Heimskringla - 31.03.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.03.1898, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 31 MARZ 1898. r 4 4 4 4 4 • 4 4 4 4 4 4 4 t 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 $10 Fatnadir. Vér hofum sérstakar byrgðir af .$10.00 fötum. Þau eru vel gerð, úr góðu efni, og klæða hvern mann ágætlega. Þú kannske borgar $12—$15 annarstaðar fyrir œikið lakari föt. Ef þú vilt klæða þig vel fyrir litla peninga, þá komdu til The Commonwealth. Hoover & Co. Corner jllnfii Str. & City Hall Sqnare. Winnipeg*. Hra. S. Oliyer, kaupmaður frá Sel- kirk, var hér á ferð í síðustu viku. Nr. 20 af þessum árg. Hkr. verður keyft á skrifstofu blaðsins. Þeir sem kynnu að vilja selja það, eru beðnir að senda það til vor sem allra fyrst. Vér viljum vekja athygli lesenda vorra á auglýsing í þessu blaði frá hr. Þórði Jónssyni, úrmakara, Hann er vel að sér í iðn sinni, vandvirkur og lip- urmenni. Hra. John M. Johnson, frá Glen- boro, Man.. var hér á ferð um helgina, ú leið til Nýja íslands. Hann hefir í vetur ferðast um til gripakaupa fyrir hérlenda menn. Hr. Jón Kjærnested, sem hefir verið kennari við Kjarnaskóla, í Nýja-ísl., í vetur, kom til bæjarins alkominn með fjölskildu sína á laugardaginn var. og býst við að starfa hér í bænum í sumar að vanda. Conservativar hér í bænum hafa fjörugt og skemtilegt félag, sem heitir ■‘The Maple Leaf Conservative Club.’ Hefir það fundi sína á Albert Hall á hverju miðvikudagskvöldi; eru þar ræð- ur, söngur og hljóðfærasláttur til fróð- leiks og skemtunar, Oss er sagt að all- margir Islendingar séu i þessu félagi og uui sér þar vel. Hr. Bjarni Jónsson trésmiður, frá Pembina, N.D., hélt heimleiðis á þriðju- daginn. Hann kom hér norður til þess að sækja foreldra sina, sem búið hafa í Nýja íslandi. Móðir hans fór með hon- um, en faðir hans. sem hefir verið lasinn í nokkra daga. dvelur hér í bænum þangað til hann frískast. og fer hann þá suður til sonar síns. Lesið auglýsinguna frá Mr. H. Peterson í þessu blaði. Hann óskar sérstaklega eftir verzlun íslendinga. Allir vilja eignast Heimskringlu um þessar mundir. Frá Honolulu, H. I.. er oss skrifað, og beðið að senda blaðið tafarlaust þangað. Hver skyldi verða sá næsti ? Síðastl. laugard. andaðist í Argyle bygð Benedikt bóndi Einarsson, Jóns- sonar, frá Brekkukoti í Þingeyjarsýslu, rumlega tvítugur að aldri. Banamein hans var tæring. Jarðarförin fer fram næstkomandi laugardag. Nú dynja á oss iðgjöldin fyrir Heimskringiu. Fimtíu centa mennirn- ir hafa minst vor, og séð skyldu sína, við kvakið í síðasta biaði. Rétt, dreng- ir góðir; vér skulum ryðja yður braut, en þið sjáið til með endurgjald fyrir Heimskringlu. Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronto, Montreal og New York, á 1. plássi $28 20, á_'2. plássi $27, 20. Til Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. pjássi $25, og 2. plássi $20, Við enda ferðarinnar borgar fé- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli $5. og þeim sem halda 2. pláss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 á 1. og $10 á 2. plássi. Niðursetningin á fargjaldi til Kyrrahafsins gildir að eins frá stöðum í Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yrði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem vestar dregur. Það borg- ar sig fyrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. Hr. Karl K. Albert er agent fyrir The J. Hungford, Smith & Co. íélagið í Toronto og Rochester. N. Y. Vinnu- stofa hans er að 503 Main St. Hra. G. Freeman, sem búið hefir undanfarandi í Qu’Appele-dalnum, en flutti sig til Nýja íslands í vetur, kom hingað til bæjarins snemma í þessum mánuði til að leita sér lækninga við gömlu kviðsliti. Hann var tekinn inn á hospítalið hér og skorin upp 8. þ. m.; uppskurðurinn tókst mjög vel, og er hra. Freeman nú á góðum batavegi. Minni Ameríku. Flutt á íslendingadaginn í Spanish Fork 2. Ágúst 1897. Austan yfir Atlants bláa Ólgu-þrunginn sæ, Hleypti’ hann Leifnr hesti ráa Hörðum undan blæ. Vestur rendi svanur súða Sázt þá rísa’ úr mar, Frón eitt vafið fögrum skrúða Frjófsemd alla bar. Ókent var það frónið fríða Frægum Eiríks nið, Þó um tíma þar nam bíða Þægast drengjalið. Fastri samt ei framtíð náði Fjörug Ingólfs-þjóð Hlunna-mar því hélt frá láði Heim að kaldri slóð. Fregn hins mikla frónsins lýðir Fundu’ í ritum skráð, Þangað stefndu þegnar fríðir Þar að nema láð. Alskins gnægð af öllum gróða Itar fundu þar. Leifshins hepna landið góða Langt af öðrum bar, Voldug brátt því varð hin unga, Vinlapds þjóðin stór, Öflug bolans okið þunga Af sér brjóta fór. Frelsishetjan gæfu gæddi Gbokg Washington, Kúludrífan, hans ei hræddi Hug né frelsis-von. Framtíð björt var fyrða bestu, Frankiins þjóðin merk, Hugvitsrík þvi heimsins mestu Hefir unnið verk. Hálfu meir en höldar fróðir Hafa þekking náð, Framfaranna fögru slóðir Feta nú með dáð. Elskum, vinir. alt sem færir Unað, líf og frið, Vorn það anda endurnærir Að vér höldum við Alt sem fagurt er og prýðir íslands bragnafjöld. Að vér náum sigri’ um síðir Sæmd er þúsundföid. B. R. Almennan fund heldur íslenzka kappræðufélagið i kvöld í Unity Hall til að ræða um hver sé betur valinn Islendingadagur, 17. Júní eða 2. Ágúst. Ræðumenn verða þeir : B. L. Baldwinson, B. M. Long, Magnús Paulson, Erlendur Gíslason, E. Ólafs. son, Jóhann Bjarnason. — Alment mál- frelsi á eftir. — Að umræðum loknum verður gengið til atkvæða um dagana. Á eftir verður skemt með hljóðfæra- slætti »g söng. Mr. A. Crick syngur nokkrar Solos. Byrjar kl. 8. Aðgangur lOc. Hra. G. Kristjánssen frá Parkdale er nýkominn alfluttur til bæjerins. Hann er í félagi við Benedikt Jónsson, og nýbúinn að kaupa kjötmarkaðinn að 614 Ross Ave. að hra- Th. Breckman. vonast hann eftir góðum og greiðum viðskiftum við landa sína. Hra, Kristjánsson býr nú að 622 Ross Ave. Mrs. Guðbjörg Jónsdóttir, kona hr. Gunnlaugs Peterson í Westerheim, Minnesota, dó að heímili sínu mánudag- inn 21. þ. m. Hún hafði í meira en ár þjáðst af krabbameini í hálsinum, og þrátt fyrir aliar tilraunir að lækna það, leiddi það hana að lokum til bana. Jarð- arförin fór fram frá íslenzku kyrkjunni þann 24. þ. m.—[Minneota Mascot.] Gunnar Gíslason látinn. Eftirfylgjandi andlátsfregn barzt oss í bréfi frá hra. Eggert. Jóhannssyni um síðustu helgi. \ , .....“Rétt í þessu berst hingað sú fregn utan úr Mikley, að þar, að heim - ili dóttur sinnar og tengdasonar, Gutt- orms Jónssonar, sé látinn merkismaður- inn GUNNARGísLASON.frá Birkivöllum í Arnesbygð. Hann lézt 19. Marz, eftir langvarandi lasleíka, nærri 75 ára gam- all. —Lík hans verður.flutt hingað og jarðsungið í Árnesgrafreitnum, sam- kvæmt ósk hins látna. — Það verður að vændum einhver til að minnast þessa einKennilega fræðimanns betur síðar. “Skar óg súðum sund.” Eg ætla að biðja þig, Heimskringla mín. að bera kæra kveðju mina skáid- inu Jóni Eldon, ásamt þakklæti fyrir sendinguna til mín 24. þ. m., og segja honum, að mig furði ekki á því, þó hann skiiji ekki neitt í "Veiðiförinni,” þar sem hann skilur ekkí eins augljósa og vel kveðna vísu eins og þá er hann til- færir eftir Einar Skúlason sem sönnun fyrir því. að rétt, sé að hafa “Hrund’ sem fullkomna kvennkenningu. Einar Skúlason segir : “Skar ég súðum sund Fyrir sunnan hrund.” Skáldið Eldon efast ekki um að Einar hafi hér átt við stúlku, sem hann sigldi eða réri fyrir sunnan, annars hefði hann ekki látið þessa vísu sjást í greininni "Ný Edda,” sem Heimskringla færði okkur síðast. Það gengur annars yfir mig að skáldið Eldon, sem er greindur að náttúrufari og á kost á allri þeirri uj^jfræðslu sem hann gæti á móti tekið, við hliðina á sér, skuli ekki nota sér það betur en harin gerir, þar sem það kostar hann ekki neitt. Hefði hann látið svo lítið að gera það, þá hefði að líkindum “Bragasvar og Mansöngur” aldrei kom- ið á prent, og “Ný Edda” ekki heldur. Að svo mæltu læt ég úttalað um þetta mál. og vona að vinur minn, skáldið Eldon, gæti betur að þvi sem hann skrifar næst, áður en hann hleypur með það í blöðin. Og lrvað sem hann segir meira um Veiðiförina gegni ég því ekki því það eru nógir til að narta í hann þó ég sé ekki einn í þeirra tölu. Jónas J. Daníelson. Vér tökum það fram hér, að Heims- kringla tekur ekki á móti fleiri ritgerð- um út af “Samkomunni” nafnkendu, “Bragasvari” eðá “Veiðiför.” Það er búið að segja of mörg óþarfaorð um það efni sem þar var fyrir hendi. Kaupend- ur hvers blaðs eiga heimting á því að þesskonar skeggræður séu ekki látnar ganga i það óendanlega.— Ritatj. ílkr. ^mmmmmmmmmmmmmmm ÞETTA HORN VERÐUR HREIÐUR FYRIR * * !• i The Red Bird FYRIR ARID 1898. The G00LD BICYCLE C0NPANY, 484 MAIN STREET. FRED B. SniTH, Manager. SOOO pör DANSKRA ULLARKAMBA [Merktir J. L] Við ábyrgjumst þá. Sendir til ykkar fyrir $1.00. Skrifið til Alfred A11 <1 r»‘s<‘ii & Co. Western Importers, 1302 Wash Ave. So. Minneapolis, Minn. eða til Cr. S»hii«»ii, 131 Higgin St., Winnipeg, Man Urmakari. Thordur Jonson, sem í undanfarin átta ár hefir unnið að úrsmíði hjá Geo. Andrew hér í bænum, vill nú gera löndum sínum kunnugt að hann er byrjaður fyrir.sjálfan sig, og er nú reiðubúinn að gera við úr.klukkur og allskonar gullstáss o.s.frv., fyrir lægsta verð, og vonar að sem flestir gefi sér tækifæri og reyni sig. Alt verk verður fljótt og vel af hendi leyst. Vinnustofa að 262 McDermot Ave. Beint á móti Stovels prentsmiðjunni. \ Photo= {graphs 4 4 4 4 Það er enginn efi á því að j vér getum gert yður á- a nægða bæði hvað snertir \ verðið og verkið. f i PARKIN W ) 4 490 JTain St. $ H. PETERSON, 632 HIAIN STR. biður Islendinga að athuga það, að haun er nýbyrjaður á MATVÖRU- og ÁVAXTA verzlun, og að hann hefir ætíð á reiðum höndum beztu og ódýr- ustu tegundir af þessum vörum. Einn- ig hefir hann BLÓÐMÖR og LIFRAR- PYLSU, alvea eins og það sem þið borðuðuð heima á gamla landinu. Komið við hvort sem þið kaupið eðaekki. Munið ePtir staðnum. H. PETERSON, 632 Main Street. Lesid. Þar sem ég hefi keypt verzlun Mr, M. H. Miller í Cavalier, óska ég eftir viðskiftum íslendinga. Ég sel eins og áður GULLSTÁSS, ÚR og KLUKKUR og allskonar varning úr gulli og silfri. Nýjar vörur koma í búðina daglega. Munið eftir mér er þið komið til Cavalier Viðgerðir afgreiddar fljótt og vel. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. Meltingin þarf að vera góð. llvgsið um það. Kauptu í dag einn pakka af hinu heiras- fræga Heymann Block & Co. -----IleilNiiNnlti----- einungis 15c. og 2oc. pakkinn (Kaupendur borga burðargjald.) Þá getur þú haft góða meltingu. Reynsl- an er ódýr. og hún mun sannfæra þig. Biddu lyfsalann þinn um það eða skrif- aðu til Alfrwl Andre$en A Co., The Western Importers, 1302 Wash Ave. So., Minneapolis. Minn. Eða til-------- (i. S«aiison, 131 Higgin St. Winnipeg, Man. Fæðiabeins $1,00 Á DAG. Grand Pacific Hote/. R, 1*. O’Donohoe, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar. Warket Slreet (ícffiit City llnll ---WINNIPEG, MAN.----- Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öilu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ. ný og og "ömul, STÓLA. forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum Btærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, Ijómandi LEIRTAU, og margt fieira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við vonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þiö kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. — 58 — ekki hugrekkið. “Látið þið staðar numið, upp- reistarhundarnir ykkar”, hrópaði undirforingi Berg. og vonaði að hann gæti kæft niður upp- hlaupið með skipan þessari. En honnm var svarað með fyrirlitlegustu óbljóðum. Hann þreif upp skammbyssuna sína og skaut þann sefn fremstur stóðí flokki upþhlaupsmannanna. Á sama augnabliki var honum svarað með sex til átta byssuskotum. • Þessi hugstóri embættismaðr rússisku stjornarinnar féll áfram og á grúfu. Kridloff sætti og sömu örlögum, þegar hann ruddist fram og endurtók fyrirskipanir undirfor- ingjans. Hann féll sundurskotinn af kúlum, og litaði snjóinn smádropóttann með blóði sínu. Þeir sjötíu eða áttatíu sakamenn, sem ekki höfðu verið gengnír inn í samsærið, voru ekki seinir á sér að snúast xneð þeirri hliðinni sem betur mátti. Og móti slikum liðsmun gátu Kós' akkarnir ekkert aðhafzt. Nokkrir sem sýndu mótspyrnú voru þegar skotnir. Þeir sem eftir stóðu voru umkringdir, teknir fastir og settir í bönd. Dauði þessara tveggja dauðhötuðu em- bættismanna, sýndist dálítið hafa sefað blóö- þorsta upphlaupsmannanna. Ivor og Gogol höfðu horft á þessar hræði- iegu aðfarir með óttalegum hugleiöingum. Svo utan við sig horfðu þeir á leikþátt þennan. að þeir gáðu ekkert sérstaklega að sínum eigin kringumstæðum. Þeir hefðu auðveldlega getað* hlaupið í burtu, því þeir stóðu á bak yið orust.u- völlinn, þegar upphlaupið byrjaði. Nú gæt\i Rustein að þeim, og flýtti sér til þeirra ásamt tveimur félögum sínum. — 63 - urðu þeir mittisvotir í hálfskændum smá upp- sprettum, sem voru á leið þeirra. I einu orði sagt, öll leið þeirra var stráð eintómum hættum og ervíðleikum. Einusinni máttu þeir til að krækja langt upp í fjallshlíðina til að kom- ast fram hjá tveimur . muskusuxum, sem fnös- uðu svo hátt að bergmálaði í hlíðunum. Og í annað sinn veitti skógarbjöm þeim eftirför, meiraen mílu. Gogol vildi með engu móti skjóta á þ»ssar skepnur, eins lengi og þær réðust ekki algerlega á þá, því ef uppreistarmennirnir heyrðu skot, þá hertu þeir snn meira ferðina til Karsokow. Þegar ekki voru eftir nema tvær eða þrjár mílur til Karsokow, varð furuskógurinn svo þéttvaxinn, báðumeginn fram með læknum, að þessi síðasti áfangi æt.aði aldrei að taka enda. Ivor titraði af þreytu. og Gogol mátti heita alveg uppgefinn, þó hann vildi ekkiláta það ásannazt. Að lokum voru þeir alt í einu komnir fram úr fjölluPum og út úr dalnum. og skjögruðu þá báðir flóttamennirnir af lúa; en tæplega í einn- ar mílu fjarlægð leiftruðu .strætisljósin í Karso- kow. 6. KAFLI. Þögulleiki bæjarins var langt frá því að vera sönnun fyrir því, að uppreistarmennirnir yæru langt frá Karsokow. Undir yfirstjórn þeirra Rusteins og Schmidts vsr áreiðawkgt a,ð flokk- — 62 — leiftra þar í myrkrinu. Hvað þelta þýddi, var ofboð skiljanlegt. Orustan á milli sakamann- anna og varðmannanna við fangahúsð var byrj- uð. “Það endar á einn og sama hátt”, sagði Go- gol. “Uppreistarmennirnir eru (bandóðir, og þegar þeir eru komnir á stað, Jþá drepa þeir Ko- sakkana alla sarnan. Hana nú. Skothríðin er búin. Bráðum hefja uppreistarmennirnir her- göngu sína álciðis til Karsokow, svo við hefðum gert betur að hangsast ekki hérna. Þú verður að gæta að því, að okkar leið er langtum erviðari en sú sem þeir fara. Skothríðin var virkilega enduð, og undan- komumennirnir héldu ofan fjallið og niður í dal- inn eins skjótleea og þeim var unt. Slæmt fæði og þrældómurinn í námunum hafði örmagnað þessa menn, sem eitt sinn höfðu haft sterka og góða líkamsbyggingu, svo að þeir voru hvergi nærri í góðu ástandi fyrir tólf mílnafgöngu. En meðvitund þeirra um hvað var á seyði, rak þá áfrain með óbilandi dugnaði, svo þeir fundu hvorki til þreytu né kuldans, sem var nístandi sár. Vegurinn var mjög slæmur, eins og Gogol hafði spáð, en dalverpið var óslitið, og rann lækur eftir því. Það var ekkert tunglsljós, en regin gaddur breiddi sig átakanlega ytir alt sem augað sá, nema í einstöku stað sáSt tré á stangli eða klettasnasw: i dalbrekkunum. Hverja míluna á fætur annari lötruðu þess- ir áhyggjufullu sendiboðar. Oft og'tíðum duttu * þeir 'og flumbruðu sig. og oftar en einusinni — 59 — “Þið gangið þó í félag okkar nú”, hrópaði hann sigri hrósandt. “Alt er í okkar höndum. Þarna fer Schmidt með hundrað menn til að handsama Kósakkana, sem gæta herskálanna og fangahússins. Ekki einn einasti skal kornast undan til að gera að- vart. Um miðnætti verður Kasokow í höndum okkar. Komið með, vopnið ykkur með rekum og íshöggum”. Ivor og Gogol litu fljótléga hver á annan. Eitt augnablik var darrðaþögn. Áttu þeir að ganga í lið með þessum uppreistar þorpurum, eða reyna að komast hjá slíkum félagsskap? Rustein var ekki seinn að skilja þessa hikun þeirra, og heiftin logaði í dökkleita andlitinu á honum. “Þið ragmensku hundingjar !” öskraði hann, “ég gef ykkur nægan tírna til að velja um. Kom- ið með okkur, eða liggið dauðir. Það var veljað ég dró ykkur á tálar með hinn ákveðna tíma. Annars hefðu þið sannarlega svikið mig. Svarið undireins. Eg hefi enganjtíma til að flækjast hér”. Hann spenti riffilinn upp og miðaði honum ógnandi á þá. Það sást ekki hræðsluvottur á gamla Gogol. Hann leit skjót.lega yfir á orustu- sviðið og virti þnð fyrir sér litla stund. Helming- ur af sakamönnunum var kominn í hvarf áleiðis heim að faníahúsinu. Hinir aðrir biðu skamt í burtu afturkomu Rusteins, ásamt herteknu K’ós- akkanna, sem átti aðflytja heim í fangahúsið. Sem kólfi væri skotið, stökk Gogol á Tyrl j-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.