Heimskringla - 18.11.1897, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 18. NOVEMBER 1897.
klæddur íslenzkum sveitabúnxng jafnt
konur og karlar. Þeir gengu að mestu
þögulir, uema sumir rauluðu visu fyrir
munni sér. Þeir gengu lítið eitt bogn-
ir í herðum og stigu tiokkuð þungt til
jarðar. Kjarkur, áræði og líkainlegt,
þrek og beilbrigði lýsti sér á svip þeirra
Alt benti á. að þetta var hraust fjalla-
þjóð, af göfugu bergi brotin. Þegar
þeir rengu fyrir framan dómarapallinn,
þá heilsuðu þeir Fjallkonunni og Miss
Canada og Jónatan með þvi að hneigja
merkin. Þeir stóðu þar við dálitla
stnnd. Síðan héldu þeir áfram skrúð
göngu sinni hringinn um kring i garð-
inum, þangað til þeir komu aftur j
norðausturhornið. Eftir lítinn tíma
gekk fram
2. Skrúðganga.
Allur mannfjöldinn tók þátt i ann-
ari skrúðgðngunni, konur menn og
bðrn. Og eins var því varið í 3. og 4.
skrúðsöngunni. — I fararbroddi var
borið fálkamerkið. En við hlið þess
voru borin á háum stöugum merki
Miss Canada og Jónataus. Skrúðgang
an skiftist í marga smáflokka. Yfir
hverjum þeirra blaktaði blæja, borin á
skrautlegri merkisstöng. Allar þessar
blæjur voru líkar. Á þeim stóðu orðin:
Bústaður og efnahagur Vestur-Islend-
inga 1897. Auk þess var áhverri blæju
sérstakt staðar eða sveitarnafn, eftir
þvi hver flokkurinn var. Skrúðgangan
var í tveimur deildum, bæjarmenn
og sveitamenn. Af bæjarmönnum
gengu fyrst Winnipegmenn. Það var
stór og mikil fylking. Þeir voru vel
búnir og báru sig prúðmannlega á
göngunni. Á eftir þeim komu roenn
frá öðrum bæjum, allir í einum flokki.
Þar voru menn frá Victoria, Seattle,
Brandon, Selkirk, Minneota, Chicago o.
s, frv. Þeir voru mjög likir Winnipeg-
mönnum, en hver flokkur hafði þó svip
af sínum bæ og bæjarlífi. Allir gengu
þeir rösklega og léttileaa. Þeir voru
að tala um atvinnu í bæjunum og ýms
bæiarmál. I þessum flokkum voru all.
margir verzlunarmenn, iðnaðarmenn og
daglaunamenn, Til að sýna efnahag
sinn héldu þeir. bæði konur og karlar, á
vasabókum í höndum sér. og sumir
höfðu bankabækur. Hvað á bókunum
stóð er mér ókunnugt. En eigendur
bókanna virtust vera ánægðir með þær.
Af sveitarmönnum gengu i fylking-
arbroddi Argylemenn, Dakotamenn og
Minnesotamenn. Það voru rikilátir
bændur og frarogjarnir. Þeir höfðu
hatta á höfðura sér. TJndir hattgjörð
ina höfðu margir smeigt seðli. Á þeim
eeðli var rituð búnaðarskýrsla yfir bú
þess sem hattinn bar. Skýrslur þær
voru mjög glæsilegar. Þessi flokkur
var að tala um hyeitirækt og hveitiverð
1 mesta ákafa. Á eftir þeim komu
menn frá öðrum nýlendum: Nýja Is-
landi, nýlendunum nálægt Manitoba-
vatní, nýlendunum í Assiniboia og Al-
berta o. s. frv. Það var myndarlegur
bændatiokkur. Þeir höfðu einnig
smeygt seðlum undir hattböndin. Töl-
nrnar á þessum seðlum voru að jafnaði
lægri en á seðlum fyrra flokksins. Þess-
ir menn töluðu um ‘griparækt’ og gang
verð á lifandi peniug. Flokkarnir
gengu áfram hvatlega og skipule.a,
glaðir og ánægðir á svip. Þeir hneigðu
merkin fyrir þrímenningunum á pall-
inum. Síðan néldu þeir skrúðgöngunni
áfram, þnngad til þeir komu aftur í
norðausturhorn garðsins. ín eftir dá-
litla stund gekk fram
3. Skrúðgangan.
í fararbroddi voru borin sömu merki
og f annari skrúðgöngunni. I þessari
Skrúðgöngu voru fjölmargir flokkar, er
sýndu mentun og félagslíf Vestur ís
lendinga frá ýmsum hliðum. Hver
flgkkur bar blæju á hárri stöng, Á
þeirri blæju stóð nafn félagsins með
stórum stöfum. En merkisstöngin var
þakin auglýsingum. Þar voru prestar.
læknar, lögmenn, skáld, rithöfundar,
ritstjórar. Gook-templarfélög, kvenn-
félög, bændafélög, unglingafélög, kapp-
ræðufélög, leikfélög, söngfélög, íþrótta
félög o, s. frv. Þessi skrúðganga fór
fram á líkan hátt og önnur skrúðgang-
an. Það var reyndar nokkuð meiri há-
vaði, Á stöku stað voru dálítil olboga
skot og hnippingar. Yfir þessari skrúð
gönitu hvíldi vestrænn blær léttur og
blaktandi. Þegar þessari skrúðgöngu
var lokið varð dáh'tið hlé og þögu.
Miss Canada rauf þögnina og sagði
við. Fjailkonan. "Hvernig lízt þér á
börnjn okkar”. ‘‘Mjög vel”, svaraði
Fjallkonan. “En hvaða mál tala þau”,
bætti hún við. "Ég skil ekki nemaann
aðhvert orð”. "Ég veit það ekki”, svar
aði Miss Canada. “Ég skil ekki nema
þriðja hvert orð". Jónatan, veistu
hvaða mál þetta fólk talar”. “Nei”,
svaraði hann stuttur í spuna. "Ég
skil nálega ekkert af því, sem það seg-
ir”. "Eg veit, mam.” svaraði ég og
rétti upp hendina eins og skólabarn.
"Málið heitir Vestur-íslenzka, eða Win-
nipeg-íslenzka”. Meðan á þessu sam-
tali stóð byrjaði
4. skrúðgangan.
í fararbroddi var borið fálkamerki
Fjallkonunnar. En rétt á bak við það
var borin fram afaistór blægja á hárri
stöng. í blæjunni stóðu þessi oið :
Fjallkonan, móðir vor. I hornum blæj-
unnar stóð með skýru letri: Islenzkt
þjóðerni, I skrúðgöngu þessari var
engin flokkaskifting önnur en sú, að
eldra fólkið gekk á undan, en unga
fólkið á eftir. Skrúðgangan leið áfrara
hægt og tignarlega. Mennirnir leidd-
ust eins og bræður, konurnar eins og
systur. Allir sungu: "Eldgamla Isa-
fold”. Þeir gengu hringinn í kring um
í garðinum. Síðan námu þeir staðar
fyrir framan dómarapallinn, hneigðu
merkin fyrir þrimenningunum, og hróp
uðu svo allir einum rómi: "Kondu
sæl og blessuð, mamma. Vertu vel-
komin”.
Fjallkonan stóð þá upp, gekk fram
að ‘tröppunum’ og tók til máls:
"Börnin mín, komið þið sæl. Syst-
kini ykkar heíma báðu að heilsa ykkur.
Það gleður mig að ykkur líður vel. Það
gleður mig, að Miss Canada og Mr, Jón
atau bera ykkur bezta orð. Verið á-
valt góð og dugleg börn, eins og þið
eigið ætt til. Vinnið Miss Canada og
Mr. Jónatan allan þann heiður og gagn
sem þiðorkið. Verið ætíð sæl börnin
míu”. Síðan sneri liún sér að Miss Ca-
nada og Jónatan ogmælti: "Ég þarf
að fara undireins heim. Ég er búin að
vera svo lengi burtu. Ég þaklca ykk-
ur fyrir gestrisnina og alla skemtunina
í dag. Við sjáumst ef til vill árið 1900 í
Paris. Látið ykkur koma vel saman.
Hver veit nema þið verðið hjón, er tím-
ar liða fram. Verið ekkert að fylga
mér áleiðis. Ég fer ein til skips og svo
heim. Þegar ég er koinin heim, þá skal
ég senda drenginn, hann Huga minn,
til ykkar, svo þér vitið hvernig ferðin
gengur”.
Síðan kvaddi Fjallkonan Miss Ca-
nada með kossi og Jóhatan með handa-
bandi. Hún tók svo gullsaumaðan dúk
úr bariuisínum ogbreiddi hann á gólfið.
Dúkurinn var ritaður norrænum rún-
um með gullnum stöfum. Fjallkonan
steig á dúkinn og sagði uin leið: "Verið
sæl, börnin mín”. Síðan mælti hún
eitthvað fyrir munni sér, og dúkurinn
leið með hana í loft upp. Þá hrópuðu
allir Vestur-íslendingar á eftir henni:
"Vertu sæl mamma. Vér biðjum að
hoilsa”. Samstundis var hún horfin
sjónum vorum.
Jónatan stóð þá upp og mælti:
“Vestur-Islendingar, við skulum biða
dálitla stuud eftir skeyti frá Fjallkon
unni. Skemtið ykkur eins og þið viljið.
Við Miss Canada þurfum að tala dálitið
saman".
Miss Canada og Jónatan fóru svo
að tala saman. En Vestur-íslendingar
fóru að skemta sér á ýmsan hátt. Leið
þannig alllangur tími. En alt i einu
stendur undurfríður drengur á dómara-
pallinum. Hann heilsar Miss Canada
ogJónatan. "Hvað heitir þú drengur
tninn”, spyr Jónatau. ‘Ég heiti Hugi’,
var svarið. Síðan rétti hann bréf að
Miss Canada, kvaddi hana og Jónatan
og hvarf svo á svipstundu. Miss Ca-
nada braut upp brétið og las það í hljóði
Síðan rétti hún það að Jónatan og bað
hann að lesa það upphátt fyrir .Vestur-
Islendiugum.
Jónatan stóð þá upp og beiddi sér
hljóðs. En er þögn fékst, mæltihann:
‘Vestur-íslendingar. Það er komið bréf
frá Fjallkonunni til Miss Canadv. Bréf-
iðer þannig :
“Á Þingvöllum við Öxará 1897.
Kæra systir.
Ég er nýkomin heim til mín. Ferð-
in gekk ágætlega. Öllu leið vel heima.
Berðu kveðju mína Mr. Jónatan.
Þín einlæg
Fjallkonan”.
EDMUND L. TAYLOR,
Barrister, Solicitor &c.
Lian Block,
492 Main Strbbt,
WlNNIPBO.
LÁTIÐ RAKA YKKUR
r OG HÁRSKERA HJÁ
S. J. Scheving, 20fi Rupert Str.
Alt gert eftir nýjustu nót-
um og fyrir lægsta verð.
S. G. Geroux,
Eigandi.
«05» SlaÍH St-
Kaupir og selur fisk og fugla af öllum
tegundum. Aðal-fiskmarkaður bæjar-
ins. Peningar borgaðir út i hönd fyrir
hvað eina,
W. J. GUEST,
Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent
á hvaða tíma sem þarf.
Búðin opin nótt og dag.
John O’Keefe-
John O’Keeíe,
prófgenginn lyfsali,
CAVAVIER, N-D.
Stewart Beyd
233 Main Str.
Verzlar með mél og gripafóður, hey
ýmsar korntegundir og land-
búnaðarvarning.
Alt selt lágu verði.
Stewart Boyd,
Wm. Conlan,
CANTON,-----N. DAK.
Selur matvöru, álnavöru, fatnað, skóvarning, harðvörn og aktigi. Ég er
nýbúinn að fá miklar byrgðir af allskonar fatnaði, sem ég hefi keypt með
Jónatan hélt svo áfram á þessa leið:
“Fjallkonan er þá komin heim til sin.
Líði henni ávalt vel. Hún er sómakona.
— Vestur-íslendingar. Okkur Miss
Canada þykir vænt um ykkur og telj-
um ykkur í flokki vorra efnilegustu og
beztu fósturbarna. Ég segi þessari
samkomu slitið. Og um leið bið ég
ykkur að hrópa með okkur Miss Cana
da: Lengi lifi Vestur-íslendingar. Þeir
lifi. Húrra!
KOL! KOL!
Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið
Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið
Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið.
Wiimipeg Coal Co.
C. A. Hutchinson,
ráðsmaður
Vöruhús og skriftsofa á
Higgins og May strætum.
Phone 700.
Þeir sem þurfa að
kaupa - harðvöru,
ættu að sjá okkur
áður en þeir kaupa.
Við seljum meðal aunars
HITUNARVELAR,
HÚSBÚNAÐ,
LKIRTAU.
GLERVARNING, &c.
Alt með lægsta hugsanlegu verði.
Bezta vínsöluhúsið
Paul Sala,
eftirmaður H. L. CHABOT,
513 SEain Strcct 513
afarlágu verði. Það borgar sig fyrir alla að koma og skoða vörurnw,
euginn getur boðið betri kjör en ég.
Wm. Conlan,
Canton, N. Dak.
S. W. niNTHORN,
L Y F S A LI,
CANTON, - - - N. DAK.
Læknaforskriftir afgreiddar með mestu nákvæmni.
Komið til okkar þegar þið þurfið á meðölum að balda.
N. B. Við erum að losa okkur við það sem við hötum af hn fum og
borðbúnaði, og seljum það fyrir neðan innkaupsverð.
Mrs. Q. Glassgow,
Cavalier, - - N. Dak.
W. J. Craig & Co.
Cor. Main & Logan St.
Islendingar !
Þegar þið komið til Pembina, þá
munið eftir því að þið fáið þrjár góðar
máltiðir á dag og gott, og hreint rúm til
að sofa i, alt fyrir $1.00, á
Headquarters Hotei,
II. A. III urrel, eigandi.
Pembina, N. Dak.
Spunarokkar!
Spunarokkar!
Spunarokkar
eftir hinn mikla rokkasmið Jón sá..
ívarsson. sem að öllu óskaplausu smíð-
ar ekki fleiri rokka i þessum heimi.
Verð : $3 00, ineð áföstum snældu-
stól $3,25. Fást hjá
Ennfremur hefi ég norska ullar-
kamba sem endast um aldur og æfi ef
þeir eru ekki of mikið brúkaðir. Þeir
kosta einungis einn dollar.
G. Sveinssyni,
131 Higgen Str., Winnipeg.
Brnnsffick llotcl,
á horninu á Main og Rupert St.
Er eitt hið ódýrasta <v bezta gistihús f
bænum. AlUags vín og vindlar fást
þar mót sanngjarnri borgun.
McLaren Bro’s, eigendur.
Gegnt City Hall, Minnipeg.
Beztu berjavín og áfengi.
Bezti spíritus.
Bezta Whiskey
f Manitoba.
PAUL SALA,
513 Bain Str.
Nortliern Paciflc R’y
TIME TABLE.
MAIN LINE.
Arr. Arr. Lv Lv
11,00« 1.30p Winnigeg 1,05p 9,80p
7,55a 12 01» Morris 2 32p 12.01p
5.15a ll,00a Rmerson 8,23p ‘2.45p
4,15a 10,55a Pembina 8.37i' 4,l5p
10.20p 7,30a Grand Forks 7,05p 7.05a
l,16p 4,05a Apg Junct 10,45p 10,30p
7,30a Duluth 8,00a
8.30a M inneapolis 6 40a
8,00a St. Paul 7 15«
10,30a Chicago 9,35a
MORRIS-BRANDON BRANCH.
Arr. Arr. Lv Lv
ll.OOa 1,25p Winnipeg 1.05p 9.30p
8 80p 11,50a 0orri8 2.85p 8 30«
6.15p 10.22a Miami 4.06p 5.15«
12,10a 8.26a Baldur 6 20p l‘2,10p
9,‘28a 7 25a Wawanesa 7 23p 9 28|
7.00a 6 30a Braudon 8 20p 7.00p
PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH.
Lv. Arr.
4,45 p m Wjnnipeg ' 12 55 p m.
7.30 p m Port laPra’rie 9 30 a.m.
C. S. FEE. H. SWINFORD
Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg
Hefir nú fylt búð sína af vörum
fyrir haustverzlunina, og selur
HATTA,
HÚFUR,
FJAÐRIR,
ULLARVARNING,
og allskonar KVENNSKRAUT með
svo lágu vérði að þið hljótið að kaupa
ef þið komið og skoðið varninginn.
Komið við, — það kostar ekkert,
ADAMS BRO’S
CAVALIEB, 3ST. UAK
Verzla með harðvöru af öllum tegundum, tinvöru, eldavélar og hitunarvélar.
Þakplötur úr járni og blikki, mál af öllum litum, olíu og rúðugler
og allan þann varning sem seldur er í harðvðrubúðum.
Leiðin liggur fram hjá búðardyrunum, — komið við.
ADAMS BROTHERS,
CAVALIER, N. DAK.
J. P. SHAHANE,
BACKOO, N. DAK.
Hefir beztu HARÐVÖRUBÚÐINA í Pembina County, og mælist til þeas
að íslendingar skoði varning sinn svo að þeir geti sannfærst uro
að þeir fái hvergi annarsstaðar betri kjörkaup.
Munið eftir að koma við hvort sem þér kaupið eða kaupið ekki.
R.4CKOO, V DAK.
— 44 —
Enn meiri varð undrun þeirra er þeir voru
komnir spölkorn lengra. Þegar þeir komu fyrir
hyrnueina á hamrinuin sáu þeir að þessir f«rnu
veggerðai menn höfðd grafið göng í gegn um
bergið upp á klettabiúnina. Voru göngin nokkr
ir faðmar á lengd og komu út á fleti einum ofan
ábiúninni og rétt undan mynni þeirra voru
rústir af grjótbyrgjum nokkrum, er bygð voru í
brekkunni.
"Það er gömul borg — rétt eins og kletta-
byggingarnar sem ég hefi séð í Colorado”, sagði
Keeth. "Jo.e sagði okkur ekkert um þetta.
Hvað skyldum við nú vera langt frá borg Indí-
Ana þeirra, sem höfðu hann í haldi ? Eg vona að
eins--------”.
Svo þagnaði hann. Á klettabrúninni, eina
hundrað faðma frágöngunum í bergið stoð kona
ein. Var hún að hlusta, en sneri andlitinu frá
hinum hvítu mönnum. Hafði hún augsýnilega
heyrt til þeirra, en vissi ekki hvaðan hljóðið
kom.
Hún var Inkíáni, stúlkan — nærri barn að
sjá —, grannvaxin og tíguleg sem hindin. Hör-
nnd hennar var bleikt og sló A það fagurbrúnum
roða, en hrafnsvart hárið lagðist í þéttum, þykk-
um lokkum niður að mitti hennar. Engan hafði
hún höfuðbúnað annan Hún var klædd möttli
einum, er náði ofan fyrir knén og var opinn i
fyrir, og sýndi hin fagurhvelfdu brjést hennar.
Belti hafði hún breitt um mitti sér, af nndarleg-
«m vefnaði og glæst að lit. Ilskó hafði hún á %
fótum. Um öxl sér hafði hún snarað örvamæli
en hélt á boga stuttum i hendinni. Þóttist
— 45 —
Keeth þar sjá veiðigyðjuna sjálfa steyfta i bir-
málmi.
Hann var mállans af undrun, en þá litu þeir
upp Ford og prangarinn. Höfðu þeir tekið efíir
því að Keeth varð orðfall. Rak þá Englending-
urinn upp hljóð nokkurt svo að stúlkan sneri
sér við. Hún sá þá og skein undrunin af svip
hennar. Hún horfði beint í augu Iveeths með
stórum augum svörtum sem nóttin. Á þessu
stutta augkabliki fann hann töfráafl það, er
fylgdi augnaráði hennar.
En hún beið að eins örskamma stund hreyf •
ingarlaus. Sem leiftur færi, lagði hún ör á
streng og gall við um leið. Örinni miðaði hún
beint á brjóstið á Keeth, en fingur hennar skulfu
er hún hélt um strenginn. Hann mátti ekki
hræra sig, því að hann sá að hún færði sig hægt
og hægt aftur á bak, en hafði augun föst á hon-
um.
Alt í einu æpti Ford til að vara hana við, en
stúlkan missté síg og hafði gleymt hve nærri
hún var brúninni. Á angabragöi steyptist hun
aftur á bak ofan í hyldýpið. Örin flaug í ioft
upp, en í eyrum þeirra hljómaði skelfingaróp
hennar um leið og hún hvarf niður fyrir hamra-
brúnina.
“Guð minn góður !” hrópaði Ford. "Þaðer
úti um hana”.
"Hún heggst í sundur í stykki á klettunum
þarna niöri!” sagði Fitch, og var nú nábleikur í
framan, þó að vanalega væri hann rauður mjög.
En Keeth hljóp fram á hamrabrúnina. Bjóst
hann við að sjá líkama aumingja stúlkunnar
— 48 —
fara i hann, en þá heyrði hann hljóð frá stúlk-
unni og leit upp. Fram úr skóginum kom hóp-
ur manna vopuaðir með spjótum og kylfum.
Voru þeir Indiánar — bjartari nokkuð en þeir
vanalega eru i Perú —, og voru allir glæsilega
búnir á villumanna hátt,
Klæddir voru þeir litlu öðru eu möttlum
stuttum og ilskóm; höfðu marglitar fjaðri i hár-
inu og um arma og ökla höfðu þeir gullspengur
miklar. Voru þeir grimmlegir sýnum, hvass-
eygir, og gengu beint á þá. Báru þeir spjótin
hátt og tveir eða þrír höfðu þegar lagt örvar á
streng, I bioddi þeirra gekk maður einn gam.
all, hrukkóttur og skorpinn í andliti, búinn skó-
siðu klæði hvítu úr hinni smágjörvustu llama-
ull.
"Guð hjálpi oss, Keeth !” hrópaði uú Ford.
“Nu erum við komnir í klípuna. Eigum við að
berjast eða flýja ?”
Fitch var þegar búinn að kippa byssunni af
öxl sér og leggja skeftiðað kinninni, en Keeth
stökk til í tíma og sló upp hlanpið.
“I öllum bænum, gerðu ekki þetta maður!"
hrópaði hann. “Einn einasti þessara bogmanna
getur spýtt þig eins og harðan saltfisk. Vertu
nú kyr og sjáum hvað þeir vilja. Það er nógur
tími til að berjast þegar þeir ætlaað fara að af-
vopna okkur”.
“En þeir umkringja oss á augabragði !”
nöldraði Fitch.
“Hörfum undan að göngunum þarna. Þá
komast þeir ekki aftan að okkur. Hafið þið
augun opiu og látið þá ekki sigra okkur með
skjótu áhlaupi".
— 41 —
unarmönnum úr Bandarikjunum í gegn um Ari-
zona og Nýju Mexico áður en hann var oi ðinn
21 ára að aldri, og í þessum griparæktarlöndum
hafði hann séð hvers virði 8o feta kaðalsspotti
var. Þegar er hann sá stofninn sá hann hvað
þeir skyldu gera.
Hann tók uú kaðalinn, bjó til lykkju á öðr-
um endanura og gekk fram að vatninu áður en
hann kastaði.
“Ef að kaðallinn er nógu langur og stofn-
inn gamli heldur, þá er okkur borgið”, hugsaði
hann með sér um leið og hann veifaði lykkjuu-
nm yfir höfuð sér,
Það var langt kast og lykkjan féll ekki yfir
stofninn f fyrsta eða öðru skifti. En í þríðja
skifti kom hún einniitt þar sem hann vildi. En
þegar hann var búinn að taka í spottann, þá var
hann ekki nógu langur til að festahann við berg-
ið og þurfti harin að kalla á félaga sína til að
hjálpa sér. Ford og Englendingurinn komn
hlaupandi íneð byssurnar í höndunum og héldo
að Indíánarnir liefðu ráðist á hann. En þeir
fyrirgáfu honum að hafa vakið þá, er þeir sáu
hvað hann hafði gert.
“Hugull eruð þér mjög, herra Keeth”, sagði
Fitch. “Þetta hefði mér aldrei komið til hug-
ar”.
“En heldur nú stofninn ?” spurði Ford Kin-
sale.
“Við skulum allir taka í kaðalinu og revna
það”. sraraði Keeth. “Við vitum að kaðallinn
er sterkur. Ef að hann heldur, þá ætla ég að
fara fyrst og hjálpa ykkur svo á efiir”.