Heimskringla - 24.03.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.03.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMS&KINULA, 24 MARZ LS98 Reikningarnir. bera það með sér að stjórnin hefir á síðasta ari verið fram úr hófl “liberal” á almennings fé. Hún heflr sem sé eitt 8123.902.52 fram yfir tekjurnar, og er nú sjóð- þurðurinn orðiim, síðan Greenwav kom að völdum, yflr sex hundruð þúsund dollars. Stjórnin virðist að hafa gert sér það að ófrávíkjanlegri reglu, að eyða á hverju ári meira en nemur inntektunum. En svo er nátt- úrlega reynt til að telja fólki trú um, að þessi aðferð sé nauðsynleg til þess að mögulegt sé að eyða þeim tveim- ur og hálfri miljón dollars, sem Green- waystjornin hefir tekið til láns síðan hún kom til valda. Spursmálið er auðsjáanlega ekki um það, að nokk- urt verulegt gagn verði aðpeningum fylkisins, heldur hitt, að þeim verði þannig varið, að stjórnin nái sem flestum áhangendum og fái semlengst haidið völdum. í þessu augnamiði er allmiklu af fé fylkisins varið á hverju ári, bæði til vissra manna og vissra blaða, sem með því eru keypt- ir til að fegra og verja alla rangsleitni og fjárglæfrabrögð stjórnarinnar,— matmóður sinnar. Og eftir því sem klækir stjórnarinnar verða fleiri og stærri, eftir þvf hækkar borgunin til þessara leigutóla. í sambandi við hið ofanritaða, set ég hér skýrslu yfir þá íslendinga, sem hafa haft viðskifti við stjórnina á síðastliðnu ári, og upphæðir þær sem hver hefir fengið, undir tilgreind- um töluliðum. me\ra að ljúga 1 stjórnarþarfir. Á hion bóginn er það auðsætt, að svo framarlega sem Greenwaystjórnin vil! hafa fylgi blaðsins, þá er henni nauðugur einn kostur að halda því við með fylkisfé, því að það er kunn- ugra en frá þurfl að segja, að blaðið hefir ekki enn náð þeim vinsæld- um meðal Isleudinga, að það gæti hangt á horriminni eitt einasta ár, ef því væri ekki haldið við með stjórn- ar-ómaga-meðlagi svo nemur mikið á annað þúsund dollars á hverju ári. Það mun því óhætt að líta svo á. að þeir menn sem halda úti blaðinu, séu að því meira fyrir persónulegan hagn- að einstakra manna, heldur en fyrir nokkra sannfæring sem þeir hafl í pólitiskum málum. Töluliður 939 og 940 sýna $1000 borgun til W. H. Paulson ; en það er að eins nokkur partur af kostnaðinum, að meðtöld- um launum hans, við íslandsferð hans síðastl. ár, þvf honum voru borg- aðir $900 fyrirfram þegar hann fór til Islands, og eru þeir færðir fylkinu til reiknings árið 1896, svo að ferðin kostaði í alt $1900, og er það sæmileg borgun fyrir um 70 höfuð sem hann fiskaði i túrnum. — Tölul. 941 sýnir, $i50 til Magnúsar Pálssonar fyrir “niðursetning” landnema. En gaman væri að vita hvar og hve marga landnema hann setti niður á síðastl. ári. — Tölul. 1145 sýnir hina vanalegu, $200 borgun tii Guðna Thorsteinssonar á Girnli. En þetta er að eins dúsa til Guðna, sem hann aldrei vinnur neitt fyrir, þó það sé kailað lögreglustjóralaun. En eflaust Töluliður. 15 54 87 92 100 103 187 193 780 879 891 922 939 940 941 942 960 1002 1145 1171 1177 1252 1253 1298 1456 1698 2017 2125. 2026 2027 V 2028 '1 2029 [ 2030 ) 2141 2148 2311 ) 2312 [ 2313 ) 2698 2702 2711 2777 2822 2842 284-1 2869 Sigtryt'gur Jónasson, þinglaun.........................8 600,00 Sigtiyt?gur Jónasson, ferðakostnaður til þings ........ 4,60 E. Gillis (mun á óbrotinni íslenzku eiga að tákna Erlendur Gíslason), þingritaralaun ........................... 70,00 Joseph Polson (á ísl. Jóhann Gunnarsson), þingritaralaun 72,50 Jónas Bergmann sendii'OÖakaup ........................... 88,00 O. S. Oliver, sendiboðakaup.............................. 58.00 Heimskringla fyrir eiun árg. af blaðinu ............... 2,00 Lögberg fyrir einn árg. af blaðinu..................... 2.00 Joseph Polson, ferð til Gimli............................ 68.30 Baldwin & Blöndal, fyrir myndir af bændabýlum ......... 22.00 Sigurður Christopberson, ferðakostnaður til Swan ítiver 50,75 Lögbergs prenrfélagið, fyrir auglýsingar og blaðakaup.... 1559,60 W. H. Paulson, sjö mánaða laun . ...................... 700.00 W. H. Paulson, ferðakostnaður á íslandi................ 300,00 Magnús Paulson, fyrir að 1 setja niður” landnema....... 150 00 Magnús Paulson, fyrir að semja íslenzkan bækling....... 75,00 Þorgeir Símonarson, kostnaður við að flytja til Swan Itiver 43,60 G. Olafsson, tvö tons gripafóður......................... 20,00 Guðni Thorsteinsson, fyrir að vera lögreglustjóri á Gimli 200,00 Andrés Freeman. laun...... ........................... 900.00 Krist. .Jónssoii. Baldur. ferðakostnaður við að sækja fundi 156,60 O. S. Oliver, fyrir að bera út tilkynningar............ 2,50 Joseph Polson (fýrir hvað?).............................. 15,00 John Anderson & Co., kjöt &c........................... 239,71 Jonas Anderson, vitniskaup................................ 2,00 Þorgeir Símonarson, skattinnheimtulaun.................... 6.00 Til íslenzkra stúlkna sem vinna við vitskertra spítalann í Westur Selkirk......................................... 878,14 Ólafur Nordal, West Selkirk, nautslán. Ben. Samson, járnsmiður............. Til íslenzkra stúlkna sem vinna við heyrnar- og málleys- ingja-stofnunina í Brandon................. .......... Árni Axford o. fl.. fyrir vinnu við brautargerð í Argyle.... J. Bergmann fyrir vinnu við Fisher Biver braut......... Jóhann Biiem o. fl., fyrir vinnu við Gimlibraut........ Kristján Lífmann o. fl., fyrir vinnu við Rockwood-braut Joseph Polson, fyrir vinnu með vélfræðing.............. S. Sigurðsou, fyrir vinnu við Fisher River-brsut....... Jon Sveinson o.fl, fyrir vinnu við að hreinsa Isleudingafljót Hjálp til brautargerðar í Gimli-sveit ................. 6,00 8,55 480,00 622,00 46 10 365.90 35,50 15,00 100.00 265.23 200,00 X. K 2798 Yinnulaun við Posen skurðinn Samtals $8,380,58 ........... 1298.00 Ueimskringla. Terð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- -•m blaðsius hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office: Comer Princess & James. P.o. BOX 305 Ritgerð sú er Heimskringla fær- ir íesendum sínum í þessu blaði, eft- ir Senator Butler, getur ef til vill or- sakað misjafna dóma meðal lesenda vorra. Ef það tekst að vekja at hygli þeirra á ýmsum stórgöllum, sem tilgreindir eru í ritgerðínni, þá er líka vorum tilgangi náð. Þó höf undurinn bendi á þcssa galla sem ríkjandi í Bandaríkjunum, þá vafa- laust geta lesendur vorir í Canada fundið eitthvað líkt ástand hér, ef þeir á annað borð álíta ekki stjórnar- farið gallalaust. Höfundurinn er svc víðfrægur sem skarpur gáfumað- ur eg sem samvizkusamur stjórn- málamaður, að hvað sem hann ritar, hlýtur að vekjamikið athygli, alveg eins hjá þeim, sem eru houum alger- gerlega mótfallnir í skoðunum, eins og hjá þeim sem fylgja honum sem fastast að málum. Það er ekki ein- ungis nauðsynlegt, 'neldur beinlínis skylda allra Islendinga, að afla sér sem fjölbreyttastar og ýtarlegastar þekkingar á öllum opinberum mál um. Með því eins móti geta þeir af eigin þekkingu dæmt uro hvert mál- efni sem er, og með því eina móti geta þeír sem gagnlegir borgarar, hvort heldur í Canada eða Banda- ríkjunum, og sem sjálfstæðir menn, gefið úrskurð sinn með atkvæði sínu, þegar þess er krafist. Það er ekki ólíklegt, að áður cn langt líður verði alþýðan í Bandaríkjunum dómstóll sá, sem verður látinn skera úr því hvort járnbrautimar og telegrafþræð irnir í landinu skuli vera í höndum sljórnarinnar, eða fárra auðkýfinga, og einokunarfélaga. Þegar sá tími kemur, er gott að vera undir það búinn, eg geta með einurð og fullri sannfæring tekið þá hliðina, sem manni virðist réttust vera, eftir að hafa sjáilir skoðað málefnið. Einokunar-félög. Hvernig þad hafa myndast og HVEKNIG RÁÐA MÁ BÓT Á ÞEIM. Eftir Hou. Hai'ion Kntler, Bandaríkja þingm. frá North Carolin .. Lauslega þýtt úr “The i?rena.” Einokunar-félög eru átumein,— sívaxandi átumein á hinum pólitiska líkama þjóðanna. Þau eru eyðileggj- andi og dreifandi átumein; þau eru sannur dauði frarofara og frelsis þjóð- anna. Allir viðurkenna þetta, aliir vilja sporna á móti þeim. en samt halda þau áfram að þrífast og vaxa, og margfaldast nær því daglega. — Hversvegna er þetta þannig ? Það er vegna þess, að almenningur hefir verið beittur svikum og ósannindum um uppruna þessára einokunarfélaga, og að hinu eina ráði til að uppræta og koma f veg fyrir þau, hefir verið haldið leyndu. Síðasta ríkisþingið í New York, sem samanstóð mestmegnis af Repú- blíkum, setti þingnefnd til að kynna sér alt sem lyti að þessum einokunar- félögum, og nefndin átti síðan að flnna ráð sem dygði til þess að eyði- leggja þessa þjóðarplágu. Eftir að þessi nefnd, sem var kölluð Lexow- nefndin, eftir formanni þennar, hafði starfað í marga mánuði, lagði hún fyrir þingið langa skýrslu, og fór hún ómjúkum orðum um einokunarfélög- in, sem hina stærstu bölvun er grúfði yflr þjóðinni; en samt sem áður end- aði skýrslan með því, að nefndin áliti að ríkisþingið væri algerlega afllaust gagnvart þessu skaðræði, og að þjóð- þing Bandaríkjanna væri það eina afl sem heft gæti för þeirra. I Desember 1896, í síðasta ávarpi sínu til þingsins, mintist Cleveland forseti sérstaklega á þetta málefni- Hann varaði þjóðina við þessari vax- andi hættu, sem ógpaði henni, öllum framförum hennar og jafnyel stjórn- inni sjálfri. Samt áleit hann að Bandaþingið gæti ekki útrýmt þessu átumeini þjóðarinnár, heldur stæði það algerlega á valdi ríkisþinganna f hinum sérstöku ríkjum. Nokkrum mánuðum síðar var William McKinley gerður að forseta Bandarikjanna. I innsetningarræðu sinni fór hann enn harðari orðum um einokunai’félögin, heldur en fyrir- rennari hans hafði nokkurntíma gert. Hann sagði að tilvera lýðveldisins heimtaði, að þetta óvætti — þessi sí- vaxandi og eyðileggjandi bölvun, yrði sem fyrst hrakin út úr þjóðlífinu. Samt sern áður gaf hann engin ráð til þess. Hann að eins hrópaði um eyðilegging hins illa og lét svo þar við sitja. Maður skyldi ímynda sér, ef dæma mætti af ræðum Clevelands og McKinleys, að þeir vœru báðir með lífi og sál andstæðingar allrar einok- unar. En hvorugur þeirra spornar við þeim orsökum sem leiða til einok- unarvaldsins; þeir eru báðir með- haldsmenn og verndarar þess grund- vallar, sem framleiða þær kringum- stæður, sem ófrávíkjanlega geta af sér einokunarfélög. Þjóðin veit líka vel að báðir þess- ir menn voru útnefndir til forseta af einokunarfélögum, að þeir voru kosn- ir af einokunarfélögum, að þeir eru algerð eign einokunarfélaga og að þeir þar af leiðandi hljóta að þjóna einokunarféli >gum. Fyrir nokkrum árum síðan Sam- þyktu Repúblíkar lög, sem áttu að eyðiieggja þetta þjóðarmein— einok- unarvaldið—en þau höfðu engin áhrif Demókrataflokkurinn komst þá bráð- um til valda aftur, með Cleveland við stýrið, og þá voru enn á ný sam- þykt lög sem áttu að hrífa. En það fór á sömu leið. Hvorutveggja þessi lög standa nú skráð á lögbókum vor- um, og ennþá þróast einokunin, og jainvel betur en nokkru sinni áður. Hvað skyldi ganga að ? Sannleikur- inn er sá, að hvorug þessi lög snerta rótina, sem þcssi eyðilegging fær vöxt sinn og viðgang frá. Þá skulum vér aðgæta hvernig þessi einokunarfélög hafa myndast. Við verðum þá fyrst að skilja til hlýtar hvað einokun er. Einokun er það kallað, þegar einhver hefir náð algerðum yfirráðum yflr einhverri sérstakri atvinnugreín. En þegar fleiri einstaklingar mynda félagsskap til þess að ná algerðum umráðum yttr einhverri atvinnugrein, svo að þeir geti hæglega eyðilagt alla keppi- nauta sína, og einir ráðið verðmæti einhverrar nauðsynjavöru sem al- menningur þarfnast, ekki einungis söluverði hennar, heldur einnig verð- mæti hennar gagnvart þeim sem framleiða hið óunna efni. Þá fyrst stöndum við augliti til auglitis við einokunarfélög nútíðarinnar. Og þá kemur þýðingarmikil sparning : Hvernig getur nokkurt félag náð al- gerðu einveldi yfir nokkurri atvinnu- grein ? Eða með öðrum orðum: Hvernig er það mögulegt fyrir ein- valds eða einokunarfélag að verða til og þrífast ? Hafa ekki þúsundir manna, sem stunda sömu atvinnu- grein, meira afl heldur en eitt félag ? Eru ekki 70 miljónir manna kraft- meiri en einn tugur manna ? Þeir eru það efalaust, ef þeir hafa sama tækifæri eins og hinir. Hvernig geta )á fáir menn eyðilagt atvinnuveg keppinauta sinna, og haldið algerðu einveldi á þeirri atvinnu, þó öll þjóð- in sé þeim mótvinnandi ? Þeír geta þetta að eins á einn hátt: Þeir hljóta að ná á sitt vald hreyflngaröflum allra viðskifta. Þeim er þá auðvelt að skapa öll viðskifti manna, eyðileggja alla samkepni og innleiða okunarfé- lög þegar þeim þykír bezt við eiga. Hvað er nú það sem við kölium hreyfiöfl viðskiftanna ? Þau eru þrjú. Hið fyrsta er peningamir, hinn eini viðurkendi verðmælir, og miðpunkt- ur allra viðskifta. Alt lflýtur að standa í stað eða þverra, ef þetta afl er sett í fjötra, eðaef því er ekki leift að vaxa, jafnfljótt og viðskiftin og fólksfjöldi aukast. Hið annað hreyflafl viðskiftanna eru samgöngurnar. Greiðar sam- göngur sem hægt er fyrir alla að nota með sömu skilmáíum, er eitt af stærstu velferðarskilyrðum hverrar þjóðar; því víðtækari sem þjóðin er, því greiðari þurfa samgöngumar að vera. En rétturinn að mega hagnýta sér þetta hreyfiafl viðskiftauna jöfuum höndum 0g með jöfnum kostum við keppinaut þinn, er eitt skilyrðið f'yr- ir því að einokunarfélög geti ekki mvndast. Þar sem það er ekki, og þar sem gæðingum ogauðfélögum er gert greiðara lyrir, þar er lengið vopnið, sem veitir allri heilsusam- legri samkepni hið síðasta rothögg. Er þá hægt að sýna að nokkur slíKur mannamunur eigi sér stað hvað viðvíkur samgöngunum ? Já, og það er að nokkra leyti nMtúrleot, þar sem þetta sterka hreifiafl viðskiftanna er eingöngu í höndum einokunarfé- laga og þeirra fylgiflska. Við skul um líta í krir.g um okkur. Hvað sjáum við þá fyrst ? Einn mann, J. Pierpont Morgan, umboðsmann og meðeiganda auðugs Gyðingafélags I Lundúnum, einn mann, sem þannig á og stjórnar algerlega fitta stærstu og þýðingarmestu járnbrautarkerfun- um í Ameríku, og liggja spor þeirra eins og net yfir þver og endilöng Bandaríkin, frá hafi til hafs. Það er því gefin setning að þetta volduga Gyðingafélag getur algerlega ráðið öllum samgöngum og öllum flutningi innan vebanda fólksflesta og auðug- asta parts Ameríku. Það eru á þessu svæði að eins fjórar smábrautir sem ekki tilheyra þessu félagi. 0g það er, því miður, enginn efi á því, að einnig þessar brautir neyðast til, fy.r eða síðar, að lúta vilja þessara sam- vizkulausu auðmangara. I stuttu máli: fáeinir menn, sem að sjálfsögðu eru ætíð sammála, geta sezt niður og með einum pennadrætti stöðvað allar samgöngrur innan Bandaríkjanna Þeir geta eftír vild hækkað eða lækk- að flutningsgjald fyrir menn og muni; þeir geta eyðilagt eina brautina og bygt aðra upp á rústum hennar. Hið þriðja hreyfiafl v'ðskiftanna er útbreiðsla þekkingarinnar. Svo lengi sem hinn starfandi heimur get- ur eingöngu hagnýtt sér póstsam- göngurnar til útbreiðslu þekkingar- innar, þá standa allir jafnt að vígi; en þegar sérstakar atvmnugreinar einungis fara að hagnýta sér frétta- þráðinn, þá er hætt við að fjöldinn missi sjónar á þeim ógnaáhrifum, sem það verkfæri mannanna hefir á við- skifti þeirra. Starf hvers manns fer algerlega eftir hugmyndum hans, og hugmynd- ir hans myndast af þeirri þekkingu sem hann fær. Þess vegna er það, að hugmyndir og starf hinna beztu manna eru oft algerlega skakkar, af því þeir hafa ekki náð hinni réttu þekkingu á málefninu, þekking, sem því miður er oft og einatt hulin af á- settu ráði fyrir augsýn almennings. Þeir sem geta ráðið því hvað við les- um, geta auðveldlega ráðið skoðun- atn vorum ; þeir sem ráða skoðunum vorum, ráða algerlega a'kvæðum vorum, ráða fjárhag vorum; og um leið ráða þeir framtíð allrar þjóðar- innar. Hér eru þá talin hin þrjú hreyfl- öfl viðskiftanna: Peningar, sam- göngur og útbreiðsla þekkingarinnar. Hvernig ætti nú að brúka þau og hverjir ættu að stjórna þeim ? Er það róttlátt að þessi sterku öfl, sem farsæld allrar þjóðarinnar er undir komin, séu í höndum fárra manna, sem brúka þau að eins fyrir sinn eig- in hag ? Nei, als ekki. Þessi öfl eiga að vera undir umsjón hins opinbera, starfandi með jöfnum rétti og jöfnum skilyrðum fyrir alla borgara Banda- ríkjanna. Slíkt heflr ekki átt sér stað hér áður. Við höfum þvert á móti séð þessi öfi í höndum fárra ein- stakliiiga, sem eru smátt og smátt að eyðileggja allar framfarir í landinu, og sem með tímanum munu óhikandi leggja járngreipar sínar um kverkar stjómarinnar.—[Niðurlag næst.] Greenvvay-dúsan. Herra ritstjóri:— Viljið þér gera svo vel og Ijá fylgjandi línum rúmí Heimskringlu. Það er margt fróðlegt í fylkis- reikningunum f'yrir árið 1897, sem lagðir vora fyrir þingið fyrir nokkr- um dögum. Ég hefl fengið eintak af þessum reikningum, en ekki þarf ég að þakka það stjórninni eða nokkr- um af hennar íslenzku leigusnápum. Þeir eru ekki vanir því að taka á sig stór ómök til að senda íslendingum þessar skýrslur, enda mun þeim ekki lagt stjómarmeölagið í þeim tilgangi. Við þessa skýrslu, þó hún sé ekki löng, er margt að athuga, og skal ég drepa á fáein atriði sem mest stinga I augun. Töluliður 24 sýnir, að Sig- tryggur Jónasson heíir sett $4.60 í ferðakostnað. En hann á heima hér í bænum innan mílu vegar frá þing- húsinu og getur farið alla leið á stræt- isvagni fyrir ein 5c. Þessi ferða- kostnaðarreikningur er því ósæmi- legri, sem þinglaunin eru alment við- urkend að vera gífurlega há. $600 laun fyrir að sitja (þegjandi) á þingi I 3 til 4 vikur er svo rífleg borgun, að það ætti að vera óþarfi að setja fylkinu stóra reikninga fyrir ferðalag sem aldrei hefir verið farið. Tölu- liður 780 sýnir, að Joseph Polson hef- ir fengið $68.30 fyrir að ferðast til Gimli. En það vita allir sem nokkuð þekkja til, að ferðin frá Winnipeg til Gimli kostar að eins $2, og ináltíðir era 15c. nálega alstaðar fyrir norðan Selkirk, svo að annaðhvort beflr hr. Polson verið lengi í “túrnum” eða hann hefir borðad oftar og meira en alment tíðkast meðal menskra manna. Það væri annars fróðlegt að fá að vita, hvað maðurinn var að gera til Gimli og hvernig hann fór að verða af með þessa $68.30 sem hann gerði fylkinu reikning fyrir. Töluliður 922 sýnir, að Lögberg heflr sogið stjórnarkúna svo að nemur rúmlega fimtán hundruð dollars. En þessi upphæð er þó um $160 minni en dús- an var 1885. Þá var ómagameðlagið með Lögbergi á nítjánda hundrað dollars; en það var líka rétt fyrir kosningarnar 1896, og þurfti því kemur honum þessi hjálp vel, því fjclskilda hans er stór. — Tölul. 1177 sýnir að Kr. Jónsson á Baldur heflr fengið $156.60 fyrir að sækja fundi. En hvenær, hvar og hvaða fundir það hafl verið, verður ekki séð. — Tölul. 2788, $1298, er ekki hægt að segja með vissn hvort hafl gengið til /íslendinga, en ekki er ólfklegt að eitthvað af þeirri upphæð hafi gengið j til þeirra íslendinga sem unnu við Posen-skurðinn í fyrra, og sem, sum- ir hverjir, höfðu til skamms tfma ekki fengið kaup sitt að fullu. Af reikningunum er að sjá svo, að um $9000 hafl á. síðastl. ári geng- ið til Islendinga af fylkisfé, oger það ekki stór upphæð í samanburði við tölu þeirra í fylkinu. En þessari upphæð virðist ekki hafa verið skift sem jafnast niður, þar sem einn þriðji allrar upphæðarinnar heflr gengið til tveggja manna, þeirra sem tiltölu- lega minst hafa unnið fyrir því sem til þeirra heflr gengið. . Vel má vera að nokkuð meira fé hafi gengið til íslendinga heldur en það sem ofangreind skýrsla sýnir, svo sem undir tölulið, 703, $17 til bændafélagsins við íslendingafljót. Einnig hljóta íslendingar að hafa notið einhverrar upphæðar af þeim $183,588,88, sem varið hefir veriðtil mentamála á síðastl. ári. En sjálf- sagt heflr það verið sárlítill hluti af aðalupphæðinni, og einkennilegt er það, að í reikningunum verður ekki vart við nafn nokkurs íslendings í sambandi við útborganir á því mikla fé sem varið er til mentunar almenn- ings hér í fylkinu. Það eru bara pólitisku lauparnir íslenzku sem Mr Greenway ber fyrir brjóstinu. Svo læt ég hér staðar numið að sinni og bíð átekta. WlNNIPEGINGCR. KOSTABOÐ. Sendid strax 10 cerits í silfri, og eg skal senda ykkur með næsta pósti mjög fall- egan PRJÓN i hálsbindið ykkar. ís- lenzkur fáni, með náttúrlegum litum, er á hverjum prjón. Þessir prjónar eru snildarverk. Það er ómðgulegt að lýsa þeim fyllilega. íslendingar ætt að vera “stoltir” af að eiga og bera einn af þess- um prjónum. Sendið eftir einum. Ef þið eruð ekki ánægðir með þá, fáið þið borgunina tíl baka. Það er sanngjarnt. Tveir prjónar fyrir 15c. Ég vil fá agenta. J. LAKANDER. Maple Park, Kane Co., III., U.S.A Exchange Hotel. 612 JSÆ^&IISr ST. Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H BATHKUM, EXCHANGE HOTEL. 6154 Iflaln Mtr. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ..... 462 Main St., Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA 718 Iflain 8tr. Fæði $1.00 á dag. Rranswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Lítið á eftirfylg-jandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöra, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfnr og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 14 “ “ með sigti $1.10 52 “ 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. No. 9 þvatta Boilers $2.50 70 “ $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fœdi ad elns $1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK. —eigandi.— Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), 8em til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, W. Dak. PAT. JENNINGS, eigandi’ Phone 177 Þegar þú þarfnast fyrir BRAUÐ af hvaða tegund sem er, eða “candy" og “chocolates,” þá láttu oss vita það Hvað sem þú biður um verður flutt heim til þín samstundis. Við höfum altaf mikið að gera, en getum þó ætíð uppfylt óskir viðskiftavina vorra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.