Heimskringla - 28.10.1897, Page 2
2
HEIMSKRINGLA, 28. OKTÓBER 1887.
Bciiiiskringla.
Published by
WalterH, JSwaiiKon & Co.
Yerð blaðsins í Canada og Bandar. Sl.50
um árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar seudist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir i aðra banka en •'
Winnipeg að eins teknar með afföllum
Einae Olafsson,
Editor.
B. F. Walteks,
Business Manager.
Office : Corner Princess & James.
P O BOX 305
EFTIR þetta verða engin blöð af
Heimskringlu send út nema
pöntuð séu, og vildum vér því biðja
þá sem hugsa sér að gerast kaupend
ur blaðsins, að gera ráðstafanir þv
viðvíkjandi sem fyrst.Innan _skamms
verður upplagið af blaðinu minkað
svo, að það nægi að eins viðskifta
þörfum, og gæti því farið svo að þei
sem panta það seint, geti ekki fengið
það alt frá byrjun, en með því tap
ast partur úr sögunni, sem ekki verð
ur hægt að fá, því hún er ekki gefin
út sérstök, heldur að eins neðanmáls
í blaðinu.
Menn eru nú búnir að sjá svo
mikið af blaðinu, að þeir ættu fljót-
lega að geta áttað sig á því, hvort
þeir vilja taka það framvegis eða
ekki, eða reyna það lítið eitt lengur
í þessu sambandi skulum vér geta
þess sem áður hefir verið tekið fram,
að vér gerum ekki endilega kröfu til
þess að borgað sé- að fullu fyrir heil-
an árgang fyrirfram; menn geta
sent hvaða upphæð sem þeir vilja þ<5
minni sé en $1.50, og ef þeir halda
svo áfram að taka blaðið, fá þeir það
meðákvæðis verði ($1.50 um árið). Á
öðrnm stað 1 blaðinu er listi yfir þá
menn sem taka við borgun fyrir
blaðið af þeim sem ekki senda pen-
ingana sjálfir. Frímerki vildum vér
biðja menn að senda sem sjaldnast
stað peninga,
Vér vonum að flestir sem voru
kaupendur Heimskringlu áður, ásamt
ýmsum öðrum, geri sitt til að þetta
nýja blaðfyrirtæki þrífist. Þá galla
sem verið hafa á blaðinu reynum vér
að bæta eftir föngum þegar prentá-
höidin færast í lag eftir fiutninginn,
og annríkið rénar.
Yerzlunarleið
gegnum Hudsonsflóann og
þýðing hennar fyrir Mani-
toba, Norðvesturlandið
og Dakota.
Það mun flesta lesendur vora
reka minni til þess, að við síðustu
Dominiónkosningar var Hudsonsflóa-
brautin fyrirhuga eitt af því, sem tíð
ræddast var um í Manitoba og Norð-
vssturlandinu, og fle-tir sem ekki
voru annaðhvort blindaðir af flokks-
ofstæki eða hirðulausir um framfarir
sínar munu hafa reynt að gera sér
grein fyrir því, hvaða þýðingu þessi
braut hefði fyrirlandið. Það er litl-
um vafa bundið, að þeir sem á ann-
að borð nokkuð hugsa, hafa séð, að f
sambandi við skipalfnu frá endastöð
brautarinnar við flóann til staða í
Evrópn væri hrautin eitt hið þýðing-
armesta stórvirki sem hægt væri að
vinna fyrir Norðvesturlandið, enda
er það auðsætt að svo hlyti að vera,
þegar það er athugað að flutnings-
gjald með skipum er að eins hér um
bil 1/5 af flutningsgjaldi með járn-
brautum, og ve^hlengdin frá Winni-
peg viJ flóans er að eins um 400 míl-
ur, en frá Winnijæg til Montreai
1425, og til Halifax 2I8H mílur.—
Þin gman n aefni Con ser va tí vaflok ks-
ins hér í fylkinu og annarsstaðar
lögðu mikla áherzlu á þetta mál, og
konservatívastjórnin, sem þi sat að
völdum, lofaði ótvíræðilega fylgi
sínu, og samkvæmt loforðum hennar
hefði brautarlagningin byrjau án
nokkurra frekari snúninga; en kon-
servatíva8tjórnin fór frá völdum, og
um leið var framkvæmdum hcnnar
lokið, og meðferð þessara og annara
mála komin í hendur líherölu sfjórn-
arinnar sem tók við af henni-
I kosningunum og fvrir kosn-
ingarnar töldu ýmsir liberalar öll
tormerki á að leggja þessa braut,
sögðu þeir að það væri ekki einung-
is ósannað að reglulegar sjóferðir
yrðu farnar gegnum sundið sem ligg
ur inn til flóans, heldur væru sterk-
ar sannanir fyrir þvi að sundið væri
ekki fært, en þrátt fyrir þessar við-
bárur var nú áhugi manna vaknað-
ur fyrir þessu máli, og hin nýja
stjórn gat ekki gengið algerlega
framhjá því, þó hún hefði enda vilj
að. Stjórnin lét í veðri -"aka, að
hún væri mjög meðmælt braut til
flóans, ef skipaleiðin væri brúkleg;
en það þóttist hún ekki viss um frek-
ar en sumir stuðningsmenn hennar;
og svo þá til að komast fyrir allan
sannleika, að hún segir, gerir hún
út skip og skoðunarmenn snemma í
sumar til að rannsaka leiðina til fló-
ans og flóann sjálfan. Skip þetta,
‘Díana’, er lítið og heldur lélegt, og
sögðu sumir að það væri ekki fært
til ferðarinnar, og að það væri eng-
in sönnun fyrir þvi að leiðin Væri ó-
fær, þó þetta skip kæmist hana ekki,
Alt tyrir þetta lagði skipið af stað í
Júnímánnði, og hefir verið að svalka
um sundið og flóann síðan. Fyrir
nokkrum vikum kom Díana til Ný-
fundnalands, og lagði af stað þaðan
aftur eftir fáa daga áleiðis til flóans,
og er það í sjötta eða sjöunda sinni í
sumar að hún fer í gegnum sundið
(Hudsons Strait)
Enn sem komið er eru engar
opinberar skýrslur um þetta ferðalag
komnar fyrir sjónir almennings frá
formönnum sklpsins, en samkvæmt
því sem þeir hafa geflð út til blað-
anna meðan skipið stóð við í Ný-
fundnalandi, þá er leiðin mjög tor-
sótt, enda hálfófær, og þykja sumum
það harla einkennilegar fréttir, þeg-
ar tekið er tillit til þess, að skip
þetta er all-lélegt, og þó búið að fara
sex sinnum ígegnum sundið í sum-
ar,
A öðrum stað í blaðinu birtum
vér stutt ágrip af ferðasögu Mr,
Lows, sem var einn með í förinni
þangað til fyrir skemstu. Mr. Low
var ekki sendur af stjórninni til að
gefa álit sitt um Ieiðina til flóans og
vill hann því sem minst segja, en
það litla sem hann heflr sagt ber
illa saman við fréttirnar sem áður
voru komnar. Það er ekki yel Ijóst
hvernig á þessum mi3munandi frétt-
um stendur er það helzta sem hægt
er að draga út úr því er það, að
þessi för hafi verið gerð, meira til að
sanna að leiðln væri ófær, heldur en
til aðsannaað hún væri fær; með
öðrum orðum, að hún sé farin til
málamynda, að hún sé farin með því
yfirskini að verið sé að leita að
sannleikanum, en í ráuninni sé hún
til þess að reyna að þóknast tveim-
ur flokkum, sem að sjáifsögðu verða
andvígir um þetta mál, þangað til
brautin er lögð eða sannað er fylli-
lega að leiðin sé ófær. Þessir tveir
flokkar eru íbúar Nerðvesturlandslns
sem trúa á nytsemi brautarinnar, og
íbúar austurfylkjanna. eða öllu held-
ur stórborganna, sem álíta að verzl-
unarvegur gegnum flóann dragi
verzlnn frá sér. Það er lýðum Ijóst
að austurborgirnar eru mótfallnar
æssu fyrirtæki, en þeim þarf stjórn-
in að geðjast; það er og lýðum Ijóst,
að Norðvesturlandið hefir áhuga fyr-
ir þessu fyriatæki, og því þætti srjórn
inni líka gott að geta þóknast, ef
iað kostaði ekkiof mikið; og svo
væri þá þjóðráð fyrir hana að senda
sk’p og föruneyti til að svamla út
um sund og höf, og segja ekki neitt
nema það sem brúklegt væri til að
rngga með niður í blessuðum hörn-
unum vestur frá og hæna með að sér
börnin austur frá. Það er vitanlega
ekki fyllílega áþreifanlegt ennþi
að svona hafi verið farið að í þessum
málum, en það eru afarsterkar líkur
fyrir því, Skipið var lélegt, sögur
formanna þess voru alt annað en
góðar, og þeim ber ekki saman við
aðra skoðunarmenn, sem rneð þeim
voru. Ofan á alt þetta bætist það,
að fjölda margir menn sem eru bú-
settir hér vestra og hafa farið þessa
leið segja, að hún sé vel fær að
minsta kosti 4 mánuði af árinu, eða
frá því seint í Júlí þangað til seint í
Nóvember, og því í ósköpuuum ætti.
ekki að vera hægt nú að lara þá leið
sem verzlunarskip Hudsonsflóafé-
lagsins hafa farið í nærfelt 200 ár.
Það eitt, að stjómin gerði út för
þessa vitandi um allar þær sannanir,
sem til eru fyrir því að leiðin sé
fær, er nokkuð sterk sönnuu fyrir
því, að henni hafi ekki verið ant um
að brautarmálið fengi framgang, og
þegar ofan á það bætist að förin
virðist ætla að safina annað en það
sem var á vitund manna áður, þá er
ekki við öðru að búast en að gerðir
hennar þyki grunsamar.
Það er ekki að furða þó Norð-
vesturlandið fyl«i þessum málum
með eftirtekt. Eins og nú stendur á,
verður mest af þeim varningi sem
héðan flyzt til Evrópu, að fara með
járnbrautum, ýmist til Montreal eða
New Yoik, og varidngur frá Evrópu
kemur einnig á sama hátt. En al-
menningur veit-vel, að flutningsgjald
þessa leið er og hlýtur ætíð að verða
hærra, heldur en sjóleiðis gegnum
flóann, hversu mikil sem samkeppn
brautanna yrði. Ef hægt væri að
senda hveiti til Evrópumarkaðarins
gegnum Iludsonsflóans yrði sparnað
urinn ekki minni en 8—10 c. á bus
hel hvert, en það er sama sem 8 —10
cts. meira fyrir hvert bushel í vasa
þess sem ræktar hveitið, heldur en
ella. Það yrði því engin smáupphæð
sem rynni inn til þeirra sem gætu
notað þessa leið ; en það er að minsta
kosti alt Manitobafylki, Norðvestur
héruðin, Dakota og ef til vill Minne
sota og Montana á padi. Skemsta
leiðin til sjávar úr öllum þessum
fylkjum og ríkjum, er norður til
Iludsonsflóans, og ef skipaútgerðin
væri í góðu lagi, þá ætti að vera
hægt að koma meiri hluta hveitisins
á Evrópumarkaðinn sama haustið og
það er skorið upp á þessum stöðum
þar eð leiðin er fær þangað til seint
í Nóvember.
í bráðina getum vér ekki farið
lengra út í þetta mál, en það sem
sagt hefir verið er nægilegt til að
sýna, þeim sem á annað borð hafa
augun opin, að stærri hagfræðisleg
spurning er naumasttil núsem stend-
ur fyrir þessa landshluta sem nefnd-
ir hafa verið; og það ætti að vera
nóg til þess að menn hafi vakandi
auga á gerðum stjórnarinnar í þessu
efni og gerðum þingmannanna héð-
an að vestan. Það væri í meira lagi
vítavert, ef þingmenn héðan stæðu
þegjandi, sökum flokksfylgis, og
horfðu þegjandi á að þessir hlutar
landsins væru sviftir þeim hlunnind-
um, sem þeir geta haft af þessari
verzlunarleið, eða öðrum fyrirtækj
um sem koma þessu landi f hag, en
eru ekki samkvæm skoðunum stjórn
arinnar, en því miður er það alt of
satt að svo er. Þetta sannast greini
lega af því sem fram fór á fundi sem
liberalar héldu hér í bænum að
kveldi hins 11. þ. m. Á fundinum
var talað um aðgerð á St. Andrews-
strengjunum, sem er eitt af áhuga
málum manna hér, og þingmenn
þeir sem við voru, beðnir að gera
grein fyrir gerðum sínnm í því máli
eystra. Þegar Richardson, M.P. fyrir
Lisgar, sem býr í Winnipeg, var kall-
aður upp, sagðist hann ekki hafa
greitt atkvæði með aðgerð á strengj-
unum af því, að hann vœri þingmað-
ur fyrir Ijiirdœmi suðvestwi í fylk-
inu, sem ekki hefði neitt gott af fyrir-
tœkinu. Þetta er náttúrlega hrein-
asta ósvífni, því skipaleið til Winni-.
peg hefir stóra þýðingu fyrir alt fylk-
ið, og það er gott sýnishorn af því,
hve hundháðir menn geta orðið viss-
um flokkum. Mönnum sem haga sér
á þessa leið, ætti að kenna við kosn-
ingar, að þeirra þurfi ekki við.
Charles Dana.
Eins Of? getið var um í síðasta blaði
Heimskringlu, dó Charles A. Dana, rit-
stjóri blaðsins New York Sun, að heim-
ili sínu, Glencove á Long Island, hinn
17. þ. m. Hann hafði verið veikur. i 5
mánuði, en það var að eins fyrir þrem
vikum að menn vissu að sýki hans Vf r
hættuleg. Síðan 9. Júní hafði hann
ekki komið til New York, en alt af liefir
hann ritað fyrir blaðið þangað til fyrir
þrem vikum. Dauðamein hans var
meinsemd í lifrinni, sem ágerðist
skyndilega, en rænu hélt hann samt
fram í andlátið, og mjög stillilega tók
hann dauða sínum,—kvaddi alla vini
sina sem við voru staddir með mestu ró-
semd.
Charles Anderson Dana er fæddur
8. dag Ágústmánaðar 1819 að Hindsdale
New Haven. Eftir að hann hafði feng-
ið nokkra almenna mentun, fór hann á
Harward-háskólann og varþar í tvö-ár.
Að þeim tima liðnum varð hann að
hætta við nám sökum augnveiki. Árið
1841 kom liann á fót ásamt nokkrum
öðrum mentamönnum, hinu svokallaða
Brook Farm Community, í Roxbury,
Mass., og varð hann þá um leið ritstjóri
vikublaðsins “The Harhringer,” sem
barðist mjög hart fyrir ýmsum sósía-
lista skoðunum. Nokkru síðar skrifaði
hann fyrir “Boston Chronotype.” og
1847 varð hann meðritstjóri við New
York Tribune.blað hins alkunna Horace
Greeley, og vann hann við þetta blað
þangað til hann birti i því grein eina
eftir sjálfan sig, sem hann kallaði “On
to Richmond.” Út af þessari grein kom
upp ósamlyndi milli Dana og Greeley,
og varð það til þess, að Dana fór frá
blaðinu 1831 ; en 1833 var hann útnefnd-
ur hermálaráðgjafi, og hélt þeirri stöðu
meðan þrælastríðið stóð yfir.
Eftir stríðið gerðist hann ritstjóri
við blaðið ‘Chicago Republican,” en þar
eð blaðið borgaði sig illa, fór hann aftur
til New York og keyfti þá blaðið “New
York Sun,” í félagi vdð nokkra kunn-
ingja sína, og hefir þetta blað síðan,
undir stjórn hans, náð fádæma út
breiðslu.
Dana var ræðumaður góður og
skrifaði ljóst og kröftugt; hann var
fróðleiksmaður mikill og aldrei hræddur
við að segja meiningu sína. Jafnhliða
ritstjórnarstörfum sínum vann liann
margt og mikið annað. Árið 1818 safn
aði hann til bókar sem kölluð er llouse-
liold Book of Poetry, og í sambandi við
Geo. Repley, sem var meðritstjóri við
New York Tribune, gaf hann út Apple
tons American Cyclopedia (1858—63).
Dana hefir gert mikið að því að hefja
ameríkanska blaðamensku á það stig
sem hún er á nú. Þegar hann var með-
ritstjóri við ‘Tribune’ féka hann í kaup
$20 um vikuna, og var það skoðun
Greeleys að það væri nægilegt fyrir þá
sem lifðu á að skrifa fyrir blöð, en Dana
fanst annað. Hann var sannfærður um,
að ef að blöðin ættu að vera góð, þyrfti
að fá duglega og góða menn til að vinna
við þau, og þegar hann varð formaður
við Chicago Republican, reyndi hann að
hækka kaup þeirra sem við blaðið unnu,
en af óviðráðanlegum ástæðum bar blað-
ið ekki kostnaðinn og var selt í hendur
öðru félagi. En þegar Dana byrjaði við
“Sun,” gerði hann aftur tilraun í sömu
átt og heppnaðist hún vel, og hefir það
orðið til þess að blaðamenn hafa nú
mikíð hærri laun, og um leið til þess, að
blöðin hafa batnað að stórum mun.
“Sun” hefir all-oftast verið fepú-
blíka blað, en þó stundum mælt með
Demókrötum, mest fyrir persónulega
velvild. 1868 mælti blaðið með Seymour,
og 1872 með Horace Greeley, á móti
Grant.
Dana var alinn upp í kalvinsku
kyrkjunni, en seinna varð hann Unitari
og á síðustu árum hefir hann hallast
mjög að skoðunum Svedenborg. Hefir
hann í mörg ár ekki tilheyrt neinni
kyrkju.
áttu rannsóknir við sundið, en isinn var
of þéttur í sundinu til þess að það léti
sig gera, og hinn 24. var því snúið til
austurs í stefnu til Charles Islaud, þar
sem Mr. Low og félagar hans voru
settir á land. Mr. Low var fenginn 35
feta bátur, tveir sjómenn og einn hjálp-
armaður við rannsóknirnar, og lentu
þeir á fari þessu nálægt Douglas Har-
bor ; er þar höfn góð og akkerisbotn á-
gætur. Is var þar mikill við ströndina
frá 26. Júlí til 1 Ágúst, en úr því var ís-
laust, og mátti sigla dögum saman
hindrunarlaust.
Á þessum stöðum er ströndin fjöll-
ótt og grýtt; sumstaðar tindar sem
gnæfa 4000 fet upp yfir jafnsléttu. Mr.
Low hélt nú leiðar sinnar til Stubarts
Bay og þaðan til Fort Chimo við Ung-
ara Bay, þar sem þeir félagar áttu að
raæta Diönu aftur, og skoðaði hann á
leiðinni hina stórkornu og klettóttu
strendur flóans,og þótti mikið til kotna
Hinn 20. Ágúst, meðan þeir biðu í
Chimo eftir Diönu, koin þartgað frá
Fort Churchill eitt af gufuskipum Hud
sons Bay félagsins, og sagði skipstjór-
inn að hann hefði aldrei lent í annan
eins is á flóanum eins og þá, en svo vissi
hann h*-ldur ekki til að þessi leið hefði
nokkurntíma verið farin svona snemma
á sumri. Hinn 16. September kom Dí-
ana til Fort Chimo til að sækja þá fé-
laga, og hafði hún frá því hún skildi
við þá, verið á vakki fram ogaftur um
flóann, og komið við í Fort Churchill
og víðar. Rev. Dr. Bell og íélagar
hans, sem áður er getið um, skoðuðu
rnikið af norðurströnd flóaus og reistu
brezka flaggið áScotch Whaling Station
við Cumberland Sound, en þann stað
segja sumir að Bandaríkjamenn hafi
viljað helga sér.
Mr. Jas. Fisher, þingmaður frá
Manitoba, sem var með í lörinni, verður
á skipinu þangað til rannsóknum er
lokið.
Selaveiða-samþyktin.
Hudsonsflóinn.
Mr. A.P. Low, einn af jarðfræðing-
unum sem stjórnin sendi til Hudsons-
flóans með skipinu Diana í sumar, er nú
nýlega kominn til baka, og er á honum
að heyra, að sundið inn í flóann og fló-
inn sjálfur sé vel fær skipum um langan
tíma á sumrin. Mr. L jw vill sem minst
segja ákveðið um þessi mál, því hann
segir þau séu sér óviðkomandi, en út úr
ferðasögu hans má draga hvaða skoðun
hann hefir á siglingum í gegnum sundið
Eftir því sem hann segir, þá er sundið
opið frá enduðum Júlímánuði til 15.
Nóventber eða hér um bil sama tima og
Bolle Isle-sundið,
Diana mætti fyrst is 150 mílur frá
mynni sundsins sem liggur inn í flóann,
milli hins 10. og 16. Júní, og í sundinu
sjálfu var ísinn svo mikill, að hún komst
hvergi áfram og ísbreiðan náði víða
40—50 milur frá landi. Á Jubilee-dag-
inn lagði hún inn á sjálft sundið. og
gerði sitt bezta til að kemast áfram,
þangað til hinn 26. Júní, að húm kom
fáeinar mílur frá Big Island ; þar varð
ísinn ekki kleyfur. í fjóra daga var
skipið fast í ísnum, en bélt þó áfram að
færast í áttina til flóans.
Fyrsstu eskimóarnir sem sáust
komu um borð við BiglslandO. Júlí.
Hinn 10. komst Díana úr fastaísnum og
eftir 11 daga ferð í íshroðanum í sund-'
inu, komst hún hinn 20. Júlí inn á sjálf-
ann Hudsonsflóann. Nú var haldið
vestur á bóginn þangað til Mansfield
Islands voru fyrir stafni, en þá var
stýrt til norðurs með þeim tilgangi að
komast inn á Fox-sund og setja þar á
land Mr, Bell og félaga hans, sem gera
Fyrir nokkru síðan reyndu Banda-
ríkin að fá.England, Rússland og Japan
til að útnefna erindsreka, sem áttu að
hafa fund með sér og ráða fram úr því,
hvernig bezt væri að koma í veg fyrir
að selurinn í norðurhluta Kyrrahafsins
yrði eyðilagður. Englendingar neituðu
að vera með og sögðu að Japan og Rúss
landi væri málið óviðkomandi, en alt
um það ætla nú Bandarikin, Rússland
og Japan að ræða máiið og eru sendi-
mennirnir frá Rússlandi þegar komnir
til Washington, og þó nefndin sé ekki
byrjuð að starfa, þá er samt hægt að
heyra það á sendimönnum Rússa, að
þeir eru með því að strangar skorður sé
reistar við því að selurinn eyðileggist,
og er það samkvæmt þeim reglum sem
þeir hafa nú. Við eyjar þær i Behrings-
sundinu. sem þeir eiga yfir að ráða, fær
enginn útlendingur að veiða sel nær en
30 mílur undan landi; að eins íbúar eyj
anna mega veiða hvenær sem er, og
rússneskir selaveiðamenn iliega veiða
karlselinn, þó að eins þega, hann er á
landi.
Til þess að viðhalda þessari reglu,
hafa Rússar herskip á vakki á þessum
stöðum og kemst enginn undan sem
brýtur þær. Það hafa ýmsar þjóðir
maldað á móti þessum reglugjörðum
Rússa, en þeir hafa setið við sinn keyp
og er japanskt skip, sem þó var gert út
af Bandaríkjamönnum, ætlaði að fara
að veiða þar fyrir nokkrum árum, réð-
ust Rússar á þá með vopnuð herskip og
ráku þá burtu. Fyi-ir þetta var krafist
skaðabóta, en Rússar stóðu á því að
þeir hefðu haft rétt til að verja þetta
þetta svæðí, og neituðu þess vegna að
borga. A þessum fundi er búist við að
Rússar láti í ljósi, að þeir ætli sér ekki
einu sinni að halda við uppteknar regl-
ur, heldur vilji þeir líka stækka friðun-
arsvæðið, þar eð þeir þykjast hafa kom-
ist að því að selurinn fari stundum
raeira en 30 rrfílur undan landi til að
fieita sér fæðu.
5VAR
gegn illyrðum Sigtryggs Jónassonar út
af Ameríkubréfum, (Sjá Lögb. 19. f,m.)
Frá S. B. Jónssyni.
II.
Eg ætti nú líklega ekki að kvarta
undan öðrum eins óþverraskömmum,
álygum og brígslyrðum,og þeim er Sig-
tryggur eys yfir mig í hinni áminnstu
grein í Lögbergi, heldur krjúpa i auð-
mýkt og undirgefni fyrir hans veglegu
hátygn, til þess, ef honum mætti náðar-
arsamlegast þóknast að senda migekki
strax til helvítis, heldurlofa mér að lifa
ijnmmmmmmtf
Tmmmmmiss
C. B. Julius,
Tslenzki búðarmaðurinn
sem nú vinnur í nýju
búðinn - - -
Victorian
522 Main St.
}
Hann selur nú með mjög
lágu verði karlmanna-
fatnað, frá instu fiík til
þeirrar yztu. Stígvél,
Skór og margt fleira.
Komið inn og sjáið hann
Dollarinn ykkar kaupir
meira í þeirri búð en
annars staðar í bænum.
Victorian,
522 Main St-
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
Fæði $1.00 á dag.
718 ílni.i Str.
IMinpr!
Lítið á eftirfylgjandi verðlista á
hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru,
sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún
fæst í harðvörubúðinni hans
T ruemner’s
Cavalier.
Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur
og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir
sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks
Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með
sómasamlegri brúkun.
Áður seldar
16 potta fötur 90 cts.
14 potta fötur 75 “
12 potta fötur 70 “
14 “ “ með sigti $1.10
17 potta diskapönnur 90 ct.
No. 9 þvatta Boilers $2.50
Nú
67 ct
55 1
52 '
78 1
70 '
$1.9(
J. E. Truemner,
Cavalier, N-Dak.
I’ (j Ford Sl!l *ain í
u. u. imn, WINN|PE,
er nýbyrjaður að verzla með al
konar leirtau og glervarning,
langar hann til að fá að sjá
lendinga í búð sinni og lofar
gefa þeim betri kaup en nokk
annar í bænum getur gert á san
konar vöru. Muniðeftir númerii
819 Main Street.
Béttfyrir norðau C.P.R. járnbrautir
IE3. Gr. FORD.
‘‘Rétt eins gott
eins og brauðið hans Boyd’s”
hafa margir af Winnipegmönnum heyrt
sagt hvað eltir annað. Þetta þýðir að
leggja á tvær hættur með það sem þið
borðið, en að gera það er ætíð viðsjár-
vert, og alveg ónauðsynlegt,þegar verð-
ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy
Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá
Boyd eins og í léjegustu búðum í bæn-
um. Því ekki að kaupa hjá honum ?
Bezta brauð í Canada.
W.J.
370 og 579 Main St.