Heimskringla - 25.11.1897, Side 3
HEIMSKRINGLA, 25. NOVEMBER 1897.
Spanis Fork,
8. November, 1897.
Háttvirti ritstj. Heimskringlu.
Þar eð ég er einn af þeim sem þóttu
vænt um að sjá framan í gömlu Heims
kringlu aftur, þá vil ég hér með óska
yður og henni til farsællegrar framtíðar
og þjóðar hylli.
Eg ss það á fyrsta. öðru og þriðja
blaðinu, sem nú er út komið, að þér haf-
ið í hyggju að birta eitthvað af íslend-
ingadagsræðum og kvæðum, sem flutt
voru síðastliðinn Agúst, og álít ég það
mikið hrósvert af yður : því þó sumt af
því væri birt í Lögbergi, þá vantaði
samt mikið á að alt kæmi út sem farið
var með, að minsta kosti hefi ég ekki
orðið var við neitt hóðan, og svo mun
vera víðar. Samt. er mér nær að halda,
að sumt af því sem við höfðum hér á
Islendingadaginn 2. Ágúst, muni hafa
verið fyllilega eins gott og það sem aðr-
ir sögðu. En samt er það nú ekki aðal-
erindið við yður, herra ritstjóri, að fá
yður til að birta Islendingadags ræður
og kvæði héðan; en mig langar til að
mega segja fáein orð um Islendingadags-
haldið okkar hérna, og svolítiðum þess-
ar ísl. þjóðhátíðir yfir höfuð, ef þér vær-
uð því ekki mótfallinn.
Islendingadagur hefir, eins og yður
mun kunnugt, aldrei fyr verið haldinn
meðal Íslendingaí Spanish Fork, og fór
það hátíðahald frain hér, eins og víðar,
2. Agúst. En hvað sem því nú líður,
hvort hátíðin var haldin á réttum tíma
eða ekki, þá er mér óhætt að fullyrða.að
hátíðahaldið hér komst á eingöngu fyrir
hvatir og örugt fylgi vors merka þjóð-
vinar og mentamanns E. H. Johnsons,
sem gekst fyrir því öllu frá byrjun.
Hann var forseti níumanna-nefndarinn-
ar, og lífið og sálin í öllu sem hún gerði.
Hann var einnig forseti dagsins og leysti
hann það alt af hendi með hinum mesta
heiðri og sóma, eins og alt sem hann
gerir, því Mr. Ji hnson er hér einn af
vorum mest metnu og mest leiðandi
mönnum, og hefir allatíð leitast við að
halda uppi heiðri og sóma landa sinna
hér, og þjóðflokks vors í heild sinni.bæði
í ræðum og ritum. Það hefir enginn
honum fremur eflt félagsskap og menn
ingu vor á meðal. Hann er maður bráð-
gáfaður og hefir víðtæka þekkingu bæði
á landsins högum og mannlífinu yfir
höfuð. Mr. Johnson hefir líka af einum
ónemdum manni verið líkt við Njál;
nemdur Njáll hinnar 19. aldar, og hygg
ég að manninum hafi í það sinni ratast
satt af munni, því það má til sanns
vegar færa, að Mr. J. svipar míkið til
öldungsins gamla Njáls í ýmsri fram-
koiífu sinni í daglegu lífi. Það má segja
að hann sé spekingur að viti, af ólærð-
um mönnum lögfræðingur mikill. ráða
og bónbezti maður, og bjargfastur í vin
áttu. Ég þekki hér engan manri sem
betnr er liðinn eða meira virtur, og það
alt að verðleikum. Hann hefir reynzt
löndum sínum hér hinn ákjósanlegasti
maður í öllum greinum, greitt götu
vora og uppihaldið oss gegn þeim er oss
hafa viljað níða og lasta, gengizt fyrir,
ukið og elft félagsskap vor á meðai og
sýut í öllu þessu að það má með sanni
nefna hann "Njál” nitjándu aldarinnar.
Á íslendingadaginn flutti Mr. E.H.
Johnson ræðu um Vestur íslendinga,
sem er einhver sú sanngjarnasta og
bezta ræða sem ég hefi heyrt af því taei
Hún var full af sannleika um Vestur-
Isl. frá upphafi til enda, krydduð hér og
þar með fyndni og spádómum um fram
tið Vestur-ísl. Hann las einnig kvæði
fyrir minni Islands: ‘‘Þú feðranna
heimkynni, fjalldrotuing sönn,” og er
fflér óhætt að segja, að framburður á
því, rödd og áhersla, lýsti hinni innileg-
Mstu ættjarðarást,—ást eins og Gestur
Pálsson segir, “til allra manna og ást
við þessa fold (Island).
A íslendingadaginn yar Mr. John-
son lika sæmdur, af nokkrum leiðandi
vinum sínum, pví sem ég vil kalla heið-
ursmerki íslands, sem var blár silki-
borði með gyltu kögri í kring, með grá-
um fálka saumuðum í miðjuna meðekta
silkitvinna, gert með hinum mesta hag
leik af heiðurs og myndar konunniKrist -
ínu Bjarnadóttur, frá Kyrkjulandi, en
konu hr. Sæmundar Jónssonar, eins
vors bezta timbursmiðs, og bygginga-
meistara hér í bæ. Efst á borðanum
stóð nafnið E H. Johnson, með gj'ltum
stöfnm, en fyrir neðan fálkann stóð,
íslendingadagur 2. Ágúst 1897.
Að öllu leyti fór hátíðin fram hjá
oss upp á hinn áuægjulegasta og bezta
máta. Það voru fluttar margar ræður
og allar góðar, og nokkur kvæði, mörg
þeirra frumort, og mun suma hafa
furðað á hvað mörg skáld vér áttum á
meðal vor. Nefndin sem stóð fyrir
deginum. hafði líka tekið alt þessleiöis,
sem henni barst, að undanteknum ein-
um aðskotapésa, sem líklega hetír ekki
reynst nægilega þungur á metaskálum
nefndarinnar; var svo ekki um hönd
hafður.
Allir sem viðstaddir voru þessa
þjóðhátíð, létu í ljósi ánægju sína með
daginn, og óska allir, að Islendingadag-
ur verði haldinn hér aftur, og að við
mættum njóta þeirrar ánægju að hafa
sama manninn til að stjórna honum
aftur.
N ú, herra ritstjóri, viðvikjandi því
hvenær heppilegast væri að halda þenn-
an dag ámeðal Vestur íslendinga, vil ég
segja það, að 2. Ágúst er hentugasti
dagur fyrir oss Utnh-búa, og vér von-
um, að þeim degi verði slegið föstum
sem Islendingadegi eða þjóðminningar-
degi, þegar menn koma sér loksins nið-
ur á almenna sameiningu.
Almennar fréttir hefi ég mikið litl-
ar til að skrifa yður. Þó mætti óg geta
þess, að dýrið sem hinn heiðraði frétta-
ritari Lögbergs getur um að hefði sézt
hér í Utah í haust, hefir nú verið höndl-
að nálægt herragarði einum hér i grend-
inni, og þykir dýrið sjálft merkilegt og
höndlun þess einhver merkilegasta saga
þessarar aldar(!) Það var nautahjarð-
maður sem náði þvi, á þann hátt, að
hann kastaði á það reipi og gat þannig
höndlað það lifandi og alveg óskemt.
Eftir að dýrið var handsamað, var það
sett í virki eitt mjög rambyggilegt, sem
stjórnin lét smíða, og náttúrufræðingar
—þar á meðal einn íslendingur—fengn-
ir til að skoða það, og hafa þeir eigí enn
þegar þetta er ritað, komist að neinni
virkileisri niðurstöðu með það, af hvaða
kynþætti það muni vera. Þeir halda
samt að það tilheyri dýrakynþætti ein
um í Suður-Ameríku, sem nefnt, er
“Aye-Aye,” og muni vera þaðan komið.
Lýsingin sem g-*fin var af dýrinu í
Lögbergi er að sögn mikið nærri sanni,
þó er því bætt við, að það hafi einhvern
ómyndar stikil upp úr miðju höfði, sem
því virðist vera sárt um að láta snerta,
því það gefur ætíð hljóð af sér sé það
gert. •
Sá sem höndlaði dýrið fær að^ikind-
um ríflega þóknun fyrir. Betur að
fleiri hefðu svoleiðis tækifæri til að þéna
peninga.
Almenn heilbrigði í alt haust og tíð-
arfar fremur gott það sem liðið er af
haustinu. Fyrsti snjór féll hér V. þ. m.
Við bæjarráðskosninguna sem fram
fór 2. þ. m. komst landi vor, Mr. Eggert
C. Christinsou, að í bæjarstjórnina, og
fagna víst flestir sigri hans. Hann
komst að fyrir fjdgi og tilstilli þeirra
herra. Johannesar Christinsonar og
E. H. Johnsons, sem dyggilega unnu að
þessum kosningum, og eiga heiður skil-
ið fyrir, því þeir sýndu í því, eins og
öðru, ættjarðarást sína, og að þeir vilja
löndum sínum hér ætíð hið bezta. Mr.
Christinson er ungur maður og óreynd-
ur að öllu leyti i opinberum málum, en
vér berum gott traust til hans, og höf-
nm beztu vonir að hann komi fram
sjálfum sér og þjóðflokki sínum til sóma.
Hinn 10. Ágúst síðastliðinn höfðu
landar vorir hér í bæ samsæti mikið sem
þeir herrar E. H. Johnson, E.C. Christ-
inson og Bjarni J. Johnson stóðu fyrir ;
var það gert til heiðurs og til að kveðja
landa vorn, Þorbjörn Magnússon, sem
daginn eftir fór heim til íslands, og varð
samferða séra R. Runólfssyni til New
York. í þessu samsæti, sem var hið
heiðarlegasta að öllu leyti. skutu landar
saman um 40 dollurum og gáfu Þor-
birni að skilnaði, sera var mikið heiðar-
lega gert, og sýndi mannúð og mann-
dáð, bæði þeirra er gáfu og eins þeirra
sem fyrir því stóðu,
Um giftingar dauðsföll og annað
þvíumlíkt finst mér þýðingarlaust að
skrifa. Það mun hafa verið skrifað um
flest af því áður, og lesendum ísleuzku
blaðann þar af leiðandi kunnugt.
Obnes.
Það má álítast sannarleg heppni
fyrir Spanish Fork búa að eiga sér þar
“Njál” til að sjá á með sér þegar vanda-
mál ber að hönkum, og það er slærnt að
"Njálarnir” skuli ekki vera fleiri og víð-
ar. Vér eigum engan “Njál” hér svo
vér vitum, og þyrftum þó helzt að eiga
marga, en það er bót í máli, að vér get-
um seilzt út fyrir landamærin og notið
ráðanna þó fjarlægir séum. Vér von-
um að Spanish Fork eigi nú engan Flosa
og enga uxahúð, og munum vér þá í
sameiningu geta notið “Njáls” langa
lengi enn.
Með þökk fyrir yðar langa og greini-
lega bréf. Yðar.
Ritstj. Ilkr.
EDMUND L. TAYLOR,
Barrister, Solicitor &c.
Lian Block,
492 Main Strkbt,
WlNNIPEG.
♦♦♦♦
$ Steinolia $
♦♦♦♦
♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill
ódýrara en nokkur aunar í bænum. Til
bægðarauka má panta olíuna hjá G.
Sveinssjmi, 191 Higgin Str.
D. McNEIL,
38 MCDONALDST.
- Orgel =
Þegar þú ætlar að kanpa orgel, þá er það skylda
þín, gagnvart sjálfum þér, að fá það ódýrasta ofr bezta
fyrir penin^a þína Til þess að þér takist þetta, verð-
ur Þ* að koma til okkar og kaupa eitt af hinum frœgu
DOMINION ORGELUn.
Við erum þeir einu umboðsmenn fyrir þau hér. Verðið
og skilmálana ábyrgjumst vér að gera þig ánægðan með.
W. GRUNDY & Co.,
431 Main 5tr., Winnipeg.
Látið raka ykkur
, OG HÁRSKERA HJÁ
S. J. Scheving, 206 Rupert Str.
Alt gert eftir nýjustu nót-
um og fyrir lægsta verð.
S. G. Geroux,
Eigandi.
John O’Keefe,
prófgenginn lyfsali,
CAVAVIER, N-D.
Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent
á hvaða tfma sem þarf.
Búðin opin nótt og dag.
John O’Keefe-
<»oa llaÍH 8t.
Kaupir og selur fisk og fugla af öllum
tegundum. Aðal-fiskmarkaður bæjar-
ins. Peningar borgaðir út í hönd fyrir
hvað eina,
W. J. GTJEST,
KOL! KOL!
Beztu Bandaríkja harðkol $10 tonnið.
Beztu Hocking Valley linkol $7 tonnið
Pocabontas reiklausu kolin $8 tonnið.
Wiimipeg Ooal Co.
C. A. Hutchinson,
ráðsmaður
Vöruhús og skriftsofa á tj. 7na
Higgins og May strætum. e
Bezta vínsöluhúsið
Paul Sala,
eftirmaður H. L. CHABOT,
513 Main Strcet 513
Gegnt City Hall, Minnipeg.
Beztu berjavín og áfengi.
Bezti spíritus.
Bezta Whiskey
í Manitoba.
PAUL SALA,
513 Maiii Str.
Nörtliern Paciíic R’j
TIME TABLE.
MAIN LINE.
Arr. Arr. Lv Lv
ll.OOa 1.30p Winnigeg 1,05p 9,30p
7,55a 12 01a Morris 2.32p 12.01p
5.15a ll,00a Emerson 3,23p 2.45p
4,15a 10,55« Pembina 8.37i' 4,15p
10.20p 7,30a Grand Forks 7.05p 7.05a
l,15p 4,05a A’pg Junct 10.45p 10,30p
7.30a Dnluth 8,00a
8,30a Minneapolis 6 40a
8,00a St. Paul 7.15a
10.30a Chicago 9,35a
morris-brandon branch.
Arr. Arr. Lv Lv
11,00a l,25p Winnipeg 1.05p 9.30p
8 30p] 1 l,50a \t orris 2.35p 8 30a
5.15p:10.22a Miami 4.06p 5.15a
12.10a 8,26a Baldur 6‘20p 12,l0p
9,28a 7.25a Wawanesa 7.23p 9 28p
7.00a 6.30a Brandon 8,20p 7,00p
PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH.
Lv.
4,45 p.m
7,30 pin
Winnipee
Port la Pra:rie
Arr.
12.55 p .m
9 30 a.m
Stcwart liiivil
133 HaiH Str.
Verzlar með mél og gripafóður, hey
ýmsar korntegundir og land-
búnaðarvarning.
Alt selt lágu verði.
Stewart Boyd.
Wm. Conlan,
CANTON,-----N. DAK.
Selur matvöru, álnavöru, fatnað, skóvarning, harðvörn og aktigi. Ég er
nýbúinn að fá miklar byrgðir af allskonar fatnaði, sem ég hefi keypt með
afarlágu verði. Það borgar sig fyrir alla að koma og skoða vörumar,
enginn getur boðið betri kjör en ég.
»
Wm. Conlan,
Canton, N. Dak.
S. W. niNTHORN,
L Y F S A LI,
CANTON, - - - N. DAK.
Læknaforskriftir afgreiddar með mestu nákvæmni. ♦
Komið til okkar þegar þið þurflð á meðölum að halda.
N. B. Við erum að losa okkur við það sem við hötum af hn fum og
borðbúnaði, og seljum það fyrir neðan innkaupsverð.
C. S. FEE. H. SWINFORD.
Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag., Wpg
Sjerstök Kjorkaup
Fyrir kvennfolkid.
I næstu 30daga'sel ég það sem ég hefi nú eftir af kvennskrauti og öllu öðru
sem kvennfólki tilheyrir — med lieildaölu verdi.
KVENNHATTAR .........................25 cts. og yfir
IUHNA TII.I, A1Í.PTÍ THM 4 TTTTT?TTR
$3,00 “ $2,25
Og alt sem ég hefi í búðinni með samsvarandi lágu verði.
Mrs. G. Glassgow,
Cavalier, = = N. Dak.
ADAMS BRO’S
CAVALIEB, TsT_ DAE[
Verzla rreð harðvöru af öllum tegundum, tinvöru, eldavélar og hitunarvólar.
Þakplötur úr járni og blikki, mál af öllum litum, olíu og rúðugler
og allan þann varning sem seldur er í harðvörubúðum.
Leiðin liggur fram hjá búðardyrunum, — komið við.
ADAMS BROTHERS,
________________CAVALIER, N. DAK.
J. P. SHAHANE
BACKOO, N. 1)AK.
Hefir beztu HARÐVÖKUBÚÐINA í Pembina County, og mælist til þess
að íslendingar skoði varning sinn svo að þeir geti eannfærst um
að þeir fái hvergi annarsstaðar betri kjörkaup.
Munið eftir að koma við hvort sem þér kaupið eða kaupið ekki.
BAfiKOO, A.OAK
— 52 —
hneigði sig alvarlega. ogsvo gekk hún hálfhrædd
til Keeths, lagði hendina á byssu hans og benti
á byssur félaga hans. Svo veifaði hún hendinni
til Jndíánanna, að þeir skyldu koma og var að
sýna þeim að þeir skyldu selja fram bjrssurnar
og fylgjast með fólki hennar.
“Þeir vilja fá vopnin okkar; þeir þekkja aug
sýnilega eitthvað til hins eyðilegvjandi afls skot-
vopnaana”. sagði Keeth til (élaga sinna. “Hvað
■sýnist ykku ?”
“Ég segi að við skulum ekki láta byssurn-
ar”, sagði Fitch. “Ef að þeir þekkja eitthyað
4il þeirra, þá skjóta þeir okkur þegar þeir ná
þeim”.
“Ekki ef að við tökum úr þeim skotin og
þöldum þeim sjálfir”, svaraði Keeth. “Við meg-
úm órnögulega erta þá til reiði. Þeir eru líka
úriklu fleiri skamt í burtu. Við þekkjum ekki
^aud þetta eins og þeir. og erum illastaddir”.
“Getum við ekki sloppið frá þeim, barið þá
af okkur um stund og náð svo brúnni þpgar
dimfc er orðiö?” spurði Ford. “Ef að við kom-
hmst yfibana, þá getuin við böggvið .‘nníur tréð
°g þá getur enginn hvorki þeir né aðrir komizt á
tir okknr”. *
“Jæja. KinsuJe, ef að við reyndum að brúka
þyssurnar. bve langt heldur þú að yrði þangað
“1 ljótu spjótin þeirra -itæðu í geenum okkur?
Hvað mig snertir, þá langar rnig el’ki til að
ftétta lil þess”, sagði Keeth.
“En þttð er ekkert vit í þvr nð fá þeim
þ.Vssurnai ”' sagði Ford.
“O, jú, við höfum cftir skatnmbyssurnar
— 53 —
okkar samt. Ég held að þeir viti ekki hvað
þessi litlu verkfæri í beltum okkar eru hættuleg.
Þekkingu sína á byssum hafa þeir að líkindum
frá forfeðrum sínum. En á dögum Pizavros og
hinna hraustu félaga hans.var lítið nm listir á
byssusmíði. Rennum skotunum út úr hyssu-
hylkjunum og fáum þeim byssurnar. Hvað seg-
ið þið ?”
"Jæja. Þú ert foringinn”, sagði Ford
hægt og rólega. “Hún Pocuhontas * þarna virð
ist vera ástfangin í þér, og má vera að hún sjái
um það, að hvorki gamla, nábleika beinagrindib
þarna, né ninir berbeinóttu laudar hennar geri
okkur mein. Oghérna er byssan !”
Hann tók skotin úr byssunni sinni og rétti
villumönnunum hana, Gekk þá einn þeirra
fram með alvörusvip miklum og tók við henni.
Sama gerði Keeth; en mjög var Fitch tregur til
að láta sína byssu af hendi, þótt hann loks gerðí
það.
“Ég segi j'kkur það satt. aö sá timi mun
koma að við iðrumst þessa”, uöldraði Fitch.
Þegar Indíánarnir voru búnir að fá bj-ssurn-
ar, skipuðu þeir sér á eftir hvitu mönnunum
þremur, en gantli maðurinn benti þeim aö fj’lgja
sér. Gekk stúlkan við hlið honum.
Þeir gengu nú inn í skóginn í hlíðinni. Var
þar'högginn stígur breiður í gt gnun' skóginn og
lá hann beint ujip brekkuna. Var brautin gegn
* Pocuhontas er nafnsvæg stúlka frá fj'rstu
landnámstíð Ameríku; fékk hún ást á enskum
foringja eg bjatgaði honum og félögum haus.
— 56 —
“Jæja, ef að eitthvað kemur fyrir, þá hleyp-
ið af skammbyssunum ykkar". sagði Keeth í
lágum róm, og fj-lgdíst svo meðhinum aðhúsinn
sem gamli maðurinn benti á. Sá hann að það
var að eins eitt heibergi, en loftgott var það og
þokkalegt. Glugvarnir voru að eins holur í hina
þj-kku veggi, en hurðin var stór og þung, úr
tré, og hengd á hjarir úr málmi — en ekki vissi
hann hvaða málmur það var.
Einn var hann þarna inni að eins fáar mín-
útur, og kom þá inn kvennmaður með vatns-
krukku á höfðinu og fatabindi á handlegg sér.
Setti !hún kiukkuna á gólfið og laeði frá sér föt-
in. Hneigði hún sig svo djúft án þess að líta á
hann og gekk svo burtu.
“Þetta er ágætt!” httgsaði Keeth með sjálf-
um sér. “Ég get þvegið mér þarna og svo fæ
ég eitthvað betra að fara í eu þessa rifnu garma
mína, votta ég. Skjddu hinir drengirnir vera
eins heppuir ?”
En þegar haun fór að skoða fötin. varð liann
í efa um þaö hvei t hann skýldi klæðast þeim.
Þar var skyrta \el og fínlega geið úr llamaull,
lágskorin i bálsinn og erniHÍaus. Féll liúu vel
að líkama hans og náði miðja vega milli mittis
og hnés. Möttull var þar og úr skinni verkuðu
(líklega af sama dýri), ermalaus og náði litlu neð
ai en skj-rtati. Þar voru og ilskór, og voru þeir
furðu skrítnir. Á sóiana voru lagðar einlægar
rætnut af málmi einhvet ,'un , og fann hann að
það var hreint gi ll er bann fór að skoða það.
“Hvað er nú ! Hér ern auðæfi Incaanna”,
stundi hann fram, er hann tók eftir l>essu.
— 49 —
Indíánarnir námu staðar fáeina faðma frá
þeim, en gamli maðurinn gekk fram nokkur fet.
Talaði hann til hinna hvítu manna nokkrum orA
um, sem þeir ekki skildu. Líktist tunga sú
ekkert málýzkum þeim sem talaðar voru af þjói -
flokkum þeim á ströndiuni eða í fjöllunum, i,
þeir höfðu komizt í kynni við.
"Hvað segir hann ?” spurði Ford. “Skih
þú nokkuð bull þetta, Fitch”.
“Nei, langt frá. En rej-nið spönsku við þt,.
herra Keeth”, stakk svo Fitch upp á. “Flesi •
lndíánar skilja hana”.
Keeth fór þá að reyna hvað haun gsi 1
srönsku. En ekki sást á Indíánunum að þe ,
skddu hann. Þeir biðu þegjandi stundarkoi 1
en $vo sagði gamli maðurinn eitthvað við mei.i,
sína.
Á augabragði lyftust spjótíu á loft og bo.
arnir voru spent.ir.
'Það ætlnr þá að verða slagur úr þvi, h. ,i|
ég”. ttuitaði Keeth miili tanna sér. “Verið a
búnir að stökkva á bak við grjótgarðinu þarn
Ef að við íiáuiu vígi því, þá getum við sóp -
þeiin niður, áður en þeir fá liðstyrk. Gætið þe.-, .
að hafa skothólfin í bj-ssunum ykkat- foll”.
Eneinmitt á þessu augnabliki, þegar svo leii
út sem slagurinii væri að byrja, stökk stúlkan
fram á milli tíokkanna og h.fði húu til þessa
borft þegjandi á. Hún kraup á kné við fætut
gamla manns'ns og fór að tala. Hlustaði ham.
á hana moð athygli, og þegar fram 1 sótíi, bentl
hann rnönnunum fyrir aftan sig með bendinni og
sigu þá niöur spjót þei.ra. Eu hvítu n eauin.ir