Heimskringla - 09.06.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.06.1898, Blaðsíða 2
2 il*JiMSKKÍNtíLA, 9. JÚNÍ 1898. Heiinskriiiffla. ferd blaðsins í Canada og Bandar. 81.50 tun árið (fyrirfram borgað). Sent til Xslands (fyrirfram borgað af kaupend- -m blaðsins hér) 81.00. Peningar sendist í P. 0. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en • Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office Corner Princess & James. P.O. BOX 305 Philippine-eyjarnar. Seinustu daga hefir athygli manna snúist að eyjum þessum, þar sem or- ustan hin mikla var háð núna fyrir skömmu milli Spánverja og Banda' manna. Philippineeyjarnar liggja suðaustan við Kinastrendur. Er eyjan Formosa að norðan, en Borney að sunnan. Als eru eyjaruar sagðar þetta frá 1200 til 1400 að tölu, og er það fyrst nýlega, að menn hafa. rannsakað þær svo vel að hægt hefir verið að gera nákvæma á- ætlun um flatarmál þeirra. Eftir mæl ingum Domans eru eyjarnar 114,352 ferhyrningsmilur á stærð, oe eru hinar stærstu þeirra Luzon (40,02 fhm.) og Mindanos (12,626 fhm.). Magellan fann eyjarnar fyrstur ár- ið 1521, og nokkru seinna (1572) lagði Legaspi grundvöllinn að höfuðborginni Manila og hafa þær síðan alla tíð verið undir valdi Spánverja. Það er alveg eins dæmi í sögu Spán verja hvernig þeir náðu eyjum þessum á vald sitt og er ólíkt allri aðferð og framferði þeirra við aðrar sigraðar þjóðir, sem framkoma þeirra Cortez og PisarroS ber um ljósastan vottinn. Le gapsi þessi lagði þær undir Spánverja og hafði með sér sex munka af reglu i Augustinusar og fáein^ hermenn. Menn þessir voru ekki eins gráðugir í gull og aðrir Spánverjar, ekki heldur voru þeir eins grimmir eða fullir ofsóknaranda. Þeir fóru gæflega að eyjarskeggjum, kendu þeim eitt og annað og gátu á- unnið sér traust þeirra og trúnað. Unnu þeir svo eyjarnar án þess að blóð bað yrði til muna, mest með fortölum og voru þær í fyrstu kallaðar 1567: Islas Filipas. Fara svo litlar sögur af þeim fram eftir. • Árið 1762 unnu þeir Corristi og Draper (enskir) borgina Manila, en létu Spánverja fá hana aftur 2 árum ssinna, fyrir 85 milíónir. Nú um tíma hafa uppreistir verið þar tíðar, en þær hafa verið bældar niður jafnóðum með hörku mikilli og grimd, og er því ekki furða þó að þeir rendu vonaraugum til Banda manna, ef þeír fyrir tilstyrk þeirra kynnu að geta frelsast undan oki Spán- verja. Á engri eyjnnni eru mjög há fjöll er fjallið Apo á Mindanas hæst, rúm- lega 9000 fet, en þó verður að telja eyj- ar þessar með fjalllönduin yfir höfuð. Að miklu leyti er eldmyndan á eyjum þessum, en fá eru þar nú gjósandi eld- fjöll. Árið 1814 fargaði eldgos mikið 12000 manns í Camatig, Budias, Albay, Guinobatan og Daraga, og 1867 gaus aftur á sama svæði. Þá eru og eyjarn- ar alkunnar fyrir fellibylji og voða storma, Árið 1876 skall einn bylurinn á eyjuna Luzan. Steyftist hann niður hlíðarnar á Mayonfjallinu og braut nið- ur borgir nokkrar og eyddi aiveg 6000 húsum. Hinn þriðji ókostur þar eru járðskjálftar, sem koma þar mjög oft og hafa þeir haft áhrif á alt byggingar- lag húsa á eyjunum. Mesti jarðskjálft- fiin kora áríð 1880 og gerði hann skemd- ir stórkostlegar, ásamt öðru, braut niður dómkyrkjuna þar. Árstíðir eru þar þrjár: fcaldi tím- inn, heiti tíminn og regntíminn. Kaldi tíminn nær frá Nóvember til Febrúar, eða Marzmánaðar. Stendur vindur þá af norðri og þurfa menn ullarfatnað og hita í húsum, loft er heiðríkt og hress- andi og þykir Evrópumönnum þá vera beztur tími ársins. Hitatíminn nær frá Marz til Júní, og er þá loft þungt og þrumuveður tíð. í Júlí, Ágúst, Sept- ember og Október, hellist regnið niður úr skýjunum og fara þá heilir flákar á flot af landi þvi er lágt liggur. — Als eru á eyjunum 7,67o,000 ibúar, og eru 154,P'H' " úar í borginni Manila (hún-i ,.i*iei-. n þrefalt fólksfleiri en Winnipeg). Nokk.,3 er þar af Spán- verjum og nálægt 100,000 Kínverjar, og hafr l,>'r nað allan. Eyjarbúar sjálf- ir ’ Malaya kyni. — Eyjunum stjórnar Governor general og Captain general. Fylkin eru 43 og stjórnar governor hverju. — Árið 1894—’95 voru áætlaðar tekjur þar 813,500,000 og út- gjöldin 313,200,000. — Útflutningsgjald er á tóbaki og tollur á öllum innflutt um vörum. eða því sem næst. Afurð- ir eyjanna eru: sykur, hampur, kaffi og indigo. Þar eru og kol mikil i jörðu, nú er nýfarið að vinna þau, og er búist við að fá 5000 lestir af kolum úr nám- uuum um mánuðinn. Árið 1896 voru innfluttar vörur 812.000,000 virði, en útfluttar S20 500,000, —Járnbrautir eru þar .70 mílur á lengd, en rafsegulþræðir 720 mílur. Höfuðborgin Manila liggur vestan á eyjunni Luzon, hérumbil 600 mílur frá Hong-Kong. Er þar einhver hin stærsta og fegursta höfn í heimi. Ströndin er lág og sjást fjöllin langt upp í landi. Borgin Manila líkist kast- alarústum, girtum grjótmúrum 300 ára gömlum, með diki breiðu að utan. Al- drei er borgarhliðum lokað, og er vafa" samt mjög hvort borgin gæti sýnt nokkra vörn ef sótt væri að. Úr hafn- arbotninum ganga siki mörg um undir- borgirnar og eru lagðar yfir þau ótal brýr, en á þeim ganga einlægt smábát- ar (Canoes) og líkist borgin því nokkuð Feneyjum á Italíu. Utan við múrana og á hafnarbökkunum er akvegur borg- arbúa, og standa befegja vegna aldintré og er þar skemtigangur hiuna ríkari borgarbúa og þar aka þeir og hitta kunningja sina. í því eina fylki eru nær 300,000 manns og af þeim eru tæp- lega 5000 Spánverjar. Eitt hið skringi- legasta sem menn sjá þar, er þeir koma þangað frá Sínlandi, eru tvíhjóluðu kerrurnar dregnar af hinum svokölluðu “Water buffaloes.” Þeim er stýrt á þann hátt, að hringur er settur í miðs- nesið á þeim og taumunum hnýtt í hringinn. Situr svo aksveinninn á nautsbaki eða á kerrukjálkanum og stýrir nautunum með taumunum. Eru dýr þessi námfús mjög; þau hafa yndi hið mesta af þvi að velta sér í leðjunni og sökkva sér á kaf í forina svo að ekki standi upp úr annað en granirnar. Eru naut þessi dýrmæt eyjarbúum bæði.til áburðar og plógdráttar, því bolar draga plóginn rösklega, þótt þeir vaði leirinn og forina alt að kviði. Mjólkina úr kúnum má hafa til manneldis, en óhæfir eru bolar þessir til átu. Fjn-ir árum síðan hafa kyrkjur þar verið allmiklar byggingar, en nú eru þær allar skektar og sprengdar í sund- ur af jarðskjálftum. og snauðar eru þær af listaverkum. Eyjarbúar eru prest- riðnir mjög og sækja kyrkjur sínar vel og hlýða erkibyskupinum nærri því til hvers sem vera skal. Hefir það oft ver- ið mælt, að eyjarbúar mundu óviðráð- anlegir ef að klerkar færu burtu þaðan. Eru hús þar öll bygð þannig, að útiloka sem mest hita sumarsins og eru sjaldan höfð hærri en tyiloftuð sökum jarð- skjálfta. Glerrúður í gluggum þekkja menn þar ekki, enda mundu jarðskjálft- arnir óðara mölva rúðurnar mélinu smærra. Kol eru þar nægileg og mundi Manilaborg uppljómuð með kolagasi ef að hægt væri að leggja gaspípur í jörðu sökum jarðskjálfta. Þótt undarlegt megi virðast, finst ferðamönnum lítið að sjá í gamla bæn- í; eru strætin mjó en húsin skraut- framvegis. Og eftir hinum gömlu lög- um voru Indíánar neyddir til þess að rækta tóbak og ekkert annað á landi sem óhæfilegt var til tóbaksræktar. En árið 1883 voru lög þau afnumin og varð sú afleiðing af því, að nú fengu menn betra tóbak og betri vindla. Þarf- ir eyjarskeggja eru fáar og létt að afla sér fullnæging þeirra. Búa þeir með- fram ánum í bambusviðarkofum þökb um með pálmaviðarblöðum. Víða er útsýni í Manila ljómandi fagurt, eink- um í undirborgunum. laus og skuggaleg. Spánverjar þeir sem fæddir eru heima á Spáni. líta niður á þá sem fæddir eru á eyjum þessum og er þar því stéttarígur mesti og sundur- gerð milli manna í pólitiskum málum. Útlenda menn hata þeir og öfunda, eink- um Kínverja. Leikhúsin eru í vondu lagi, söngsamkomur eru sjaldgæfar og ekkert er bókasafnið og hinar helztu skemtanir manna eru þær, að heyra söngflokkinn leika á horn og sækja dansleiki og hanaöt á sunnudögum. Veitir stjórnin mönnum leyfi til að etja hönum sainan en hefir með lögum bann- að veðmál öll, en ekki vilja menn hlýða lögum þessum. Tekjur eyjanna eru fólgnar í beinum sköttum á Indíána hvern, kynblending og Kinverja. og svo er inn- og útflutnings-tollurinn sem þeg- ar hefir getið verið. Búningur eyjarskeggja er glæsileg- ur mjög, en aldrei hafa Spánverjar vilj- að taka hann upp. Vindlagerðarmenn í Manilaborg eru 22,000, og eru alt stúlk- ur nema 1500. Er það skrítin sjón að sjá þær i hinum innlenda búningi sínum með ákaflega barðastóra hatta til þess að hlífa þeim fyrir hinum brennandi geislum sólarinnar. Við vindlagerðina sitja þær á hækjum sínum eða á bamb- u?viðarstólum, tveggja þumlunga há- um. Aðaiframleiðsla eyjanna hefir til þessa verið tóbak og mun verða þaðj Lygar í kok reknar. Lögberg, dags. 26. Maí síðastl., getur þess, að ég hafl ekki mótmælt því, að ég sé “leigður af Conserva- tiva flokknum til þess að ijúga uppá frjálslynda flokkinn, stjórnir hans og leiðtoga.’’ Satt að segja fanst mér engin nauðsyn bera til þess að mót mæla þessari lygi, því ég þóttist þess fullviss, að enginn sanngjarn maður sem þekkir mig, mundi leggja trún- að á þessa sögu, fremur en svo margt annað sem Lögberg ber á borð fyrir lesendur sína. En til þess nú að taka af öll tvímæli, skal ég lýsa þvi yflr, að hvorki er ég nú né hefi nokkurn tíma verið lemður af Conservativa- flokknum né af nokkrum manni eða mönnum úr honum, til þess að ljúga upp á Liberalflokkinn eða nokkra meðlimi hans. Og hvorki ritstjóri Löglærgs eða nokkur annar getur heldur fært rök að því, að ég hafl í nokkru hallað réttu máli í greinum mínum um stjórnflokkana eða lands- mál. Þessari yfirlýsing fylgirsvoað sjálfsögðu það, að ritstjóri Lögbergs er lygari að þessari svívirðilegu stað hæfingu. Ég get vel skilið það, að ritstj. Lögb., sem aldrei hefir verið of hlað- inn af siðferðistilfinning um dagana, eigi bágt með að átta sig á því, að nokkur maður geti fengið sig til þess að halda fram vissriákveðinni steínu í pólitík af sannfæringu og án þess að vera til þess keyptur. Því það er al- ræmt, að hann heflr aldrei haft slíka sannfæring — án borgunar. Nei, Sigtrygg góður, þú getur ekki þvr^- ið f burtu þín pólitisku hrafnsför með þvf að ata mig óþverra með lastmælgi og lygum. Mínar pólitisku skoðanir eru bygðar á sannfæring fyrir því, að stefna Conservativa hafl verið og sé hin hollasta til hagsældar og fram- fara fyrir þetta land og landslýð. Fvrst þegar ég byrjaði að rita f Hkr., þá hélt Sigtryrggur þvf fram,að ég hefði enga þekking á landsmál- um. En svo færði ég honum heim sanninn um það, að ég mundi þar vita að minsta kosti eins mikið og hann, og bauð ég honum að reyna það ef hann þyrði, en þetta hefir hann látið ógert. En litlu síðar fann hann upp nýtt ráð til að draga athygli fólksins frá þeim málum er til um- ræðu voru(afglöpum Greenwaystjórn- arinnar), og sagði, að ég kynni svo dæmalaust lítið í íslenzku og gæti ekki ritað móðurmál mitt stórlýtalaust Og nú síðast hefir hann tekið upp ennþá nýtt ráð til að leiða athygli fólks frá aðalmálefninu, og slær því nú fram, að ég hljóti að vera leigður til að Ijúga, — vitandi þó fullvel, að ég hefi ennþá engu logið hvorkí um hann né flokk hans. Hvaða vand- ræða lygar skyldi garmurinn koma með næst ? Það tjáir ekki fyrir þig, Sigtr. tötrið, að reyna að komast undan f flæmingi frá að ræða þau atriði sem þú heflr enn ekki þorað að svara. Persónulegar skammir um mig eru alveg þýðingarlausar, því íslending ar þekkja mig að minnsta kosti eins vel eins o.’ þíg. Ekki heldur ættir þú að komasi upp með það að beita þeim Júdasar-klækjum, að svíkja þinn herra framvegis, eins og þú nú gerir. Greenway er of mikið búinn að gera fvrir þig, Sigtryggur, um dagana til þess, og ætti þér ekki að haldast það uppi orðalaust, að renna sem raggeit þegar húsbónda þínum liggur raest á liðveislunni og pólitisk- ur dauðdagi starir honum í augu. Að því er snertir reikninga mína yfir íslandsferða-kostnað og kostnað við útgáfu “Landnemans/’ þá er það tvent að athuga, að það á ekkert skylt við þá klæki stjórnarinnar, sem Sigtryggur ekki þorir að reyna að verja, og annað hitt, að það atri?; var rætt í blöðunum um kosningarn ar 1896, og virðist því næsta óþarft að gera langar umræður um það nú. En af því að aldrei hafa komið frá mér neinar skýringar til almennings um “Landnemann,” þá skulu þær nú gefnar. Það flaug í huga minn í Maí 1891, (ég var þá heima í Reykjavík), að heppilegt mundi vera að gefa út blað til stuðnings vesturflutningum, og gerði ég þá þegar samning um prent un og útsending “Landuemans” um ísland, algerlega á eigin reikning. Síðar samdi ég við stjórnina um út- gáfu blaðsins, og skyldi hún borga 8650 um árið fyrir prentun, pappír og útsending blaðsins einu sinni á mánuði, 3000 eintök í hvert skifti, og er það 21f cts. árganginn, útsendan. Þetta mun engum þykja ósanngjarnt verð sem vit hefir á að dæma um það og þó að ritstj. Lögb. látist mur.di ■,hafa gert það íyrir $250, eða 84 cts. árganginn, þá má hver trúa því sem vill, en ég trúi því ekki, og ekki er það í samræmi við það sem hann heflr sett Greenwaystjórninni fyrir prentun sem aldrei hefir verið gerð og fyrir útsending blaða sem aldrei hafa verið send út, eins og ég hefl áð- ur leitt rök að. Þeir sem muná til þess, að Greenwaystjórnin borgaði Mr. F. Wade 8750 til að semja ofur- lítinn bækling um skólamálið 1892, geta fljótlega séð hvers virði hún mundi álíta það að gefa út mánaðar- blað í heilt ár. Dagpeningar mfnir á ferðum mín um um ísland voru æflnlega fyrir- fram ákveðnir, og sama er að segja um fylgdarmann og kaup hans. Enda get ég sagt það, að f öll þau 13 ár, sem ég vann f þjónustu stjórnar- innar, fann hún aldrei að reikning- um mínum né að þeim verkum sem ég gerði. En það má skoða þetta mál frá annari hlið; það má deila ferðakostnaðinum niður þannig, að séð verði hvað kemur á hvert höfuð sem inn er flutt í landið sem afleiðing af hverri ferð. Ef þetta er gert, þá er það eflaust að ferðir mín- ar til íslands verða þar ódýrustu er nokkur Isl. agent hefir farið, f sam anburði við þann árangur sem af þeim heflr orðið. Enda var þetta viðurkent af Ottawastjórninni, og víst er það, að alt brask Capt. Jón- assonar sem innfiutninga agents hef- ir kostað Greenwaystjórnina marg- falt meira, heldur en ég eyddi á ferð minni. Tökum t. d. ferð Magnúsar Paulsonar til íslands, sem kostaði fylkið 15—16 hundruð dollars. en gaf af sér 7 (segi og skrifa sjö) vest- fara og 3 þeirra sögðu mér sjálfir, að þeir hefðu komið það ár, þó hann hefði aldrei til Islands komið. Ég get sýnt það og sannað, að á þeim árum sem ég var við útflutn- inga einsamall, komu út hingað yfir 700 manns að jafnaði árlega. Sigtr. Jónasson heflr farið tvær ferðir til Islands í innflutningaerindum. En hver var uppskeran ? Heflr hann flutt nokkuð af fólki út frá íslandi í þeim ferðum, eða voru þeir 83000, sem hann eyddi í þessar ferðir, að eins dúsa til þessa síhungraða lands- ómaga ? Með þessum línum þykist ég hafa sýnt það, að Greenwaystjórnar klikkurnar ættu ekki að tala um eyðslusemi eða óráðvendni í orðum eða verkum, því það er þegar sýnt, og skal verða sýnt betur sfðar, að þeir eru manna óhæfastir til þess að dæma um slíkt. Ég gerði mér ávalt far um að vinna með dygð og trú- leik af fremsta megni fyrir þeim launum er mér voru veitt, og ég hygg að það muni trauðiega takast Sigtr. Jónassyni eða neinum öðrum, að blekkja almenning með neinum lygurn í minn garð í þessu s.im- bandi. Fleira nenni ég ekki að draga fram að sinni, en lesendur læt ég vitá það, að framvegis mun ég svara sem fæstu öllu persónulegu, en halda heldur í horflð að ræða um stjórnarathafnir fylkis- og ríkisstjórn anna. B. L. Baldwinson Stríðs-kort. af heiminurn med landafræðislegum upp lýsingum um Cuba, Spán, Bandaríkin, Puerto Rico, Kanari-eyjarnar, .Cape Verde eyjarnar, Havanahöfn, Tortugas eyjarnar, Key West, Philippine eyjarnar o. s. frv.; þetta er ljómandi fallegt og stórt kort og ættu allir að eignast það. Verðið er að *ins 10c., í silfri eða ' ’ merkjum. Ágæt pvnd af Band: i ,a- herskipinu “Maine” . Oc. Fnapp- 7 Bandaríkja og • Juba-fiöggum, lOc. -it ’petti fr' .v sent fyrh a 25c ' T AKANDER, Ma* >aue ^o., III., U.S.A. E. G. 1 Lögbergi. Það er svo undur fátt í greininni hans E, G., í síðasta Lögb.. sem er eig- ínlega þess vert að því sé gvarað. að ég læt nægja að fara þar um að eins fáum orðum. Það er rétt hjá E. G. að ég hafi tvisvar beðíð ósigur við kosningar í St. Andrews. En það sannar ekki að ég hafi þótt óhæfur til þess starfa, að minsta kosti var það ekki álit Ný-Is lendinga, sem við kosningarnar 1896 gáfu mér tíeirtölu atkv. i 7 kjördeild- um í nýlendunni. En Sigtr. Jónas- syni í að eins e i n n i kjördeild. Þetta voru úrslitin hjáþeim hluta kjósend- anna sem bezt þekkja okkur báða, og á þeim stöðum þar sem við mættumst persónulega á pólitiskum fundum. F.g hefi því enga ástæðu til að vera óánægð ur með þau úrslit sem þar urðu. En ; ég var óánægður með úrslitin í Selkirk og meðal kynblendinganna þar i grend. En við kosningarnar 1892 átti ég kost á að vera kjörinn gagnsóknarlaust fyrir sama kjördæmi, með því eina skilyrði að fylgja Greenway að málum á þiugi. Það var því sýnt þá strax, að jafnvel Liberalflokkurinn áleit mér ekki alls varnað að því er snerti þingmensku hæfileika, ef ég að eins vildi fylgja þeim aðmálum. Þetta er sögulegur sann- leikur, ok var hann auglýstur i Lögb. skömmu eftir kosningarnar. Og læt ég svo úttalað um þetta málefni að sinni. Ekki er það rétt hjá E. G.. að ég á- líti að Islendingar fái of mikla vinnu hjá Greenwaystjórninni. En ég álít vinnunni vera ójafnt skift, og það mest borgað sem minst er í varið, — of marg- ar dúsur, of miklar mútur, of margir stuldir handa hungruðum áhangend um, og of rnikil loforðasvik við kjós endurna. Óþarft er það einnig af E.G. að slá því út að ég bendli þær stúlkur sem vinna við opinberar stofnanir nokk uð við pólitik eða á annan hfitt vanvirði þær. Ef E. G. hefði um dagana unnið eins hreinlega og heiðarlega fyrir sínu uppeldi, eins og þessar stúlkur gera. þá væri þnð honum gott, og holt landinu sem elur hann. Posen-skurðinn hefði E. G. ekki átt að minnast á. Það verk og táldrægnin og svikin í sambandi við hann hafa verið stjórninni til stærstu skammar frá byrjun til enda, og þeim til skammar, sem bezt hafa gengið fram í að taka taum hennar í því máli. Enda er enginn efi á því, að hún fær að kenna á þessum svikum sinum við næstu kosningar, þrátt fysir það að hún kvað nú ætla að lofa öðrum skurði með fleira, til þess enn á aý að kaupa sér hylli þeirra sem hún hefir teymt á eyrunum með svikaloforðum í 6 síðastl. ár. Ekki heldur hefði E. G. átt að halda upp neinum varnarskíldi fyrir Guðna-dúsuna eða stuldinn, eins og rétt er að nefna laun hans úr fylkis- sjóði. Enginn hefir sagt nokkuð um það. að maðurinn geti ekki verið gáf- aður, mikilhæfur og vaxinn stöðu sinni einkanlega þegar staðan er sú, að gera ekkert annað en þiggja skildingana, eins og ég hefi sýnt að er tilfellið með hann. Það er ekki til neins fyrir E.G., að ætla að troða þeirri lygi inn í fólk, að Guðni sé skipaður til að gegna stöðu þeirri sem hanner látin heita að gegna, á sama hátt og aðrir lögregluþjónar í fylkinu. Eftirfylgjandi tafla sýnir laun hinna ýmsu lögregluþjóna i fylkinu, og sekta- fé því sem þeir skila til stjórnarinnar, og á því sést, að laun lögreglustjórans á Gimli ganga næst launum lögreglu- stjórans í Winnipeg. Nofn og heimili Sektum skilað lögreglustjóra. Laun. í fylkissjóð. Campbell, Brandon Cyr St. Boniface..... 150 Cory, Gladstone...... 75 Dagg, Selkirk ........ 75 Fowler, Wawanesa.... Fieldhouse. Neepawa.. Gordon. Boisevain.... Hay. Port. La Prairie 200 Logan, Minnedosa.... McCorquodale, Morden Peeples, Winnipeg .... Thorsteinsson, Gimli.. Whitely, Emerson.... Smith, Dauphin....... 100 Þegar aðrir eins bæir og Cypress og Glenboro, Delorain, Manitou og Killar ney komast af lögreglustjóralaust, þó þeir hafi frá 10 til 20 sinnum fleiri íbúa en Gimli, þá verður ekki séð að þörf sé á slíkum embættismanni þar nyrðra, og launa honum næst lögreglustjóranum í Winnipeg. Og það er satt hjá E. G.. að landar vorir í Nýja-íslandi eru yfirleitt mjög friðsamir, að undanteknum Guðna sjálfum, sem er sá stærsti og ef til vill eini afbrotaseggurinn þar, í þetta sam- band má setja það sem E. G. sjálfur ját- ar. Hann segir : “Það er auðsætt aðef þeir (hennar þjónar) fá fé frá henni (stjórninni) án þess að vinna fyrir þv; heiðarlega.þá greiðir stjórnin þeim slíkt fé á óráðvandlegan hátt.” Og það er engum efa bundið, meistari E. G.. að launin til Guðna eru greidd á óráðvand- legan hátt, alveg eins og hallærisstyrk- urinn til Lögbergs og aðrar mútugjafir. Svo má Lögbergs-leppurinn E, G. eiga sig fyrir mér, og mun ég ekki ó- maka mig á að syara þeim gepli fram- vegis, ef hann ekki ritar með meiri sann- girni og betri röksemdura on síðast. B. L. Balt •• ■ ,n. 8200.... 150 .... 75.... .... 206 75.... .. .. 2 68.... .... 26 /O . . . . .... 351 (O .. . . 200.... 75. . . . .... 265 150.... .... 33 600.... ....1659 200.... 75.... .... 2 100.... .. .. 257 OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA SkanúmaYian Hotel. Fæði 81.00 á dag. 718 lUitin 8tr. Hnuiswick llotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót s-anngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Hér er tækifærið fyrir þá, sem hafa í hyggju að ferðast eitthvað. — Northern Pacific brautin hefir nú sett niður fargjaldið austur og vestur, sem fylgir: Til Toronto, Montreal og New Ýork, á 1. plássi 828.20, á 2. plássi 827, 20. Til Tacoma, Seattle, Victoria og Vancouver, á 1. pjássi 825, og 2. plássi 820. Við enda ferðarinnar borgar fé- lagið til baka þeim sem halda 1. pláss farseðli S5. og þeim sem halda 2. pláss farseðli 810. Svo farseðlarnir eiginlega kosta þá að eins $20 ál.ogS10á2. plássi. Niðursetningin á fargjaldi til Kvrrahafsins gildir að eins frá stöðum i Manitoba. Til staða í Austurríkjun- um yrði fargjaldið að sama skapi hærra eftir því sem vestar dregur. Það borg- ar sig fvrir hvern einn að sjá umboðs- mann N. P. félagsins áður en þeir kaupa annarstaðar. 5 Photo= {graphs 4 4 \ 4 A Það er enginn efi á því að A á vér getum gert yður á- x nægða bæði hvað snertir \ f verðið og verkið. f J PARKIN~ ^ { 4 490 Hain St. $ BEN SAMS0N. —Járnsmiður.— ^^West Selkirk, Man. Gerir við og smíðar að nýju vagna, sleða, “bugy’s,” “eutters,” reið- bjól, byssur, saumavélar og yfir höf- uð gerir við flest sem aflaga fer, svo það Iítur út sem nýtt væri. Hann selur einnig tvær tegundir af Nteinoliu með mjög lágu verði National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fæili ad eins $1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL.’ HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Lítið á eftirfylgjandi verðlista & hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, mmm i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlutfyrir sérhvað eína sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar h]á ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar 16 potta fötur 14 potta fötur 12 potta fötur 14 “ “ með 1 _ 17 potta diskapönnur 90 ct. No. 9 þvatta Boilers 82.50 J. E. Truemner, Cavalier, N-Dak. Nú á 90 cts. 67 cts, 75 “ 55 “ 70 “ 52 “ 81.10 78 “ • 90 ct. 70 “ 3 82.50 $1.90 Kaupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sen er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvern af keirurum yorum og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.