Heimskringla - 11.11.1897, Blaðsíða 2

Heimskringla - 11.11.1897, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA, 11. NÓVEMBER 1887. Published by Walters, Swausoii & Yerð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 urn árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borjíað af kaupend- "m blaðeins hér) $L.OO. Peningar seudist í P. 0. Money Oi der, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með aiföllum. ElNAR Ói-AB’SSON, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office: Corner Princess & James. P O BOX 305 Verkfall. Eitt af því sem valdið hefir mestum deilum, stríði og umhugsun meðal þjóða þeirra sem vanalega er álitið að séu bezt á veg komnar í verklegum og andlegum efnum, er skifting auðs og afraksturs fram- leiðslunnar. Verkamennirnir eru orðnir lítt ánægðir með að verk- veitendur græði stórfé á því verki sem þeir (verkamennirnir) hafa ekki meira upp úr heldur en það sem þeir þurfa sér til uppcldis og það stund- um af skornuin skamti, en aftur ligg ur vinnuveitendunum við að draga til sín, nú eins og Sður, alt sem þeir geta, og nota sér það þegar fleiri bjóða sig fram en útheimtist til að vinna það verk, sem þeir hafa með höndum. Að svona fari er óhjá- kvæmilegt meðan einstaklingurinn býður fram krafta sína og þekkingu eins og hverja aðra viiru í þjónustu verkveitandans í kapp við aðra ein- staklinga, sem hafa samskonar varn- ing á boðstólum. Það mætti vera í meira lagi ósérplægin verkveitandi, sem ekki notaði sér þetta boð til þess að ábatast á því beinlínis, og t.il þess að geta keft við aðra verkveitendur um þau verk sem til fallast. Á þeim tímum þegar vissii- menn í hverri ætt voru höfðingjar, sem allir lutu, eða á meðan konung ar, furstar og fyrirmenn, sem álitið var að hefðu fengið völrt ein af náð einhvers æðri kraftar, ríktu og réðu fyrir þjóðum og þjóðflokkum, sem lutu þeim með auðmýkt og undir- gefni. Þá var ekki nema sjálfsagt að sumir voi u stórríkir og aðrir ætíð fátækir, og að fáta-klingarnir gerðu sig ánægða með að þjóna þessutn herrum jarðarinnar <>g fá í staðin það sein þeir þurftu sér til uppeldis að eins. En þegar mönnum fór að skilast að vald þessara manna stóð að eins á veraldlegum grundvelli, að þarflr þeirra voru í rauninni ekki rneiri enn annara manna, og að þeir brúkuðu auðlegðina sem þjón arnir höfðu aflað þeim til þess að gcra þá (þjónana) alt af meira og meira háða sér, þá fóru menn að leitast við að dreií'a kröftunum, sen, höfðu fjötrað þá. Ilið arfgcnga vald og [einkaleyfi vissra manna til að kalla eftir fé og fylgi af vissum flokkum manna eða fé og fylgi vissra héraða, fór sm i þverrandi, en einstaklingunum sem um auð og völd keftu fjölgaði, og samkrppni þeirra á meðal óx. Þannig \ar þt samkepnin sezt í hárætið og einka- réttindin upphattegu búin að tapa sér að mestu leyti. En svo koma til sögunnar önnur einkaréttindi, einka- réttindi sem bafa að vísu nokkur takmörk, en sem eru þó mjög víð- tæk, og það er notkunarréttur þess auðs sem inaður hefir aflað sér eða fengið á annan hátt. Með þess- uin rétti hafa einstakir menn og viss ar ærtir safnað að sér á öifmm ánim eða gegn um aldanna raðir, lausum aurum og landeignum, sein gerir þá að húsbændum þeirra sem annað- hvortfyrirskort hæfileika eða annara atvika hefir ekki hlotnast annað af þessa heims gæðum en tvær hendur og mismunandi skörp skilingarvit. Það eru þessi einkaréttindi sem heimurinn er farinn að hafa geig af, ogsem fvr eða síðar þarf að reisa einhverjar skorður við, ef alinenn-1 ingur á að geta notið tilverunnar nokkurnveginn á þolanlegan hátt. Þetta hafa meun verið að sjá alt af betur og betur, og það er eftirtekta- vert að stríðið um þetta er harðast í mentuðustu löndum heimsins, scm er eðlileg afleiðing þess að stétta- skiftingin er farin að ganga úr sér, og flestir eru farnirað gera kröfu til að lifa svo nautn sé í. Og þær hreyfingar sem á síðustu árum hafa vaknað víðsvegar um lieiminn, eru sönnur, fyrir því að brevtíng á þjóðfélagsfyrirkemulaginu er óhjí- kvæmilega, annaðhvort með hægð og samkonmlagí eða með styrjöldnm og 11 ðsúthellingum. Almenningur hinna mentuðu landa er nú búinn að fá meðvitund um að hann sé í rauninni sá æðsti og eini dómstóll sem til sé, eða með öðrum orðum að allir núverandi dómstólar sem set.tir eru til að vernda það sem kölluð eru réttindi manna, séu magnlausir þeg- ar meirihluti þjóðanna er búinn að fordæma þau lög, sem þeir dæma eft- ir. Það er meðvitundin um þetta sem gerir menn örugga í framsókn- inni móti yfirráðum etnstakra manna og félaga, og ákveðna í að færa það í lag sem aðgerðar þart við, undir- eins og það er orðið Ijóst hvaða fyr- irkomulag er heppilegast. En hvaða fyriikemulag ér þá heppilegast ? Þetta er spuruingin, sem flestir stranda á, eða að minsta kosti sþurn- ingin sem allir svara ekki á einn veg. Þeir sem lengst fara vilja að alt sé sameign, og allir vinni fyrir alla, eða leggi í eitt sameiginlegt þjóðfélagsbú, og fáí þaðan aftur upp- eldi sitt; aðrir vilja að landeignir all ar, járnbrautir og aðrar stóreignir séu þjóðaeign, en einstaklingnum sé leyft að halda þeim lausum auram sem þeir getakomistyflr.ogenn aðrir fara fram á að þaðsé aðeins takmörk um bundið hversn mikið einstakling urinn rnáeigaaf landeignum, Allar þessar tillögur hafa nokkuðað styðj- ust við. én þær eru ekki bfinar að festa rætur hjá almenningi og verða þær því ekki lagðar til grundvallar fyrir þeim breytingum sem þaif að gera í bráðina, þó margt bendi á að þjóðeignarhugmyndin eigi fyrir höndnm að ná meiri eða minni við- gangi. Það sem beinast liggur við að gera eins og nú standa sakir í helminum, er að skífta ágúðanum af framleiðslunni sanugjarnlega milli þesssem leggur vinnu sína til fram- leiðslunnar og þess sem leggur til höf- uð-tólinn eða áhðldin sem unnið er með. Þetta hafa menn lengi séð, og viðurkent, en að koma þessu fram var enginn hægðarleikur. Þeir sem þurftu að að þiggja vinuuna voru svo margir í samanburði við virinu- tækifærin að þeir buðu sig hvor í kapp við annan og færðu þannig níð ur kaupið, en verk' etnd irnir not uðu sér aftur tækifærið sem þeir fengu með þessu til að auka höfuð- stól sinn og vald sitt um leið. Nú var öllum ljóst að engin framleíðsla gat átt sér stað nema fyrir vinnu kraftinn, og til þess þá að stemma stigu lyrir Jauðvaldinu, eru stofnuð verkamannafélög af öllu mögulegu tagi, en öll sjálfsagt með þeim til- gangi að tryggja meðlimum þeirra sem sanngjarnastan hluta af ágóð anum sem þeir framleiddu. Þessi verkamannafélög hafa oft komið miklu til leiðar, og oft gert mikið gagn, en það fylgja þeim stór gallar sem þarf að ráða bót á ftður en þau geta náð tilgangí sínum og unnið gagn án þess að vinna skaða um leið. Formönnum vinnufélaganna er of hætt við að vera ósanngjarnir í kröfum sínum gagnvart vinnuveit- endunum. Þeir heimta stundum jafnt kaup fvrir alla meðlimi félaga sinna, sem er augsýnilega rangt, eða þeir heimta alt í einu meira kaup en vinnuveitandinn hefir ráð á að borga, og gefa honnm ekki uaigan tíma til að búa sig undir að geta goldið það. A hinn bóginn gera vinnuveitend- urnir sambðnd til að spyrna á móti verkamannaveldinu, og þegar svo á milli ber rísa upp tvö andvíg öfl, sem vegna þess hvað þauerw víðtæk, geta orðið þjóðarháski og valdið landi og lýð skaða, sem liægl. væri að kom- ast hjá ef rétt meðul væru brúkuð. Það þarf lögg.jöf og það harf miðlun. Núverandi löggjöf mun víðast hvar að eins '*eita verkamannafélögum og vinnuveitendafélögum levfl til að vera til og fara í hár saman þegar þeim lízt, án þess að fyrirskipa nokkr- ar reglur viðvíkjandi miðlun máfa [ með þessum flokkum, en það er ein- [ mitt það sem óumflýjanlegt er, þvi reynslan er búin að sanna, að þegar svona öfiug félög eru komin út í or- ustuna, þá gera þau ósanngjaina kröfu hvort til annars, og hafa ekki sansa til að koma samkomulagi á fyr en þau eru búin að vinna hvort öðru ómetanlegt tjón og pyðileggja heilar atvinnugreinirum lengri tíma. Til þess að koma í veg fyrir þetta, þyrftu að vera til standandi, full- veðja sáttanefndir,sem hefðu vald til að krefjast allra nauðsynlegra upp- lýsinga f máluni m. Frammi fyrir þessari nefnd gæti vinnuþyggjand- inn t. d. sýnt fram á hvaða kaup hann þyrfti að hafa til þess að geta lifað, eftir því verði sem á líf-nauð- synjum hans er, og vinnuveitandinn gæti sýnt fram á hvaða kaup hann væri fær um að gjalda, til þess að hafa sanngjarnan ágóða af höfuðstól sínum, og sanngjarna borgun fyiir að bera ábyrgðina á verkinu. Skyldi það nú reynast, svo, að vinnuveitand- inn fái ekki nóg fyrir þau verk sem hann tekur að sér að gera, til þess að gjalda verkómönnum sínum hæfilegt kaup, og hafa sjálfur sanngjarnan hag af verkinu, þá gæri þessi nefnd eða atvinnudómstóll gefið út álit um það, hve mikið meira verkveitendur þvrftu að taka fyrir þau verk sem þeir takast á hendur að gera, til þess að geta borgað sæmilegt kaup. Þann ig löguð yfirlýsing mundi fá almenn- an byr, og verða til þess að vinnu- veitendur hætti að bjóða í verkín hvor í kapp við annan, þangað til þau eru ekki orðin nógu arðberandi til að standast kostnaðinn sem á þau fellur. Við öll opinber verk er mjög auðvelt að tryggja verkamanninum hæfllegt kaup, þegar einu sinni er búið að ákveða hve liátt það skuli vera, með því að tiltaka hvað verk- veitandinn megi minst bjóða verka- mönnum sínum í kaup, áður en hann býður í verkið. En þar sem privat- menn og félög eiga í hlut, er þetta nokkuð örðugra. Þar þarf samkomu- lag og málamiðlun, og yrðu atvinnu- dómstólarnir að koma þar fram sem sáttesemjarar af hálfu hins opintera, því á meðan menn eru ekki sviftir núverandi eignarrétti sínum, og á meðan allir eru sjálfráðir um það, hvort þeir vinna eða vinna ekki, þá er ekki hægt að skylda verkveitand- ann til að hafa atvinnu á reiðum höndum, eða gjalda lögákveðna upp- hæð í haup, né heldur er hægt að kúga verkþiggjandann til að vinna og taka það kaup sem álízt sann- gjarnt, þegar hann vill það ekki Hér þarf því alt að byggjast á sam- komulagi, byggjast á því, að verk- þiggjandinn og verkveitandinn eru nauðsynlegir hver fyrir annan, og að ósanngjárnar kröfur á hvora hlið- ina sem er, geta verið jnfnháskaleg- ar fyrir báða. Skyldur væiji ekki hægt að uppáleggja neinum nema rneð þar að lútandi löggjöf. Menn gætu farið sinna ferða hvað sem úr- skurði og tillögum atvinnudómstól. anna liði, en sá málsparturinn sem gerði sig sekann í að virða þær að vettugi, ef þær á annað borð álitust sanngjarnar, mundi aðmini.sta kosti ávinna sér svo mikinn mótbyr, að hann hlyti að hugsa sig um tvisvar áður en hann neitaði að taka þær til greina. Óvilhallur dómstóll hefði mikið betra tækifæri til að koma á sam komulagi heldur en sáttanefndir eða fulltrúar frámálsaðilunum,sem stríðið heyja, og í stað þess að kröfur verka- mannabyrja vanalega með verkfalli eða með því að verkveitendur Ioki verkstæðum, til ómetanlegs tjóns fyr ir hvorutveggju, þá mætti þegar í byrjun leggja málin í gerð, en vinnu menn og vinnuveitendur héldu á- fram vinnunni á meðan. Ef nú sam komulag gæti ekki komist á á þenn- an hátt, þá er alt af hægt að grípa til síðustu úrræðanna, sem eru þau að Iáta aíi ráða úrslitum. Verkföllin geta stundum verið nauðsynleg, en þau eru alt um það eitthvert hið ó- liðlegasta, ógeðfeldasta og áhættu- mesta meðal sem hægt er að beita. Eftir þeirri reynslu sem á er komin, hafa þeir sem tekið hafa þátt í þeim, oftar tapað en unnið, eftir mikinn kostnað tap lengri eða skemri tíma og atvinnumissir, annaðhnort af því að vinnuveitandinn heflr verið of öflug- ur fyrir þá, eða þá að kröfur þeirra hafa ekki fengið eins alment fylgi eins og nauðsyn bar til, og inun það oft koma til af því að almenningur getur ekki fengið óhlutdrægar upp- lýsingar um ástand beggja hliða. Verkamannafélögin eru samt sem áður nauðsynleg, og ættu að vera öflugri helduren þau eru nú. Þau þurfa að vera voldugt afl,. sem hægt sé að brúka þegar á liggur, en þau þurfa um leið að vera mentað afl, sem fer ekki fram á annað on það sem sanngjarnt er, og þau þurfa um fram alt að fá meirihluta þjóðar sinn ar, helzt í ^egnum óvilhallan dóm- stól, til að faliast á að kröfur þeirra séu léttar. Þá fyrst geta þau verið nokkurn veginn vissir um sigur, án þess honum fylgi atvinnutap, pen- ingatap og ómetanleg eymd þeirra sem atvinnuna missa. í bráðina höfum vér ekki tíma til að fara lengra út í þessi mál, en seinna munum vér geta að nokkru verkfalla þeirra sem hafa átt sér stað i heiminum í seinni tíð, og af- leiðinga þeirra. Yestur-Islendingar Tala eftir séra Hafstein Péturs- son, flutt á Íslendingahátíðinni í Winnipeg 2. Ágúst 1897. Háttvirti forseti, heidraða samkoma, konur og menn. ■ Nefnd sú, er stýrir hátíðahaldinn í dau hefir beðið mig að msela fyrir minni Vestur-íslendinga. Til þess að verða við þeirri bón, þá ætla ég að halda á- fram þeirri ferðasögu, sem ég hóf á Is- lendingahátíðinni í Argyle 17. Júní. Svoþar er til að taka, er fyr var frá horfið. Þegar Miss Canada hafði hi ópað : ‘ Lerigi lifi ísland”. þá stóð Fjallkjnan upp frá stýrinu og mælti: “Miss Ca- nada, nú skalt þú setjast undir stýri og ráða ferðinni. Nú er þú húsmóðir en ég gestur þinii”. -‘Svo skal vera”. svar aði Miss Canada. Hún settisí svo und ir stýri, og skipið rann óðfluga suðvest- ur um haf. Inna.n skamms blánaði fyr ir landi. Austurströnd Canada fagn- aði brosandi komu vorri. Þegar vér komum nálægt Jandi, þá stýrði Miss Canada af stórskipaleið beint upp að Labradarströnd. Þar lenti hún skip- inu við höfða einn allháan. Vér stig- um á land. Fjallkonan tók blæju úr barmi sínum og blés á hana. Blæjan leið i loft upp. Síðan sveif hún yfir skipið og huldi það. Þannig tjaldaði Fjallkonan yfir skipi sínu. Miss Cana- da fór svo med okkur upp á höfðann. Vér settumst þar á flatvaxna steina og horfðuin út á haf. Miss Canada þagði um stund. Angurbliður sorgarsvipur færðíst, yfir andlit hennar. Hún anrf- varpaði og tár komu í augu hennar. Ea þorði eigi að rjúfa þögnina. Eftir nokkra stund tók hún sjálf til máls og mælti á þessa leið: "Fyrir mörgurn öldum stóð ég eitt sinn sriemma morg- uns á höfða þessum og horfði út á hafið Ægilegur norðanstorrnur var nýlega genginn um rarð. Það var allmikið sjávarrót og öldugangur. Eg sá sjó- hrakið skip berast aðlandi. Það var íslenzkt skip með sama lagi og skipið þitt, Fjallkona. Það var skarað skjöld um og í stafni þess stóð undnrfríður og tignarlegur maður. Hann hafði gull- inn hjálin á höfði, skjöld á hlið og gull rekið spjót í hendi. Við litumst í augu. Blóðið streymdi út í kinnar minar. Hjurtað barðist í brjósti mér. Eg breidd faðminn út á móti skipinu. Eg lagði alt seiðmagn blíðu minriaríaugu mér. Eg vildi þannig draga til mín þennan goðum líka svein. En Manito, hinn mikli skógarandi, var afbrýðissamur. Hann laumaðist aftan að mér og tók í pilsið mitt. Hann teygði svo álkuna fram yfir öxlina á mér og blés á móti skipinu. Þá reis upp voðalegur boði frá landi. Skipið snerist við. Það barst svo með undra hraða suðaustur með landi og hvarf sjótium mínum. Ég veit uú hver þessi fagri konungssonur var. Það var Leifur Eiríksson, sonur þinn Fjallkona. Hann er fyrsti hvíti mað- nrinn, sem ég hefi séð, Og ég harma þau örlög, að hann eigi skyldi ná laridi. Það eru eigi nema rúm tuttugu er síð- an Islendingar, bræður hans og systur, fóru að flytja sig vistferlum til mín. Þegar þau lcomu, þá þektí ég þau af honum. Ættarmótið og svipurinn er hínn sami. Eg tek ávalt fagnandi á mótí þeim og þau skulu jafnan njóta hans, er vakti mína fyrstu og heitustu ást. Þú Fjallkona skalt njóta hans og sjálfrar þín. Vertu marg/elkomin til lands míns, göfugi gestur”. Hún rétti Fjallkonunni hönd sína. Þær tóku höndura saman og stóðu upp. Þá varð dálítil þögn. Ég stóð líka upp, ranf þögnina og mælti: “Miss Canada, mig or farið að lauga i miðdagsmatiun. Hvar eigum vér að borða í dag, húsmóðir góð?”. “í búrinu”, svaraði Miss Canada brosandi. Síðan blés hún í hljóðpípu sína og kall- aði á Manito. Hann kom að vörmu spori með líkum atburðum og áður. Miss Canada mælti: “Manito, flytmig, Fjallkonuna og mann þennan til sum- arhallar minnar í Argyle í Manitoba”, Hann greip oss i faðm sér. hóf oss hátt frá jörðu og flaug með oss vestur urn land. Segir ekki af ferð vorri fyr en hana setti oss niður á Helgahól í Ar- gylesveit. Þá sagði Miss Canada við Manito: “Ég hefi verk handa þér að vinna. Far þú um allar íslendinga- sveitir í landi minu, iog flyt alla íslend- inga til Winnipeg. Síðan átt þú að heimsækja Jónatan bróður minn, Berðu I honum kveðju míua. Fáðu leyfi hans til aðflytja þá íslendinga sem bjá hon um eru til Winnipeg. Á moignn ætla ég að halda íslendingadag í sýningar- garðinum í Winnipeg, s<o Fjallkon ui geti þar í einu fagnað öllum börnunum síintin, sem búa hér fyrir vesrati haf. Hafðu alt uiidir búið snerntna í fyrra tnáli. Kendu svo og fly t mig og Fjxll- konuna snemmaá rnorgun til Winni- peg”. “Egheyri og hlýði”, sagði Ma- nito. ‘ í nótt skal ég flytja alla Vestur íslendinga í,‘, svefni tíl Winnipeg”, og samstundis var hann hotfinn. Miss Canada tók gullinn sprota úr vasa sínum og lattst ofan á miðjan hól- inn. Þá steig upp úr jörðunni undur- fögur sumarhöll. Vér gengum inn og kotnum í dýrðlega sali. Miss Canada tók fjallkonuna inn í svefnherbergi sitt. Þar hjálpuðu þær hver annarí til að þvo sér og hafa fataskifti áður en miðdags- verðurinn væri á borð borinu. Á- með- an skoðaði ég sumarhöllina hæði að ut- an og innan. Veggir hennar voru úr lifandi skógarrunnum, þakið úr skíru gulli. Gluggarnir voru afarmargir, stórir og stnáir. Þeir voru skinandi. spegiltær vötn. Gólfin í herbergjunum voru lifandi kornakrar. Á veggjunum héngu fjölmnrgar myndir í umgjörðum úr gimsteinum. Flestar myndirnar voru blaktandi vonarmyndir, og þess vegna eigi vel skýrar. Eftir nokkra stund kallaði Miss Canada mig að mfð- dagsborðinu. Við settumst þrjú niður við á'gætan miðdagsverð í undurfögrum og stóruni borðsal, Nægtagyðjan sjálf stóð fyrir beina. Þegar upp frá borðinu var staðið, gengurn við út úr sumar- höllinni til að skemta okkur við fagurt útsýni. Fyrir fótum okkar lá hin fræga fagra Argylesveit. Við augum okkar brostu langar. lágvaxnar. oldumyndað- ar hæðir, alþaktar skrúðgrænunt ökrum og þéttsettar reisulegttm bóndabæjum. Milli hæðanna brostu við blórustiandi engi, sett silfurhnöppum spegiltærra vatna, TJndrandi starði Fjallkonan á þetta frjósama land. “Hvað heitir sveit þessi?” mælti hún. “Hún heitir Ar- gyle.” svaraði Miss Canada, "en ég kalla hana kornbúrið mitt.” Miss Canada og Fjallkonan tóku sér sæti fyrir utan sumarhöllina og tóku að tala saman hljóðskrafi. Eg sá, að mér var ofaukið og dró inig því burtu. Eg gekk ofan að skeifumyndaða vatn- inu, sem liggur nokkuð í norður frá Helgahól. Eg gekk fyrst inn í kyrkj- una við vatnið og dvaldi þar dálitla stund. Siðan tók ég gamla bátinn minn og réri út á vatnið mér til skerptunar Þar skemti ég mér á vatninu fram að kvöldverði. Síðan fór ég heim í sumar- höllina. Miss Canada og Fjallkonan sátu þá að kvöldverði. Eg settist til borðs með þeim. Þar var ágætur. marvbreyttur matur á borðum og bæði kaffi og te. Miss Canada drakk fyrst einn bolla af teyfir borðum. Hún beiddi svo Fjallkonuna að spá í bollann fyrir sér. Fjallkonan færðist undan því og sagði : ‘Eg kann ekki að spá í tebolla, en ég skal revna að spá í kafflbolla ef þú vilt.” Miss Cariada drakk Jiá úr fulluin kaffibolla. Siðan rétti hún tóm- an bollann að Fjallkonunni og beiddi hana að spá fyrir sér. Fjallkonan hristi bollann lengi ótt og títt og velti honum fyrir sér á allar hliðar. Hún horfði lengi þegjandj ofan í bollann. Loks tók hún til máls á þessa leið : “í boll- anum sé ég alla framtíð þina, Miss Canada. Hún er bæði stórkostleg og fögur. Eg sé alt land þitt albygt, al- þakið stórum, blómlégum sveitum, al sett fögrum, stórum borgum. Börnin þín skipta mörgum tugum miljóna. Þau eru vel mentuð og ríkmannlega búin. Og í þeim fjölmenna flokki sé ég víða bregða fyrir íslen/.ku ættarmóti. nórrænum höfðingjasvip. En A einum stað sé ég nokkuð skrítið í bollanum.’’ “Hvað er það?” spurði Miss Canada. Fjallkonan svaraði: “Þú situr í dýrð- legum, konunglegum stól. En maður krýpur frarnnti fyrir þér og er að biðja þín, en þú vísar honum burtu með þykkjusvip. Maðurinn er heldur ólið- lega vaxinn. Hann virðist ekxi vera neitt snyrtimenniiframgöngu ogklæða- burði.” “Það er Mr. Jónatan.” hrópaði Miss Canada upp yfir sig. “Við skul- um ekki tala meira um hann góða mín.” Síðan var staðið upp frá borðum. Eg verð að fara fljótt yfir sögu. Við vorum um nóttina í sumarhöllinni. Næsta morgun lórum við snemma á fætur og tókum okkur morgunverð. Kl. 10 kom Manito að sækja okkur. Við gengum út úr höllinni. Miss Can- ada sló sprota sínum á hallardyrnar, og seig þá höllin hægt í jörð niður, svo engin vegsummerki sáust. Manito tók okkur í íaðm sér og flutti okkur til Winnipeg. Hann setti okkur niður í Sýningargarðinn á dómarapallinn beint á móti l Ahorfenda-pöllunum (Grand Stand). Siðan hvarf hann sjónum mín- um. (Niðurlag í næsta blaði.) Islendingar !> Þegar þið komið til Pembina, þá mttnið eftir því að þið fáið þrjár góðar máltíðir á dag og gott og hreint rúm til að sofa í, alt fyrir $1.00, á Headquarters Hote/, II. A. M nrrel, eigandi. Pembina, N. Dak. 'fmmmmm^ C. B. Julius, íslenzki búðarmaðurinn sem nú vinnur í nýju búðinn - - - Victorian, 522 Main St. Ilann selur nú með mjög' lágu verði karlmanna- fatnað, frá instu fl ík til þeirrar yztu. Stígvél, Skór og margt fleira. Komið inn og sjáið hann Dollarinn ykkar kaupir meira í þeini búð en annars staðar í bænum. Victorian, 522 Main St- OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝ.IA Fæði $1.00 á dag. V«H ITlstiu Htr Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Iíún fæst í harðvörubúðinni hans Truemner’s " j Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir serhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Aður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 " 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 * J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. 811) Vain St- WINNIPEG, er nýbyrjaður að verzla með alls- kogar leirtau og glervarning, og langar hann til að fá að sjá ís- lendinga í búð sinni og lofar að gefa þeim betri kaup en nokkur annar í bænum getur gert á sams- konar vöru. Muniðeftir númerinn 819 Main Street. Béttfyrir norðau C.P.R. járnbrautina. E. Gk FORD. ‘‘Rétt eins gott eins og brauðið hans Boyd’s” hafa margir af Winnipegmönnum heyrt sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að leggja á tvær hættur með það sem þið borðið, en að gera það er ætíð viðsjár- vert, og alveg ónauðsynlegt,þegar verð- ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá Boyd eins og í lélegustu búðum í bæn- um. Því ekki að kaupa hjá honum ? Bezta brauð í Canada.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.