Heimskringla - 24.03.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.03.1898, Blaðsíða 1
Heimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 24. MARZ 1898. NR 24 ?Photo= jgraphs ÞAÐ ER ENGINN EFI Á ÞVÍ AÐ VÉR GETUM - - GERT YÐUR ÁNÆGÐA BÆÐI HVAÐ SNERTIR- VERÐlÐ OG VERKIÐ - - w \ ) PARKIN Hain St. é Stöllurnar. Ég sá, flækingsábætur * Úti' í vetrar-hreggum ; Sargaði' í kálfa' og knjábætur Klökugur faldur eggum. Hlassastaða stöllurnar Snoppum þrýstu' að skjáum ; Vöxtinn húsgangs-Höllurnar Hafa af sínum áum. Skýrt ég leit í skásjónum Ske'kking réttra laga ; Úlfúð var k ásjónum Asnamynd að draga. Hrakningsrauna hrollurinn Hékk k andlits-geplum; Skautaði kauna-kollurinn Klepruðum flókasneplum. Nöguð sálar sauð-girðing Sýndi skamtinn klipinn ; Smitaði andleg auðvirðing Út nm kindarsvipinn. Kk. Stefansson. ísland. í fornöld var ísland það frelsisins land, Sem frækleikans hetjurnar bygðu; Fastbundnar reglur þar fundustei grand Er framsóknar hugmynd á skygðu. Báru menn vopnin mjög bitur og skín- andi, Blikandi hjálma og skildina hvinandi; Oðul þeir vörðu fyr' óvina höndunum, Agang neinn liðu á frumbygðu lönd- unum. Metnaðar-ríkir við gnægð fjár og gull, Glaðir þá drukku sín rennandi full. Síðan kom miðalda myrkviðristíð, Sem manndáð og hetjuskap eyddi; Harðstjórnarkúgun og kyrkjunnar strið Kjarkinn í landsmönnum deyddi. Einnig var tíðarfar oftast mót stríðandi Islenzka þjóðin stóð fámenn og líðandi, Við hörmungar taldar og helvítis kenn- ingu, Heilagan lestur um guð og hans þrenn- ingu. Þeir sólbjörtu dagar sáust ei meir, Syngjandi hjálmur né rymjandi geir. Þú frjálsborna, ættstóra, íslenzka þjóð, Sem afreksverk feðranna geymir, Aldrei lát kólna það öðlinga-blóð I æðunum sem að þér streymir. Rís upp af doðanum, drunganum, svefn- inum, Dreifðu burt kreddum og hjátrúar-efn- unum ; Mentun að hlúðu, manndáð og þekkingu Mótspyrnu veit aldrei sundrungar- blekkingu ; Með áhug og framsýni efldu þinn hag, Aftur svo lítir þann frjálsborna dag. Veit ég að sönnu þú vakir til hálfs Og verkar þér stírur úr augum; Órar þér fyrir að áður varst frjáls, Andinn og þróttur í taugum. En til þess að heimurinn hafi' a þér gæt- urnar, Hátt þarftu' að risa og standa' upp a fæturnar. Og útrétta hendur mót umheimsins klseðunum, Andlegu' og verklegu taka við gæðunum. Svo munt þú efalaust sjá um þinn hag, Og sannlegalíta þann frjálsborna dag. Magnús S. Ólson. >Victoria, B. C. Stökur. J. E. Eldon :— Fimtíu stykki f :tt mér ,endu af fjörusu "i: aga- varinu," í brjósti' um fólkið blessað kendu, það biður út af lífinu. Borgunina' eg sendi síðar, sint því get ég ekki nú, ljóðasmiður lista tíðar, lifðu í þeirri von og trú. ./. A. J. Lindal. 8var :— Áður fékk éíl frá þér bréf framast þakka gjð 'i, Erjálsmannleg og liðug stef léku þar af fjöri. Biður mig um "Braga-svar" blaðið litla. téða. sent er það með C. P. R. (s!-pí-ar) svo þið megið kveða. ./. B. Ellm,. Hvernig Greenway varð "Liberal." Þeir sem þekkja sögu Mr. Green- ways vita vel. að hann var sterkur Con- servative framan af æfinni. En þeir eru sjálfsagt færri sem nokkuð vita um það af hvaða ástæðum hann yfirgaf flokk sinn og slóst i lið með "Liberölum." En nú hefir Mr. Greenway sjálfur skýrt frá því á þinginu fyrir fáum dögum síðan, að hann hafi yfirgefið Conservativa vegna tollverndarstefnu þeirra. Út af þessari logDu staðhæfingu stjórnarfor- mannsins, hefir blaðið Nor'-Wester hér í bænum, sagt þann kafla úr æfisögu Greenways sem lýtur að þessu máli, og er sú saga þannig : "Mr. Greenway var þegar á yngri árum sínum mjög metnaðargjarn mað- ur, og hélt sig að þeim pólitiska flokki (Conservativum), sem um og eftir ríkja- sambandið réði lögum hér í Canada, og fyrir ákafa þann er hann sýndi i að halda uppi stefnu Conservativa, þá náði hann útnefningu sem þingmannsefni þess flokks á sambandsþingi, fyrir South Huron-kjördæmið. árið 1872. En hann náði þá ekkí kosningu. Hann var aftur útnefndur sem þingmannsefni af Conservativaflokknum í hinum alroennu þingkosningum sem fóru fram 1874, en tapaði þá aftur kosningu fyrir gagn- sækjanda sínum, Mr. M. C. Cameron. Mr. Cameron var samt litlu síður dæmd- ur úr sætinu fyrir mútugjafir (eins og svo er altítt fyrir Liberölum) og gat því ekki boðið eig fram til endurkosningar. Mr. Greenway var nú i þriðja sinn út- nefndur af Conservative-flokknum, og voru miklar líkur til að hann næði nú loks kosningu. En hann mun ekki hafa kært sig um að eiga neitt a hættu í þetta skifti. "Liberalir" höfðu sem sé við al- mennu kosningarnar 1874 náð völdum í Canada, og það voru líkindi til að þeir mundu halda þeim um mörg ár, eða svo mun Greenway hafa skoðað það. Hon- um kom því það snjallræði í hug, að bezt mundi vera fyrir sig að koma sér í mjúkinn hjá hinni nýkosnu stjórn og ná um leið sæti í Ottawaþinginu. En þetta gat ekki orðið nema með þvi móti, að svíkja Conservativa-flokkinn, sem svo lengi hafði trúað honum og reynt að hefja hann til metorða. Mr. Greenway fór því til og gerði leynisamning við hina nýkosnu McKenzie-stjórn, um að fylgja henni að málum á þingi, ef hún léti sig ná kosningu gagnsóknarlaust. En til þess að Conservativa skyldi ekki gruna neitt um þessi svívirðilegu svik Greenways, þá skyldi það látið í veðri vaka, að "Liberalir" mundu setja út mann á móti honum, og var því fleygt út við kjósendurna, að stjórnin ætlaði að eetja einn af sínum leiðandi mönnum út k mótí Greenway. En þegar utnefn- ingardagurinn kom, (sem jafnan er 7 dögum á undan kosningum), þá út- nefndu Conservativar Mr. Greenway sem þingmannsefni sitt, en "Liberalar" sem þa voru þar á staðnum og létust fram að síðasta augnabliki vera í undir- búningi með tilnefningu á sínum manni, útnefndu engann, og Mr. Greenway náði þannig kosningu mótmælalaust. Þetta skeði þann 11. Febrúar 1875. Eftir kosninguna fór Mr. Greenway þegar til Ottawa, og tók sæti á þinginu sem stjórnarsinni, og greiddi jafnan síðan at- kvæði með McKenzie stjórninni, þar til hún var rekin frá völdum, 4 árum siðar. Þetta er saga svikarans í fáum orð- um sögð. En nú segir Greenway k Manitobaþinginu 15. þ. m., að hann hafl yfirgefið Conservativa-flokkinn vegna tollmáiastefnu hans. En sú tollmála- stefna var ekki tekin upp af flokknum fyr en 1878 og ekki sett á stefnuskrá hans fyr en á fundi 1879, f ullum 3 árum EFTIR að Greenway hafði gerst lið- hlaupi. Það er því sannað, að svik Greenways við Conservativa-flokkinn voru ekki gerð af neinni ótrú á stefnu hans, á þeim tíma sem haiui sveik hann, heldur voru þau eðlileg aíleiðing af hin- um lægstu og svívirðilegustu hvötum sem eru eiginlegar samvizkulausum mönnum." WlNNrPKGINGUS, Útilegumenn í Utah. Eitt af því sem mikið er talað um nú k dögum. og óefað má telja með al- mennum fréttum, þegar menn tala um viðburði í Utah í heild sinni, eru áti- legumennirnir, "Outlaws in Zion", eins og þeir eru vanalega nefndir. Es; hefi oft haft í hyggju að minnast lítið eitt á þetta mál í vorum íslenzku blöðum, en hlífst við því í lengstu lög, vegna þess að sagan um þá kastar hálfgerðum skugga blæ k vora "heilögu Zion". En nú er svo komið aðblöðog fregnritar gera þetta mál að aðalumtalsefni. bæði hér í Zion, og eins í kringumliggjandi fylkjum. Og "ona ég því að mér leyf- ist að "leggja orð í belg" og segja álit mitt um þetta mál. Ég get samt tæp- lega byrjað sögu mína fyrir utan foi- mála, það er dálitlar útskýringar, því ég geng út frá því sem vissu, að mörg- um þyki óliklegt að annað eins geti átt sér stað i Zion, þar sem "hinir síðustu daga heilögu" lifa (ísraelsbörn 19. ald- arinnar) og alt er vigt og helgað "herr- anum", bæði dautt og lifandi; en þrátt fyrir þetta alt litur svo út, að Lússifer sé ekki alveg útilokaður héðan, og að liann geti komið við oft og einatt, til að sá. illgresi meðal haeitisins og "uppsetja herrans verk hér", eins og menn kalla það; því eftir sögusögn merkra blaða, og áreiðanlegra manna, eru fleiri morð, meiri þjófnaður.meira r&n og gripdeild- irog svo til áréttingar hórdómur og als- konar ósiðferði framið hér í Zion, en í hinum vestlægu fylkjum öllum til sam- ans. Það líður aldrei sú vika af guðs góðviðri yfir oss, að ekki megi lesa í blöðum vorum tvær eða þrjár duglegar morðsögur, að ekki heyrist getið um sauða og nauta þjófnað, innbrotsþjófn- að rán og gripdeildir; og einatt eru menn hneptir í fangelsi,fyrir óleyfilegar samfarir við Zionsdætur. I Salt Lake City, Ogden og ýmsum námabæjum ber auðvitað mest, og aðallega, á þessum ó- fögnuði, rétt undir handarjaðri hinna ströngustu lögreglu og hiniiar mestu varúðar, sem höfð er á öllu. En það er eins og þetta komi fyrir líkt og þrumu- skúr úr heiðríku lofti. Vindblær yndis og ánægju getur baðað mönnum 4 vöngum í dag, en k morgun eru menn máské fallnir í vargahendur, komnir ó- afvitandi út i ógæfu og glötun. Það hefir oft viljað til að ráðizt hefir ver ið á hina allra friðsömustu menn é, strætum úti, eða k förnum vegi og þeir illa útleiknir, ræntir eða jafnvel drepn- ir, og komast þeir að jafnaði undan, er slik ódáðaverk vinna, alveg órefsaðir. Um orsakirnar til þessa óaldaranda fer tveimur sögum, Sú fyrri er talin: afarmikilsala og nautn áfengra drykkja og hóflausir, og næstum að segja, ótak- markaðír dansar, bæði í danshúsum, kyrkjum og familíuhúsum. Ziousbörn halda mikið af dönsum, og það svo mik- ið, að varla er gleðisamkoma haldín á meðal þeirra syo ekki fylgi dans ó eftir, og næst dansinum gengur faðir Bakk- us, sem ýmist örfar fjörið til víkings- skapar, ásta, eða annara óleyfilegra at- hafna. Ekki eru það heldur karlmenn eingöngu, sem ásaka má fyrir þetta, því konur taka ósvikin þatt í því líka. Hið annað sem talin er orsök til þess- ara vandræða, er takmarkalaus inn- flytjenda straumur til Utah af alskonar þorparalýð, sem auðvitað heldur sig mest í, og í nánd við náma-"Camps", og þeim bæjum, sem flestar járnbrautir liggja til, Svo þegar öllu þessu slær saman, hefir það þær afieiðingar, sem ég hefi talið upp hér að framan, og sem nú k dögum horfir til hinna mestu vand ræða i Zion, þó . onandi sé að mönnum takizt að ráöa bót á því aður en langt liður. I suðausturhorninu k Utah, nálægt svonefndum "Castle Valley", liggur eyðimörk mikil, og eru þar viða fjöll, gil og grafningar, eins og reyndar víða í Utah. En í þessu áður umgetna plá^si hafa þorparar af öllurn tegundum tekið sér bólfestu, og nefnist bæli þeirra þar í fjöllunum KolibersUoost (ræningjabæli) ia svo tilhagað, að þess- ii-náuiifi.i. .dt'a þarna óvinnandi vígi, og er það talin liin mesta hætta að eiga nokkuð við þessa víkinga, sem enginn vt>it tölu á, því þangað strjúka ekki einungis þjófar og morðingjar úr Utah heldur einnig úr nærliggjandi héruðum. svo sem New Mexico, Colorado. Vvyo ming, Idaho og Nevada, og er þetta samsafn hið mesta af illþýði, sem hvað eftir annað gerir áhlaup og árásir, og hið mesta tjón beeði á lífi og eignum manna, þegar þeír sjá se> gott færi á þvi. Þeir ræna menn um hádaga eins vel setn dökkar nætur, og lata greipar sópa um fénað og peninga, og líf manna meta þeir einskis. I fyrravor stálu tveir af þeim $7—8 þúsund af gjaldKera nám- afélagsins að Castle Gate, sem kom frá Salt Lake City til að borga verkamönn- um kaup sitt. Ránið var framið um há- dag, kl. 12, á milli járnbrautarstöðvanna o% skrifstofu félagsins, sem að eins voru fáir faðmar k milli, og.eitthvað á annað hundrað manns, alt efldir karlmenn voru viðstaddir, en gátu samt engri vörn viðkomið, því bæði' voru útilegumenn alvopnaðir og ríðandi k hinum bestu gæðingum. Kom þetta rán flatt upp á fólk, eins og hvirfilbylur, og var alt um garð gengið áður en menn vissu gerla hvað skeð hafði, og ræningjarnir komn- ir á fleygiferð í burtu. Engann drápu þeir samt í þessari atrennu, þó þeir hafi marga drepið, bæði bændur, fjárhirða og löggæzlumenn. og mörg íleiri ran framið síðustu 4—5 ár, sem er tímabilið síðan fyrst fór að brydda k þessum ó- fögnuði. Hvað margir þjófsr og illvirkjar að hafa komist undan mannahðndum á ýmsan hátt og flúið í þetta þjófabæli, er mér ekki kunnugt, en óhætt mun að fullyrða að þeir eru margir, og fjöhca einlægt, því sem sagt komast ótrúlega margir undan af þeim sem illverk fremja hér í Utah, og veit löt;reglan hvar marg ir af þeim eru niðurkomnir, þó ekki fái hún að gert.i I fyrstunni. eða fyrir eitthvað fimm árum síðan, voru i þessu bæli ekki nema að eins tveir menn. Þeir voruifyrst- unni sauðaþjófar en drapu löggæzlu- mann (sheriff) þegar átti að handtaka þá, og flúðu síðan til fjalla og hafa ekki náðst þann'lag í dng. Og siðan hefir þessu illþýði f jölgað drjúgum ár frá ári, þrátt fyrir allar tilraunir með að hand- sama þá, sem ætíð hafa misfarist. Nú er á orði að stjórnir þessara fylkja, Utah, Mexico, Colorado, o. s.frv. taki sig saman og dubbi upp herlið til þess að hreinsa út "Robbers Roost," og er vonandí aðeitthvað verði af fram- kvæmdum, vonandi að þeim takist að hreinsa þetta illþýði burt úr Zions hveiti. Sem sagt væri þetta hið mesta nauð- synjaverk, og það er stór furða hve lengi þetta hefir veriðlátiðdragast. Lögregl- an hefir haft hinn mesta beig af þessum óaldarflokki, og þorir ekki að voga h'fi sínu undir vopn þeirra, en að sama skapi hefir þetta ankið og eflt siðaspill- ingn og margt ilt hér í Utah. Margir sem skammastryk hafa gert, hafa fyrir- fram verið búnir að ráðstafa framtíð sinni, og á,tt víst hæli í þessum útilegu- mannaflokki, og hafa síðan framiðþessi ódáðaverk og morð, sem nú á síðustu árum hafa keyrt fram úr öllu hófi hér i Utah, E. II. J. * * é E. FURNER = flillinery = 522 Main Street *m WINNIPEG, MAN. t FRETTIR. 3000 pör DANSKRA ULLARKAMBA [Merktir J. L] Við ábyrgjumst þá. Sendir til ykkar fyrir $1.00. Skrifið til Alfred Andresen & Co. Western Importers, 1302 Wash Ave. So, Minneapolis. Minn. eða til <ir. iHwHUMin, 131 Higgin St., Winnipeg, Man Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐl með öllu tilheyrandi, HLIDARBORÐ, ný og og iðmul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- lesrum stærðum, OFNAB og OFNPÍP- l'R, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira setn liér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er se.lt við lægsta verði. Við vonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafniö áður en þið kaupið annarstaðar, og þá .sjálfsatrt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. ^i'íiar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. Canada. Nokkrir Bandaríkjamenn frá Buffa- lo, N. Y. ríki, sem fengnir voru til að leggja tígulsteinsgólf í stórhýsi eittí Toronto, varð það á að ganga að vinnu sinni á sunnudaginn var, eins og hvern annan dag. Afleiðíngin varð sú. að þeir voru allir teknir fastir og klagaðir um helgiolagsbrot. Nýlega hefir verið tekið manntal af öllum Indíáinum, sem eru í Canada. A- því sést að Indíánar fækka mikið hrað- ara þar sem þeir hafa lítil mök við hvíta menn, heldur en þar sem þeir eru nærri þeim og umsangast þá, daglega. Þannig svnir manntalsskýrslan. að þeir fjölga töluvert í Ontario, en fækka aft- ur i Manitoba og Norðvesturhéruðun- um. Eftirfarandi skýrsla sýuir mismun- inn k tveimur síðustu árum : 1897 1896 Ontario 20,208 47,663 Quebec 10,622 10.626 Nova Scotia 1890 2,108 New Baunswick 1658 1590 Prince Edward Island 303 308 British Columbia 24,946 25,068 Manitoba 6,541 9,444 North West Territory 14655 11679 Svo eru Indíánar dreifðir hingað og þangað um ríkin, sem eigi eru héc tald- ir. Telst svo til að fjöldi þeirra sé ná lægt því sem eftirfarandi tölur sýna : Með fram MacKenzie-ánni um 2458. í austur-Athabasca 881, hjáGreat Slave Lake 1915, Riviere aux Liards 378. hjá Riviere Athabasca 1331, hjá Peace Ri- ver 893, hjá Lesser Slave Lake 1218, í Yukon héraðinu 2600, í Nelson og Churchhill héruðunum 852, í Austur- Ruperts Land 4016 og á Labrador 1000. Bandarikin. Ekkert áreiðanlegt skeyti kemur enn frá nefnd þeirri, sem skipuð var af Bandaríkjunum til þess að ranasaka af hvaða orsökum herskipið Maine sprakk. Nefndin heldur ýmist til í Havana eða í Key West. Nú sem stendur heldur hún til é. herskipinu Iowa. Ef nokkuð má fara eftir því sem fregnritar hinna ýmsu Bandarikja blaða þar suður frá skrifa, þáer enginn efi á því, að Maine hefir verið sprengt upp af Spánverjum. Spánverjar sjálfir hafa einnig aðra nefnd í Havana. sem hefir sama starfaog Bandaríkjanefndin. Öll Spánar blöðin telja víst, að sú nefnd álíti að skipið hafi sprungið að innan- verðu frá. Það er eftir að vita hvað Bandaríkjastjórnin gerir. Hvort hún þiggur blóðpeninga frá Spáni fyrir her- menn sína, eða hvort hún lætur að vilja almennings og sýnir alheiminum, að þó hún vilji frið um fram alt, þá sé friður inn því að eins æskilegur, að heiðui þjóðarinnar sé hvergi skertur. Frost gerði ákafann skaða í Cali- fornia í vikunni sem leið. Skaðinn k alskonar ávöxtum í Buissondalnum er metinn á $150,000 og í Vacadalnum á $250,000. Nú eru Bandaríkin bttin að kaupa työ herskip, sem voru í smíðum á Eng- landi fyrir Brasilíu. Þau kostuðu nokk- uð yfir 2 milj. dollars hvort. Skipin eru álitin sérstaklega vönduð, Svo hafa nú Bandaríkin augastað á þremur öðrum ágætis herskipum, sem tilheyra smálýðveldum í Suður-Ameríku Kona Senator Thnrston frá Ne braska dó um borð k skipinu Auita á höfninni Sagua í Cuba 11. þ. m. Eins- konar heilaveiki varð henni að bana. Hún lagði af stað með manni sinum, fleiri þingmönnum og konum þeirra. frá Washiugton, aleiðis til Cuba. Vin- konu sinni einni hafðí hún sagt á leið lifandi til baka aftur. Mrs. Thurston var mjög vel þekt um öll Bandarikin. ekki einungis sem kona einhvers mesta rseðuskörungs þeirra, heldur sem sí- starfandi og óþreytandi eljukona við alt það sem að framförum leit. Gestgjafahús í Butte Mont brann til kaldra kola k mánudagsmorguninn; um 300 manns, mest namumenn, voru í húsinu þegar kviknaði i því. Það er ómögulegt að segja enn þá hvað margir hafa farizt; gizkað k 25. Eignatjón um $30,000. Eldur eyðilagði Wellington Hotelið í Chicago 16. þ. m. Fjöldi manns beið bana, og margir meiddust k þvi að stökkva úr gluggum á byggingunni of- an á strætin, Skaðinn um $350,001. Annar voðaeldur k mánudaginn í Chicago eyðilagði Schoeneman bygging- una miklu. Búist er við að eitthvað af fólki hafi brunnið í byggingunni. — Eígnatjón um $225000. Samþykt af neðrideild þingsins í Washington k mánudaginn, að borga öllum sem eftir lifa, af þeim sem voru á herskipinu Ma-ne, og einnig erfingjum þeirra sem dóu yissa upphæð í skaða- bætur; sú upphæð skal nema því sem næst árskaupi hvers manns. Frétt heíir verið send til Washing- ton frá Alaska, að óaldarflokkur einn sé búinn að taka undir sitt vald Ben- nettsbrautina svo kölluðu, sem liggur upp að White Pass. Hermálastjórnin í Washington sendi undireins skeyti til General Merriam um að senda setuliðið, sem situr i Skagway, svo fljótt sem auðið er á þær stöðvar, sem óaldarsegg- irnir halda til k, og sjá, um að eignum manna og lífi verði borg ð. [Ttlond. Siðustu fréttir frá Englandi færa þá. hrygðarsögu, að mannvinurinn og snillingurinn Wm. E. Gladstone sé í dauðans greipum. Það er sagt að hann sé algerlegadhættur að festa huga sinn við nokkurt málefni, sem nú er á dag- skránni, og vita þó allír hversu ant honum hefir verið að hafa fulla vitn- eskju um alt fram að þessum tíma. Það er álitin órækur vottur þess, að lífskraftur hans sé þegar þrotin. Eitt af því siðasta sem hann 'hefir talað um, er Cubamálið. Lét hanní ljósi ánægju sína yfir núverandi stefnu Bandaríkj- anna í því máli. Salisbury lávarður er einnig mjög hættulega veikur, þó vonast sé eftir að sjúkdómur hans sé ekki ólæknandi. — Það væri átakanlegt fyrir Bretaveldi, ef það skylcii missa i einu tvo sína merkustu menn. A Englandi er látið mjög vel yfir þeirri h'ugmynd, að Bandarikin og England gangi í samband til sóknar og varnar. Öll helztu blöðin þar eru sam- mála um að slíkt samband yrði það sterkasta afl, til þess að viðhalda friði í heiminum. Og á. hina hliðina yrði ekki árennilegt fyrir hin stórveldin að leita á tvímenningana með ófriöi- Þar sem hægt væri að koma með 50,000.000 her- manna fram á vígvöllinn, og þar sem um helmingur af öllum auðæfum heimsins stæðu á bak við. Rússar hafa að sðgn slakað til við Tyrki, með borgun ít stórkostlegri fjár- upphæð, sem þeir eiga hjá þeim, og sem Rússar höfðu hfiimtað aðyrði borg- uð með ska^abótapeningum þeim, sem Grikkir verða að greiða Tyrkjum. Or- sökin er söjð að vcrasú, að Tyikir sam þj'kkja Georg i>rinz af Grikklaudi seia ytirtnann a Krítey. Það þýðir um leið að Rússar bafa í framtíðinni meira að seiija í stjórn Kríteyjar, heldur en nokkurt hinna stórveldanna. Frakkar biðu nýlega ósigur fyrir uppreistarmönnum á Madagascareynni. Sex yfirtnenn og 100 hermenn féllu. Uppreistarmenn náðu mörgum riflum inni, að nún byggist ekki við að koma og töluverðu af skotfærum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.