Heimskringla - 20.05.1897, Side 1

Heimskringla - 20.05.1897, Side 1
 Heimskringla. XI. ÁR. WINNIPEG, MAN., 13 MAl. 1897 NR. 20. ExCuRsIoN! NORDUR A WINNIPEQ-VATN MED “Lady of the Lake,” Mánudaginn 24. 5Iaí (Queen’s Birth Day). Sérstök lest til Selkirk fer frá C. P. R. vagnstöðvunum kl. 9 f. h. Fargjald, fram og til baka, að eins $1,50 fyrir fallorðna og 75 cts. íyrir börn. Glymjandi hornamusik! Farbréf hjá. C. P. E. Erfðaskráin. [ Eftir Bjarka]. Er erflngjahópinn minn horfl’ ég á, —Það held ég að enginn mér lái— Með áhyggju reikna’ eg upp eignina þá, Sem eftir mig dáínn hann fái. Að fjársjóðum ýmsum til arfs get hann leitt, —En ekki’ er það frægðin né gróð- inn; Eg hvortveggja því hef um æflna eytt í útkjálkabúskap og — Ijóðin. Og þeir eru: reynsla að líf er ei létt, En leið til að sigra og þola; Og heiminum út úr hvern heilagan rétt Að heimta, en aldrei að vola. Að reka’ ei sem uppslitið duft gegn um drif Hvern daginn með sofandi geði; Að álíta’ ei sorgina ómeginslyf Né eitrun í lífshraustri gleði. Að rýna’ ei svo fast á alt saurugt og svart Að sjá ei Ijós nema’ í móðu; En gleðjast við sólskin og sumarið bjart Og sálirnar háfleygu’ og góðu. Að krossfestu ei einn fyrir iesti síns lans Og leysa svo brotlega marga; Að hata til eilífðar meining eins manns, En manninum sjálfum að bjarga, Með hverjum helst vinna’ að við- gangi lans, —Ef viðreisn þess gagnlega segj- um — Og þó það sé eiðsvarinn óvinur mans Og einvíg á morgun við heyjum. Að hirða’ ei hvað veröldin verðlegg- ur mann Né vinna til himneskra gjafa, En láta sér fuilnægja fögnuðinn þann Sem fylgir því: orkað að hafa. Að láta ekki glysloforð ginna af sér mál, Né ganga’ undir fordóma helsið; Því rýmri’ eru fjötrar með sann- frjálsri sál En sambúð við alþýðufrelsið. Af viljanum leysa hvern hugleysis hnút, Fyrir heimskunni meining að beygja; Með þrek til að líða og leika sér út Og loks eiga þor til að deyja. Því menning nó fegurð ei með okk- ur deyr, Og mann skyldi ei við því hrylla, Að þurfa ekki’ í gröflnni að muna það meir Að mönnunum líður oft illa. * * * Og nú er ei vitund að vanbúnað mér Það vetfang sem æfin er hnituð, Því ráðstafað gjörvallri eigninni er Og erfðaskráin mín rituð. Stephan G. Stephanson. Sjáða til að þú fáir það sem þú biður um. Eigendur Diamond Dyes eru hinir einu menn í heimi, sem búa til sérstaka liti til að lita með bómull og bómullar- kendan fatnað. Allir hinhfbeztu litarfræðingar játa það nú orðið, að litur sem búinn er til fyrir ullarvefnað, geti ekki litað bómull- arkendan vefnað. Æfinlega fer liturinn vel, þegar brúkað er fyrir bómull eða bómullar- kendan varning Diamond Dye, Pink, Purple, Orange, Gamet, Navy, Yellow, Blue, Searlet, Turkey red, Green, Car- dinal. Brown og Black. Varaðu þig á litum sem eiga litaull og bómull og eru í sama böggli. Millíónir mánna á meginlandinu segja að Diamond Dye sé bezt allra lita. West Eud Prug Storc. (COLCLEUGH & CO. CoR Eoss & IsABEL STR. Selur skólabækur og ritföng, busta, svampa, handsápu, leikhnoða og “Base Ball”-hnetti. Skozkt Maccaba neftóbak og afarmargt annað sem ekki er rúm ti’ að telja. FRETTIR. DAGBÓK. Allsherjarpóstmálaþing hefir staðið yfir í Washington síðan 5. þ. m. Mæta þar fulltrúar flestra þjóða í allsherjar póstsambandinu. Eftir allmiklar um- ræður var feld (13. þ. m.) tillaga þess efnis, að útbúa skyldi allsherjar frí- merki fyrir öll sendibréf allra þjóða í sambandinu, sem eiga að ganga í önn- ur ríki. Það þótti ógerlegt að koma á samkomulagi til þess svona fyrst um sinn. Síðustu fregnir frá: Indlandi segja, að svarti dauðinn sé að aukast á ný og útbreiðast um héruð, sem hingað til hafa verið undanþegin að miklu leyti. Sendinefnd frá vínsölumönnum og víngerðarmönnum í Canada fór á fund Lauriers og flutti sitt mál fyrir honum 13. þ. m. Meðal annars vildu þeir að vínbruggunar og vínsölubann yrði ekki í lög leitt fyrr en fengin væri greini- legur meirihluti atkv. allra kjósenda í ríkinu. Þeir vildu og að kjósendurnir væru látnir svara spurriingu um það, hvort þeir væru tilbúnir fyrir beinan skatt, sem yrði ein hin eðlilega afleiðing in af ajgerðu vínsölubanni. Þingnefnd Breta, sem f jallar með “bimetallic (tvi-málms) mál, hafði fund í vikunni sem leið og lét í ljósi þá skoð- un, að aldrei fyrri hefðu verið jafn væn legar horfur áeinsog nú, að saman gangi með þjóðunum i þessu efni. Efri deild Bandaríkja-þjóðþings ráð gerið að taka til fyrir alvöru að ræða Dingley-lögin hinn 24. þ. m. og halda áfram með það mál þangað til frum- varpið annaðtveggja verður felt eða samþykt. — og að það verði samþykt er efalítið. Það er ráðgert aðbera fram á sam- bandsþ. þessa dagana frumv. þess efnis, að öll járnbrantarfélög í Canada sem þiggja stjórnarstyvk i einhverri mynd, skuli skyld til að veita öllum þingmönn um frítt far, bæði dominion og fylkis- þingraönnum; skuli þeir fá ' passa”, er gildi alt kjörtímabilið. Þau lög ættu að ná gildi, því með þeim er tvent unn- ið: járnbrautafélögin gætu þá ekki látið “passann” heita vinargjöí — öll gjöf þiggur laun, og þá gæti fallið burtu mílugjald þingmanna, erþeir fara til þings, og þingkostnaður þá minkað sem því svarar. Því hefir verið fleygt fyrir að und- anförnu, að kristnir menn á Krít séu engir eftirbátar Mohamedstrúarmanna í því, að myrða og drepa verjulaust fólk Nú er sannað orðið, að þetía er satt. Mohamedstrúarmenn á Krít eru grískir menn að ætt, ekki síður en þeir kristnu, en trúar sinnar vegna eiga þeir hvergi griðland á eynni, ef hinir lcristnu eyjar- skeggjar geta ráðið. Það er fullyrt, að þeir hafi aldrei ráðist á kristna menn, en að kristnir meðhorgarar þeirra hafl of- sótt þá og drepið við öll tækifæri. Þann- ig er nafngreint eitt lítið hérað á eynni, þar sem þannig voru drepnir 851 manns á stuttri stund, — alt verjulaust fólk — 262 karlmenn, 230 knnur og 359 börn. Auk þess léku þessir kristnu barbarar sér að, að skera brjóstin af konunum, og stykki úr holdinu hér og þar og það enda á börnunum. Það er “ekki alt gull sem glóir,” hjá Grikkjum. Þess er getið sem dæmis upp á það, hve herstjórn Grikkja hefir farist alt ó- hönduglega, að grískir hermenn hundr- uðum og enda þúsundum saman, voru stundum matarlausir tvo og þrjá sólar- hringa i senn. Sem nærri má geta voru þeir því ærðir og máttvana af hungri og þess vegna ekki eðlilegt að þeir stæðu fast fyrir Tyrkjum. Jarðskjálftar hafa valdið hæði lifs og eignatjóni á West-Indía-eyjum. Nelson A. Miles, yfirherstjóri Banda- ríkja kom til London í vikunni sem leið (13. þ.m.) á ferð sinni til Grikklands, til að athuga hernaðaraðferð alla í Þessalíu Eftir núverandi útliti að dæma, kemur hann austur heldur seint. Tóbakstollurinu þykir illur viður- eignar. I vikunni sem leið lokaði W.C. McDonald í Montreal tóbaksgerðarverk- stæði sínu og missa þar atvinna um 1000 manns. Og hinn 15. þ.m. lokuðu þeir Geo. E. Tucket & Sons í Hamilton Ont., sinu tóbaksgerðarverkstæði. Þar missa 500 manns atvinnu. Fleiri félög hafa gert hið sama. Skaðræðis frost átti sér stað á suð- ur-Frakklandi aðfaranótt hins 13. þ. m. Er áætlað, að af vínberum einum hafi frostið eyðilagt 20 milj. franka uppskeru Innflytiendur til Bandnríkja um New York voru á siðastl. 9 mánuðum 66,689 færri en á sömu mánuðum árið næsta á undan. Jarðhristingur grófur í Astralíu. Á þremur dögunum, 11, til 14. þ. m. kbmu þar alls um 90 jarðhristingskippir. TJm líftjón er ekki getið, en eignatjón tals- vert, og eru íbúarnir víða flúnir úr hús- unum og húa í tjöldum úti á víða- vangi. Járnbrautarslys mikið átti sér stað á Rússlandi hinn 14. þ. m. Járnbraut- arlest fermd hermönnum hljóp af spor- inu, 16 vagnar fóru í spón og um 100 hermenn týndu lífi, en um eða yfir 60 meiddust, Stærstu rafmagnsvélar í veldi Breta eru um þaö fullgerðar f Montreal, — eiga að umhverfa nokkru af vatnsaflinu í Lachine-strengjunum i rafmagn, og leiða það um borgina. Vélar þessar hinar miklu á Victoria drottning að setja í hreyfingu á 60. krýningaraf- mælisdegi sínum, með því að drepa fingri á hnapp í vegg á herbergjum sin um í Windsor eða London. Telegraf- þræðir á landi flytja strauminn sem gamla konan hleypir af stað, er hún snertir hnappinn, niður að hafinu, haf- þræðirnir flytja hann vestur yfir hafið og telegrafþræðir á landi flytja hann frá Nýja Skotlands ströndum vestur til Moritreal og inn í vélaskálann. Sunnudagsvagnar. í Toronto fór fram atkvæðagreiðsla um það, í þriðja skiftið, hinn 15. þ. m, hvort rafmagns- vagnar skyldu ganga um bæinn á sunnudögam eða ekki. Og loksins urðu þeir sem mæltu með sunnudags- vögnum yfirsterkari. Atkv. féllu þann ig, að með sunnudagsvögnum voru 16,433, en á móti 15,954. Sem stendur ganga því rafmagnsvagnar á sunnu- dögum i 4 bæjum í Canada, Montreal, Toronto, Vancouver og Victoria. Eftir fregnum frá Montreal að dæma segir skeyti þangað frá Róma- borg, að Manitoba-skólamálið sé búið að vera, — þaðsé útkljáð og að við því verði ekki hreyft framar. Rómaborg- arskeytið segir sem sé, að fulltrúi páf- ans, Merry del Val. hafi nú þegar lokið erindi sinuíCanada, — hafi sætt þá, sem ekki vildu sættast láta áður og að alt sé nú í góðu gengi, Bóndi í suðvestur-Manitoba ærðist út úr trúarvingli og réði sér bana hinn 16. þ. m. 12 þúsund skraddarar í New York hættu vinnu hinn 15, þ. m., og fái þeir ekki kröfum síuum fullnægt, lofa þeir að loka öllum skraddarabúðum i aust- urríkjunura og alt vestur til Detroit í Michigan. Frá London kemur nú sú fregn að víst sé orðið að nýtt þremenninga bandalag sé á komiöí Norðurálfu og aðallega í þeim tilgangi að sverfa að Bretum. I þessu nýja bandalagi eru Rússar, Þjóðverjar og Austurríkis- menn. Er tilgangurinn sagður sá, að undireins og Grikkja-Tyrkja þrætan er útkljáð taki þessar stjórnir að sér bæði egyfska málið og Transvaal-málið. Fyr- irætlunin er að fá Breta til aö víkja al- gerlega úr Egyftalandi og fá ónýttan Transvaal-samninginn frá 1886. I þessu hvortveggja hafa þremenningarn- ir eindregið fylgi Frakka, að sjálfsögðu, og til að þóknast þeim einvöldunum fyrir, er fullyrt nú, að Frakkar muni einnig fylgja þeim að málum í Grikkja- Tyrkja-þrætunni. með öðrum orðum : hjálpa þeim til að kúga Grikki, þrátt fyrir að öll hin franska þjóð segir þvert nei við slíku athæfi. Thessaliu-ófið. Það befir lítið geng- ið eða rekið síðastl. viku. Tyrkir vildu ekki hafa vopnahlé og hafa því orustur haldið áfram jafnt og stöðugt. A þessu timabili hafa G rikkir staðið sig betur en áður yfir höfuð að tala. Eftir marg- ar hviður tókst Grikkjum að reka Tyrki á fló.ta úr kastalanum Prevesa, skamt fyrir norðan landamærin á vest- urströudinni og halda Grikkir þeim kastala síðan. Á mánudaginn 17. þ. m. tóku Tyrkir að herja á Domokos, ög er óvist enn (þriðiudag) hvernig úrslit urðu, því engum tveimur fréttaskeyt- um ber saman. — Eins og sagt var frá um daginn tóku Tyrkir hafnstaðinn Volo á austurströndinni (um30 mílur norðaustur frá Domokos), en Grikkir hafa lokað höfninni, svo Tyrkjum kem- ur sá sigur að engu haldi í bráðina. — Tyrkir eru nú orðnir svo stórir úpp á sig, af sigrinum, ad enda Rússum, Þjóðverjum og Austurr ikismönnum, er mest og bezt hafa lijálpað þeim, ofbýð- ur nú alveg. Tyrkir sem sé segjast getatekið alt Grikkland. og vilji stór- veldin að þeirhætti, geri þeir það því að eins að þeir fái Þessnliu og Epirus til eignar á ný og að auki 50 milj. dollars í peningum. og skul? þeir fá sjóflota Grikkja allan til umráða og haldi hon- um sem pantitil þess hinn síðasti pen- ingur liefir verið greiddur. Þetta er svo hóflaust, að stórveldin eru sem þrumu lostin. Eitt gott leiðir þó af því, það, að Vilhjálmur á Þýzkalandi hefir nú alt í einu vitkast ofurlítið. Og orsökin er þessi: Eins og stendur eru Grikkir um það gjaldþrota sem þjóð, en Þjóðverjar eiga meginhluta hinna grísku þjóðskuldabréfa. Nú hefir Vil- hjálmi lobs verið komið í skilning um að fái Tyrkir kröfu sína viðurkenda, eru skuldabiéfin í höndum Þjóðverja einskisvirði. Hann sérþvi nú, þó seint sé, rö hann hefir ekki verið sínum eig- in þegnum sem hliðhollastur, er hann léði menn og ráð til að draga merg all- an úr beinum Grikkja. — í London er það almennt álit stjórnmálamanua, að skaðabæturnar sem Tyrkir geti heirnt- að séu í inesta lagi $25 til 30 milj., eu landeign annaðtveggja engin, eða lítil sem engin — að eins lítilfjörleg breyt- ing á landamerkjalinunui. Hinl 18. þ. m. koma skeyti úr Ev- rópu er segja stríðið virkilega úti. St ór- veidin loks samtaka og banna framhald ófriðarins. Grikkir biðu stóra.' ósi^-ur við Damokos, — máttu flýja eins og fyrri. Þar börðust 35,000 Grikkir og 50,000 Tyrkir. Upp við skólavorðu. [Eftir Sunnanfara.] Ég gekk upp að Shólavörðu.— Allir íslendingar hafa víst heyrt Skólavörð- una nefndá. Og flestir þeirra vita lika. að hún stendur á berri, grýttri og gróð- urlausri hæð austan við Reykjavik og mænir yfir bæinn. Varðan er fræg í sögum. Fyrir nokkrum árum lá hún í rústum og hafði legið lengi. En þá tók bæjarstjórnin sig til og lét hressa upp á kellinguna. Hún lét hlaða hana upp, miklu hærri en hún hafði nokkurn tíma áður verið, kalka hana að utan drift- hvíta, svo að ljóminn skein af henni langar leiðir, leggja stiga upp eftir henni innan í, byggja þar tvo palla svo að þangað ganga menn nú upp með kíkir þegar þeir vilja sjá vítt yfir láð og lög. Svo lét hún læsa henni, en allir borgarar bæjarins geta keypt sór aðgang að henni og farið inn í vörðuna þegar þeir vilja. fyrir að gjalda eina krónu í bæjarsjóð. Þetta er nú af vörðunni að segja. Og ég gekk upp að skólavörðunni í kvöld, því það geri ég oft. Það er ljómandi fallegt upp við vörð- una.— Ekki að líta í kring um sig nærri henni, því hæðin er nöguð, — nöguð af tannhvössum, hungruðum frostvindum — nöguð inn að beini og vorleysingarn- ar hafa sleikt niður á milli steinanna, þar er ekkert, ekkert eftir ; — hæðin er bernöguð eins og svo margar aðrar hnútur á móður okkar, eldgömlu Isafold. En aðlíta út frá Skólavörðunni, það er fallegt. Núna er kvöld. Það er lireint og kyrt frostveður og glaða — glaða tunglskin. Það er ÍDndælasta og falleg- asta veður sem íslenzkur vetur á til í eigu sinni. Það er föl yfir foldinni með tunglskinsrákum og skuggablettum' blíðalogn, hafið spegilslétt, en norður- ljósabrim í loftinu. Ég hef verið að horfa á tunglið og ég hef aldrei fyr tekið eftir að það væri svona. Þessi drauga- lampi, sem annars særir fram alt hið hrikalegasta sem sefur í nóttinni, hann skín nú svo skært og friðsamlega, að alt sem veit að það er ljótt og ilt verður að fela sig. Það eru ljósálfar sem dansa um svellin á svona kvöldum. Það eru hrein- ar, fagrar og djarfar hugsanir, sem þess- ar björtu, köldu og kyrru noiðurljósa- nætur vekja hjá þeim, sem vaka og skoða þær. Ég hef staðið um stund upp við vðrðuna, geng niður þaðan, en upp 1 angað aftur. Þaðan er útsýnið fall’gast. í suðvestri rennur loftið og sjórinn saman. Liturinn er hinn dimmblái lit- ur óskiljanleikans. Það er eins og þung- ar, alvarlegar hugsanir fálmi þar eftir ó skiljanlegri eilifð, en uppi yfír stigi lífs- andinn léttan, hvikan norðurljósadans. I austrinu skilur tunglsljósið fjall trá fjalli. Landið er hvítt með dimmar hamrabrúnir og glottándi fannakinnar. En alt er svo góðviðrislegt, svo blftt og fallegteins og opinn álfasalur. Og fann- bjarmanum af Esjunni slær niður yfir fjörðinn ; liturinn er ljósgrænn þar sem hann mætir hafblámanum. Lengra í norður og vestur sjást einstakir, fann- hvítir fjallakollar; þau teygja þá upp í tunglskininu til að skoða vetrarnóttina. Og fallegri vetrarnótt hafa þau aldrei séð. Þ. G. Lífseigjabakteríunnar. Þýtt af J. E. Það hefir verið margt og lgngi rit- að um það og rætt, hvort bakteríur myndu hafa sóttkveikjunfl eftir greftr- unsjúklinga þeirra, or dáið hefðu af nærm-.m sjúkdcmum. Hafa sumir álit.- ið það vera ósvifni hina mestu, að jarð- setja þá í nlmennum prafreitum. Til læss, að komnftt að réttri niðurstöðu í máli þessu, hefir Mr. M. Loesener verið önnum kafinn um laugan tíma við að rannsaka lífseigju bakteríanna á líkum ýmsra dýra eftir greftrun þeirra. Hef- ir reynslan sýnt að langlífi bakteríanna í líkkistum og jarðvegi er mjög svo mis munandi eftir þvi, um hverjar tegundir baktería er að ræða, en yfir höfuð virð- ist það tnjög sjaldan mikilli hættu band ið fyrir útbreiðslu sóttnæmis. Af 13 sjúkdóms atvikum, þar sem dýrið hafði dáið af sýkingu með Tyfoid- bakteríu, varð sýkisefnið greint að eins í einu tilfelli. 4 af 7 sjúkdómstilfellum með kóleru bakteríu sýndu áreiðanlega að bakterían var með fullu lifi 7—28 dög um eftir greftrunina. Á 25 berklasýk- ingum fundust auðveldlega í þremur tilfellum lifandi bakterí.»r eftir 60—95 daga. Á hinn bóginn hefir eitt atvik sannað, að Tctanus bacili getur lifað 234 daga í jörðu niðri. Varla nokkru sinni var hægt að finna bacteríur þessar í moldinni umhverfis kisturnar hversu mikill urmull sem varaf þeim í kistun- um. Þrátt fyrir tilraunir Mr. Loese- ners er þvíenn ósannað. að óttinn fyr- ir sóttnæmis útbreiðslu við greftrun slíkra líka í almenna grafreiti sé á nokkrum rökum bygður. (New Castle Weekly Chronicle). Vegamót. Ej.IZAllETII C. CállDOGOS. Á lífsreisu minni kom ég eitt sinn þar að, sem vegurinn skiftist i 3 kvisl- ar, sina til hvorrar handar og eina fram undan. Framundan mér lá vegur breiður, fagur, sléttur vegur, Og margir voru þeir sem hann fóru. Og ég spurði einn, semfórþessa leið: “Hvaða vegur er þetta ?” Og hann svaraði, með leiftr- andi augum: “Vegur listanna!”. 'Og hvaða endurgjald býður við enda þessa vegar ?” “Frægð! (vegsemd, heið ur)”, svaraði hann. Og sál mín logaði af löngun, en ég gleymdi ekki hinum tveimur brautun- um sem eftir voru, Og frestaði því vali mlnu um hríð. Og svo leit ég á þann veginn sem lá ti! vinstri handar. Og sjá ! Á báðar hliðar skygðu græn- ar skógargreinar. Og sannarlega var sá vegur yndæll og girnilegur yfirferð- ar, og margir voru þeir sem hann fóru. Og ég spurði einn vegfarandann: “Hvaða vegur er þetta V” “Vegur ást- anna”, svaraði hann. “Og með leyfi að spyrja, hyert er takmark hans9” spurði ég. Og hann svaraði : “Angist!’ Engu að síður virtist mér hann fegurri og girnilegri en hinn fyrri. Og ég hafði þegar sett fót minn inn á þann veg, er ég mintist þess síðasta. Og ég staldraði augnablik; svo rendi ég aug- um mínum yfir þenna veg sem lá til hægri handar, og sá að hann var dimm ur og þröngur og lá í fjarlægð yfir auðn mikla. Og fáir voru þeir sem hann fóru. Og enn fáir af þeim sem þangað sneru andlitum sínum komust langt, því ýmist sneru þeir aftur og kusu ann- anhvorn 'hinna tveggja vega, og gleymdu svo þessum dökka vegi alveg. eða þeir féllu við veginn, og er ég mætti einum þessum aftur snúna vegfaranda, spurði ég hann: “Hvaða vegur er þetta?” Það fór um hann hrollur, er liann svaraði : “Vegur skyldunnar”. Og enn spurði ég hann : “Hvaða end- urgjald liggur við enda þessa vegar ?” Hann svaraði: “Vegur þessi h'ggur um kalda, myrka eyðimörk, sem hefir engan enda nema daudann /” t Þá sneri ég baki við vegi listarinn- ar og vegi ástarinnar og sneri mér að vegi skyldunnar. En hvers vegna ég kaus þann veg veit ég ekki. En á and- vökustundum næturinnar, þegar öll ó- sönn gæði missa gildi sitt og gott og ilt birtist i sinni réttu mynd, þá gleðst sála mín af vali mínu. Mvrrah. \ Avísunin góð Fyrir mörg hundruð þúsund dollara. Af Paines Celery Compound drekkur hann nýtt lífsmagn. í einni af hinum stærri borgum Ca- nada býr einn af verzlunarfurstunum- sem á hverju augnabliki sem vera skal getur skrifað ávísun upp á hundruð þús- unda dollars. Fyrir nokkru siðan var maður þessi sjúkur. Lifrarveiki, höfuðveiki og svefnleysi var nærri búið að gera út af við þennan hrausta mann. Læknarnir gerðu allt sem þeir gátu fyrir þennan auðuga sjúkling, en engin bati gladdi sálu hans. Og er hann hafði látið þá rej-na við sig i mánuð fann hann engan bata. Þá réðist hann í ferð til Suður-Ev- rópu og var þar vikum saman við bóð fln, en ekkert batnaði honam. Snéri hann svo heim og kom þá til hans prest- ur hans að sjá hann, og réði honum fast- lega, að reyna Paines Celery Compound lyf það sem læknaðhefðiættingja klerk- sins. Hann reynði þetta ráð bráðlega og fór að brúka þessa læknisblöndu og varð afleiðinain sú að á finn vikum varð hann albata ættingjum sínum til mikilla gleði. Svefninn lagaðist, meltingin batnaði og svipur hans varð allur heil- sulegri. Þsgar hann var búinn að brúka Paines Celery Compoand í fjóra mán- uði og hélt reglu á mat sínum var allur sjúkdómurinn horfinn og hinn ríki maður orðinn að nýjum manni. Er þetta ekki dásamleg sönnun fyr- ir ágæti Paines Celery Compond sann- arlega er lætta vottorð megnótt að kippa öllum þjáðum og sjúkum upp úr slíki örventingasinna. Sögu þessa sagði góður vinur manns þess er læknaðist og leyfði hann að geta opinberlega án þess þó að nafngreina nokkurn.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.