Heimskringla - 13.05.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.05.1897, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 13 MAÍ 1897. ••••••••••••••••••••••• Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. 4 Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. •••• TJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. 0. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með aSölium. • • •• EGGERTJOHANNSSON BDITOR. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Box »05. Yélin reynd. Vélin í hinum nýja gufubát þeirra Sigurðsson Bros., — Lady of the Lake—var í fyrsta skifti reynd fyrir alvöru á laugardaginn 8. þ. m. Var fjölda manna boðið að fara á bátnum þessa fyrstu ferð, — meðal annara íjölda mörgum íslendingum í Winnipeg, þótt fáir þeirra hefðu tækifæri til að hagnýta boðið. Alls voru á bátnum rétt um 200 boðsgest- ir og mátti þó ekki heita að þröngt væri. Við þetta tækifæri kom hinn íslenzki homleikaraflokkur fyrst fram opinberlega og mun óhætt að segja, að Selkirkmönnum flestum hatt þótt sú skemtun tilkomumikil. Homblásendurnir allir fengust ekki í íörina, svo flokkurinn var veikari fyrir en ella, en samt gerði hann vel, sérstaklega þegar athugað er að flokksmenn hafa haft fáar sameigin- legar æfingar. Spretturinn sem farinn var til að prófa vélina, var niður Itauðá frá Selkirk fullar 13 mílur vegar og upp eftir af'tur, eða sem næst 27 míJnaferð alls. Niður eftir ánni fór báturinn þessa leið á tæpri klukku- stund og var þó ekki beitt - nema hálfu afli vélarinnar. Á uppeftir leiðinni hitnaði vélin lítið eitt, svo draga varð úr ferðinni, til að kæla hana og gekk því nokkuð meiri tími til að ná heim aftur. Það virtist öllum á bátnum bera saman um að “Lady of the Lake” sé “rennilegasti” bátumn á Winnipeg- vatni og margar spár heyrðust þess efnis, að hún mundi reynast ferð- mesti báturinn á vatninu. Winnipeg-íslendingum gefst ef til vill tækifæri til að sjá þennan bát og bregða sér bæjarleið á honum núna innan skamms. Eigendumir munu sem sé hafa í hyggju að koma með hann til Winnipeg annaðhvort fyrir eða rétt um 24. þ. m. En hvern dag það verður er ekki hægt að ákveða enn, því enn er eftir að setja í glugga, dyraumbúning o. s. frv. á fyrsta farþegjarúmi. Meðal Winnípeg-manna á bátn- um í þessari vélreynsluferð sáum vér Mr. og Mrs, E. Olson, Mr. og Mrs. G. Thomas, Mr. og Mrs. T. Thomas, Mr. 0. V. Olson og að auki hornblás- endurna, að sjálfsögðu. VEITT HÆSTU VERÐL AUN A HEIM8SÝNINGUNN BAKING POWDIR IÐ BEZT TILBÚNA óblðnduð vinberja Cream of Tartar owder, Ekkert álún, ammonia eða nur óboll efni. 40 ira í-eynslu. Hið íslenzka Garð- yrkjufélag. er óefað að mörtcu leyti eitt hið þarf- asta félag á Islandi og ætti það ef vel væri að blása í sundur og verða stór- eflsstofnun á stttttum tíma, það því fremur, sem trú á framtíð Islands sýn- ist óðum að vakna í seinni tíð. Þegar sú trú fer almennt að vakna ættu bænd ur hvervetna á landinu að sýna það, meðal annars með því, að koma upp að minsta kosti einu garðyrkjufélagi í hverri sýslu, er þá gæti verið sem deild af hinu ísl. Garðyrkjufélagi. Það er svo margt sem þarf að taka breyting- um á Islandi, ef það á að geta orðið framtíðarinnar land, og meðal þeirra breytinga er það, að garðyrkja þarf að verða almenn hvervetua & landinu. En sé dæmt um viðgang garðyrkjunnar á íslandi af stærð ársrits Garðyrkjufélags ins, þá eru framfarirnar smáar enn. Ársritið er ágætis rit í sinni röð, en það er svo óvenju lítið, að í það kemst ekki nema lítill hluti af öllum þeim upplýs- ingum, sem landsmönnum eru nauð- synlegar. Nú er það kunnugt að for- vígismenn Garðyrkjufélagsins eru framfaramenn, og má af þvi ætla, að hefði ársritið verðuga útbreiðslu mundu þeir stækka það tafarla.ust og með því auka þýðingu þess. Að þeir sjá ekki fært að stækka það, kemur auðvitaðtil af því, að menn eru ekki alment orðnir svo trúaðir á framtíðina, að því er garðyrkju snertir, að þeir vilji verja20 aurum—verð ritsins eins og það er nú —fyrir þær upplýsingar sem ársrit garðyrkjufélagsins hefir að geyma. En þær upplýsingar eru samt svo mikils virði.að ársritið ætti að veratil á hverju einasta heiinili á Islandi. Ársritið fyrir 1897 flytur ritgerðirn- ar : “Hreinsun garðanna”, eftir Scher- beck, fyrrv. landlæknir; "Berjarækt”, eftir A)rna) Th)orsteinsson); “Þang til áburðar” og “Að skifta um í garðinum’, eftir Einar Helgason. — I ritgerðinni um berjarækt sést að á suðurlandi að minsta kosti þrífast ýmsar berjateg- undir, sem hér eru almennar, svo sem stikilsber (Gooseberry), Hinber eða Hindber (Raspberry), Jarðarber (Straw- berry), eða sem Vestur-íslendingar al- ment kalla þau, “Stráber”. Athugasemd við “Yfirlýsing” F. R. J. í 15, nr. Hkr. þ. á, kemur F. R. J. með þá yfirlýsingu, að ég hafi farið með “meiðandi slúður” sér viðvíkjandi, nefnil', að hanu væri gjaldþrota. En hvort svo sé eða ekki ætla ég að leggja undir d<irn réttsýnna lesenda blaðsins, Þá er það þannig: Flestir af þessum fátæku íslenzku bændum er höfðu ritað nöfn sín undir skuldabréf F. R. J. voru knúðir nú í vetur til að borga mikinn hluta af þeim sknldum, er þeir stóðu i ábyrgð fyrir, og ýmsir af þeim urðu að setja ábýlisjarðir sinar í pant fyrir pen- ingaláninu. Hvers vegna voru þeir knúðir til að borga skuldir F. R. J.? Einungis vegna þess, að lánardrottnar F. R. J. hafa viljað einhverra orsaka vegna ná því fé frá honum er þeir áttu i vörzlum hans, en sökum þess að F. R. J. hafði ekki gjaldeyri handbær- an, þá er kröfurnar komu, þá voru þeir—undirskriftarmennirnir— lagalega knúðir til að borga ábyrgðir sinar.— Hór sjáum vér nú: F. R. J. getur ekki gjaldeyrisleysis vegna sint eða uppfylt skuldakröfur lánardrottna sinna, og verða því undirskiftamennhans að taka við kröfum og lúka skuldum. Finst yður nú ekki, lesendur góðir, að þetta muui vera gjaldþrot? Já, mun- uð þér segja, og ekkert annað. Svo for- hertann ímyndaði ég mérekki F. R. J., að hann mundi dirfast að neita þessum sannleika. En hvers vegna fór ekki F. R. J. til bankannaeða einhvers peninga manns með þessar verðmiklu eignir sín ar ! og tók penÍDgalán á þær ? Hefir máské hugsað að ]æir inundu meta þær lítils ! (eignirnar eru óábyrgð skulda- bréf og reikningar í bókum), eða náði ekki mannkærleikurinn svo langt að hann vildi losa undirskriftamenn sína við ábyrgðina? ‘Ekki er alt gull sem glóir’. Það hetí óg ekki sagt, að F. R. J. mundi veröa gjahlþrota frá eilífð til eilífðar, en fyrir yfirstandandi tíma er hann virkilega gjaldþrota. Enégvona að hann komist á fætur aftur, og ég óska þess, að komist bann á fætur, að hann bresti þá ekki drenglyndi til að leysa undirskriftamenn sína úr þessari fjármálaþröng, er hann heíir krept þá í. —F. R. J. gefur í skin að ég muni vera illgjarn maður: má vera að svo sé, en þó lítur út fyrir að liaun sé verri, Ég hefi aldrei reynt tilað svíuja fátæklinga í fjárglæfrafyrirtæki. A meðan (að lík- indum) undirskriftamenn hans liggja andvaka í rúmum sínum og af auguin þeirra hrynja sorgartár af ótta fyrir bjargarskortí fyrir sig og sína, nýtur F. R. J. lífsins sem auðugur maður. — Ef F. R. J, seskir þess, að ég reki upp alla verzlunar.sögu hans hér á meðal ís- lendinga og svo máské ýmislegt fleira. þá enda. þótt það sé leiðinlegt verk, og ég beri sérstaka fyrirlitningu fyrir hon- um um leið og ég aumka hann þá engu að síður mun ég gera það. S. M. S. Askdal. Hálfyrði lagt í belg. Það er búið að rita svo mikið og margtum þjóðminningardag íslendinga i Vesturheimi, — Islendingadaginn— og færa svo mörg rök fyrir þeim skoðun- um og skilningi, sem hver leggur í mál- efnið í heild sinni til stuðnings sínu máli og svo aftur felli þráðinn til að flækja eða slíta það sem andstæðingun- um líkar ekki, að það er bæði gaman og gagn að lesa það. En af því að enn sýnist nokkuð í land áður en málefni þetta er leitt til lykta, þá dettur mér i hug að gefa hugsun mína til kynna í þessu máli. Eg er að ’visu samhuga þeim flokknum sem hefir á móti því, að bezt sé að halda þessa þjóðhétið 2. Ágúst í minningu stjórnarskrárinnar 1874, það mátti að vísu sannast á henni að betra er að veifa röngu tré en engu. Hún gat verið brúkanleg aðbyrja méð henni, hefði hún smá batnað og hlómg- ast, eu það var oger öðru nær. Hún hefir allan þennan ára tíma (23 ár) bor- annaðtveggja engan eða eitraða ávexti í öllum mestáríðandi málefnum hinnar íslenzku þjóðar, og er óþarfi að eyða um það fleiri orðum, því blöð okkar Hkr. og Lögb, hafa fært mörg rök fyr- ir því að þetta er satt. En hefði stjóru arskráin verið hér um bil orðin fullkom in nú, þá var enginn dagur nútíðarinn- ar betur valinn til íslendingadags beggja megu. hafs, en þessi dagur, 2. Agúst, og þá hefðu allir sannir íslendingar virt og viðkannast helgi hans, sem unna frelsi og framfðrum fósturjarðar sinnar. En nú er að gæta að ástæðum þeim sem ritstjórar vorir og fylgismenn þeirra færa til sönnunar máli sínu, að halda Islendingadaginn 17. Júní, eða nokkru fyrr eftir ástæðum, þá hafa þeir að mörgu mikið tíl síns máls og er al-íslenzkur andi í þeim, sem mælir með því eftir fornþjóðar vorrar hugs- unarhætti. En má ég ekki spyrja: ætli það væri ekki enn þá hetra og fullkomn ara að færa sig til 24. Júní ? Þá var kristni lögtekin á íslandi árið 1000, eins og þér vitið, og þá fullkomnaði það mikilvæga atriði þjóðvald og frjálsræði hinnar sjálfstjórnandi íslenzku þjóðar, og enginn dagur í stjórnar og löggjafar sögu Islands, þykir mér eins þýðingar- mikill fyrir alda og óborna íslendinga, sem þessi dagur 24. Júní 1000, og ekk- ert atvik í landssögu vorri, lýsir eins vel einkennum, hugprýði, viti og sjálf- stæðishugsunum þjóðarinnar, til fróð- leiks, framfara og fullkomnunar, eins og þetta aðkvæðamikla fótmál sem þjóð vor steig þá, eða hvar höfum við dæmi til í veraldarsögunni að kristni- boðið hafi gengið svona greiðlega? Hvorki hervald néhugleysi ógnaðiþeim; hjá íslendingum stóð hetjuöldin yfir um þessar muDdir og það í fullum blóma, svo þeir óttuðust ekkert nema ódrengskap og bleyðiorð. Þeir voru manna spakastir að viti á norðurlönd- um í þann tíma, það sýna lög þeirra og ljóðagjörð; þeir þoldu enga kúgun eða drottnunarvald. Þeir voru frjálshugs- andi þjóð og fornvitringar, og af þvi þeir voru gæddir þessum hæfilegleik- um, skildu þeir manna bezt þetta mikia tákn tímans: siðaskiftin. og því finst mér að þetta sé annar þráðurinn í sambandi við alþing og þingsetning hinnar íslenzku þjóðar, og sé þá máské eins rétt að nefna daginn þjóðminning- ardag, og það nafn finst mér minna betur en flest annað á framför, frægð og frelsisást feðra vorra um leið op það hvetur nútíðar- og komandi alda kyn- slóðir sínar, til hins sama. Eg fjöiyrði þetta eigi framar, því ég veit að þér sem eruð frumherjar aö hsu nauðsyn- lega þjóðminningarmál ’ .i voru, sjáið vel stefnu mína og>k !jið tilganginn uin leið og þér ljáið þc-- m línumrúm í blaði yðar. Yðar með • ðingu, Gu ar Gíslason. Athugasemd. Sá d • -ur, sem hin- um heiðraða höf. finst >- > markverður, þ. e., 24. Júní, er nú þi . ■ r viðurkend- ur hjá Vestur-Islending i sem nægir. Það er sem kalla mæu kyrkjuþings- dagur þeirra. Það er vítanlega ekki sjálfsagt að kyrkjuþingið komi saman þann dag, en það er þá samt komið í hefð að það kemur saman, ef ekki Jóns messudaginn, þá samt næstu daga á eft ir. Að gera þann dag að Islendinga- degi, kemur ekki til mála, fyrri en þá, að allir Islendingar í landinu eru orðnir svo ram-lúterskir og svo ákafir trú- menn, að þeir sjái engan atburð í sög- unni þess verðan að minnast hans, nema hann sé bendlaður við trúar- og kyrkjumál. Dagurinn er vitanlega merkur, af því að þann dag 1000 gerð- ist það á íslandi, sem er svo algerlega einstakt í sögunni. En að hann sé merkari en það atriði í sögunni er ís- lendingar fyrstu urðu til sem sjálfstjórn andi, samvinnandi þjóð, háð einum og sömu allsherjarlögum, sömdum á þjóð- arinnar eigin allsherjar löggjafar- og dómþingi, — það getum vér með engu móti viðurkent. Að kristni var lögtek- in var afleiðing af þvi, að þjóðin var til, og þeir sem kristniboðsmálið fluttu urðu alt undir högg aðsækja til alþing- is, hins æðsta valds og réttar í landinu. Sá dagur getur þess vegna ekki setið fyrir fyrsta samkomudegi alþingis sem merkisdagur í sögunni. Ritstj. UVst Eiid Drng Store. (COLCLEUGH & CO- CoR Ross & IsABEL STR. Selur skólabækur og ritföng, busta, svampa, handsápu, leikhnoða og “Base Ball”-hnetti. Skozkt Maccabakieftóbak og afarmargt annað sem ekki er rúm til að telja. HFTIRMÆLI. Jafnvel þó láts Elinar sál. Sigurð- son hafi áður verið getið hér í blöðunum ætla ég að leyfa mér að bæta þar við fá- einúm orðum. Elin sál. var fædd árið 1855, foreldr- ar hennai voru Kristján Jónsson Kjerne steð, Þorlákssonar, og fyrsta kona hans Þorbjörg Pálsdóttir, prests að Bægisá, Árnasonar biskups, Þórarinssonar.Móð- ir Þorbjargar var Þórdís Stefánsdóttir Schevings, Lárussonar sýslumanns og konu hans Steinunnar Steinsdóttir bysk- ups. Hjá föður sínum ólst Elín sál upp þar til hún flutti með honum til Ameriku árið 1876, en árið 1880 giftist hún heiðurs manninum Þorsteini Einarssyni, ættuð- um úr Norður-Þingeyjarsýslu, með hverjum hún lifði í ástríku hjónabandi i tæp fjögur ár, þar til guði þóknaðist að taka hann frá henni, hvers hún aldrei beið bætur, fyr en nú þann 17. Marz s.l. að guði einnig þóknaðist að kalla hana til sín eftir langar og strangar þjáning- ar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, af hverjum tvær efnilegar dætur eru enn á lífi. í ekkjustandi lifði Elín sál. og barðist heiðarlega fyrir sór og börnum sínum, þar til nú fyrir rúmum þremur árum að hún giftist eftirlifandi manni sínum herra Árna Sigurðsyni, og eignaðist með honum einn dreng sem enn er á lífi. Elín sál. var, að allra vitni er hana þektu bezt, mjög merk kona. og gædd miklum sálar og líkamshæfileikum, hafði miklar en stiltar gáfur, trúkona sönn og hin vandaðasta í öllu sínu dagfari. og vildi í hvívetna koma fram til góðs. Hún á því þegar á alt er litið ekki,,mjög marga sina líka, enda þó hún léti ekki mikið á sér bera i mannfélaginu. Bless- uð sé minning hennar. Nú þín er unnin æfiþraut og endað bölið stranga, þú gengin ert þá aðalbraut sem allir hljóta að ganga. Þú treystir drotni, dóttir góð, sá drottinn leyst þig hefur, og lausnarans fyrir líf og blóð þér lifið eilíft gefur. Þinn fornvin aftur fundíð þú á friðarins landi hefur, með sömu ást og sömu trú hann sig nú að þér vefur. Þar gleðjist þið um eilíf ár við unaðsljósið bjarta, þá græðast öll hin sollnu sár er sviðu þínu hjarta. Hve hjarta gleðja mitt það má að mega er stundin kemur, um eilífð dvelja ykknr hjá, þars ekkert böl er fremur. M. S. Alexander Bjarnason. Með siðustu póstferð heiman af Is- landi barst mér í bréfi ódagsett dánar- fregn aldurhnigins góðkunningja míns (frá fyrrt tíð), Alexanders |Bjarnasonar, er látizt hafði um síðastl. áramót að heimili sínu Villingadal í Dalasýslu. Ef til vill mun sumum þykja það undrum sæta, að maður, sem þegið hafði um lengri eða skemri tíma lífsframfærslu af hálfu annara að meira eða minna leyti, skuli hafa getað unnið til þess að minning hans væri haldið á lofti fram- yfir dánardaginn. Slík fjáhagsleg sjálf- stæðni er svo oft aðal ástæðan fyrir því, að þeir sem henni eru háðir deyja út úr meðvitund samþjóðarinnar — jafnvel löngu áður en lífið sloknar. En að því, er þennan mann snertir, þá hefði hann vissulega unnið öðrum beturfyrir viðurkenningu, sem hann þó varla eða aldrei naut í lífinu. Alexand er sál. var einn hinna allra einkennileg- ustu manna þeirra. sem stökusinnum finnast meðal hinnar isl. þjóðar. Hann var fastákveðid samtiðarbarn alla ævi og heldur vildi harin þó hugsa fram úr siuni tíð, en að horfa til baka. Sein bóndi eða búmaður var hann engin sér- stök fyrirmynd sem ‘gróðamaður’, því jafnan var hann fátækur. En sem gáfu- og íráðdeildarmaður í málum þeim, er snertu hag sveitunganna var hann mik- ils metinn, og tók þá allmikinn þátt í þeim. Eftir nokkurra ára búskap í Miðdölum í Dalasýslu flutti hann norð- ur í Hrútafjörð að Melum, og siðar að Þóroddsstöðum og var jafnan í hús- mensku síðan. Hafði hann ofan af fyr- ir sér og sínum (konu og börnum) með að vinna til og frá við smíði, því hann var verkhagur mjög einkum að tré- smíði. En nú verður þess að geta sums, er einkendi Alex. sál. mjög frá flestum samtíðarmönnum hans. Hann var flest um mönnum seinveirkari á hversdags- verk öll, og til annara líkamlegra hreyf inga, eða það sem vanal. er kallað gjör- samlega fjörlaus maður. Líkaminn gat ómögulega fylgt með hugsun þessa ein- kennilega manns, því þegar litið var til hinna andlegu ‘ferðalaga’, var sem 'jó- reyk brygði fyrir’ oft og tíðum. Hann var skapaður fjörmaður á andlega visu, og oft gekk hann í berhögg við lífsstöðu möguleika sjálfs síns, sem jafnan voru þrengra takmarkaðir en flestra annara. Aldrei hafði hann neinnar kenslu notið, en þrátt fyrir það hafði hann getið sér mikillar sjálfunnrar mentunar. Hugs- un hans var skýr og skoðanir sínar, er ætíð voru samtíðarinnar framfara skoð- anir varði hann jafnan undansláttar- laust. Hann gpt aldrei ‘slegið úr lagi’ eins og svo möigum er hentugt í þessu lífi. Samvi^ká" haDS skipaði honum vægðarlaust ^ð fylgja fast fram því er hann áleit réttast í hvívetna. Hann Eg get ekki ímvndað mér að til sé k eins góðar pillur, eins og Ayer’s f Cathartic pillur. Þær gerá alt |F það sem talið er að þær geri og b jafnvel meira. Þegar ég hefi kvef ? og er alverkja, frá hvirfli til ilja, F K feSi ‘aiLss.'Sas * ■“» "■>»»' *™»“»»»> PILLU SKEL. Góð pilla er f góðri skel. Pillu Fyrir höfuðverk * £ pilluna og felur hið beiska bragð,— • gerir hana ljúffenga. Á sumum pill- frum er skelin of þykk, fæst ekki til að uppleysast svo pillan innan í skelinni gengur um innýflin verkanalaus, — gerir jafnt gagn og pilla gerði úr brauði. Á öðrum pillum er skelin of þunn, svo að loft kemst að píllunni og hún tapar krafti sínum. Eftir að hafa mætt áhrifum lofts í 30 ár, hafa Ayers pillur reyust eins áhrifamiklar og þær, sem komu úr verk- smiðjunni fyrir fáum stundum. Það er góð pilla í góðri skel. Biðjið lyfsala yðar um __ AYERS CATHARTIO PILLS.________________________ * Þessi vitnisburður er fullum stöfum i Ayer’s “Curebook” ásamt hundruðum annara. Fæst ókeypis hjá : J. C. Áyer Co., Lowell, Mass. vildi mega krefjast þess, að allir menn væru menn meira en að nafninu, og sér- stakl. hvatti hann mjög til þess, að reynt væi'i að gera menn úr börnunum með frekari viðleitni en vanalega gerð- ist. Alex. sál. var vanari við torfæru en sléttar hamingjubrautir. Hann var misskilinn sökum þess, að hann liafði eigi ávalt skoðanir fjöldans, heldur hinna vitrari manna, og hann gat ekki heldur æfinlega beðið á meðan hinir voru að ‘ætla að átta sig’. Hann hélt sinu andlega stryki og sinni skoðun rak leitt í horfinu. Fyrir þessa sök var hann oft kallaðui sérvitur og óþjáll í skoðun og kröfuharður að óþörfu. En fremsta flokknum varð hann að fylgjast með samt. Á yngri árum hans var það þjóðarinnar yndi að yrkja og lesa rímur, og af því það var þá líka betri manna skoðun, þá orkti Alex. lika rím- ur og ljóðabréf, sem vel þoldu saman- burð við betri en meðal ljóð samtíðar- innar. Þegar sá siður dó út, tóku hin- ir betri menn til að rica 'meira um ýms nauðsynjamál og semja bækur í stærri eða smærri stil, og þá náttúrl. fór Alex að rita um sömu efni og gefa út ýmsar smábækur og ritlinga (t. d. "Grasnytja kverið” o. s. frv.). Aldrei reit hann að óþörfu né til þess að eins að fá nafn sitt prentað. Hann reit gott, hreint íslenzkt mál og lipran, en stundum óvæginn stíl og ævinlega óhikað, Rithönd hans var ein hin fegursta er ólærðir menn íslenzk ir hafa dregið. ‘Settletur’ og ýmsa aðra skrautritan reit hann í bezta lagi. Yfir höfuð var hönd hans það sem vanalega var kallað ‘lærð hönd’. Alex. sál. var mjög nærfærinn um ýmsa læknis- eða sjúkdómsfræðilega hluti, þótt eigi gæfi hann sig við þess- konar störfum. Eigi alllítið vann hann að ‘umferðarkenslu’, eftirað hún komst í tízku. Trúmaður var hann og einn hinn mesti. og vann manna mest að uppfræðslu barna og unglinga í þeim efnum. En í þeim sökum þótti nokkr- um hann ekki kröfuvægari en góðu hófi gengdi, og þó virtu börnin hann og unnu. Sem dæmi upp á samtíðalegan rithátt Alex. þykir mér ekki úr yegi að geta þess, að nokkru áður en ég fór heiman af íslandi átti ég tal við nýlærð ann ungan prest um ýmsa menn er þá rituðu í blöðin um algeng nauðsynja- mál, og mælti prestur þá : “Það er, víst barnungur, f j örugur maður þessi Alexander Bjarnason; (þær bera það með sér greinarnar hans”. En ég gat ekki fjarskast svo mjðg yfir þvi, að maður sem þá var líklega hátt á sex- tugsaldri væri svo ýkja ungur. — Það mætti margt fleira segja, er umræðu vp'í t væri úr lífi þessa manns, en bæði er það, að blöðinheima á Islandi líklega láta margs þess getið, eða ættu að geta þess, og svo er ég hér eigi sem bezt sett- ur til þess, að geta tilgreint jafnvel hrhning þeirra efna er hann rcit uni og vunn að. Alex. sál. var mikill maður vexti, h.ir og þrekiun og líkaminn virtist vera helzt óbifanlegur fyrir hvatir innan að eða frá umheiminum, — var likastur ó- hrekjanlegum “kletti úr hafinu”. Gleði- maður var hann nokkur, en þó meir hneigður til verklegrar alvörugefni. Ó- áreitinn og siðprúður var hann i allri framkomu, en óvæginn mótstöðumaður ýmsrar skaðlegrar munaðarvöru nautn- ar og annars óþarfa. Hann var aldrei einn hinna hversdagslegustu manna þjóðarinnar, en krafðist af sjálfum sér að standa framar. — Á hinum síðustu árunum var heilsan biluð, en þrátt fyr- ir það var andinn hress. Minning þessa manns ætti að lifa, metin og virt eigi síður fyrir það, þótt verk hans væru ekki ávalt rétt dæmd meðan hann lifði. Winnipeg, í Apríl 1897, J. Einarsson. PYNY-PECTORAL Positively Cures COUGHS and COLDS in a surprisingly short time. It’s a sci- cntific certainty, tried and true, soothing and healing in its effects. W. C. McCombf.r & Son, Bouchette, Que., report In a lott«r that Pyny-P«ctoral cured Mrs. C. Carccau of chronlc cold ln ch«Bt and bronchial tuboa, and al»o cured W. G. McComber of a lun^-stamliti^ cold. Mr. J. II. IIutty, Chemist, 528 Yonge St., Toronto, writes: “ Ah a geuðral coiVrh and lung syrup pyny- Pectoral ls a most invaluahl* nrej.ujatinn. It liaa pivcn the utnaost aatiafaction to all wlio iiavo trled It, manr liavlng spoken to me of tho lHUiufjta dcrived from lta use ln their familiea. It is snitable for old or yonm:, brliuf pleasant to tlie taste. Its s.ale wlth me has boon wondcrful, ftn-l I ran alway* rrcommend it as a safo and rciiablo cough medicíno. ’* Larcrc ISottlc, 25 C'ts. DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd. Sole Proprietors Montkeal Mikið áframhald í skóla orsakar riðu. Unglingsstúlka fékk þessa veiki alt í einu. Gat ekki hrært hendurnrr og gat með naumindum gengið. Náði heilsu. Tekið eftir The Napanee Express. Taugaveiklunor oft orsök f miklum þrautum. Ein af orsökunum til tauga- veiklunar einkum meðal ungs fólks er riða. Fregnriti blaðsins segir frá un gri stúlku frá Saltby, sem var mjög slæm af þessari sýki. Hann segir: ‘Ég hefi aldrei þekt neinn sem hefir þjáðzt jafn mikið af taugaveiklun. Hún var alt af á hreyfingu og hristingi og hafði ekkert vald á hægri hendinni þegar hún reyndi að lyfta einhverju með henni misti hún það óðar í bili. Þegar hún reyndi að ganga snerust fæturnir undir hendi svo að hún gat ekki staðið. Eg frétti ný- lega að henni væri batnað, en af því ég gat ekki í fyrstunni trúað því, þá gerði ég mér ferð til að fiuna hana. Fréttin reyndist sönn, og það eð ég hafði þá skoðun, að einhver sem hefði samskon- ar kvilla kynni að hafa gott af að heyra söguna, þá bað ég um leyfi til að opin- bera hana í blöðum, og fékk ég þegar leyfi til þess. Þessi unga stúlka sem ég á við, er Miss H, M. Gonyon mjög vel látin stúlka a meðal þeirra sem kynni höfðu af henni og var það álit inanna að húu hefði fengið þessa veiki af of mikilli áreynslu við nám í skóla. Miss Gonyon sagði eftirfylgjandi sögu: ‘Alt haustið 1894 var ég lasin og sagði samt engum frá því. af því ég var hrædd um að foreldrar minir mundu halda mér heima ef þau vissu af því. Mér versnaði meira þangað til ég varð svo slæm aðég gat ekki haldið pennanum. Ég var verri í hægri hliðinni jafnvel þó ég væri slæm í hiuni. I Janúar var ég svoslæm að ég varð að hætta við skólann og mér Versnaði alt af meir og meir. Ég gat, ekkert gert, því ég misti alt sem ég lók upp og mér var naumast mögulegt að ganga v»gna óstyrks í fótunuin. Bróðir minn sem verið hafði lasinn var um þetta leyti að brúka Pink Pills og hafði honum batnað töluvert af þeim og datt mér því í hug að úr því þær voru svo góðar fyrir hann kynnu þær einnig að vera góðar fj'rir mig. Áður en ég var búin úr einni öskju var ég töluvert skárri, og þegar ég var búin að hrúka Pink Pills í einn mánuð var ég allieil. Það er nú meira en ár síðan óg hætti að brúka pillurnar og hefi ég ekki fundið hið minsta til veikinnar síðan. Kg or lullviss um að Dr. Williams Pink J’ills björguðu mér frá langvarandi þjáning- um, og ég vildi ráðleggja þeim sem eru veikir af taugaveiklun að btúka þær’. Dr. Williams Pink Pills hjálpa til að mynda nýtt blóð, styrkja taagarnar og útrýma þannig sjúkdómsefnum úr líkamanum. I mörgum tilfe-lum hafa þær læknað eftir að öll önnur uviðöl hafa misheppnast og hefir það þannig sannast að þær eru einhver hin merk- asta uppfinding af meðala tagi, wem gerð hefir verið í seinni tíð. Ekta Pink Pills eru að eins seldar í öskjum með fullu nafni félagsins á umbúðunum: Dr. Williams Pink Pills for Pale Peeple, Varið ykkur að taka ekki sem Pink Pills aðrar pillur en þær sem hafa hið registeraða merki fólagsins á umbúðun- um. I hiiye prcftcrlV’d MuiiUiolPlnBlor ir. a : imKr f)f óf nfJiiratgrtr.Yi’ja rhf'miuriic ;<:úr'3.rui:i.1 nm vory mui h virh th« efT>"..s anil pleasat'.tncftaof H« af'ptimtlon,—w. ii. Cari k.v- tek, M.D., ttoréi Orrord, l:<wtr>ik‘. I havo usocl Maril j >1 Plaaicr* Jn scvor.il ciifns, of mnsctnai1 rhouiói?.ium, a>ui fln«l m évér7 tliatitpivoftlni -sMj.Hiuriiandpnpiuu wnt ri.. if. —J. H. Moork M.í> . WaahinRton, D-C. It Curcs Sciatica, I.umlDtpo, Neu- ralfjia, Paine ln l.atik or Si<le, or uny Muscular Pains. Price I Davl* & Lawrenrn Co., Litd, 25c. I Solc Proprietors, Montreal. ® ««©©©«> @ © & «a>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.