Heimskringla - 20.01.1898, Blaðsíða 1
Heimskríngla
XII. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA, 20. JANUAR 1898.
NR. 15
Fj
ögur kvæði,
fyrir 10 ára stofnhatíð stúkunnar Heklu
29. Desember 1897, ort af
J. Kjersested.
MINNI HEKLU.
Við hittumst í kvöld til að heiðra þá
stund,
Er Hekla, vort félag og móðir,
Var stofnuð, af köppum með kjark-
mikla lund
Og kunn er um vestrænar slóðir.
Og börn hennar sterklega strengja þess
heit,
Að styrkja'hana'og blómga hennarreit.
Það þótti' áður dýrðlegt að drekka' eins
og Þjór
Og dreypa' oft á brennivíns-tári,
Og sitja blindfullur við svalandi bjór
Og sörla þó hart væri í ári.
Og margur beið við það mein og hel
Og mönnunum leið samt aldrei vel.
En þa risu upp adrir með einurð og dáð
Og óvana þeim vildu breyta,
Og lögðu' á þau víðfrægu og veglegu
ráð,
Að vínfanga menn skyldu ei neyta
Og á þessum grundvelli er stúka vor
sterk,
Og standi hún lengi og verði merk.
Við torfærur margar um tíu ára bil
Nú trúlega Hekla hefir unnið;
Með kappsömu lifi og kærleikans yl
Sinn kröftuga félagsþátt spunnið.
Hún samtengir hjörtun með sannleiks-
óð,
Hún sýnir oss einhuga dygga þjóð.
Samt eru þetta nú lög í landinu —
lös sem eru gerð eiuvarungu til þess að
trefa einu auðféiagi einokunarvald í
vissri verzlunargrein, Allir ferðamenn
í landinu verða að gjalda þess að þessu
félagi er gefið þannig lagað einkaleyfi.
Það var sá tími að konur í Banda-
ríkjunum hættu að drekka te og brúk-
uðu vatn í staðin til þess að na f resi
sínu. Því hætta þær nú ekki við sel-
skinnsföt vegna föðurlaiidrástar. Það
eru til rleiri tegundir af loðskinnum.
sem má hafa í föt, og ull er næg til.
Kvennfólkið getur ónýtt tilgang
þessarar löggjafar, ef það vill, en það
getur ekki þurkað út smánarblettinn,
sem hún hefir sett á þjóðina".
FRETTIR.
MINNI SKULDAR.
Vér minnumst á systur þá samhuga' i
dag,
Er sveittist með okkur í stríði,
Ogbiðjum að forsjónin bæti 'ennar hag
Og beri' henni fögnuðog prýði.
Við stríðum með henni, hún stríðir oss
með
Og stöðugt oss birtir sitt trúlynda geð.
Því stúkurnar fylgjast á bindindisbraut
í bliðu, sem stríðandi harrai.
Og gott er að falla þeim freyjum ískaut
Og fela síg í þeirra barmi.
Því heiðrum við Skuldar og Heklu nöfn,
Þó Hekla sé eldri, er Skuld henni jöfn.
Og oft er hér fjörugt i systranna sal
Á sumri og frostköldum vetri.
Þær sýna hið fegursta félaga val
Og framsökn, livor annari betri.
Og geyma mun framtíðar sögu-safn
Hjásjót vorri Skuldar og Heklu nafn.
STÓRSTÚKU-MINNI.
Og Stórstúku þeirrar, sem stofnar vor
lög,
Með stöðugri virðing skal minnast.
Því eins og að móðirin elskar sinn mög
Svo ástgeislar hjá henni finnast.
Hún elskar sitt djarrlega dætra val.
Og duglega sér um hvern etúkusal.
Og megi hún ætíð um alheimsins ból,
unz örlaga þræðirnir dvína.
Oss vera sem fögur og vermandi sól
Og vekja alla meðbræður sína.
Og vinna svo heimurinn heíðri 'ennar
orð
Og hamingju leiða' yfir menn og storð.
MINNI KVENNA.
Þó við séum sterkir og stórir í lund
0« stöndum í öndve^i þjóð „,
Þá orka samt meíru hin ástríku sprund
Með áhuga og fjör á því góða.
Því ber oss að minnast á fljóði f jöld,
Á. fugnaðarstund vorri hér í kvöld.
Hér fylgja oss konur á kærleikans brant
Oss karlmönnum'vínnautn að banna.
Og reynast oss vinir í þungbærri þraut
Og það okkur aldirnar sanna,
Að konan er leiöandi líf og sál,
Sem lagar bezt öU vor Jélagsmál,
New York World talar um nýju
lög McKinley-stjórnarinnar á þessa
leið :
"Það eru brýr og ferjur milli Cana-
ds og Bandaríkjanna. Það eru ferjur
til milli New York og Evrópu. Kvenn-
fólk fer fram og aftur um þessar brýr
og ferðast með kanadisku ferjunum,
og gufuskipunum frá einum stað til
annars. Af því kalt er i veðrinu ganga
þær í selskinnskápum.
Nú koma lögin. Ef þessar konur
stíga yfir landamærin, verða þær að
skilja kápurnar sínar eftir, nema þær
haft gáð að þvi aðhafa með sír skýr-
teini fyrir því að fðtin séu ekki úr
skinni af sel sem veiddui er á sæ úti.
Hvílíkur aulaskapur er þetta ! Hví-
líkar óhafandi talmanir fyrir frelsi
einstaklingsins ! Hvílík áþján !
Canada.
Frá, Skagway er skrifað til tollbúð-
arinnar í Vietoria, að umbcðsmaður
Bandarikjanna i Skagway hafi viljað
tileinka Bandaríkjunum þriggja mílna
breiða landræmu frá Lake Bennett til
landeigna þeirra á ströndinni, og hefðu
þau (Bandaríkin þannig orðið einvöld
yfir allri leiðinni frá sjónum npp að
vötnunum. Nokkrir Bandaríkjamenn
gengu þegar inn á að liðsinna uinboðs-
manninum, drógu þeir um Banda-
ríkja flaggið við varðstöðvarnar. þar
sem brezka flaggið hafði áður verið.
Þegar vart varð við þetta heimtaði for-
maðurinn fyrir kanadiska lögreglulið-
inu upplýsingar um það, því þetta hefði
verið gert, og að því búnn var Banda-
ríkjafáninn dregin niður, og umboðs-
maðurinn bað forlats á fljótfærninui,
en brezka flaggið var látið þar sem það
hafði áður verið. Maðurinn hafði anð-
vitað tekið þetta upp hjá sjálfum sér,
en hafði enga skipun til þess frá stjórn-
inni, þó hann létist vera að vinna i
hennar þágu. #
Búist er við að fylkisþingskosning-
ar hér i fylkin-i kunni að fara fram áð-
ur en langt líður, það er að segja áður
en hinn lögákveðni tími þingsins er út-
runninn. Að sú skoðun hefir breiðzt
út kemur til af því, að ýmsum Liber-
ölum í fylkinu hafa vetið send bréf, og
þeir beðnir að búa til lista af nöfnum
þeirra sem áttu að komast á kjörskrárn»
ar fyrir næstu kosuingar. Konserva-
tívar ættu að hafa auguu opin og sjá
um að nöfn þeirra manna verði ekki
eftir. Kosningarnar geta komið fyr en
menn varir, og allir sem atkvæði eiga.
ættu að vera á listunum, hvort sem
þeir tilheyra stjórnarflokknum eða and-
stæðingum ennar.
Á þriðjudaginn var komu seytján
gullnemar frá Yukon til Victoria og
höfðu með sér 1 miljón dollara virði af
gjilli. Einn þeirra hafði um $250 þús-
und; sá er Svíi og heitir Andy Olson.
Viðskiftancfndir (Board of Trade)
borganna Montreal og Ottawa. hafa nú
sjalfs sín vegna og fyrir íiestar aðrar
viðskiftanefndir í landinu, sent menn á
fund stjórnarinnar og beðið hana að
breyta lögunum viðvíkjandi þrotabúum
Aðalbreytingin sem farið er fram á.
liggur í því, að komið verði í veg fyrir
að nokkur viss flokkur þeirra er þrota-
búið skuldar, hafi forgangsrétt, eins og
að undanförnu, og að eignum þrotabú-
anna verði skift að réttum hlutföllum
milli allra sem til skuldar eiga að ttdja.
Hingað til hafa vissar kröfur gengið
fyrir, t. d. þriggja mánaða kaup til
verkamanna o. s, frv., og er það því
mjög títt að aðrir sem inni eiga fá ann-
að hvort ekki neitt eða mjög lítið.
Einnig er farið fram á að opinberir
skiftaráðendur (Liquidators) séu engir
hafðir, heldur séu þeir útnefudir þegar
á þarf að halda af þeim er hlut eiga að
máli, og dómara som til þes3 sé settur.
Undirtektir stjórnarinnar voru heldur
daufar, og kvaðst hún sjá ýmsar torfær-
ur á yeginuin, en þó veröur málinu ein-
hver gaumur gefinn,
Félag eitt í Halifax sem gengst fyr-
ir því, að sunnudatrahelgin sé ekki brot-
in, ætlaði nýlega að koma í veg fyrir
að strætisvagnar gengju þar á sunnu-
dögum, og stefndi formönnum strætis-
vagnafólagsins. En lögin reyndust ó
nýt þegar til kom, svo þeir verða að
sætta sig við nð sjá vagnana ganga á
sunnudögum eins <>g að undanförnu.
Þeir Principal Grant í Toronto og
Rev. Dr. Lucas, frá Greensby, ætla að
hafa kappræðu um vínsölubann í Ca-
nada, i Kingston, Ont., 27. þ. m. Kapp-
ræðuefnið er þannig sett fram : Vin-
sölubann í Canada skemmir fyrir bind-
indismálefninu. Principal Grant ját-
andi, hinn neitandi. Margir eru for-
vitnir að heyra hvað þeir segja. Það
sem inn kemur fyrir aðgönguleyfi geng-
ur til fátækra í Kingston.
Bantlarikin.
Byrjað verður þessa dagana að
senda matvæli til Yukon, eins og ráð
hefir verið gert, og segja fróttir frá
Washiniiton að skeyti hafi komið frá
Hon.Clifford Sifton. ráðh. innanríkis-
mála í Canada, þar sem hann biðji að láta
sig vita hvenær Bandaríkjastjórn sé til
að senöa menn sína af stað í förina, svo
hann geti Sfant kanadiska lögregluliðið,
sem á að verða þeim samferða, á réttum
tíma til Skagway. Af þvi vegurinn
sem farinn verður liggur að mestu í
Canada, þurftu Bandaríkin að fa sér-
stakt leyfi til að fara bann, þar eð svo
var tilætlast að þeir sem i förinni væru
bæru vopn, eða væru nokkurskonar her
deild, en samkvæmt þeim sarnningum.
sem gerðir nafa verið, verður kanadiskt
lögreglulið með í förinni, sem með fram
sér um þann matarforða sem sendur
verður til Yukon frá Canada.
Þess er getið um leið, að ekki sé
neitt útlit fyrir að matarskortur verði i
Dawson City, en milli Fort Selkirk og
Skagway þykir hættan vera meiri.
Bandaríkjafélag eitt, sem keyft hef-
ir ölkeldur nokkrar nálægt Toronto,
hefir farið laglega í kringum Bandarr,-
tolllðgin. Samkvæmt lögunum hefði
félagið átt að borga 24 cts. í toll af
hverri gallónu sem það flutti inn i
Bandarikin, en til blessunar hafði Mr.
Dingley látið fs vera tollfrían,og er þeir
félagar urðu varir við það,fengu þeir sér
óðar útbúnað til að láta vatnið frjósa,
Og komust svo með það tollfrítt yfir
landamærin. Nú þyrfti að endurbæta
lögin og segja að ís úr ölkelduvatni
væri tollaður etc.
lltlSnd.
Sendiherra Breta í Kína hefir, sam-
kvæmt því sem telegraffað er frá Pek-
ing, sagt að Bretar ætli að hjálpa Kín-
verjum um 12 miljónir dollara með 4%
eentum í 50 ár, til þess að borga með
skuld sína við Japan, og eru skilmál
arnir þessir : Fyrst, að þeir leyfi frjálsa
verzlun á þremur höfnum sem til eru
teknar. og heita Ta Lieu Van, Siangin
og Nan King, til þessað auka tolltekjur
stjórnarinnar. Annað, að enginn hluti
Yann Tse Kiaiig-dalsins sé seldur í
hendur nokkurri annari þjóð. Þriðja.
leyfi til að framlengja Burmah-járu-
brautina í gegnum Hu Nan fylkið, suð-
vestast í Kína. Ef Kína getur ekki
borgað skuldina, verður stjórnin að láta
Englendinga fá umráð á vissura tekju-
greinum landsins þangað til hún er
goldin. Kínverjar álíta skilmálina góða
en eru hræddir um Frakkar og Rússar
verði á móti því að frjáls verzlun verði
lsyfð í Ta Lien Van og Nan King.
Skeyti frá Shanghai (17. þ m) segir her-
skip Breta séu að safna sér saman við
mynnið á Yang Tse Kiang til þess að
verða við hendina ef á þarf að halda.
Á Cuba geristlítið sem nefnandi sé.
sem stendur. Oeirðirnar meðal lýðsins
á Havana sem byrjuðu þar fyrir nokkr-
um dögum, og urðu til þess að eyði-
leggja prentsmiðju blaðs eins sem hefir
verið hlynt stjórninni, hafa nú verið
bældar niður, og þó það væri gert með
vopnuðum hermönnum hefir enginn
særzt eða meiðzt, og þykir það f urðu
sæta. og sýna snildarlega raðdeild af
hendi foringjanna sem að því unnu.
Enn halda áfram óeirðirnar i Bæ
heimi út af þjódflokkarígnum, sem kom
þar upp fyrir skemstu, og til þess að
reyna að jafna allar misfellur sem mest
milli Czecha og Þjóðverja, hafa nú
veiiðgerðar ráðstafanir í þá átt. að
landinu verði skif t í deildir sein mest
eftir þjóðflokkunum, og að embættis-
mönnum sé gert að skyldu að kunna
bæði tungumálin, sem skulu hafa jafn-
an rétt í opinberum málum.
Hennar hátign drotningin á Eng-
landi var dæmd til að borga 5 shillings
í sekt hér um daginn, Svo stóð á að
maður einn, sem átti að sjá um hund
einn er drotningin átti, hafði hundinn
með sér úti, án þess að liafa á honum
múlband, eins og lögákveðið er- Mað-
urinn var tekinn fyrir þetta, og reyndi
hann þa að verja sig með því að dtotn-
ingin ætti hundinn, en dómarinn liélt
að hundur drotningarinnar gfjeti bitíð
alveg eins skaðlega eins og aðrir hund-
ar, og dæmdi hana í 5 shillings fjársekt.
Drotniiigin galt féð,
Verkfallið á Englandi, segja blöðin,
að sé nú um það a enda. Nefnd manna
frá ýmsum verkamannafélögum sam-
þykti á föstudnginn var að tilkynna
forstöðunefnd verkveitendasambandsins
að þeir væru til með að sleppa kröfun-
um um 18 klukkustunda viku. Þetta
hefir verkveitendum samt ekki þótt al-
veg nóg. en likur eru samt til að algert
samkomnlaií komist á innen fárra daga
Ýms verkstæði eru þegar farin að taka
aftur í vinnu menn sem tekið hafa þátt
í yerkfallinu, og er þannig þetta mikla
verkfall, sem búið er að valda þjóðinni
i heild s'mni óumræðilegan skaða, svo
að segja á enda,
Frakkar og Rússar hafa á móti því
að vissar hafnir í Kína séu opnaðar fyr
ir verzlun, ,en Bretar heimta það, þó
þáð kosti strið.
Nýkomið skeyti segir sendiherra
Bandaríkjanna á Spáni, Mr. Woodford,
sé nú ásamt fjölskyldu sinni undir
vernd brezka sendiherrans þar, því bú-
ist sé við að honum sé hætta búin af
hendi lýðsins, sem er mjög ætstur á
móti Bandarikjunum,og er til i alt,
Ferðalag á Yukon-
áoni.
Maðnr einn frá Klondyke segir eft-
irfylgjandi sögu um fyrstu ferðir eftir
Yukonanni:
Séra Forbush dáinn.
Það verður vafalaust mörgum ís-
lendingum sorgarfregn mikil, að frétta
lát séra Forbush, sem vér nú fréttum
að látist hafi þann 6. Janúar þ. á., að
heimili sínu í Memphis, Tennessee.
Mr. Forbush var fæddur i Westburo,
Mass., hinn 15. Jan. 1832. Var ætt hans
öll þar í Ný-Englandsríkjunum og gðm-
ul. Lærði hann guðfræði í Meadville
og útskrifaðist þaðan í Júní 1856. Síðar
kvæntist hann Miss Rachel É. Byard
og vígðist 1857. Settist hann þá að í
Northboro, Mass., en sama ar fluttist
hann til West Roxbury og tók við
prestsembætti Theodore Parkers, er
hann flutti til Boston.
Hann hafði vonir miklar um uprj-
gang Vesturríkjanna, og þar vildi hann
helzt vera og reyna gæfu sína. Stóð
hann fyrir hinni Unitarisku hreyfingu i
Cleveland, Ohio, og hafði þar sötnuði
fjölmenna. Síðan flutti hann til Detro-
it og þaðan til Milwaukee. og hafði 6
þeim tímum á hendi framkvæmdar-
stjórn félagsins Athenæum í Chicago.
Meðan hann bjó í Milwaukee, var
hann félagi Rev. J. H. Orooker, sem þá
bjó í Madison, Wit., og gerðu þeir sér
trúboðunarferðir hingað og þangað um
Wisconsin, og hefir aldrei verið betur
unnið þar fyrir Unitaratrú en þá.
Þessar framkvæmdir hans í trú
boðunarstarfi og hinir miklu hæfileikar
hans að stjórna öðrum, ollu því að
American Unitnrian Association setti
hann umsjónarmann sinn ytir öllu trú-
boði Unitara í vesturríkjunum árið
1889. Hélt hann starfi þessu þangað til
h'iustið 189(i að hann tókprestserabætti
í M^mphis. Tenn. Var hann þá 04 ára
að aldri og þreyttur orðinn af látlausu
ferðalagi. En hann var ákaflega hraust
bygður og þótti því líklegt að hið blíða
loftslag í Tennessee-fylkinu mundí
styrkja hanu og ætti hann mðrg á.r eft-
ir að lifa og starfa. Og voru vinir hans
þar syðra mjög glaðir yfir því að hafa
náð í annan eins mann til sín.
Mr. Forbush hafði sterka óbifandi
sannfæringu fyrir starfi sínu og var
maður einbeittur mjög. Hann lifði eft-
ir trú sinni og það sem hann trúði að
satt væri, því vildi hann líka láta aðra
trúa og viðurkenna, en hafði litla þol-
inmæði við þá sem vildu synda með
öllum flokkum. I siðferðislegu tilliti
var hann strangur mjog. Hann var
hreinskilinn maður, blátt áfram, hug-
rakkur svo að honum ógnaði aldrei þó
að hann væri í minni bluta, ef að hann
vissi að hann stóð á grundvelli sann
leikans. Drengur var hann hinn bezti
og óbilandi vinur vina sinna.
Hans verður mjög saknaðaf íslend-
íugum hér vestra þeim sem kyntust
honum. Hann gerði mjög mikio fvrir
hina íslenzku Unitara, hann lét ser
mjög antum þá og ekki mun nokkur
þeirra vera sá af þeim, sem Vektu
hann, sem ekki minnist hans bæði með
elsku og virðingu.
B. G. SKULASON,
ATTOHNEY AT LAW.
SKRIFSTOFA í BEARE BLOCK.
<iivand Forlts, N. D.
'Þegar vlð komumað Fimmfingra-
fossura sáum við að við gátum ekki
komist lengra með nautin sem viðhöfð-
um, og um leið að við yrðum að drepa
þau og búa til fleka til að ferðast á eftir
fljótinu það sem eftir var. Það var
ekki mjög auðvelt lað fá viðinn til þess,
þar eð hann varð að vera þurr og mest
af honum var langt frá fljótinu. Ux-
inn sem hafður var til að fara á undan
hinum nautunum, var hinn mesti dýr-
gripur, sem við áttum. Við leítuðum
að við sem nsest ánni aðhægt var,dróg-
um hann með uxum að ánni og hjugg-
um í mátulegar lengdir, en siðan fleytt-
um við þeim ofan eftir ánní til þess
staðar, sem ætlaður var fyrir skipa-
sraiðið. Fjórða daginn sem viðnnnum
að þessu, skildum við uxana eftir á
beit, og hafði þ& forustuuxinn vilzt frá,
hinum og leituðum við hans í tvo daga.
Loks fann félagi minn uxann samt hjá
mönnum nokkrum, sem voru a leið of-
an ána, en hann var ekki lengur forustu
nxi, heldur uxakjðt og uxaslátur. Þeir
höfðu séð uxann ráfandi á árbakkanum
og að ráði lögmanns eins. er með þeim
var og sem sagði þeim að það væri ætið
mikið varid í að na haldi á hverju sem
væri, þá slátruðu þeir uxanum okkar
og létu hann í b&tinn hjá sér, þar eð
þeir áttu hvorki mat handa sjálfum sér
né uxanum, Félagi minn varð vondur,
og neitaði með fyrirlitningu að taka við
$1000 fyrir uxann. Hann þurfti á hon-
um að halda til þess að draga timbur
og hið eina sem hann vildi ganga að
var það, að þeir félagar kæmu með sér
og ynnu verkið sem uxinn átti að gera.
Fyrir $500 i viðbót hélt hann að þeir
mættu hafa kjötið ef þeir vildu. Það
var "mjðg örðugt fyrir þá félaga að
satinfæra hann um að hann krefðist of
mikils fyrir, einkum af því hann talaði
við þá fram með hlaupiuu á Winchest-
er-rifli. sem hann hélt k, og gengu þeir
loks að skilmálunum. Til þess að
tryggja samninginn, tók hann bátinn
þeirra í geymslu á meðan, I fjóra daga
á eftir voru þeir félagar að draga viðinn
ofan að ánni, en ekki alveg eins þolin-
móðlega eins og uxinn, en þó með mik-
ið meiri áhuga. Þegar þeir voru búnir
að fulluægja samningunum og borga
sína $500, fengu þeir að fara leiðar sinn
ar í guðs friði. Hið næsta á prógram-
inu var að binda saman flekann, en það
var bæði ilt verk og kalt, því við urð-
um stundum að standa í ísköldu vatn-
inu upp i mitti, því ana lagði við lönd-
in á '"nóttunum. Við boruðum göt i
endana á trjánum og settum í gegnum
þau ólar úr hráu leðri, sem héldu flek-
anum saman. Að því búnu drápum
við uxana, hjuggum þá í stykki og
hauguðum þessu 4 flekann og bárum
svo a það ísmylsnu. Flekinn lagði nú
af stað. Hálfri mílu neðar í fijótinu
voru Fimmfingrafossarnir, og ofan þá
urðum við að fara og krækja á milli
stórgrýtisins, sem stóð hér og þar upp
ur ólgandi vatnsiðunni og straumfall-
inu. Þessir steinar sem höfðu staðið
þarna frá, ómunatíð og aldrei beygt sig
fyrir æðisganginum í vatninu, voru
ekki líklegir til að hlaupa úr vegi fyrir
flekanum okkar. Þegar fleki lendir í
þessa strengi verður hann óviðráðan-
legur að heita má og hendist eins og
leiksoppur áfram í strauminum. En
það dugar ekki að krimpa sig þar, held-
ur verður að leggja útá miðja ána og
láta svo reka. Flekinn hólt áfram,
hraðinn óx og við biðnm, með hjartað
titrandi af geðshræringu, eftir því sem
ské ætti. Við vorum nú komnir
í strauminn; flekinn sveigðist og
teygðist í öldunum eins og leikfang.
Við höfðum komist fram hjá tveimur
eða þremur steinnybbum sem upp úr
stóðu, en gleðin breyttist skjótt i ör-
vænting þegar við g'iöum að enn einum
steini framundanokkur. Beint fram-
undan var hinn hræðilegi gestur sem
hlaut að skera sundur ólarnar í flekan-
um. Hann stóð í miðri ánni og við
stefndum beint A hann með undrahraða.
Innan farra augnablika hlutum við að
rekast á hann ; ólarnar hlutu að bila og
við hefðum verið að byltast i ánni eins
og ósjálfbjarga börn. Þegar ég hugsa
um þetta nú, get ég ekki annað en dáðst
að kjarki félaga míns. Hann hafði sett
sig upp á móti fimm mönnum út af
dauðum uxa, og nú þegar ég stóð þarna
og hélt mér dauðahaldi i skankann af
einum .uxanum, máttlaus af ótta og
skelfingu, með hjartað hætt að slá, og öll
skilningarvit blinduð, stóð hann keip-
réttur fremst á flekanum með langa
stöng í höndum, eins rólegur eins og
haun væri að fá sér uppí sig og tala um
að það væri kominn matmfilstími. Eg
minnist alls þessa nú, en tíminn sem ég
horfði á þetta hefir ekki getað verið
meira en tvær sekúndur. Ég sá, hann
taka sterklega um stöngina.spyrnabak-
ínu í farangurshniguna og mæta stein-
inum eins og burtreiðarmenn tíl forna.
Þðgar tíekinn rakst á, skókst hann og
teygðist eins og laufblað.en hann sveigð-
ist til hliðar. Með bresti miklum rakst
hornið & flekanum & steininn, og ég fór
að biðja fyrir mér, í þeirri fullvissu að
síðasta stundin væri komin. Við höfð-
um samt rekist & hliðina á steininum eu
ekki beint á hann, og senti straumur-
inn flekanum i hring út frá steininum
og inn á rétta leið. Og þó við kæmum
afturábak út úr þessari siglingu, þá var
ég vel ánægður með það. Ég horfði nú
& félaga minn þar sem hann stóð, og
fór með hendina ofan í vasann á bláu
seglbuxunum sínum, þar sem hann
hafði tóbaksplðtuna, og —í stað þess að
mæla æðruorð sagði hann rétt eins ró-
lega og áður : "Fiðu þér upp í þig,
kunningi."
TÆRING LÆKNUÐ.
Gðmlum lækni nokkrum, sem var
hættur viðvanaleg læknisstörf sín, var
útvegað af kristniboðara í Aust-Indíum
forskrift fyrir samsetning á jurtameðali,
sem læknaði tæríng, Bronchites, Ca-
tarrh, Asthma og öll veikindi, sem
koma frá hálsi eða lungum, einnig alla
taugaveiklun. Eftir að hann hafði sann
fwrstum hinnmikla lækningakraft þess
þá áleit hann það skyldu sína að láta
þá sem þjá,st af þessum sjt'tkdómum
vita af þessu meðali, býðst hann því til
að senda hverjum sem hafa vill ókeypis
forskrift þessa á þýzku, frönsku eða
ensku, með fullum skýringum hvernig
það eigi að brúkast. Þegar (uð skrifið,
þá sendið eitt frímerki og getið þess að
auelýsingin var í Heimskringlu.
Utanáskriftin er :
W. A. Neyes, 820 Pewers Block,
Rochester, N. Y.
Lesid.
Um leið og við grípum tækifærið til
þakka öllum fyrir góð og mikil viðskifti
á gamla árinu, óskum við eftir verzlun
yðar á nýja árinu. Við höfum
meiri og fjöl-
breyttari vörur
en nokkru sinni áður, og seljum nú :
9 pund af kafíi fyrir §1.00
35 pund haframjöl 1.00
35 kassa af eldspítum 25c.
1 pund súkkulaði 25c.
Góða skógar-öxi fyrir 85c.
Ágætt þvottaborð fyrir 25c
Við kaupum alla-
BÆNDAYÖRU.
svo sem nautgripi, húðir, kindargærur,
sokkaplögg og korðvið fyrir hátt verð
Við gefum einnig fallegar
Stækkadar myndir
i kaupbœtir.-=»
VlNSAMLEGAST
Bífflll m
GARÐAR, N.-DAK.