Heimskringla - 20.05.1897, Page 2
HEÍMSKRINGLA 13 MAÍ 1837.
Heimskringla j
PUBLISHED BV •
The Heimskringla Prtg. & Pnbl. Co. •
<»
•• •• •
Verð blaðsins í Canda og Bandar.: J
$2 um árið [fyrirfram borgað] •
Sent til íslands [fyrirfram borgað •
af kaupendum bl. hér] 31. *
• ••• J
TJppsögn ógild að lögum nema J
kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •
•••• I
Peningar sendist í P. O. Money •
Order, Registered Letter eða Ex- •
press Money Order. Bankaávis- •
anir á aðra banka en í Winnipeg •
að eins teknar með afföllum. •
• • ••
EGGERTJOHANNSSON •
EDITOR.
EINAR OLAFSSON
BUSINESS MANAGER.
• • ••
Office :
Corner Ross Ave & Nena Str.
P. O. Box 305.
Erfðafj ár-skattur.
Það hefir eft og mikið verið tal-
að um þörfina á að tálga einhvern-
vegin af stórauðæfum einstakra
manna.þjóðarlieildinni til arðs. Auð-
æfasafnið í einstakra manna höndum
er langmest tii orðið fyrir hlunnindi
sem hlutaðeigandi stjórnir hafa veitt,
iieinlfnis eða óbeinlínis, og þessvegna
virðist þá líka ekki nema réttlátt, að
svo og svo mikill hiuti þess auðs
hverfi aftur til þjóðarinnar og verði
hennar eign. En hvernio- haganleg-
ast er að koma því fyrir, án þess að
beita ofríki eða svifta einstaklinginn
viðurkendu sjálfræði, það hefir mönn-
um ekki komið saman um. Aðleggja
sérsrakan skatt á erfðafé, er nokkuð
sem öllum kemur saman um að sé
réttlitt, og að sá skattur smámsaman
færi hlutaðeigandi stjórn talsverðan
hluta af auðnum, en svo kemur þá
mönnum ekki saman um, hvað mikili
sá skattur skuli vera eða það, hvert
allir skuli borga jafna upLhæð íyrir
líverja ^JIOO eða hverja -1000 sein
sem þeir fá að arfi. Fljótt á litið sýn-
ist ekki nema rétt, að allir borg jafnt
af hverjum dollar, því það sýnist að
vera jafnrétti, en þegar litið er ofan í
kjölinn sjá menn að það er þó ekki
rétt. Það er auðsætt að maður sem
erfir 810,000 t. d. á miklu hægra með
og munar miklu minna um að borga
$100 í skatt, heldur en þann mann
sem fær að orfi 81000, að borga aí'
þeirri upphæð 810 í skatt. Þó eru
nú erfðaskattslfigin víða þannig, að
sá t d. sem fær 10 þús. doll. borgar
bara 100, en sá sem eríir 1000 borg-
ar 50 dollars, eða fimmfalt meira.
Á síðasta New York-þingi voru
samin ný erfðaskattslög, sem. sýnast
leysa þennan hnút og það greinilæga.
Þar er viðurkent, að sá maður eigi
hægra með að borga meira og að það
sé líka réttlátt, að sá maður borgi
meira tiltölulega, sem erfir stórauðæfi
heldur en sá inaður, sem erfir að eins
nokkur hundruð dollara. Þar er og
gerður stór munur á því hvort erf-
inginn er beinn erfingi, þ. e., eigin-
kona eða eiginmaður, og böra, eða
hvert hann er fjarskyldur eða bara
vinur, sem gefið er svo eða svo mikið
af eignunum sem vinargjöf.
Þannig borgar skyldmenni 5% i
skatt þegar hann fær sinn hluta af
810 þús. búi, en þá borga börnin ekki
einn eyri af slnum hlut.
VEITT
HÆSTU VBRÐLAUN A HEIM8SÝNINUUNN
DR
BáKING
POHDfR
IÐ BEZT TILBÚNA
óblðnduð vinberja Cream of Tartar
owder. Ekkert álún, ammonia eða
nur óholl efni.
10 ára reynslu.
Fylgjandi skýrsla sýnir hvernig
skatturinn hækkar eftir því sem auð-
urinn vex :
Skattur Skattur
Arfurinn bQÍnna annara
erfingja erfingja
$100—500 þús. 1% 5%
$500—750 1% 6%
$750,000— 1 milj. 1% 7%
$G milj. H% 8%
$li “ • 2% 9%
$lf 21% 10%
$5 3% 11%
$2i “ 31% 12%
$21 “ 4% 13%
32] “ 5% 14%
$3 “ 6% 15%
33J “ 7% 15%
$31 “ 8% 15%
$3] “ 9% 15%
85 “ og af öllum
upphæðum þar yfir 10% 15%
Þess lög eru þunghögg á stóru
auðæfunum, enda búizt við að þau
fari flatt fyrir hæztarétti, öldungis
eins og tekjuskattslögin um árið. I
þeim lögum var sem sé ekki lagður
skattur á tekjur manna fyrri en þær
náðu vissri upphæð, en það sögðu
hæztaréttardómararnir gegnstríðandi
stjórnarskránni, er skýrt tekur fram,
að í augum laganna séu allir raenn
jafnir, og að þess vegna megi ekki
gera einum hærra undir höfði en öðr-
um. En einmitt á því skeri heflr
New York þingið strandað ineð þessi
erfðafjárlög. Erfðafé alt sem ekki
nær ákveðinni upphæð, er sem sé al-
gerlega undanþegið skattgjaldi, og
þessvegna nokkurnvegin auðsætt, að
þessi lög fara sömu förina og tekju-
skattslögin forðum, er fyrir hæztarétt
kemur, ogþangað verður þeim eflaust
vísað, ef dæmt er af andróðri gegn
þeim, sem nú þegar er haflnn, í New
York ríki.
En hvað sem því líður er þó
þessi stígandi skattur réttlátur. Sé:zt
það einkum ef athugað er live stór-
kostlega auðmenn svíkja þjóðina í
framtali eigna sinna til skattálagn-
inga. Sem dæmi upp á það er þess
getið, að eignir ákveðinna manna í
New York ríki voru árið 1805 metn-
ar samtals rúmlega 821 railj. virði
og af þeirri upphæð borguðu þeir
skatt. En svo dóu þessir menn árið
1896 og þá komst upp að eignir
þeirra voru samtals, ekki 2| milj.,
heldur 150 milj. dollars ! Við fram-
talið til skattilagninga drógu þessir
æruverði^ herrar ulfdan Ibara I47J
milj. dollars ! Þegar á þessi eillf'u
svik er litið og á það, að mikið af
þessum auðæfum er til orðið að til
blutun stjórnarinnar, beinlínis eða ó-
beinlinis, þá sýnist ekki nema rétt og
sanngjarnt, að hið opinbera heimti
sem sinn skerf ríflegan hluta af eign-
unum, þegar þeim er skift milli erf-
ingjanna.
»
Skoðana-brcyting.
Að undanförnu, alt til þess fyrir
fáum vikum síðan, hefir Tribune og
ritstjóri þess blaðs, R. L. Richardson,
þingmaður fyrir Lisgar, haldið fast
við viðtekna stefnu “liberala” og af-
dráttarlaust heimtað, helzt algert af-
nárn, en væri það ógerlegt í augna-
blikinu, þá samt stóra niðurfærslu á
tollinum á öllum aðalvarningi sem
bóndinn þarf að kaupa, svo sem ak,-
uryrkjuverkfæri öll, trjáviður o. s.
frv. Þegar Laurier setti af stokkun-
um rannsóknamefndina, til að kom-
ast eftir hvað gera skyldi í tollmál-
inu, sagði “Tribune” afdráttarlaust,
að stjórnin vissi ósköp vel hvað gera
þyrfti, minti hana á, að hún væri
komin að völdum fyrir loforð sln að
lækka tollinn, og hvað bændur í
Manitoba snerti, heimtuðu þeir að
þau loforð væru efnd. Nú eru toll-
lögin komin í dagsbirtuna og þar
sézt ekki eins eyris niðurfærsla á toll-
inum á þeim vinnuvélum bóndans,
sem mestir peningar liggja í og sem
þarafleiðandi er erfiðast að fá. Þar
er heldur ekki eyris niðurfærsla á
trjáviðnum. Það mætti þessvegna
ætla, að “Tribune” og Richardson
tækju nú enn betur á enn áður, því
ef' ástæða var til að ávíta hanaí haust
og vetur er leið, á meðan blaðið að
eins grunaði, að hún ætlaði að svíkja
loforð sín, þá er ástæðan auðvitað
þeim mun meiri nú, að ávíta hana,
þegar svikin eru uppvís orðin. Það
sýnist og að Richardson hafi enn aðra
ástæðu til að verða vondur nú, afþví
stjórnin hefir gabbað hann sjálfan og
það illilega og hann þar af leiðandi
mátt til með að draga kjósendur sína
á tálar. Það gerði stjórnin á domin-
þingi í fyrra sumar, þegar Davin frá
Regina bar fram tillöguna um að tolli
skyldi létta af akuryrkjuvélum.
Laurier afsakaði sig og sína fylgis-
menn í það skifti með því, að þar sem
fy rirhugað væri að koma með ný
tolllög á næsta þingi (því sem nú
stendur yfir), ætti ekki við að ræða
um niðurfærslu tolls á einni varnings-
tegund I það skifti. Svo feldu þá
“liberalir” þá uppástungu I fyrra og
Richardson afsakaði sig við sína
kjósendur með því, eðlilega, að -þar
sem til stæði að lækka tollinn á því
þingi sem stendur yfir, hefði engin
ástæða verið til að greiða atkvæði
með uppástungunni.
Sem stendur hefir þess vegna
Richardson fyrir tvöföld svikað hefna.
Þegar hann var að biðja um atkvaiði
í fyrra vor, lofaði hann niðurfærslu
og helzt algerðu afnámi tollsins, og
þau loforð öll reyndust svik. Þegar
hann í fyrra greiddi atkvæði á móti
niðurfærslu tolls á akuryrkjuvélum,
trúði hann á loforð stjórnarinnar, afh
niðurfærslan væri fyrir hendi innan
eins árs, en þau loforð einnig reynd-'
ust svik og trú hans tálvon ein. Vildi-
hann sýna að sér hefði verið alvara
f'yrrum, mundi hann nú bæði í ræð-
um á þingi og í blaði sínu andæfa
þessari breytni stjórnarinnar og ávíta
hana harðlega fyrir heitrofin öll. En
hann gerir ekld neitt þvílíkt. Hann
afsakai- hana með því, að hún hatt
sjálfsagt ekki séð sér fært að gera bet-
ur—ekki séð sér fært að vera annað
en svikari—og leggur alla stund áað
sætta kjósendur síná við það. Og
ekki þar með búið. Davin bar fram
tillögu á þinginu núna í vikunni scm
leið, þess ef'nis, að það væri nauð-
synlegt fyrir stjórnina að nema toll
af bæði akuryrkjuvélum og trjávið,"
til þess að efna loforð sín við bændur
í vesturfylkjunum. Og það fór fyrir
Richardson nú eins og í f'yrra. Hann
bæði talaði og greiddi atkvæði á móti
þessari uppástungu og slíkt hið sama
gerðu allir “liberalir” og allir “pat-
rónar” sem á dominionþingi sitja úr
vesturfylkjunuin. Þar var engin
undantekning. Það sýnist ekki urit
að ganga lengra I að rjúfa heitsínog
svíkja öll sín háleitustu pólitisku lof-
orð, en hér er gert.
Hvað það er sem á stuttri stund
hefir þannjg orsakað svo alge^tt
skóðanabreyting' 'hjá Ricbardson bg
“Tribune,” er ekki gott að geta á.
En einhver er orsökin, það er eng-
um vafa undirorpið. Má vera að
Richardson óttist að kosning lians
verði dæmd ógild, er fyrir rétt kem-
ur í næstk. Júlí. Og óttist hann það,
er eins víst að hann óttist, að eftir
svona margföld svik, verði þýðingar-
laust fyrir sig að reyna að ná kosn-
ingu í annað sinn. Sé þetta hugboð
hans, er ekki nema eðlilegt að hann
í millitíðinni reyni, með svikuin á
svik oí’an, að vinna sér fyrir þægi-
legri en launahárri ‘-‘ "'’u í þjónustu
stjórnarinnar. Hani igsar þáanð-
vitað snm svo, að ■» skuldi hann
hengingu á annað I >, megi hann
eins vel láta hengja t f'yrir að hafa
stolið hcsti eins og ho mling.
Frá lönciLím.
MINNEOTA, MINN., 10. Maí 1897.
(Frá fregnrita Hkr.)
Tíðarfar hefir verið hér í vor fremur
töstugt. Seinnihluta Marz og fyrrihluta
Apríl var mjög votviðrasamt; þar af
leiðandi byrjuðu vor-annir hér með
seinna móti, en nú hafa þurviðri verið
siðan um miðjan April og eru menn
þvi farnir að óska eftir regni. í dag er
kalt og lítur út fyrir að frost muni verða
í nótt.
Hér í Minneota ris nú upp hvert
húsið á fætur öðru og hafa þvi allir
smiðir sem vilja vinna nóg að gera; svo
eru allir ísl. söfnuðirnir önnum kafnir
að týgja kyrkjur sínar til þings, svo að
blessan prestanna falli yfir guðshúsin
fullger.
Enn er sami svipur yfir verzluninni
hér; hveiti fellur fremur en stigur þrátt
fyrir loforð gullmannanna, er hæðst,
blésu síðastliðið haust, um að alt mundi
lagast ef þeir næðu völdum. Hér lieyrir
maður nú sem stendur mjög lítið til
gullmanna, þeir hugsa máske að fólkið
sé farið að lesa í gegnum fiugur þeirra,
enda fjölga nú andstæðingar þeirra hór
dag frá degi.
í Chicago eru nú 50 þúsund atvinnu-
lausir menn og 26 þúsund fjöiskildur
sem ekkert hafa sér til lifsbjargar annað
en það, er borgarstjórnin lætur af mörk
um rakna. í Duluth hefir koœið til
orða að loka sumum af barnaskólun:
borgarinnar sökum fjárekorts, og að
fækka kennurum á hinum, ekki álitið
gerlegt að hækka þar skatta fram úr
því sem er; lík þessn er vellíðanin í öðr-
um stórborgunum hér !
4. Júlí næstk. ráðgera stjórnskör-
ungar Peoples Partysins að halda fjöl-
mennan stjórnmálafund í Nasville.Tenn.
Á þeim fundi eiga að mæta fulltrúar úr
öllum fylkjum Bandarikja, 1 fulltrúi fyr-
ir hverja 2500 félagsmenn. Efrimál-
stofu-þingmaðnr Butier (Peoples Party
rnaður) er nú að vinna að því á alríkis-
þinginu að póstbankar verði í lög leidd-
ir hér í Bandaríkjunum. Hinn nafn-
frægi lögfræðingur og stjórnmálamaður
Ignatius D, nnelly er á sömu skoðun
viðvíkjandi Englendingum, sem skáld
vort Þorsteinn Erlingsson. Sú skoðun
hans kom síðast fram I vetur á Minne-
sota ríkisþinginu, er hann var að mæla
með áskorun sinni til þjóðþingsins í
Washingtou nm að staðfesta ekki sátta-
samniug Englendinga og Clevelands.
/
Islands-fréttir.
Eftir Austra.
Jóhannes Davíð Ólafsson
sýslumaður var fæddur á Staðá Reykja
nesi 20 Okt. I855.Foreldrar hans voru
prófastur Olafur Einarsson Johnsen
kaUpmanns bróðir frú Ingibjargar Sig-
urðsson. og Higríðar Þorláksdóttir, syst
ir séra Bjarnar á Höskuldsstöðum.
Jóhannes sál. ólst upp hjá foreldr-
um sínum þar t-il hann fór í lærða skól-
ann, og útskrifaðist úr honum 1878, og
sigldi sainsumars til háskólans, þar sem
hanu tók próf i lögum móð heztu ein-
kunn eftii 1] ár, semer óvanalega stutt
ur tími við svo þungt nám.
Frá há skóiaíuim kom Jóhannes upp
til KeykjHvikur og var )>ar mjög vel lát
inn málafa irslumaður við landsyfirrétt-
inn, þar ti lionum v ar veitt Skagafjarð
arsýsla 18í \ 34.
Saina snmar gi ikk hann að eiga
frændkom sina, frö kcn Margrét Guð-
mundsdótt ur Einar ssonar frá Arnar-
bæli; og \ oru þau hjón fyrsta árið á
Reynista'ð, en fluttu st [síðan að Gili, og
bjuggu þai nokkura r, þangað til þau
íluttu s g Sauðárk . k. þarsemsýslu-
maður Jób anneS' Oh ifsson andaðist 26,
Marz síða s tl. úr laugvimium magasjúk-
dómi.
Þeim 1 íjónxuo ví rð 5 barna auðið,
Hvar af 1 ifa.
Jóhan nes sýslun íaður var hinn á-
gætasti gáfumaðvr, bii.'öi skilniugsgóð-
iir- og rninr iugur, ond a hefði lmnn ann-
aðafiokit! hinu f.unga laga-
uán.i " svi övanaíf a stuttum tíma.
Vai hann gledhcað tr hinn mesti, og
svo fjörugt irog skei ntilegur. að hann
átti fáa sín a líka.
Það va rbýsna v an lasamur sess að
fylla vel u; tfirði, eftir Eggert
sýslumann Briem, >r óhætt mun mega
telja með i iauna vitr ustu valdsmönnum
lar.dsins, b »di fyrr ; síðar, og svo ást-
sæll af sýs dæmi til. ubuum s ínum, að fá munu
E' það óræk sönmyi fyrir því, hví-
líkur af&ragðsmaðar Jóhannes sál. var.
að hann náði hrátt þeirri almenn-
ingshylli I.já alþýðu, að Jiggar honum
var veitt Borgarfjarðar- og Mýrasýsla,
þá báðu Skagfirðingar hanní einu hljóði
að ylirg'íia sigekiii, oglót haun það eft-
ir þeioi.
Jóhannes sýslumaður var mjög
frjálslyndur, eins og h;u;n átti kyn til
að rnkja. og áhug?,maður mikill, og því
lét hann sér ni.iög ant urn veigengni og
frarrif; ; ir ■-.ýslul.-úa sinna, sem á seinni
árum lia/a ráðizt i i-vert stórfyrirtækið
af öðru undir forust.u inins, svo sem
brúargerð á Héraðsvötnunum og mörg
U(n fieiri ám, sviffe-jnr o. fi.
Sýslumadar Jóhanhes var hið rögg-
saroasta ynrvald, og sá afkastamaður
við i.rir. , i i störf, að iiann, að minsta
kosti frainan af, hafði engan fastyn
skrifnra, en afgréiddi meSt alt. sjálfur.
öóðgiarn var hanu og ráðhollur, og
samd oft i.:>-l ir með niöunnin, er spar-
aði í. ir, mikil útgjöld og leiðinlegt
rnálal ras.
' l úii:: ■" þairra hjóna var fögur fyr-
irrnyi;! að öllum höfðingsskap og gest-
risrji, því þau hjón voru svo aðdáan-
legr samtaka í því, að gera öllum háuin
s'in lágum heimsókn |s;irra svo ógleym
a.d'. -'i ikeintilega og unaðsríka, og þvi
dijio •> ''ú ;■!.i;■ ,SÍ!n.gíirðingar af sárri
p Brc á íi’j a Cold'in Tima
aY UCING
| PYNY-PEOTÖRAL
Qulirk Curo íor COTJGHS,
C OGDS, CXOCP, BKON-
'jTMTr.i 7io '>>>Ksry&, ctc.
##########################
# #
* HÁRAUTT OQ HVÍTT. |
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
*
#
Það er flestum bæði konum og körlum hætt við að verða
mórauð í skapi þegar fyrstu hvítu hærurnar fara að sýna sig.
Þetta er mjög eðlilegt. í flestum tilfellum eru hærur samfara
elli. Þær ættu alls ekki að \Tera í höfði á ungu fólki sem ekki er
farið að fara aftnr. Það er öllum ljóst að hárið verður stundum
grátt þrátt fyrir það þótt menn séu ungir. Stundum orsakast
það af veikindum, en oftast er það af skorti á hirðusemi. Þegar
hárið hvítnar eða verður grátt, er engin þiirf að hrúka liti. Hinn
eðlilegi litur hársins viðhelst ef menn brúka
Ayer’s Hair Vigor.
#
#
#
m
m
#
#
m
m
m
m
m
m m
. Ayers Curehoock. Saga sögð af hinum sjúku. Fæst frítt. I
m J. C. Ayer Co., Lowell, Mass. ÍBf
# #
##########################
sorg, þar sem þeir eiga að sjá á bak því
líkum ágætismanni og afbragðs yfir-
valdi.
“Grátþögull harmafugl hnípir
á húsgafli hverjum”.
Skapti Jósepsson.
Seyðisfirði, 17. Apríl.
Tíðarfar er nú orðið mjög vorlegt,
blíðviðri og sólskin nær því á hverjum
degi; væri æskilegt, að þessi góða tíð
mætti haldast, því útveasbændur þurfa
hennar nú mjög með til þess að þurka
hinn mikla fisk sinn frá þvl í fyrra, og
svoþó nokkurn vetrarafla.
Fiskiafli helzt enn þá nokkur við,
og er jafnvel reytingur hér innfjarðar.
Hákarlsafii væri hér líklega nokk-
ur, ef gæftir hefðu verið góðar til þess
að liggja út á hafi.
Eftir Stefni.
Sýslufundur Eyíirðinga var bald-
inn eins og til stóð ^10.—14. þ. m. Var
þarmeðal annara:
Samþykt að verja sýsluvegafénu
þannig: tíl brúar yfir Hörgá á Helga-
hyl 600 kr., til hreppsvega í Öngulsst.-
hr. 30 kr., til Staðareyjar og Eyrarl.-
hólma 50 kr., til vega í Saurbæ.hr. 30
kr., í Hrafnag.hr. 100 kr., í Glæsibæjar
hr. 100 kr., í Arnarneshi'. 250 kr., i
Svarfaðardal 50 kr., í Ólafsfirði 60 kr., í
í Hvanneyrarhr. 60 kr. 80 kr. var lof-
að til sundkenslu.
Alt að 100 kr. lofað til að senda
mann vestur í Húuavatnssýslu til að
læra bólusetning sauðfjár gegn bráða-
fári.
Sýslunefgdin undirskrifaðj skulda-
bréf fyrir 12000 króna láni úr landssjóði
til að koma á fót tóvinnuvélunum.
450 krónur voru áætlaðar til gufu-
bátsferða.
13 aurum skyldi jafna niður á hvert
lausafjár- og jarðarhundrað.
DÁNARFREGN.
Hinn 3. þ. m. andaðist að heimili
sínu íCypress River, Manitoba, bóndinn
Sigurjón Stefánsson, eftir 4 mánaða
þunga sjúkdómslegu, er byrjaði með ill-
kynjuðu hálsmeini, en snérist að lykt-
um í lungnabólgu. Sigurjón sál. var
fæddur á Kilsuesi á M< lrakkasléttu ár-
ið 1850 ; kvongaöist í fyrra skiftið ung-
frú Kristveigu St«fáns>lóttur í Krossa-
vib í Þistilfirði, árið 1879. Varð þeim
hjónum 5 barna auöið, en að oinseitt
iHiitra er nú á lífi, piltur að nafni Stefán
Björgvin. Árið 1888 fluttu þau hjón til
Ameríku og misti Sigui jón þá konuna
og þrjú börnin úr mislingum ári síðar.
Árið 1891 kvongaðist hann ungfrú
Melgu Jóhannsdóttur frá Efrihólum í
N úpasveit, sem nú syrgír eiginmann
sinn. Árið 1893 tóku þau hálfsmánað-
ar gamalt stúlkubarn til fósturs, Krist-
ínu Helgu aö nafni, og hafa þau alið
hana upp sem sitt eigið barn síðan. —
Sigurjón var mesti dugnaðar og iðju-
maður, sérlega greiðugur og gestrisinn'
vinsæll og vel metinn maður af öllum
sem hann þektu.
Biskup B. Arnett.
laðar menn til sín með sinni meistara-
legu mælsku. Hann ritar bréf til
hinna þjáðu.
í Wilberforce, Ohio, þrár mílur
fyrír norðan Xenia skamt frá Dayton
og Springfield eru bygðir, Wilberforce
háskóli og Paynes prestaskóli.
Þessir tveir nafnkendu skólar hafa
sent út frá sér marga presta og kenn-
ara. í miðju þessu skólahéraði byggir
biskup Benjaroín W. Arnett Dr. í Guð-
fræði, andríkur áfj mskilsvirtur maður
lyrir sína hrífandi mælsku. með hverri
hann hefir laðað til sín fjölda áheyrenda.
Meðal hinna hástandandi embættis
manna hyrkjunnar er engin nafnkend-
en hann.
Áður en hann var útnefndur Bis-
kup var hann einn hlnum helztu laðandi
mönnum kyrkjunar. vinnig stóð hann
mjög framarlega. sem lyðstjórnarmað-
ur.
Pann var fulltrúi héraðssins á þir.g-
inu “í Ohio um 'nokkur ár. Eftir að
hafa skrifað hin helztu æfiágrip biskup-
sins, setjum við her eftirfylgjandi vit-
nisburð Jfrá honu 3 . sem mun þykja
mjög merkilegur, og skýrir hann sig
sjálfum fyllilega fyrir þeim, sem þetta
mál láta ser koma við.
í Apríl 1894, þegar ég var á leið-
inni heim til mín frá Philadelphia, fékk
ég ákaflega vont kvef, er seinna meir
snerist upp í gigtveiki Ég gat hvorki
etið né hvílt mig nó sofið um nætur.
'Hér um bil 1. Júní var ég neyddur til
að leggjaát alveg rúmfastur fyrir nokk-
urn tíma. Þegarég komst á fætur aft-
ur vSrf^ég að ganga við hækjur. Vorið
fór í hönd og gigtveikin fór versnandi.
Eg hólt þegar vorið kæmi þá myndi
mér batna, en von mín brást, þar af leið
andi varð óg oft að fá mér aðra til að
tala fyrir í kyrkjunni. Einn dag í Júní
1895 kom konan mín að máli við mig
og sagðisthún hafa lesið svo miklð um
Pink Pills. ‘Þú ættir, góði minn, að
reyna þær og vita hvort þær myndu
ekki bæta þér’. Ég sagði ‘nei, það er
mér ekki til neins gagns að reyna þær.
Ég hefi nú þegar reynt alt sem mér hef-
ir verið ráðlagt og ekkertsýnist að hafa
bætt mér hið minsta. Hún hafði ekki
fleiri orð um þetta, en fór til Xonia,
Ohio, og keypti einar öskjur af Pink
Pills. Þegar hún kom heim um hádeg-
isbilið, gaf hún mér eina pillu og aftur
aðra inntöku um kvöldió. Næssu nótt
þurfti ég að eins að ómaka hana einu
sinni til að hagræða mér. Undanfarna
mánuði þurlti ég hagræðingar þrisvar
og fjórum sinuum á nóttu. Næsta dag
tók ég þrjár inntðkur af iMÍin og aðra
nóttina frá því ég fébk þær þurfti ég
el»ki að láta aimaii hiigræða mér í rúm-
inu. Síðau hefl óg ekki þurft að baka
konunni íninni ónæði, en lofað henni að
sofa í ró og friði. Einnig hefi ég sjálfur
ekki haft eina andvökunótt vegna míns
fyrra veikleika. Égber ætíð einar öskj
ur af Dr. Williams Pink Pills í vasan-
um hvert sem ég fer.
Ég er glaður að gefa þennaa vitnis-
burð og vona að aðrir fái bót meina
sinna. Ég hefi ráðlagt fólki að hrúka
Dr. Williams Pink Pills.
Guðs og yðar,
Benjamín W. Arnett,
Dr. Williams Pink Pills hjálpa til
að mynda nýtt blóð, styrkja taugarnar
og útrýma þannig sjúkdómsefnum úr
likamanum. I mörgum tilfellum hafa
þær læknað eftir að öll önnur meðöl
hafa mísheppnast og hefir það þannig
sannast að þær eru einhver hin merk-
asta upþfinding af meðala tagi, sem
gerð hefir verið í seinni tíð. Ekta Pink
Pills eru að eins seldar í öskjum með
fullu nafni félagsins á umbúðunum. Dr.
Wílliams Pink Pills for Pale Peoþle.
Varið ykkur að taka ekki sem Pink
Pills aðrar pillur en þær sem haía hið
registeraða merki félagsins á umbúðun-
urn.
tr-cU-Acll.*, Fncc-Acbc, Sciatlc
Palns, Neuralcte Paina,
I-ain in ttie Sidc, etcs
Promptly Rellovod tud Cured by
The “D. & L.”
Menthol Plaster
Ilarln)? usod yor.r D. Æ L. Mentbol Plaster
for Bovara i«ir» In tlio back and lumbaKOk I
unhositatiitKhr reoomniond snine aa asafe,
*uro and rar.íd romedy: in fact. they act Hke
magic.—A. Lapointí, EHzabethtowu, Ont.
PpIco tðe* s
DAVIS & LAWRENCE CO., Ltd.
Proprietors, Montrkal.
• \AJ\AjbMJkl |
Á U U W V.*' Li □
•’ttixiy í n ovrrv caso
Lotvol Uomijlalnt ia
? r ;t
ÍW
Tliis if\ tmo statcmont It can’t bo
mado too stror.g or u>o omphatic.
It Í3 a clmplo, safa and quick curo for
Cramps, Cou"h, Hheumatism,
Colic, Colds, Neuralgia,
Diarrhœa, Croup, Toothache.
TWO SIZES, 2Sc. and 50c.