæða
Batnaði. þó undarlegt megi
virðast, við Celery Compound
Þrjár flöskur nægja til að
bæta Mr. Finter.
aally aud Ezternally. 4: ►.
1 P'ÍO. P.T?ð 2.
Allir sem eru orðnir vonlausir um
bata, eftir að læknarnir hafa gert sitt
ýtrasta, ættu að vita af því, að Paiues
Celery Compound læknar oft þó önnur
meðul bregðist, og gefa manni aftur
tapaða heilsu.
Það er engin fásinna þó sagt sé, að
Paines Celery Compound lækni þegar
önnur meðul bregðast. Því það eru
margir, bæði menn og konur til í Can-
ada, sem geta borið vitni um það.
Til sönnunar fyrir því að Paines
Celery Compound lækni þegar angist og
eymd er sem þungbærast, setjum vér
hór vottorð frá Mr. F. Finter frá Ott-
awa, sem komst til heilsu á elleftu
stundu. Hann segir :
“Ég álít það skyldu mína að viður-
kenna það gagn, sem ég hefi haft af að
brúka Paines Celery Compound. í fjög-
ur ár þjáðist ég af þrautum í höfðinu
og bakinu. Lífið var mér byrði og eng-
inn lifandi maður gæti lýst þjáningum
mínum. Ég fékk ráðleggingar hjá lækn
um og brúkaði margar teg^indir af pat-
ent meðölum, en mér batnaði ekki af
neinu fyrr en ég fór að brúka Paines
Celery Compound. Ég þakka guði fyr-
ir að ég frétti af þessu meðali gegnum
blað eitt í Ottawa. Eg hefi brúkað 3
flöskur af þessu meðali, og er nú al-
veg eins og nýr raaönr. Ég er viss um
það, að ef þeir sem veikir eru vildu
reyna Paines Celery Compound, mundi
þeim fljótlega batna. Ég skal mæla með
þessu meðali hvenær sem ég hefi hent-
ugleika til þess því það er hið bezta lyf,
sem ég hefi reynt.
Gerðu betur
ef þú getur. Það sem er í
Blue Store
varður að fara
Merki:
Blá stjarna
Vorföt fyrir karlmenn,
dökk og grá á lit og $7,50 ®o qG
virði. Vér seljum þau. 'k
Alullarföt fyrir karlmenn,
með allslconar litum móleit, o r, rr,
og stykkjótt $9,50 virði.fyrir '-’ö ‘ 0
Alullarföt fyrir karlmenn,
mjög vönduð, $13,50 virði, ©o ca
Vór seljum þau........ ?>0,av/
F ín karlmannaföt.
Þessi föt eru búin til eftir
nýjustu tízku pg vönduð að <5-1 9 c/v
öUum frágangi. Ættu að
kosta 16—18. Vér seljum þau
Föt úr skozku vaðmáli.
Þess föt eru öll með beztafrá-
gangi og efnið í þeim er alull 01 o r A
ættu að kosta $25,00. Vér
seljum þau á..........
Barnaföt
Stærð 22—26, ættu að kosta
$2,00. Vér seljum þau á....
Drengjaföt
úr fallegu svörtu vaðmáli,
sterk og endingargóð, $8,00
virði. Vér seljum þau á....
Buxur! Buxur! Buxur!
Hvergi í heimi eins ódýrar.
Karlmannabuxur............$1,00
Skoðið karlmannabuxurnar fyrir $1,25
Og ekki síöur þær sem kosta $1,50
Enginn getur selt jafngóðar buxur
og vér fyrir........... $2,00
Karlmanna “FEDORA” hattar svartir,
mórauðir og gráir, meö lægsta verði.
THE BLUE STORE.
bláMstjarna. 434 Main St.
A. Chevrier.
$1,00
$4,50
Robinson & Co.
Deilda=verzlun, 400 og 402 nam str.
Vefnaðarvara allskonar; kjólaefni og kvennbúningur; karlmanna
og drengja-fatnaður; kvennjakkar ; regnkápur; sólhlífar og regnhlífar,
snið og fleira og fleira. — Matvörubúð niðri í kjallaranum. Hvergi betri
varningur eða ódýrari i bænum.
SJERSTOK KJORKAUP
nú sem stendur á kjóladúkum, bæði úr ull og bómuJl.
Sirz með mjög varanlegum lit frá 5 cents yarðið og upp; Flannelettes á
5, G, 8 og 10 cents yarðið ; þykt Gingham-tau á 5 cents yarðið og upp.
Nokkrar buxur (treyjur og vesti selt áður) á 35 een ts og upp. °
Komið og lítið á varninginn.
Robinson & Co.
400 og 40« MAIN STli.
Allir vilja góð föt með góðu verði.
Þú getur fengið þau hjá
Deegan,,,™,,
Hin árlega vorverzlun vor stendur nú yfir.
Blá drengjaföt...$1,50 Drensja treyja, buxur og vesti $2,75
Drengjaföt úr vaðmáli.$2,00 Drengjabuxur, allar stærðir 50 og 75c.
Do. sneplótt $2,50—$3.00 Húfur, hattar og skyrtur með mjög
Do. úr bláu serge.$4,00 lágu verði.
Karlmannahuxur $1,00 og $1,25. Karlmannaföt, Ilattar,
Húfur og Hálsbindi, alt með lægsta verði.
I ’l T7I T7 A XT Merki : Stór hanzki.
U 1—4 ÍJ U 1\ 9 £>«« Main Str.
Drewry’s Celebrated
Buck Beer.
Þegar Bock-öl kemur á markaðinn er auðsætt að vorveður og hiti er f
nánd. Það er fyrirrennari hátíðarinnar, þcgar menn alment æskja
eftir léttu, svalandi öli með gullnum blæ. Bock-öl er gert úr “amber”
malti, sem er búið til sérstaklega fyrir þ$fsa öltegund, ng er bið ágætasta
meðal til að bæta og hreinsa blóðið, Til heimabrúks seijnm vér þetta öl
íhólfmerkur flöskum, ein kolla í hverri, sem er hentugasta og besta stærð-
in til að geyma í heimahúsum.