Heimskringla - 20.01.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.01.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA, 20. JANUAR 1898 Heimskringla. Published by WalterM, SwaiiMon & Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. #1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til islands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) #1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afiöllum. Einar Ólafsson, Editor. B. F. Walters, Business Manager. Office Corner Princess & James. P.O- BOX 305 Bandaríkja selskinns- bannið. Það er strax huggun í því, að Banda rikjastjórnin er þegar farin að sjá og viðurkenna, að nýju lögin um innflutn- ingsbann á selskinnum og selskinnsföt- um, eru óhafandi háðung, og reglulegur ránskapur, ef þeim er fylgt bókstaflega Hún er nú þegar búin að gera dálitlar umbætur, og er vonandi að hún geri aðr- ar meiri áður langt líður. Það sem nú í annað sinn hefir vakið eftirtekt stjórn. arinnar á ranglæti þessara iaga, er með ferðin á enskri konu sem oetlaði frá Ca- nada gegnum Niagara til New York, og þaðan til Englands. Konan var í sel ■skinnskápu sem hún hafði komið í frá Englandi, og er hún kom á tollstöðv- arnar Bandaríkjamegin við brúna. sögðu tollþjónarnir henni vafningalaust að þeir gerðu kápuna hennar napptæka samkvæmt lögum nýútkomnum um það efni. Lögunum gat konan ekki hreytt, en hún gat fundið hve ósann- gjörn þau voru. Ein grein þeirra laga er á þessa leið : "Það er hér með fyrir- boðið að flytja inn í Bandaríkin selskinn af sel sem veiddur er á þeim stöðum sem til eru teknir í þessum lögum, hvort sem þau eru hrá, sútuð eða lituð, og öll þess kyns vara sem flutt er inn í Bandaríkin eftir að þessi lög öðlast gildi, skal gerð upptæk, og verða eyðilögð af þar til kjörnum embættismönnum Bandaríkj- anna.” Til skýringar við þessi lög hefði átt að fylgja þeim sú athugasemd, að þau stuðluðu aðallega að þvi, að hjálpa einu einvaldsfélagi til að hafa þjóðina fyrir féþúfu, einveldisfélagi sem svo stendur á með, að eigin hiuthafar þess geta bein- h'nis og hlutdrægt hjálpað til að koma fram löggjöf sem sé þvi í hag, því ýms- ir hluthafarnir eru riðnir við stjórnina, að því er sagt er, og einn af þeim sem sérstaklega hefir verið bent á, er Mr. Sherman, ríkisritari. Ef svona löguð athugasemd hefði fylgt lögunum. hefði almenningur máske rent grun í, að þau hefðu ekki verið samin af einskærri um- hyggju fyrir velferð hans, né heldur ein- göngu til þess að koma í veg fyrir út- lenda samkepni við borgara Bándaríkj anna yfir höfuð, heldur til þess að koma í veg fyrir útlenða og innlenda sam- kepni við eitt félag. sem stjórnin, fyrir skyldleikasakir, fann sig nauðbeygða til að geðjast, með löggjöf, sem varla nokk- ur önnur mentuð þjóð mundi vilja kann- ast við sem sína löggjöf. Það er engum blöðum um það að fletta, að þingið hefir leyfi til að búa ti lög sem fyrirbjóða að flytia inn í landið hvað helzt sem er, en svo hefir þjóðin líka leyfi til að segja hvort hún felst á þau lög og hvort hún vill bera afleiðing- ar þeirra. Það er eins og stjórnin hafi nú vaknað við þetta atvik sem skýrt er frá hér að framan, og fengið hugmynd um að hún kynni að verða kölluð til reikuingsskapar fyrir þessi lög, ef hún léti framfylgja þeim bókstaflega, og hefir hún því gert þá bragarbót, að und- anskilja öll gömul selskinnsföt. Ef á þeim verður séð að þau hafi verið brúka uð, dugar það til þess að þau verða ekki gerð ugptæk, en sjáist ekki á þeirn að þau séu brúkuð, verður eigandinn að hafa með sér skilríki fyrir því, að fötin séu eidri en lög þessi. Einnig eru þeir úr allri hættu sem ganga í nýjum fötum úr selskinni, ef skinniu í þeim hafa ver- ið skírð í nafni Nort American Com- mercial félagsins, og tileinkuð því um leið. Með ‘skírnarattesti1 frá þessu fé- lagi geta raenn ferðast eins og frjálsum mönnum ber, en sé það ekki við hend- ina, er vissara að skilja fötin eftirheima hjá sér. Það er strax bót í máli að stjórnin skuli hafa tekið svona saman seglin eft- ir fyrsta áreksturinn sem hún fær, og það er vonandi að hún taki þau betur saman eftir annan og þriðja árekstur- inn, sem ekki mun langt að bíða. Það vita allir að velmegandi fólk ge jgur sjaldan í fötum sem auðvelt er aö segja hvort eru ný eða gömul. Það er líka svo sem auðvitað að þegar fram líða stundir er illmögulegt að sanna hvort fötin eru eldri en lögin, og er því auð- séð að þetta leyfi til að hafa með sér ný selskinnsföt ef sannanir fást fyrir því að þau séu eldri en lög þessi, er sama sem algert bann gegn þess konar fatnaði. þvi hver gæti tekið gildar sögusaguir um það úr öllum mögulegum áttumV Það væri enginn annar vegur fyrir toll- þjóna Bandaríkjanna til að komast að sannleikanum i þessu, heldur en sá, að Bandaríkin sjálf hefði menn við allar selskinnsverzlanir í heiminum(!), sein merktu skinnin svo að tollþjónarnir gætu séð hver væru ný og hver væru gömul. En þesskonar umsjónarmenn hafa enn þá ekki verið útnefndir sv vér vitum, og verða það heldur ekki, að líkindum. Lögin eru því að litlum tíma liðnnm. í þessu atriði algert bann og eru það þá að eins hálfslitnar tusk ur, sem menn hafa leyfa til að koma inn i Bandaríkin(I), nema svo standi að maður hafi náð sér í föt hjá einokun arfélaginu með ’skírnarattesti’ þess á föstu, eu þó svo væri, þá mundu menn samt fá verri selskinnsklæðnað frá þv heldur en fæst annarsstaðar, því það er ekki nema einn staður til í heiminum þar sem selskinn eru sútuð svo vel sé og sá staður er London á Englandi Aðferðin sem brúkuð er þar, er leyndar dómur, sem enginn þekkir nema þeir sem verkstæðin eiga, og þess vegna hafa öll selskinn sem hafa átt að fara vandaðan /atnað verið send þangað frá öllum löndum. En með þessum lögum er skotið loku fyrir að varningur frá þessum verkstæðum geti komist inn í Bandaríkin, eins og að undanförnu, og verða menn því að láta sér nægja með óvandaðann varning frá öðrum verk stæðum. Ýmsar verzlanir í Bandaríkjunum sem hafa sent ógrynni af selskinnum til London, til verkunar, af því þær gátu hvergi annafstaðar fengið þau verkuð svo þau væru vönduð verzlunarvara hafa nú krafizt þess, að stjórnin leyfi að flytja öll þau selskinn sem þeír eiga þar, inn í Bandaríkin nú þegar, þó lög þessi séu komin í gildi, og lítur helzt út fyrir að út af því verði málaþras, en af því sést að það eru ekki síður Bandarík in sjálf, sem líða fyrir þessi lög heldur en útlendingar, Þetta er pó sízt alt sem til mætti telja. Hvað ætli t. d. járnbrautarfélög in og skipalínufélögin mættu segja, sem eðlilega tapa fólksflutningi frá og til Canada og annara landa. Skyldi þau ekki álíta þessa selskinns-lagafrægð Mc Kiley-stjórnarinnar æði dýru verði keyft? Ræða Eftir Sir Charles Tupper Flutt i samsæti á Leland Hotel, Winnipeg, 8. Jan. 1898. Herra forseti, frúr mínar og herrar. Meðan ég lifl mun sú stund verða mér minnisstæð, er ég í Júnímánuði 1896 stóð frammi fyrir kjósendum í Winnipeg. Síðan heflr margt við borið. Eg kom þá til borgar þessar- ar til þess að lýsa yflr grundvelli þeim sem konservatívi flokkurinn stæði á. En þó var það ekki ein- göngu þessvegna að ég kom hingað, og ekki heldur eingöngu í þeim til- gangi að styðja hinn háttvirta herra, sem nú í kvöld heflr flutt svo mælska ræðu (Hugh J. Macdonald var búinn að tala). Eg kom hingað af því að ég fann, að það var skylda mín við þetta mikla vestlæga land, með tilliti til þess hve mótflokkur stjórnarinnar hefir mikla festu í þessu fylki, og í þeim tilgangi, að skýra fyrir mönn- um í Manitoba hver væri stefna stjómarinnar, því að skoðanir manna hér voru álitnar mjög mikilsvirði í stjórnmálalegu tillití, fult eins mikils virði eins og nokkurstaðar annar- staðar í ríkinu. Þá sögðu “liberals” svo frá stefnu stjórnarinnar, að hún væri svo andstæð hag Manitoba, að litlar eða engar líkur væru til þess, að nokkur konservativ þingmaður yrði sendur frá þessu fylki. Eg fann að það var skylda mín, að skýra ský- laust og afdráttarlaust frá stefnu flokks míns, hvað snerti mál fylkis- búa, og skora á þennan mikla vest- læga hluta ríkisins að standa með oss. En ég hefl jafnan bæði á þing- pallinum og annarstaðar sagt, að þessi hluti ríkisins sé sá hluti, sem ríkið og stjórnin þurfl hvað mest að taka tillit til. Bæði á þinginu og ut- an þings hefl ég, hvar sem ég hefi staddur verið, haldið því fram, að allar verulegar framfarir, öll sannar- leg vellíðan, öll aukning fólksfjölda og atvinnuvega Canadaríkis, sé kom- in undir þessum vestlægu fylkjum. Og ég get sagt yður það í kvöld, að sú skoðun mín er orðin ennþá sterk- ari við þessa komu mína hingað nú, ég skal standa ennþá fastara á því en áður, að menn geta ekki metið sem vert er, hve áríðandi það sé fyrir vel- ferð Canadaríkis, að þessi vestlægu ríki vaxi og þroskist sem allra fyrst. 0g mér til mikillar ánægju minnist ég hvernig kjósendur í Manitoba tóku undir áskerun mína. Aldrei hefir nokkur flokkur í þes3U ríki varpað slíkri skelflngu yflr fylkingar hinna “Iiberölu,” sem Manitobamenn í Júní- kosningunum 1896. I allri þeirri baráttu vakti ekkert jafnmikla undr- un og eftirtekt, sem atkvæðamagn það sem þið gáfuð konservativa- flokknum. Af 7 mönnum senduð þið 5 í flokk konservativa. Af þessu getið þér hæglega skilið það, hve mikil gleði mér er að því að ávarpa yður í kvöld. Eins og ég áður sagð, hefir margt við borið síðan það minnisstæða kvöld. Stjórnin féll, en foringi “liberal” flokksins, Sir Wilfrid Laur- ier, vann sigur, og við stjórnarbylt inguna tók hann sæti það, sem ég áð ur hafði skipað. Ég er ekki að sýta út af því að breyting varð á stjórn- inni, því fer fjarri, því að ég lít á það frá sjónarmiði manns, sem ber fult traust á brezkum þingsköpum og sið- um. Ég álít það ekki rétt að einn flokkur sé stöðugt við völdin. Þér þurfið að hafa stjórn sem í eru dug- legir og heiðarlegir og sjálfstæðir menn, en þeir þurfa líka að hafa flokk á móti sér, sem í eru drottin- hollir menn sem elska ríkið og stjórn- arskrána. Ef að ekki er skift um srjórnendur við og við, þá finst mót- flokk stjórnarinnar hann vera með öllu bolaður frá völdunum, og er þá hætt við að hann örvænti og taki til óyndisúrræða. Andstœðingum stjórn- arinnar hættir þá til þess að missa sjónará því mikilsvarðandi atriði, að baráttan á móti stjórninni á að vera háð af þeim mönnum, sem finna til ábyrgðarinnar sem á þeim hvílir og sem gæta þess í öllu sínu stríði við stjórnina, að þeir á hverri stundu kunni að verða kvaddir til þess, að takast á hendur allar byrðar stjórn- arinnar. Ég var því albúinn þess, að bevgja mig án möglunar undir vilja þjóðarinnar og horfa á það, að hinir “liberölu” tækju sæti þau, sem ég og flokkur minn hafði skipað. Ég get minst á það, að fjöldi manna hefir sagt við mig, að sér þætti það ilt, að foringi flokks þess, sem eigin- lega heflr bygt upp og myndað Ca- nadaríki, skyldi ekki mæta fyrir hönd Canada á ríkisstjórnarhátíð Englandsdrotningar. En mér þótti iað ekkert miður. Eg vissi það, að allmikill hluti borgara ríkisins voru franskir, og ég hika ekki við að segja iað, að frá sjónarmiði þjóðarinnar oótti mér það ekkert óheppilegt, að fyrir hönd ríkisins skyldi mæta mað- ur af öðrum þjóðfl. og annari trú, en meginþorri borgaranna. Þér skiljið og kannist við tilfinningar mínar, ægar ég segi yður, að mér hafl ver- ið það sönn ánægja, að skyldan að mæta fyrir vora hönd féll á mann, sem fyrir mælsku sakir og annara hæflleika var þess fær i fylsta máta. En mér til mikillar sorgar sá ég það koma í Ijós, að hann gegndi ekki skyldu sinni á þann hátt sem Canada- ijóðin hefði helzt kosið. Ef að Sir Wilfrid Laurier hefði gegnt skyldu sinnar í þessu tilliti, þá hefði hann áunnið sér skyldugt lof og þakklæti af þessu mikla ríki. En þó að mér hafl ekki sviðið það, að Sir Wilfrid Laurier næði völdum, >á hefir mér þó stórlega sárnað það, hvernig hann fór að því að ná þeim. Ég skal fyrst geta þess, að hann fékk iau ekki með þvi að skýra kjósend- unum heiðarlega og hreinskilnislega frá stefnu þeirri, sem “liberali” flokkurinn hefir nú. Hann og flokk- ur hans náðu völdunum með því, að halda fram einni stefnu í þessum hluta ríkisins, og annari í hinum. Svo var það hvað snerti verzlunar- mál og sérstaklega fjármál. A und- an kosningunum fóru þeir um ríkið og úthúðuðu verndartollinum og sögðust mundu rífa það illgresi upp með rótum þegar þeir næðu völdun- um. Sir Wilfrid Laurier lofaði þvf hátíðlega, samkvæmt tollfrelsisstefnu sinni (free trade policy), að hið fyrsta verk sitt, ef hann yrði kosinn, skyldi verða það, að taka tollinn af akur- yrkjuvélúm eg ýmsum öðrum hlutum sem bændur þyrftu að kaupa eða selja. En hverjar urðu efndirnar ? Við skulum taka blað eitt sem út er geflð hér í kvöld, og er ritstjóri þess hinn sterkasti fylgismaður stjórnar- innar, bæði á þinginu og í dálkum blaðsi síns. Það er blaðið ‘Tribune,’ Ef að ég hefði ekki blaðið handa á milli, kynnu einhverjir að efast um að blaðið “Tribune” hefði flutt þessa grein. En leyttð mér að lesa hana Hún er þannig: "Ef að Liberalstjórnin læfur undan skrúfu þeirri. sem sett er á hina helztu ‘liberölu <nenn í Ottawa, að halda toll inum á hveitiböndum. sem sauikvæmt lögum frá seinasta þingi átti að sópa algjörlega burtu á fáum mánuðum, þá má hún alveg eins vel játast undir verndartollinn, því að undanskildum girðiggavír, þá hefir hún í verkinu al gerlega gefið upp hvert eitt einasta út vígi tollfrelsis og tekjutolls (revenue tariff), sem flokkur Liberala hefir haldið svo mörg undanfarin ár”. Hver einn einasti maður veit að þetta er satr Og hversu óáreiðan legt sem blað þetta stundum kann að vera, þá fer það nú með sannlcika Hinn eini hlutur sem það getur bent á er girðingavír. En hugsið yður um hvernig stjórn ein eigi að fara að því að lifa á gfrðingavír ! Ég má ekki undanfella það, að óska Sir Wilfrid Lauriertil hamingju með heiðurstitla þá, sem “Hennar hátign” sæmdi hann við heimsókn hans á 6Ö ára ríkisstjórnarhitíð henn ar, og þar á meðal titilinn “Knight of Grand Cross” of the most disting- uished Order of St. Michael and St. George, (Stórkrossa-riddari hinnar dýrðlegu orðu sánkti Mikjáls og sánkti Georgs.) En miklum þorra vina hans kom þessi krossadýrð á ó- vart. Eða var hann ekki búinn að fara um landið og lýsa því hátiðlega yflr, að hann væri lýðveldismaður (demokrat) í húð og hár og mundi fjrrirlíta alla titla og orðugjafir krún- unnar ? £n þetta er brezkur siður, að krúnan titlar hina beztu menn sína, og allir vita að þeim sið heflr fylgt verið langa lengi, að stjórnend- ur veittu mönnum viðurkenningu að sæma þá titlum og nafnbótum fyrir verk þau sem þeir hafa unnið í krún- unnar þarfir, hvort heldur það voru hinir merkustu menn brezku eyjanna eða nýlendanna. Engum manni kemur til hugar að öfunda Sir Wil- frid Laurier af riddaratign sinni, en oss fellur það ekki, að hann skuli vera að afsaka sig fyrir að hafa ekki afsagt riddaranafnbótinni. Sér til ó- gæfu heflr hann talað alt of mikið, og afleiðingin af því var sú, að vinir hans vonuðu að hann mundi verða sjálfum sér samkvæmur og afþakka hina háu tign G.C.M.G. Hin fyrsta afsökun hans var sú, að þegar hann kom til London, fann hann hinaglitr- andi orðu á borðinu í Hotel Cecil. Það er eins og einhver Mephistophel- is hefði farið að tæla Sir Wilfrid á líkan hátt og aumingjann hana Mar- grétu hjá Goethe (hlátur). Þvf heflr einnig verið fleygt, að Hennar hátign drotningin hafi lagt að honum að þiggja tignina, og bænir hennar hafl hann ómögulega getað staðizt. En hér verð ég að leyfa mér að geta þess, að Hennar hátign þrengir engum þegni smum nauðugum til að þiggja gjafir sínar og virðingarmerki. Og ég hygg, að ég hefði getað bent Sir Wilfrid á góða og gilda afsökun fyr- ir hann. Setjum svo, að Right Hon. Jos. Chamberlain hefði viljað neyða upp á hann nafnbótum eða orðum fyrir hönd drotningar. Mr. Chamb- erlain mundi segja á þessa leið: “Þér eruð nú hingað kominn fyrir hönd Canadaríkis og Hennar hátign lang- ar til að veita viðurkenningu yðar mikla starfl, að byggja upp þetta ríki og binda það saman með stálreipum þeim sem yfir það liggja og tengja haf við hgf.” Sir Wi frid hefði þá getað gettð þær skýringar, að þetta væri alger misskilningur af hálfu Mr. Chamberlains,—að hann hefði aldrei geit neittaf þessu. Hann hefði getað sagt, að þó að hann hefði reyndar verið vaxinn frá móður knjám þegar fylkjasambandið gerð ist, þá hefði hann þó verið einn af “Rouge”-flokknum, sem upp á líf og dauða hefði barizt á móti því, að nokkurt ríkjasamband yrði. Sam bandið væri ekki honum að þakka hvað Quebecfylki snertir. Það væri að þakka hinum mikla kanadiska þjóðmálaskörungi, Sir Geoive Car tier, og hefðu fáir menn efast um hæfileika þess manns. Sir Wilfried Laurier hefði getað gefið skýringar um það, að flokkur sinn hefði barizt á móti Sir GeorgeCariier með I n u m og hnefum, þegar hann (Sir G. C.) kom fram fyrir menn í Neðri Cana da og vildi telja þá á það, að ganga í sambandið. En hvað Kyrrahafs brautina [ Canada snertir, þá hefði hann getað sagt á þessa ieið: “Ég gerði það sem ég gat til þess, að koma í veg fyrir að hún yrði byggð, og ef að “liberal”-flokkurinn hefði mátt ráða þá hefði nú engin Kyrra hafsbraut verið hör, engin braut um Canada á milli hinna miklu úthafa, Og ef að hand hefði litið á það þann ig, þá hefði hann ekki þurft að þiggja titla þessa. Hann hefði getað sagt “Ég er saklaus af því að hafa unnið nokkuð fyrir föðurland mitt. Ég hefl varið 26 árum æfi minnar til op inberra starfa, en aldrei hefi ég unn ið neitt það sem geti verðskuldnð þennan heiður.” En ef að hann hefði þannig hreinskilnislega skýrt mála vöxtu fyrir Mr. Chambeilain, þá er ég sannfærður um að því hefði verið gaumur geflnn. Þegar Sir Wilfrid var á Englandi, var hann einnig sæmdur doktors-nafnbót í lögum við hinn forna háskóla í Cambridge Við þau tækifæri er það vanalegt, að hinn lærði latínumaður, Mr. Sandys, sem leiðir fram þá er skulu nafnbæt- ur hljóta, telji upp afreksverk þeirra í mikilli latínuræðu. En alt það sem Mr. Sandys gat sagt um titilþiggj- andann var það, að hann væri foringi “liberal”-flokksins í Canada, og flytti mælskar ræður á tveimur tungumál um. F.f að þeir málararnir Raphael og Michael Angelo væru nú á jörðu hijr, þá mnndu þeir ekki hafa getað dregið upp betri mvnd af Sir Wil- frid, heldur en Mr. Sandys þarna gerði í fám orðum. Þessi síðari hluti lofgjðrðar Mr. Sandys er einmitt það sem er Sir Wilfrids mesta ólán, þetta að flytja mælskar ræður á tveim tungumálum. Aldrei flytur hann svo tvær ræður að þeim beri saman. Þegar hann er í Montreal, þá segir hann það sem tnenn þar vilja helzt heyra, og þegar hann er í Toronto, þá mælir hann eins og mönnum þar líkar. í vesturríkjunum segist hann vilja taka tollinnaföllum akuryrkju- vélum. Svo fer hann austur til Mon real og segir : “Verið óhrædd ir við tollfrelsisræður míuar í vestur- ríkjunum. Verndartollinum er eng in hætta búin. Ég skal eínmitt bæta hag yðar. Ég ætla að taka tollinn af járni og kolum.” En svo má og bæta dálitlu pennastriki við upp drátt Mr. Sandys, og Sir Wilfrid hef- ir gert það sjálfur. Meðan hann var í París skemti hann tilheyrertdum sínum með dómadagsræðu sinni á frönsku, og sagði þar meðal annars, að hann væri frábitinn öllum störfum (was not a man of affairs). í Tor- onto gaf hann þá einkennilegu lýs ingu á sjálfum sér, að hann væri frá- bitinn öllum sýslunum (was not a man of business). Hann er foringi liberal”-flokksins í Canada, mælir á tungur tvær, og er þó hvorki “man of affairs” eða “man of business! Hér er myndin loks fullkomin. Það er enginn efl á því, að mælskan er hin mesta óhappagáfa Sir Wilfrids. Aldrei hefir tveim ræðutn hans borið saman. Aldrei hefir hann lýst yflr nokkurrl pólitiskri skoðun sinni svo, að hann hafi ekki opinberlega mót- mælt sjálfum sér eftir á. Ég skora á hann að koma með eitt einasta dæmi þess, að hann hatt uppfylt póli- tisk loforð sín. Á síðasta þingi gaf ég honum á þingpallinum sýnishorn af því, hvernig hann heíði roflð lof- orð á loforð ofan. Hann sagðist þó geta komið ueð eitt dæmi er hann hefði uppfylt loforð sin, meira reyndi hann ekki að verja,—að eins eitt dæmi, takið þið eftir. Ilann sagðist vera að nema úr gildi kosningalögin og búa til önnur í þeirra stað. En áður en þingsetunni var lokið sýndi hann, að liér gat hann ekki heldur OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA LL Fæði #1.00 á dag. 718 main 8tr. Brunswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Islendingar ! Þegar þið komið til Pembina, þá munið eftir því að þið fáið þrjár góðar máltíðir á dag og gott og hreint rúm til að sofa í, alt fyrir #1.00, á Headquarters Hote/, H. A. 31 nrrel, eigandi. Pembina, N. Dak. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst I harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti #1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. THE GREAT NORTH-WEST SADDLERY HOUSE er staðurinn þar sem hægt er að kaupa alt sem lýtur að aktýgjum og hnökkum, einnig leður og allan útbúnað sem brúkaður er við hesta, og svo kistur, töskur og svipur og stígvélaleður af öllum tegundum. Sendið eftir verðlistanum okk- ar. Það kostar ekkert. E. F. HUTCHJES. Corner Main og Market Street. WINNIPEG, MAN. “Rétt eins gott eins og brauðið hans Boyd’s” hafa margir af Winnipegmönnum heyrt sagt hvað eftir annað. Þetta þýðir að leggja á tvær hættur með það sem þið borðið, en að gera það er ætíð viðsjár- vert, og alveg ónauðsynlegt.þegar verð- ið er eins lágt eins og hjá öðrum. Candy Kökur og Pastry fæst eins ódýrt hjá Boyd eins og í lélegustu búðum í bæn- um. Því ekki að kaupa hjá honum ? Bezta brauð í Canada. W. J. Hinil. 370 og 579 Main St. KOL! KOL! Beztu Bandaríkja harðkol #10 tonnið. Beztu Hocking Valley linkol #7 tonnið Pocabontas reiklausu kolin #8 tonnið. Wiiinipcg Coal Co. C. A. Hutchinson, ráðsmaður Vöruhús og skriftsofa á -ni -ft~ Higgins og May strætum. i ‘10Ile

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.