Heimskringla - 16.12.1897, Blaðsíða 1
XII. ÁR
WTNNIPEGr, MANITOBA, 16. DESEMBER 1897.
NR. 10
Lesendur Heimskringlu e ru
sérstaklega beðnir að lesa nákvæm-
lega þær nýjar auglýsingar sem
koma í þessu blaði, Flestar af þeim
eiga eittl vað skylt við jólin, og
það er því yðar eigin hagur að líta
eftir hvar þið fáið ódýrastann jóla-
varning. Vér viijum einkanlega
benda íslendingum á auglýsingu
Mr. G. Thomas á Main St., Winni-
peg. Hann hefir í búð sinni alt það
sem menn girnast mest fyrir jólin,
og vér vitum af eigin reynslu að
hann selur»ódýrar en nokkur annar,
samskonar varning.
Þá vildum vér benda Dakota
íslendingum á auglýsing þeirra
Bergmanns og Breiðíjörð á Garðar,
N. D. Þeir selja óefað ódýrara en
íiestir aðrir í Pembina County. Það
er hagur fyrir Islendinga í nær-
liggjandi héruðum, að fara til þeirra
ef þeir vilja fá þær vörur með lægsta
verði.
Svo viljum vér biðja ykkur að
lesa með athygli auglýsingarnar á
fremstu síðunni. Þær eru þess
virði. Þar auglýsa allar beztu og
stærstu verzlanirnar í Wínnipeg.
F R É T T IR.
Utlond.
Hayti hefir nú gengið að þeim kost-
um sem Þjóðverjar settu þeim, en hart
þótti þeim það aðgöngu. Þetta eina
herskip sem þeir áttu heilsaði þýzka
flagginu sem merki um vináttu, eins og
krafist var, og lét hornleikaraflokk sinn
um leið spila þjóðlag Þjóðverja; stjórn-
in endurnýjaði vinskapinn með því að
hafa hátignarlegan fund við sendiherra
Þjóðverja, og talið er víst að þessir
$30.000, sem krafist var handa Lueders,
verði borgaðir, og sættir að öllu leyti
nákvæmlega gerðar eftir fyrirmælum
þýzku stjórnarinnar.
Spanska stjórnin virðist mjög vel á-
nægð með þingsetningarræðu Banda-
rikjaforsetans. Þykir hún sanngjörn,
og álítur þau atriði hennar sem tekur
harðast á gjörðum Spánar, séu að eins
til að þóknast í orði vissum æsinga-
mönnum í Ameríku. Stjórnaiandstæð-
ingarnir eru ekki eins ánægðir með ræð-
una, og þykir þeim hún helzt til ónotin
i garð þeirra Weylers og Canovas.
General Blanco á Cuba sendi langt
og yfirgripsmikið telegramm hinn 5. þ.
m. til blaðsins New York World, um
umhætur þær sem verið er að gera þar.
Nokkur helztu atriðin eru á þessa laið :
Stjórnarbót sú sem fyrirhuguð er á
Cuba er enginn hugarburður. Hún
innibindur meira en stjórnarbótarflokk-
urinn hefir farið fram á. Krúnan áskil-
ur sér að eins rétt til að fjalla um utan-
ríkismál, æðstu dómstóla og hermálin,
og það gera allar þjóðir sem hafa ný-
lendur. Cuba fær heimastjórn, getur
búið til lög og framfylgt þeim eftir vild.
Friður kemst á undir eins og hið nýja
fyrirkomulag er yiðtekið, og ég vona að
verða búinn að koma því í gott horf
innan mánaðar. Ég er mjög vel ánægð-
ur með þá af uppreistarmönnum sem
hafa gengið mér á hönd síðan ég kom
til Havana. Nokkrir foringjar hafa
gengið mér á hönd með öllum mönnum
sínum, og 200 komu þannig áeinum degi.
Ég vona að hið eyðileggjandi stríð sé
bráðum á enda og ekki verði eftir nema
smáflokkar. Nú sem stendur er hinn
eiginlegi uppreistarher að eins múlattar
og negrar. undir forustu manna af ýms-
um þjóðum, og þessir menn berjast ekki
fyrir málefni. Ég held að þegar þessir
menn sjá að þeir fá bæði fæái og frið
undir merkjum vorum, að þá gangi þeir
oss viljugir á hönd. Ég hefi hjálpað
hinum nauðliðandi það sem ég hefi get-
að. Ég hefi leyft þeim sem unnið geta
að fá sér vinnu, og hefi þegar gefið hin-
um nauðliðandi föt og læði upp á $100000
og bæti öðru eins við innan skamms.
Með því að halda áfram við stjórnarum-
bæturnar og með því jafnframt að veita
uppreistarmönnum viðnám, býst ég við
að uppreistinni verði innan skamms að
mestu lokið. Viðhald uppreistarinnar
er mikið komið undir gerðum Ameríku-
manna. Ef þeir halda áfram að leyfa
mönnum sínum að flytja vopn til upp-
reistarmannanna, geta þeir hnldið áfram
töluvert lengi, til skaða fyrir sjálfa sig,
Spán og Bandaríkin'. Sögulega tekið er
Spánn vinaþjóðog inóðurþjóð Amerikn.
Þjóð yðar er sanngjörn og skynsöm og
ég hefi þá trú,—verð að hafa þá trú,—að
þegar hún fær að vita til hlítar hvað
hin fyrirhugaða sjálfstjórn grípur yfir,
þegar henni skilst að hún er hið bezta
fyrir Spán, fyrir Cuba og fyrir Banda-
ríkin—þá hætti hún að veita þeim mönn-
um að málum sem vinna á móti henni.
Blanco.
Governor General og Captain
General á Cuba.'
Þjóðyerjar hafa að sögn gefið upp
aftur vígið Kaiu Chan, sem þeir tóku
fyrir skemstu í Kína, eu um leið er sagt
að Kínar hafi látið þeim eftir stað einn
að nafni Sam Sah á móts við Formosa
og ætla Þjóðverjar að hafa þann stað til
kolageymslu og fyrir herskipastöðvar.
Haldið ar að Frökkum og Englending-
um sé ekki vel við þessar nýungar.
Pólitiska ósamkomulagið sem hefir
risið upp í Austurríska keisaradæminu,
og sem mest hefir komið af metingi milli
Þjóðverja þar í landi, sem telja sig aðal-
þjóð, og Czechanna, eða Bæheimsbúa,
virðist nú að hafa áhrif á Ungverjaland
líka. í ræðu sem Francis Kossuth hélt
í neðri deild þingsins 8. þ. m., fór hann
hörðum orðum um samband Ungverja-
lands víð Austurríki og sagði að nú væri
tíminn til að uppleysa sambandið og að
hinn sameiginlegi konungur Ungverja-
lands og Austurríkis, sem væri góður
maður, mundi ekki hafa á móti því þeg-
ar hann sæi að það yrði til þess að gera
Ungverjaland mikið og voldugt. Um
leið lagði hann það til að mál eitt er
þingið hafði meðferðis, og sem að réttu
átti að ganga til hinnar sameiginlegu
fjárhagsnefndar beggja ríkjanna í keis-
aradæminu, yrði að eins lagt fyrir nefnd
úr þingi Ungverjalands, og hefði það
verið bein aðferð til að segja sig úr lög-
um við Au&turriki- Af þessu hefir ekki
orðið enn, en líklegt er að það hjaðni
ekki niður undir eins. Kossuth þessi er
sonur Louis Kossuth, hins fræga stjórn-
málamanns, sem var foringi byltinganna
á Ungverjalandi, er byrjuðu 1848, og
byrjaði í þeim tilgangi að fá óháða
stjórn þar í landl. Kossuth yngri likist
föður sínum að mælsku og áræði, og eru
líkur til að h.inn foti dyggilega í fótspor
fööur sins.
4
Til skýringar við það sem að ofan
er sagt, skal þess getið, að hið eigin-
lega Austurríki, og Ungverialand hafa
þing og stjóen hvort út af fyrir sig, en
hvortveggju stjórnirnar eru i vissum
málhmháðar nokkurskonar sameigin-
legu þingi, sem þessi ríki hafa, og sem
samanstendur af 120 meðlimum, 60 frá
Ungverjalandi og 60 frá Austurriki.
Málin sem heyra undir þetta sameigin-
lega þing eru aðallega utanríkismál,
hermál og f járhagsmál, en gerðir þessa
þings verða að fá samþykki hinna eig-
inlegu þinga landa þessara, eftir því
sem ástendur, áður en þær geta orðið
bindandi. Keisari Austurríkis er kon-
ungur Ungverjalands, með takmörk-
valdi.
Ritstj.
Síðari fréttir segja að Þjóðverjar
neiti að láta af hendi virkin, sem þeir
tóku af Kínverjum við Kaiu-Chan-fló-
ann, og að Kínverjar hafi látið undan
öllum kröfum þeirra, og séu enda til
með að láta þá fá uinráð yfir töluverð-
um landllákum í nánd við flóann.
Fjárhagsskýrslur ítaliu fyrir árið
1896—’97, sem nýlega voru lagðar fram,
sýna að tekjurnar eru $7,000,000 meiri
en útgjöldin.
Danskur maður, lautenant C.
Arndrúp, ” ætlar að sögn af stað til
Grænlands næsta ár, til að kanna aust-
urströnd þess. Arndrup hefir verið eitt
ár á Islandi, og er álitinn dugandi mað-
ur.
Baktiríur.
Ef eftirfylgjandi saga er sðnn, þá
er hún ein hin merkasta af því tagi sem
heyrzt hefir í seinni tið,
Dr. Thomas Powell í Los Angeles,
Cal., sem nýlega hefir gert alla lækna og
nát^úrufræðinga í kringum sig stein-
hissa, með því að gleypa allar möguleg-
ar tegundiraf veikindabaktiríum, segir:
“Eg er alt af að komast nær og
nær því að sanna.að hugmyndir manna,
hingað til, um veikindabaktríur séu á
engum rökum bygðar”.
,,Ég held því fram, að baktiríur hafi
engin skemmandi áhrif á lifandi líkami;
að þær séu afleiðing sýki, en ekki or-
sök ; að þær séu eiginlega til þess að
hreinsa líkainann af óhollum efnum,
sem setjast aðí honum”.
Dr. Powell hefir tekið inn baktírí-
urnar, sem orsaka taugaveilíi, dipthe-
ria og lungnatæringu, og var tæringar
bakt.iríunni spýtt inn í lungun í hon-
um. Alt um þetta hefir ekkert borið á
neinni þessari sýkiíhonum, og byggir
hann á þessu það, að skoðanir þær við-
víkjandi baktiríum, sem hafa rutt sér
til rúms í heiminum á seinni árum, séu
á engum rökum bygðar.
“Ég hefi frá því fyrsta kynt mér,
eftir föngum, alt sem lýtur að lækning-
um fordómalaust, að ég held, og áfleið-
ingin af því er sú, að ég held að lækn-
ing þeirra veikinda, sem álitiðerað kom
af baktiríum, séu ekki að þakka meðöl-
um, sem drepa bakteriurnar og sem nú
eru i flestum tilfellum brúkuð við
sjúklingana, og það er álit mitt, að
áður en þessi öld er á enda verði skoð-
anir manna á áhrifum hinna ýmsu
tegunda baktiríanna á líkamann mjög
breyttar”.
.,Eg sé ekki betur en að öll dýr á
jörðunni hlytu að vera dáin fyrir löngu
ef baktiríurnar væru eins háskalegar,
eins og álitið er, þar eð alt er krökt í
kringum oss af þeim. Ég álít að bakti-
ríur orsaki ekki neina sýki, en að hinar
ýmsu tegundir þeirra einkenni vist
stigþeirrar sýki sem þær eru samfara”.
Dr. W. A. Dalrymple, í Los Ange-
les, segir :
“Ég er vitni að því að Dr. Powell
hefir látið spýta inn í sig hinum áður-
nefndu baktiríutegundum, og að þær
gera honum sýnilega ekkert mein, en
hvernig á því stendur get ég ekki
sagt”.
Hin fyrsta kona.
Austurlenzk Þjóðsaga.
Það var um næturskeið, og tunglið
skein fagurlega yfir jörðina. Krishna
hinn vitri og máttugi sat hugsi. Loks
mælti hann:
“Ég hefi haldið að maðurinn væri
hin fegursta sköpun á jörðunni, en ég sé
uú að það er okki svo, því þegar ég
horfi á lotus-blómið blakta í hægum
vindblænum, hversu óendanlega feg-
urra er það ekki, heldur en lifandi vera.
Ég get ekki slitið sjón mína frá hinum
undurfögru blómum, er þau eins og
opna blöð sín fyrir geislum mánans. Já,
vissulega kemst ekki fegurð mannanna
í neinn samjöfnuð við það”.
Eftir litla stund mælti hann enn
fremur :
‘En hví skyldi ég ekki skapa lif-
andi veru, að sínu leyti eins fagra og
elskulega á meðal mannanna eins og
lotuspálminn er á meðal blómanna? Já,
ég skal gera það, til að auka ást og
gleði mannakynsins, og til að fullkomna
fegurð jarðarinnar. Þú fagri lotus!
Eg býð þér; breyttu mynd þinni í
unga konu. og lát mig sjá þig”.
Er hann hafði mælt þetta, lyftust
bárurnar á vatninu. eins og vœru þær
hreyfðar af ósýnilegum vængjum.
Nóttin varð bjartari, og tunglið skein
fegurra og náttgalinn söng indislegar en
nokkru sinni áður, En svo sló öllu í
þögn. Myndbreytingin var fullkomn-
uð, og frammi fyrir K. ishna stóð lotus-
blómið í kvennlegri mynd.
Enda guðinn sjálfur horfði undr-
andi á fegurð hennar,
“Þú varst áður blóm vatnanna”,
mælti hann, “en héðan af skaltu vera
blóm huga míns”.
Og mærin sagði i lágum hvíslandi
róm, er líktist bl ikti lotuspálmans, er
suma'rgolan kyssir hann.
“Þú hinn máttugi, sem hefir breytt
mér f lifandi'veru, hvar hefir þú hug-
aðmérbústað? Ég bið þig að gleyma
því ekki, að þegar ég var blóm þá skalf
ég af ótta, í hvert sinn er aldan hreyfði
mig, Ég var hrædd við hið stórfelda
regn og hinar voðalegu þrumur og eld-
ingar. Þú hefir boðið mér að vera í-
mynd lotusblómsíns, og því hefi ég
haldið mínum fyrri eiginleikum. Og
nú skelfist ég fyrir jörðinni og öllu því
sem á henni hrærist. Hvar skipar þú
mér bústað ?”
Krishna hafði lyft hinum altsjá-
andi augum sínum upp til stjarnanna.
ug sat hugsi, Loks mælti hann
“Langar þig til að búa uppi á tind-
um háfjallanna ?”
“Þar er kalt og snævi þakið, herra
minn; ég hræðist það ?”
“Ég skalbyggja þér krystalshöll til
bústaðar á botni hins mikla vatns, ef
þér geðjast það betur”,
“I djúpi vatnanna hafast við ýms-
ar ófreskjur. Ég óttast þær, herra
minn”.
“Viltu að ég fái þér bústað á hinni
endalausu sléttu ?”
“Ó, herra minn, stormur og kuldi
næða þar sífeldlega, og villidýr merkur-
innar hafast þar við”.
“Hvarget ég þá fengið þér bústað?
I hellunum á Ellora dvelja guðhræddir
einsetumenn. Myndir þú kjósa að lifa
í helli, fjarri mannlegum félagsskap?”
“Þar er myrkur, herra mfnn. Ég
skelfist”.
Kristhna hinn máttugi sat á steini
og hvíldi höfuðið í höndum sór. Mær-
in stóð frammi fyrir honum, skjálfandi
af ótta. En nú fór hin fyrsta dag-
skima að gera vart við sig á himinhvolf-
inu, Vötnin og skógarnir böðuðu sig
yon bráðar í geisladýrð hinnar upprenn-
andi morgunsólar. Undurfagur fugla-
söngur hljómaði frá vötnunum og erein
um trjánna. Og innan um kvakið og
fuglasönginn heyrðist einnig ómur
fiðlunnar, og var sungið undir með
ljómandi fagurri karlmannsrödd.
Krishna eins og vaknaði af draumi,
leit upp og mælti: “Þetta er söngur
skáldsins Valniski, fagnandi komu sól-
arinnar”.
Að lítilli stundu liðinni opnaðist
lilju-fortjaldið, og sást til Valniski á
vatninu. Er honum varð litið á hina
fyrstu konu, hætti hann snögglega
söng sínum. Fiðlan slapp úr höndum
hans og féll til jarðar. Hann stóð
höggdofa og orðlaus frammi fyrir mær-
inni og hinum máttuga Krishna.
Og guðiuum var það hið mesta
hugðnæmí að horfa á hina tilgerðar-
lausu aðdáun Valniski á þessu verki
sínu.
Loks mælti Krishna:
“Valniski, seg mér hvað þér býr í
skapi”.
Og Valniski svaraði:
“Ég elska”!
Asjóna hins volduga guðs varð
þegar skinandi af hinni innilegustu á-
nægju.
“Undur fagra mær”, mælti hann,
“Ég hefi fundið bústað fyrir þig.Hjarta
skáldsins skal framvegis vera heimili
þitt”.
Og Valniski endurtók:
“Ég elska!”
Yilji og valdboð hins máttuga
Krishna dró þegar hug mærinnar að
hjarta skáldsins, sem hann hafði gert
gagnsætt sem krystall.
Og mærin, fögur sem heiðstirnd
ljómandi sumarnótt, og hæglát og stilt
eins og öldur Gangesfljótsins, fór að
skygnast um í musteri þessu, sem guð-
inn hafði fengið henni til bústaðar. En
von bráðar er hún hafði horft dýpra
inn í hjarta Valniski, fölnaðí hún upp
af ótta, og var eins og ískaldur vetrar-
næðingur færi um hana helgreipum.
Krishna varð forviða.
^ "Goðborna, fagra mær; getur það
verið að hjarta skáldsins skelfi þig þann-
ig?”
“Ó, herra minn”, svaraði mærin,
“hví fékstu mér þennan bústað? í
þessu eina hjarta sé ég hinasnjóklæddu
tinda háfjallanna, hyldýpi vatnanna,
með allskonar sveimandi dýrum, hina
ómælanlegu sléttu, þar sem stormur og
regn, þrumur og eldingar takast á
voðalegum fangbrögðum, og ég sé þar
einnig hina myrku og djúpu hellisskúta
Ellorafjallsins. Alt þetta skelfir mig
ósegjanlega, voldugi herra”.
En Krishna, hinn vitri og hinn
góði, mælti:
“Hræðstu ekki. Ef snjór og ís er
í hjarta Valniskis, þá þiðnar hann fyr-
ir yl ástarinnar; ef þar er hyldýpi vatn-
anna, þá vert þú perla þess; ef þar
er auðn hinnar ómælilegu sléttu. þá
gróðursettu þar hin fögru blóm friðar
og kærleika; ef þar eru hinir myrku
hellar Ellora, þá lýstu þar inn með
geislum sólarinnar.
Og Valniski tók upp fiðlu sína og
söng hinn fyrsta lofsöng ástarinnar.
(Þýtt úr ensku),
M. P.
Ýmislegt.
DARWIN. Síðan Isaac Newton
var uppi, hefir enginn vísindamaður
komizt lengra en Charles Darwin, og
þó áleit faðir hans og skólakennari
hann heldur sljóann og tilkomulítinn
dreng. “Til mestu skapraunar fyrir
mig”, segir hann, “sagði faðir minn
einusinni við mig: “þú hugsar um ekk-
ert nema að skjóta, og veiða mýs og
rottur; þú verður sjálfum þér og skyld-
mennum þínum til skammar”. Darwin
hafði einkennilegt upplag, og var álit-
inn heimskur, af því hann hugsaði öðru
vísi en leikbræður hans. Hann var
stundum kallaður ‘Gas’, af því hann,
ásamt nokkrum öðrum drengjum Lvarði
öllum frístundum sínum í að blanda
saman ýmsum efnum og búa til gas; í
kofa einum skamt frá skólanum, og
sagði skólakennarinn stundum við hann
að það væri iskrítið af honum að eyða
svona tímanum til einskis.
Heimspekingurinn Darwin hefir
kent oss að framfaralögmálið sé sam-
fast afl, og það sannaðist á drengnum
Darwin.
LÖGMENN. Bóndi einn kom til
lögmanus nokkurs í Ohio og bað hann
að gefa sér ráð. Lögmaðurinn tók
brúkaða bók úr skáp sínum, og gaf
manninum þær leiðbeiningar sem hann
þurfti, og setti honum $3 fyrir. Bónd-
inn fékk honum fimm dollara seðil,
Lögmaðurinn tók við, en varð hálf-
vandræðalegur um leið; honum lá við
að roðna í andlitinu um leið og hann
leitaði í öllum vpsum síi^um eftir býtt-
úm, og á milli skjalanna á borðinu. Að
lokum er hann fann engin býttin, tekur
hann níður sömu bókina aftur, og segir
við bóndann: “Eg held ég verði að
gefa þér tveggja dollara virði til, af
ráðum”.
8TÆRSTA títuprjónaverkstæði í
heiminum er í Birmingham. Þar eru
búnar til 37,000,000 tituprjónar á hverj-
um degi, Allar aðrar títuprjónaverk-
smiðjur til samans búa til 19,000,000 á
dag. Ef gerter ráð fyrir að í Evrópu
séu 250 miljónir manna, þá þarf hver
maður að týna títuprjóni á degi hverj-
um, til þess að brúka upp það sem búið
er til af þeim.
' i
FISKIVEIÐAR, Fiskiveiðar Banda-
ríkjanna gefa af sér árlega um 40 milj-
ónir dollara, og þaðaf honum sem brúk-
að er til að gera úr lýsi og áburð, er hér
um bil 7 miljón dollars virði.
SLYS ;Á JÁRNBRAUTUM. Á
Frakklandi ferst einn maður af 19 milj-
ónum af járnbrautarslysum; á Englandi
einn af 23 milj., og í Bandaríkjunum
einn af tveimur og hálfri miljón.
FYRIR LŒKNANA. Enskur
ferðamaður (á ferð nyrzt á Skotlandi).
“Ætlarðu að segja mér að þú búir hór
með fjölskyldu þína allan veturinn, eða
hvað gerirðu þegar eitthvert ykkar
veikist? Þið getið ekki náðílækni”.
Skozki fjárhirðirinn: — “Nei, herra
minn, Við deyjum bara náttúrlegum
dauða”.
LENGSTU BRÝR, Eftirfarandi
tafla sýnir lengd lengstu brúa í heimin-
um: Tay, á Skotlandi, 9696 fet; Forth,
Skotlandi, 5552 fet; Mo-ordyck, Holl-
land, 4820 fet; Volga, Rússland, 4715
fet; Veicpsel, Þýzkaland, 4172 fet;
Grandes (Elben). 3580 fet; Brooklyn,
Bandaríkin, 1601 fet. Hinn lengsti
brúarbogií heilu lagi er á Forthbrúnni
og er hann 1725 fet; á Elbubrúnni
1378 fet.
Lestu þetta og svaraðu því strax.
Album með 100 ágætum myndum af
fegurstu stöðum heimsins. Verð aðeins
50c. Ljómandi brjóstnál og íslands eða
Canadafáni fyrir ein 10 cents. Alt þetta
fyrir ein 50c. ef peningar eru sendir með
pöntuninni. Eg borga flutningsgjald.
J. LAKLANDER,
Maple Park Cane Co. 111. U.S. A.
FyrirJolin
Gefum við sérstök kjörkaup, svo sem
15 pd. Molasykur $1,00
17 “ Raspaður sykur 1,00
8 “ Arbuckle kaffi 1,00
1 “ Súkkulaði 25c.
35 “ Haíramél 1,00
Það koma nú inn nýjar vörur á hverj-
um degi, nýjar vörúr, sem hér yrði of
langt að telja upp. Als konar jólavarn-
ingur sem verður seldur með lægra
verði en nokkru sinni áður. Við seljum
35 kassa
af eldspýtum fyrir 25cents, þegar keppi-
nautar okkar geta ekki selt nema 25 og
30 kassa fyrir sama yerð.
Við höfum keyft vörur okkar f.yrir
PENINGA ÚT í HÖND, og getum
því selt ódýrra en aðrir.
Við borgum einnig hærra verð fyrir
bændavörur en aðrir, Til dæmis 5 til 10
cents fyrir pundið í nautgripahúðum.
Komid til okkar
og sjáíð fyrir ykkur sjálfa. Þið sparið
ykkur áreiðanlega peninga með þvi að
skifta við okkur.
GARÐAR, N.-DAK.
Stort---
Peninga-
spursmal
$4.000
virði af vissum vörutegundum eiga
að seljast þennan mánuð, og það með
þeim afarmikla afslætti sem jafngildir
25 prosent.
Það þýðir það, að þeir sem kaupa
þessar vörur, fá í sinn vasa S1 .OOO
í hreinan ágöða, að eins fyrir það að
verzla á réttum stíið og á réttum tíma.
Til þess að fá dálitla hugmynd um hvað
er verið að bjóða ykkur, þá lesið eftir-
fylgjandi verðlista.
125 alklæðnaðir handa ung-
mennutn írá $2.00 til $10.00
250 alklæðnaðir handa karl-
mönnum frá $5.00 til $15.00
150 yfirhafnir handa karl-
mönnum frá $2.75 til $15.00
25 yfirhafnir handa kvenn-
mönnum frá $3.25 til $13.50
Og margt fleira eftir þessu. Það er
því enginn efi á því, að það er
Stórt peninga-
spursmál
fyrir fólkið að geta gripið svona tæki-
færi; það er ekki oft sem mönnum
bjóðast þau, og nú hafið þið tækifajr-
ið,—að eins að muna eftir staðnum,
og það er hjá
á suð-vestur horni Ross og
Isabel^ stræta, Winnipeg.