Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.05.1898, Blaðsíða 2
2 HEIMS&KlNiiLA, 19. MAÍ i-iðð Heimskriiida. blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 qjh árið (fyriríram borp:að). Sent til Xslands (fyrirfram borgað af kaupend- -:ni blaðsins hór) $1.00. " « Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en 1 Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. F. Walters, Útgefandi. OfEce Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Oss langar ti) að segja fáein orð við kaupendur Heimskringlu um ó háða blaðamensku og ýmislegt fleira. Vér höfum rekið oss á það, þótt ekki séum vér orðnir mosavaxnir í rit- stjórnarsessinum, að menn hafa stund- um spaugilegar hugmyndir um rétt- indi og skyldur blaðamanna. Það eru sumir sem álíta það skyldu ritstjóranna að taka upp í blöðin all an þremilinn sem þeim dettur í hug að senda þeim, hvað vitlaust, klaufa- legt eða þýðingarlaust sem það kann að vera, og þótt engum lifandi manni dytti í liug að lesa það nema höfuhd unum sjálfum.— “Þú gengur í skrokk á mér rétt eins og eigyrðu,” sagði séra Matthías einu sinni, og svo gæti maður sagt við þessa menn. Blöðin eru eign og atvinnuvegur vissra manna eða félaga; þeir og þeir einir eiga áhöldin og blöðin og hafa auð- vitað jafnan rétt til að ráða því hvað í þeim kemur, eins og Jón eða Pétur eru einráðir um það, hvort þeir kaupa þau eða ekki. Þetta vita auðvitað allir, þótt svo virðist sem sumum gleymist það stundum. Enn aðrir heimta það af einum ritstjóra, að hann skriti með raram asta gagnrýni, þekkingu og vísdóm um öll heimsins stórmál og allar lífs- ins ráðgátur. En þetta er tæplega sanngjarnt. Veslings ritstjórarnir eru bara skammsýnir menn og ekk- ert meira; þeir grilla kannske stund- um ofurlítið lengra en sumir aðrir, en þeim skjátlast líka m dur oft.. Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að þeir skriti um alla skapaða hluti eða að alt sem þeir skrifa sé óhrekj- andi vísdómur. Jafnvel frægustu ritsnillingum, eins og t. d. Horace GreeleyogCharles Dana, hefirstund- um skjátlast, og hvers mega menn þá vænta af okkur, veslings íslenzku busunum ! Vér viljum taka það fram hér, svona. rétt sem athugasemd, að Jón Ólafsson er sá af íslenzkum rit- stjórum, sem bezt og skemtilegast heflr skrifað um öll þau mál sem uppi á teningnum voru í það og það sinni; en slíkt er ekki nema einstakra völ- unda meðfæri. en að hinn flokkurinn (Conservativar) væri myndaður mestmegnis af fjár- glæframönnum og bófum ! Það er mjög hætt við að þessi óráðvendni í blaðamenskunni geti vilt mörgum manni sjónir, einkum þar sem líkt stendur á eins óg með mikinn þorra íslendinga hér vestan hafs. Þeir eru svo margir sem ekki lesa ensk blöð eða tímarit, og verða því eðlilega að sækja mesta sína póli- tisku þekkingu til íslenzku blaðanna. Og það er einmitt þetta fólk sem hætt er við að lendi á glapstigu í pólitíkinni,—leiðist til að skoða vissa flokka “óalandi og óferjandi öllum bjargráðum,” en hinn flokkinn góð- ann og ósfeeikulann. Hvað Heimskringlu snertir nú, þá hefir hún ekki verið og er ekki til sölu eða uppboðs til neinna póli- tiskra fjárhirðara. Vér ætlum að reyna að halda henni í því horfinu, og eftir viðtökum þeim að dæma, er hún fær alment, þá eru allar líkur til að oss takist það. Vér höfum enga tilhneigingu til að rita fyrir nokkra menn eða málefni fyrir pen- inga og á móti sannfæring vorri, og vildum heldur hætta blaðamensk- unni, en að taka það fangaráð- Betra að hætta með heiðri en að halda áfram með smán. Vér höfum léð hra. B. L, Bald- winson rúm í blaðinu og gerum það að líkindum framvegis; hann er vel pennafær maður og heflr gott vit á landsmálum hér og hinni pólitisku sögu Canada. Það er engum efa bundið, að margt er bogi ð í fari srjórnarinnar hár í Manitoba, enda er fjárhagsástand fylkisins alt annað en glæsilegt. Það er nauðsynlegt að kjósendum sé skýrt frá því er af- laga fer fvrir stjórninni. Og ef að hra. Baldwinson skýrir rangt frá málavöxtum, þá ætti Lögbergi að vera trúandi til að leiðrétta það með rökstuddum ástæðum. En það sem enn er komið af þessum deilum, þá mun flestum finnast linleg vörnin hjá Liberal-málgagninu, og bendir það á að málstaðurinn sé ekki góður —En persónulegu skammirnar hjá þeim báðum, Baldwinson og Sig trvggi, mættu gjarnan missa sig, og væri einskis í mist. bæjarÍDS, og eru því ekki nein undur þótt þér og lesendur blaðs yðar komist að þeirri niðurstöðu, að tvísýnt sé að verkið fáist unnið eins ódýrt, eins og ef það hefði verið gefið út á "contract.” En það er ekki rétt skýrt frá því, er þér sesið uin áætlun Mr. Ruttans. Þér segil að áætlunin fyrir Charlton St, sé $9,865,50, þar sem hún er að eins $8, 105.50, eða réttum $1700 rainni; svo á- ætlun Mr. Ruttans er einungis $27-1,40 hærri en tilboð Mr: Kellys; en ef bæjar stjórnin hefði gefið verkið út á ‘con- tract’, hlaut hún að borga umsjónar- manni (Inspector), sem að áætlun mundi kosta $250 fyrir hvert stræti, eða S1000 fyrir þau fjögur, og þegar þessi upphæð er lögð vic tilboð Mr. Kellys, þáer áætlun Mr. Ruttans $726,60.lægri en tilboð Kellys. Þegar einnig er at- hugað, að á öllum þeim strætum sem stjórnin lét sjálf mölbera í fyrrasumar, var kostnaðurinn 5—10 per cent lægri en áætlun Mr, Ruttans; þá liggur ekki fjarri að hugsa að áætlun hans sé nægí- lega há. Þar við bætist að Mr. Kelly hefir sjaldan ef nokkurntíma staðið við sínar “contracts”, sem haun hefir feng- ið hjá bæiium, að hann hafi ekki annað hvort svikist um að vinna verkið sam- kvæmt skilmálum, eða þá ekki lokið við þau í ákveðinn tíma; og í fyrrasum- ar hefði hann aldrei borgað verkamðnn- um það kaup, sem hann var skyldur að gjalda, samkvæmt samningum við bæj- arstjórnina, hefði bæjarstjórnin ekki þvingað hann til þess. Svo þegar als er gætt, þá hefir bæjarstjórnin óefað gert rétt þegar hún samþykti að láta möl- bera þessi stræti upp á daglaun. Stephan Thorson, [Það er alveg rétt sem hra. Stefán Thorson segir í ofanskráðri grein um á- ætlun verkfræðings bæjarins, Það var prentvilla í þessari tölu í síðustu Hkr., og ætluðum vér oss að leiðrétta það í þessu blaðí, Vér viljum ekki að svo stöddu dæma neitt um Mr. Kelly, eða aðra ‘‘contractors”. en það er ýinislegt í sambandi við þessa bæiarvinnu hér og hvernig henni er hagað og stjórnað, er vert væri að minnast á síðar við tæki- færi. — Ritstj, Hkr.]. Til þess að pólitiskt fréttablað geti verið óháð öllum flokkum eða klíkum, þarf það fyrst og fremst að hafa svo miklar vinsældir og út- breiðslu meðal almennings, að það geti staðið á eigin merg, að tekjurn ar jafnist við útgjöldin að minnsta kosti. Þetta mun nú aldiei að svo komnu hafa verið reynsla íslenzku blaðanna hér vestan hafs, og því hafa þau æfinlega verið meira og minna komin upp á pólitiska flokka,—orðið að lifa af ölmusumeðlagi eða snýkjum. En ef þessu hefir svo auðvitað leitt það, að þessi blöð hafa orðið að vera sem fylgispakir rakkar við hina póli- tisku flokka sem slettu í þau bita eða spæni. Þau hafa orðið að syngja lof- gjörð og hósíanna yfir öllum afglöp um, svikum og níðingsbrögðum, sem hinir örgustu bófar í flokki matfeðra þeirra hafa drýgt, og að sjálfsögðu alveg að sama skapi að níða niður og tortryggja allar gerðir andstæðing- anna, hversu vel og samvizkusam lega sem unnið var. Það er engum efa bundið, að Hkr. og Lögberg voru bæði á fyrri árum bundin á svona klafa, og að Liigberg er það enn þann dag t dag. Aldrei nokkurn tíma heyrist í því blaði imtað eða skrimtað um noklc. um skapaðan hlut sem miður fer í stjórnarfari Lu r.ua "ylkis- eða sambandsmálum. rcaður, sem ætti að dæma um málin ftir sögusögn J ögberíjs eingöngu, hlyti að kc - ' að þeirri niðurstfiðu, að annar floi . winn (Uberalar) væri gersamlega óskeikull, — þeim yrði aldrei á að gera neitt sem miður færi, Vér höfum fengið nokkrar að- sendar greinar, sem vér tökum ekki í blaðið. þrjár þeirra eru persónu- legar skammargreinar til ritstjóra Lcgbergs. Það er hvorttveggja, að oss er illa við alt þesskonar ritsmíð, enda hafa þessir menn, oss vitanlega, aldrei verið áreittir opinberlega í Lögbergi eða annarstaðar. Þeir ræða heldur ekki um nein opinber mál, er varða almenning, heldur ráð ast að eins á persónuna, Sigtrygg Jónasson. Vér Ijáum ekki þesskon ar greinum rúm. Svo höfum vér einnig fengið nokkur innlegg í trúmálaþrætuna meðal íslendinga hér vestra. Og þótt sumar af greinum þessum séu vel og haglega samdar, þá viljum vér ekki ljá þeim rúm í Heimskringlu. Trú- arleg ádeilumál finnast oss ekki eiga heima í pólitiskum eða frétta blöðum. Þeir sem vilja ræða þau mál, þurfa að hafa til þess sérstök málgögn. Trúmennirnir guðfróðu hafa “Sameininguna“ fyrir skjöld og brynju. Þessir “vantrúarmenn sem vilja láta til sín heyra, ættu líka að hafa málgagn, og þeir eru áreið- anlega svo margir hér vestra, að það er bara klaufaskapur og samtaka- leysi að koma ekki slíku riti á fót. Herra ritstjóri Heimskringlu. í síðasta blaði Heimskringlu skýrið þér frá, að á síðasta bæjarstjórnarfundi hati verið samþykt að bæjarstjórnin léti sjálf mölbera (macadamize) McDermot, Carlton, Smith og Edmonton stræti, og að ýmsir “Contractors” hafi boðið í þessi verk'enekkert af þeim boðum hafi verið þegið. Og svo segið þér : “en tví- sýnt mun það þykja að verkið fáist unn- ið eins ódýrt með því móti, eins og ef bærinn gæfi það út á contract.” Því næst skýrið þér frá tilboðunum á ofan- Alveg ókunnugur | greindum strætum, og er tilboð Mr. Kelly’s 888,982.80, og er það meira en $7,000 lægra en næst lægsta tilboð; svo skýrið þér frá að áætlun verkfræðings bæjarins, Mr. Ruttans, sé 835,956,20, og þegar maður ber þessar tölur saman, þá sér maður, að tilboð Mr. Kelly er næst- um $2000 lægra en áætlun verkfræðings Hawaii-eyjarnar. Lýsing á eyjunum og innbúum þeirra og atvinnuvegum þar. Eftir (i <«o»<lninii. April 1898 Honolclu, 21 Hawaii-eyjarnar voru fundnar af Capt. Cook á hans 3. ferðíkringum hnöttinn, seint á síðastliðinni öld. Hon um taldist svo til að innbúarnir væru þá um 400 000, en sem nú er komið nið ur í 35.000. Fyrir yfirgang og ofríki var k«pt. Cook myrtur í Kealikekúa Bay, á vestanverðri eyjunni Hawaii; eyjar skeggjar tóku honuin raeð mestu virkt uin, því þeir héldu hér heiuikominn guðinn Lóno, er fieir höfðu lengi vænst eftir. En heimtufrekja og grimd skip- verja var stjórnlaus og er sannað, að þeir skutu á landsmenn fyfir að hafa hönd á bát þeirra í leudingunni. Ekki svo að skilja að eyjarskeggjar meintu að ræna nokkru, því eftir þvi sem gam alt fólk segir frá, þá flutti fólk sig oft búferlum eyju frá eyju og skildi farang ur sinn eftir úti um víðavang, án þess að missa nokkurn hlut, og enn í dag er mjög sjaldgæft að þeir steli eða myrði. Og svo byrjaði bardaginn, þar sem skipstjóri Cook lét líf sitt. Skipverjar urðu að flýja fyrir fjöldanum og létu í haf. Litlu siðar byrjuSu hvalfangarar að koma hingað, bæði til þess að taka vatn og verzla við eyjabúa. Mig minn- ir að kapt. Vancouver fyrstur manna fyndi Honolulu-höfn, um árið 1800. Um það bil tók sér bólfestu hér John Young enskur að kyni, og' komst hann í kunn- ingsskap við höfðingjaefni eitt, Kahme- hamía að nafni, og kendi honura vopna- burð Evrópumanna. Svo lögðu þeir hernað og unnu undir sig aðaleyna Hawaii. Það var krögt af smákóngum hér á eyjunum í þá daga. Hættu þeir ekki fyr en þeir höfðu náð öllum eyjun- um á sitt vald. Og fyrir þetta var þessi sigurvegari kallaður hinn mikli, eða Napóleon Hawaii-eyja. Myndastitta af honum var sett fyrir franian stjórnar- byggíngarnar hér. Um 1819 komu hin- ir fyrstu kristniboðar hingað, frá Bost on i Bandaríkjunum. Eyjabúar voru þá búnir að afleggja mannblót og til- beiðslu Psle, sem var aðalgyðja þeirra og bjóíeldgýg er nefnist Hale-Man-Man sem er á miðri eyjunni. Það er sá eini gýgur sem enn er eigi útkulnaður, Aldrei hefi ég séð eldgýg þennan, en ferðafólk lætur mikið af honum ; er sagt að hann sé altaf að smákóina, en tvisvar hefir hann spúð hraunleðju á síðustu 80 árum, og má vel sjá þess merki enn í dag, þar sem hraunflóðið eyðilagði svo þúsundum ekra skifti af einu bezta héraði eyjanna. Landsbúar drukku nú í sig guðs- orðið í þúsundatali og voru skýrðir í stórhópum. 5—6 hundruð í einu, svo að ekki leið á löngu þar til alt var kristnað að nafninu til. Samhliða þessum and- legu framförum (?) lærðu eyjarskeggjar að brúka allskonar munaðarvöru, eink- um tóbak og brennivín. Þar með bár- ust þeim og einnig óþverrasjúkdómar af öllum tegundum. er strádrap þá niður, ásamt mislingum, bólunni o. ll. Þann- ig komst “menning” hér á land með biblíuna í annari hendi, en romm og allskyns ófögnuð í hinni. Svona náðu þessir guðsþjónar taki hér á fólkinu eða leiðandi höfðingjum þeirra, er þá voru skattgildir til Kahmehamía hins I. eða mikla. Skömmu síðar, eða um 1831, komu tveir prestar kaþólsku kyrkjunnar hing- að frá California, sem þá tilheyrði Mexico, og byrjuðu að préiika trú sína og fengu marga áhangendur. En þessu undu hinir fyrri trúboðar (protestantar) illa, og ofsóttu þeir presta þessa á allan hátt. Þeir dæmdu þá til að vinna kaup- laust við það að draga grjót og við tíl kyikjubyggingar, en ekki gáfust prest- ar þessir upp að heldur. Þar næst hand tóku þeir þá og sendu þá til California. En ekki leið á löngu þar til þeir komu aftur. Voru þeir þá teknir til fanga og misboðið á ýmsan hátt. Um það leyti kom franskt herskip til eyjanna og tókst klerkum að koma bréfi til skip- stjóra og létu hann vita að lífi þeirra væri hætta búin. Brá skipstjóri við og fór í land og heimtaði lausn þeirra sam- stundis og $25.000 í skaðabætur, og auk þess ókeypis lóð til kyrkjubyggingar, og að þeir lofuðu að láta kaþólskt fólk i friði eftirleiðis. Prótestantar urðu að sæta þessum kostum, og þannig urðu kaþólíkar fastir í sessi hór, og eru nú alt að helmingur innfæddra eyjabúa ka þólskrar trúar. Þeir hafa náð trausti og virðingu hér fyrir afskiftaleysi stjórnmálum og fyrir hjúkrun þeirra á hinum holdsveiku veslingum á eyjuDni Molokai, þar sem eru um 1300 alls, mest innlent fólk, sem þar er hrúgað saman frá öllum eyjunum. Það er i dalverp: norðantil á eyjunni og eru ókleífir hamr- ar á alla vegu nema fáein einstigi. sem varðmenn gæta dag oe nótt. Stjórnin kostar þessa sjúklinganýlendu. Þeir rækta garðmat til eigin brúkunar, en alt annað er þeira lagt til. Munkar og nunnur hafa umsjón á öllu þar, og er engum neraa læknum leyft að koma þangað. Innfæddir hirða ekki um var- úðarreglur út f frá og reyna að leynast fyrir njósnarraönnum sem leyta uppi grunað fólk og fara með það á hið svo nefnda “House of Detsntion.” Og ef það reynist sýkt af veikinni, þá er það flutt í sína lifandi gröf á Molokai, það- an sera enginn á afturkvæmt. Stjórnin fer vel með þessa veslinga og gerir líf þeirra eins viðunanlegt og hægt er und- ir kringumstæðunum. Hér hafa ríkt sex konungar oe var hinn síðasti þeirra Kalakana, sera dó af ofdrykkju í San Fransisco veturinn 1891 Þá kom systirhans. Liliokalani (himna- blóm) til ríkis, og ríkti hún þar tilhenni var vikið frá völdum, í Janúar 1893. Alt var það hiski siðferðislega dáðlítið og að eins liðið af hvítu fólki til að geðj- ast hinum innfæddu. En drottning Liliokalani vildi láta til sín taka. Hún vildi taka upp ýmsa hei< n i siði, ogtaka kjörgengi af hvítum möniium eða tak marka það svo hún gæti ráðið eftir yild sinni. Flestum mun vera nokkuð kunnugt um stjórnarfyrirkomulag það sem nú er hér á Havaii eyjunum, því mikið hefir verið rætt og ritað um það á síðari ár- um. Það er óefað bezta stjórnin sem eyjarnar hafa haft, bæði í siðferðisleg- um og hagsmunalegum skilningi. Opin- beru fé er nú varið í þarflr ríkisins en ekki í svall ogheimsku eins og áður var og hafa meiri umbætur verið gerðar hér á síðastliðnura 5 árum, en á 30 árum næstu á undan. Loftslag er hér mjög þægilegt, sjal- dan yfir 80 gráður í skugganum eða fyr- ir neðan 6(1 gráður, og svo jafn hiti bæði dag og nótt, að tæplega þarf að bæta á sig aukaflík þó maður sé úti til mið- nættis. Það er lítill munur á sumri og vetri, nema hvað meira rignir að vetr inum til. Hér blæs hinn svonefndi norðaustan “trade”-vindur frá Febrúar til Nóvember, altaf úr sömu átt, kemur upp með sólu og lygnir að kvöldi og blæs hurðast um miðdegi, rétt þægileg- ur siglingabyr. Þrumur og eldingar eru hér mjög ótíðar. Við og við verður vart við jarðskjálfta og þó ekki neitt líkt því sem á sér stað í California. Hér er sagt að vera eitt hið bezta lofs- lag i heimi. Þar sem hér eru fjöll af allri hæð, sum yfir 13 þús. fet, og mis- munandi regnfall (frá 10 til 200 þuml. á ári), þá má hér, án þess að færa sig langt, hafa margbreytt loftslag. Kila- nea er hæsta fjallið á Hawaii, sem er stærsta eyjan, um 100 mílur á lengd og 70 naílur á breidd. Það fja.ll er snæv þakið ár og síð. Hawaii-eyjan er ávalar bungur hver upp af annari, hömrum girt norðan og austan til; lítið lágleudi nema smádalir hér og þar. Annars hefi ég hvergi séð sviplíkara að mörgu le.yti en þar sem ég ólst upp á Vestfjörðum á íslandi, þó ó liklegt þyki, þar sem eyjarnar eru innan hitabeltisins, hvarfbaugur krabbans er rétt norðan við eyjuna Hawaii. Aðal- ‘eyjarnar eru 5 að tölu og 3 smáeyjar, sem eru notaðar mest fyrir beitilönd, og búa þar ekki aðrir en fjárhirðarar. Norðvestast er eyjan Kauai, ásamt einni af þessum smáeyjum og er hún einnig kölluð “Garden Island ” 100 mílur suð- austur þaðan er þessi eyja sem ég nú skrifa frá, er nefnist Oahu. og hér er höfuðborg eyjanna, Honolulu. 20 milur austur héðan er Molakai, 10 mílur þar fyrir austan er eyjan Mani og síðast 15 mílum sunnar er Hawaii, en vestanvert við eyjuna Mani eru tvær smáe.yjar. Allar eru eyjarnar nær kringlóttar nema Molaki, sem er löng og mjó. Allar eyj- arnar eru vaxnar þéttum skógi upp i fjöll, að undanskildri Hawaii, en að eins ein tegund af þessum skógi er brúklegt, er nefnist Kóa-viður, alt hitt er járnvið- ur svonefndur, nær því óvinnandi og ilt að komast að honum. Allur húsaviður kemur hingað frá Puget Sound i Wash., og rauðaviður frá Eureka, California ; er hann seldur hér á $17. þúsund fet upp i'$35 heflaður og plægður viður. Hér eru engin illyrmi eða höggorm- ar af neinui tegund ; húsflugur fáar en nóg af moskítum á vissnm stöðum. Ekki eru hér nein veiðidýr eða fuglar, nema smásvín og dúfur og “wild turk. eys. En fyrir nokkru vorulflutt hing- að hreindýr og látin laus á eyjunni Molakai. Af atvinnuvegum er hið helzta er nokkru nemur sykurræktin og þar næst hrísgrjónarækt, en sú atvinna er að öllu leyti í höndum Kínverja, og næst mun vera kaffiræktin, sem er nýbyrjuð hér svo nokkru nemi. Svo er griparækt hér nægileg til heimabrúkunar og fyrir skipaflotann sem kemur hér við á ferð- um sínum fram og aftur um Kyrrahafið Alt kálmeti þrífst hér allvel; jarðepli vaxa hér fljótt og má fá 4 uppskerur á ári ef alt gengur vel. Mais er töluvert ræktaður liér, en þó að eins til heima- brúkunar. Af ávöxtum er hér ekki eins mikið og ætti að vera, og er flutt inn hingað epli, apelsínur, lemons o. fl. frá Califoiniu. Bananas er aðal aldinateg- undin sem nóg er af hér. “Pine”-epli eru ræktuð hér og send niðursoðin til San Fransísco og Victoria ; þau eru 18 mánuði að vaxa. Af öðrum jarðar- gróða hér má nefna brauðaldini, pears, watermelons og ýmislegt fleira. Ekki er neinn markaður fyrir þetta rusl nema það sem haft er til heimabrúkunar. (Meira næst.) f \ f Það er enginn efi á því að A vér getum gert yður á- i nægða bæði hvað snertir ^ verðið og verkið. {Photo= jgraphs f ) f f Í PARKIN 490 flain 5t. f f f f f f f f Exchange Hotel. 612 JVC^IJST ST_ Þegar þið viljið fá GÓÐANN DRYKK, Þegar þið viljið fá GÓÐA MÁLTÍÐ, Þegar þið viljið fá GÓÐAN NÁTTSTAÐ þá munið eftir því, að þið fáið hvergi betri aðbúnað að öllu leyti, en hjá. H. RATHISIJRX, EXCHANGE HOTEL. 612 Hain Str. Dr. N. J. CroivforJ PHYCICIAN AND SURGE0N ..... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Hours from 2 to 6 p.m. OLI SIMONSON mælik með sínu nYja [I Fæði $1.00 á dag. 1. 718 Jlaiu 8tr. Eruuswick Hotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. íáiidiiigar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, mm i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfnr og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kanpið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönriur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. Ef þú vilt fá þér góðan Bicycle National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. F»mIí tul eiiis $1.00 u <iug. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— eda Reliance. ^ Það eru beztu reiðhjólin sem nokkurst" ^ar eru seld hér í Winnipeg. f Næstu ’yí . r> . P, 3thúsið. í - — ——- - f Karl K. Alber^ íslenzkur ui. lUcuiur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, __ Oavalier, X. Dak, PAT. JENNINGS, eigandi. Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta uð sem búið er til i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans AUAiUS fiBovd’s 407 MA’”! STREET V J U ^ 1 Þá fyrst finnur þú mismuninn i j sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum iS; 1 vorum og varzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.