Heimskringla - 21.10.1897, Qupperneq 4
4
HEIMSKRINGLA, 21. OKTÓBER 1897.
Winnipeg.
Hveitiverðið í bœnum í dag 77 eents
bushelið.
Sigurður Thorarinson á bréf á
skrifstofu Heimskringlu.
Herra Sveinn Thorvaldson frá Ice-
landic River kom til bæjarins á mánu-
daginn var. Fór aftur í gær
«
Andrews, bæjarráðsmaður, og E.
F, Hutchingser sagt að ætliað sækja
um bæjnrstjóraembættið hér í ár.
Andrews bæjarráðsmaður og E. F.
Hutchings er sagt að ætli að sækja um
bæjarstjóra embættið hér í ár.
Ritstjóri Lögbergs lagði af staö til
Nýja íslands á laugardaginn var, og
bjóst hann við að verða viku í burtu, en
erindi hans er oss ekki ljóst.
18 .þ. m. gaf séra H. Pétursson
saman í hjónaband hór í bænum Mr.
Martein Guðmundsson og Miss Krist-
björgu Jóhannesdóttur.
Bæjarstjórnin í Toronto hefir veitt
$500, sem á að sendast sem gjöf til
þeirra sem urðu fyrir skaða af sléttu-
eldum hér í fylkinu.
Ritstjóri Lögbergs lagði af stað til
Nýjaíslands á luugardaginn var, og
býst hann við að verða viku í burtu;
um erindi hans er oss ekki ljóst.
Kappræðufélagið “Bræðrahandið”
'hefir ákveðið að hafa tombolu og dans á
laugardaginn siðasta þessa mánaðar,
á North-West Hall. Auglýsing um það
í næsta blaði.
Fyrstu blöðin af Heimskringlu
verða send til Islands núna fyrir mán-
aðamótin, Þeir sem hugsa til að senda
blaðið til kunningja sinna þar ættu að
panta það fyrir [25. þ. m.
Herra Jón Jónsson, OttoP. O.,
Man., hefir keyft kaupendaskuldir
gamla Hkr. fél. á eftirfarandi pósthús-
um: Otto, Lundar, Westfold og Cold
Spriugs, og eiga því þeir sem skulda
á téðum pósthúsum að snúa sér til
hans með borgunina.
Attorney General fylkisins, J. D.
Cameron, kom til bæjarins á sunnudag-
inn var úr ferð sem hann hefir verið í til
New York, viðvíkjandi lagningu á
Winnipeg-Duluth brautinni. Hvort er-
indið hefir gengið vel eða illa fær enginn
að vita, fyr en hann er búinu að finna
hina ráðgjafana að máli, eftir því sem
hann segir sjálfur.
Hra. J‘ V. Daimann hefir keyft allar
útistandandi kaupendaskuldir gamla
Heimskringlu prentfélagsins á eftir-
farandi pósthúsum : Baldur, Brú,
Glenboro, Grund, Belmont og Dongola.
ogeru þeir sem skulda beðnir að borga
til hans. Kröfur gamla fólegsins ná
upp að 1, Júní 1897.
Utanáskrift: 522 Notre Dame Ave.
Winnipeg.
Eitt til tvö rúmgóð herbergi til leigu
með góðutn kjörum í vosturhluta
bæjarins. Fæði einnig falt með
sanngjörnu verði, ef á þarf að halda-
Menn snúi sér þessu viðvíkjandi til
S. B. JÓNSSONAR,
809 Notre Dame Ave., Winnipeg.
Síðla á mánudagskvöldið var, mætti
einn af lögregluþjónum bæjarins særð-
um Indiána frá Stonewal, á horninu á
Aðalstrætinu og Fonsica, cg var kona
hans með honum. Averkann, sem var
mjög hættuieg hnífstunga á kviðarhol
inu, hafði hann fengið af manni sem
heitir Thomas Burn, en sem er ýmist
kallaður "Curley” eða “Reddy.” Hafði
hann mæfct Indíánanum á Fonsica Str.
og boðið honum að “hafa drykk,” en er
hann vildi ekki þiggja það, varð ‘Reddy’
vondur og hósaði að drepa hann, og áð-
ur en varði sló hann konuna, en lagði
til Indíánans með hníf og veitti honum
áverka, eins og áður er sagt. Indíáni
þessi beitir Tom Williams, og er sagður
ráðvandur og iðjusamur ; konan er ó-
skírð á kristna vísu, en kallast, á meðal
þeirra sem hafa liðugt tungutak,
Waosikesikuk, og er fyrirmynd í því
hvað henni þykir vænt um mann sinn,
og bæði eru þau myndarlegar persónur.
“Curly” situr nú í fangelsi og bíður
frekari rannsóknar, en Indíáninn er á
sjúkrahúsinu og er heldur í afturbata.
Fá gull úr silfri.
Að fá gull úr silfri er ekki ómögu-
legt, eftir því sem Edmund O’Neill,
prófessor í efnafræði við háskólann í
California, segir.
í fyrirlestri sem hann hélt fyrir fé-
lagi því sem kallar sig University Sci-
ence Association — um að breyta ein-
um málm í annan, sagði hann að
mögulegt væri að breyta silfri í gull og
sagðist einnig hafa mjög góða reynzlu
til þess að sanna það með. Hann sagði
einnig að vaxandi þekking á málmun-
um mundi enn betur leiða það í ljós.
Klondýke.
Nú þegar að Klondyke og Yukon
eru í hvers manns munni, þá þykir fólki
eflaust gaman að fá að sjá fréttir frá
þessum stöðum, jafnvel þó þær fréttir
ef til vill séu að mörgu leyti magrar.
Hingað til Winnipeg kom fyrra
laugardag Mr. John Murray, beina leið
frá Dawson City. Þaðan fór hann 15.
Ágúst. Hann hefir verið um tvö ár i
Klondyke sem löggæzlumaður fyrir
Canadastjórn.
Námalóð fékk hann sér hjá Eldor-
ado Creek, en vegna starfa síns varð
hann að láta af hendi helminginn af lóð
sinni til annara manna fyrir vinnu á
henni og fleira sem þurfti til þess að
hann gæti haldið rétti sinum óskertum.
Samt sem áður er hann nú húinn að fá í
sinn hlut um $12,000, sem arð af sínum
helmingi lóðarinnar. Nú hefir hann
sagt sig úr þjónustu Canadastjórnar, og
er á leiðínni til Skotlands, og dvelur þar
í vetur, en kemur til baka í vor og fer
þá tafarlaust til Klondyke.
Ekki segir Mr. Murray að nokkur
hæfa sé fyrir þvi, að Dawson City hafi
brunnið, eins og sagt var hér áður í
blöðunum.
Hann sá flesta af Winnipeg-mönn-
um sem fóru héðan í sumar og segir áð
þeim líði öllum vel. Þeir voru allir við
vinnu og höfðu frá $15—$20 á dag.
Heldur segir hann að lífíð í Dawson
City sé glaðvært þegar menn eru ekki
við vinnu. Danshús er þar sem Gyð
ingur hér frá Winnipeg keyfti, Ripstein
ad nafni, fyrir $20,000 ; gengur þar dans
um nótt og dag og eru inntektir eigend-
anna um $1,000 yfir daginn.
Helzta gistihús bæjarins áleit hann
að mundi hafa eftir daginn um $5000,
og er þar með einnig reiknuð vínsalan.
Nokkuð hafði Mr. Murray með sér
af gullsandi, og einnig tvo gullhringa
sem búnir voru til í Klondyke úr Klon-
dyke gulli.
Um sex vikna tímabil er að eins
tveggja og hálfs tíma dagsbirta á degi
hverjum. Er þá alt upplýst þar með
steinolíuljósum.
Um Yukon gullhéraðið
og The North American Transportation
and Trading Company,
sem að mestu má þakka að Yukon og
Klondyke héruðin eru nú þekt, segir
Sepkember-heftið af “Midland Monthly”,
og farast því orð á þessa leið :
Félagið var myndað 1892 af tveimur
Bandaríkjamönnum, P.B.Weare Kaup-
mann í Chicago og Vini hans Capt. John
Healy, sem var gamall Alaska verzlun-
armaður. Þessir tveir menn voru ekki
lengi að sjá hvað nauðsynlegt væri fyrir
þá að gera. Þeir lögðu af stað viðstöðu"
lauSt til Seattle og leigðu þar gufuskip,
hlóðu það með vistir og vörur og efni
nóg til þess að byggja úr gufubát sem
þeir gætu brúkað á Yukon fljótinu.
Þeir sigldu frá Seattle 12. JÚ1Í1892. en
vegna mótvinda og óveðurs kornust
þeir ekki til St. Michael eyjunnar. við
mynnið á Yukon-fljótinu, fyr en 11.
Ágúst. Þegar þeir komu til St. Mie-
haels og höfðu látið áform sitt í Ijósi,
var reynt með öllu mögulegu móti að
telja þá frá ætlun sinní, og það er eng-
inn efi á því, að ef þeir hefðu verið eins
og menn alment gerast, þá hefðn þeir
gnúið bakinu við fyrirtækinu, og í stað
inn fyrir að vera aðal söguhetjurnar í
þessari nýju “Monte Cristo”-sögu. þá
hefðu þeir áreiðanlega fengið að sjá sína
kanadisku keppinauta sigrihrósandi yfir
að hafa orðið fyrstir til að rannsaka til
hlítar þetta mikla gullland.
En það fór hér sem oftar, að það er
ekki auðvelt að stemma stigu fyrir hin-
um sívaxandi framsóknaranda Banda-
ríkjamanna. Þessir menn komu til St.
Michaels til þess að byggja þar gufubát
sinn, sem átti að flytja þá 2000 mílur
upp eftir Yukon fljótinu, og ef mögu-
legt væri til hinnar óþektu eða lítt
þektu gull-uppsprettu. Meðfram þess-
ari leið ætluðu þeir að setja upp verzl-
unarstaði, og bíða svo rólegir eftir þvi
óumflýjanlega, nefnilega straum gull-
nemanna.
Þeir tóku sér því bólfestu á hentug-
um stað á eyjunni, og skirðu aðsetur
sitt hinu einkennilega nafni: “Fort
Getthere.” I 30 daga voru þeir að af-
ferma skip sitt, og koma fyrir skipsefni
sínu. Þeir brúkuðu fleka í stað báta,
og urðu að notast við Eskimóa til að
hjálpa sér, þyí fjöldi af þeirra mönnum
höfðu verið tældir frá þeim með fögrum
loforðum um gDægð auðæfa. Eftir að
þeir höfðu komið farangri sínum fyrir,
byrjuðu þeir á bátsmíðinu með mesta
kappi, og héldu því áfram þar til um
miðnætti 17. September, fyrir fimm ér-
um síðan, að hinum litla gufubát ‘Port-
us B. Weare’ var rent af stokkunum,
gufubátnum sem varð fyrstur til þess
að komast nærri upptökum Yukon-
fljótsins, fyrstur til þess að koma með
fréttír af hinni dæmalausu auðlegð í
Klondyke-dalnum, og fyrstur til að
koma með yfir miljón dollars í gulli til
þess að sanna sögu sína með.
Á fyrstu ferð sinni upp Yukon fljót-
ið komst ekki báturinn nema 800 milur
upp fljótið fyrir ís, en einn af mönnum
þeirra félaga tók að sér að halda áfram
alla leið, á snjóskóin. Fór hann þangað
sem Dawson City er nú, við mynnið á
Klondyke-ánni, og svo yfir jChilcoot-
skarðið og niður ströndina til Juneau.
Á þessari ferð sinni stofnaði hann Fort
Cudahy.
Á meðan þessu fór fram hafði kap-
teinn Healy og menn hans komist upp
Yukonfljótið, alla leið til Fort Cudahy;
þar skildu þeir eftir vistir og vörur.
Nokkrir námamenn höfðu einnig á þeim
tíma komið yfir Chilcoot-skarðið, og
voru farnir að grafa eftir gulli, með
góðum árangri.
Eftirtekt manna var nú vöknuð á
gullnámunum í Yukon-héraðinu, og að-
komendur dreifðust út í allar áttir og
þar á meðal til Klondyke. Kafteinn
Healy fékk vel reynda námamenn til
þess að skoða mest af því svæði sem þá
var þekt, og skýrðu þeir svo frá, að
meðfram öllum ám og lækjum sem féllu
í Yukon. fengju menn á dag $-1—$50
upp úr vinnu sinni.
Þegar að Birch Creek héraðið var
opnað til gullnáma, þá myndaðist Circle
City. Þar hefir félagið eina aðalstöð
sína. Flestar námalóðirnar við Biich
Creek gefa nú af sér frá $100 —8200 ádag.
Við endalok ársins 1894 hafði náma-
fólki fjölgað að miklum mun, fjöldi
hafði fengið sér námalóðir, er reyndusí
ágætlega.
Vorið 1895 byrjaði mjög álitlega.
Chilcoot-skarðið var krökt af mönnum
sem vildu reyna hvað satt væri í frá-
sögnum þeim, sem borist höfðu til
mannheima um gulllandið góða.
Þeir félagar, sem nú þóttust vissir
um framtíð þessa lítt-kunna lands, réð-
ust nú í að byggja annan gufubát, sem
þeir kölluðu “John J. Healy,” og átti
hann að ganea á Yukonfljótinu ásamt
Portus B. Weare, fyrsta bátnum þeirra.
Um árslok 1895 hafði verið sent út fyrir
það ár, yfir miljón dollara virði af gulli,
og var meginið af því úr námunum við
Birch Creek og Forty Mile,—altsaman
Bandaríkja megin við landamærín.
Árið 1896 færði með sér vaxandi
/viðgang í námustöðunum, Jallar þær
námutilraunir sem gerðar höfðu verið
borguðu sig ágætlega, og nú að minsta
kosti böfðu menn engann efa á, að ó-
hætt væri að leggja peninga sína í hvað
helzt fyrirtæki sem væri i Yukon-hér-
aðinu.
En það var ekki fyr en þá seint um
haustið að farið var verulega að veita
Klondyke-héraðinu eftirtekt. Náma-
menn nokkrir sem komu til þess að fá
sér matvæli hjá félaginu færðu með sér
sagnir af ótrúlegri auðlegð. sem þeir
hefðu fundið með fram lækjum þeim er
renna í ána Klondyke.
Mr. Ely Weare, yngri bróðir Mr .
P. B. Weare, og nú forseti North Ame-
rican Transportation and Trading Com-
pany var um þetta leyti kominn í félag-
ið með bróður sínum og kaftein Healy.
Sendi hann þá undír eins menn til þess
að rannsaka hvað satt væri í framburði
gullnemanna frá Klondyke, og kom það
þá í ljós, að hinar frekustu hugsjónir
manna um þetta heimsfræga gullland
jöfnuðust ekki við það sem virkilega
átti sér stað. En nú var veturinn kom
inn og hlutu þvi gullsækjendur að bíða
vorsins, og láta sér nægja að eins að
dreyma um gull.
Snemma í næstliðnum Maí var
Klondykedalurinn þakinn af fólki, sem
alt leitaði að auðæfum. og það má full-
yrða að fáir fóru þeir heim affcur óá-
nægðir. Námumenn sem höfðu yfir-
gefið lóðir sínar í Forty Mile og Birch
Creek héruðunum, sem gáfu af sér frá
150—200 á dag. en voru nú komnir til
Klondyke, hlotnaðist þar frá $500— 2000
á dag meðsömu fyrirhöfn.
Það er því ekkert að undra þó
námagröftur allur færi á ringulreið, og
það er ekkert að undra þó alheimurinn
sem starað hefir á þennan aðgang, bí'M
með óþreyju eftir því sem vorið 1898
kann að leiða í ljós.
Selur demanta, gullstáss, úr,
klukkur og allskonar varning
úr gulli og silfri. Viðgerðir
allar afgreiddar fljótt og vel.
- - - Búðir í - - -
Cavalier °? Pembina.
Alfionar
barna- m
m rnyndir
agœtlega
teknar.
Myndir
af ollum
tegundum
mjog vel
lehnar.
Mitchell’s ljósmyndastofa er hin stærsta og bezta í Canoda.
að gera alla sem ég tek myndir af ánægða.
Ég ábyrgist
J. F.JVIITCHELL,
2ii Rupert Str. - - Fyrstu dyr vestur aUMain St.
Svo þúsuudum dollara skiftir er nú komið af grávöru í
THE BLUE STORE, B^a,
—■ ..434 nain Street.
Búðin sem ætíð selur með lægra verði en nokkrir aðrir,
Við höfum rétt nýlega meðtekið 50 kassa af fallegustu grávöru, jafnt fyrir
konur sem karla. Rétt til þess að gefa ykkur hugmynd um hið óyanalega lága
verð á þessum ágætis vörum, þá lesið og athugið eftirfylgjandi lista.
Kvenmanna Coon Jackets - - - - $18 og yíir
“ Black Northern Seal Jackets 20
“ “ Greenland “ “ 25
“ Loð-kragar af öllum tegundum,
úr Black Persian Lamb,
American Sable,
“ Gray Opossum,
“ Natural Lynx
úr Gray Persian Lamb,
“ Blue Opossum,
“ American Opossum.
Beztu tegundir af MufFs,
allir litir, fyrir hálfvirði.
Karlmanna Brown Russian Goatskin Coats $13,50
“ Austrian Bear Coats - - - - 13,50
“ Bulgarian Lamb Coats $20,00 og yfir
Inndælar Karlmannahúfur með afarlcgu verði.
Einnig sleðaíeldir óviðjafnanlegir.
Hi
i inir gömlu skiftavinir vorir, og svofólk yfir liöfuð, ættu nú að nota tæki-
færið til þess að velja úr þeim stærstu og vönduðustu vörubyrgðum, og það
fyrir iægræverð en séðst hefir áður hér í Winnipeg. - -- -- -- ---
The Blue Síore.
Merki: Blá stjarna. 434 Main Street.
A. Chevrier.
— 10 —
unum. Á lítilli stundu voru þeir hoifnir, en
maðurinn sem þeir voru að sækja hné í arma
Keeths. Var hann allur blóði stokkinn og því
nær uppgefinn.
2. KAPÍTULI,
Viljið þið koma.
“Hvað líður kerlingarsögunum þínum núna,
Fitch?” spuiði Foid, er hann hjálpaði Keeth
tilaðhagiæða hinum ókunna manni á jörð-
unni.
En prangarinn lét þá eina um það að hag-
ræða manninum oghljóp fram að skoða dauða
manninn á stígnum. Þegar hann kom aftur
var hinn ókunni maður seztur upp og hallaðist
upp að steini einum miklum, en Keeth var að
baðaí vatni andlit bans. Ford og lestamennirn-
ir þrír stóðu og horfðu á. og skein áhuginn úr
andliti Fords,en Indíánarnir sýndust kærulausir
og tilfinningarlausir, sem auglýsingarmerki á
tóbaksbúðum.
“Þaðer ekkert undarlegt við þessa Indíána”,
sagði Lundúna-maðurinn.
“Viðhvað áttu ?” sagði Keeth og leit upp.
“Eg þekki þá”, sagði Fitch. “Það eru
fjalla-Indiánar, ég þekki þá alla. Þeir eru eins
mentaðirfog lestamennírnir þarna”, og hann
benti nú á lestamennina þrjá.
"Heldur voru þeir vandaðir núna”, sagði
— 15 —
þá Keeth. 1 Fáðu mér glasið í vasa þinum
Fitch”.
Lundúnamaðurinn fékk honum þegar glasið
og fór að hjálpa Ford að koma áfram lestinni.
Kom þá Keeth dálitJu úr flöskunni á milli tanna
hins særöa manns. Það hálfstóð í honum, hann
opnaði augun og barðist við að rísa upp.
“Herra minn”, sagði hann með veikum
rómi, “þér hafið bjargað lífl mínu—þér og félag-
ar yðar”.
"Hvernig líður yður?” spurði Keeth.
"Betur, miklu betur”. Og nú rendi hann
augunum i kring. “Indíánarnir?” spurðihann.
"Hvar eru þeir?”
“Þotnir á burtu”, svaraði Ameríkumaður-
iun. "Spjótin þeirra voru léleg vopn á móti
Winchester-byssunum okkar”.
“Ójá, hefði ég haft byssu, þá hefði ég varizt
betur”.
1 ‘Þú hefðir kunnað að geta hrakið þá burtu,
en þú stóðst þig rækalli vel”, sagði Keeth og dáð
ist að honum. "En því voru þeir að sækja á
þig?”
Það brá skugga yfir andlit Spánverjans.
“Það get ég tæplega sagt yður, herra minn,
að minsta kosti ekki svo að þér skiljið það”.
Og um leið lyfti hann hendinni upp að kinninni
og þuklaði um iriarkið sem þar hafði grafið verið.
“Það var þetta”, sagði hann, ég er bölvaður,
herra minn”.
"Hvað áttu við ?” spurði Keeth undrunar-
fullur,
“Bíddu við, herra minn. Ég get ekki talað
enn þá. Hvað heitið þér ?”
—14 —
En Indiánarnir voru að skrafa saman Og
hreyfðu sig ekki.
“Kondu nú ! heyrirðu ekki?” grenjaði Fitch
og leit illilega til Juans og félaga hans,
“Ætlar herrann að skilja eftir mann þenn-
an ?"’ spurði Juan.
"Nei, hann verður okkur samferðatil Hual-
pa”.
“Þá förum við ekki með yður”, sagði Indi-
áninn.
“Segirðu það, fanturinn þinn?” æpti nú
prangarinn og steytti hnefana. ‘Ef að þú
svíkur mig svona, þá færðu ekki eitt cent af
kaupinu, og þegar ég kem á ströndina aftur, þá
skaltu svei mér fá að kenna á því!”
“Bueno (gott og vel), það hlýtur svo að
vera”, svaraði Juan og yfti öxlum. "Verið þér
sælir, herra minn!”
Hann snerist á hæl og hvarf sýnum niður
stiginn með félögum sinum. En skildi Fitch
eftir svo reiðann að honum lá við slagi.
“Kondu nú, Fitch”, sagði Keeth. “Það þýð
ir ekkert að tala. Hve langt .er til næsta bæj-
ar?”
“O, við getum náð til Hulpa í kvöld, ef að
við tefjumst ekki of lengi við mann þennan”,
sagði prangarinn önuglega.
“Égábyrgist hann. Við þurfum ekki að
bera hann; ég held að hann að hann geti geng-
ið. Ford, viltu ekki hjálpa Fitch með dýrin?”
"Sjálfsagt”. svaraði Kinsole. “Eg [hold við
ættum að stjaldra hér við og éta árbita”, sagði
— 11 —
Ford. “Ef að við hefðum verið mínútu seinni,
þá hefði þessi vinur vor að likindum mátt kenna
á þessari fyrirtaks menningu þeirra !”
“Ég skil þaðekki”, tautaði Fitch og smelti
þumalfingrinum aftur fyrir sig í áttina til dauða
mannsins. “Ég liefi oft verzlað við manninn
þarna”.
Særði maðurinn opnaði nú augun einusinni
eða tvisvar. en hann var augsýnilega orðinn lé-
magna af baidaganum við Indíánana og var
seinn að n>- sér. Hafði hann fengið ljótt sár á
ennið við hársræturnar og streymdi blóðið niður
andlit hans. Keeth þerði það vandlega af. Ekk-
ert sár hafði hann annað að marki, en á hægri
kinninni rétt fyrir neðan augað var stungið
merki á höiundið á stærð við ameríkanskan hálf-
dollar. Tók Keeth fljótlega eftir þessu dular-
fulla merki og benti Ford og prangaranum á
það,
Á þá þrjá hvítu mennina hafði mark þetta
ekki önnur áhrif en þau. að það vakti forvitni
þeirra. en alt önnur oa furðuleg áhrif hafði það
á Indíánana þrjá, er gægðnst yfir axlirnar á lrús-
bónda sinum og horfðu á hinnsærða Spánveria.
Fóru þeir eitthvað að tala saman, á eigin tungu
sinni og benda á merkið og sýndust vera æstir
mjög.
“Nú, nú, hvað gengur að ykkuj ?” spurði
Fitch, því þó að hann væri búinn að vera 10 ár
i Perú. þá hafði hann aldrei getað lært ‘hrogna-
ímál” frumbyggjanna og talaði meira að segja
spönskuna með Lundúna framburði, er gert
hefði hvern málfræðing alveg ærðan,