Heimskringla - 26.05.1898, Síða 4

Heimskringla - 26.05.1898, Síða 4
HEIMSKRINGLA, 26 MAI 1898. » They fit.... ! No matter how you | stanc/ or sit. 1 Við köllum þessar buxur okkar $3.50 vísdóms- } buxur, vegna þess þær samanstanda af öllu því bezta. Þær eru vísdómslega valdar, visdómslega * tilbúnar, og verðið er vísdómslega sett svo lágt, að r það dragi kaupendur til vor. ■ | The —^ | Commonwealth. i Hoover & Co. « j Oorner fflnin $itp. & t’ity Ilall Sqnare. -wyjj f * * * * t t t Winnipeg. Lesið auglýsint: frá, Mr. R. Bran- ehaud í Cavalier. Bréf á skrifstofu Hkr. eiga Mr.Sam Brandson og Mrs. Guðbjörg J. Gíslason Hra. Hjörtur Lárusson er fiuttur frá 250 Jarvis Ave. til 703 Maryland St, Hra. Jón Þórðarson frá West- bourne, heimsótti Hkr. í gær. Hann dvelur um vikutíma i bænum. Þegar þd ferð um Ross Ave.. þá komdu við hjá Thordarson, og fá þér disk af ísrjóma (ekki frosinni mjólk). Þeir herrar Sveinn Jónsson og Magnús Gíslason, frá Lundar, Man,, voru á ferð hér í bænum rétt fyrir helg- ina. Hra, J. B. Holm frá Pembina, N. Dak., kom til bæjarins i síðustu viku. Hann býst við að stunda trésmíði hér fyrst um sinn. Hra. Pétur Jakobson, frá West- bourne, kom til bæjarins í siðustu viku; hann gerir ráð fyrir að dvelja hér nokk- urn tima. Á hvítasunnudag, 29. þ. m., verða hðrn fermd í Tjaldbúðinni við morgun- guðsþjónustuna. En við kvöldguðs- þjónustuna fer fram altarisganga. Afmælisdagur Victoriu drottningar 24. Mai, var haldinn hátíðlegur hér í bænum, eins og lög gera ráð fyrir. — Mesti fjöldi af fólki fórút í skemtigarða bæjarins og eyddi deginum þar á ýmsa vegu. Litið sýndist vera um regluleg- ar skemtanir, enda fór fjöldi manna úr bænum til skemtana, bæði til Portage La Prairie og Brandon. Victoria drottning er nú 79 ára að Hr. Jónas K. Jónasson frá Kinosota P.O. við Manitobavatn, kom til bæjar- ins á laugardaginn, Vel lét hann af líð- an íslendinga þar nyrðra. Hann dvelur um vikutima i bænum. Hra. Björn Jónsson frá Westfold Man., heimsótti Hkr. á mánudaginn. Alt tíðindalítið sagði hann úr bygð sinni, Vellíðan almenn og heilbrygði. Hann býst við að fara heimleiðis á föstudag. íslandspóstur kom hingað á mánu- daginn var. Vér fengum meðal annars blöðin: Nýju Öldina og Þjóðólf. Vér höfum ekki rúm fyrir neinar Islands- fréttir i þessu blaði, en komum með helzta ágrip af þeim i næsta blaði. Jón Guðjónsson á Melum, Kola- bleikseyri í Mjóafirði, Suður-Múlasýslu, vill fá að vita utanáskrift Páls Jóhanns Gísla Guðjónssonar bróður síns, frá Herjólfsstöðum í Skagafirði, væntanl. Winnipeg. Hra. Gunnar Sveinsson kom heim úr ferð sinni til Minneapolis á mánudag inn. Hann lét allsæmilega af gestrisni- Jónatans, sagði að hann væri hinn skemtilegasti heim að sækja, og það al- veg eins þó hann hati i mörgu að snú- ast þessa dagana. Þess var getíð í fáum orðum í Nýju Öldinni fyrir skömmu, að látinn væri i Skagafirði Páll Ólafsson, sveitar- stjórnaroddviti í Lýtingsstaðahreppi.— Páll var kornungur maður, gáfu og mentamaður, og mundi hann hafa unn- ið sveit sinni margt til gagns, ef hon- um hefði enzt aldur. Hann átti margt af ættfólki hér vestra. Meðal ættingja hans er Barði G. Skúlason, lögmaður i Grand Forks; voru þeir Barði og Páll systkinasynir. — Páll var kvæntur og skildi eftir sig eitt eða tvö börn og unga ekkju, Hólmfríði Rósu Jóhannsdóttir, alsystur Eggerts Jóhannsonar, fyriv, ritstj. Hkr. Hra. Einar Ólafsson fer uú um helgina með gufubát þeirra Sigurðson Bros., “Lady of the Lake”, norður á Winnipegvatn, og dvelur þar um tíma. Hra. J. B. Skaptason fór af stað aftur héðan i dag norður til Hnausa, með ‘Lady of the Lake”, sem leggur út frá Selkirk á morgun fyrstu ferð sína í ár. _________________ Annað vagnhlass af höttum ný- komið til Caiiiihoii woaltli. Hra. Eiríkur Guðmundsson frá Lundar P. O., kom til bæjarins á fimtu- daginn, og heimsótti Hkr. Hélt heim- leiðis á laugardag. Hann lét vel yfir útlitinu í kringum Lundar. Með hon- um komu til bæjarins móðir hans og bróðir, Eirikur, sem dvelur fyrst um sinn hjá bróðir sínum S. J, Scheving hér í bænum. Á fimtudagskvöldið 19. þ. m. gaf séra Hafsteinn Pétursson saman í hjóna band Mr. Guðmund Christie, frá Sel- kirk, og Miss Jóninu G. Jósafatsdóttir, til heimílis í Winnipeg. Athöfnin fór fram í húsi hra. S. J. Scheving, að 319 Pacific Ave., í viðurvist nokkurra vina brúðhjónanna. Heimskringla óskar þeim til lukku. Fötin þín prýða þig. ef þú kaupir þau hjá ConinionM'cnltli. Hra. Runólfur Sigurðsson frá Ham- ilton, N. D., sem kom með konu sína hingað til lækninga fyrir nokkru síðan, er nú kominn hingað alfluttur. Kona hans hefir fengið mikla bót meina sinna og vill hann því okki fara með hana héðan fyrst um sinn, Þau búa að 726 Elgin Ave. hér í bænum. “Seint lærist gömlum hundi að sitja.” Ritstjóri Lögbergs hefir kunnað betur við að gefa oss eitthvert sérstakt nafn, eins og öllum öðrum mótstöðu- mönnum sínum. Honum hefir sjálf sagt þótt það “heybrókar’’-skapur að leyfa Mr. Baldwinson aðgang í blaði voru, til þess að setja Liberal-ritstjór- ann eins laglega á kné sér til hirtingar, eins og hann hefir gert í viðureign þeirra. Vér höfum skirst við að minn- ast mikið á ritstjóra Lögbergs hingað til, því álit vort hefir verið að peraónan hafi verið svo veikbygð, bæði síðan að "bólu”-gjafir stjórnarinnar voru á ferð- inni í Nýja íslandi, og eins síðan að ••tréfóta”-samskotin voru hér um árið o. fl. o. fl., að það væri ekki fært að ýfa við (kaununum á hrúðurkarlinum. En “oft brýtur nauðsyn lög”. Það er ekki að vita nema vér megum til að ávarpa ritstjórann dálítið ýtarlegar síðarmeir, ef honum á að lærast að "sitja”. Ódýr reiðlijól. Stefán B. Jón&son hefir nú á boð- stólum alveg ótrúlega ódýr ný reiðhjól, fyrir menn og konur á öllum aldri, er hann pantar beint frá verkstæði í Chi- cago. — Til sönnunar fyrir því að þetta er ekkert auglýsinga-skrnm, þá getur hann sýnt það svart á hvítu, að ung- linga hjól. sem hann selur nú á $12 hér í Winnipeg, hafa kostað $20 í Chicago, að undanförnu, fyrir fulla borgun út í hönd. Það virðist þvi sanngjarnt að ætl- ast til að menn kynnist þeim kjörum, sem hann hefir að bjóða, áður en menn ákveða að kaupa annarstaðar. Ljómandi sumar- nærföt á $1,00 hjá Comnionwealtli. Hroðalegt morð var framið á mánn dagskvöldíð, hér vestan við aðalbæinn réttí miðri “Blómsturvalla”-bygð. Negri að nafni Paul Brown, ný- kominn út úr fangelsinu að Stony Mountain, þar sem hann hafði setið 3 ár fyrir að hafa skotið á samvinnu- mann sinn, skaut lil dauðsannan negra sem var á gangi með konu sinni á aðal- stræti bygðarinnar, á mánudagskvöld- ið. Negri sá sem skotinn var hét Wil- bur E. Burton, og var nýkominn hing- að frá Duluth, Minn. Kona hans er matreiðslukona í einu af húsum byeð arinnar. Brown mætti þeim hiónun- um og heimtaði peninga af Burton, er kvaðst enga peninga hafa og bauð hon- um að leita á sér, en í staðinn fyrir að gera það, dró Brown upp skammbyssu sína og sendi 'kúlu í gegn um höfuðið á Burton. Þegar hann var búinn að drepa manninn, sendi þann nokkur skot á eftir konunni, sem hljóp æpandi i burtu. Skömmu síðar sá hann eina af þeim drósum, sem þarna búa, og um- svifalaust miðaði hann byssu sinni og sendi henni 4 skot. Kúlurnar hittu hana allar, og tvisvarsinnum féll hún um koll, en stóð upp jafnharðan aftur og hljóp í bnrt veinandi um hjálp. í millitíðinni hafði lögreglunni verið gert aðvart um hvað væri á ferðinni, og fá- um minútum síðar var þrælmenni þetta tekið og sett í járn. Maður þessi sýnist vera með fullum sönsum, og talar mjög rólega um glæp þann er hann hefii framið. Ekki getur hann eða reynir að færa neínar ástæður fyrir hryðjuverkum sinum. OSS VANTAR tvo menn sem kunna að fletja fisk, til að fara til New Brunswick nú þegar. Stöðug vinna. Kaup S35 um mánuð- inn og frítt fæði. Prítt far austur. Þeir sem vilja sinna þessu, snúi sér nú þegar til Joseph Carman, 312 McDermot Ave. Hér er lítið ljóðabréf Til landa okkar. Kæru landar glögt að gætið Þá gangiðlþið um Aðalstrætið Til að kaupa klæði og skó, Hyggið hara að vestanverðu, Windsor beint á móti sérðu Er lítil búð. en billeg þó. Buxur, vesti, biðla-frakka, Beztu skó fyrir menn og krakka, Alt spánýtt og ekta snið, Hvítar skyrtur, klútar, sokkar. Komið ogjskoðið vörur okkar Því sanngjarnlega seljum við. Silki hálstau, hnappa gylta, Hatta fyrir alla pilta, Undirföt af allri gerð. Og hlífar til að hlífa’ í regni, Hæfar hverjum brezkum þegni, Látum vér fyrir lægsta verð. Athugið númerið. Sæmunflson & StepbensoD. 630 Main Str. ÞETTA HORN VERÐUR HREIÐUR FYRIR * * * Karlmannaföt. Karlmannaföt, $8.50 virði fvrir $1 25 “ $12.50 virði fyrir $7.50 Svört spariföt, $18.00 virði fyrir $10.00 Karlmanna-buxur, $1.75 virði á $1 00 Svartar karlm.buxur, $3 virði, á $1.90 Fallegar twe9d-buxur $4.50virði, $2,75 Drengjaföt. Drengjaföt $13,50 virði fyrir.$8.50 Drengjaföt $9.50 virðí fyrir..$5.50 Drengjaföt $6.50 virði fyrir..$3,50 Drengjabuxur, mjög fallegar, $4.50 virði, fyrir að eins...........$2.75 Góðar drengjabuxur.............$1.00 siwwwtwtwwttmwwmwtwwwmwwwwwmmw Fyrir 25 cent getur þú keyptþér beztu TWEED SLIPPERS ” sem fást í bænum, Ágætar fyrir kvennfólk og börn. 5 Fyrir 40 cent færðu beztu tweed buskin. Fyrir 45 cent færðu ágæta reimaða skó handa börnum nr. 6—10 I Fyril’ 60 cent Samskonar skó, nr. 11—2. Fyrir 75 cent Ágæta skó fyrir karla og konur. Reimaðir karlmannaskór $1,25. Hneptir karlmannaskór $1,00. Kvennmanna Oxford-skór með öllu verði, 75c. og yfir. Vér þökkum svo vinum vorum fyrir góða og mikla verzlun, en _ mæl- umst til að þeir hafi fæturnar með sér næst, svo vér getum útbúið þá með hæfilega skó, Yðar einlægur. E. KNIGHT á CO. 651 Main St. Hvítar stífaðar skyrtur fyrir 45 og 65 cents fullkomlega $1 til $1.50 virði Mislitar skyrtur, áður seldar fyrir $1.50, nú á 75 cents. Það bezta mesta og ódýrasta upplag af regnkápum sem nokkurntíma hefir sést i Winnipeg, fyrir $4.00 og þar yfir. Pantanir með pósti afgreiddar fljótt og vel. Munið eftir Merki: BLA STJARNA 434 inain Str. A CHEVRIER- #########################* # # # # # # # Fimm dollarar kaupa einn “Bicycle”-fatnað hjá FLEURY. Fimm dollarar kaupa einn góðan karlmannsklæðnað hjá FLEURY Tveir ojj lialfar dollar kaupa ágætis buxur hjá FLEURY. # Einn dollar # # # # # # # # # # # # kaupir mjög góðar buxur hjá FLEURY. ^ Mjúkir hattar, harðir hattar, strá hattar, stórir hattar, litlir hattar, ^ eð hvaða aðrar sortir af höttum sem þig vanhagar um hjá w, 564 Main Street # # Beint á móti Brunswick Hotel. # ########################## The Red Bird FYRIR ARID 1898. The G00LD BICYCLE C0NPAHY, 484 MAIN STREET. FRED B. SHITH, Manager. Storkostleg Kjorkaup The BLUE ST0RE, Merki: Blá stjarna. ÆastIebúd1Íýr’ 434 ^ain Str YIÐ þrotaverzlunar-sölu, sem haldin var I Montreal á hinum stórkost- legu vörubyrgðum J. H. Blumenthal & Co., sem sjálfsagt voru hinir stærstu klæðasölumenn í Canada, var THE BLUE STORE svo heppin aö ná í ákaflegar byrgðtr af vörum fyrir að eins 471 cent dollars virðið. Það hafa víst allir séð hrúguna af kössunum sem kom til vor núna í vikunni og sem allir voru fullir af fatnaði. Ef nokkur efast um þetta, þá komi hann einungis inn í búðina svo við getum sannfært hann. Þessar vörur hljótum vér að selja strax, fyrir peninga, þar af leið- andi fáið þið stórkostleg kjörkaup á eftirfylgjandi vörum. Barnaföt Mjög vönduð föt, $7.00 virð á $4.22 Falleg flanelsföt, $5.50 virði fyrir $3.50 Falleg “Sailor Suits,” með lausum kraga $4.25 virði fyrir að eins $2.75. -----Góð “Sailor Suits” fyrir $1.00- |W° Buxur! Buxur! Buxur! —126 — —123— —122— —127 — arinnar. Það veitir okkur engan frið né hugg- un. einungis eykur píslirnar”. Vesalinfs mennirnir störðu nokkur augna- blik út í myrkrið, sem uinkringdi þá. Alt í einu fleygði Ivor sér. um leið og hann rak upp angistarstunu, á grúfu ofan í snjóinn, sem dreg- ið hafði saman í dálitla skafla á ísspönginni, og huldi andlitið á milli handanna. Gogol horfði meðaumkunarfullur á þetta. Hann hefði viljað gefa mikið til þess að geta hug hreyst félaga sinn, en hann vissi að hann átti ekkert hughreysta-'di orð til í eigu sinni. ef hann ætlaði að taka tillit til uokkurar hreinskilni. Það var réttast að standa auglití til auglitis við sann leikann, án þess að reyna að draga yfir hann. En virkilegleikinn var ærið nístandi og vonum sneiddur. Hver mínútan leið á eftir annari, og þessir tveir auðnuleysingjar láu þögulir og hreyfingar- lausir á ísnum. (Snjórinn hlóðzt niður og vind- urinn sópaði honum utan að þeim og jafnaði honum inn í allar hrukkur og ósléttuT á fötum þeirra, sem nú voru orðin gaddfreðin. Veðrið hvein yfir höfðum þeirra, og áfram flaug ísspöng in sem fys fyrir vindi, og riðaði ýmist upp á öldutoppunum, eða steyftist ofan í hyldýpið, sem þær mynduðu á milli sín. Og einlægt molaðist •neir og meir utan af henni, og nú var þvermál h-unar ekki orðið meira en þrjú eða fjögur fet. Á hverju augnabliki gat hún rekist á aðrv ís- spöng og farið í rúst. og það táknaði hið síðasta augnablik skelfíngarinnar og aðskilnað þessara vesalinga írá því jarðneska og timanlega. dögum er þér kunnugt nú. Eg var sannfærður um að móðir þín var saklaus, og ég bafði grun um bófann sem reyndi að koma henni fvnir og eyðileggja hana með fölskum bréfum. Auðvitað þorði ég ekki að ympra á þessu við húsbónda minn. Það gat skeð að það hefði kostað mig líf- ið. Samt setn áður flúði móðir þín með þig, og gat ekki annað aðhafzt. Og svo leið tíminn þangað til sjúkdómur föður þíns hafðí nærri gert út af við hann. Þá loksins, með einhverju móti, Komst hann að sannleikanum, og sagði mér þá frá því. Skæðasei óvinurinn, sem móðir þín átti, var einmitt mannfjandi sá, er sýndi henni mestan vinskap — Maximy Petrow”. “Föðurbróðir minn !” hrópaði Ivor upp yfir sig. “Hvernig stóð á því að mig skyldi ekki gruna það fyrr ? Ó, hvíiíkir glæpir eru það ekki sem hann hefir framið !” “Jú sannarlega eru þeir margir”, tautaði Gogol, og nísti tönnum Jum leið. Hann gerði alt þetta í hefndarskyni, af því móðir þin neit- aði houum. Gott og vel, eins og ég hefi sagt. komst húsbóndi minn að því, að Maximy Pet- rov sveik hann í trygðum. en einhverrar ástæðu vegna kaus hann að láta hann ekki vita það. Hann var í ýmsu ráðabruggi og sagði mér fæst af því. Ég komst fyrst að þessu af bréti því er hann sendi móðnr Hnni. 'og sem þú hefir minst á. Eg vissi það ekki að húsbóndi minn hafði skrifað það. Daginn eftir að Alex Petrov dó, lokuðu þeir sig inni Maxfmy og Feodor Guns- berg. Af hendingu gekk ég um herbervið þegar þeir voru rétt farnir út úr þvi. $krifboi ðið var gnúðu ísspöngina áfergislega, rétt eins og þessi öfl vildu hjálpast að, að þagga mál þess sem tal- aði. Gogol ætjaði tæplega að hemja gremju sína, og hafa stillingu til að hlusta á frásöguna til enda. En þá loksins að hann fékk tækifæri til að tala, brauzt ákafi og gremja hans fram, Hann byrjaði á sinni eigin sögu og reyndi að segja hana í samheugi, en átti bágt með að gera grein- armun á hljóðstöfunum í orðunum, fyrir ákaf- anum. “Ó, aðal svikasamsæri þessara lygara og ó- fyrirleitnu fanta kemur þarnaíljós! Hversu mikið rildi ég ekki gefa fyrir að lifa eitt einasta ár enn ! Eins sannarlega og guð er til, skyldu þeir báðir verða sendir til námanna i Síberíu fyrir lífstíð. Hlustaðu nú til. Ég veit það alt saman. Eg hefi sannanir fyrir svikum þeirra. Ég veit hvar hin eina rétta erfðaskrá er niður- komin”. Ivor hrökk við “Það er þá til erfðaskrá virkilega?” hrópaði hann með „ndköfum. “Já, svo sannarlega. En ég verð að reyna að tala sern ljósast. Ég finn að það er kominn ruglingur á mig, Ég skal nú byrja á upphafinu. Það er auðvitað fyrsta stigið. Þú veizt nú alla- r eiðu, að ég var trúverðugur þénari á heimili Alex Petrovs í sautján ár. Ég var lítill dreng- hnokki þe.ar ég vistaðist, hjá honum. Móðir þín ' »r eins góð húsmóðir einsjog hægt var að kjósa. Ég tilbið »lla þá bletti jarðarinnar. sem hún ste g á. Og þú, - ruaigsinnis var ég látinn fylgja þér hér og þar. Það stm skeði á þeim Ivor var orðinn gegnkaldur, og sárt og langt andvarp leið út fyrir varir hans. í al- gleymingí nísti angistin hjarta hans, og Gogol hafði litla hugmynd um hversu mikið Ivor tók út. Eymd hans hafði verið átakanleg að undan- förnu. Sjálfur fann hann nú greinilega að dauð ans ógn og píslir jukust tífalt á hverju augna- bliki. Betra hefði honum þótt að vita ekkert um hver Gogol var, hugsaði hann með sjálfum sér. Betra hefði honum þótt að deyja, án þess að vita að þjónn föður síns hafði öll skilriki og tæki með höndum, sem þurftu og nægðú til þess að hann gæti staðið sigri hrósandi yfir óvinum sínnm, að eins honum entist aldur til þess. Ó, ef björtu draumarnir — spádraumar Soniu Ko- maroff — uppfyltust! Samstarfandi félagsbróð- ursínum, gat hann losað sig úr þessari djöful- legu snöru, sem fjandmenn lians höfðu snúið um háls hans. Hann gat náð hinni góðu og gildu erfðaskrá, og steyft yfir þá þungri hegningu og maklegu endurgjaldi. Hann gat sezt i stöðu. sem hann átti, haft nógan auð og verið virtur og elskaður, og þá — og h”ersu djúft varð hann ekki snortinn af þeirri hugsun—, þágathann farið aftur til Saghalien og öðlast þann dýrðleg- asta kjörgrip þessa heims, — Soniu Komaroff ! En þetta var að eins draumur. Lifsauðnin og vonleysið hljómaði hæðst af ölluum herópum, básúnaði dauðansangist inst og dýfst í sálu hans. Hann lyfti ögn upp höfðinu og starði út í kol bikuðu uæturdimmu vetrvóveðranna, og fann hvernig hamslausar öldurnar vögguðu mjóu is- spönglnni aftur og fram á milli sín. Hann misti

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.