Heimskringla - 26.05.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.05.1898, Blaðsíða 1
neimsknngla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 26. MAI 1898. NR 33 STRIDID. Þad var alt útlit iyrir þegar síðasta blað vort kotn út, að vér myndum geta fært lesendum vorum endilegar fréttir af stríðinu í þessu blaði voru, en svo er ekki. Það má heita að ekkert mark- vert hafi borið til siðan. Fréttir hafa borist hingað um al- gjörðan sigur Bandamanna yfir Spánska tíotanum suðaustur af Cuba, en þar eð Bandaríkjastjórn hefir ekkert skeyti fengið um slíkt, þá er hæpið að taka það trúanlegt, jafuvel þó maður viti að slíkt verður endirinn, hvenær sem flotarnir finnast. Þegar síðast fréttist af skipum Bandaríkjanna, hélt Sampson með flota sinn suður með austurenda Cuba, en Schley með "Flying Squadron" hélt suð- ur að vestanverðu, ætluðu þeir sér að króa Spánverja inni við suðurströnd Cuba og neyða þá til að berjast við sig eða gefast upp að öðrum kosti. Stað- haeft hafði verið áður að Spánski flotinn væri kominn inn á höfnina í Santiago de Cuba, og vonuðust Bandamenn því eftir að geta fundið þá, áður en þeir hefðu tækifæri til að renna undan í anu- að sinn. FrA Dewey við Manilla koma þær fréttir, að þýzki konsúllinn þar hafi ætlað að koma vörum og matvælum á land í Manila, en að Dewey hafi bannað það. Hét þá konsúllinn að brúka til þess tvö þýzk herskip sem liggja þar á höfninni. Sagði Dewey að hann gæti reynt það, en hvort sem það væru þýzk eða annara þjóða herskip sem reyndu slikt, þá mættu þau búast við kveðju frá Bandaríkjaflotauum. Tvö herskip eru lögð af stað frá San Francisco til Manila, sem viðbót við flota Dewey. Annað þeirra er 'moni- tor', eitt hið bezta bardagaskip Banda- ríkjanna. Þad má því búast við ad all ógreitt verði að taka Manila úr hönd um Bandamanna, þó slíkt yrði reynt. Það geta ekki liðið margir dagar nú þangað til Spánverjar fá sín makleg málagjöld, og vér skulum lofa lesend- um vorum því, að þeir skulu fá eins glöggar fregnir og unt er um viðureign þá. Þangað til verður þetta að nægja. Gladstone látinn. William Ewart Gladstone lézt að heimili sínu . Hawarden Castle, kl. 5 á fimtudagsmorguninn þann 19. þ, m., 89 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein i neflnu ofarlega. Við dauða Mr. Gladstones heflr ekki einungis hið brezka veldi. heldur allur hinn mentaði heimur, mist einn hinn mesta snilling, sem uppi hefir vei- ið A þessari öld. Heimurinn hefir mist hér mann, sem með snild mælskunnar, djúpsærri þekkingu og óbilandi trausti á alt það sem var mannlegt og sann- gjarnt hefir gert meira i frelsis og fram fara Attin«, heldur en ef til yill nokkur samtiðamanna hans. Vér höfum mist hér mann. sem nndantekningarlaust rétti hjAlparhönd þeim sem undirokaðir Voru, hvoi r, heldur þeir voru brezkir tegnar eða ekki. vér höfum mist hér rnann, sem áleit, ef dæma má af verk- um haus alheiminn ættland sitt, mann sem að lilði að eins til þess að lata gott leiða af sér, mann sem að ætíð og æfin- lega var reiðubúinn til þess að breyta skoðunum sínum þegar hann þóttist sjá að hann hefði farið vilt, mann sem að dæmdi hvern og einn, ekki eftir því hvaða stöðu hann hafði í lífinu, heldur eftir því, hvort hann var sannur mað- Ur. Mí<ður hlýtur því að sakna Mr. Gladstone meira, sem sérstaks frel*is °g mannvinar, heldur enn sem stjórn- frseðings eða rithöfundar, þó hann væri nafnfrægur fyrir hvortveggja, og þó hin j!Óliti,ka æfisaga hans megi heita e'n írægðarsaga. Hann var þingmaður a brezka þing- inu fyrst 1832, 23 ára að aldri, og frá beim tlma í liðug 60 ár var hann sí Starfandi í stjótnmAlum Breta. Eins °8 við matti búast varð hann stur.dum 1 tuinni hlata, en alt fyrir það gafst. nann aldrei upp við að berjast fyi Pví malefni, sr ra hann Aleit ré'' ve » enda var það sjnldan, að mót' tc i i naní; hefðu löngum sigr; að fag"a Það mA svo að orði kveða, Pvi hann sté fyist inn a hið pOlitiska leiksvið Breta, hafi hann ætið haft hin vandamestu og erviðustu störf á hendi. Hinar mikilhæfu og margbreyttu gáf- ur hans vöktu hina mestu eftirtekt allra samtíðamanna hans, og var hon- um því ætíð skipað það sæti sem ervið- ast þótti viðfangs í það sinnið. Stjórnarformaður Breta varð hann fyrst 18;38; hélt liann þeirri stöðu þar til 1871, að hann varð undir í kosning- um, og mótstöðumaður hans Disraeli varð stjórnarformaður. 1880 komst hann að aftur, sat hann þá að völdum þar til '885, að hann beið annan ósigur fyrir mótstöðumönnum sínum; samt náði hann aftur stjórnarformenskunni fyrir lítinn tima 1886. Þá fylgdi hann sem fastast sjAlfstjórnarmAli íra og bjóst hann við að það mAlefni mundi bera flokk sinn með sigri í gegn um kosningarnar, en það varð eigi. Slepti hann þá stjórnartaumunum þar ti) 1892 aðhann var endurkosinn með miklum meirihluta. Af þessu sést að Mr. Gladstone hef- ir verið driff jöðrin í hinni brezku póli: tik i meira en hálfa öld, og þau Arin sem hann var ekki starfandi meðlimur ráðaneytisins, var hann alt fyrir það sí- vakandi og eftirlitssamur fyrir velferð þjóðarinnar, og á þeim árum gaf hann út meiripartinn af ritverkum sínum. Ekki var hann það, sem strangir flokks menn myndu kalla, stöðugur í sínum pólitisku skoðunum. En hann breytti aldrei skoðun sinni, nema að hann væri algjörlega sannfærður umað hann hefði skoðað það málefni skakt áður, en va ri þá kominn á þA einu og réttu skoðun frá hans sjónarmiði; þess vegna veitt- ist honum ætíð létt að forsvara skoð- anabreytingar sínar á stjórnfræðinni. að þær voru ætíð samkvæmt hans beztu sannfæring. Betur að við ættum fleiri sem hefðu djörfung til þess að kasta frá sér þeim skoðunum, sem sannfæring þeirra vill ekki viðurkenna sem réttar. Betur að við ættum floiri, sem störfuðu fyrir mannúð ogréttíndi, en ekki einungis til þess að upphefja sjálfa sig; betur að við ættum sem flesta er vildu feta sem bezt í fótspor mikilmennisins, sem nú er hnigið i valinn. Gladstone verður lagður til hvildar á laugardaginn kemur í Westminster Abbey, þar sem öll stórmenni Breta hvíla; einnig verður honum reistur minnisvarði. Brezka þingið samþykti að jarðarförin skyldi framfara undir uinsjón þess opinbera og á þess kostnað. BRÉFSPJALD. South Edmonton, 17. Maí 1898. Kæri frændi Magnús :— Við erum ekki komnir lengra enn, en leggjum af stað héðan í fyrramálið til Fort Assiniboin, við Athabasca-ana. um 85 milur héðan landveg. Gerum við ráð fyrir að kaupa okkur bát í Edmonton, 24 feta langann fyrir $75, og förum við a honum niður Athabasca-ána um 100 mílur, en þaðan verðum við svo að fara landveg yfir til ''Little Smoky"-árinnar ef við ekki finnum gull áður. Það verð- ur skollans erfið för og reynir á aflvöðv- ana, að komast frá Athabasca til Little Smoky, en ég vona að við finnuni ef tii gull áður. svo við getum sparað okkur það ómak. — Flutningsgjald h(-,ðan til Fort Assiniboine er $í 00 A 100 pundin. Við erum 12 Islendingar hér saman, og verðum allir samferða norður, og höld- um ef til vill allir félagsskap í sumar. Svo verða okkur einnig samferða héðan norður eitthvað tveir enskir menn frfi Winnipeg, Mr. GrifKn og félagi hans. Berðu kæra kveðju til Walters og allra kunningja. Gangi þér alt að ósk- um, vinur. Þinn einl. J. B. Brynjólfsson. Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronto. Montreal og New Ýork, á 1. plássi $28.20, á 2. plássi $27, 20. 'l'il Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. pjássi $25, og 2. plAssi $20, Við enda vferðarinnar borgar fé- lagið til baka þeim sera hakla 1. pláss farseðli $5. og þeim sem halda 2. plAss farseðli $10. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 á 1. Og $10 á 2. pliissi. Niðursetningin á fargjaldi til Kyrrahafsins gildir að eins frá stöðum l Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yrði farsrjaMið að sama skapi hærra eftir því sem vestar dregur. Það borg- ar sig fyrir hvern einn að«sjA umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Dr. N. J. Crowford PHYCICIAN AND SURGEON ...... 462 Main St.. Winnipeg, Man. Office Tfours from 2 to 6 p.m. Oliver Mowat. frændi Sir Oliver Mowat. og bókhaldari í Bank of Ham ilton í Owen Sound, skaut sjálfan sig á laugardaginn var i kjallaranum undir bankabyggingunni. Hann var 48 Ara að aldri. Ekki vita menn um neina or- sök til þessa sjálfsmorðs. Kínverji einn að nafni Dark Chung var tekiun fastur af tíandaríkja toll- þjónum á farþegjalestinni, sem rennur frá Montreal suður yfir landamærin. Hann var með tvo landa sína og $1000 virði af ópíum, sem hann ætlaði að koma tollfrítt inn í Bandaríkin. Kín- verji þessi hefir búðir bæði í Boston og Montreal. Miss Margaret Smith, skólakennari í Middlesx Countyi Ontario, var sektuð um $5.00 og málskostnað, eða 20 daga í fangeisi, fyrir að hafa barið eitt skóla- barn sitt með reglustryku A höfuðií,— Það er gott að fá að sjA að það eru pó lög til í landinu, sem hamla skólakenn- urunum frá að misþyrma börnum sem á skóla ganga, sem sumum af þeim hættir við að gjöra. Voðalegur fellibylur æddi yfir vissa hluta af Wisconsin, Iowa og Illinois ríkjunum fyrra miðvikudagskvöld Fleiri tugir manna mistu lífið og mörg hundruð meiddust meira og minna Enga hugmynd er enn hægt að fá um hinn ákaflega skaða á eignuin manna á þessu sviði, þar sem stormurinn sópaði öllu fyrir sér, bæði byggingum og öll- um gripumog hverju öðru sem mögu- legt var að hreyfa. Bandaríkjastjórn biður um tilboð til að smíða 16 torpido Destroyers, og 12 torpidóbáta Þeir fyrri þurfa að vera fullgerðir innan 18 mánaða, en þeir síðari innan 12 mánaða. Þetta verður góð viðbót við flotann, fyrir ut an öll hín stærri herskip, sem A að smíða undireins. Eftir útliti að dæma ætla Bretar að vera viðbúnir hvað sem fyrir kann að koma. Á síðustu tveimur vikum hafa þeir flutt 100,000 ton af kolum til Gibraltar, og þar að auk stórkostlegar byrgðir af skotfærum og vistum. Hon. Wilfrid Laurier er sagður töluvert veikur þessa dagana. Veikin þó ekki talin hættuleg. Herskípin Oregon, Mariettaog Buf falo eru komin með heilu og höldnu til flotans undir stjórn Sampsons. Baptistakyrkja í Ingersoll, Man., brann til kaldra kola á fimtudaginn var. Kyrkjan var metin á $14000. Á- byrgð $10,000. Þrumu sló ofan í hús í Toronto i vikunni sem leið og drap hún húsráð- andann, Mr. J. B. Allenty, sem var sofandi i rúmi sínu. Hon. William Jenning Bryan, sem sótti um forsetasæti Bandaríkjanna 4 móti Mr. McKinley i kosningunum 1896. er nýgenginn í sjAlfboða herdeild Bandaríkjanna í Nebraska sem einfald ur dáti. Mr. Bryan sýndi í kosnínga- stríðinu að hann var snillingur sem menta- og mælskumaður. í þessu yfir- standandi stríði mun hann einnig sýna, að hann er sjAlfkiörinn fyrirliði annara, sem hugrökk hetja og sannur föður- landsv'nur. Þiefalt húrra fyrir Bryan. Eldur kom upp í Hilliardleikhús- inu i Rat Portage á fimtudagskvöldið var og eyðilagði leikhúsið algjörlega og margar aðrar stórbyggingar. Farley Dramatic leikflokkurinn lék "She" eftir Rider Haggard þetta sama kvöld í þessu leikhúsi, ég fóru áhorfendur allir heim til sín að afstöðnum leiknum, en fáum mínútnm síðar kviknaði í því. Haldið er að eínn maður hafi farizt í eldinum. Skaðinn nemur fleiri tugum þúsunda. Thomas Nulty, sA sem drap þrjAr systur sínar og einn bróðir, skamt frá Rawdon i Quebecfylki, 4. Nóvember í haust er leið, var hengdur A föstudaginn kl. 9 að morgni. Hann var margbúinn að jAta sekt sina, svo enginn efi er A að hann var sá rétti sakamaöur. Frumvarp póstmálaráögjafa Mr. Mulocks á Ottawaþinginu, viðvíkjandi niðursetning burðargjalds & bréfum, miðar hægt áfram, þó líklegt sé að það öðlist lnsrngildi á þessu þinei. Póst- málastjórinn var spurður að, hvenær hann byggist við að breyting þessi yrði lög, og svaraði hann því einu, að hann gæti ekki séð svo l.ingt fram i tímann. Stóreflis samsæti var haldið i bæn ti Tampa á Florida á afmælisdair Vic tfciu drottningar. Þar voru viðstadd- inallir helztu mennirnir úr Bandaríkja- hernum, sem hefir þar aðsetur sitt; voru þtr einnig yfirmenn af brezku herskip uium, sem nýlega komu þar. Islendingadagsmálið. Hér með auglýsist að samkvæmt &,¦ skorun verður almennur fundur hald inn á North West Hall næsta laugar- dagskvöld kl. 8.. til þess að Alykta um þ&ð hvenær halda skuli íslendingadag- inn hér í Winnipeg. Það er ósk íslend ingadagsnefndarinnar, að fullorðið fólk beinlínis, en ekki börn, sæki fund þénn- an og leiði málið til lykta. Winnipeg, 23. Maí 1898. B. L. Baldwinson Veslings Sigtryg^ur. Það þarf ekki sérlega skarpskygna gáfumenn til að sjá það, að grobbraus það og lastmælgi sem ritstj. Lögbergs ridur úr sér í síðasta Lögb. ber þess ljós- an vott, að garmurinn hefir—rétt einu- sinni ennþá, verið fullur, fjúkandi reið- ur og ráðalaus, þegar hann var að hnoða saman skammadellunni um mig og Mr B. F. Walters, hinn núverandi eiganda og ritstj. Heimskringlu. En þó hefir hann haft vit a því, að forðast eins og heitan eld að minnast með einu einasta orði a þessa þrjá stórstuldi, sem ég hefi verið að biðja hann að gera lesendum sínum einhveija grein fyrir. Hann var þó búinn að taka drjúgum upp í sig um það, að ef ég færi með ranga útdrætti úr fylkisreikningunum, þa skyldi þegar verða bent é. það í Lögbergi. En ekk hefir honum þótt ástæða til að leiðrétta neitt af því sem enn hefir verið sagt um hallærisstyrkinn til Lögb., ómagameð lagið til lögreglustjórans eða fargjöldin Fólk má því óhætt trúa því, að ritstj. Lðgb. sé í rauninni mér hjartanlega samþykkur í öliu sem ég hefi sagt um þetta, og er þá vel að verið. En drengi legar hef ði mér þótt honum farast, úr því hann nú er mér samþykkur um stuldina, ef hann hefði hreinskilnislega játað syndir sínar og stjórnarinnar i þessum efnum. Ef það, að fara að dæmi hins iðrandi ræningjaá krossinum, gæti orðið til þess, að kafteinninn á síðan næði hafnstað í Paradís, þá þættist ég hafa unnið að rainsta kosti eitt góðverk í heimi hér. En það eru engin iðrunar merki á. síðustu grein hans, því hann hleður þar synd á synd ofan, fyrst með því að hæla sjálfum sér meira en hann með réttu á skilið, og meira en nokkur maður, sem ekki væri algerlega tilfinn ingarlaus um sinn eigin sóma, mundi leyfa sér að hæla honum ; og svo með því, að bera mig þeim bríxlum, að ég hafi um mörg undanfarin^r gert alt sem i mínu valdi stóð, bæði leynt og ljóst, til að skemma mannorð hans. Kkkert get ur verið sönnu f jær en þetta. Ég þori að ábyrgjast, að honum er alls ómögu- legt að rökstyðja eða sanna þessa stað- hæflngu, og skal ég kunna honum þökk ef hann getur tilfært eitt einasta dæmi, þar sem ég hefi sagt nokkuð ófrægjandi um mannorð hans, annað en það sem ég er reiðubúinn að sanna hvenær sem krafist verður, En það mun kafteinn- inn tæplega geta kallað ófræging A mannorði, ef sagt er satt um einn eða annan. Það hefir enga þýðingu að gera lang- ar hrókaræður um Loka, Mörð, Júdas eða Njálsbrennu, þv> þessi söguatriði frA lönga liðnum öldum koma ekkert við stjórnarfarinu hér, né standa þau í neinu sambandi við þessa umræddu stjórnarstuldi. Yfir höf uð að tala, þá virðast allar greinar ritstj. Lögb. bera þess ljósan vott, að hann se algerlega ráðalaus að halda uppi vörn fyrir stjórnina og mcð öllu vonlaus (eíns og allur þorri hinna Liberölu hér í fylkinu) um að hún kom- ist að við næstu kosningar. Hann veit það vel -þó hann að sjAlfsögðu vilji ekki lAta A því bera (honum er ekki borgað til þess)—að hann og Greenwaystjórnin er dæmd og léttvæg fundin, og að svo fljótt sem kjósendum verður gefinn kost ur A því, þá hafna þeir bæði honum og henni. Hvorttveggja er búið að lifa sitt fegursta; hvorttveggjaer búiðaðsyndga of lengi upp A nAd almennings, og hvort 4 Furner's —*• MILLINERY. 522 Main Street ^ WINNIPEG, MAN. ! tveggja verður hafnað við fyrsta tæki- færi. Það er þessi leynilega meðvitund í brjósti ritstjórans, sem gerir hann hug- og duglausann til varnar, og það er þetta sem heldur honum svo reiðum og gerir pennahaldið hjA honum svo stjórn- laust, að almenningur er farinn að hafa hann og það sem hann skrifar að at- hlægi og veita honum réttmæta fyrir- litning. Að því er snertir Mr. B. F, Walters, þA mun það alment mælast mjög illa fyrir kafteininum, að ausa hann dóna- uppnefnum og skömmum fyrir það eitt, að hann er langtum betri drengur og heiðarlegri ritstjóri, heldur en kafteinn- inn hefir vit A að vera. B. L. Baluwinson. Frá löndum. MINNEOTA, MINN., 20. MAÍ 98. (FrA fregnrita Hkr.) Tíðarfar hið Akjósanlegasta, hæfi- lega mikið regn, og svona hór um bil mitt A milli sumarhita og vetrarkulda. Verzlun er hér öll með nvjum lífs- mörkum, korntegundir allar í hAu verði og hefir hveiti t. d. komist í $1,15, mais 10c, hafrar HOc. Stríðið er nú aðal umræðuefni manna hér; deild vor Minneotamanna hefir verið kölluð til Philippineyjanna, i þeirri deild er einn íslendingur héðan, Björn B. Gíslason, sonur Björns bónda Gísla- sonar frA Haukstöðum í Vopnafirði.— EnnþA lifir A meðal vor hinn forni frægi íslenzki orustuandi. B. B. G. er einn af vorum efnilegustu ungu mönnum. Hann er hraustur maður til sAlar og lík- ama og því líklegur til frama ; hann A eftir einn vetur A hAskólanum í Minne- apolis til að ná lögfræðisprófi. Sigurður G. Austmann og Ingibjörg Jónsdóttir giftust hér 10. þ. m. SPANISH FORK, UTAH.,16. MAÍ. (FrA fregnrita Hkr.). Héðan er nú alt heldur bærilegt að frétta; tiðin er yndæl sem stendur og alt í hinum mesta blóma. Afelli kom hér um síðastl. mAnaða- mót og stóð það yfir í viku. Féll þA talsverður snjór til fjalla, en rigndi nið- ur í bygðinni. Regnið gerði mikið gott því jörð var orðin þur, og það svo sum staðar, að hveiti og aðrar korntegundir gAtu ekki komist upp, og var því hretið hin mesta blessun fyrir Zions-dali. ITm skaða af Afellinu höfum vér ekki heyrt getið, nema lítið eitt af ný- kliftu sauðfé hjA hjarðmönnum uppi í fjöllum. Einn sem nýlega hafði flutt fé sitt hingað frA California, varð einna verst úti. Hann tapaði 2000 A einni nóttu. Nú er mikið talað um stríðið, og virðast allir hafa mikinn Ahuga A slík- um mAlum. "Uncle Sam," bað Zions- búa um 425 liðsmenn (sjAlfboðalið) og varð ekki nein fyrirstaða með að fA það, því raargfalt fieiri buðu sig en þurfti með. Það var farið eftir þeirri reglu, að jafna þessu niður A bæina og bygð- arlegin. og fengum við Spanish Fork- búar þvi ekki nema lítið tækifæri, þ. e.: fAa af hinni gefnu tölu; en A meðal þeirra sem buðu sig fram hér, og stóð- ust prófið, voru tveir Islendingar, og fleiri hefðu eflaust gefið sig fram, ef þeir hefðu haft tækifæri, því hinn forni víkingaandi, sem einkendi norðurlanda- þjóðir í fornöld. virtist lifna við að nýju hjA þeim, eða að minsta kosti virt- íst að nokkuð af því væri en eftir í blóði þeirra. Þeir sem fóru héðan af Islend- ingum, voru bræður tveir, Einar og StefAn Þórarinssynir, ættaðir úr Vest- ur-Skaptafellssýslu, og verða þeir send- ir í dag, Asamt fleirum liðsmönnum frA Zion, til San Francisco og þaðan til Philippine-eyjanna, og óskum vér þeim lukkulegrar ferðar. Verði beðið nm fleiri liðsmenn, höf- um vér engan efa á, að 5 til 10 ungir og frískir landsmenn bjóði sig fram og legg' þannig sinn skerf til að viðhalda heíðri og sóma vorrar nýju fósturjarð- ar — Ameríku, Siðan stríðið byrjaði, hefir hveiti einlægt verið að stíga í verði; er nú sumstaðar kcmiðupp í $1,15 bush. Af útilegumönnunum hér í Zíon ganga nú margar sögur. Landstjórinn í Utah hefir lagt $4 500 til höfuðs 22 af þeim, og svo hafa fleiri, bæði félög og einstakir menn, heitið drjúgum verð- launum, svo það nemur í það heila miklu, eða skiftir tugum þúsunda, sem búið er að leggja til höfuðs þeim, sem nú, þegar þetta er ritad, hefir haft þau áhrif, að fjórir af þeim hafa nAðzt; það skeði A föstudaginn var, og voru tveir af þeim drepnir, en hinir tveir gáfust upp. Þykir það hafa verið mikil sigur- för og hreystiverk, ekki nema af sex mönnum, að yfirvinna þessa karla, og vona menn nú fastlega eftir framhaldi af þessu, og að ekki líði langt um þar til þeir verða allirupprættir eða flæmd- ir í burtu. Heldur er atvinna og verzlun dauf, og mjög lítið um verulegar framfarir enn sem komið er. Heilsufar sem stendur fremur bæri- legt; engir nafnkendir hafa lAtizt. <%!???????????????????????????????????????????????? §PARID DENINQA. ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Þið getið það raeð því að fara til STEFÁNS JÓNSSONAR, á N'orð-austur horni Ross Ave. og Isabel Str., þe^ar þér þurtið að að kaupa eitthvað af álnavöru (Drygoods). T. dærais: Musilinsá4, 5, SotflO cte. Prints 5, 8, 8, 10, 12?.c. (sura lCc. print næstum yard ábreidd). líinnig' Ijosleitir, tvíbreiðir kjóladúkar A 5e. Ijómandi fyrir suraarið fyrir kvenntre,\jur og kjóla handa litlum stúlkum. Þ&eru dökk- leitir dúkar A 12}, og I5c. hreinasta afbragð. Ótal aðrar tegundir af ddkvöru sem omó'gu- legt er upp að telja, með mjög lAgu vciði. Ógrynniaf Ijomandi fallegum strAhöttum fyr- ir litlar stfdkur og konur, eins lAgt og 15 og 20c. Þér getið vissulega sparað peninga yðar með því að kaupa hjá mér g» ða vöru með lAgu verði. Gleymið þvi ekki að koma við bjft mér og sjá«hvað ég er að bjóða við- skiftavinum mínum þetta sumar. ? ? ? - ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Með vinsemd og beztu óskum 5TEFAN JONSSON. \ \ Norð austur horn Ross Ave. og Isabel Str 71 »?????????????????????????????????????»????1???? ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.