Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.04.1898, Blaðsíða 1
XII. ÁR NR 26 Heimskríngla. i WINNIPEG, MANITOBA, 7. APRIL 1898. * * í * I *! Furner’s Millinery. 522 Main Síreet — WINNIPEG, MAN. WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWm^) Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Stórkostlegur eldsvoði varð í Tor- onto á, föstudaginn. Einn slökkviliðs- maður beið bana af ; múrveggur hrundi ofan á hann, og margir fleiri meiddust töluvert. Hon. Wm. Mulock, póstmálaráð- gjafi hefir lagt frurnvarp fyrir Ottawa- þingið þess efnis, að lækka skuli burðar- gjald á sendibréfum, frá 3c. í 2c. fyrir únsuna, en aftur á móti skuli fréttablöð borga póstflutning, frá 1. Jan. 1899 sem nemi Jc. á pundið, en 1. Jalí j899 vill hann að það sé hækkað um helming svo burðargjaldið yerði Jc. fyrir pundið. Þó skulu blöð flutt frítt innan '0 mílna fjarlægðar frá skrifstofu hvers blaðs. Póstmálaráðgjafinn lagði fram skýrslur til þess að Sýna og sanna, að blaðaflutn- ingur væri orðinn svo stórkostlegur, að stjórnin gæti ómögulega staðist við að gera það fyrir alls ekkert. Einnig sýndi hann fram á. að einungis pósttöskur þær sem stjórnin yrði að leggja til sum- um stærstu blöðunum í Canada, kost- uðu mörg þúsund dollara um árið. Victoria drotning hefir sent lukku- óskir sínar til kapteins Sigsbee yfir því að hann skyldi komast lifs af þegar her- skipið Maine sprakk, og um leið hrósar hún honum fyrir framkomu hans í því máli. Spánski konsúllinn í Key Westhefir fengið skipun frá stjórn sinni að koma tafarlaust heim til Spánar. Margir halda að sú skipun þýði það, að Spánn búist við stríði. Töluverður jarðskjálfti varð á mið- vikudaginn í fyrri viku í San Fransisco, Cal. Hús skektust víða, margir reyk- háfar hrundu og skaði varð töluverður í glervarningsbúdum og lyfjabúðum, því flest glerkyns hrundi niður og brotnaði. Smábátar á sjó úti áttu mjög erfitt að verjast áföllum, því öldugangur varðaf- skaplegur. Hristingurinn gekk frá austri til vesturs. Sagt er að Bretar séu nú búnir að taka undir sig eyjuna Chusan, er ligg- ur við austurströnd Kína.undan mynn- inu á Yang Tse Kiang. Einnig heimta Bretar yfirráð yfir Wei-Hai-Wei, sem Japanitar halda enn þá, meðan Kínverjar borga ekki stríðs- skuld sina. Sagt er að Japanítar séu essu samþykkir, og að lítil líkindu séu til að Kínverjar fari að neita kröfum Breta. Um leið koma fregnir frá Kína þess efnis, að háttstandandi émbættismaður ríkisins hafi lagt ákæru fyrir keisarann um að því nær allir embættismenn veldisins, sem ættu nokkur mök við út- lönd, væru föðurlandssvikarar. Stað- hæfir hann að Rússar hafi borgað þess- um mönnum 10,000,000 taels í mútum, meðan þeir voru að ná yfirráðum yfir Port Arthur og Talien Wan; jþaraf seg- ir hann að Li Hung Chang gamli hafi fengið 1,500,000. Kærandi óskar eftir að keisarinn lúti íannsaka þetta mál til hlýtar, og heimtar að ef þetta reynist satt, þú verði Li Hung Chang háls- högginn; segi«t hann þar á móti ganga glaður inn á að tapa lifinu, ef hann geti ekki sannað ákærurnar. Þú er nú svo komið fyrir Kínverj- um, að þeir hafa nú ekki ráð yfir neinni höfn með ströndum Kína, sem þeir á- líti hæfa fyrir herskipastöð. Þeir eiga i sumar von á 5 herskipum, sem hafa verið í smíðum fyrir þá. Tollinntektir í Montreal voru fyrir Marzmánuð $765,140.76; í fyrra í sama mánuði voru þær $908,330,28; hafa þær því minkað um $138,189.50. I sainbandi við þetta er það aðgætaudi, að í Marz- mánuði 1897 var meira flutt inn af sykri og vínföngum, heldur en nokkru •sinni áður; orsakaðist það af hinni yfir- vofandi tollhækkun á þeim vörum. Blaðið World*í Toronto má borga Countess D.Ivery $500 skaðabætur fyr- ir að hafa sagt, að hún hafi ekki hagað sér sem bezt í vissu samkvæmií Arling- ton Hotel. Maður nokkur að nafni Eli Roland, í Holland Landing, Ont., lenti í rifrildi við konu sína. Þreif hann þá viðaröxi og bjóst til að höggva í höfuð konunni; sonur hans. tvitugur, kom þar að i því og gat hamlað þvi að’öxin lenti á móð- sinni, en varð sjálfur fyris högginu; fékk hanu svöðusár á höfuðið. Eaðir- inn bjóst til að greiða annað höggið, er eflaust hefði gért út af við son hans, en dóttir hans ein gat þá forðað bróður sin- um frá dauða. Fjölskyldan flúði öll úr húsinu, en karl lokaði sig inni. Lög- reglan vaktar nú húsið, og tekur þræl- inn þegar hægt verður. Victoria drotning heldur nú til á suðurparti Frakklands. Hún er algor- lega búin að fá heilsu sína aftur; keyrir út tvisvar á hverjum degi, og hefir haldið mörg heimboð. Nú er sagt að Mr. Gladstone s8 hressari, en hann hefir verið í langan tíma; gat verið úti undir beru lofti tölu- vert lengi hér um daginn Litil von er samt gefin um nokkurn verulegan bata. Hin fyrsta járnbrautarlest, sem á að renna yfir Síberíubraut Rússa, er nú albúin. Það eru 4 mjög vandaðir og facrir farþegjavagnar, og fsvo sá fimti sem innibindur í sér öll möguleg þæg- indi, svo sem matstofu, vínstofu, bað- herbergi, lestrarstofn og stóran sal fyr- ir allar líkams æfingar. Þar að auki eru þar alskonar tafiborð og spilaborð. Lestin verður lýst með rafurmagni, og málþræðir liggja eftir henni allri. Utbúnaður allur heflr verið full- gerður í Moskva. Lestin fer fyrst um sinu að eins til bæjarins Tomsk; en þess verður ekki langt að biða, að hún fari alla leið til Port Arthur í Kína. Frétt frú Lundúnum segir að Bandaríkin séu nýbúin að kaupa mjög álitlegt herskip að Thames Iron Works félaginu, og að enginn efi sé á að frétt- in sé sönn, því á laugardaginn hafi “the Star spangled Banner” blaktað yfir skipinu. Þá er nú stjórnin í Washington búin að fá álit spánsku nefndarinnar, sem skipuð var til þess að komast eftir af hvaða orsökum herskipið Maine Sprakk upp.Það er einsog búist við al veg öfugri skýrslu við álit Bandaríkja- nefndarinnar, Nefnd þessi staðhæfir að sprengingin hafi eingöngu átt sét stað innanborðs í skipinu sjálfu, en hreint ekki af neinum utan að komandi orsök- um. Nýtt skeyti frá Washington segir’ að herskip hafi verið send til Cuba til þess að sækja General Lee og hina aðra konsúla Bandarikjanna. Stjórnin ætl ar sér eftir því að sjá um að Spánverjar hafi ekki tækifæri lil þess að myrða þann mann, sem með sanni má kallast •'sórni þjóðarinnar, sverð vort og skjöldur”. Páfa greyið i Róm er nú farinn að slettasér fram í málefni Bandamanna. Sigir hann að það sé ófært að tvær kristnar þjóðir fari að berjast, og það einmitt nú rétt um páskana, Já, því- ltkur ósómi. Altaf virðast aukast líkurnar fyrir því, að Bandaríkin og Spán hljóti að lenda i ófriði. Það er nú búið að gefa Spán alt tækifæri til þess að bæta fyrir brot sín, bæðigagnvart Cuba og Banda mönnum, sem mögulegt er að æita. Ef meira er látið eftir þeim, hlýtur það að kasta stórnm skugga á forseta Bandaríkjanna og stjórn hans. Tæplega er hugsandi að McKinley forseti láti svo stjórnast af maunníðingum þeim sem meta meira sina eigin hagsmuni, held- ur enn heiður og velsæmi þjóðar sinn ar, að hann eftir allar sinar bollalegg- ingar hopi nú ú hælí fyrir Spánverjum. Að hann þrátt fyrir eindreginn vilja þjóðarinnar og þingsins heimti nú ekki afdráttarlaust frelsi Cuba og viðunan- lega friðarbeiðslu af hendi Spánar, fyrir verk þorpara þeirra sem sprengdu her- skipið Maine upp og drápu 268 Banda- ríkja þ«gna að ósekju. Ef forsetinn sýnir að hann hafi eigi nógu mikinn manndóm til að bera til þess að sjá heiðri og lifi þegna sinna borgið, þá getur maður glaðst við það, að þingið i Washington lætur til sín taka áður en margar sólir renna. Búist er við á hverri stundu að sendiherra Spánar í Washington fái heimfararleyfi. Betra að það yrði sem fyrst; það gæti ekki þýtt annað en strið og stríð er það eina sem getur borgað fyrir mannskaða þann og smán þá, sem Spánn er búin að gera Bandaríkjunum. Voðalegt manntjón í Shawneetown Illinois. Flóðgarður sprakk, skamt frá bænum, og vatnið veltist með voða- legum hraða yfir bæinn og íbúa hans. Talið víst að um 500 manns hafi farizt Einnig stórkostlegt eignatjón. Ná- grannaþorpin hafa ^gert all mögulegt til þess að hjúlpa þeim sem eftir lifa; flestir af þeim héldust við á húsaþökutn og efri loftum í stórhýsum. Ávarp McKinley forseta til þings- ins, viðvíkjandi Cuba, er nú að öllu leyti tilbúið. Ráðherrar hans allir hafa farið yfir það með honum, og eru þeir i fullu samræmi við hann. Ekki ráð- leggur forsetinn viðurkenning Cuba enn þá, en hann álítur sjálfsagt að Banda- ríkin skerist í leikinn og þröngvi .Spán- verjum til þess að hætta ófriði á Cuba. Vill hann að Cuba sé undir verndar- væng Bandaríkjanna. þar til þeir sjálf- ir hafa myndað fullkomna stjórn. Hann álítur það ekki rétt að viðurkenna upp reistarmennina öðru vísi að svo stöddu. Ómögulegt er að segja hvaða áhrif þetta kann að hafa á þingið. Áya rp þetta áttí að koma fyrir þingið seint i gær, en fréttir ókomnar enn um enda- lykt þess. Ekki nokkurt útlit nú að Evrópuþjóðirnar muni skifta sér af við- skiftum Bmdaríkjanna og Spánar. X leið til Klondike. Vancouver, 20. Marz 1898. Ég hefi ekki miklar fréttir að skrifa f þetta sinn. Okkur gekk ferðin hingað vel; við vorum altaf á 1. plássi, þyi annarstaðar var fult, og gat vagnstjór- inn ekki með öllum sínum ruddaskap hreyft okkur þaðan. Við fórum gegn- um Klettafjöllin um dagtíma og gátum því vel séð þau. Og þaðer óhætt aðsegja að það er hressandi og hugðnæm sjón fyrirmenn sem hafa átt heima svo árum skiftir á sléttunum i Manitoba. Þegar kom vestur úr fjöllunum var sólskyn og sumar ; menn voru að plægja akra, og kýr Og kálfar og hestar voru á beit; flugur og skorkvikindi voru lifandi, rétt eins og um hásumar í Manitoba. Þegar við koraum hingað til bæjar ins rákumst við á Teit og þá félaga. Þeim líður öllum vel og leggja þeir af stað héðan í nótt með gufuskipinu “Islander.” — Ég ráðlegg hverjum sem ætlar til Yukon, að kaupaallan sinn út- búnað og vistaforða hér. Varan er hér mikið hentugri og betri og í flestum til- fellum ódýrari, því hér eru það stór- kaupmennirnir sem gera alla verzlun- ina. Eg hefi töluvert gengið hér um bæ- inn og líst mér vel á hann ; hann er þnr og þokkalegur, mörg stræti hér eru steinlö- ð. Strætisvagnar ganga hér á sunnudögum sem aðra daga. Mjög fá hús eru hér til leigu og ekki eitt einasta hefi ég séð til sölu, og virðist mér þetta benda á vellíðan fólksins. Ekki veit ég hversu mikil vinna er hér, en mér var sagt að það væri mikil vinna í Victoria fyrir $2.25 á dag. Við settum niður tjaldið okkar strax og hingað kom, það var auðvitað nokk- uð rakt og fúlt hjá okkur fyrst en nú er- um við búnir að setja alt í stand, og þess er ég fullviss, að með þessari ó- brotnu en hollu fæðu, takmarkalausa frjálsræði og hressandi golu frá fjöllum og Sævi, verðum maður fjörugur, hraust ur og heilsugóður eins og hin hálfviltu börn náttúrunnar. Ekki held ég að straumurinn til Yukon sé alveg eins mikill eins og Winnipegblöðin sögðu. En dauðans- fáfræði sumra sem eru á leiðinni þang- að, er meiri en í fáum orðum verði skýrt frá. Á hverjum degi hafa komið til okkar menn víösvegar austan úr fylkj- um; þeir eru náttúrlega vel búnir. mik- ið betur en við, enda halda þeir til á hótelum. Þeir hafa séð litla tjaldið og þykir búskapurinn okkar heldursnotur Þeir spyrja um alt mögulegt, hvaða veg sé bezt að fara og hvernig eigi að kom ast hann, hvað mikið að raenn þurfi að hafa með sér af mat og útbúnaði, og hvort til dæmis eitt þúsund dollarar muni ekki duga manni alla leið. Út af fyrir sig er nú þetta ekki svo flónslegt. en svo komumst við að því að þessir herramenn spurðu alla sem þeir náðu i einmitt sömu spurninganna. og urðu svo altaf vitlausari á eftir, þvi sitt sagði hver. Það eru sumir búnir að vera hér vikum saman og vita þó ekki enn hcern- ig þeir eiga að búa sig út. Miklar tröllasögur hafa okkur bor- ist frá Skagway um rán og morð og veikindi. en okkur dettur ekki i hug að trúa því. Oll flutningaskipin hér eru meira og minna á eftir áætlun. Skipið sem ið ætluðum með 23. þ. m. fer ekki fyr en í næsta mánuði, en við höfðura skifti á farseðlum okkar, svo við búumst við að fara ekki seinna en við ætluðum í fyrstu því okkur langar til að komast sem fyrst í skemtunina þar norðurfrá. Ég býst ekki við að geta skrifað aft- ur fyr en komið er yfir “Hvítaskarð” (White Pass) óg upp að vötnunum. Það verður eflaust margt sögulegt að segja frá af þeirri leið. Svo bið ég Heimskringln að færa kunniugjunum i Winnipeg kveðju mína. Sölvi Sölvason. Gufu-sleði. Það var margur sem staldraði við til þess að athuga undraverkfærið, hinn nýja gufusleða, sem rann hér eftir stræt- um bæjarins í vikunni sem leið. Þetta var líka í fyrsta sinni sem gufusleði hef- ir sést hér. Þessir sleðar hafa verið not- aðir til viðarflutninga í skógunum í Michigan og hafa reynst ágætlega. Svo er til ætlast að þessi sleði verði brúkað- ur til viðarflutninga í Nýja Islandi. Hann getur dregið frá 6—15 sleða, full- hlaðna með við, og farið 12—14 mílur á klukkustundinni, þar sem brautir eru góðar. Þessi gufusleði lítur út til að sjá nokkuð líkt og járnbrautarvagn (Box car), en við nákvæmari aðgæzlu sér maður. að þetta verkfæri rennur á meiðum en ekki á hjólum. Hreifiaflið er gufa og er vélin .mikil fyrirferðar og stórkostleg, enda hefir hún feiknaafl ; hún snýr ákaflega stóru járnhjóli, sem er hér um bil í miðjum sleðanum, og sem með mörgum og sterkum járnbrodd- um grípur niður í brautina og um leið drífur sleðann af stað, í hinni rúm- góðu yfirbyggingu á sleðanum er nægt rúm fyrir vélastjórann, stýrimanninn og aðstoðarmenn þeirra. Talið er víst að gufusleði þessi muni framvegis verða brúkaður i stað hesta eða uxa þar sem mikið skógarhögg er. Félag eitt hér í Winnipeg á þennan sleða og telja þeir sér vísa gróðavon af honum. Frá löndum. MINNEOTA, MINN. 29. MARZ (Frá fréttaritara Hkr.) Tíðarfar er nú um stundir fremur umhleypingasamt, ýmist ofsastormar, börð frost, snjóhret eða sumarhiti. Manndauði. Nýdánir eru hér þess- ir : Ingibjörg Jónsdóttir, dóttir Jóns Rafnssonar, bónda á Felli í Vopnafirði. Katrín Bjarnadóttir frá Þrándarstöðum í Éyðaþinghá. Guðbjörg Jónsdóttir, dóttir Jóns Einarssonar, bónda að Snjóholti í Eyðaþinghá ; hún var kona Gunnlaugs Péturssonar frá Hákonar- stöðum á Jökuldal. Þau hjón voru hinir fyrstu íslenzku Iandnámsmenn hér í Minneotaríki ; Guðbjörg heitin var góð og gáfuð kona, alment vel metin og virt. Jarðarför hennar var sú fjölmenn- asta er hér hefir verið meðal íslendinga. Annir. Vorannir eru hér í byrjun hjá bændum, sumir byrjaðir að sá hveiti. SPANISH FORK. 24. MARZ. (Frá fréttaritara Hkr.) Síðastliðna viku hefir tíðarfar verið hálf umhleypingasamt, kalt og rosalegt og í tvígang snjóað töluvert, en tekur þó jafnóðum upp aftur, og kalla sumir þetta reglulegt Klondike-veður, þó það vonandi verði ekki eins langvint eins og kuldar eru þar. Samt gera þessir kuld- ar ekki mjög mikinu hnekkir hér, því flestir höfðu lokið sáningu á hveitá^áður en hretið kom ; en snjórinn gerir jörð- inni gott, því vanalega eru nægir þurk- ar og hitar í Zion. Til Klondike lögðu af stað í fyrra mánuði tveir landar vorirhéðan : Björn Magnússon og Ólafur Jónsson, báðir ættaðir úr Landeyjum í Rangárvalla- sýslu. Þeir ráðgerðu að vera þar nyrðra þar til þeir hafa fylt fjárhirzlur sinar— koma til baka milfónerar, vonum vér. Vér óskum þeim lukku og góðs gengis. Að kvöldi hins 19. þ. m. hélt hið heiðraða “Verzlunar og iðnaðarfélag” íslendinga, eins og til stóð, árs- og kjör- fund sinn á skrifstofu félagsins hér i bænum, og var fundurinn fjölsóttur og fór að vanda skipulega fram. Skýrslur yfir starf félagsins og nefndarinnar síð- astliðið ár voru lesnar upp og samþykt- ar, og sýndu þær, að hagur félagsins stendur i hinum mesta blóraa, bæði fjár- hagslega og framfaralega. Sama stjórn sem réði ríki árið sem leið, var endurkosin, að einum undan- skildum, sem líklega hefir þótt hálfslak- ur í embættisfærslu sinni. Viðkosning- una var brúkuð nokkurs konar lútersk þrenningar-aðfevð. nefnilega, að þrimar og upp á þrjá forskillega háttu var geng- ið til atkvæð^i fyrir sötnu menn, og stóð sú athöfn yör íþrjá klukkutíma, og var það síðan álitin fullgild sönnun og skil- yrði fyrir löglegri kosningu nefndarinn- ar fyrir yfirsíandandi ár, og trúum vér því vel. þviÁfátt er of vandlega hugað” segir gamalí málsháttur, og mætti það hér vel við eiga. Tveir forsetar stýrðu fundinum og gerðu það knálega, því líflegt var á þinginu með köflum, og margir sem einu hefði gilt þótt þeir næðu í embætti. Herra Sigurður Jóns- son heitir hinn fyrirhyggjusami forseti félagsins, og kvað vera “maður úr Reykjavík," dugandi drengur og öflugur félags og framfara-maður. Nokkrir utanfélagsmenn, og þar á meðal fréttaritari Hkr., voru þar við- staddir sér til yndis og ánægju, fróðleiks og dægrastyttingar, og leist þeim öllum mjög vel á hag og gjörðir félagsins, sem framvegis heldur áfram sama starfa og sörou stefnu, eins og nafn þess bendir til og slæ ég svo botninn i þessa sögu. Hinn 21. þessa mánaðar, lögðu héð- an af stað alfarin til Vestmannaeyja við ísland, Árni Árnason og kona hans Jóhanna Lárusdóttir með eitt barn; fóru þau sem leiðir liggja austur til New York, og þaðan ætluðu þau til Englands og Kaupmannahafnar, og fylgja þeim heim til ættjarðarinnar innilegustu lukkuóskir ^orar. Sextugasta og áttunda kyrkjuþing Mormónakyrkjunnar verður hafið i Salt Lake City á miðvikudaginn 6. Apr. Það hefir líka flogið fyrir að tveir mor- móna “missionerar” yrðu sendir til ís lands í sumar til að líta þar eftir tínd- um sauðum af húsi ísraels, og vonum vér að þeir fái góðan byr þangað, og góð og björt leitarveður þegar þar kemur. Ekki geta landar hér orðið við á- skorun Lögbergs (17. þ.m.) um að halda íslendingadag hér 17. Júní, fyrst og fremst vegna þess, að búið er að sam þykkja hér að halda 2. Ágúst, og annað það, að þá stendnr mjög illa á tíma hjá oss, því þá verða flestir karlmenn úti í fjöllum við sauðaklippingu, sem þeir fara nú bráðum að byrja, og svo er hið þriðja, að sumir halda að "danskurinn” mundi brosa að oss, ef vér segðum þeim að vér værum að halda þjóðhátíð með- fram til minnis um mann sem fæðst hefði 1811, sem auðvitað hefði verið mik- ill maður, þó hann með baráttu sinni fyrir land og lýð hefði ekki getað útveg- að íslandi nema “þá ófullkomnu stjórn- arbót sem fékst með stjórnarskránni 1874.” En vér erum Lögbergi samdóma í þvi, að því lengur sem það dregst og því lengur sem það er á ringulreið hjá oss, hvaða sameigiulegur dagur skal haldinn, því hættara er við að þjóð- minningarhugmyndin eyðileggist hjá oss, og það er heldur enginn efi á því að vér verðum að athlægi í augum með- bræðra vorra. Látum Vestur-Islendinga halda fund og leiðum máljð þannig til lykta. HNAUSA, MAN„ 26. MARZ, 1898. (Frá fregnrita Hkr.). Veðráttan hefir verið mjög umhleyp- ingasöm síð>in 9. þ. m. Og snjór svo mikill nú. að 5 feta háar girðingar eru víða rétt komnar í kaf. Mesti snjór hér sem menn muna. Nautgripakaupmenn hafa verið hér á ferð í hópum síðan í Febr.; hafa þeir nú ioksins gefið það fyrir gripi, sem þeireru verðir, svo bændur mega vel við una. Hafa miklir peningar komið inn í sveitina, því margir hafa selt alt sem þeir hafa mátt missa af griputn. Guðm. Guðmundsson, sem ttutti til Selkirk síðastl. vor frá Geysirbygð, flutti þangað aftur í f. m., alkomirin á land sitt. — Hann undi sér ekki í Sel- kirk. Skarlatsveiki (Scarlet Ferer) hefir stungið sér niður á stöku stað í sveit- inni, og hafa 4 börn dáið úr henni, —að haldið er—, og henni samfara hefir ver- ið illkynjuð kvefveiki. Skóium var því öllum lokað um tíma. Nú er heilsufar o.ðiðjallgott. Fund hafa fiskiveiðamenn nýlend- unnar boðað að Gimli 5. Maí næstk., til þess að ræða um fiskiveiðar og félacs- skap sín á milli eftirleiðis; þeir sjá þá atvinnu sína eyðilagða, að öðrum kosti framvegis. fyrir einokunarsamtök fiski- verzlunarfélaganna og þeirra fylgifiska. ÆFIMINNING. Þess hefir verið áður getið í Hkr., aðlátizt hefði að heimili sinu Mountain, N. D., 31. Des síðastl., Níels Jónsson Viium. Krabbamein i maganum varð bonum að bana. Hann kendí þess í siðastl Ágúst. Læknarnir í 'Dakota og Winnipeg höfðu gert sitt bezta að hjálpa honum. en árangurslaust. Níels Jónsson Viium var fæddur á Hrollaugsstööum i Hjaltastaðaþinghá 6. Marz 1850. Foreldrar hans voru Jón Níelsson og Málfríður Ólafsdóttir. Fað- ir hans, sem enn lifir, og lengi bjó í Mountainbygð, er öldungurinn Jón Ni- elsson Jónssonar, prests á Eiðum, Brynjólfssonar. Móðir Jóns var Guð- ríður dóttir Sigfúsar prests, að Ási í Fellum, Guðmundssonar. Móðir Niels- ar, en kona Jóns prests Brynjólfssonar, Ingibjörg Sigurðardóttir; móðir hennar Bóel dóttir Jens Viium sýslumanns í Múlaþingi. Þe/ar Niels sál. var ómálga barn, var hann tekinn til fósturs af heiðurs- hjónunum Sveini Jónssyni og Guðlaugu Jóhannesdóttir á Tjarnarlandi í Hjalta- staðaþinghá; Sveinn flutti nokkrum ár- um seinna, eftir lát konu sinnar, að Kóreksstöðum i sömu sveit. Þar var Níels til þess hann var rúmlega tvítug- ur. Þá lærði hann trésmiði og vann að smíðum i Múlasýslum. 1879 giftist hann Kristínu Maríu. dóttur menta ogfræði- mansins Jóns Sigurðssonar í Njarðvik, Reisti hann þá bú í Njarðvík, en ári síðar misti hann konu sína. Þau áttu einn scn; hann er heima á íslandi. 1883 giftist Níels ungfrú Björgu, dóttir Magnúsar bónda Vihjálmsonar frá Mjóa nesi. Þeim varð 6 barna auðið; 4 lifa. 1887 flutti hann til N. Dak. og kona hans og börn komu ári síðar. Settist hann að í Mountainbygð hjá fólki sínu. 1891 bygði hann sér hús á Mountain og settist þar að, Níels.var greindur og skilningsgóð- ur, vel orðheppinn, og tókst oft, ef í kapp fór, að sigra inótstöðumann sinn með einu orði, Hann var ör og glað- lyndur, viðkvæmur og kærleiksrikur til nauðlíðaudi meðbræðra. sinna; hataði alt okur og ásælni; ástríkur og um- hyggjusamur við konu og börn; hann sótti ekki eftir að hafa sem hæst laun, heldur að hafa sem oftast vinnu; honum tókst að sjá sómasamlega fyrir fjöl- skyldu sinni; kom bláfátækur að heim an, en var hér í lífsábyrgðarfélagi, svo kona hans og börn verða ekki hjálpar- laus. — Hann umbar síðustu þjáningar með þolinmæði og miklu siilarþreki. — Þeir sem þektu hinn látna munu lengí geyma minningu hans. Þ. J, Einn af vinumhins látna. AUGLYSING. Winnipeg, 24 Marz 1898. A. R. McNichol. Manager Mutual Reserve Fund Life Ass. Kæri herra. Hér með viðurkenn- ist að Chr. Ólafsson, Winnipeg. hefir af- hent mér $2000 frá félari yðar. sem er fullnaðarborgun á lífsábyrgðarskýrteini —113098, sem maðurinn minn sál. Bjarni Árnason frá Pembina hafði frá félaginu. $200 af upphæðinni var mér borgað fá- urn dögum eftir andláthans. samkvæmt beiðni minni. og nú í dag $1800. nokkr- um vikum áðnr en nokkuð af upphæð- inni féll í gjalddaga, samkværot lífs- ábyrgðar skýrteininu og lögum fél. Gerið svo vel að færa stjórn félags- ins og félaginu i heild sinr i kærar þakk ir fyrir umvrðalaus og áreiðanleg skil á fé þessu. Svo óska é* félaginu góðs gengis i framtiðinni eins og að undan- förnu. Yðar einlæg. Asta S Árnaeon. P. S. Ef Bjarni heitinn Árnason hefði trygt líf sitt i “Old Svstera Con - pany” og borgað sömu upphæð í preraí- urn eins og hann borgaði Mutual Rf- serve, þá hefðu erfingjar hans einungis f°ngið $1038.00. í staðinn fyrir $2000. Agóðinn af þvi að vera í Mutual Re- serve er þá $962.00. Vilja nú skynsamir menn borga $200 fyrir hlut sem hægt er að fá fyrir $100 ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.