Heimskringla - 24.02.1898, Síða 4
HEIMSKRINGLA, 24 FEBRUAR 1808.
f
f
Nyr fatnadur.
Nú erum við að fá inn vorvarning okkar, og
getum því selt ykkur ágætan fatnað fyrir lítið
verð. Ef þið þarfuist klæðnaðar, af hvaða
tagi sem er, þá borgar það sig að koma við í
The Commonwealth.
Hoover & Co.
Corner Mnin Str. & City Hall Square.
f
f
f
f
f
f
5
f
f
f
f
f
Winnipeg\
Herra Þorgeir Símonarson, trá
Westbourne, var hér á ferð í síðustu
viku.
Hr. Benedikt Sigurðsson frá Mikl-
ey, Nýja íslandi, var hér á ferð um síð-
ustu helgi.
Takið eftir augl. um grímudansinn
á öðrum stað í blaðinu. Agóðanum
verður vel varið, eftlr þvi sem þar seg-
ir, og er þvi rétt og vel gert að styrkja
samkomuna.
Samkeppni railli járnbrautanna sem
liggja þvert yfir landið er nú svo mikil.
að fargjald hafanna á tnilli hefir verið
fsert niður um því sem næst helming.
Fargjald lueð C. P. R. frá Montreal
vestur að hafi er nú 840, áður S7C; frá
"Winnipeg til Vancouwer 826. Alika
niðurfærsla á fargjaldi hefir verið gerð
með brautum syðra.
Ársfundur Únítarasafnaðarins var
haldinn að kveldi hins 21. þ. m. Voru
þar lagðir fram reikningar safnaðarins
og ýms safnaðarmál tekin til umræðu
og úrslita. I safnaðarnefnd voru kosn-
ir : E. Gíslason, F. Swanson, M. Pét-
ursson, S. J. Scheving og Mrs. E. 01-
son.
Hra. Jónas Brynjólfsson, sem um
undanfarna mánuði hefir verið að grafa
eftir gulli fyrir enskt félav niður við
Hole River, kom til bæjarins á laugar-
daginn var, og býst við að dvelja hér
um tíma. Hann segir að félag það er
hann hefir unnið fyrir muni hafa í
hyggju að haida Afram greftri þar í vor
og reyna til hlítar hve gullauðug hún
er þessi Nýja Islands ‘'Eldorado”.
Hr. Guðm. G. ísleifsson brá sér
skemtiferð til Nýja íslands 18. þ. m. og
kom til baka aftur þann 19. Hann hefir
í hyggju að fara til Peace River héraðs-
ins í vor.
Takið eftir auglýsingu annarstaðar
um samkomu, sem kvennfélag Tjald-
búðarsafnaðar heldur á Northwest Hall
Þar er lofað góðri skemtun fyrir lítið
verð.
Á sunnudagsmorguninn var andað-
ist snögglega hér i bænum Miss Guð-
riður Ólafsdóttir, 22 ára að aldri. Hafði
hún verið að skemta sér á skautaferð
kvöldíð áður með stallsystrum sínum;
hné hún þá alt í einu niður meðvitund-
arlaus og var borin inn í næsta hús,
lá hún svo í aungviti þar til snemma á
sunnudagsmorguninn að húu andaðist.
—Hún var stilt og góð stúlka og vel
látin af öilum er hana þektu. Jarðar-
förin fór fram frál. lútersku kyrkjunni
á þríðjudaginn.
Frímúrarar hér í bænum eru að
stofna til sýningar sem þeir ætla að
hafa i samkomuhúsi sinu, i Marzmán.
næstkomandi, og vilja þeir fá lánaða sem
flesta muni til hennar. Munirnir verða
varðveittil^ vandlega og skilað til eig-
enda þegar sýningin er úti. Þeir sem
eiga gamla muni. peninga. bækur eða
annað, gerðu vel í að lána það. Það er
þegar komið nokkuð af munum og er
búist við að sýningin verði mjög eftir-
sóknarverð. Þeir sem taka á móti mun-
um eru Grand Master Thos. Robinson,
Mr. C. N. Bell og J. Obed Smith. Is-
lenzkir munir af öllu tagi verða eflaust
meðteknir með þökkum. Bolmillur,
hnappar, belti, spænir, bækur og hvað
annað væri brúklegt.
o
CA
U
o
u?
cu B -0 c 1 <5 ig c
3 œ 3 ifi ** ** ** líí - 9Í n
3 Ú 3 - tO JS & :
w* > 3 tc 1/3 U • » * • <E ~
í— tL in :0 a ££ 3 *O o> ' tC 03 : 'o s
0 «O 0 : Q .tí . - að U
3 0 a f-. ^ —
34 O a 0 MXl CD & S a - s ® ^ 2 c -p
fum miimiimmúmmmmmmmmTi
Svar til þrímenning-
anna.
‘'Mjórómaðvr einn úr austri
austanvinds d skjótu flavstri,
hundaskrœkur hingaö berst ;
en hafl rakkinn rothöyg þegið,
reiöumst ei þó skræki greyiö ;
argur er sá sem engu verst."
b. ra.
Eftir síðustu Hkr. að dæma litur
það svo út, sem þessum þremur mönn-
Barnadeild af Hvítabandinu var
stofnað með um 20 meðlimum hinn 12.
þ. m. og hafa töluvert margir bætzfvið
siðan. Næsti fundur barnadeildarinn-
ar verður haldinn að 585 Elgin Ave. á
laugardaginn kemur.
JAKOB GUÐMUNDSON,
bókbindari,
35 McDonald St. Winnipeg.
BRAGASVAR geta menn fengið á
skrifstofu Heimskringlu (hjá M.Péturs-
son), og hjá G. Sveinssyni, Higgin St.,
og B. L. Baldwinsson. Einnig geta
menn pantað það hjá J.E. Eldon, Jessie
Ave., Fort Rouge.
Óvanaleg veraldargæði býður herra
G. Sveinson á öðrum stað i blaðinu. Um
leið og fólkið kaupir þau, þarf ekkert
annað aðathuga, en að sjá um að kaup-
maðuriun fái ekki kaupenda lykla í
staðinn fyrir ost, ætli maður að fá sér
eitthvað í munnmn; sardinur og svo
leiðis hlutir eru heldur munntamir og
gott að fá þá nærri gefins.
Barnafólkið skoði þorskalýsið, hesta-
menn: hvalambrið til aktígja;
Konur sæki kökujárn til kúnsta skurða
vildu þær líka vitja um forða
vanti þær eitthvað gott að borða.
Og allra handa ágæti heflr ‘Kaupa-
héðinn" á boðstólum.
»000 pör
DANSKRA ULLARKAMBA
[Merktir J. L]
Við ábyrgjumst bá Sendir til ykkar
fyrir 81.00. Skrifið til
Alfred Andresen & Co.
Western Importers, 1302 Wash Ave. So.
Minneapolis, Minn.
eðatil Ca. Swan«»n,
131 Higgin St., Winnipeg, Man.
um, sem þar eru að ilskast, út af grein
þeirri sem ég skrifaði um samkomuó-
myndina þeirra, hafi að mun runnið i
skap við mig ; það logar í þeim vonsk-
an. Þeir hafa skrifað sina greinina hver
til réttlætingar samkomu sinni, sem
Eldon þóknast að kalla “samkomu okk-
ar leikmannanna,” ekki þarf manni að
þykja skömmin að ! Hvernig fara þeir
svo að því að forsvara nefnda samkomu ?
Eldon ríður á vaðið. í hans augum
var samkoman góð. Og af hvaða á-
stæðu ? Af þeirri ástæðu, að hr. Jacob-
sen var ekki of góður til að vinna sér
inn fáein cent.” og svo höfðu einhverjir
upp í eyrun á Jóni Eldon sagt hana
góða ! ! Svona rökstyður Eldon
oftast það sem hann er að þvogla með.
Ketill gengur hreinlega til verks. Hann
játar að það hafi verið guðlastað á sam-
komunni, en því til forsvars finnur hanri
það, að þar hafi Kristi einnig verið af-
neitað; og svo út úr þessum hngleiðing
um kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
það sé ákaflega ranglátt að menn megi
ekki koma fram á samkomu “og gera
það bezta er þeir geta,” til þess að vinna
sér inn dollar með því. Hingað og ekki
lengra nær hinn andlegi sjóndeildar-
hringur Ketils Valgarðssonar, og svona
fer hann að því að verja mál sitt. Fim-
lega er nú áhaldið !! !
S. Vilhjálmsson hugsar mest um
sjálfan sig.
Aliir eru þessir menn ákaflega heitir
og reiðir, og skeyta skapi sínu á mér
persónulega með fúkyrðum og furta-
skap. En væru þetta ekki blotamenni,
og mér væri ekki sama hvað þeir segja,
skyldu þeir fá vöru sína selda. Og það
get ég sagt hr. Eldon, með allan hans
heimskulega gorgeir, að vildi ég hafa
mig til þess að kljást við hann, skyldi
ég gera honum viðureignina svo varma,
að ekki hefði hann ástæðu til að óska
eftir því, að betur væri bakað.
Það hvorki var né er meining mín
að yrðast á nokkurn hátt við þessa
menn, þó ég rétt i þetta sinn, af tilláts-
semi við þá, gangi ekki alveg framhjá
þeim. Hitt var það sem vakti fyrir mér
þegar ég skrifaði grein mína. að þörf
væri að sporna á móti því, að samkom-
ur, sem sú áminsta, ættu sér stað fram-
vegis. og að öllum geplum liðist ekki að
vaða yfir tilfinningar almennilegs fólks,
með dónaskap og rugli út í hött. Þetta
var það sem kom mér til að þoka for-
tjaldinu frá "senu” þeirra félaga.
Það er augsýnilegt að Eldon vill
ekki að menn minnist mikiðopinberlega
á ljóðadís hans. Mér hefir æfinlega
fundist hún nokkuð veil og vankaleg, en
hún er mesta viljaskinn. Leiðinlegt að
hún er nú við aldur og stendur því lítt
til bóta.
Ekki skal ég spilla fyrir útsölunni á
rímunni hans, því skal ég lofa honum.
Ég held þegar hann er búinn að kata
hana, fella úr henni, yrkja í skörðin og
svo prjóna aftan við hana, þá eigi hann
þessi lOc. sem hún á að kosta. Það er
æfinlega hægt að nota hana til einhvers
og lOc. er ekki stór summa fyrir þá sem
kaupa hana; en ekki vil ég ábyrgjast
það. að ekki geti það fyrirkomið, ef höf-
undinum yrði reikað um grafreit látinna
listaverka (!!) að honum ekki finnist
legsteinn hennar nokkuð öðruvísi en
hann hafði búist við, og hlutverk henn-
ar að síðustu ekki sem allra glæsilegast.
Ég hefi aldrei pínt upp á Eldon hvorki
kvæði né einni einustu vísu. hvorki þeg-
ar hann var að hencslast við Heims-
kringlu né endranær. Ég meira að
segja hefi aldrei beðið hann að taka af
mér kvæði. Tek ég því járn það úr eld-
inum er hann ætlaði sér að brennimerkja
mig með, og bæti við titlaröð þá, er
hann áður hefir þegið. Meira ætla ég
ekki að spandéra á Eldon greyið.
S. Vilhjálmssyni vil ég segja þetta :
Ég hefi hvergi kallað hann “vitfirring”
eða “fábjána,” heldur blátt áfram mið-
ur hygginn mann, (hann gerir svo vel
og gefa Katli ögn af þessu með sér), og
við það ætla ég að standa. Það er tóm-
ur misskilningur á orðunum “miður
hygginn,” sem veldur þessu uppþoti i
honum. Það er sitt hvað að vera “mið-
ur hygginn,” eða að vera "vitfirringur”
og “fábjáni,” og svo er “fábjáni” annað
en “vitfirringur.” Herra Vilhjálmsson
verður að forláta mér þó ég hafi þá
skoðun, að það hafi verið miður hyggi-
legt af honum að velja sér það ræðuefni,
eða þá láta koma sér til að tala um það,
sem hann botnar vitanlega ekki lifandi
vitund i—skáldskap og náttúruvísindi—
Sigurður ætti líka að skilja það, að það
er honum engin minkun þó hann sé
ekkert að sér í þeim greinum, bara hai n
láti þær vera. Það eru til. og hafa ver-
ið tU, gáfnmenn, sem aldrei hafa fengið
orð fyrir það að vera nokkrir hygginda-
menn. en engum manni dettur i hug að
kalla þá “fábjána” eða “vitfirringa.”
Ég sé því ekki að Sigurður og Ketill
hafi mikla ástæðu til að ergja sig út af
því sem ég sagði um þá.
Ekki veit ég hvað á að gera við
þetta hjá Sigurði mínum : “Þú kastar
þér yfir mig, ókunnugann með ósæmi-
legum skömmum......... Með því sýnir
þú hver maður þú ert. einn af þeim sem
er að streitast við að hreykja þér hátt,
en færa aðra niður í saurinn, að svo
miklu leyti sem þú getur, í staðinn fyr-
ir að uppfylla þína siðferðislegu skyldu,
(takið nú eftir) sem er að upghefja aðra
og gera þá jafna þér” ! ! Ég vil nú
strax hefja hr. Vilhjáimsson á það vits-
munastig, sem geti sýnt honum, hve
einstaklega klaufalega þetta er hugsað.
Ekki dettur mér í hug að þykkjast
við þessa pilta út af því sem þeir hjala
um kvæði mín. Þau standa ekki í
nokkru sambandi við samkomuna og
koma því málinu ekkert við. Og ekki
þarf ég að bera blak af Jóni heitnnm
Stefánssyni, sem Ketill lætur sér sæma
að narta í í gröfinni, þar sem hann taiar
um “látinn náunga,” sem ekki eigi það
skilið sem ég segi um hann í eftirmæli
einu. Ketill Valgarðsson væri ekki
Ketill Valgarðsson ef hann værií nokkru
líkur Jóni heitnum, það er einn hlutur
viss.
Að pndingu skal ég geta þess, að ég
þykist hafa sýnt þessum þrímenningum
óverðskuldaða virðingu með því að
svara þeim nokkru. En ekki skulu þeir
ætlast til þess, að ég virði þá viðtals aft-
ur í blaði, Og ekkert mark mun tekið
á því af nokkrum skynberandi mönnum
þó þeir fari að láta prenta einhvern
þvætting sinu máli til sönnunar. því S.
og K. höfðu ekkert af sínu rugli, er þeir
fóru með á samkomunni, skrifað, og
Eldon vita menn hver.ug er.
Kk. Stefánsson.
I f) C —TAKIÐ EFTIR, ALLIR
l-U.r •meðlimir stúkunnar “ísa-
fold“, I. 0. F. Samkvæmt fundar-
samþykt er hér með skorað á alla
meðlimi stúkunnar að tilkynna fjár-
málaritara hennar.Mr. St. Sveinssyni
553 Ross Ave., Winnípeg, nú þegar
utanáskrift (húsnúmer og pösthús)
þeirra, skrifiega eða munnlega. Og
það er rojög áríðandi að þetta sé
gert fljótt.
Yðar í F. B. og C„
J. Einarsson, F. S.
Meltingin þarf að vera góð.
1Iugsiö um það.
Kauptu i dag einn pakka af hinu heiras-
fræga Heymann Block & Co.
-----HeilsnMalti-------
einungis 15c. og 25c. pakkinn
Þá getur þú haft góða meltingu. Reynsl
an er ódýr. og hún mun sannfæra þig.
Biddu lyfsalann þinn um það eða skrif-
aðu til
Alfred Andreseii & Co.,
The Western Importers,
1302 Wash Ave. So., Minneapolis. Minn.
Eða til-------
<> Swanson,
131 Higgin St. Winnipeg, Man.
^tórkostleg kjörkaup í Janúar. 15pc. afsláttur fyrir peninga.
C. A. Gareau, 324 Main St.
Lesið eftirfarancli verðlista. Hann hlýtur að gera ykkur a“veg forviða.
GRAVARA.
Wallbay yfirhafnir...........$10.00
Buffalo “ $12.50
Bjarndýra “ $12.75
Racun “ $17.00
Loðskinna-vetlingar af öllum teg-
undum og með öllum prísum. Menn
sem kaupa fyrir töluverða upphæð
í einu, fá með heildsöluverði stóra,
Gráa geitaskinnsfeldi.
TILBUIN FOT.
Stórkostlegar byrgðir.
Allir þessir fatnaðir eru seldir
langt fyrir neðan vana verð. Lítið
yfir verðlistann og þá munuð þér
sjá hvílík kjörkaup þar eru boðin.
Karlmanna-fatnaður, Tweed, alull
$3.00, $3.75, $4.00, $4.75, $5.00
og upp.
Karlmanna-fatnaður, Skotch tweed
$5.50, $6.50. $7.00, $8.50, $9.00,
$10.00 og upp.
VERDLI5TI.
Framhald.
Karlmann buxur, tweed, alull 75c.
90c., $1.00, $1.25, $1.50, $1.75
og upp.
Fryze yfirhafnir handa karlmönn-
um, $4.50 og upp.
Beaver yfirhafnir fyrir karlmenn,
$7.00 og upp. — Ágæt drengjaföt
fyrir $1.50, $1.75, $2.00, $2.25.
éför Takið fram verðið er
þér pantið með pósti.
Af þessum verðlista getið þér dæmt um, hvort eigi muni borga sig að verzla við mig.
Pantanir með póstum
afgreiddar fljótt og vel.
C. fr. GAREAU.
Morki: Oylt. Skæri
324 MAIN STR.
10 prósent afsláttur af allskonar fatnaði gerðum eftir máli.
Se.
— 18 —
“Ég kem að þvi bráðum”, sagði Ivor. I sið-
astliðin tuttugu ár böfum við móðir mín átt
heima f New-York og gengið vindir nafninu Hal-
liday.Tekjur þær sem faðir hennar hafði ánafn-
að henni dunðu okkur báðum. Ég fekk góða
uppfræðslu og hefi feugist við málafærslustörf í
seinni tíð. Öll þessi ár talaði móðir min mjög
lítið um það sem komið hafði fram við hana á
yngri árum, en af því sem égheyrði skildist mér,
að hún mundi aldrei g°ta fyrirgefið föður min-
um. Fyrir fjórum mánuðum lagðist hún bana-
leguna, og einum eða tveimur dögum áður en
dó fekk hún mér bréf þetta”.
Ivor stanzaði hér | og dró upp úr vasa sínum
slitið umslag.
“Þetta bréf skrifaði faðir minn”, mælti hann
“og það er skrifað 3. April 1887”.
“Þremur dögum fyrir andlát hatis”, tautaði
Maximy. “Getur það verið mögulegt”.
“Þú getur skoðað bréfið”, sagði Ivor. “Það
er stutt og afgerandi. Á ég að lesaþér það?”
Maximy bað hann svo gera, og dró Ivor þá
bréfið úr umslaginu og las :
St. Pétursborg. 3. Apríl 1887.
Kæra Mary.
Seytján ár eru nú liðin síðan við skildum.
Ég skrifa þér nú afsökunar- og iðrunarbréf. Eg
hefi komizt að því núna síðustu dagana, að
grunur minn var á engum rökum bygður, og að
maðureinn, sem ég læt ónefndan, varhöfundur
allra lyganna, sem mér bárust til eyrna. Það
— 23 —
halda því fé sem ég á ekki. Ég býst við að þú
hafir með þér skilríki sem sanna hver þú ert, ef
erfðaskráin finst”,
,“Já”, sagði Ivor; “ég hefi giftingarvottorð
móðar minnar og önnur skjöl”.
“Hefurða þau mað þér ?”
“Nei. Þau eru í dóti mínu í gestgjafahús-
inu. Ég hélt að ég þyrfti ekki á þeim að halda”.
“Auðvitað ekki”, sagði Maqimy.“Ég áttiað
eins við hvort þú hafir þau, ef á þarf að haida.
Ég er sjálfur auðvitað viss um hver þú ert. Og
nú verð ég, frændi góöur”, sagði hann mjög svo
viðfeldinn, “að fara fram á það við þig að þú
hættir að halda til á gestgjafahúsinu, og komir
hingað í hið eiginega heimili þitt. Það er skrítið
og flókið mál sem við höfum nú á höndum, en
við skulum samt komast fram úr því. Ég þyk-
ist vera viss um að erfðaskráin, sem bróðir minn
talar um, hljóti að vera til. Það var auðvitað
ekki leitað vandlega að þess konar skjölum, af
því Feodor Gunsberg kom í byrjun fram vieð
hina erfðaskrána, En villan skal verða leiðrétt
undireins. Þetta er heimili þitt og alt sem ég
hefi hér er okkar beggja eign. Það skal öllu
fyrirkomið einsog bróðir minn heitinn hafði ætl-
ast til. Ég virði þig af því þú ert skyldur mér,
og mér þykir vænt um þig, af því þú ert sonur
móður þinnar”.
Hann rétti hendina að Ivor, sem var orðiun
klökkur i huga yfir þessum hreinskilnislegu orð-
um frænda síns, og tók í hönd hans mjög inni-
lega.
“Nú skiljum við hvor annan”, mælti Maxi-
— 22 —
Hvorugur þeirra mælti orð um stund. Þeir
litu grunsamlega hvor á annan, eins og þeir
væru hvor um sig að bíða eftir því hvað hinn
mundi segja næst.
“I sambandi við bréfið er það mjög undar-
legt sem þú hefir sagt mér”, sagði Ivor að lok-
um.
“Enginn efi á því”, anzaði Maximy, “og það
kemur mér eins undarlega fyrir eins og þér. Ef
önnur erfðaskrá ér til, þá skal hún koma í leit-
irnar. Ég læt leita íöllu húsinu. Það er samt
undarlegt að Gunsberg skyldi ekkert vita um
hana. Hann fekst einn við fjármál bróður míns”.
“Hvar er þessi Gunsberg?” spurði Ivor,
“Hann er líklega áreiðanlegur maður, eins og
allir gamlir eignaráðendur”. Þetta var sagt með
svo tilfinnanlegu háði og grunsemi. að það hlaut
að vekja eftirtekt, og iðraði Iyor þess undireins
að hafa mælt þessum orðum. Þetta var hið ó-
viturlegasta sem hann gat sagt. Það gaf til
kynna að hann æt.laði að herða böndin að þeim
sem sem i hlut áttu og láta rannsaka alla mála-
vöxtu.
Maximy skildi þetta fljótt, og hann var held-
ur ekki seinn að ákveða í hugá sinum forlög
frænda sins i framtíðinni.
Reiðisvipurinn leiftraði á andliti hans, en svo
sagði hann samt með mestu stillingu: “Enginn
maður 1 St. Pétursborg efast um vöndugheit Fe-
odors Gunsberg. Frá lágri lögmannastöðu hefir
bann komist í háa tign hjá keisaranum. Hann
bjálpar okkur til að leita að erfðaskránni, og ég
vona að hún finnist. Ég hefi enga löngun til að
— 19 —
gleður mig að hafa komist að sannleikanum og
geta bætt að nokkru fyrir brotin. Vitandi aðyfir-
sjón mín og afbrot voru stór, dyrfist ég ekki að
biðja forláts á þeim. En alt sem ég á verður
eign þín og sonar míns. Ég hefi gert erfðaskrá,
sem skipar svo fyrir. Sonur minn! Hve und-
arlega það hljómar i eyrum mínum! Ég ót.t-
ast að honum hafi verið kent að fyrirlíta mig, og
ég get hvorki ásakað þig né hann fyrir það.
Viltu sýna mér þá óverðskulduðu alúð, að svara
þessu bréfi og gefa mér von um að mega sjá
drenginn minn einnverntíma. Ég er veikur þeg-
ar ég skrifa þetta — að eins lítið veikur, að ég
held — og fyrir einhverjar orsakir, sem ég ekki
get gert roér grein fyrir, verð ég að flýta mér og
loka bréfinu,
Með beztu óskum,
Þinn afvegaleiddi eiginmaður
Alexis Petrov.
Hönd Ivors skalf, erhann lagði bréfið á borð
ið. “Ber þetta vott um að faðir minn hafi alt af
borið kala til móður minuar?” sagði hann.
Maximy Petrov svaraði engu. Hann starði,
eins og meðvitundarlaus yfir i vegginn. náfölur
um kinnar og varir.
Ivor var sjálfur í of mikilli ‘geðshræringu til
þess að taka eftir fátinu á frænda sínum,
“Móðirmín var svo harðbrjósta”, sagði hann,
“að hún gat ekki fyrirgefið föður mínum, jafnvel
ekki eftir að hún fekk þetta bréf. Á dauðadægri
sinu iðraðist hún þess og sagði mér frá öllu
saman. Hún hélt að faðir minn væri enn á lífi,